Heimskringla - 21.09.1938, Page 6

Heimskringla - 21.09.1938, Page 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 21. SEPT. 1938 Hann birti þetta samt ekki með orðum, en við og við sá Jeanne á honum raunasvipinn, sem hann gleymdi að dylja. Hún var æ léttari í skapi, er þau nálguðust heimkynni*hennar, og þrátt fyrir að Philip fyndist það flónslegt af sér, gramdist honum að hún gleddist þannig. Hann ígrundaði þetta þannig á karlmanns vísu, að ef Jeanne þætti vænt um sig, þá væri hún ekki svona áfjáð í að samvera þeirra tæki svo bráðan enda. En hann hugsaði ekki þannig nema endrum og eins, og á þessu fjórða kveldi samveru þeirra hvarf þessi hugsun með öllu, því nú fékk hann næga skýringu á þessu öllu. Þau höfðu þekst aðeins í fjóra daga, en þessi stutti tífni hafði samt áorkað því, sem jafn- mörg ár koma stundum ekki til leiðar. Auðvelt og tilbreytingarlaust líf semur seint vináttu með mönnum, en örlagaþrungin stund getur oft afhjúpað sálir manna. Philip hugsaði um Elinu Brokan, sem var honum leyndardómur, sem var honum gjörókunnug, þótt hann hefði þekt hana árum saman. Á fjórum dögum hafði hann kynst Jeanne æfilangt. Á þessum stutta tíma hafði Jeanna fengið meira um hann að vita, en Elin Brokan fengi nokkurntíma að heyra. Hann komst því að niðurstöðu, sem kom honum til að hlakka til að þau kæmust að ferðalokunum. Heima í Goðaborg ætlaði hann að birta Jeanne ást sína. Jeanne var að horfa á hann, er hann tók þessa ákvörðun. Hún sá áhyggj usvipinn hverfa og roða færast í vanga hans, og er hann tók eftir því að hún horfði á hann, hló hann án þess að vita hversvegna. “Ef þetta er svona skemtilegt,” sagði hún, “þá gerið svo vel og segja mér frá því.” Þetta var nú meira en lítil freisting, en hann stóðst hana. “Þetta er leyndarmál,” sagði hann, “sem eg mun geyma þangað til við komum til Goða- borgar.” Jeanne horfði upp eftir fljótinu og hlustaði Hún hafði gert þetta eitthvað tólf sinnum síð- asta hálftímann, og Philip hlustaði líka. Fyrst höfðu þau heyrt óljósan nið er smá hækkaði eftir því sem þau nálguðust, líktist niður þessi haust stormi í trjákrónunum, er fer vaxandi með hverju augnablikinu, sem líður. Niðurinn var nú stöðugur og líktist ekki framar nein- um stormi, heldur beljuðu hinir miklu þrumu- fossar í fjarlægð, svo að björgin stundu og niðurinn, sem stundum líktist djúpri stunu varð að beljandi öskri. Straumurinn varð nú svo sterkur að Philip varð að neyta allrar orku að halda bátnum í horfi. Litlu síðar reri hann upp að ströndinni. Frá lendingarstað þeirra, lá troðin gata upp á standbergið, sem umlukti þrumufossinn. Alt í kring um þau voru björg. Gatan var troðin í bjargið, á eilífðartíma af óteljandi fótum, villudýrahrömmunum, nöktum fótum, fótum í Indíánaskóm og fótum hvítra manna. Þetta var megin einstigi dýra og manna. — Philip hélt upp einstígið með bögglana og Jeanne á eftir honum. Beljandinn jókst. Hann öskraði í eyrum þeirra unz þau heyrðu ekki til sjálfra sín. Rétt yfir flúðunum var gatan mjó, ekki meira en átta fet. Landsmegin að henni lá himin hátt fjall, en á hina höndina hengi flug. Philip sneri sér við og sá Jeanne nísta sér upp að klettaveggnum. Hún var ná- föl og úr augum hennar stafaði ótti og skelfing. Hann yrti á hana, en hún gat aðeins séð varir hans hreyfast. Hann lagði þá af sér byrðina og gekk fram á klettabrúnina. Sextíu fet fyrir neðan hann streymdi hinn mikli þrumufoss áfram í hamslausri hringiðu. Upp úr iðunni sáust svartir, sleipir klettar, sem ýmist ráku upp hausana eða dýfðu þeim niður og ygldu sig og grettu um leið, eins og