Heimskringla - 07.12.1938, Page 8
8. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. DES. 1938
FJÆR OG NÆR
Sækið messu
í Sambandskirkjunni í Winni-
peg; þar fara fram tvær guðs-
þjónustur á hverjum sunnudegi.
á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku
Gjöf frá Mr. og Mrs. Gísii|The Young People
Benson, Gimli, Man., til sumar-1 0f fhe Federated Church are
heimilisins á Hnausum $10.00. , having a free showing of mov-
Með þökkum, jng pictures at their meeting
next Tuesday evening, Dec. 13,
at 8.15 All friends are welcome!
Mozart The evening will close with re-
E.
J. Melan
*
Ungmennafélagið
hóf vetrarstarf sitt á sunnudag-
kl. 7. Umræðuefni prestsins er jnn var. Fundur var haldinn
ætíð tímabært og viðeigandi, og eftir messu. Séra Jakob Jóns-
söngurinn við báðar guðsþjón-iSOn flutti erindi um jól á íslandi.
usturnar hinn ágætasti, undir
stjórn þeirra ágætismanna, Mr.
Bartley Brown við morgunguðs-
þjónustuna og Mr. Péturs Mag-
nús við kvöldguðsþjónustuna.—
Fjölmennið við báðarmessurnar.
Sunnudagsskólinn kemur sam-
an kl. 12.15 á hverjum sunnu-
degi.
* * *
Séra Guðm. Árnason messar
11. des. á Lundar á vanalegum
tíma.
* * *
Vatnabygðir sd. 11. des.
Kl. 11 f. h.: Sunnudagaskóli í
Wynyard.
Kl. 2 e. h.: Ensk messa í Wyn-
yard. Walter Thorfinsson held-
ur ræðuna. .
Föstudagskvöldið 8. des.: —
Söngæfing í Wynyard.
* * *
Kvenfélag Sambandssafnaðar
heldur fund n. k. þriðjudagskv.
13. þ. m. að heimili Mrs. P. M.
Pétursson, 640 Agnes St.
* * *
Kvenfélag Sambandssafnaðar-
ins 1 Riverton hefir Bazaar í
Parish Hall, Riverton, laugar-
daginn þ. 10 þ. m. kl. 3 e. h. —
Verða þar margir eigulegir
munir til sölu með sanngjörnu
verði.
BÆKUR
Til Minnis fyrir Jólin
I. Hin ágæta útgáfa af ljóð-
mælum séra Matthíasar, yfir
1000 bls., í prýðilegu bandi. —
Verð $8.00.
II. Norður-Reykir ljóðabók
P. S. Pálssonar, í góðu bandi
$2.00, í kápu $1.50.
III. Gaman og alvara, ljóð-
mæli eftir G. J. Guttormsson, í
vandaðri stíf-kápu $1.50.
IV. Stef, ljóðmæli eftir Frið-
geir Berg, sem margir hér kann-
ast við. Verð í kápu $1.00
V. Karl litli, vinsæl bók, eft-
ir söguskáldið J. Magnús
Bjarnason. Verð í bandi $2.00.
VI. Þrjár bækur eftir frú
Elinborgu Lárusdóttir, allar á-
gætar og allar í bandi:
Sögur .................$1.35
Anna frá Heiðarkoti ... 1.35
Gróður og fl. sögur..... 2.00
(Þessi bók einnig í kápu á $1.50)
VII. Höll sumarlandsins, eft-
ir Laxness. Verð í bandi $3.00,
j kápu. $2.50.
VIII. Gerska æfintýrið, eftir
Laxness. Verð í bandi $3.00, í
kápu $2.50.
IX. Æfintýrið, frá íslandi til
Brasilíu, eftir skáldið Þ. Þ. Þor-
steinsson. Ágæt útgáfa, 400 bls.
og margar góðar myndir. Verð
í Bandi $37.5, í kápu $3.25.
X. Vestmenn, einnig eftlr *P.
Þ. Þorsteinsson. Óhlutdræg og
gagnrýn saga um landnám ís-
lendinga hér vestra. Verð í
bandi $2.50, í kápu $1.75.
Póstgjald meðtalið í öllum
tilfellum.
Tíminn líður,—pantið strax.
MAGNUS PETERSON
313 Horace St., Norwood, Man.
Næsti fundur var ákveðinn
annan miðvikudag í janúar, og
verður nánar auglýstur síðar.
* * *
Guttormur skáld Guttormsson
frá Riverton, kom síðast liðinn
fimtudag sunnan frá Brown, en
þangað fór hann til að flytja
erindi um heimferð sína. Hefir
hann auk þess flutt erindi um
ferðina á Lundar, Glenboro og
í Winnipeg. Þykir Guttormur
skemtilegur og góður gestur
hvar sem hann kemur.
* * *
---T-H-E-A-T-R-
THIS THURS. FRI. & SAT.
