Heimskringla - 07.09.1938, Side 4

Heimskringla - 07.09.1938, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, SEPT. 7. 1938 UnúmsknniUei | (Stofnuð 18S8) Kemur út i hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. S53 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst g tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. g 011 viðskifta bréí blaðinu aðlútandi sendist: il-nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ---------------------------------------------------------| "Heimskringla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. = Telephone: 86 537 BlUilUUUHlllUUUIlilllllHllUIIUUUlilUUIUUIlUlltllUHIlllIUllUllllUlllllllUIIUUUllllllllllllllUUIUUIlUUUUlUUlUUiUUllUilllUi^ WINNIPEG, SEPT. 7. 1938 þjóðræknismálið f viðræðu við nokkra landa nýlega um þjóðræknismálið bryddi skjótt á þeirri skoðun, að þó byrlega virtist nú um stund blása með þjóðræknis-áhuga hjá löndum vestra, meðan Jónas alþm. Jónsson væri hér, hlyti alt þjóðræknistrit hér að verða fyr en síðar að engu, íslenzk tunga legðist niður, ensk tunga yrði með tíð og tíma eina málið sem hér heyrðist talað. Alt annað væri óeðlilegt og minti á vonlausan barning móti stormi og straumi. Að íslenzk eða nokkur önnur tunga en enska yrði hér þjóðtunga, hefir auðvitað engum dottið í hug. Og hitt er einnig satt, sem óbeinlínis er í skyn gefið, í ofan- skráðum orðum, að viðhald þjóðernisins lýtur fyrst og fremst að viðhaldi íslenzkr- ar tungu. Það er tungan, sem alt veltur á. En er nú með sanni hægt að segja, að það sé ókleift að læra eitt auka tungumál? Það er svo 'langt frá því að vera íslend- ingum ofvaxið, að þessvegna er engin á- stæða til að halda fram, að þjóðernið geti ekki haldist hér við óendanlega. t Uppeldi barna, jafnvel fátækustu for- eldra, er nú slikt orðið, að börnin ganga á skóla fram að tvítugu eða lengur. Fram að þeim aldri er ekki um neina vinnu að ræða að ráði af þeirra hálfu. Væri hægt að telja það frágangssök, að börn þessi lærðu sitt móðurmál, sem enn er hér á flestum heimilum meira og minna talað? Það eru flestar bjargir bannaðar, ef þetta er ókleift. Nei — það er ekki einungis vinnandi vegur, að halda íslenzku við hér heldur er það íslendingum ekki vansalaust að láta sig það engu skifta. Sá hugsunarháttur þarf að kveðast niður, að íslenzka sé hér á hverfanda hveli, vegna þess að erfiðleikarnir á að halda henni við spu óyfirstíganlegir. Þeir eru það alls ekki. En það er annað, sem viðhaldi íslenzks þjóðernis og íslenzkri tungu er hættu- legra og það er vilja og áhugaleysi. Með því er hægt að koma hvað auðveldu og þörfu málefni eða fyrirtæki sem er í gröf- ina. Ef hægt er með einhverju móti að vekja íslendinga til samtaka um viðhald tungunnar, er henni hér borgið. Um þetta eru þeir sannfærðir, sem að þjóðræknisstarfi vinna. Þjóðræknissam- tökin voru hafin með fenginni vissu fyrir því, að með auknum áhuga, væri hægt að ná því takmarki, að hver maður af ís- lenzku bergi brotinn, gæti numið móður- mál sitt og með því haldið við þeim sér- kennilega menningararfi, sem víðsýnustu og hugsjónaríkustu alþýðu í öllum heimi hefir skapað, og sem hina fámennu ís- lenzku þjóð hefir hafið í tölu fremstu menningarþjóða. Og tungunni er þetta að þakka, sem háir sem lágir ta!a og lesa jafnt, sem er nokkuð sem ekki við- gengst hjá öðrum þjóðum — tungunni sem hér á ekki. að eiga griðland, ekki einu sinni hjá niðjum íslendinga, að skoðun alt of margra þeirra. Við heyrum stundum minst hér / á bræðslupott. í kringum hann krúnka margir íslendingar og virðast eins og hlakka til að steypa sér ofan í hann af einhverri