einhver skrímsli, sem þarna væru í feluleik niðri í þessum sogandi flaum. Við og við teygði eitt þeirra sig upp, rétt eins og þvf væri lyft af ósýnilegum tröllahöndum upp úr óskapnaði iðu kastsins, og svo hvarf það aftur, en mjallhvítt löðrið þyrlaðist mjúklega yfir staðnum þar sem það sökk. Það Ýar engu líkara en alt þetta brimlöður væri lifandi. Fult af hræðilegum lífsverum, er æptu þrumuröddum er aldrei þögnuðu. Philip stóð og horfði hugfanginn á þessa sjón þarna niðri, uns hann fann að ein- hver snerti handlegg hans. Það var Jeanne. — Hún stóð við hlið hans náföl og skjálfandi og þorði varla að stíga síðasta sporið til að sjá fram að brúninni. Philip greip fast um hendur hennar og lét hana horfa niður, en hún hörfaði strax til baka og stóð titrandi upp við klettinn fyrir ofan þau. Þessi landvegur var ekki langur, varla meira en tvö hundruð fet, þar sem hann endaði var dálítill grænn engjablettur. Þar var tjald- staður ferðamanna. Þangað kom Philip öllum farangri þeirra tveim stundum fyrir myrkur. “Hér dveljum við ekki náttlangt,” sagði hann við Jeanne og benti á hinar mörgu ösku- hrúgur er þar voru og mundi líka eftir viðvör- un Pierre. “Þetta er of mikill almenningur, ef svo mætti að orði komast, auk þess ætlar þessi hávaði að æra mig.” Jeanne skalf af hrolli. “Við skulum hraða okkur héðan. Eg — eg er hrædd við þetta!” Philip bar bátinn niður að fljótinu og Jeanne kom á eftir með bjarnarfeldina. — Straumurinn var hægur og þunglamalegur, með smá hringiðum hér og þar, sem ruku upp eins og bólur í sjóðandi sykurleðju. Hann hálf setti barkarbátinn og beið Jeanne hjá bátnum með- an hann fór og sótti aðra byrði. Lautin, þar sem farangurinn var, var græn vegna lindar- vatnsins, sem streymdi um hana og var ekki meira en örskotslengd frá fljótinu. Philip leit aftur af brúninni og sá Jeanne lúta út yfir bátinn, svo gekb hann blístrandi niður í lautina. Hann var kominn að farangrinum, er honum barst óp, sem aðeins dauflega barst yfir foss- niðinn niðri í gljúfrinu. Hann rétti sig upp og hlustaði. “Philip! Philip!” Hann heyrði nafn sitt kallað tvisvar í nístandi angistarrómi, er lét hærra en þrumu- rödd fljótsins. Hann heyrði ekkert meira en þaut upp á brekkubrúnina, og sá að Jeanne var horfin, báturinn var horfinn, hræðilegur ótti heltók hann og eins og svifti hann öllum mætti, en aftur heyrði hann hróp stúlkunnar. - “Philip! Philip!” Hann hljóp upp klettastíginn eins og óður maður áleiðis 'til gljúfursins, og hrópaði til Jeanne og sagði henni, að hann væri að koma. Hann náði gljúfurbrúninni og horfði niður. Fyrir neðan sá hann Jeanne og barkarbátinn. Hún barðist árangurslaust við strauminn. — Hann sá hvernig árin var hrifin úr höndum hennar og er hún flaut í burtu frá henni, heyrði hann hana kalla nafn sitt á ný. Philip hrópaði og hið náföla andlit stúlkunnar horfði upp til hans. Fimtíu skref framundan henni voru fyrstu flúðirnar. Innan einnar mínútu mundi Jeanne verða moluð sundur á þeim skerjum, rétt fyrir augum hans. Hugsanirnar flugu skjótar en leiftur gegn um huga hans. Hann gat ekkert fyrir hana gert, því að það virtist óhugsandi, að nokkur lifandi vera gæti bjarg- ast gegnum öldurótið og flúðirnar. En samt var hún að kalla til hans. Hún fórnaði til hans höndum. Hún treysti honum jafnvel þótt hún stæði þarna andspænis dauðanum. “Philip! Philip!” Hún gleymdi að setja orðið M’sieur fyrir framan nafnið hans en það hljómaði upp til hans í ekka þrungnum bænarrómi. “Eg er að koma, Jeanne!” hrópaði hann. “Eg er að koma! Haltu þér fast við bátinn.” Hann hljóp áfram og reif af