Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK m Good Anytime In the 2-Glass Bottle 5° iitol** LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. OKTÓBER 1938 NÚMER 4. HELZTU FRETTIR íslenzkt útvarp 1. desember Það hefir nú verið ákveðið, að ávörpum og söng verði út- varpað frá CJRC útvarpsstöð- inni í WinnipeS' á fullveldisdag íslands, 1. desember n. k. Skrá yfir það sem fram fer, verður birt síðar, en þessa er nú hér getið til þess, að landar heima, sem langaði til að hlýða á þetta útvarp, viti um það í tíma. Út- varpið stendur yfir hálfa klukku- stund, frá 17.00 til 17.30 í Win- nipeg, en það verður klukkan 10.00 til 10.30 að kvöldi heima á íslandi. Bylgju lengdin er sem hér segir: Long Wave CJRC Winnipeg, 610 kilocycles CJRM Regina, 540 kilocycles CJGX Yorkton, 1390 kilocycles Short Wave CJRO Winnipeg, 6150 kilocycles CJRX Winnipeg 11720 kilocycles Þetta eru bylgjulengdirnar, sem íslendingar bæði hér vestra og heima ættu að reyna til þess að ná í útvarpið, frá þeirri stöð- inni, sem næst er. Ef útvarps fslands gæti greitt fyrir því, að landar heima nytu þessa útvarps, með endurút- varpi, væri það ákjósanlegt. CJRC útvarpsstöðin í Winni- peg hefir fyrir kunningsskap eins íslendings hér vestra, sýnt íslendingum þá góðvild, að út- varpa þessari dagskrá endur- gjaldslaust. Kína gef st upp Japanir voru í gærkvöldi komnir í útjaðra Hankow-borg- ar, bráðabirgða stjórnarseturs- ins og Kínverjar voru að flýja úr borginni, með það litla sem þeir gátu með sér tekið. Eldar brenna um alla borgina sumpart af sprengingum Japana, en sumpart af völdum Kínverja, er kveiktu sjálfir í húsunum um leið og þeir hurfu þaðan. Yfirhershöfðinginn, Chiang Kai-Shek er sagt að flogið hefði burtu úr borginni og flúið á þriðj udagsnóttina. Norður af Hankow er haldið að Japanir hafi einangrað alt að því 30 hersveitir af Kínverjum, er örlaga sinna og ef til vill aldurtilastundar bíða þar. Um síðustu helgi tóku Japanir borgina Canton í Suður-Kína. Flúðu Kínverjar þaðan einnig. Urðu þessir sigrar Japana með svo skjótum hætti, að um litla vörn virðist hafa verið að ræða. Enda hefir hún aldreí verið leik- ur fyrir Kínverjum, með ekki meiri vopna-útbúnað en þeir höfðu. Það má segja að þar berðist maðurinn á móti vélinni. Stríði þessu er þá sama sem lokið, með einum stórfeldasta landvinningi, sem veraldarsagan getur um — fyrir Japani. — Landið sem þeir hafa unnið er 3,806,051 fermílur að stærð með 428 miljón íbúum. Samkoma barnaheimilisins að i/nausum Forstöðunefnd Barnaheimilis- ins að Hnausum er að undirbúa samkomu til arðs fyrir heimil- ið, er haldin verður í kirkju Sambandssafnaðar, þriðjudags- kveldið 8. nóv. n. k. Fjölbreytt skemtiskrá, nánar auglýst síðar. STRÍÐ HEFÐI VERIÐ SIÐFERÐISLEGUR GLÆPUR, segir J. T. Thorson Mr. J. T. Thorson, K. C. sem nýkominn er heim frá Ev- rópu, en þar var hann á Þjóða- bandalagsfundi, sem fulltrúi frá Canada, flutti erindi í Manitoba- háskóla s. 1. föstudagskvöld. — Var efni erindis hans um vanda- mál Evrópu. > Að Bretland og Frakkland hefðu gert það rétt- asta