Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSK.RINGLA tniminimiummuittiHnmniiimiiimnnninnninnmnniiaaniHiniinninnnnnmtmHiiniiniiuiiiHiimniiii^ itnumsknn^la (StofnuB 1886) Kemur út á hverjum miSvikudeoi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Saroent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyriríram. AUar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD._________ 311 vlðskífta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: K-nager THE VIKING PRESS LTD 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnípeg “Heimskrlngla” ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 653-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 iiiiiiiuuuiiiiuiiiuiiiuiiiiiuitiiiiiaiiiuíiiuiuiiiiiHmiuiiiiitiimuiiiiiiiiiiiiHumuuuuiLiiuuiiiuumiiiiimiiiuiun^ WINNIPEG, 30. NÓV. 1938 FULLVELDIÐ 20 ÁRA Á morgun eru 20 ár frá því ísland var viðurkent fullvalda ríki. Sambandslög íslands og Danmerkur, sem að þessu lúta, öðluðust gildi 1. des. 1918. Vöktu þau úrslit stjórnarskrármáls- ins fögnuð um land alt. “Var það dýrð- leg og hátíðleg stund, er ríkisfáni vor var dreginn á stöng í stjórnarráðinu”, skrifar prófessor Ágúst H. Bjarnason í rit sitt, Iðunn, um þetta frá þeim tíma. Má full- yrða að dagurinn hafi síðan verið dýrðleg og hátíðleg minning í hugum ^slenzku þjóðarinnar og fslendinga hvar í heimi sem eru. Fullveldisdagurinn snertir viðkvæman streng í hjörtum fslendinga. Baráttan fyrir frelsinu var orðin löng. Með Gamla Sáttmála gengu íslendingar fyrst á hönd Noregs konungi 1262 og glötuðu með því stjórnarfarslegu sjálfstæði sínu, þótt full- veldisins væri ennþá gætt — á pappírnum. En með því hefst raunasaga þjóðarinnar og sú mikla hnignun, sem átti sér stað öld eftir öld alt fram undir lok 18. aldar og jafnvel lengur. En ef lög Gamla Sáttmála hefðu aldrei verið brotin á landsmönnum, hefði þó ekki eins illa farið og fór. Sá sáttmáli var aðeins gerður við Noregs konung; íslend- ingar gengu honum á hönd, en ekki Noregs ríki. Enginn Norðmaður annar en kon- ungur hefir þar neitt yfir íslendingum að segja. Með Gamla Sáttmála verður breyt- ingin á stjórnarskipuninni ekki önnur en sú, að konungur fær það vald, sem goðarn- ir áður höfðu, hann verður einskonar alls- herjargoði. En íslendingar fóru sjálfir með löggjafar- og dómsvaldið eftir sem áður, eftir samningnum. En eftir þessu var þó ekkert farið. Hver lögbókin var samin af annari, og samþyktar fyrir harð- fylgi erindreka konungs, sem voru lög- menn; því sem bændur mótmæltu í þeim, var með atbeina klerkavaldsins samþykt. í þessum lögbókum var farið fram á skatta og kvaðir, sem landsmenn áður dreymdi ekki um. Og svo fór brátt, að lögmennirnir réðu öllu, höfðu bæði tögl og hagldir á dómsvaldinu og löggjafarvald- inu. Og fyrir aðstoð sína við konunginn, heimtaði páfavaldið æ meira og meira. Reitti það eignir og jarðir af bændum til kirkjunnar, en lögmennirnir fyrir konung- inn og gerðu hvorir tveggju vel. Um alda- mótin 1400, þegar allir Noregs konungar, sem afkomendur voru Haralds hárfagra voru úr sögunni og ísland var komið með Noregi í hendur Margrétar Valdimars- dóttur, Danadrotningar (1388), var kon- ungsvaldið fyllilega