Heimskringla


Heimskringla - 21.09.1938, Qupperneq 4

Heimskringla - 21.09.1938, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRiNCLA WINNIPEG, 21. SEPT. 1938 mifiiRHiniiiniiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniiiiiiinnniniinn]] ilieimskrintilci (StofnuB 18S6) KemuT út i hverjum miBvikudeai. j Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue. Winnipeg Talsimis 86 537 Ver5 blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIÍCING PRESS LTD. 311 viðskMta bréf blaðinu aðlútandi sendist: K-nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave.. Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrtft til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave.. Winnipeg “Heimskringla” is publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue. Winnipeg Uan. Telephone: 86 537 ... WINNIPEG, 21. SEPT. 1938 FERÐ CHAMBERLAINS TIL ÞÝZKALANDS (Fyrsta frétt) Hver árangur verður af ferð Cham- berlains á fund Hitlers, er öllum enn ráð- gáta. Það hefir ekki verið kunngert í hverju friðtillögur Chamberlains eru fólgnar og verður ekki gert að minsta kosti fyr en seint í þessari viku. Þegar hann kom fyrst heim úr ferð sinni, var sagt að Hitler hefði verið íjúfur heim að sækja og samvinnuþýður. í síðari frétt- um var því gagnstæða haldið fram og hann sagður ósveigjanlegur og kröfuharð- ur í málum Tékkóslóvakíu. Þess skal þó getið að sú frétt er óstaðfest, en hefir samt borist út af fundum Chamberlains og brezka ráðuneytisins síðan hann kom heim* Þegar kröfur Hitlers eru íhugaðar, eins og fréttasambandið segir frá þeim (As- sociated Press), er heldur ekki að sjá, að hann hafi mikið í sölur viljað leggja fyrir friðinn. Kröfur hans voru þessar: 1. Að landshluti sá af Tékkóslóvakíu, sem Þjóðverjar búa í, sé innlimaður Þýzkalandi. Þetta er vestur og suðvestur hluti landsnis og með því verða hinar öfl- ugu hergirðingar og mikið af vopnaforða Tékkóslóvakíu af Tékkum teknar. 2. Trygging fyrir því, að utanríkis- málastefna Tékkóslóvakíu sé í fullu “sam- ræmi” við stefnu Þýzkalands. f því felst, að Þjóðverjar hafi öll umráð Tékkósló- vakíu. Með því eru núverandi samningar landsins við Rússa og Frakka úr sögunni. 3. Hagsmunaleg samvinna Tékkósló- vakíu við Þýzkaland og ráð Þjóðverja yfir framleiðslu vopnaiðnaðarins (Skoda-verk- sihiðjanna). Ef Hitler fær það sem hann fer hér fram á eða krefst, er sjálfstæði Tékkó- slóvakíu lokið og einu lýðríkinu færra í Evrópu. Alt sem enn er um þetta vitað og verður sagt, er það, að Rússar, Frakk- ar og Bretar hafa ekki gengið að þessari kröfu. Um Tékka sjálfa er það að segja, af útvarps-erindi forseta Tékkóslóvakíu að dæma, að þeir munu fyr fara í stríð, en að ganga nokkru sinni að þessum kröf- um Hitlers. Það getur vel verið að Þjóðverjunum í Tékkóslóvakíu hafi fundist þeir vera kúg- aðir á einn eða annan hátt. Hitt er víst, að kjörin sem þeim hafa nýle’ga verið boð- in, eru með öllu ólík og stórum mun betri en kjör minni hluta þjóðarbrota í hvaða landi sem er í heimi. Enda eru þeir flestir sagðir á Evrópu vísu talið efnaðir alþýðú- menn og hafa lifað betra lífi en sjálf þýzka þjóðin undir stjórn Hitlers síðustu 10—20 árin. Ástæðan fyrir