Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÍSLANDS-FRÉTTIR eftir Tímanum Fyrir tveim árum síðan lét Kaupfélag Eyfirðinga reisa vind- myllu til raflýsingar á korn- yrkjubúi sínu í Klauf í Eyja- firði. í sumar hefir ný vind- mylla verið reist í sama tilgangi að Snæbjarnarstöðum í Fnjóska- dal, hjá Jóni ólafssyni bónda þar og Þorsteini syni hans. Sá Samúel Kristbjarnarson rafvirki um uppsetningu hennar, en járn- turninn, sem hún er gerð úr, var keyptur hjá kaupfélaginu og kostaði ásamt vængjum og til- heyrandi únbúnaði 180 krónur. í sambandi við þessar vindmyll- ur eru rafgeymar, sem fullnægt geta ljósþörfinni, þegar logn- dagar koma. Þessar vindmyllur geta aðeins framleitt um 85 vött og eru því ljósin fremur dauf. Hinsvegar má hlaða útvarps- rafhlöður þann hluta dagsins, sem ekki er þörf fyrir raforkuna til annars.—4. okt. Um þessar mundir er verið að vinna að ýmsum undirbún- ingi að virkjun Laxár í Þingeyj- arsýslu. Er verið að hefja bygg- ingu skiftistöðvarhúss við Þing- vallastræti, spölkorn ofan við Akureyri. Staurar þeir, seni komnir eru, verða fluttir út f haust. Austur við Laxá á að ljúka byggingu stöðvarhúss og íbúðarhúss fyrir stöðvarstjór- ann, en stíflan sjálf bíður næsta sumars.—4. okt íslenzku togararnir, sem stunda ísfiskveiðar, hafa selt 16 farma í Þýzkalandi í þessum mánuði og búist við að þeir selji á morgun. Verðið hefir yfirleitt verið mun lægra en í fyrra, sem stafar af því að þýzka stjórnin hefir fyrirskipað lægra há- marksverð en þá gilti. í Eng- landi hefir enginn íslenzkur tog- ari selt ísfisk í þessum mánuði, þar sem búist var við að verðið yrði hagstæðara í Þýzkalandi. —29. sfept. * * * Kartöfluuppskera er að þessu sinni ærið misjöfff. Norðanlands hefir hún víða brugðist tilfinn- anlega af völdum langvarandi vorkulda, og frostnátta nú síð- sumars. Sunnanlands hafa garð- ávextir sprottið dável og mun vöxturinn vera þar í meðallagi, og sumstaðar jafnvel meira, t. d. á Eyrarbakka, og Akranesi. — Yfirleitt mun lítið hafa borið á kartöflusjúkdómum í sumar. —24. sept. * * * f Hornafirði er kartöflurækt rekin í langstærstum stíl til sveita hér á landi. Kveður mest að henni í tveim bygðarlögum, Nesjum og Mýrum. Margir bændur rækta þar um 100 tunn- ur af kartöflum á ári og sumir jafnvel ennþá meira. Fjögur nýbýli eru þar vel á veg komin og fleiri í undirbúningi og treysta frumbýlingarnir -einna mest á garðyrkjuna og er hún þeirra drýgsta tekjulind. í sum- ar var sprettan heldur neðan við 1NNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................ G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont.........'.........................G. J. Oleson Bredenbury............................ H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge..........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale...............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask......................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli.................................. K. Kjernested Geysir..............................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla...............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................John Kernested Innisfail......................................ófeigur Sigurðsson Kandahar.................................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth..................................B. Eyjólfsson Leslie..............................................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson Mozart..................................S. S. Anderson Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor Oakview...............................................S. Sigfússon Otto..............................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Red Deer.......................................ófeigur Sigurðsson Reykjavík..................................