Heimskringla


Heimskringla - 24.08.1938, Qupperneq 2

Heimskringla - 24.08.1938, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 A FMÆLISV ÍSUR Frú Steinunn Björnsson frá Keldudal í Hegranesi í Skagafjarðarsýslu, 70 ára 10. júlí 1938. Inngangur Við erum bæði bundin hér, burtu flæmd af æsku slóðum, Það var heitur harmur þér, Hjartakvöl og bölvun mér; Ef eg hérna beinin ber, Brenni eg þau í heitum glóðum. Við erum bæði bundin hér, Burtu flæmd af æsku slóðum. Sólin skín um Skagafjörð, Skært á þessum sumardegi, Geislum baðar græna jörð, Guði^ dýrð um laut og börð, syngur fögur fugla hjörð, Frelsi boða á norður vegi, sólin skín um Skagafjörð, Skært á þessum sumardegi. Þessi dýrð um æsku ár, Yndi vakti sjónum þínum, Heiðrík hvelfing himin .blár, Heiðar, dalir, fossar, ár, Þó þú lifðir þúsund ár Þig mun draga að faðmi sínum, Þessi dýrð um æsku ár Yndi vakti sjónum þínum. Þarna í öndveg ung og fríð, Áttir marga sælu daga, Þarna fékkstu þrek í stríð, Þegar heimur risti níð, Stóðstu háleit, björt og blíð, Bættir alt og vildir laga. Þama í öndveg ung og fríð, Áttir marga sælu daga. Enginn sá þig hopa á hæl, Hart þá stormar lífsins dundu Þú varst altaf sigur sæl, Sjálf ei þektir daglegt væl, Enginn gat þig gert að þræl, Göfug, hrein og trygg í lundu Enginn sá þig hopa á hæl, Hart þá stormar lífsins lundu. Þú varst móðir mild og góð, Mýktir kjörin barna þinna, Þitt var heita hjarta blóð, Helgað íslands sögu og óð, öllu er prýddi okkar þjóð, Unnir þú og vildir sinna. Þú varst móðir mild og góð, Mýktir kjörin bama þinna. Gegnum lífsins gleði og tár, Gæfan beið á þínum vegi, Sólin skein í sjötíu ár Sendir geisla um þínar brár, situr nú með silfrað hár Sigur blíð á þessum degi, Gegnum lífsins gleði og tár, Gæfan beið á þínum vegi. Það er óskin allra í dag, Allra vina þinna, að baki, Að þinn blessi 1 elli hag, örlög þíð með gleði brag, Svo við hinsta sólar lag, Sælu draumar við þér taki. Það er óskin allra í dag, Allra vina og frænda að baki. H. E. Magnússon BRÉF íslendinga er tekin við völduml Alex Monkanm Wembley loð- og alt fer fram á ensku og í dýrakaupmaður fann þessa dali vikublöðunum í Innisfail og Red gegnum fjöllin 1922, er smá Deer birtist. Þann 14. þ., m. |hækka að austan verðu upp að var eg staddur í afmælisveizlu j þrjú þúsund og fimm hundruð Sigtryggs Jóhannssonar; er fetum; sama hæð fyrir ofan sjáv- hann einn bræðranna eftir áf 5, armál og Calgary. Og svo líð- fjórir hér og einn í Argyle-bygð; andi halli ofan á þjóðveg B. C. þar voru yfir 40 Jóhannsons Þetta afrek gera verkamenn og bændur þarna norður frá, vinna yngri og eldri að óska föður- bróður til heilla á 75 ára afmæl- isdegi hans, börn og barnabörn og foreldrar og fjölskylda, tengdadóttir, all's yfir 60 manns; raddir sungu, allir röbbuðu, fáir héldu ræður; átu, drukku, tóku í nef, skildu, með vináttu þegar sól skein sem glaðast á hátindum fjallanna og furutrjánna. Það fæðast ungbörn, engin deyr af fslendingum; blessuð og sæl. J. Björnsson Innisfail, Alta., 19. ágúst 1938 Hr. ritstj. Hkr.: Nú um tíma hafa staðið yfir íslenzk hátíðahöld með ræðum og söng, hin fegurstu föng, þar sem orðsnildin ber efnið ofurliða og andans dýrkun fortíðarinnar situr í öndvegi ástar og kærleika meðal íslendinga austan hafs og vestan. Þ. 10. þ. m. flutti Jónas Jónsson hér á Markerville sitt orðsnildar erindi, líkt þeim sem prentuð hafa verið eftir hann í blöðunum. Honum liggur of lágt rómur til að geta heitið góður fyrirlesari; er þetta engin hót- fyndni. Veðráttan hér er andstæð bændum með hveitislátt, stöð- ugar rigningar, hellidembur. — Vart 5 prósent slegið, en júlí mánuð mátti kalla þurka og góð heyskapartíð með smáskúrum, og hirti þá mesti