sér treyjuna. Lítið eitt fyrir neðan fyrstu flúðirnar óx hraustlegt víðitré út úr sprungu í bjarginu og héngu lægri greinar þess eitthvað tvo faðma frá vatninu. Út á þetta tré klifraði hann með fimleika og hraða íkornsins, og hékk í einni greininni albúinn að láta sig falla niður hjá bátnum er hann bæri að. Það var aðeins eitt tækifæri og það var þetta, ef hann gæti.látið sig detta ofan í fljótið á hinu rétta augnabliki, gripið um skut bátsins og orðið sjálfur stýri er varnaði því, að hann hrekti flatur fyrir straumi, þá gat verið að honum tækist að beina honum gegn um flúðirnar fyrir neðan. En þessi von fórst eins skjótlega og hún fæddist. Báturinn brotnaði á fyrstu flúðinni. Froðulöð- ur huldi hann og hann sá hvernig fljótið svelgdi Jeanne. Hún kom samt aftur í ljós, rétt fyrir neðan hann og hann steypti sér niður og greip í föt hennar. Með hinni mestu áreynslu náði hann utan um hana með vinstri handleggnum, svo að hægri höndin var honum laus. Fram undan þeim var hvít löðurbreiðan, ennþá hræðilegri, en þegar þau höfðu horft á hana ofanfrá. Klettaflúðirnar huldust gráum þokuúða og beljandinn tók yfir alt. Milli Philips og hinnar hræðilegu hringiðu var lygn hylur, svartur og skuggalegur með þungum og hröðum undirstraum — vatnsmagnið var þar að færast í aukana til að tvístrast og klofna í lengjur milli þverúðarfullra bjarganna, er stóðu gegn því á leið þess fram í hafið. í þessari andrá leit Philip framan í Jeanne. Hún hvíldi höfuðið upp við brjóst hans. Augu þeirra mættust og á þessu augnabliki, and- spænis dauðanum, sigraði ástin allan ótta. Þau voru fast við dauðans dyr og Jeanne mundi deyja í faðmi hans. Hún tilheyrði honum um alla eilífð — hún tilheyrði honum nú. Hann þrýsti henni fastar að sér. Andlit hennar nálgaðist andlit hans. Hann langaði til að hrópa til hennar og segja henni það sem hann hafði ætlað að segja henni, er þau komu til Goðaborgar. En rödd hans mundi verða eins og hvísl í stormgný fellibylsins. Gat Jeanne skilið þetta? Löðurveggurinn var rétt hjá þeim. Alt í einu laut hann niður og kysti hana aftur og aftur. Er hringiðan náði þeim sveiflaði hann sér þannig að árekstrarnir mættu hon- um, en ekki Jeanne. • Hann hugsaði aðeins um þetta eitt. Hann varð að gæta Jeanne fyrir árekstrum. Vera sjálfur milli hennar og klettanna. Hann mundi verða brotinn og molaður í sundur og enginn mundi þekkja hann, en Jeanne mundi bara drukna. Hann reyndi að halda henni upp úr vatninu og íáta höfuð sitt og herðar vera á und- an. Þegar hann fann að iðan sogaði þau niður lyfti hann henni upp. Hann barðist en vissi ekki á hvern hátt. Hávaðinn í eyrum hans var eins og þrumurödd þúsund fallbyssa og honum virtist hvert augnablikið vera eins og eilífð. Byssurnar dundu alt umhverfis hann, á móti honum og fram undan honum, en alt af fleiri og fleiri á bak við hann. Hann fann engan sársauka, enga árekstra. Honum fanst hann aðeins berjast við þrumugný vatnsfallsins. — Höggin sem hann hlaut af hömrunum voru eins sársaukalaus og hínifstungur, sem greidd- ar eru í æðisgangi orustunnar. Þrumugnýrinn lækkaði, eins og færðist aftur á bak, og ein- kennileg hugsun greip hann. Forsjónin hafði leítt hann gegnum fossinn. Hann hafði ekki rotast á flúðunum. Hann hafði bjargast og hann hélt Jeanne í fanginu. Það var bjartur dagur þegar hann hóf orustuna og nú var komin nótt. Hann fann fasta jörð undir fótum, og hann vissi að hann hafði borið Jeanne á land. Hann heyrði rödd hennar nefna hann á nafn, og hann var svo glaður að hann hló og grét eins og hálfviti. Það var dimt og hann var þreyttur. Hann