þessum kröf- um Hitlers liggja því í alt öðru en kúgun Sudeten-Þjóðverjanna. Og hvað það er, vita flestir. Það er ekkert meira né minna en pólitízk og hemaða’rleg yfirráð ,Mið-Evrópu, frá iAusturríki, sem var og austur að Svartahafi. Þetta verður því aðeins gert, að Tékkóslóvakía, Ungverja- land og Rúmanía verði lögð undir Þýzka- land og Búlgaría, til þess að taka höndum saman við Tyrkjann aftur. Ukranía er auðvitað augnamiðið að ná einnig í og þá er komið inn í Soviet-Rússland. Að skilja Frakkland eftir eitt og ein- angrað í Vjestur-Evrópu er markmið Þjóð- verja. Með þessum kröfum senv Hitler gerir þessa stundina, er sambandi Frakka og Rússa slitið. Alvarlegustu örðugleik- amir á þvfí fyrir Hitler, að koma áformi sínu fram, er samband Tékkóslóvakíu við Frakkland og Rússland. Tékkóslóvakía er tengiliðurinn milli Parísar og Moskva. Það er að sjálfsögðu að nokkru vatn á millu Hitlers, að Bretland, Frakkland, ítalía og Þýzkaland, skerist í þetta mál, eins og heyrst hefir, að Chamberlain sé áhugamál, ef aðeins Rússland er útilokað. Að einangra Rússland, er keppikefli Hitl- ers margra hluta vegna, en ekki sízt vegna hins mikla lofthers er Stalin hefir á að skipa og sem er eini flugherinn í Evrópu, sem stærri er en flugher Þjóð- verja. Hitler hefir í fám orðum sagt ekkert á móti því, að honum séu rétt á diski yfir- ráðin í Tékkóslóvakíu í stað þess að þurfa að taka þau með hervaldi. Er það það sem fyrir Chamberlain vakir? Maður bíður og sér hvað setur. En hitt er víst, að Þýzkaland ætlar sér Tékkósló- vakíu hvort sem er með góðu eða illu. Hann lét ekkert mikið af því, að það vekti næst fyrir sér, er'hann fyrir skömmu tók Austurríki. Og honum trúðu þá margir. En nú hefir heyrst að árásin sé ákveðin á Tékkóslóvakíu 1. október, ef ekki verður af samningum milli Bretlands og Þýzka- la'nds og annara þjóða um þetta mál Sud- eten-Þjóðverja, áður en blekið er svo að segja þomað á samningunum um innlim- um Austurríkis. Það getur vel virst fýsilegt í augum stórþjóða Evrópu að lofa Hitler að koma áformum sínnum fram. En spurningin er þessi, hvað verður um frelsi annara smá- þjóða Evrópu, ef einni stórþjóðinni leyfist að ganga þannig yfir þær hverja af ann- ari ? Hvað verður um Pólland, Danmörku eða hluta af henni, Holland eða Eystra- salts þjóðimar? Óhugsanlegt, munu ýms- ir segja — og það kann að virðast svo þessa stundina. En hvað er óhugsanlegra að þær eigi hins sama von og Tékkósló- rakía, Ungverjaland, Rúmanía, Búlgaría og hver veit hvað margar fleiri þjóðir? Dýravinir eru að vinna að því, að hest- ar verði ekki notaðir í hernaði. Ef að mannvinirnir vildu gera eitthvað svipað og reyna að koma í veg fyrir að menn séu sendir út ;í stríð, mundi það mikið breyta viðhorfi á stríðum. NORRÆNA OG ENSKA Af og til birtast greinar í íslenzku blöð- unum hér um íslenzkukenslu og viðhald %íslenzkrar tungu hér í landi. Vafalaust eru allar þessar greinar ritaðar í bezta tilgangi og með það fyrir augum að stuðla að því að auka veg þjóðar vorrar hér. En oft verður vart við æði kynlegar skoðanir í sumum. þessum ritgerðum og vanþekk- ingu á málfræðislegum atriðum, sem við er að búast, þar sem höfundarnir hafa oft fremur