eins og á stóð með að aftra stríði út af Tékkóslóvakíu- málunum, taldi hann engan efa á. Færði hann þá ástæðu fyrir því, að Tékkóslóvakía hefði aldrei orðið varin í stríði, hún hefði hlotið að falla og verða Þýzkalandi að bráð. Bretar og Frakkar hefðu ekki komið vörn þar við; þeir hefðu ekki komist þangað. Frakkar hefðu frá skotgröfum sínum getað gert á- rásir á bæi og borgir í Þýzka- landi, sem hrósvert gæti ekki talist, en Bretar hefðu komið flota sínum fyrir á Norðursjón- um og hvar annar staðar, sem við var komið til að kvía Þýzka- land inni, en hefðu svo'setið og beðið átekta. Um Holland eða Belgíu hefðu þeir ekki farið að sækja Þýzkaland heim. Af því hefði og leitt margra ára sveltu- hernað eða stríð. En Tékkósló- vakíu hefði ekki verið með því borgið; hún hef ði hlotið að f alla. Ástæðan fyrir alheimsstríði út af Tékkóslóvakíu hefði í raun og veru verið svo lítil, að hann sæi ekki hvernig hefði orðið hægt að nota hana til að biðja Can- ada t. d. um þátttöku í því al- heimsstríði. Landið var dauða- dæmt með stríði eins og án þess, hvenær sem Hitler gerði alvöru úr því, að leggja það undir Þýzkaland. Af þessum ástæðum kvaðst Mr. Thorson óhikað lýsa því yfir að hann væri samþykkur því, sem Mr. Chamberlain hefði gert til þess að afstýra öðru margra ára veraldarstríði og líftjóninu og hörmungunum, sem það hefði haft í för með sér. % Aðal ókostinn við starf Þjóða- bandalagsins, kvað hann þann, að 19 grein laga þess hefði aldrei verið notuð eins og skyldi, en hún lyti að því að íhuga og end- urnýja samninga jafnharðan og úr gildi væru og að ráða 'fram úr málum sem síðar kæmu upp, eins og málið um minnihluta þjóðerna í ýmsum löndum, sem hlaut að verða áberandi er tím- ar liðu, eftir stofnun hinna mörgu nýju þjóðríkja í Evrópu eftir stríðið. í því telur Mr. Thorson sundrungina líggja, sem nú er svo rík í Evrópu. T. d. séu 40 miljónir Úkraníu- manna þjóðernislega í minni hluta í fjórum ríkjum Evrópu. Því vandamáli hefði Þjóðabanda- lagið ekkert reynt til að bæta úr. Og vegna þses að leysa úr þessum málum væri engin til- raun gerð, væri hann vonlítill um að friður héldist til lengdar í Evrópu. En spurningin sem hann samt sem áður sagði að ekki gæ^ti úr sínum huga farið væri þessi: Hvort að það væri óhjákvæmilegt að Þýzkaland eyðilegði eldri andstæðinga sína, eða þeir eyðilögðu Þýzkaland? Jafnvel það væri ekki lausn vandamála s Evrópu. En þá spurningu^ætlaði hann að skilja eftir hjá áheyrendum sínum til íhugunar. NOKKUR ORÐ UM HEIMr FLUTNING JÓNASAR HALLGRfMSSONAR Eftir Sig. ólason lögfræðing VIGLUNDUR DAVÍÐS- SON DÁINN Föstudaginn 21. október, and- aðist á sjúkrahúsi í Winnipeg, Víglundur Davíðsson, bygginga- meistari, ekki fullra 53 ára. Með Víglundi er til moldar hniginn einn af vaskari yngri athafnamönnum í hópi Vestur- íslendinga. Undir eins og hann kemur vestur um haf 1903, byrj- ar hann húsasmíðar. Og eftir stuttan tíma er hann farinn að reka það starf á eigin spýtur og reisa fyrst vanaleg íbúðarhús, en síðar f jölhýsi. Hepnaðist hon- um það vel, þó allslaus byrjaði