hneig >' niður og hann fann handlegg Jeanne, sem reyndi að halda honum uppi og hann heyrði hana tala, en ekkert gat haldið honum vakandi. Á meðan hann svaf dreymdi hann ekki neitt. Nú var dagur kominn á ný, og hann sá andlit Jeanne, sem laut yfir hann og hann heyrði ekkert nema foss niðinn. Aftur heyrði hann raddir. Rödd Jeanne og karlmanns rödd, og furðaði sig á þyí hver maðurinn gæti verið. Þetta var einkennilega þungur svefn, með ein- kennilegum draumum, en að síðustu virtust draumarnir hverfa líka. Hann gleymdi sjálfum sér. Svo vaknaði hann og dagur var runninn á ný. Hann var inni í tjaldi og sá að sölin skein á það að utan. Þetta hafði verið undarlegur draumur og hann settist upp undrandi yfir því sem hann hafði dreymt. Hjá honum sat maður, það var Pierre. “Guði sé lof, M’sieur,” heyrði hann Pierre segja. “Við höfum verið að bíða eftir þessu. Þér eruð úr allri hættu.” “Pierre!” stundi hann upp. Hann fékk minnið á ný. Hann var vak- andi. Honum fanst hann vera alveg máttlaus, en hann vissi, að það sem hann sá var ekki draumsýn. “Eg kom daginn eftir að þér fóruð í gegn um fossana,” sagði Pierre er hann sá furðu- svipinn á Philip. “Þéií björguðuð lífi Jeanne. Hún meiddist ekkert, en þér voruð illa lurkaður, M’sieur, og þér hafið legið hér með óráði.” “Jeanne særðist ekkert?” . “Nei, hún hjúkraði yður þangað til eg kom. Hún er sofandi núna.” “Eg hefi ekki verið í þessu ástandi mjög lengi, eða hvað? Pierre?” “Eg kom hingað í gær,” svaraði Pierre. Hann laut yfir Philip og bætti við: “Þér verðið að vera rólegur svolítið lengur M’sieur. Eg hefi fært yður bréf frá M’sieur Gregson og þegar þér hafið lesið það, mun eg færa yður súpu, sem eg mun búa til handa yður.” Philip tók bréfið og opnaði það, en Pierre hvarf hljóð- lega út úr tjaldinu. Gregson hafði ritað fáein orð og voru þau á þessa leið: Kæri Philip:— Eg vona að þú fyrirgefir mér, en eg er orðinn þreyttur á þessari þvælu. Eg var aldrei gefinn fyrir skógana, svo eg ætla að yfirgefa þá og þig, og óska þér allrar hamingju. Haltu baráttunni áfram. Þú ert bardagamaður að upplagi, og sigrar vafalaust. Eg væri ekki nema til að tefja fyrir þér. Þess vegna hverf eg heim aftur með skipinu, sem leggur af stað héðan eftir þrjá eða fjóra daga. Eg ætlaði að segja þér frá þessu, kvöldið sem þú hvarfst. Þótti slæmt að geta ekki tekið í hendina á þér áður en þú fórst. Skrifaðu mér og láttu mig vita hvernig þér gengur. Þinn einlægur, Tom. Philip slepti bréfinu stein hissa. Hann leit upp og hrópaði upp yfir sig. Ekkert sem Gregson hafði skrifað gat komið honum til að hrópa þannig, heldur var það Jeanne, sem stqð í tjalddyrunum. En það var ekki sú Jeanne, sem hann hafði þekt. Hræðilegur sorgarsvipur var skráður á andlit hennar. Varir hennar voru blóðlausar og augun dauf; þungar þján- ingar virtust hafa gert hana kinnfiskasogna. Á svipstundu kraup hún á kné við hlið hans og greip höndunum um hendi hans. “Eg er svo glöð!” hvíslaði hún hásum rómi. Rétt sem snöggvast þrýsti hann höndum hennar að andliti sínu. “Eg er svo glöð —” Hún stóð upp og reikaði á fótunum. Hún sneri til dyranna og heyrði Philip að hún grét um leið og hún fór út. XV. Það var ekki fyr en silkiskör tjaldsins var fallin niður að Philip fékk bæði mál og rænu. Hann kallaði á hana með nafni og reyndi að brjótast á fætur. Honum tókst það með herkj- um, en varla gat hann staðið á fótunum. Hel- sárir stingir flugu um hann allan með leiftur hraða. Hægri handleggur hans var stirður og máttlaus og var hann þess var að hann var í þykkum, umbúðum. Hann lyfti vinstri hendinni