Heimskringla - 24.08.1938, Side 6

Heimskringla - 24.08.1938, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 Hann fann að mótstöðumaður hans læsti klónum að hálsi hans og hættan, sem af því stafaði vakti bardaga fýsnina í hverri taug líkama hans. í eitt augnablik lá hann kyr með lokuð augun, volgt blóðið streymdi úr andliti hans. Hann hafði leikið þennan leik einu sinni áður, fyrir árum síðan honum datt það nú í hug Hann hafði dugað þá, og svo mundi nú fara. Hengingartakið á hálsi hans linaðist og þyngsl- in á brjósti hans léttust. Vörðurinn, sem nú var ekki nema einn, hélt að hann væri meðvítundar- laus og Jeanne sem staulast hafði á fætur, hélt að hann væri dauður. Það var hið hræðilega óp hennar fult af kvöl og örvæntingu, sem knúði hann til fram- kvæmdanna helzt til fljótt. Andstæðingur hans hafði eigi slept tökunum nema til hálfs. Var hann gætinn vegna margrar slíkrar viðureign- ar, er hann hafði háð í skógunum og beitti því nú er Philip réðst á hann. Nístir heljar tökum veltust þeir á jörðinni. Philip fann sér til meiri skelfingar, en hann hafði nokkru sinni fyr fundið til, að hið forna afl hans var að þverra úr handleggjum hans og með hverju auknu átaki gerðist hann máttfarnari. Hann sá Jeanne rétt sem snöggvast. Hún stóð næst- um yfir þeim með hendurnar nístar að brjóst- um. Er hann leit á hana- sneri hún sér alt í einu við og hljóp í burtu. Hún kom aftur á svipstundu með glóandi eldibrand í hendinni. Philip sá hann leiftra rétt fyrir framan augun á sér og fann hitann af honum, og því næst heyrði hann öskur eins og í villudýri er særist, kom það frá vörum anðstæðings hans. Maðurinn hörfaði aftur á bak og greip um digran svírann, þar sem Jeanne hafði stungið glóandi eldi- brandinum. Philip reis á hnén. Hann rak hnefann með leiftur hraða á kjálka hins og með hásu urri féll hann í hrúgu á jörðina. Um leið og hann sló þetta högg heyrðust há hróp úr skóginum og fótatak margra manna gegn um kjarrið. XI. Philip og Jeanne stóðu andspænis hvort öðru við eldinn. “Fljótt!” hrópaði hann. “Við verðum að flýta okkur.” Hann laut niður til að taka skammbyssuna upp af jörðinni og heyrði lága kvalastunu. Jeanne hallaðist til eins og hún ætlaði að Imíga í yfirlið. Hún féll niður áður en hann gæti gripið hana. “Þér eruð særðar!” hrópaði hann, “Jeanne! Jeanne!” 1 Hann kraup við hlið hennar, kallaði á hana með nafni og hálf hélt henni í faðmi sér. “Nei, nei, eg er ekki særð — ekki mikið,” svaraði hún og reýndi að herða sig upp. Það er öklinn, eg sneri hann — á klettinum. Nú—” Hún þyngdist á handlegg hans. Augu hennar urðu eins og tær af kvalasvipnum. Philip stökk á fætur og greip hana í faðm sinn. Mennirnir brutust gegn um runnana ekki lengra en örskotslengd í burtu, en hann fann engan ótta á þeirri stund. Lífsaflið streymdi um æðar hans á ný. Hann langaði til að æpa til þeirra ógnunarorðum, er hann hljóp með Jeanne í fanginu niður stíginn að fljótinu. Hann fann hvernig hjarta hennar sló við brjóst hans. Varir hans voru við hár hennar. Annar .handleggur hennar var yfir axlir hans og hönd hennar við háls hans. Líf, ást og þessi tilfinning að hann ætti hana streymdi gegn um æðar hans eins og brennándi straumur. Honum fanst á þessum fyrstu augnablikum, er hann snerti Jeanne þannig og heyrði rödd hennar, að hið glóðþrungna þagn- armál sálar hans yrði að streyma fram af vör- um hans, fyrir þetta augnablik hafði hann hætt lífi sínu og lagt út í hundrað áhættur. Hann hafði haft óljósan grun um og þó aldrei dreymt um hundraðasta hlutann 'og þýðingu þessarar stundar. Hann horfði