búið að festa rætur á íslandi og kirkjuvaldið einnig að ná föst- um tökum á þjóðinni. Efnahag manna og ytri velgegni hafði stórhnignað, verzl- unin var algerlega komin úr höndum ís- lendinga og sjálfstætt andlegt líf að heita má liðið undir lok. Fornt frelsi, söguritun og bókmenning er alt horfið. Og þessu heldur áfram fram á 19. öld. Þá rauna- sögu skal hér þó ekki rekja. íslendingar kenna jafnan Norðmanna- og DanaKonungum um þessar ófarir allar. Það er satt, að þeir áttu mikinn þátt í þeim. En íslendingar máttu líka að nokkru sjálfum sér um kenna. Landið tapar stjórnarfarslegu sjálfstæði sínu fyrst eflaust að nokkru leyti vegna af- leiðinga Sturlunga-aldarinnar. Og fyrst eftir það, stendur þjóðin einnig illa á verði til að vernda réttindi þau, er henni voru áskilin í Gamla Sáttmála. Olli því inn- byrðis sundrung landsmanna. Þegar þeir síðar eru búnir að kenna á þessu og fara að verða samtaka, sýna þeir oft þann dug og djörfung í viðureigninni við ofureflið, sem þeir áttu við að etja, að þess munu fá dæmi í frelsisbaráttu nokkurrar þjóðar. En það var þá um seinan. Aðstaðan var breytt. Enda liðu aldir áður en þráðum sigri varð náð. En það sem ávalt verður þó talið mikils- vert og aðdáunarvert, er seigja þjóðar- innar, að varðveita gegnum allar þreng- ingar og þjáningar sínar svo öldum skiftir tungu sína, menningu og þjóðerni. Það var ekki síður það, en söguleg og lagaleg réttindi, sem góða ástæðu gáfu henni til. að bera fram sjálfstæðiskröfur sínar þeg- ar þeir meninngartímar runnu upp, að þjóðhöfðingjar hlýddu á og tóku eins sanngjarnar kröfur smærri þjóða til geina og hér var um að ræða. Og það má ríkis- stjórn Dana eiga, að frá dögum Kristjáns IX. og alt til þessa dags, hefir hún leitast við að verða við kröfum íslendinga langt fram yfir það, sem vænta hefði mátt af nokkurri annari þjóð, að Svíum einum undanskildum. Svo miklu heilbrigðari teljum vér menningu þessara nágranna- ríkja og sannari, en flestra annara þjóða. En þó fslendingum sé á fullveldisdegi sínum þakklæti í huga til Dana fyrir þeirra góðu framkomu í frelsismáii þeirra á síðari árum, eru þeir eigi síður minnugir þeirra manna af sinni þjóð, er sjálfstæðinu hafa rutt brautina, eins og, þjóðhetjunni Jóni Sigurðssyni, fyrst og fremst, er sannaði Dö.num svo að ekki var hrakið, bæði sögulegan og þjóðlegan rétt fslendinga til stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Sögulegi rétturinn fólst í því, að þegar Danakonungur lýsti yfir að hann afsalaði sér einveldinu 1848 og vildi veita þegnum sínum hlutdeild í löggjöf og stjórn, þá yrðu kröfur íslendinga þær að þeir fengju aftur í hendur öll þau landsrétt- indi, er þeir hefðu áskilið sér í Gamla sáttmála, þá er þeir gengu á höhd Noregs konungi. En á umliðnum öldum hafði engin lagaleg breyting verið á þessu gerð er í veginúm gæti staðið. Þjóðlegi rétt- urinn bygðist á viðhaldi þjóðernisins og tungunnar. Fyrsti árangurinn af þessu, var stjórnarskráin 1874, og svo brátt breytingarnar við hana, heimastjórnin 1904, og fullveldislögin 1918, svo á stærstu steinunum sé aðeins stiklað. Auðvitað hafa hér aðrir bygt ofan á undirstöðuna sem Jón Sigurðsson lagði og ber þjóðinni einnig