Árni Pálsson Riverton.....*.......................Bjöm Hjörleifsson Selkirk.........................................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock..............r.:.................Fred Snædal Stony Hill.................................Björn Hördal Tantallon..........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach......................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson f BANDARIKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry..................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnaon Cavalier...............................Jón K. Einarsson Edinburg....................................Jacob HaU Garðar.................................... Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Ehnarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton............*........................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......john S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. Breiðfjörö Tfse Víklng Press Winnipeg. Manitoba meðallagi og ollu því vorkuldar og næturfrost í septembermán- uði, sem eyðilögðu kartöflugras- 1 ið og hömluðu áframhaldandi, vexti.—24. sept. Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefir tekið upp þá ný- breytni að kaupa murtu af bændum við Þingvallavatn og er hún söltuð til útflutnings. Borg- ar það tuttugu aura fyrir pundið af murtunni. Murtuveiðin í Þingvallavatni er fyrir skömmu hafin og varir nokkuð fram eft- ir haustinu. Fer lengd veiði- tímans nokkuð eftir tíðarfarinu. —1. okt * * * Hraðfrystihús var reist á Flateyri við önundarfjörð síðast- liðið sumar og er það eign hluta- félags, sem allraargir íbúar þorpsins hafa stofnað. Var starfræksla frystihússins hafin í júlímánuði og hefir hún gengið vel. f sumar hefir verið frystur þar ýmiskonar fiskur, koli, lúða, þorskur, ýsa og dálítið af smá skötu. f haust verður sennil. fryst þar kjöt fyrir innanlands- markað, einkum í þorpinu sjálfu. —1. okt * * * Ræðismaður Dana og íslend- inga í Monaco, George Jorck, hefir gefið Landsbókasafninu 100 þúsund franka (12,700 kr. íslenzkar) og verður fénu varið til kaupa á vísindaritum og handbókum. Skortir safnið ein- mitt slíkar bækur og kemur þessi raunsnarlega gjöf því að góðum notum.—24. sept. * * * Nýlokið er talningu atkvæða í Búnaðarsambandi Austurlands í kosningum til Búnaðarþingsins. Hlaut listi Framsóknarmanna 354 atkvæði, en 230 féllu á lista, sem Sjálfstæðismenn og Bænda- flokkurinn stóðu sameiginlega að. Náðu kosningu af Fram- sóknarlistanum þeir Björn Halls- son bóndi að Stafafelli í Lóni. Af hinum listanum náði Sveinn Jónsson á Egilsstöðum kosningu. —27. sept. * * * Endurvarpsstöðin á Eiðum tekur til starfa í kvcld kl. 9. Er orka hennar eitt kílówatt og öldulengdin 488 metrar. Stöðv- arstjóri á Eiðum verður Davíð Árnason. Stöð þessi mun bæta mjög örðuga aðstöðu Austlend- inga til að notfæra sér útvarp. —27. sept. VERÐUR ÍSLENZKAN FRAMTÍÐAR ALLSHERJ- ARMÁL Á NORÐUR- LÖNDUM? Viðtal við Knuth Knuthenborg greifa Undanfarið hefir danskur að- alsmaður, Knuth lénsgreifi eig- andi hins mikla herraseturs Knuthenborg á Lálandi, verið hér á ferð, en er nú að snúa heim á leið aftur. f Danmörku er Knuth greifa veitt allmikil eftir- tekt vegna þátttöku hans í stjórnmálum, ekki sízt fyrir það, að hann er mjög ákveðinn í stefnu sinni, sem ekki á uppá pallborðið hvorki hjá dönskum valdhöfum né almenningi. Það er ekki að furða, þótt greifinn gefi sig að póltitík, því til þess á hann ætt á báðar hendur. Það eru pólitískt séð mjög ólíkar ættarstoðir, sem undir hann í-enna, þar sem forfeður hans í föðurætt hafa við stjórnmál fengist og langafi hans var utan- ríkisráðherra Dana, er þeir fengu hina fyrstu frjálsu stjórn- arskrá sína, en móðurfaðir hans var Louis Pio, sem 1871 reisti al- þýðuflokkshreyfinguna dönsku og var dæmdur í fangelsi fyrir vikið, en varð síðar að