óljósri endurfæðingarvon. Hvað er þessi bræðslupottur ? Enskurinn á þá hér marga. Skólarnir eru einn þeirra. Blöðin annar o. s. frv. En í hvaða mynd sem þeir eru, lúta þeir allir að því, að bræða þjóðernin hér upp og nota það sem nýti- legt kann í þeim að reynast sem enskt gull, en ekki annara landa eða þjóða gull. Til þess er bræðslan gerð, að það gleym- ist, hvaðan málmurinn er. — í skólunum er íslenzkum börnum sagt að þau séu af Eskimóum komin til þess að þau skamm- ist sín fyrir að þykjast annað en ensk; og í blöðunum eru Evrópumenn, ekki sízt úr Norður-Winnipeg, gerðir hlægilegir fyrir hvernig þeir tali ensku í dómsölum hér, hafi þeim orðið eitthvað á. Þó þetta sé góð kynding undir bræðslupottinn, er ekki hægt að neita því að það er lúaleg aðferð af hálfu blaðanna og í raun réttri Ösómi, sem fyrip löngu ætti að hafa verið kveðinn niður. Og að því er ís- lendingum viðkemur, ættu þeir ekki að vera að bera brenni undir þennan bræðslu- pott; þeir koma ekki betri menn upp úr honum, en þeir fara ofan í hann. Það er alt annað að vera nýtur canadiskur þegn en það að gerast trúður. Á þetta kann að þykja óþarft að minn- ast, en þar sem það kemur þjóðernis-af- stöðu bæði okkar íslendinga og annara við, er það engan vegin það mál, sem leiða ætti hjá sér að ræða. Því betur sem þjóðernismálið er athug- að, því gleggra kemur æ í ljós bæði möguleikinn á að halda hér við íslenzku og þörfin á því. Og að þessu takmarki stefna þjóðræknissamtök íslendinga. — Þjóðræknisfélaginu ætti því hver einasti íslendingur að heyra til og styrkja og efla í starfi sínu. Eftirfarandi skrítlu er mjög á lofti haldið í blöðum á Englandi: Hitler og Mussolini voru að veiða við vatn. Hinumegin vatnsins var Neville Chamberlain að veiða. Hinn síðast nefndi dró hvern-fiskinn af öðrum, en hinir urðu ekki varir. Heyrðu Neville, kölluðu þeir yfir vatn- ið, hvernig stendur á að það er enginn fiskur hérna megin. Hann er þarna megin alvge eins og hér, segir Chamberlain; hann þorir bara ekki að opna munninn. NÆSTA STRIÐ, eins og það kemur mér fyrir sjónir Eftir George Bernard Shaw. Hvað er að segja um þessa yfirvofandi stríðshættu, sem nú er þess valdandi að við erum allir svo hræddir að við skjálfum eins og hrísla? Það er rétt eins með mig eins og þig, að mér fellur alls ekki sú tilhugsun, að loftfar fljúgi yfir heimili mitt og kasti sprengjum niður á'það og eyðileggi það þar með, eða eg verði sjálfur drepinn á kvalafullan hátt með eiturgasi. Eg get hugsað mér borgarstrætr þar sem er sægur af helsærðu og dauðu fólki. Eg sé börnin hlaupa þar um hágrátandi að leita að foreldrum sínum og eg sé smábörnin stritast við að losna úr kreftum örmum mæðra sinna, dauðra. Svona er stríðið nú á dögum. Þetta er það sem á sér stað á Spáni og í Kína og það getur vel verið, að þetta komi fyrir okkur nú einhvern daginn . Og það versta við þetta er það, að náttúran, móðir vor allra, kærir sig kollótta um það herfilega ranglæti sem við fremjum í stríði, eða þann hræðilega kvaladauða sem við verð- um að líða. Náttúran getur æfinlega framleitt nýtt fólk í stað alls þess sem við drepum, hversu kappsamlega sem við vinnum að sláturstörfunum. Lundúnaborg verður kannske lögð í eyði og það verður kannske ekkert nema öskurústir eftir af París, Rómaborg, Berlín, Vínarborg og Miklagarði og síðasta neyðaróp kvenna og barna þessara borga hefir þagnað í dauðanum. Þetta gerir ekkert: náttúran framleiðir annað fólk í stað þeirra dauðu, hún vinnur að því alla daga. Ný kynslóð byggir upp hinar föllnu borgir og ef til vill bíða hennar hin sömu ömurlegu örlög. Gagn- vart náttúrunni er heilt keisaradæmi ekki meira heldur en býflugnahópur og þúsund ár minna heldur en hálf klukkustund fyrir þig og mig. Það sem við getum af þessu lært er það, að við getum ekki reitt okkur á að nokkur guðleg forsjón láti stríðin hætta. For- sjónin segir bara: “Drepið hvert annað, börnin góð. Drepið eins marga eins og hjörtu ykkar girnast. Það er enn meir en nóg eftir þar sem ykkar uppruni Var.’’ Afleiðingin af öllu þessu er þá sú, að ef við viljum að stríðin hætti, þá verðum við sjálfir alvarlega og einlæglega að taka í taumana. Mér er illa við stríð, ekki bara vegna hættunnar og hörmunganna allra sem því t fylgir, heldur líka vegna þess, að þar farast ávalt margir ungir menn og meðal þeirra er kannske einhver Newton, Ein- stein, Beethoven, Michelangelo, Shake- speare eða jafnvel Shaw. Eða þá einhver, sem er í raun og veru enn þýðingarmeira, góður bakari, góður vefari eða góður smiður. Hugsum okkur tvo unga menn, sem teknir eru frá handiðn sinni til þess að drepa hvor annan, eins og mér virðist að gert sé. Segjum að annar falli en hinn komist af. Tjónið sem Norðurálfan líður við það, er alveg sú sama hvor þeirra það er sem fellur, og fyrir mig er tjónið líka það sama. Mér er vel kunnugt um bardagafýsnina og hina ímynduðu herfrægð, sem stríðin gefa byr undir báða vængi og þessa miklu aðdáun konunnar fyrir hreysti og hugrekki. í gamla daga, þegar fólkið lifði í skógunum eins og aparnir eða í hellum eins og birnir, þá var líf konunn- ar og barna hennar undir því komið, að maðurinn hennar væri hugrakkur og mik- ill bardagamaður. Enn í dag á það sér stað í Abyssiníu að kona vill ekki giftast manni, nema hann hafi að minsta kosti fjögur víg vegið. Þegar til stríðs kemur nú á dögum, þá taka hinar vel siðuðu ungu konur sig til og leita uppi alla unga menn og rétta þeim hvítar fjaðrir ef þeir eru ekki í hermannabúningi. Þessi arfur villimenskunnar er vel skiljanlegur, en okkar ungu konur ættu að muna það, að hreysti og vopnfimi hefir litla þýðingu gegn maskínubyssunum og eiturgasinu. Samtökin sem nefnd eru “The Pacifist Movement Against War” leggja til grund- vallar fyrir stefnu sinni fornaldar skjal eitt sem kallað er Fjallræðan og sem nærri því eins oft er vitnað í eins og ræð- una sem sagt er að Abraham Lincoln hafi flutt í Gettysburg. Fjallræðan er mjög hjartnæm prédikun og þar er manni boðuð sú fagra kenning að gera þeim gott sem rógbera mann og ofsækja. Eg er sjálfur mjög óvinsæll maður, en þetta hefi eg verið að reyna að gera alla æfi og eg get fullvissað þig um að það er langbezt fyrir mann, því hefndin bara eykur þína eigin gremju og aflar þér óvinsælda. En þetta boðorð, “að elska hver annan”, er eftir því sem mér skilst, éiara barna- leg neitun að viðurkenna manneðlið* eins og það er. Þess væri óskandi að við vær- um elskulegar skepnur. Elskar þú ósköp mikið þá Mussolini, Hitler, Franco, keis- arann í Japan og aðra slíka? Eg verð að segja að eg elska ekki þessa herra og þó eg gerði það, þá mundi verða nokkuð eriftt að koma þeim í skilning um, að eg væri elskulegur maður og þeir ættu að elska mig. Eg finn að það vantar svo mikið á, að eg geti verið ánægður með sjálfan mig, að eg hugsa um dauða minn sem einu’úr- lausnina — og hans getur nú ekki verið langt að bíða úr þessu. Ef þú segir mér að eg eigi að vera full- kominn eins og vor himneski faðir er full- kominn, þá get eg bara sagt að eg vildi að eg gæti það. Það væri svo miklu kurteis- ara sVár heldur en að segja þér, að þú skyldir fara út í dýragarð og segja apanum að haga sér eins og maður, eða hrafninum að syngja eins og