og átti nú víð lok stuttrar æfi talsverðar eignir. í viðmóti var Víglundur heit- inn hæSur, orðvar og hinn við- kynningarbezti. Hann var reglu- maður mesti og góður að treysta í hverju sem var. Hann var drengur hinn bezti, átti fjölda vina, en engan óvin. Víglundur var fæddur 10. nóv. 1885 í Reykjavík. Vestur um haf kom hann 1903; ári síðar komu foreldrar hans vestur og settust að í Winnipeg. Er nú móðir hans dáin, en faðir hans Andrés Davíðsson er á lífi og býr á Gimli. Systur átti hinn látni tvær: Mrs. Sigríði Þórar- insson og Mrs. Guðrúnu Sveins- son, báðar í Winnipeg. Útför Víglundar Davíðssonar fór fram í gær frá Fyrstu lút. kirkju. Hann var jarðaður í Riverside Mausoleum. Út af þessu erindi Mr. Thor- sons, birti blaðið Winnipeg Free Press grein á ritstjórnarsíðu og telur skoðanir Mr. Thorsons vafasamar, vegna þess að óvíst hefði verið að Hitler hefði ráðist á Tékkóslóvakíu, ef gömlu sam- herjarnir á móti Þýzkalandi í síðasta stríði, hefðu skýlaust sagt honum, að flan hans kost- aði alheims-stríð. Færir blaðið skoðanir tveggja barnaskóla kvenkennara fyrir því, að þá hefði aldrei til stríðs komið. Það getur nú verið, að kvenkennarar þessir viti meira en Chamber- lain eða Daladier um fyrirætlan- ir Hitlers og skilji sálarlíf hans betur, en blaðið verður að fyrir- gefa, þó aðrir kunni að hafa aðra skoðun á því en það, eða ritstjórar þess. Og það eitt er víst, að Mr. Thorson hefir kast- að meira ljósi á þetta mál með þessu eina erindi, en Free Press hefir gert með öllu sem það hefir skrifað. Bókhlaða Skagfirðinga á Sauðarkróki Mr. og Mrs. Bennie Goodman frá Árborg, tvö börn þeirra og Miss Rannveig Jónasson frá Ár- borg, Man., voru stödd í bænum um síðustu helgi. Uppskeru sagði Mr. Goodman hafa verið í góðu meðallagi, en flokkun hveitisins laka, mikið númer 3 og 4. Hvarvetna meðal siðaðra þjóða, er minning hinna mæt- ustu manna, svo sem öndvegis- manna á sviðum stjórnmála og andlegs lífs, í heiðri haldin með margvíslegu móti. Meðal ann- ars þykir sjálfsagt, að búa vel og virðulega um legstaði slíkra manna, og setja þeim minnis- varða, sem ytra tákn virðingar og þakklætis þeirra kynslóða, sem eftir lifa. Vafalaust stöndum við fs- lendingar nokkuð að baki öðrum þjóðum í þessum efnum. Veldur því sumpart efnaleysi og sum- part tómlæti og ræktarleysi við ménn og mentir hins liðna tíma. Enda þótt segja megi, að meir sé um það vert, hversu búið sé að ágætismönnum þjóðarinnar, meðan þeir eru lífs, þá er hitt þó ekki allskostar lítilsvert atriði, hvernig þjóðin varðveitir minningu slíkra manna að þeim íátnum. Jónas Hallgrímsson er einn þeirra manna hins liðna tíma, sem íslenzk þjóð virðir og dáir mest, og mjög að vonum. Er okkur íslendingum þess vegna bæði ljúft og skylt, að sýna minningu hans allan þann sóma, sem framast eru tök á. Við höf- um að vísu reist skáldinu myndastyttu á aldarafmæli þess. Það hefði verið spor í rétta átt," ef betur hefði tekist. En bæði er það, að stórmikil mistök hafa þar a orðið, og svo hitt, sem sízt má vansalaust teljast, að ekkert hefir verið gert