Heimskringla - 31.08.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 31. ÁGÚST 1938
“Við skulum lenda,” sagði hann og leitaði
eftir vör í bakkann. “Þetta hlýtur að vera
leiðinlegt fyrir yður, ef þér eruð slíku ferðalagi
óvanar.”
“Óvön við þetta, M’sieur — Philip,” sagði
Jeanne og leiðrétti nafnið. “Eg er fædd hér.”
“í þessum óbygðum ?”
“f Goðaborg.”
“Þér hafið ekki altaf átt þar heima?”
Jeanne þagði stundarkorn.
“Jú, alt af, M’sieur. Eg er átján ára
gömul og þetta er í fyrsta skifti, sem eg hefi
séð það, sem kallað er menningarheiminn. —
Þetta er fyrsta heimsókn mín til Churchill
þorpsins, og í fyrsta sinni sem eg hefi farið
að heiman frá Goðaborg.”
Rödd Jeanne var lág og hreinskilin og auð-
heyrt að hún sagði sannleikann. Það var ein-
hver raunablær í henni.
Philip hallaði sér að henni rétt sem snöggv-
ast, horfði beint í augu hennar og hið fagra
andlit. Á því augnabliki opnuðust fyrir honum
heimar svo undarlegir að hugsun hans gat í
fyrstu ekkert skilið í þeim.
XII.
Barkarbáturinn skreið gegnum sefið með
skutinn að ströndinni. Philip var ennþá orð-
laus af undrun.
“Fyrir stuttu síðan spurðuð þér mig, hvert
eg mundi segja yður nokkuð annað en sann- .
leikann.” sagði hann stamandi og reyndi að
finna orð til að lýsa hugsunum sínum — og
þetta----”
“Er sanpleikur,” tók Jeanne fram í fyrir
honum dálítið kuldalega. “Því ætti eg að segja
yður annað en satt, M’sieur?”
Þessarar sömu spurningar hafði Philip
spurt sig sjálfan, stuttu eftir að þau hittust á
höfðanum, og í spurningu stúlkunnar fólst að-
vörun að vera dálítið varkárari.
“Eg átti ekki við það,” greip hann fljótt
fram í. “Fýrirgefið þér mér. En þetta er svo
dásamlegt, næstum því algerlega ótrúlegt. —
Vitið þér hvað eg hugsaði mestan hluta nætur-
innar, sem eg hitti ykkur á höfðanum? Eg
hugsaði ár, já aldir aftur í tímann. Þangað
flutti eg ykkur Pierre. Mér fanst eins og
þið hefðuð komið til mín frá öðrum heimi, að
þið hefðuð vilst í burtu frá riddaraskap og
fegurð einhverrar konungshirðar; að málari
sjálfrar drotningarinnar hefði málað af yður
mynd, eins og eg sá yður þarna, og að þér
sjálfar væruð fyrir minni vitund ekkert annað
en draumsýn. Og nú segist þér alt af hafa átt
heima hér!”
Augu Jeanne tindruðu. Hún hafði risið
upp af bjarnarfeldinum og hallaði sér í áttina
til hans. Andlit hennar titraði af áhuga, og
hún virtist leggja fram alla sína krafta til að
missa ekki af neinu orði, sem hann segði. —
“M’sieur — Philip, vorum við þannig útlít-
andi?” spurði hún skjálfrödduð.
“Já, því að annars hefði eg ekki skrifað
ykkur bréfið,” svaraði Philip og hallaði sér
fram yfir búlkan svo að andlit þeirra voru
næstum því saman. “Eg hafði nýlega gengið
yfir stað, þar sem menn og konur voru jörðuð
fyrir öld síðan eða meira, og er eg sá ykkur, þá
hugsaði eg um það fólk. Um Mademoiselle
D’Arcon, sem yfirgaf prins til að fylgja elsk-
huga sínum í gröfina hér í Churchill, og eg hélt
að Grossellier----”
“Grossellier!” hrópaði stú^kan. Hún dró
andann ótt, eins og í æsingu. Alt í einu hörf-
aði hún til baka og hló dálítið veiklulega.
“Mér þykir vænt um að þér hugsuðuð
svona um okkur,” sagði hún. “Það var Gros-
sellier, hinn mikli chevalier, sem fyrstur átti
heima í Goðaborg.”