að vera minnug verks þeirra manna. En hvað er svo um þennan síðasta á- fanga, sem nJáð var 1918, í frelsisbaráttu fslendinga? í hverju er sambandslaga- gerðin fólgin, er þá var sæzt á? Tildrögin til þess að á samningsgerð var á ný byrjað, var að líkindum sú, að Kristján X. Danakonungur, hafði neitað íslendingum um siglingar-fána 14. nóv. 1917, og gerði þá grein fyrir synjuninni, að hann gæti ekki fallist á þá beiðni ís- lenzku stjórnarinnar, nema að jafnframt lægju fyrir lög í víðtækari skilningi um réttarsamband íslands og Danmrekur. — Mun því þáverandi forsætisráðherra ís- lands, Jón Magnússon, hafa leitað hóf- anna hjá Dönum um að senda nefnd til Reykjavíkur til samningsgerðar. Var það mál samþykt af hálfu þings Dana vorið 1918. Og um mánaðarmótin júní og jú!í komu nefndarmennirnir dönsku til Reykja- víkur. Kjöri Alþingi af sinni hálfu til samningsgerðarinnar Jóhannes Jóhannes- son, bæjarfógeta, forseta sameinaðs al- þingis, próf. Einar Arnórsson, Bjarna Jónsson frá Vogi og Þorstein Þorsteins- .son. En dönsku nefndarmennimir voru C. Hage ráðherra, I. C. Christensen, F. J. Borgbjerg og próf. Erik Arup. Sambandslaganefndin settist svo á rök- stóla í háskóla íslands 1. júlí. 18. júlí hafði hún lokið starfi sínu og undirskrif- að fullveldissamninginn. Við nefndarstarfið kom brátt í ljós, að samningar gætu ekki tekist á öðrum grundvelli en þeim^að ísland yrði viður- kent fullvalda ríki í konungssambandi einu við Danmörku. Og það er aðalefni samn- ingsins sem gerður var, í bráðina til 25 ára, en að þeim liðnum getur fsland sagt kon- ungssambandinu einnig slitið, ef því sýn- ist. Úrslitin um það verða ljós 1943. Tvent var það sem dönsku samnings- mennirnir vildu ekki gefa eftir, annað var jafnrétti borgaranna, en hitt réttur Dana og Færeyinga til fiskiveiða við ísland meðan kosungssambandinu væri ekki slit- ið. Og hvað gera svo íslendingar 1943? ^0 allir séu ekki á einu máli um að það bæti aðstöðu íslands, að segja konungssam- bandinu slitið, er næsta líklegt, að stefn- unni verði haldið í sömu átt og áður, að algeru fullveldi; hinar miklu framfarir síðari ára á íslandi, eða síðan viðurkenn- ingin fékst fyrir fullveldinu, mælir drjúgt með því og eyðir öllum mótbárum eða efa um að þjóðin sé fær um að stjórna sér sjálf. í íslandssögu Jóns Aðils segir um Jón Sigurðsson: “Æfidegi sínum varði hann til þess verks, er bezt er og fegurst, en það er að leysa þjóð sína úr læðingi og ávinna henni frelsi.” f þessum orðum virðist oss hugsjón fullveldisdagsins birtast í sinni sönnustu mynd — eða með öðrum orðum sál íslenzkrar þjóðar. í sambandi við þau hátíðahöld sem fram fara á þessum merkisdegi þjóðarinn- ar í ár, bæði austan hafs og vestan, hefir verið ákveðið, að heimaþjóðin og Vestur- fslendingar skiftist á kveðjum í útvarpinu. Athöfn þessi hefst í Winnipeg klukkan 5 síðdegis (1. des.) og varir í hálftíma. Sam- stundis og henni lýkur, hefst útvarp frá fsalndi og stendur það yfir í 10 mínútur. Er ráð fyrir því gert, að forsætisráðherra íslands ávarpi Vestur-íslendinga og þjóð- söngur íslands verði sunginn. Þetta er nýlunda að þjóðbræðurnir beggja megin Atlanzála hafi á fullveldisdegi íslands tækifæri til að