Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 30.11.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 30. NÓV. 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA VETRI FAGNAÐ Eftir Dr. Guðm. Finnbogason Eftirfarandi ræðu flutti dr. Guðm Finnbogason landsbóka- vörður fyrsta vetrardag s. 1. á skemtifundi Stúdentafélags Reykjavíkur,, sem haldinn var að Hótel Borg. 'C'ORMAÐUR Stúdentafélags- -*• ins bað mig að segja hér nokkur orð til að fagna vetri. — Það var svo sem auðheyrt á hon- um, að hann bjóst við því sem sjálfsögðu, að eg væri fús til að bjóða veturinn velkominn, eins og einhvern góðan gest, og segja eitthvað vinsamlegt um hann, því að ekki mundi það kallað að fagna einihverjum, að taka á móti honum með skömmum. "Það er nú reyndar ekki nýr siður að fagna vetri engu síður en sumri. Forfeður vorir gerðu það. “Þat var þá margra manna siðr at fagna vetri . . . . ok hafa þá veislur og vetrnáttablót”, segir í Gísla sögu Súrssonarð og í Ólafs sögu helga segir um Þrændi: “Þat var siðr þeirra at hafa blót á haust ok fagna þá vetri”. En hvers vegna á að fagna vetri? Ef hann er borinn saman við sumarið, þá er þar einhver mesti munur á, sem til verður nefnd- ur, sumarblíða og vetrarharka er eins ólíkt og ljós og myrkur og ef menn ættu að velja um eilíft sumar og eilífan vetur, þá yrðu þeir eflaust fáir, sem kysu sér eilífan vetur. Það skyldu þá vera þeir, sem hugsa eins og skáldið, sem kvað: Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng, en eg hæli vetrinum, því nóttin er löng. Hann hefir verið í ætt við drauginn, sem sagði: “Skemti- legt er myrkrið,” eða þá farið eitthvað sérstaklega vel um hann á nóttunni. Mér fyrir mitt leyti dettur ekki í hug að telja veturinn því- líkt fagnaðarefni sem sumarið. En þessi siður, að fagna vetri kann að eiga sér rætur í dýpri skilningi og lífsreynslu en í fljótu bragði virðist. Mennimir eru svo gerðir, að þeir una ekki til lengdar hinu sama, hve gott og fagurt og indælt sem það kann að vera. Þeim mundi leið- ast eilíft sumar og ekki kunna að meta það, ef þeir hefðu ekki veturinn til samanburðar. Mér dettur í hug hann dr. Jón Stef- ánsson. Hann var um tíma á eynni Mauritius austur í Ind- landshafi. Þar er mikil náttúru- fegurð og blíðviðri, en dr. Jón þráði mest af öllu íslenzkan blindbyl. Og svona er það um alla hluti. Aldrei er svo fögur kventíska í klæðaburði, að konur grípi ekki fegins hendi hve ljóta nýja tísku sem er, til þess að vera ekki lengur í samskonar búningi og áður, hve fagur sem hann var. Það virðist því svo, sem menn þurfi að hafa blítt og INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLD I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask........................-K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge...................-.....H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros..............................J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli....................................K. Kjernested Geysir.............................................Tím. Böðvarsson Glenboro.....................i............G. J. Oleson Hayland.............................Slg. B. Helgason Hecla..............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................John Kernested Innisfail........................... Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth................................ B. Eyjólfsson Leslie..............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville......................... ófeigur Sigurðsson Mozart...................................S. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Oakview.............................................S. Sigfússon Otto.............................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavfk........................................