Philip gat ekki lengur á sér setið. Hann
gleymdi að báturinn lá hreyfingarlaus í sefinu
og þau ætluðu í land. Með rödd sem skalf af
ákafa og djúpri þrá eftir samúð hennar og
skilningi, sagði hann henni frá því, sem komið
hafði fyrir á klettinum þessa nótt. Hann
endurtók boð Pierre, og lýsti hinun\ hræðilega
ótta hans um hennar hag. Hann leyndi hana
engu, nema nafni Fitzhugh lávarðar. Jeanne
hlustaði á hann þegjandi. Hún sat þráðbein
eins og sefstráin í kringum hana og lét dökku
augun sín aldrei víkja frá andliti hans, þau
sýndust hafa dökknað á litinn um það bil, sem
hann hafði lokið máli sínu.
“Megi hinn mikli guð launa yður fyrir
það, sem þér hafið gert,” sagði hún lágt og
rödd hennar var þrungin af niðurbældri reiði.
Þér eruð hraustur maður M’sieur Philip — eins
hraustur og mig hefir dreymt um að menn ættu
að vera.”
Hjarta Philips hreifst af fögnuði, en samt
sagði hann í flýti:
“Það er ekki það. Eg hefi ekki gert
neitt nema það, sem Pierre mundi hafa gert
fyrir mig. En skiljið þér ekki. Ef þetta litla
sem eg hefi gert er launa vert, mundi eg ekki
biðja neins frekara, en einlægni frá ykkar hálfu.
Það eru ástæður fyrir þessu, og segði eg yður
frá þeim, munduð þér sjálfsagt skilja þessa
bæn.”
“Eg skil þetta án frekari skýringa,” svar-
aði Jeanne í sama þvingaða málrómnum. “Þér
börðust fyrir lífi Pierres á höfðanum og þeir
björguðuð mér. Vér skuldum yður alt, jafnvel
líf okkar. Eg skil yður M’sieur Philip,” sagði
hún blíðlegar og hallaði sér að honum, “en eg
get ekki sagt yður neitt.”
“Þér óskið að Pierre geri það,” sagði hann
dálítið særður. “Eg bið yður fyrirgefningar.”
“Nei, nei, eg á ekki við það!” hrópaði hún.
“Þér misskiljið mig. Eg á við að þér vitið eins
mikið um þetta mál og eg. Að þér vitið eins
míkið og eg, kanske meira.”
Tilfinningarnar, sem hún hafði bælt niður,
brutust fram í ekka. Hún náði sér samt strax
og starði á Philip.
“Eg fór til Churchill vegna þess, að mig
langaði að fara,” bætti hún við án þess að
gefa honum tækifæri til að segja neitt. Það er
leyndarmál Pierres hversvegna við vorum í
okkar eigin tjöldum þar, og fórum til Chur-
chill aðeins einu sinni — þegar skipið kom inn.
Eg veit enga ástæðu fyrir þessari árás nema
eg get getið mér til-----”
“----Og tilgáta yðar er-----”
Jeanne þagnaði dálitla stund en sagði svo
án nokkurs mótþróa en ákveðin eins og drotn-
ing:
“Faðir minn kann að segja yður það þegar
þér komið til Goðaborgar!”
Skyndilega hallaði hún sér að honum og
rétti honum báðar hendurnar.
“Ef þér aðeins gætuð gert yður hugmynd
um, hversu innilega eg er yður þakklát,” hróp-
aði hún.
Philip hélt um hendur hennar í augnablik.
Hann fann hvernig þær skulfu. í augum Jeanne
sá hann tárin glóa.
“Kringumstæðurnar hafa hagað þessu svo
einkennilega,” mælti hann, og hjarta hans
barðist ótt og títt, “að eg hélt hálfgert að þér
og Pierre gætuð hjálpað mér í máli sem mér er
á höndum. Eg mundi gefa mikið til að finna
sérstaka persónu, sem eg leita að, og eftir
árásina á höfðanum, og vissar setningar, sem
Pierre sagði, hélt eg----”
Hann hikaði við og Jeanne dró hendurnar
til sín.
“Eg hélt að þér kynnuð að þekkja hann.
Hann heitir F'itzhugh lávarður.”
Jeanne sýndi engin merki þess, að hún
hefði heyrt hans getið. Hún leit á hann spyrj-
andi eins og áðúr.
“Við höfum aldrei heyrt hann nefndan í
Goðaborg,” sagði Kún.
Philip stjakaði bátnum lengra upp á
ströndina og steig út úr honum.
“Þessi Goðaborg hlýtur að vera dásamleg-
ur staður,” sagði hann. “Þér hafið vakið eitt í
tilveru minni, sem eg hélt að þar væri ekki til
og það er — afskapleg forvitni.”