svanur. Við þurfum að læra það, að þó okkur falli illa við einstaka menn, eða kannske fólkið yfirleitt, þá höfum við engan rétt til að gera öðrum ilt. Mér skilst að við eigum, hver um sig, að láta okkur líða sem bezt og stuðla að því að öðrum geti líka Iiðið sem bezt. Þegar eg var ungur maður, á síðari hluta nítjándu aldarinnar, þá fanst mér að stríð kæmu mér lítið við og þau höfðu ekki mikil áhrif á mig. Eg átti heima úti á eylendu langt í burtu frá þeim stöðvum þar sem stríð voru háð og mennirnir sem voru að berjast voru hermenn sem höfðu kosið sér þá stöðu frekar en eitthvað annað sem þeir hefðu átt kost á. Nú er öðru máli að gegna þegar manndrápsvél- arnar fljúga yfir mitt eigið húsþak og stjórnin sendir mig í skotgrafirnar þvort sem eg vil eða ekki. Eg get ekki lengur látið mér stríð vera óviðkomandi. Þú segir kannske að eg sé orðinn of gamall til að gerast hermaður. En ef þjóðirnar hefðu dálítið vit í kolli mundu þær byrja með því að senda sína elztu menn í skotgrafirnar. Þær mundu ekki hætta lífi yngri mannanna fyr en þær mættu til. Það er óskaplegt að þurfa að horfa á eftir öllum þessum ungu mönnum fara út í blóðugt stríðið til þess að koma aldrei aftur. En eg* má ekki gleyma því, að næsl) ætti eg að vera ainn af þeim sem færu. Það er nú alment talið, að! næsta stríð mundi alveg fara með menningu þjóðanna. Það er undir því komið hverskonar stríð það verður. Ef það verður líkt og stríðið 1914, stríð milli þjóða, þá eyðileggur það áreið- anlega ekki menninguna. Það getur vel verið að brezka ríkið' verði alt molað í sundur og Eng- land kemst kannske aftur á samskonar frumstig eins og það var þegar Julius Cæsar lenti í Kent forðum daga. Kannske líður okkur þá betur því enn er villimenskan ekki langt frá hug- arfari okkar og hinar þunnu slæður menningarbragsins not- um við oft æði afkáralega. Samt sem áður mun menning- in eiga sér griðland á tveimur stöðum, í Norður-Aineríku og á Rússlandi. Þessi lönd eru of fjarlæg og öf stór og voldug til þess að stríð milli þjóða geti gert þeim mjög mikið tjón. Það gætu aðeins borgarastríð gert t. d. trúarbragðastríð eins og áttu sér sumstaðar stað á seytjándu öldinni. En það eru einmitt borgarastríðin sem hættan nú aðallega stafar af. Þetta er þegar byrjað á Spáni, þar sem auðvaldið hjálpast að því að styrkja Franco hershöfð- ingja, gegn um hlutleysisnefnd- ina, sem þeim þykir fara betur að kalla því nafni, heldur en hlutdrægnisnefndina. Þetta eru aðeins skærur í stéttabaráttu milli hinna tveggja miklu afla, kapitalisma og kommúnisma. — Undirrótin er stríð milli auðs og vinnu. Við getum umflúið slíkt stríð með því að laga svo til hjá okkur sjálfum að ekki væri á- stæða til þess, eins og Rússar hafa gert, og við gætum gert það án allra bardaga og blóðs- úthellinga og annara óhæfu- verka, sem þar hafa verið fram- in. En það lítur ekki út fyrir að við viljum þetta. Eg hefi ná- kvæmlega sýnt fram á hvernig hægt er að gera þetta og í raun og veru hvernig verður að gera það, en enginn virðist gefa því gaum. Fávíst fólk í góðum kringumstæðum, telur sér trú um að það sé engin hætta .