Árni Pálsson Riverton.............................Björn Hjörleifsson Selkirk.......................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Fred Snædal Stony Hill.......................................Björn Hördal Tantallon..............................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Vfðir...................................Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hj álmarsson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard..................................S. S. Anderson f BANDARIKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry............................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.....................’........lón K. Einarsson Crystal...............................Th. Thorfinnsson Edinburg..............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...........J..................Jón K. Einarsson Hensel................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................J6n K. Einarsson Upham...................................B. J. BreiöfjörO The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba strítt, gott og ílt til skiftis, til þess að njóta blíðunnar og gæð- anna til fulls, þegar þau koma aftur, og sérstaklega, að menn verði að lifa í tilhugalífi við það, sem gott er, áður en þeir eignast það. Það er þetta tilhugalíf við betri tíma en líðandi stund, sem gefur lífi hvers manns mikið af gildi sínu. Ætti eg ekki vífa val von á þínum fundum leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. Björnson segir einhverstaðar: “Lífið hefir yfir sér draum, sem er sálin í því, og þegar sá draumur dvín, er lífið sem liðið lík”. Frá þessu sjónarmiði geta þá allir fagnað vetrinum. Hann er sá tími, er menn lifa í tilhugalífi við sumarið: Gleður æ, það saga er segin. sólskinsbakkinn hinumegin. En veturinn hefir sjálfur margt til síns ágætis annað en það, að vera brúin til sumarsins og andstæða þess. Hann er að jafnaði sá tíminn, sem drýgstur verður til andlegra starfa, hug- urinn snýst þá inn á við: Vér eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kingir snjó. Og úti bíður stundum hin hreina, kalda fegurð hins hvíta snjós og stálblárra svella, stjörnubjartar nætur, tungl- skinstöfrar og flugeldar norður- ljósanna. Veturinn er tími skauta- og skíðaferða, sem æskulýðurinn leggur nú meiri og meiri stund á, sem betur fer. — Hann stillir þá strengi, er síst mega slakna, strengi karl- mensku og þols. En viðhorfi manna til vetrar- ins er auðvitað líkt farið og við- horfinu til tilverunnar í heild sinni. Og sú hugsun hefir í seinni tíð ásótt mig meir og meir, að þessi heimur, sem vér lifum í, væri einskonar útvarp, og þá er svo sem auðvitað, að hann, eins og útvarpið okkar, hefir mismunandi dagskrá eftir árstíðum, aðra dagskrá á sumr- um en vetrum, sumarþætti og vetrarþætti o. s. frv. Og þó að flestum þyki sumarþættirnir betri en vetrarþættirnir, þá er satt að segja útvarp tilverunnar á öllum árstíðum svo óþrjótandi fjölbreytt, að hvenær sem er stendur öllum til boða jafnt hið æðsta sem hið lægsta og alt, sem þar á milli er. Það kemur fram í orðunum: Hann lætur sína sól upp renna yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Alt er komið undir því, hvernig viðtæki hver og* einn hefir og hvað hann velur af óþrjótandi gnægð útvarpsins. En einmitt í valinu, einmitt í því hvaða stöð menn kjósa að komast í sam- band við og hvað þeir velja af því, sem þar er á skrá, kemur það í ljós, hver maðurinn er. Eg vil fagna vetri með þeirri ósk, að okkur öllum og raunar sem flestum mönnum takist á komandi vetri að n,á með sem minstum truflunum í alt hið besta í vetrarþáttum tilverunn- ar. Gleðilegan vetur! Guðm. Finnbogason —Lesb. Mbl. HEFIR STALIN LÁTIÐ DREPA BLUCHER? Hin fræga ameríska danskona Sally Rand er orðlögð fyrir hve skapstór og uppstökk hún er, og nýlega komu þessir skapbrestir hennar greinilega