til þess að varðveita gröf skáldsins frá gleymsku og niðurníðslu, né at- hugaðir möguleikar þess, að fá jarðneskar leifar þess fluttar heim til fslands. Virðist það ekki vonum fyrr, að vakið sé opinberlega máls á því, hvort og hvernig megi bæta fyrir glöp þau, sem á hafa orðið í þessum efnum. Eins og menn vita, dó Jónas úti í Kaupmannahöfn árið 1845 og var jarðsettur, án viðhafnar, í svokölluðum Assistentskrikju- garði. Enginn legsteinn eða merki var sett á gröf hans. — Hvorki af íslendinga hálfu né annara hefir nokkru sinni verið gert hið allra minst til þess, að hlúa að leiði hans eða varðveita það frá gleymsku. Margir munu og hafa litið svo á, á síðari ár- um, að leiðið væri með öllu týnt, og má vera að það hafi átt sinn þátt í tómlæti manna um þetta mál. Það má og í rauninni telj- ast tilviljun ein, að hægt er a< finna þann reit í kirkjugarðinum þar sem Jónas er grafinn, en slíkt er þó ekki unt nema með nákvæmri rannsókn. Aldrei hef- ir verið hlutast til um það að fs- lendinga hálfu, að fá leiðið frið- að fyrir ígreftri, sem a. m. k. tvisvar hefir átt sér stað, hvað þá heldur að lögð hafi verið drög að því, að fá leiðið "keypt" og láta búa um það og auðkenna. Þetta hefði þó, að því er virð- ist, legið beint við í það mund, er Studentaf élagið hóf undirbún- ing að aldarafmæli skáldsins. Þá má ætla, að auðvelt hefði verið að fá leiðið keypt, áður en síðast var grafið í það, en það mun hafa verið árið 1898. Nú hafa aðstandendur þess, sem síðast var grafinn í leiðið, fengið rétt á því um langt árabil, og er því stórum erfiðara um vik nú að fá leiðið til umráða. Þrátt fyrir Frh. á 5. bls. Bókhlaðan Fyrir nokkrum dögum barst "Hkr." bréf frá séra Helga Kon- ráðssyni á Sauðárkróki, úm sýslubókasafn og bókhlöðu Skag- firðinga. Hafa þeir komið upp á skömmum tíma, mjög mynd- arlegu húsi, eins og myndin hér að ofan sýnir, er þeir hugsa sér að geti orðið mð tímanum eins- konar fræðistöð fyrir sýsluna. Er mikil vakning fyrir allskonar framförum nú í sýslunni og er tími til kominn, því um langt skeið hefir Skagafjörður verið fremur á eftir öðrum héröðum landsins í verklegum efnum. En nú er þessu breytt, og er nú hvert framfarasporið stigið af öðru. Góðir akvegir eru komnir um sýsluna, nýjar brýr yfir Hér- aðsvötnin á tveimur stöðum, og yfir Norðurá upp af Kotum. Bæir hafa verið bygðir í nýjum stíl og jarðabætur gerðar að mun. Þá hefir Sauðárkrókur vaxið hraðförum. Þar er nú komin hafnarbryggja, svo hægt er að lenda stærri skipum við hana, í stað þess að áður varð að róa farþegum og flutningi í land. Þá er þar sett á stofn mjólkurbú til nota fyrir mið- sýsluna beggja ,megin vatna, bræðslustöð o. fl. Þrjú stór mál hafa Skagfirð- ingar nú með höndum sem, ef þau komast í framkvæmd verða til þess að glæða og skapa dug og menningu innan héraðsins. Fyrsta og stærsta fyrirtækið er almennur samkomustaður, ungmennaskóli, íþróttavöllur og sundlaug sem verið er að reisa í Reykjarhólslandi fram við aðal þjóðveginn, og nefnist Varma- hlíð. Þar verður og líka sumar gististaður fyrir ferðamenn. — Allar