skiftast á kveðjum. Er óhætt að fullyrða, að Vestur-íslendingum sé það meira ánægjuefni en nokkuð annað, að höndum er þannig tekið saman yfir hafið. Tuttugu ár eru liðin, síðan viðurkenn- ingin um fullveldi íslands var veitt. Þau tuttugu ár eru svo auðug af afrekum, sem vott bera um gróandi þjóðlíf, að til fram- tíðarinnar hefir aldrei verið bjartara að líta en nú. Og að á hamingju íslenzkrar þjóðar skyggi aldrei neitt er ósk Vestur- fslendinga á fullveldisdegi íslands. MAGNÚS MARKÚSSON 1858—27. nóv.—1938 Herra forseti, heiðursgestir og vinir! “Það mæli eg sem aðrir mæla”, segir forn orðskviður, mér er ánægja að því að vera hér staddur og taka þátt í vinarboði þessu, vera veitt tækifæri til að flytja gömlum Skagfirðingi árnaðaróskir við þessi tímamót í æfi hans. Heiðursgesturinn, Magnús Markússon stendur í kvöld við aldsurtakmark, sem alls ekki er algengt, þó víðar sé leitað en meðal okkar íslenzka fámennis hér í álfu. Með þessu á eg ekki við það, að nokkrir meðal vorra vesturfluttu samþjóðamanna hafi ekki náð þessum aldri, því það hafa þeir gert og sýnir það seiglu og þraut- seigju þjóðarinnar, heldur við það að árin hafa ekki eftirskilið hjá heiðursgestinum örkumlun andlega eða líkamlega, og að hann er enn sem ungur væri. Hefir þó stundum gefið á bátinn og gatan ekki ávalt verið greið. Léttlyndi hans, bjart- sýni, hin örugga trú hans á lífinu, hafa fleytt honum yfir brim og boða. Hann stendur teinréttum fótum, lítur glaður til þess sem að baki er, og þess sem fram- undan bíður. Lífið er honum nautn, yndisleg saga. Hann fagnar með allri til- verunni yfir því að vera til. Mér kemur í hug, er eg hugsa til heið- urs gestsins, vísuhelmingur, úr kvæði sem séra Valdimar Briem kvað til Páls sagn- fræðings Melsteðs níræðs 1902. Hann getur æfi Páls og hins glaða viðhorfs hans, gagnvart öllu, og sjálfum gangi mannkynssögunnar, og segir: “Guð margar fagrar segir sögur Saga þín er ein af þeim.” Saga heiðursgestsins er fagnaðar saga og er því gott að vera hér, — fagna með ungu öldurmenni, óbeygðum í anda og huga. Lifi það viðhorf við æfinni og æfi- dögunum meðal vor allra, þá verður lífið unaðsríkur draumur. Ávalt að finna sér eitthvað til leiks 0g léttis, hlakka til morg- undagsins og rísa hress og endurnærður af svefni, eftir hverja myrka ofveðurs- nótt. Það hefir heiðursgesturinn gert. Það er rangt á litið, að það sé einvörð- ungu einstaklingnum að þakka ef hann nær háum aldri og heldur öllum sínum kröftum. Honum er það að miklu leyti að þakka; hann hefir haldið sér vakandi, hann hefir lifáð heilbrigðu og starfsömu lífi, hann hefir lagt rækt við skaplyndi sitt, hann hefir tamið sér að líta björtum augum á lífið og ekki eytt kröftum sín.um í víli og örvinglan. En þetta er líka ætt einstaklingsins að þakka; hann hefir tekið að erfðum frá ættmönnum sínum, þá eig- inleika það viðhorf, sem hrundið hefir frá sér, öllum þeim óvættum sem leggja oft, - of oft, — góða hæfileika í gröfjna. Þessa eiginleika hefir Magnús tekið að erfðum, en hann hefir farið ve! með þær erfðir og eg vil halda ávaxtað þær. Eg vil segja yður svolítið frá ættmönnum heiðurs- gestsins. Föðurbróðir hans, sem hann er heitinn eftir, Magnús