framan í fölt andlit stúlkunnar er hann hljóp. Hin fögru augu hennar horfðu á hann og vangi hennar lá við brjóst hans. Hann fann ekki hve fast hann hafði þrýst henni að sér, fyr en hann kom þangað, sem hann hafði falið bátinn. Þá fann hann hvernig hún titraði og skalf í faðmi hans eins og hann hafði fundið titrandi líf lítils fugls er var í búri milli handa hans. Hann setti hana þegjandi niður í bátinn. Þau hvísluðust ekki á nokkru orði meðan bátur- inn þau út á ána. Hundrað skrefum neðar reri Philip yfir ána og rendi inn í skuggann við bakkann. Jeanne var nálægt honum. Hann gat heyrt hana anda. Alt í einu fann hann að hún snerti hann með hendinni. “M’sieur, eg má til að spyrja um —- um Pierre!” Óttinn titraði í rödd hennar, þótt hún mælti lágt. Hún hallaði sér aftur á bak. Andlit hennar var eins og fölur skuggi í dimmunni, og Philip laut áfram þangað til hann fann andar- drátt hennar og ilmurinn frá hári hennar barst að vitum sínum. f skyndi greindi hann henni frá því, sem gerst hafði. Hann sagði henni að Pierre væri særður, en eigi til ólífis, og að hann sjálfur hefði lofað að fara með hana til Goða- borgar. “Er hún upp með Churchill ánni?” spurði hann. Nú heyrðu þau raddir og næstum því á móti þeim sáu þau menn er líktust skuggum þjóta niður að bátunum á sandrifinu. Annar barkarbáturinn var settur fram og þaut niður ána,. Hinn fylgdi brátt á eftir. Há- vaðinn, sem þeir gerðu dó út smátt og smátt, og Philip hló lágt og, glaðlega. “Þeir munuj leita eftir okkur þangað til á morgun. Héðan og yfir til Churchill og svo munu þeir leita eftir yður þar.” Án þess að sjá það var Philip sér þess með- vitandi að Jeanne laut fram á handleggina og grét, vegna þessarar miklu angistar og ótta, sem hún hafði reynt hinar síðustu stundir. — Hann þorði ekki að snerta við henni fyr en hann heyrði ekka sem hún reyndi að bæla nið- ur. Hvaða hugsanir sem bjuggu í brjósti hans urðu nú að dyljast. “Þér lásuð bréfið ?” ^purði hann blíðlega. “Já, M’sieur.” “Þá vitið þér að yður er óhætt í minni sam- fylgd.” Það var stolt, afl og sigurhrós í rödd hans. Það var rödd manns, sem er gagntekinn af sín- um eigin þrótti, af djúpri og hreinni ást og þeirri meðvitund, að hann var verndari veru, sem var honum ástfólgnari en alt annað á jarð- ríki. Jeanne fann þetta og- titringur fór um hana. Hún rétti út báðar hendumar og tók um hendi Philips og í dálitla stund var árin kyr. , “Þakka yður fyrir M’sieur,” hvíslaði hún. “Eg treysti yður eins og eg mundi treysta Pierre.” Öll þau orð, sem konur höfðu við hann mælt alt til þessa, vógu ekkert á móti þessum fáu orðum, sem Jeanne mælti þannig við hann í þýðum málrómi, Þegar hún þrýsti þannig hendi hans um leið og hann talaði, fanst hon- um að öll sú gleði, sem hann hafði dreymt um ! væri að rsetast. Hann kraup þögull og hreyf- ingarlaus á meðan hún hélt um hendi hans. “Eg á að fara með yður til Goðaborgar,” sagði hann og reyndi að bæla niður fögnuðinn í málrómi sínum. “Og.þér — þér verðið að vísa mér leiðina þangað.” “Það er lengst upp með ánni,” svaraði hún. Það er tvö hundruð mílur frá flóanum.” Hann reri nú af alefli í eitthvað tíu mínút- ur og lagði bátnum svo að ströndinni og var það næstum því hálfa mílu fyrir ofan sand- rifið. Hann steig út í vatnið, sem náði honum í hné. “Við verðum að hætta á að stansá hér svo- lítið, til'að sjá um öklann á yður,” sagði hann. “Því næst getið þér hagrætt yður í skutnum. Á eg að bera yður?”» * “Þér getið — hjálpað—” Hún rétti honum hendina og hneig sam- stundis niður með sárri kvalastunuw Það var einkennilegt að þessi