fjöldi heyin. Það tekur betri fréttaritara en mig að rita um félagsmál og framfarir bygðarinnar hér í Al- berta, þár sem yngri kynslóð 12 daga kauplaust, hafa nú einn vegavinnu gas ketil og Alberta- stjórnin lánaði þeim tjöld; það er alt sem hún gat gert fyrir þá. Járnbrautarfélögin mældu þarna veg um fjöllin þar sem bílvegurinn er nú lagður. Landar okkar í Pouce Coupe ættu að gefa okkur þessa vegabóta sögu í íslenzku blöðunum í Winnipeg. J. Björnsson —Innisfail, Alta., 19. ágúst 1938. “MONKMAN” ÞJÓÐVEGURINN er styzta leið frá Peace River til Kyrrahafsstrandar, auðveldasta vegagerð gegnum Klettafjöllin norður af Panama, 150 mílna vegalengd. En hvorki hafa Al- berta né B. C. stjórnir fengist til að gefa bændum þar norður frá styrk til að leggja brautina, og er það eins dæmi í Canada landnámssögunni. Tóku bænd- ur sig til í fyrra með haka og rekur og alt gekk eins og í sögu og eru nú langt komnir með erf- iðasta partinn gegnum aðal skarðið með 8 til níu þúsund feta háum fjöllum á báðar hliðar, stór tré og grjótruðning á 12 feta breiðum malarvegi. Og nú hallar öllu að sagt er undan fæti ofan á aðal þjóðveg B. C. fylkis- ins, sém þeir búast við að full- gera nú í haust fyrir fólks og flutningsbíla. Francis Murphy er forseti sjálfboða liðanna^ bóndi í Pouce Coupe, B. C. og hefir nú safnað töluverðu fé fyr- irtækinu til framkvæmdar; spáir hann því að þetta verði fjölfarn- asta leið yfir Klettafjöllin í Can- ada og styzta leið á milli Edmon- ton og Vancouver. MÁNITDBA TELEPHDNE SYSTEM HILLINGALÖND nefnast fjórtán sögur, sem ný- komnar eru út í Reykjavík eftir skáldkonuna Guðrúnu H. Finns- dóttur í Winnipeg. Frúin hefir ennþá verið lítt kunn hér á landi, en sögur hafa birst eftir hana bæði í bókinni “Vestan um haf” og í blöðum og tímaritum vestan hafs. Eru sögur þessar skyndi- myndir úr Iífi landa vestra og fjalla um örlög þeirra og afdrif og þau menningaráhrif, sem þeir hafa orðið fyrir í hinni nýju heimsálfu. Fjalla sumar þeirra um hinn einkennilega klofning sem verður á sálarlífi innflytj- endanna, þar sem þeir standa öðrum fæt í íslenzkri sveita- menninga, en hljóta á hinn bóg- inn að verða að samlagast ger- ólíku menningarumhverfi. •— Fyrsta sagan “Utangarðs”, lýsir þessari tilfinningu prýðilega. sal konunnar, sem flutt var vestur af sveitinni heima og kemst þar í álnir, er háð hörð barátta milli ættjarðarástar- innar, hinnar eðlisgrónu heim- þrár, og skynseminnar, að vera þar, sem lífsskilyrðin eru betri “Mig hefir altaf langað til að geta náð sjálfri mér í eina heilc í stað þess að vera tvískift.” En niðurstaðan verður þessi, að hún sér að þarna verður hún að vera, af því að hún veit að ætt sín muni blómgast þar betur. Hún finnur og kann að meta frelsi og gæði hinnar nýju fósturjarðar, en þó er altaf eftir einhver hluti af henni heima. Við slíka til finningu hafa margir átt að berjast, sem lifað hafa beggja megin hafsins. Löndin toga menn sitt á hvað, svo að í and- legu tilfinningalífi sínu verða þeir utangarðs, þykir vænt um báðar fósturjarðirnar, en una sér einmitt þessvegna ekki full- komlega á annari. Ætla eg að þetta sé talsvert algengt ein- kenni á mörgum Vestur-íslend- ingum og lykillin að skilningnum á þeim mörgum hverjum. Frú Guðrún H. Finnsdóttir er fædd á Geirólfsstöðum í Suður- Múlasýslu og fluttist tvítug vest- ur um haf árið 1904. Er hún gift Gísla Jónssyni skáldi og prentsmiðjustjóra í Winnipeg, ættuðum frá Háreksstöðum í Norður-Múlasýslu, bróðir E. P. Jónssonar, ritstjóra “Lögbergs”. Er hún kona fljúgandi gáfuð eins og sögurnar bera með sér. En þær eru í stuttu máli sagt hver annari betri, sagðar á furðulegu , svipmiklu og þrótt- auðugu máli og lýsa skapríku og djúpúðgu