Árnason í Utanverðunesi í Hegranesi varð einn með elztu mönnum í Skagafirði, og hann var einn með góðgerðasömustu og glaðværustu mönnum þeirrar tíðar. Bær hans stóð í þjóð- braut, ef svo mætti að orði kom- ast, við aðal ferjustaðinn, við vesturós Héraðsvatna. Á nóttu og degi var sífeldur straumur gesta að Nesi. Enginn kom þang- að hryggur eða glaður, svo að ekki færi hann þaðan glaðari og hressari í bragði. Magnús hafði ávalt einhver ráð með að leysa úr vandræðum manna. Enga erfiðleika lét hann buga sig, og er hann enn í minnum hafður meðal eldri Skagfirðinga austan hafs og vestan. Finnið þér ekki skyldleikann milli þessara frænda og nafna, gleðina, léttleikann, hluttekn- ingasemina og kvíðaleysið yfir lífinu? Engir þeir sem kynst hafa heiðursgestinum munu honum annað bera, en að hann hafi ávalt reynst raungóður og ósérhlífinn og kosið heldur að reisa á fætur en fella þann sem umkomulítill var. Eg segi yður satt, að okkar ísenzka mannlíf hér í þessum bæ, hefir orðið svip- hýrra og ánægjulegra, fyrir það að Magn. Markússon nam sér hér • bólfestu, og lagði á sig marg- háttuð félagsstörf lengi framan af árum. Hann hefir nú búið hér í rúma hálfa öld og mun öllum koma saman um það að yfir öll þessi ár, hafi ávalt verið Iyfting og léttleiki í öllum heils- unum hans^og kveðjum til þús- undanna mörgu sem hann hefir hitt, gengið með, eða rætt við, á götunni. Kvíða eða áhyggju- málum sínum hefir hann aldrei haldið að samferðamönnunum eða gert þau að umtalsefni á göngunni. Heimili hans stóð opið gestum og gangandi. Hann bjó í einskonar Utanverðunesi, með- an hann réði húsum sjálfur. í móðurætt á hann líka til glaðværra og ókvartsárra manna að telja, hinnar svonefndu Djúpadalsættar. Þar hefir og fólk orðið langlíft, ömmur, frænkur og móðir komist á tí- unda tug. En sumir þeirra frænda hans, voru útsjónar og hagsýnismenn meiri, en heiðurs- gesturinn, og hefir hann ein- hvernveginn verið staddur utan- garðs — líklega við að yrkja — þegar þeim eiginlegleika var skift. Enginn tók þó fram aðal- forföðurnum sem ættinn er kend við, Eiríki Magnússyni í Djúpa- dal. Sagan af viðskiftum háns og Skúla fógeta hefir oft verið sögð og nú síðari ár, verið notuð til mannlýsinga í pólitík. Eiríkur seldi Skúla nokkrar hryssur og fékk fyrir þær rúmstæði og aðra búshluti. En það var í samn- ingum að hver færði hinum það það sem hann seldi, og hirti þá hvor sitt. Er stefnudagur kom flutti Skúli húsmunina heim í Djúpadal en Eiríkur fór aftur með hryssurnar að Stóru Ökr- um. En er Eiríkur sneri heim aftur ókyrðust hryssurnar, brutu sig út úr réttinni og hlupu til' baka aftur svo Skúli réði ekki við. Misti hann þannig af hryssunum en Eiríkur hélt rúmstæðunum. Saga þessi var notuð sérstaklega gegn ein- um afkomanda Eiríks, Jóni heitnum Þorlákssyni forsætis- ráðherra. Kváðu andstæðingar hans, hinn íslenzki frjálslyndi flokkur, hann hafa leikið þetta bragð forföður síns, selt íslandi hryssur en fengið þær aftur, án endurgjalds. Eg gat þess að heiðursgestur- inn hefir ekki haft það orð á sér að hann væri sérstakur fjár- sýslumaður, heldur öllu heldur hið gagnstæða. Get eg þess til að honum hafi öllu fremur verið WINNIPEG, 30. NÓV. 1938 ■ ■ ■ , -S farið eins og séra ögmundi Sí- | vertsen á Útskólum, er orti þessa vísu um sjálfan sig, en Háeyrar Þorleifi er á öllu þótti ^ græða: iÞað er nú það sem að mér er | Eg óspart skilding farga En herrann vissi það hentast mér Að hafa þá ekki of marga. En á öðrum sviðum getur hann þó hafa verið jafn útsjón- arsamur, og forfeður hans. Eitt- jhvað rekur mig minni til að stjórnmálaflokkarnir, sem altaf eru boðnir og búnir til þess að jfrelsa landið, kvörtuðu um það hérna um árið, að þeir hefðu orðið fyrir hryssutjóni að ein- ;hverju leyti af völdum þessa jframsækna og fríska manns frá Djúpadal. Að minsta kosti urðu dilkarnir ójafnir er upp var dregið úr réttinni. Eg hefi gettð um glaðlyndi og bjartsýni heiSursgestsins. Hún er dýrmætasta eignin hans. Eg veit ekki hvort hann vildi skifta henni fyrir allmarga aura. En eg veit að þess myndum við ekki óska honum að hann yrði neyddur til þess að farga henni. Hún er, aðallega, auðkenni æsku- mannssálarinnar, sem honum hefir auðnast að varðveita um langa æfi, — já fram til þessa dags. Njóttu þeirrar góðu gjaf- ar og svo kveður þú, eins sæll, hinsta kvöldið, eins og þú hefir áður heilsað morgunsárinu. — Einn verði þess þó langt að bíða. Lifðu heill og glaður, langan aldur enn, í glöðu förnuneyti margra góðra vina. R. P. FÖGUR ÆFINTÝRI Eftir próf. Richard Beck Hulda: Fyrir miðja morg- unsól. Ellefu æfintýri. ísafoldarprentsmiðja, — Reykjavík, 1938. Þeir, sem unna fegurð í riti og lífinu sjálfu, munu taka þessum æfintýrum Huldu skáldkonu feginshendi, því að þau eru bæði hinn hugðnæmasti skáldskapur og jafnframt óslitinn lofsöngur íslenzkrar náttúrfegurðar. Mál- farið er einnig samboðið skáld- legri meðferð efnisins og göfugu lífshorfi skáldkonunnar, því að hún ritar óvenjulega hreint og fagurt íslenzkt mál, svo að ó- blandin unun er að lesa; það er enn sem fyrri “heilbrigt og laust við hið skrúfaða prj|ál”, og mættu ýmsir hinir yngri rithöf- undar vorir gjarna taka sér Huldu til fyrirmyndar í því efni. Auðug ímyndun skáldakon- unnar og djúp innsýn hennar njóta sín vel í þessum æfintýr- um, því að þar leyfist henni, að sjá gegnum holt og hæðir og gæða alt lífi og máli, En jafn- hliða því, sem æfintýrin gerast í drauma- og hugarheimi skáld- konunnar, hvíla þau, að öðrum þræði, á raunhæfum grundveili eigin reynslu hennar, minning- unum frá bernsku- og æskuár- um hennar í sveitinni menning- auðugu og hugþekku á Norður- landi. Þar tengdist hún landi sínu og þjóð þeim nánu og föstu böndum, sem þessi bók og önn- ur rit hennar bera órækast vitni. Einungis sá einn, sem nærst hefir og þroskast við móður- brjóst íslenzkrar dalabygðar, þar sem heitastar ástir hafa tek- ist með umhverfinu og íbúun- um, getur túlkað íslenzka nátt- úrudyrð og þjóðlega menningu eins fagurlega og hér er gert. Æfintýri þessi eru all fjöl- breytt að efni, því að hér segir frá mönnum og dýrum, huldum vættum og verum, árstíðunum og öðrum fyrirbrigðum náttúr- unnar. En löngum eru frásagn- irnar jafnhliða glöggar tákn- myndir mannlífsins sjálfs og ör- laga mannanna barna. Djúpstæð trú skáldkonunnar á sigurmátt hins góða í lífinu \ / .

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.