flýja land. Það gefur að skilja, að epli, sem kann að falla nálægt tveim s.líkum trjám, lendi nokk- uð utan þjóðbrautar eins og hún liggur í hvern svip. Greifinn fæst þó við annað og meira en stjórnmál. Hann er bóndi, og enginn kotbóndi, því hann er einn með stærstu landeigendum í Danmörku. Sjálft höfuðbólið Knuthenborg, með húsum, er metið á meira en 3 miljón króna, en undir það liggja margar aðr- ar jarðir og hjáleigur. — Greif- inn rekur búskap sinn sjálfur og er talinn vera í fremri röð á því sviði, enda er hann formaður í búnaðarfélagi Lálands og Fal- sturs, sem starfar með svipuð- um hætti og búnaðarfélag vort. Greifinn er milli þrítugs og fer- tugs, stæðilegur á velli og ber- sýnilega hreinn ^ríi, eins og sumum kann að þykja nauðsyn- legt, bláeygur og bjarthærður og hægur og settur í fasi. Greif- inn er hér nú í annað sinn, því í fyrra kom hann hér með konu og börn og bifreið, og ók sjálfur með sig og sína um landið. Vísir brá sér til og hitti greifann að máli. Þér komið hér í annað sinn. Er það landið sem laðar yður? Landið er mikilfenglegt og hlýtur að hafa mikil áhrif á aðkomumenn, ekki sízt á landa mína, sem hvorki hafa vanist fjöllum né jöklum, hverum né eldfjöllum, straumhörðum fljót- um né fossum. Eg efast ekki um að landið geti átt mikla framtíð sem ferðamannaland, og munu hverimir reynast hafa drjúgt aðdráttarafl. — Hvernig þótti yður að ferð- ast hér með bifreið yðar í fyrra því þér eruð vitanlega betri vegum vanir? Það má vera að annarsstaðar séu betri vegir, en það er blátt áfram æfintýralega vel af sér vikið að hafa komið upp nothæfu bílvegakerfi um þetta víðáttu- mikla land á jafn skömmum tíma og íslendingar hafa gert. Á því sviði hefir hér á landi í raun réttri verið afrekað það, sem annarsstaðar hefði farið í hálf öld eða meira, og það má kalla með öllu vandræðalaust að ferð- ast um landið, enda var bifreið mín jafngóð eftir ferðalagið eins og áður. — En hvað líst yður á okkur sjálfa, á mörlandann? Eg hefi kynst mörgum og hefi kunnað vel við þá alla. Sér- staklega hlýtur 'þó útlending að reka í rogastans á þeirri gest- risni, sem manni er auðsýnd als- staðar á fslandi, því fátt er jafn þægilegt og að manni sé vel tek- ið. Það er einhver fornnorrænn svipur yfir gestrisni fslendinga. Þá rekur maður og þegar augun í það, hvað fslendingar eru ein- staklega andlega lifandi. — Eftir þeim bókum ættu ís- lendingar ekki að þurfa að kvíða framtíðinni ? Því er ekki að leyna, að það sem mun reynast fslendingum mestur Þrándur í Götu er hvað þeir eru fáir annarsvegar og landflæmið, sem þeir eiga, hins- vegar víðáttumikið. Svo fáu fólki mun seint takast að gera hið mikla land sér undirgefið með öllu. Eg er eins og þér vitið 'bóndi, og eg hefi því hlotið að ! taka eftir því, að hér er frjósöm mold á ákaflega víðlendum svæð- um, þar sem hægt er að hafa | geysilega framleiðslu á land- | búnaðarafurðum, sérstaklega í þeim sveitum þar sem hægt er að breyta sauðfjárbúskapnum í kúabúskap. Þá virðist skóg- ræktin geta átt framtíð, sem al- menningur á f slandi enn ekki sér að fullu. Það má vera, að það sé eitt mest aðkallandi viðfangs- efni fyrir ísland að halda áfram viðleitninni til þess að koma skógræktinni á fót hér aftur. — Tilraunirnar í Hallormsstaða- skógi virðast til dæmis lofa á- kaflega góðu. — Hér munuð þér geta úr flokki talað, því er það ekki rétt sem mig minnir, að undir Knuth- enborg liggi miklir skógar og þar með eikiskógar, sem kváðu vera orðnir fátíðir í Danmörku? Jú, það er rétt, skóglendið er eitthvað 1200 ha. sem undir að- - NAFNSPJÖLD - — Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni 6 skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 154 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrceOingur 702 Coníederatlon Ufe Bld*. Talsíml 97 024 Otfici Phons Res. Phonx 87 293 -2 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINO Ornci Hours: 12 - 1 4 F.M. - 6 P.M. SND BT APPOINTMXNT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLBNZKIR LÖGFRÆÐINOAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Glmli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuðl. Dr. S. J. Johannesion 218 Sherbura Street Talefml 30 877 VlBtalstimi kl. 3—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkd&mar Lætur úti meðöl < vtðlögum VHtalstfmar kl. 2—4 «. k. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 g6B Vlctor St. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Inturance and Financial Agente Siml: 94 221 600 PARI8 BLDQ.—Wlnnlpeg A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestL — Enníremur selur hann ailskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: »6 607 WINNIPBO Gunnar Erlendsson Planokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Siml 89 635 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watches Marriage Licensea Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bælnn. Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Freeh Cut Flowers Dally Plants ln Season We specialize in Wedding- 4 Concert Bouquets & Funer&l Designs lcelandlc spoken albólið liggur, og nú á þessum kreppuárum dansks landbúnað- ar, er skógræktin fult eins af- rakstursmikil eins og landbún- aðurinn. — Hvað var tilefnið til þess að þér fóruð að koma aftur? Mér fellur landið, og eg hefi í hyggju að skrifa bók um ísland þegar eg kem heim, en til þess þurfti eg að reyna að kynnast landinu betur. Eg vildi með henni vekja áhuga í Danmörku fyrir fslandi og reyna að koma 1 því til leiðar, að sem flestir Dan- ir kæmu hingað sjálfir og kynt- ust landi og þjóð. Nú, svo hefi eg verið að læra íslenzku. — Þó eg hafi sízt á móti því, að erlendir menn læri tungu vora, er það þó ekki fullmikið erfiði miðað við það gagn, sem erlendur maður getur af því haft? íslenzkar bókmentir fyr og síðar finnast mér satt að segja vera það merkilegar, að vel sé leggjandi það á sig, að læra ís- lenzku til þess að geta lesið þær á frummálinu. En eg held að það sé misskilningur hjá yður, að slíkt nám geti ekki komið Norðurlandabúum að hagrænu hjaldi. Norðurlandamálin eru hröðum skrefum að fjarlægjast hvert annað, svo að það er ekki nema tímaspursmál hvenær Norðurlandamenn hætta að skilja hvorir aðra. Af því leiðir ekki, og má ekki leiða, að þjóð- irnar vilji ekki ganga samsíða eftir sem áður. En þá verður nauðsynlegt að koma upp nokk- urskonar ríkismáli fyrir öll lönd- in, ekki svo að skilja að fólkið fari að leggja niður sín móður- mál, heldur að þetta mál verði miðill milli allra þjóðanna. Það lægi auðvitað beinast við að nota sænsku, því hana tala flestir að móðurmáli, en það mundi skapa Svíþjóð slíkt aðstöðuhagræði MARGARET DALMAN TEÁCHER OF PIANO 054 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 212 Curry Bldg. Offce 96 210 Res. 28 086 móts við hinar þjóðirnar, að það getur ekki komið til greina. — Hinsvegar væri íslenzkan tilval- in. Það veitti auðvitað fslending- um aðstöðuhagræði, en aldrei svo að það gæti bagað neinn. — Og ef þér svo vilduð segja nokkur orð um samband fs- lands og Danmerkur. Mér virðist sambandið vera góður grundvöllur undir sam- vinnu með fullu gagnkvæmu jafnrétti, og af því að við Norð- urlandamenn éfalaust erum hver upp á annan komnir bæði menn- ingarlega og fjárhagslega, þá vildi eg óska að upp af þeim lagalega grundvelli, sem við byggjum á megi spretta meiri persónuleg kynning milli fslend- inga og Dana en nú ríkir. Sér- staklega gæti eg hugsað mér að það mundi víkka sjóndeildar- hringinn hjá æskulýðnum í báð- um löndum, ef hann fengi færi á því að kynnast hinu landinu, helst með því að vinna þar eða nema. — Ætlið þér að heimsækja landið aftur, herra greifi? Já, eg vona að ekki verði þess langt að bíða. Þar með kvaddi Vísh? greif- ann og óskaði honum góðrar ferðar.—Vísir, 4. okt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.