lundarfari. Meðan orð- færi landanna vestan hafs er líkt þessu, er ekki ástæða til að ör- vænta um afdrif íslenzkunnar þar. Að vísu má sjá áhrif ensk- unnar á'einstöku orðum og orða- tiltækjum, en yfirleitt er þó mál- ið á sögunum merkilega svip- hreint og með skáldlegum til- þrifum. Það er veruleg prýði að þessari bók meðal íslenzkra bók- menta og hafi þær íslenzkar kon- ur í Reykjavík þökk fyrir, sem stuðluðu að útgáfu hennar og leituðust með því við, að efla þekkingu heima íslendinga á Beztu vindlinga blöðin koma í þægilegasta bókarheftinu— Það er siálfvirkt og tvöfalt Q/5 C/uintee£eA VINDLINGA PAPPIR bókmenta starfi landa vorra vestan hafs, hugsunarhætti þeirra og lífskjörum. Benjamín Kristjánsson -Apríl-júní hefti 1938, Nýjar kvöldvökur. MOL A R Miljónaborgum fjölgar óð- fluga. Babylon er elsta miljóna- borgin í veraldarsögunni, en það var aðeins að vetrinum, sem svo margir höfðu þar bólfestu. — Þannig var ástatt um Rómaborg á hennar frægðardögum, þegar íbúarnir voru taldir vera um ein miljón. Enn er ein borg, mjög fræg í veraldarsögunni, Kartha- go, sem hafði yfir miljón íbúa um skeið. Árið 1880 voru 6 miljónaborgir í heiminum, þar af þrjár í Ev- rópu, sem sé París, London og Wien. 1930 voru þær orðnar 38, 17 í Evrópu, 9 í Asíu, 6 í Norð- ur-Ameríku, 3 í Suður-Ameríku, 2 í Ástralíu og 1 í Afríku. Síðan hafa þrjár bætst við í Ameríku. í New York, ^tærstu borg heimsins, búa nú 11 miljónir í- búa af ólíkustu þjóðemum. Þar er^fjölmennasta Gyðingabygð veraldarinnar, fleiri ítalir eiga þar heima heldur en í Rómaborg og það eru aðeins þrjár borgir til, þar sem fleiri Þjóðverjar búa, nefnilega Berlín, Wien og Hamborg. 200,000 svertingjar eiga heima í þessari miklu borg. Það er Chicago, sem hefir stækkað óðast af öllum þessum stórborgum. Fyrir röskri öld bjuggu þar 70 manneskjur. í Afríku er Cairo langstærsta borgin, en negraborgin Ibadn í Nigeria er einnig í þann veginn að komast í tölu miljónaborg- anna. f öllum þessum stórborgum býr 1/26 mannkynsins. Þau vandamál, er þetta gífurlega þéttbýli hefir skapað, eru mörg. Eitt er það, að fæðingum fer þar víðast fækkandi og sumstaðar lítur út fyrir að stórborgirnar með allar sínar miljónir ætli að verða gröf mannkynsins. * * * 6. júlí undirritaði Hitler nýja löggjöf um hjónabönd, er skal gilda fyrir alt þýzka ríkið frá 1. ágúst að telja. Hin nýju lög byggjast á þeirrí grundvallar- skoðun, að hjónabandið sé ekki samningur í eðli sínu. Eftir skoð- un brúnliða á ríkið fullkominn rétt til þess að hafa eftirlit með hjónaböndum og hindra gifting- ar, ef þess þykir þurfa. Hið borgaralega hjónaband er því að- eins talið löglegt, að til þess sé stofnað í nafni ríkisins. Hingað til hefir verið óskað blessunar drottins á slíkri stundu. Meðal annara nýmæla í lög- um þessum er það, að ófrjósemi eða viðleitni af hálfu annars hvors aðila til þess að forðast barneignir, sé fullgild ástæða til skilnaðar. Sýslunarmenn þess opinbera verða að fá leyf-i yfir- manna sinni til þess að mega giftast. * * * í biblíunni er frá því sagt, að Salómon konungur hafi látið byggja skipaflota í Esjon-Geber, sem liggur við Elot á strönd Rauðahafsins, í Edomélandi. Með hliðsjón af þessari frá- sögu hafa fornfræðingar þótst þess fullvissir, að Salómon kon- ungur hafi á sínum blómatímum haft yfirráð yfir höfn við Rauða hafið, en hvar hún lá, hefir hins- vegar verið algerð ráðgáta. Ný- lega hefir dr. Miller Burrows, við Yale háskóla, gert kunnugt, að hin umrædda höfn hafi fund- All-Canadian victory for pupils pf DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest ápeed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novíce Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.