upp að höfðinu en leit á hana um leið og brosti dauflega, því að hann skildi það nú. Hendin var bólgin og blá og marin. Hann gat þess til að hann mundi vera allur þessu líkur og hneig máttvana niður á fletið. Augnabliki síðar kom Pierre með súpuskálina. Philip leit á hann miklu rólegri nú. Hann sá mikla breytingu á kynblendingnum. Andlit hans virtist megurra. Djúpur sorgarskuggi hvíldi yfir svip hans og axlir hans héngu niður eins og undir einhverri örvæntingai? byrði. — Philip þáði súpuna og drakk hana hægt og án þess að mæla orð. Honum fanst hann styrkj- ast. Að því búnu leit hann fast á Pierre. Hinn gamli stoltssvipur hafði fallið af Pierre eins og gríma og hann leit undan er Philip horfði á hann. Philip rétti upp hendina. “Pierre!” Kynblendingurinn greip hana og þagði, varir hans þrýstust saman. “Hvað er að ?” spurði Philip. “Hvað hefir komið fyrir Jeanne? Þú segir að hún hafi ekki særst.” “Ekki á klettunum, M’sieur,” tók Pierre fram í fyrir honum og kraup í skyndi við hlið Philips. “Hlustið á. Það er best að eg segi yður það. Þér eruð hetja. Þér munuð skilja þetta. Eg flutti fréttir frá Churchill, sem nauðsynlegt var að eg segði Jeanne. Það 'voru hræðilegar fréttir og hún er hrygg vegna þeirra. Sem heiðurs maður munuð þér ekki spyrjast frekara út í þetta, M’sieur. Eg get ekkert frekara sagt yður en þetta — að það eru raunir, sem aðeins heyra einni manneskju til á þessari jörð — það er Jeanne sjálfri, sem þær heyra til. Eg bið yður að hjálpa mér. Þér skuluð ekki látast sjá raunir hennar, M’sieur. Látist ætla, að þetta séu afleiðingar af hættunni, sem hún lenti í. Bráðum mun eg segja yður frá öllu þessu og þér munuð skilja það alt, en núna er það ómögulegt. Eg trúi yður fyrir svona miklu, og bið yður um þetta vegna þess-----” Augu Pierres voru hálf lokuð og horfði hann eins og blindum augum yfir höfuð Philips. “Eg bið yður um þetta,” endurtók hann blíðlega vegna þess að eg hefi getið mér til að þér — elskið hana.” Philip hrópaði upp yfir sig af gleði. “Já, já, já, það geri eg Pierre.” “Já, eg gat mér þess til,” sagði Pierre. — “Þér ætlið þá að hjálpa mér til að bjarga henni?” “Já, þó það kostaði mig lífið!” “Þá skuluð þér fara með okkur til Goða- borgar, og þaðan farið þér svo tafarlaust til verbúða yðar við Blinda Indíána vatnið.” Philip fann hvernig svitinn spratt fram á enni honum. Hann var ennþá máttfarinn. Rödd hans var skjálfandi og óeðlileg. “Þér vitið----” stamaði hann. “Já, eg veit, M’sieur Philip,” svaraði Pierre. “Eg veit að þér eruð húsbóndinn þar, og Jeanne veit það líka. Við vissum hver þér voruð, áður en við settum yður stefnumót á höfðanum. Þér verðið að fara til manna yðar.” Philip þagði. Um svo litla stund dó hver von í brjósti hans. Hann horfði á Pierre. Augu kynblendingsins glóðu eins og kol og í vöngum hans var sterkur roði. “Og þetta er algerlega nauðsynlegt?’ “Já, algerlega nauðsynlegt, M’sieur.” “Þá mun eg fara. En fyrst verðið þér að segja mér dálítið meira. Eg get ekki gengið þannig burtu í blindni. Eru þeir í Goðaborg nokkuð hræddir við menn mína?” “Nei, M’sieur.” “Eina spurningu enn, Pierre. Hver er Fitzhugh Lee lávarður?” Augu Pierre opnuðust upp á gátt og svo sást enginn skilningur í þeim, en aðeins blossi af undarlegum, ógnandi eldi. Hann reis hægt á fætur og studdi höndunum á axlir Philips. Nænstum því í eina mínútu horfðust hinir tveir menn í augu, loks tók Pierre til máls, rödd hans var lág og mjúk, næstum því hvíslandi, en þrungin af einhverri ástríðu, sem fylti Philip hryllingi.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.