í ljós og kost- uðu hana um leið offjár. Hún hafði reiðst við dansfélaga sinn og bitið hann í handlegginn, svo hann fékk af mikið svöðusár. Dansfélaginn fór í mál við dans- konuna og krafðist skaðabóta. Voru honum dæmdar um 10,000 krónur í skaðabætur, og auk þess var danskonan dæmd til að greiða háa sekt. í lok októbermánaðar hefir verið frá því skýrt í útvarps- fregnum ,að miklar líkur bendi til, að Blucher hershöfðingi sé kominn í tölu þeirra, sem fallið hafa í ónáð hjá Stalin. Fregnir herma, að hann hafi verið hand- tekinn á heimili sínu í Síberíu, en staðfestingu á hvað orðið hef- ir um Blucher fæst ef til vill ekki fyr en síðar meir. Þeir eru orðnir margir rússnesku stjórnmálaleiðtogarnir og hertt- aðarleiðtogarnir, sem ofsóknar- æði Stalins hefir bitnað á, á einn eða annan hátt, og það er ekki ný bóla í Rússlandi nú á dögum, að kunnustu menn þjóðarinnar sé fangelsaðir, teknir af lífi eða að þeir “hverfi”, án þess nokkur viti hvað af þeim verður. Þannig hafa nokkrir menn, sem til skamms tíma voru trúnaðar- menn Stalins og áhrifamenn í Ukraine, horfið án þess nokkur viti um afdrif þeirra. — Með vissu verður ekki enn sagt hvort réttar sé fregnirnar um Blucher — en hafi hann verið fangelsað- ur eða drepinn, hafa beðið hans sömu örlög og svar margra ann- ara, sem þjóðin hafði litið á sem átrúnaðargoð — þar til Stalin kaus að losa sig við þá. Blucher er vafalaust annar mesti herforingi Rússlands nú á dögum — og margir ætla, að hann sé engu minni herforingi en sjálfur Voroshilov, yfirhers- höfðingi alls rauða hersins. Tii marks um hið mikla traust, sem Blucher hefir notið, er það að hann hefir gegnt mest mikilvæg- asta herforingjaembættinu í rússneskum löndum. Hann hefir um mörg ár verið yfirhershöfð- ingi Rauða hersins í Austur- Síberíu. Margt ,er dularfult um Blucher — Vassili Konstantinovich Blu- cher fullu nafni. Og hann hefir komið mjög við sögu alt frá því á dögum borgarastyrjaldarinnar og hann á ekki hvað minstan þátt í því, að Síbería er enn rússneskt land, og hann hefir ekki verið Rússum óþarfur í Kína, því að Galens hershöfð- ingi í Kína, sem svo mjög kom við sögu þar um skeið, var eng- inn annar en Blucher. Blucher var fæddur 1889 í Poshekonye, litlu þorpi í Mos- kvafylki. Hann stundaði nám í barnaskóla þorpsins og var svo sendur í vinnu í Mitischi, ná- lægt Moskva. Lauk hann járn- smiðsnámi og varð snemma byltingarsinni. Árið 1910 var hann dæmdur í 32 mánaðar fang- elsi fyrir byltingarstarfsemi. Hann tók þátt í heimsstyrjöld- inni, en hann skifti ekki um stjórnmálaskoðun. Hann gekk í herinn sem óbreyttur dáti, en var orðinn lautinant eftir tvö ár. Blucher særðist alvarlega og þegar hann var gróinn sára sinna 1916 gekk hann í flokk með kommúnistum. — Þegar októberbyltingin braust út var hann í Samara og var í stjórn- arnefnd byltingarsinna þar. Og nú barðist hann gegn Hvít- Rússa herhöfðingjanum Dutov. Hófst nú það tímabil í æfi Bluchers, er hann varð kunnur fyrir mörg hernaðarleg afrek og fyrir þau líta Rússar á hann sem þjóðhetju, en yfir mörgum afrekum hans og æfintýrum er einhver leyndardómshula, ekki sízt eftir að Rússar sendu hann til Kína, að beiðni Kuomintang- flokksins eða jafnvel Chiangs Kai-Sheks sjálfs en Kínverjar kölluðu Blucher Ga-Lin, en í frásögnum erlendra fréttaritara í Kína varð nafnið Galens. í Kína voru kínversk foringja- efni æfð undir yfirstjórn Blu- chers — í Whampoa herskólan- um í Canton. — Blucher reyndi að gera jafn harðfenga foringja úr þeim og sonum bændanna í Síberíu. Og því næst, þegar þessir foringjar, höfðu verið æfðir, leiðbeindi hann her þjóð- - MAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrtfstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl á skrlfsrtofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Ave. Talsími1 33 I5S G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrceðingur 702 ConfederaUon Llfe BWig. Talsíml 97 024 Orricí Phone Rr.s. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDIOAL ART8 BUILDINO Ornc* Hours : 12 - 1 4 P.Jt. - 6 P.M áND BY APPOINTMBNT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LOGFRÆÐINQAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 Haía einnig skrifstofur a8 nÆr 08 Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvlkudag t hverjum mánuðl. Dr. S. J. Johannes.ion 272 Home St. Talnfml 30 877 VfBtalstlmi kl. 3—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINQAR Sérgrein: Taugasjúkd&mar Lætur ÚU meðöl i viðlögum Vlítalstímar kl. 2 4 e. o 1 8 að kveldtnu Simi 80 857 66B vlctor 8t • J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Iniurance and Finandal Agents 81mi: 94 221 600 PARI8 BLDO.—Wlnnlpeg A. S. BARDAL selur Ukklstur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá besU. — Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legstelna. 843 8HERBROOKE ST. Phone: S6 607 WINNIPBQ ’ Gunnar Erlendsson Pianokennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaat allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Rovatzos Floral Shop «06 Notre Dame Ave. Phone »4 954 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Fimeral Designs Icelandic spoken ernissinna í baráttunni við Norð- urherinn kínverska. MARGARET DALMAN í rauninni var það Blucher, sem stjórnaði kínverska hern- um, er Hankow var tekin. Síðar vann hann annað hernaðarlegt afrek þar eystra — 1929 — þeg- ar kínverskir Mansjúríumenn höfðu hertekið austur járn- j brautina svo kölluðu, en Rússar voru eigendur hennar að hálfu. Hersveitirnar, sem tekið höfðu | brautina, skeyttu ekki úrslita- j kostum sovétstjórnarinnar um að sleppa haldi á járnbrautinni. j Blucher gerði þá innrás í Man- sjúríu og hrakti hersveitirnar á íbrott frá járnbrautinni og fékst þá viðurkenning á ný á réttind- um Rússa. Mesta reynslu sem herforingi hefir Blucher fengið í Asíu. — Reynsla hans þar er ómetanleg og Rússar eiga engan mann, sem jafnast á við hann að þessu leyti. — Blucher kann best við sig þar eystra og hann er ólík- ur öðrum stjórnmálamönnum og herforingjum Rússa, að því leyti, að hann hefir aldrei lagt | stund á að afla sér hylli og trausts í Kremlin, með því að fara þangað, flytja ræður um framtíð Rússlands o. s. frv. — ÍHann hefir verið athafnanna en ekki orðanna maður og honum eiga Rússar það manna mest að þakka, hversu landvarnir þeirra þar eystra eru vel skipulagðar. Blucher hefir tiltölulega sjald- an farið til Moskva, þótt hann hafi átt sæti í æðstu ráðum landsins, en hann varð að fara þangað, er hann var skipaður dómari í herrétti þeim, sem dæmdi TjukasjeVksy marskálk og sjö aðra hershöfðingja til líf- láts. Fyrir afrek sín, er hann hrakti Kolschakherinn á flótta í Síbiríu (1919) og tók Tobolsk, TEACHER OF PIANO S54 BANNINQ ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bklg. Office 88124 Res. 36 883 og fyrir útheldni sína og dugnað í baráttunni við Wrangel (í Ukraine), en þar varðist hann árásum Hvíta hersins í þrjá mánuði, — var hann sæmdur æðstu tignarmerkjum Rauða hersins. Blucher hefir ávalt verið tal- inn trúr fylgismaður Stalins. Sé það rétt, að ofsóknaræði Stalins hafi nú einnig bitnað á honum, eru fáir hinna 'gömlu og reyndu herforingja orðnir eftir, nema Voroshilov, sem oft hefir verið nefndur sem líklegastur eftir- maður Stalins.—Vísir. Einn af þektustu skopmynda- teiknurum Þjóðverja, Bogner, sem teiknar myndir fyrir blaðið “Schwarze Korps,” birti í blað- inu nýlega teikningu, sem hann kallaði “Vígbúnaður Breta.” Undir myndinni stendur: — Nú höfum við amerískar og canadiskar flugvélar og flug- mannaskála, og franska flug- velli. Nú vantar okkur ekkert annað en þýzka flugmenn, þá erum við færir í flestan sjó—! * * * í Ameríku eru 16 bæir og borgir, sem heita París.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.