litla þekkingu á sögu tungumál- anna og þróun þeirra. Þó er réttast og bezt í þessu efni að forðast öfgar og halda ekki öðru fram en því sem hægt er að færa góð rök fyrir. Við græðum ekkert við það að slá fram staðhæfingum, sem allir, er eitthvert skyn bera á málið, sjá undir eins að eru gerðar út í bláinn. Sumir virðast halda, að norrænan eða forn-íslenzka sé frumtunga, sem mörg mál eigi rætur sínar til að rekja. í raun og veru er þetta þó ekki rétt nema að því er Norðurlanda málin snertir. Önnur forn- mál af sama málaflokki, eins og engil- saxneska og forn-þýzka, eru systurmál norrænunnar. Allar tungur heyra til hin- um germanska eða tevtónska málaflokki. Það sem villir marga er, að fjölda mörg orð í nútíma ensku og nútíma íslenzku eru lík. Menn vita, að enskan, eins og hún er nú, er yngra mál en íslenzkan, sem er að kalla ipá óbreytt norræna. Af því draga þeir^vo, að því er virðist, þá álykt- un, að þau ensk orð, sem lík eru íslenzk- um crðum, séu komin beint inn í enskuna úr norrænu, t. d. að house sé dregið af hús, book af bók o. s. frv. Þetta er auð- vitað misskilningur. Þessi orð langflest eru komin í nútíma ensku úr frummáli enskunnar, engil-saxnesku, þau voru í því máli, sem bæði engil-saxneska og norræna eru komnar aT Sannleikurinn er sá, að lánsorð í ensku úr norrænu eru mjög fá, þrátt fyrir allar víkingaferðjr Norðmanna til brezku eyjanna, en samstofna orð í báoum málunum eru afarmörg. Það mætti auðveldega telja af handahófi nokkur hundruð orð úr báðum málunum, sem hver maður getur undir eins séð að eru skyld. Sama verður auðvitað uppi á ten- ingnum, þegar íslenzka og þýzka eða enska og þýzka eru bornar saman: borg, burg og borough eru upprunalega sama orðið, þó að merking þeirra sé ekki lengur hin sama; sama er að segja um town, zaun og tún, sem nú hafa ólíka merkingu. Annars geta menn fundið ótal mörg dæmi í hverri góðri orðabók enskri, þar sem uppruni orðanna er rakinn. Yfir höfuð má segja, þegar um mjög algeng orð er að ræða í skyldum málum, orð, sem ekkert mál getur án verið, eins og t. d. faðir, móðir, bróðir, systir, hús, borg, land o. s. frv., þá sé skyldleiki orð- anna frumstæður, þ. e. a. s. þau eru kom- in úr frumtungu hinna skyldu mála, hvep sem þau eru. Lánsorð aftur á móti koma inn í málin á vissum tímabilum og þau eru v.enjulega fræðiorð eða lúta að at- ’ vinnuvegum og verzlun. Orðið sport er lánsorð í íslenzku úr nútíma ensku, pils mun vera lánsorð úr hollenzku, fengið fyrir nokkrum öldum; með kristninni fengu íslendingar mörg lánsorð, prestur er t. d. lánsorð, komið úr grísku uppruna- lega. En lánsorðin eru hlutfallslega fá í íslenzku, og sama er að segja um þýzku, af því að bæði málin eru þægileg fyrir nýyrðamyndanir. í ensku aftur á móti eru lánsorðin hlutfallslega mjög mörg, flest úr latínu og grísku, en mörg einnig úr ýmsum öðrum málum; og stáfar það af því að þróun enskunnar hefir verið þannig, að nýyrðamyndun er henni ekki eiginleg. Það er oft sagt, að enskan sé hrærl- grautur úr mörgum málum, af því að það eru svo mörg lánsorð í henni. í rauninni er þettta ekki rétt; stofn málsins er engil- saxneska; öll algengustu orðin eru komin úr engil-saxnesku. Jafnvel