“Það er dásamlegur staður, M’sieur
Philip,’’ svaraði stúlkan og hélt ennþá í hendi
hans, sem hann hafði rétt henni til að hjálpa
henni út úr bátnum.
“En hvernig dettur yður í hug að hún sé
svona dásamleg.”
“Vegna þess að þér eruð þaðan?” svaraði
hann hlægjandi. ‘Mig grunar hálftpartinn að
þér séuð af stríðnislegri ertni að villa mér sýn.”
Hann útvegaði Jeanne þægilegt sæti á
bakkanum og* færði henni eitt bjarnarskinnið
til að hlúa að sér með. Hann safnaði kvistum
og þurrum við í hrúgu.
“Eg er viss um það,” hélt hann áfram.
Hann kveikti á eldspýtu og ruslið tendraðist
fljótt og brá ljóma á andlit hans.
“Jeanne rak upp hljóð.
“Þér eruð særður,” hrópaði hún. Andlit
yðar er rautt af blóði.”
Philip hopaði til baka frá eldinum.
“Eg hafði gleymt því, eg ætla að þvo mér.”
Hann óð út í ána og þvoði sér. Þegar hann
kom aftur leit Jeanne á hann mjög gaumgæfi-
lega. Eldurinn brá ljósi sínu á fölt andlit
hennar. Hún hafði brugðið hinu fagra hári
sínu í fléttu er hékk niður bakið. Honum
sýndist hún enn fregurri nú, en er hann sá
hana fyrst á höfðanum. Hann sá að hinir
smágervu kniplingar um háls hennar voru
rifnir, að önnur hliðin á hjartarskinns treyj-
unni hennar var þakin í hálf þurrum leir. Hon-
um svall móður er hann hugsaði til þess,
hversu hart hún hafði verið leikin af þeim, sem
rændu henni, og hann reiddist ennþá meira er
hann sá blóðrauða kúlu á enninu upp við hárs-
ræturnar.
“Þeir slógu yður?” sagði hann og krefti
hnefana. Hún brosti við honum.
“Það var mér að kenna,” sagði hún. “Eg
er hrædd um að eg hafi verið þeim örðug við-
fangs þar á klettinum.” Hún hló hátt að því
hversu reiðulegur Philip var, og svo undur
þýður var hljómur hlátursins að honum rann
reiðin og hann hló með henni.
“Það veit trúa mín, að þér eruð hetja,”
sagði hann.
“Það eru pottar og kollur og matur í pok-
unum þarna, M’sieur Philip,” sagði Jeanne er
hann hélt áfram að stara á hana.
Philip hélt til bátsins og hló eins og dreng-
ur. Hann lét pokann niður við fætur Jeanna
og leysti frá honum. í félagi tóku þau þá hluti
upp, sem þau þurftu. Philip hengdi pottana á
riðarteininga yfir eldinn. Hann tók eftir, að
hann blístraði er hann safnaði meiri eldivið.
Þegar hann kom aftur hafði Jeanne opnað
flösku með olifum í, og var að narta í eina
þeirra, en rétti honum aðra á matkvíslinni.
“Olifur eru minn uppáhalds matur,” sagði
hún, “viljið þér ekki fá yður eina?”
Hann tók við ávextinum og át hann með
gleði þótt honum að jafnaði hrylti við olifum.
“Hvar vöndust þér á að éta þær?” spurði
hann. “Eg hélt að það þyrfti námskeið á há-
skóla til að venjast á að falla slíkur matur?”
“Eg hefi verið á háskóla,” svaraði hún
rólega. Nú kom roði í vanga hennar og stríðn-
islegum glettnis glampa brá fyrir í augunum,
er hún veiddi sér aðra olifu ,upp úr glasinu. “Eg
hefi verið í háskóla “teneres nanes”, bætti hún
við, og hann stóð og starði á hana forviða.
“Þetta er, Latína,” stundi hann upp.
“Oui M’sieur. Wallen Sie noch eine Olive
haben?” Hún skellihló að þessu og rétti hon-
um aðra olifu. Eldbjarminn lék í lokkum hennar
og brá á þá rauðum og gyltum blæ.
“Eg var viss um þetta,” sagði hann með
sannfæringu. Þessi latína og þýzka hefir
verið lærð í háskóla eða eg er, alveg ruglaður*.
Hvar — hvar genguð þér á skóla?”
“í Goðaborg. Flýtið yður, M’sieur Philip,
vatnið er að sjóða upp úr!”
Philip þaut yfir að eldinum. Jeanne fékk
honum kaffi og tók upp brauð og kalt ket. í
fyrsta skiftið þetta kvöld tók hann upp pípu
sína og lét tóbak í hana.