á stéttastríði í brezka ríkinu. Það heldur að við séum of andlega þroskað fólk til þess að fara út í slíka vitleysu og að það sé öllu óhætt undir okkar frjáls- lega stjórnarfari. Þetta fólkj er að draga sjálft sig á tálar. Við vöðum upp undir augu í stétta- ríg. Hver er þá orsökin að ekki skuli alt vera í góðu lagi ? Hún er ekki sú að við getum ekki framleitt alt sem við þurfum. Vélarnar afkasta eins miklu verki nú á hverri klukkustund eins og tíu þúsund menn gerðu áður. En það er ekki nóg fyrir þjóðfélagið þó framleitt sé alt sem fólkið þarf og meira til; það þarf líka að dreifa fram- leiðslunni út á meðal fólksins, og það er einmitt hér sem mein- ið liggur. Allir ættu að geta haft nóg fyrir sig og sína mef því að vinna fjóra eða fimm klukkutíma á dag og hafa tvo sunnudaga í viku. En nú deyja miljónir verkamanna í iverk^ smiðjunum eða lifa á fátækra styrk eftir sextíu ára erfiðis- vinnu, svo að fáein smábörn geti haft tekjur svo hundruðum þúsunda nemur á ári og það jafnvel áður en þau fæðast. Þetta virðist mér svo augljóst mál, að um það sé ekkert að þrátta. Núverandi fyrirkomulag hlýtur að leiða til glötunar ef ekki er aðgert. En samt gerum við ekkert nema tölum í sífellu um bolshevisma, kommúnisma, frelsi, einræði, þingræði, o. s. frv. Það sem við getum fyrst og fremst lært af þeirri sögu sem gerst hefir á mínum eigin æfi- dögum, er það að engin þjóð- menning, hvaða kosti sem nún kann að hafa, getur staðist gegn stéttabaráttunni meðan auð, vinnu og frítíma er skift eins Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgölr: Ilenry Ave. East Sími 95 551—95 552 / Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA heimskulega og ranglátlega eins og nú er gert. Þetta er lexía sem aldrei er kend í skólunum, en sannar það sem þýzki heim- spekingurinn Hegel hefir sagt: “Menn læra það eitt af sögunni, að sagan kennir manni aldrei neitt. Hugsaðu um þetta — Guðs- friði. —Þýtt úr Winnipeg Free Press. F. J. R Æ Ð A Frh. frá 1. bls. Á eg þar ekki einungis við tunguna heldur þétta sigrandi afl í lífi mannanna sem hefir um aldir verið rótgróið í lífi nor- rænna kynkvísla og sem nefna má — mannúð, en þaö er virð- ing fyrir hverskonar góðum og göfugum hugsjónum sem við- koma öllum mönnum og þjóðum. Mér finst eg lesa þetta alt út úr svip söngstjórans en því miður er þrátt fyrir alt engin varanleg vörn gegn heimskunni og ofbeld- inu sem nú hefir tekið öll vís- indi veraldarinnar í þjónustu sína og hygst að vinna bug á öllu því fagra og góða sem okk- ur er svo hjartfólgið. “En jafn- vel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð.” Og eg vona að þetta afl sem við finnum í okk- ur sjálfum og sem songstjórinn knýr fram með sinni lipurð og lægni og óvenjulega góða skiln- ingi eigi eftir að vinna út frá sér á því andlega sviði sem það liggur á þann hátt að komandi kynslóðir hljóti að finna áhrif- in. Þó að vísu áhrifa okkar gæti lítið í þessu þjóðfélagi þá er enginn vafi á því að undan- hald með straumi hverskonar tísku og vana er ekki heppileg- asta úrlausn á vandamálum þjóðarinnar í heild. Vil eg minna á kvæði eftir Davíð Stefánsson sem hann nefnir “í hríðinni” í því sambandi sem ler á þessa leið: “Þeir lögðu á fjallið fjórtán saman f vöðvum þróttur, á vörum gaman, Hriðarl’júk hressir og gleður En yfir dundi ofsaveður. Alt myrkvaðist svo þeir mistu áttir En þrettán urðu þó á það sáttir Að halda undan, og héldu sig taka Hárrétta stefnu heim—til baka. Einn var í förinni ungur og hraustur Óvanur fjöllum en frár og traustur Og vildi á móti veðrinu halda— En þótti ekki fallinn til forustu og valda. Hann eggjar hina eins og hann getur Sem hugðu sig þekkja heiðina betur, Unz allir þrettán gegn einum sórust. Hann komst af — hinir fórust. Ef R. H. R. verður gert mögu- legt í framtíðinni að kenna okk- ar æskulýð íslenzka söngva eins vel og hér hefir raun á orðið þá hygg eg að við þurfum ekki að óttast hríðina og ef til vill get- um við orðið til að eggja hina sem eru á undanhaldi og hyggja sig þekkja leiðina betur. S. E. Björnson

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.