þeir sem allra latínuskotnasta ensku rita verða að nota meira en helming af engil-saxneskum orðum, og án þeirra er auðvitað ómögu- legt að tala eða rita ensku; en það má rita ensku þannig að varla meira en tíundi hluti orðanna sé af latneskum uppruna. Málfræðingar útskýra þennan miklaTjölda lánsorða í enskunni þannig, að útlend áhrif, einkum eftir að Norðmenn frá Frakklandi lögðu England undir sig á elleftu öld, breyttu eðli málsins, beygingar hurfu úr því að mestu leyti, og mikill fjöldi franskra orða komst inn í daglegt mál. Þessir Norðmenn frá Frakklandi töluðu ekki norrænu heldur frönsku; þeir voru búnir að vera svo lengi á Frakklandi að þeir höfðu gleymt móðurmáli sínu. Um bein norræn áhrif á ensku er því ekki að ræða nema á víkingaöldinni, meðan íbúar Englands töluðu engil-saxnesku, og þau áhrif eru furðu lítil, eftir því sem mál- fræðingarnir segja. En það kemiy* ef- laust til af því að norrænir menn á þeim tímum settust yfirleitt ekki að í landinu fyrir fult og alt; en það gerðu hermenn Vilhjálms bastarðar á elleftu öld. Ávalt síðan þessi mikla breyting varð á ensk- unni, eða síðan hún breyttist að kalla má úr engil-saxnesku í nútíma ensku, þó tólftu og þrettándu aldar enska sé allólík nútímamálinu, hefir hún tekið inn í sig mesta sæg af útlendum orðum. En flest þau orð eru ekki notuð í daglegu máli, þau tilheyra máli vísindanna og fræðimensk- unnar. Stofninn er hið forna mál, auð- vitað allmkiið breytt, alveg ein^ og að stofn íslenzkunnar nú á tímum, nema í enn fyllri skilningi, er norrænan, mjög lítið breytt. En til hvers er íslenzka (norræna) kend í háskólum hér í landi, og hverjum er hún kend þar? Hún er fyrst og fremst kend mönnum, sem leggja fyrir sig mál- fræði sem vísindagrein; hún er auðvitað nauðsynleg öllum, sem vilja verða fræði- menn og kennarar í germönskum mál- um. Nokkrir sjálfsagt læra hana vegna bókmenta vorra, einkum fornbókmenta, til að geta lesið þær á frummálinu, alveg eins og að menn læra að lesa frönsku til að geta l^ynst frönskum bókmentum. En að íslenzka geti h’aldist við hér með því einu að vera kend í nokkrum háskólum er auðvitað mesta kórvilla. Málið helzt við hér meðan það er talað af einhverjum, lengur ekki; það helst við meðan blöð og bækur eru gefin út á því, meðan það er notað í kirkjum íslendinga og í félagsskap þeirra yfirleitt. Þegar þetta hættir, er ekki hægt að tala um viðhald íslenzkunn- ar, enda þótt hún væri kend í öllum há- skólum landsins, fremur en það er hægt að tala um viðhald latínunnar, þó að margir læri meira eða minna í henni, sér auðvitað til sára lítils gagns. Enginn talar heldur um viðhald latínu nema sem skólamáls, sem að hlutfallslega mjög fáir kunna. Þegar við tölum um viðhald ís- lenzku, eigum við auðvitað við að hún sé og verði lifandi mál meðal afkomenda ís- lendinga hér, verði töluð af þeim og notuð í öllum félagsskap, sem er sérstakur fyrir þá. Þar með er auðvitað ekki sagt, að ekki sé æskilegt, að hún sé kend í sem flestum háskólum. Frá sjónarmiði mál- fræðavísinda er það æskilegt; og það fer ekki hjá því, að fleiri menn kyntust ís- lenkum bókmentum, væri hún kend í flest- um eða öllum háskólum. En aðal atriðið