“Yður er sama þó eg reyki, ^Miss Jeanne?”
sagði hann. “Tóbak er stundum eina meðalið,
sem getur haldið mér á fótunum. Vitið þér að
þér eruð að veikja traust mitt á yður?”
“Eg hefi ekki sagt yður neitt nema sann-
leikann,” svaraði Jeanne sakleysislega. Hún
var að eiga við nestispokann, en Philip tók
eftir gáska svipnum á henni.
“Þér eruð að hæðast 3ð mér,” sagði hann.
“Segið mér hvar er þessi Goðaborg, og hvað
er hún?”
“Hún er langt hér upp með ánni, M’sieur
Philip. “Það er bjálkahöll, margra, margra
alda gömul, held eg. Faðir minn, Pierre og eg
eigum þar heima alein meðal villimannanna. —
Eg hefi aldrei ferðast svona lang í burtu fyr.”
“Eg býst við að villumennirnir í yðar
bygðarlagi, tali saman á latínu, grísku og
þýzku-----”
“Latínu, frönsku og þýzku-------” leiðrétti
Jeanne hann. “Við höfum ekki hafið grísku-
námið ennþá.”
“Eg þekki stúlku,” sagði Philip eins og við
sjálfan sig, “sem hefir gengið í fimm ár á
mentaskóla og getur ekki talað neitt nema létta
ensku. Hún heitir Elín Brokan.”
Jeanne leit upp, en aðeins til að benda á
kaffiketilinn.
“Kaffið er tilbúið,” sagði hún, “nema yður
falli það ramt.”
XIII.
Philip vissi að Jeanne horfði á hann meðan
hann lyfti katlinum af eldinum og setti hann á
jörðina til að kólna. Hugur hans var allur á
ringulreið. Það var fjölda margt, sem hann
langaði til að segja, margar spurningar, sem
hann óskaði að spyrja. En samt virtist Jeanne
dásamlega óafvitandi um vandræði hans. Þótt
hann dræpi á nöfn, sem voru svo þýðingarmikil
fyrir hann sjálfan, þá gaf hún því engan gaum.
Var hún í raun og veru saklaus af að vita
nokkuð um þau málefni, sem lágu honum svo
þungt á hjarta? Var það mögulegt, að hún
vissi ekki neitt hverjir mennirnir voru, sem
höfðu ráðist á þau Pierre. Var það satt, að hún
þekti ekki Elinu Brokan og hefði aldrei heyrt
um Fitzhugh Lee lávarð ? Að hún hefði alt af
átt heima meðal hálf siðaða fólksins þar norður
frá? Hvaða kraftaverk var það þá, að hún
talaði við hann orð á þýzku ogð latínu? Var
hún að gera gys að honum ?
Hann leit á hana og varð þess var að hin
dökku skæru augu hennar störðu á hann. Hún
brosti við honum þreytulega, og hann las ekkert
í andliti hennar nema blíðu og sannleiksást. Á
svipstundu hvarf öll trotryggni hans. Honum
fanst það ganga glæpi næst að hafa efast um
orð hennar, og var rétt að því kominn að játa
fyrir henni, hvað hann hafði verið að hugsa um
hana. Hann hætti samt við það og fór ofan
að fljótinu til að þvo af sér kolahrímið. Jeanne
var leyndardómur, sem fylti hann æ meiri unaði
og ást. Hann sá líf og frelsi skóganna í hverri
hreyfingu hennar. Frá henni streymdi unaður
skógarins. Hann tindraði í augum hennar og
bar sér vitni í rauðu vörunum hennar, og opin-
beraði fegurð sína og öfl í hinu mikla gulljarpa
hári hennar. Hann gat séð á marga vegu ætt-
armót hennar við eyðilandið ótamda. Hún
hafði sagt honum sannleikann. Augu hennar
lýstu hreinskilni þegar hann"kom upp bakkann.
Engin konu augu höfðu nokkru sinni litið á
hann svona eins og hennar augu og engin höfðu
verið eins fögur, en þá sá hann ekkert í þeim,
sem hún hefði ekki getað sagt með orðum,
félagsskap, traust og þakklæti. Þessi augu til-
heyrðu óbygðunum, þau Ijómuðu af flekklausri
fegurð hreinnar sálar. Hann hafði séð sams-
konar augu, en ekki eins fögur í sumum Cree-
indíána konunum. Hann hugsaði um augu
Elinar Brokan er hann hugsaði um augu
Jeanna. Þau voru mjög fögur en mismunandi.