sársauki hennar skyldi fylla hann gleði. Hann vissi að hún fann mikið til, að hún gat hvorki gengið né staðið ein, en þarna yfir við tjaldstaðinn hafði hún pínt sig á fætur, til að bjarga honum. Hún gat ekki staðið í fótinn nú, en þá hafði hún hlaupið og barist með honum. Vitundin um að hún hefði gert þetta, og gert þetta hans vegna, fylti hjarta hans með unaðskendri hrifningu. “Eg verð að bera yður,” sagði hann í ró- legum og ákveðnum rómi, eins og hann væri að tala við barn, en það firti hann allri feimni og lét hún hann bera sig í fanginu. í fáein augnablik hvíldi hún aftur í faðmi hans, og þegar hann setti hana niður á bakkann hafði hendi hans af hendingu snert hinn hlýja og rhjúka vanga hennar. “Eg er sérfræðingur í tognun,’, sagði hann í spaugi til að hughreysta hana og undirbúa fyrir þá raun, sem nú var fyrir höndum. “Eg hefi læknað mörg þeirra hina síðustu þrjá mán- uði. Þér verðið að fara úr skónum og sokknum og eg skal búa til umbúðir.” Hann tók stóran vasaklút upp úr vasa sín- um og deif honum ofan í vatnið. Því næst leit- aði hann eftir ströndinni um stund, þangað til hann fann Indíána víðir. Hann skóf eins og handfylli af víðiberki þessum, murði hann milli handanna og fór svo með það til hennar. Hinn- litli fótur Jeanne lá ber í stjörnuljósinu. “Þér munuð finna til rétt sem snöggvast,” sagði hann blíðlega, “en það er eina ráðið. Á morgun verður yður svo mikið batnað að þér getið staðið í /ótinn. Þolið þér dálítinn sárs- auka?” , Hann kraup niður fyrir framan hana, leit upp og þorði varla að snerta fótinn fyr én hún svaraði. “Það getur verið að eg hljóði,” sagði hún. Rómur hennar þótt hann titraði, gaf hon- um leyfi til að reyna lækninguna. Hann braut saman blautan vasaklútinn eins og bindi með viðibörkinu ofan á honum, greip fótinn með annari hendi og öklann með hinni. “Það verður sárt rétt sem snöggvast,” sagði hann til að hughreysta hana. “Rétt sem snöggvast. Hann herti á takinu af öllu sínu afli, tog- aði í fótinn og í öklann á móti, þangað til Jeanne hljóðaði lágt og greip um hendur hans. “Hana, þarna er þetta búið,” sagði hann með óstyrkum hlátri. Hann vafði vasaklútnum svo þétt um öklann, að Jeanne gat ekki hreyft fótinn og batt svo um með léreftsræmum. Hann fór svo til bátsins meðan hún fór í sokkinn og skóinn. Hann var óstyrkur. Hamslaus gleði gagn- tók hann. Jeanne kallaði til hans blíðlega og feimnislega, svo að honum fanst hann vera eins og drengur. Vænt þótti honum um að náttmyrkrið huldi andlit hans, en vænt hefði honum þótt um að sjá framan í Jeanne. “Eg er tilbúin,” sagði hún. Hann bar hana niður í bátinn og hagræddi henni í bjarnarfeldinum, lagaði um höfuð henn- ar svo að hún gæti sofið ef hún vildi. Nú var í fyrsta skifti svo bjart að hann gat séð framan í hana er hún hjúfraði sig niður í hreiðrið, sem hann hafði búið henni. Augu þeirra mættust eitt augnablik. “Þér verðið að sofna,” sagði hann. “Eg mun róa í alla nótt.” “Þér eruð viss um að Pierre er ekki hættu- lega særður?” spurði hún kvíðafull. “Þér — þér munduð ekki dylja mig hins sanna?” “Hann var bara lamaður, ekkert meira,” svaraði Philip. “Það er ómögulegt, að sárið reynist hættulegt. Eg mátti ekki eyða neinum tíma og því kom eg án hans. Hann kemur bráðlega á eftir okkur.” ' Hann kom sér fyrir í skutnum og Jeanne lá í bjarngrrfeldinum. Um langa hríð reri Philip og sagði ekki orð. Hann hafði vonast eftir, að Jeanne gæfi sér tækifæri til að halda samræð- um áfram, þótt hann hefði ráðlagt henni að fara að sofa. En ekkert hljóð heyrðist frá skutnum. Að hálf tíma liðnum bjóst