byggingar verð/a hinar vönduðustu og hitaðar með hveravatni. Er búist við að um það að verki þessu er lokið verði stöðvar þessar hinar fullkomn- ustu á öllu landinu. Sýslunefnd- in sem fyrir þessu stendur á við mikla fjárhagsörðugleika að stríða og myndi þakksamlega þiggja hjálp frá Skagfirðingum hér í álfu, er skyldast væri, að veita þessu fyrirtæki einhvern stuðning. Annað fyrirtækið er að safna sögum og sögnum, myndum og málverkum er snerta héraðið og héraðsbúa, að fornu og nýju og semja upp úr því sögu Skaga- f jarðar. Hefir verið gefin bend- ing um það hingð vestur að hér myndi mega safna ýmsu af þessu tæi, einkum myndum og æfiágripum þeirra er hingað hafa flutt, og getið hafa sér góðan orðstír, fyrir listfengi, fræðimensku, dugnað og dreng- skap. Þriðja fyrirtækið er bókhlaðan og safnið sem að framan getur. óskar séra Helgi eftir því í bréf- §nu, að Skagfirðingar hér í landi, vildu styrkja safn þetta með bókagjöfum, og þá einkum þeim er "þryktar" voru á Hól- um í Hjaltadal. Er þar helzt að telja biblíuna, Grallarann, Sálmabækur, íslendingasögur o. s. frv. Annars skýrir bréfið þessa hugmynd bezt, sem vakir fyrir með bókhlöðuna; er með leyfi höfundarins er birt hér í þessu sambandi: Sauðárkróki, 18. sept. 1938 Séra Rögnvaldur Pétursson. Eg vil byrja bréf þetta, sem eg hefi lengi ætlað mér að skrifa yður, með því að þakka yður fyr- ir síðast.-----------En svo er er- indi bréfsins annað. Eg hefi tek- ið að mér umsjón með bókasafni Skagfirðinga hér á Sauðárkróki og um þau efni langaði mig til að tala við yður, og helzt að biðja yður svo að skrifa um þessi mál í Heimskringlu, og læt eg í því skyni fylgja hér með nokkra punkta, sem mætti nota. En umfram alt látið þér fylgja nokkur orð frá eigin brjósti. Það er skömm að segja frá því, hve lítið við eigum af bók- um þeim, sem gefnar hafa verið út á íslenzku vestan hafs eða eftir Vestur-íslendinga. Þær eru sárafáar. Auðvitað höfum við hug á að safna þeim éins og öðru. En eg hefi ekki rekist á neina skrá yfir þær. Er hún ef til vill engin til? Til hvers ætti helzt að snúa sér um bókakaup vestra? Er hægt að fá bækur á fornsölu? Og með hvaða kjörum? Mér þætti fjarska vænt um að komast í samband við einhvern góðan bóksala íslenzkra bóka. Og í trausti þess vona eg að þér gefið mér dálitlar upp- lýsingar um bækur vestra. Annað langaði mig einnig til að tala um. Eg veit að margir fóru með gamlar bækur með sér vestur, guðsorðabækur o. fl. .Eg hefi stundum verið að velta því fyrir mér, hvað verði um þess- ar bækur, þegar gamla fólkið deyr og enginn kann ef til vill að lesa þær og hefir engan áhuga fyrir þeim,. Lenda þær í lík- kistum gamla fólksins eða eru þær notaðar í uppkveikju? — Hvorttveggja er alþekt hér heima. Haldið þér, að nokkru væri hægt að safna saman af þessum gömlu skræðum þar vestra, Hólabókum, .Skálholtsbókum, o. s. frv., og svo bókum frá síðustu öld, rímum og þesshátar? Eg er aðallega að hugsa um það sem ananrs yrði eyðilagt. Þær bækur, sem fólk hefir gaman af Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.