Augu Jeanne gátu eigi sagt ósatt. Jeanne hafði
breitt út gamlan dúk og á hann hafði hún lagt
kalt kjöt, brauð, súrsað kálmeti og ost, og nú
kom Philip með kaffið. Hann sá að hún notaði
meidda fótinn dálítið.
“Betri?” spurði hann og benti á fótinn.
“Mikið,” svaraði Jeanne eins stutt. “Eg
ætla að reyna að standa í hann eftir fáar mín-
útur. En nú er eg svöng.”
Hún gaf honum kaffið og tók að snæða
með svo góðri list að hann langaði til að horfa
á hana borða. En í stað þess tók hann líka til
matar síns, og þau átu eins og hungruð börn.
Þegar hún rétti honum seinni kaffibollann tók
hann eftir að hún var dálítið skjálfhent.
“Ef Pierre væri hér, þá gætum við verið
mjög ánægð, M’sieur Philip,” sagði hún óróleg.
“Mér er ómögulegt að skilja hversvegna hann
bað yður um að strjúka með mig til Goða-
borgar. Sé hann eins lítið særður og þér segið,
því felum við okkur þá ekki og bíðum hans?
Hann næði okkur á morgun.”
“Það var enginn tími til að taka ráð sín
saman,” svaraði Philip órólegur með sjálfum
sér út af spuringu Jeanne. Hann mundi eftir
Pierre meðvitundarlaúsum og löðrandi í blóði á
klöppinni. Hugsunin um að hann hefði logið
í Jeanne og yrði að halda áfram að télja henni
trú um það, sem var hálf ósatt, var honum
mjög þvert um geð. Það var rétt eins líklegt
að Pierre næði aldrei til Goðaborgar framar.
“Pierre hélt að þeir mundu sækja eftir okkur
í ákafa,” mælti hann, og sá ekkert undanfæri
að komast hjá spyrjandi augum stúlkunnar, og
ef það er svo, væri bezt fyrir okkur að komast
heim til yðar eins fljótt og unt er. Þér skuluð
minnast þess, að Pierre var aðeins að hugsa
um yður. Hann getur gætt sín. Það getur
tekið hann tvo daga að jafna sig í hand-
leggnum,” sagði hann vandræðalega.
“Hann var þá særður í handlegginn ?”
“Og á höfðinu. En það j/ar bara skinn-
spretta. Ekkert alvarlegt sár, nema að því
leyti að það hálfrotaði hann um tíma.”
Jeanne benti á eldsglampann á vatninu.
“Ef þeir skyldu elta okkur?” sagði hún.
“Það er engin hætta,” sagði Philip þótt
hann hefði skammbyssu slíðrið ólokað. “Þeir
leita að okkur í Churchill.”
“Citius venit periculum cum contemnitur,”
sagði Jeanne hálf brosandi.
Hún var föl, en Philip sá að hún reyndi af
öllum mætti að sýnast glöð og hughraust.
“Þér hafið ef til vill rétt fyrir yður,” sagði
hann hlægjandi, “en eg vinn eið að því, að eg
skil ekki hvað þér meinið. Eg býst við að þér
hafið lært þetta af Indíánunum í yðar ná-
grenni.”
Hann sá að hún brosti svolítið er hún laut
niður.
“Eg hefi kennara heima hjá mér,” svaraði
hún. “Þér munuð hitta hann þegar við komum
heim. Hann er dásamlegasti maðurinn sem til
er í heiminum.”
Philip fann kulda hroll fara í gegn um sig.
Orð hennar og rómurinn, sem hún sagði þau
með, báru vott um takmarkalausa ást og stolt
yfir kennaranum og augu hennar tindruðu. —
Spurningin, sem hann ætlaði að spyrja var
aldjæi borin fram. Hann mundi eftir hvað hún
hafði sagt um heimili sitt fyrir skemstu:
“P’aðir minn, Pierre og eg búum þar alein.”
Svo var kennarinn, maðurinn frá menningar-
heiminum til að kenna þessari fallegu stúlku
alt þetta, sem hafði gert hann forviða. Og
þetta var dásamlegasti maðurinn, sem til er í
heiminum. Hann gat ekki afsakað þær tilfinn-
ingar, sem þessi frétt vakti hjá honum, en
þegar hann stóð upp, vissi hann að hin gamla
byrði, sem áður hafði hvílt á herðum hans sneri
nú aftur, og hin gamla einstæðingstilfinning
var að krefjast dyra að hjarta hans. Hann gekk
frá nestispokanum þegjandi, en aflið og lífs-
gleðin voru horfin ýr handleggjum hans og
huga þegar hann hjálpaði henni upp í bátinn.