Philip við að hún hefði fylgt ráðínu og væri sofandi. Þetta voru vonbrigði, en samt gladdi þetta hann mjög. Jeanne treysti honum. Hún svaf eins og örugt barn undir verndarvæng hans. Óttinn við óvinina fylti hana ekki lengur með skelfingu, né hélt henni andvaka. Þessa nótt undir stjörnunum, með óbygðirnar alt í kring unt þau, hafði hún falið sig vemd hans. Vangar hans voru glóðheitir er hann deif árinni há- vaðalaust til þess að vekja hana ekki. Gleði hans jókst með hverri stund og hann óskaði etfir, að hann gæti séð andlit hennar vafið í hárinu og bjarnarskinnunum. Þögnin var honum ekki lengur þqgn. Hún var full af hjartslætti hans sjálfs og ástar- söngvum. Lágt andvarp eða djúpur andardrátt- ur heyrðist frá Jeanne. í gegnum þögnina streymdi mállaus, áfengur lífsunaður, er var hans eign. Hann var hamingjusamur. Á þess- um stundum, þegar þau þögðu, tilheyrði Jeanne honum, og honum einum. Hann fann yl nær- veru hennar. Hann fann ennþá unað, gleðinnar yfir því, er hjarta hennar barðist við brjóst hans og hún hélt um hálsinn á honum og lokk- ar hennar snertu varir hans. Andi hennar hreyfðist, vakti og talaði við hann, rétt eins og hinn fomi andi drauma hans hafði rætt við hann þúsund sinnum áður í einveru hans. — Draumarnir voru liðnir hjá og veruleikinn kominn í staðinn. Hann leit upp í himininn. Tunglið var gengið undir skógana í suðvestri, og stjörnurnar skinu einar yfir höfði hans á hinni grá-bláu hvelfingu, þar sem ekki sást neinn vottur fyrir þoku né mistri. Það var fagurlega heiðrík nótt. Hann furðaði sig á því hvemig Ijósið gæti fallið svo, að það skim ekki á Jeanne í hreiðrinu í skutnum. Þessi hugsun hreif hann. Jafnvel stjörnurnar vernd- uðu Jeanne og vildu eigi opinbera leyndardóm hvíldar hennar. Hann hló með sjálfum sér. Alt í einu heyrði hann rödd sjálf sín, titrandi af glaðri hrifningu: “Jeanne! Jeanne! Mín elskaða Jeanne!” Philip var gripinn af skelfingu og um sein- an. Hann hafðij talað hugsanir sínar upphátt. Rétt sem snöggvast hafði raunveruleikinn breyst í fornan draum, og andi drauma hans hafði kallað til unnustu sinnar í fyrsta sinni upphátt. Angurvær yfir því sem hann hafði gert, laut hann áfram og hlustaði. Hann heyrði andardrátt Jeanne. Hann var dýpri en fyr. Hún var vissulega sofandi! Hann tók að róa aftur. Honum þótti vænt um að hafa sagt þessi orð. Honum fanst að vegna þeirra væri Jeanne nærri honum en áður. Aldrei hafði hann skilið það eins vel og á þessari nótt, hve óbygðimar voru fagrar. — Hversu algerar þær gátu verið. Þær höfðu boð- ið honum útsýni yfir nýja tilveru, en þetta út- sýni gat aldrei til fullnustu þaggað niður minn- inguna um gamla þjáningu. Hann horfði og hlustaði. Vatnið streymdi á bak við barkarbát- inn. Það niðaði unaðslega við hvert árartak. Hann heyrði það hvísla blíðlega í sefinu og í grasinu og við og við eins og hálfkæfðan hlátur þess, sem líktis-b fjarlægum hljóm agnarsmárra silfurklukkna. Aldrei hafði hann skilið þetta fyr, né verið fyr í samræmi við hamingj u- ástand þess. Raddir næturinnar bárust honum í nýrri þýðingu og fyltu huga hans með nýjum tilfinningum. Er hann leið hljóðlega fyrir nes eitt, heyrði hann skvamp framundan sér, og vissi að músdýrin voru á beit og stóðu í kvið úti í vatninu. Við önnur tækifæri mundi hann hafa gripið veiðibráður til byssunnar, en nú var þetta hluti af sönglögum næturinnar. Síðar heyrði hann að eitthvað þungt braust í gegn um skóginn á ströndinni og einstæðings úlfur gólaði í fjarlægð. Hann hlustaði á þessar radd- ir í hljóði, friðsamlegri unun, en ekki í upp- námi og æsingu