er samt sem áður viðhald máls-1 springs) og eru sumir þeirra ins sem lifandi máls, eins lengi frægir. og auðið er, á vörum afkomenda | f vesturhluta landsins er jarð- íslenzkra manna, hvar sem þeir vegur ágætur fyrir kornrækt: eru nógu margir til þess að hafa hveiti, rúg og bygg. í Saaz-hér- eitthvert sjálfstætt félagslíf sín aði er humall (hops), sem frægt ler. í fjallahéruðunum eystra, er Á. kartöflu- og kvikfjárrækt. I Iðnaður hefir í flestum grein- : um aukist í Tékkóslóvakíu síð- Aðeins á einu á milli. öll lög í Sviss eru skrifuð á þremur tungumálum —,þýzku, justu 10 árin. frönsku og ítölsku. Þrjú málin ; öðru landi er meiri sykurrófu- eru þar töluð jöfnum höndum og eru öll kend í skólum. ÞÝZKALAND OG MIÐ- EVRÓPU RÍKIN rækt í Evrópu en þar. Skoda- verksmiðjan er önnur mesta vopnaverksmiðja í Evrópu. — Bata-skóverkstæðið er stærsta skóverkstæði sinnar tegundar. Gler og ullar-iðnaður er mjög Eftrfarandi grein birtist j mikill. blaðinu New York Times ný- lega: Suður — austur af Tékkósló- Hvað er það sem dregur huga vaiílu er Ungverjaland. Þar er Þjóðverja að Mið-Evrópuríkjun- einnig margt, sem Þýzkaland um nú og hefir ávalt gert, ekki rirnist. Landið er 36,000 fer- aðeins síðan 1914, heldur löngu milur stærð. Þar er mest fyrir þann tíma? Það eru auðs- j hveitirækt í öllum Donárdaln- uppspretturnar í Tékkóslóvakíu um- Meirihlulti íbúanna, sem og allra landanna meðfram Don-!eru um 9 miljónir, stundar akur- á alla leið austur að Svarta-/rk-’u- Nærri 011 útflutt vara> hafi. Sjálft er Þýzkaland fá- er nam $10° múJ«num s. 1. ár, er tækt borið saman við þessi lönd. biinaðarvara. f Budapest, höf- Auðsuppsprettur þess fullnægja ! uðborginni^ var önnur stærsta ekki þörf þjóðarinnar. Þrátt j kornmilla í heimi fyrir stríðið fyrir tilraunir þess síðari árin að mil<la, sú stærsta var í Minne- lifa sem mest án viðskifta við aP°lis- erlendar þjóðir, hefir það ár- Lengra suður er konungsríkið lega orðið að kaupa 35% af hrá- Jugoslavía, 96,296 fermílur að efni sínu utan lands og 20% af stærð og með 14 miljón íbúum. allri fæðu. Síðast liðið ár nam Þar er land gott og íbúarnir innflutt hráefni til iðnaðarins 3 ^ iðjusamir, en fé skortir til að biljón mörkum, og matvara inn-; nota auðsuppspretturnar. Þar flutt 2 biljónum, samkvæmt eru kol, eir og járn og fjölbreytt- s k ý r s 1 u f jármálaráðherrans ur landþjúnaður. þýzka. Það eina sem Þýzkaland hefir Austur af Jugoslavíu er Búl- garía, 39,814 fermílur að stærð af hráefni til útflutnings, eru nieð 6 miljónir íbúa. Helzti at- kol, saltpéturssölt og pottaska. Jarðvegur er rýr til framleiðslu á matvöru. , Vegna þessa hefir Þýzkaland ávalt litið Mið-Evrópu ríkin girndar auga . Og nú er Tékkó- slóvakía eitt þeirra. Ungverja- land verður auðunnið *eftir Tékkóslóvakíu, því það virðist þegar ekki fráhverft því að sam- einast Þýzkalandi, ekki sízt eftir að Austurríki gerði það. Við- skifti Þýzkalands við Jugoslavíu og Rúmaníu hafa verið feiki mikil og að verzlun Búlgaríu hefir það mjög setið síðari árin. En Soviet-Ukrania virðist samt sem áður vera landið, sem Hitler hefir mesta ágirnd á, ef taka má mark á bók hans og ræðum og því semj áreiðanleg blöð halda fram. Orð hans á Nuremberg-þinginu síðast liðið ár munu mörgum minnisstæð: ‘Ef við hefðum auðæfi Ukraníu.’ Kíev, höfuðborg Ukrainíu, varð Ukraníu Soviet lýðveldið, sem elds-stólpi í austri eins og Bag-; Hitler hefir ekki sízt mætur á, dad fyrir stríðið, í augum er suðvestur hornið af Rúss- Hitlers. j landi, 143,000 fermílur að stærð, vinnuvegur er búnaður. Þýzka- land keypti meira en helming af allri útfluttri vöru þaðan á s. 1. ári; var það mest korn óg-tóbak. Fyrir austan Tékkóslóvakíu tekur Rúmanía við, það landið sem Hitler hefir sérstakan auga- stað á vegna þess að þar eru fjórðu mestu olíubrunnar í heimi, þeir eru aðeins meiri í Bandaríkjunum, í Rússland og Venezuela. Rúmanía er stærsta landið í Donárdalnum, 113,886 fermílur að stærð og með 20 miljón íbúa. Eftir stríðið mikla, lagðist henni til mikið af góðu akuryrkjulandi, einu hinu bezta í suðaustur-Ev- rópu, svo sem Batan-hérað er tekið var af Ungverjalandi og Bessarabía frá Rússlandi. Hún náði einnig í Transylvanía, en þar eru kol, eir, gull, blý og silfur. ----*— ! næstum eins stórt og Þýzkaland, Tékkóslóvakía, fyrsta landið með aðeins 32 miljón íbúum, en á leið Hitlers austur, hefir svo Þýzkaland hefir um 75 miljónir margvíslegar auðsuppsprettur, íbúa. í Donetz í Ukraníu eru að það má heita að geta búið að næstu gljákolalög (anthracite) i sínu eins og Frakkland, er bezt heimi. Þar eru árlega fram- | er statt af öllum löndum Evrópu leidd 67 miljón metra-tonn, sem 1 í því efni. Landið er 54,250 fer- er þrisvar .sinnum meira en mílur (enskar) að stærð og fæð- framleitt er í Frakklandi, Þýzka- ir 15 miljón íbúa auðveldlega. landi og Póllandi til samans. f Hver málmtegund sem nokkurs Krivoi Rog er járn meira en er verð, er þar, að platíu und- nokkur staðar hefir fundist anskilinni. f norðvestur horni (blendingurinn um '65%> járn). landsins eru mestu brúnkolalög Raforkuverið (hydro) á Dneiper- í Evrópu; og önnur kol eru inn ánni, er hið stærsta í Evrópu og í miðju landi. framleiðir 455,000 kílówatts. Silfurnámurnar í Iglan (Jihl-! í Ukraníu er á nokkru svæði ava), í miðju landi, var byrjað ræktað hveiti, sem að gæðum að vinna, eftir því senv sagan til jafnast á við bezta hveiti í segir árið 799 og er haldið enn Canada og er eini keppinautur ^fram. í Joachimstahl, svo- þess. Á síðast liðnu ári var 20% nefndum, nærri landamærum a^ öllu hveiti í Rússlandi fram- Þýzkalands, er pitchblend, málm- leitt í Ukraine og tveir þriðju ur sem radíum fæst úr og sem alls sykurs í landinu. Þar hefir hvergi er.til nema í Canada og nú byrjað í stórum stíl bómullar eitthvað lítilsháttar í Congo og tóbaksrækt, ennfremur soy- hinni belgisku. Af hinum mörgu málmum má nefna antimony (efni til lyfja o. fl.), asfalt, bismuth, króm, leir, gull, gips, ritblý, manganese, kvikasilfur, þakstein, brenni- baunarfekt. Rússland gæti ef það vildi eins og raunar fleiri ríki, eins auð- veldlega tekið Donár-ríkin og þýzkaland, en það sjáanlega dreymir ekki drauma eins og stein, tellurium og uranium. f Hitler um að ráðast á hvert ríki Tékkóslóvakíu eru einnig um sem hann sér sér fært 200 heilsubrunnar (mineral hremma það. og

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.