eins og til foma. Hvert hljóð talaði um Jeanne — um Jeanne og hennar heim, sem hvert árarl^k færði þau nær. En honum duldist samt ekki sá sannleiki, að Jeanne var honum ókunnug. Hún var vafin leyndardómi, þar sem hún svaf þama í bátn- um. Hann elskaði hana, en þó þekti hann hana ekki. Hann játaði fyrir sjálfum sér að hann yrði glaður þegar morgnaði. Jeanne mundi út- skýra fyrir honum næstum helminginn af öllum þessum spurningum sem fyrir honum vöktu, kannske allar. Að minsta kosti fengi hann að vita meira um hana sjálfa og hvers vegna þeir rændu henni í Churchill. Hann reri í e'ina stund ennþá, kveikti síðan á eldspýtu og leit á úrið sitt. Klukkan var þrjú. Jeanne hafði ekki hreyft sfg, en þegar eld- eldspýtan brann út gerði hún honum hverft við með því að taka til máls. “Er morguninn næstum kominn, M’sieur?” “Dagurinn kemur eftir eina stund,” sagði Philip. “Þér hafið sofið langa hríð—” nafn hennar var á vörum hans, en honum varð örð- ugra'að bera það fram nú. En samt bar Jeanne orðið M’sieur svo blíðlega fram, að það tengdi þau nánari böndum. “Eruð þér svangur?” spurði hún. “Pierre og faðir minn spyrja mig alt áf að því, þegar þeir eru svangir sjálfir,” svaraði Jeanne og sat nú upprétt í sætinu, svo að Philip gat séð andlit hennar og hár. “Það er allskonar matur þarna í farangrinum, M’sieur Philip, það.eru jafnvel olivur.” “Það er gott!” svaraði Philip glaður. En vilduð þér ekki gera svo vel og sleppa þessu, ‘M’sieur.’ Mér þykir ekki eins vænt um neitt og að vera nefndur skírnarnafninu mínu. Viljið þér gera það ?” “Ef yður fellur það betur,” svaraði Jeanne. “Þarna er allskonar matur, og eg skal hita yður kaffi, M’sieur----” “Hvað?” “Philip.” Stúlkan sagði þetta hlægjandi, en Philip næstum því titraði. “Þið voruð þá búin undir þessa ferð?” sagði hann. “Þið ætluðuð að fara eftir að þið sáuð mig á klettinum. Eg — eg hefi verið að furða mig á því hversvegna þið höfðuð nógu mikinn áhuga fyrir mér----” Hann vissi að hann var að tala af sér og roðnaði þarna í dimmunni. En kurteisi Jeanne var yndisleg. “Við vorum forvitin að vita um yður,” sagði hún með töfrandi hreinskilni. Pierre er forvitnasti maður, sem til er, og eg vildi þakka yður fyrir klútinn minn, sem þér skiluðuð. Mér þykir leiðinlegt að þér fundað ekki kniplinga- bandið mitt líka. Eg týndi því í sama sinnið.” “Eg fann það!” sagði Pliilip og beit saman vörunum^og bannsöng sjálfum sér fyrir fljót- fæmina. Jeanne þagði en sagði þó litlu seinna: “Á eg að hita okkur kaffi?” “Er yður ekki of ilt í fætinum til þess?” “Eg hafði nú alveg gleymt honum,” svar- aði hún. “Eg finn ekkert til í honum framar. En eg gæti sýnt yður hvernig hann dugar.” “Hin hreinskilniálega ráðkænska hennar, blíða málsrómsins, einfaldleiki og frjálsleg framkoma hennar, töfruðu Philip og vöktu undrun hans. Hann hafði aldrei mætt neinni öræfa stúlku, sem líktist Jeanne. Fegurð henn- ar og drotningarleg tign í framgöngu hennar, er hún stóð hjá Pierre á höfðanum hafði vakið undrun hans og hrifið hann líka. En nú jók rödd hennar, talsmáti og skilningur tíu sinnum á þessi áhrif. Það gat verið, hvað þetta snerti Miss Brokan, sem sat þarna í skut^um og ræddi við hann, nema að rómur Jeanne var blíðari, en málrómur Miss Brokans, og enn eitt, að í hverju orði Jeanne var hreimur hreinskilni og sann- leika. Philip flaug það því í hug, að Jeanne hefði komið úr einhverjum klausturskóla, þar sem nemendunum var kent að tala fagurt mál, með fögrum raddblæ. Hann var sannfærður um, að hann hefði rétt fyrir sér.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.