AUL NATUKAL COLORS
Errol Flynn
Olivia DeHaviland
“The ADVENTURES OF
ROBIN-HOOD”
Selected Short Subjects
Friday Night & Sat. Matinee
Chapt. 3 FUAMING FRONTIERS
Thurs. Night is GIFT NIGHT
Bækur sem jólagjafir
Eldra fólki þykja fáar jóla-
gjafir skemtilegri en góðar bæk-
ur, eins og til dæmis þessar:
Andvökur, eftir St. G. Stephans-
son. 1—3 b................$4.00
4—5 b...............- 4.00
Senn er von á 6. bindi þessa
mikla og ágæta ljóðasafns. Eru
þar í síðustu ljóð skáldsins, þau
er hann kvað eftir 1922. Geta
skal þess, að fyrstu þrjú bindin
eru að verða ófáanleg, aðeins fá
eintök eftir, en öllum nauðsyn
legt að eignast þau sem vilja
eiga ljóðasafnið alt. Þriðja og
fjórða bindi hafa verið færð nið-
ur um þriðjung frá upphaflegu
verði. Þeir, sem ekki eiga þau
ættu því að nota sér þetta nið-
ursetta verð, og er þá aðeins
síðasta bindinu við að bæta. —
Allar bækumra eru í bandi.
Sendar póstfrítt.
Út um vötn og velli, eftir
Kristinn Stefánsson. Nokkur
eintök eftir af þessu ágæta riti,
eftir eitt hið bezta skáld íslend-
inga í VesturheÍQji. í góðu
bandi, niðursett verð .....$1.50
Hraun og malbik, smásögur,
eftir ungan og gáfaðan höfund,
Hjört Halldórsson, er dvalið hef-
ir langvistum erlendis. Aðeins
fá eintök til. í bandi og póst-
frítt .....................$1.25
Ferðalýsingar frá sumrinu
1912, eftir Rögnv. Pétursson. —
Aðeins fá eintök til. Bókin er
með myndum af ýmsum merk
um stöðum á fslandi og Norður
löndum.....................$1.00
Pantanir má senda á skrif
stofu Heimskringlu eða til Mag-
núsar bóksala Peterssonar. . . .
* * *
í ljóðlínum Þ. Þ. Þ. til Mag-
núsar skálds Markússonar, sem
birtar voru í Heimskringlu 30.
nóv. stendur tvisvar (í fyrstu og
seinustu vísunni) “vorsól”, en á
að vera “vorsál”.
“Við heiðrum þig vorsál
vörmu geði” — og — “Við hyll-
um þig vorsál vörmu geði”., og
leiðréttist því hér um leið orðið
“Gerði”, sem á að verða “geði”
í seinni hendingunni.
* * *
Baldursbrá
Nú fer að líða að jólunum og
er það aðeins bending til ís-
lenzkra foreldra að barnablaðið
“Baldursbrá” er mjög heppileg
jólagjöf. Áskriftir hafa komið
úr heilum bygðarlögum eins og
undanfarin ár, en frá sumum
stöðum hefir lítið eða ekkert
komið þetta ár. Þetta er eina
unglingablaðið sem gefið er út
Vestanhafs og þar sem árgang-
urinn er aðeins 50c þá ætti það
ekki að vera neinum ofurefli
hvað útlátin snertir. Einnig eru
til 3 árgangar innheftir á $1.50.
Alt sendist póstfrítt. Nafna-
listi útsölufólks var nýlega
prentaður í íslenzku vikublöðun-
um og má koma áskriftum til
þess eða til Winnipeg til:
B. E. Johnson.
freshments and social.
* * *
Mrs. ólína Pálsson fór vestur
til Leslie s. 1. þriðjudagskvöld.
Henni var símað af tengdasyst-
ur sinni, Mrs. Stefán Anderson,
Leslie, að faðir hennar, Egill
Anderson, sem legið hefir lengi
veikur, sé mjög þungt haldinn.
* * *
Ungfrú Kristín Johnson dóttir
Mr. og Mrs. Hinrik Johnson,
Virden, Man., vann s. 1. mánu-
dagskvöld Waugh-skjöldinn, fyr-
ir sund eða sýningu á björgun
við druknun. Samkepni fór
fram undir umsjón Manitoba
deildarinnar af Royal Canadian
Life Saving Society, í Sher-
brook St., sundhöllinni, hér í bæ.
* * *
Þakklæti
Mér er bæði ljúft og skylt, að
votta mitt hjartfólgið þakklæti
öllum þeim mörgu vinum og
kunningjum mínum sem heiðr
uðu mig með fjölmennu sam-
sæti á Embassy Hall þann 28.
nóvember s. 1. — Ennfremur
þakka eg innilega öllum sem
þar tóku til máls og beindu hlýj-
um og vingjarnlegum orðum til
mín. Einnig þakka eg skáldun
um dr. Richard Beck og Mr. Þ.
Þ. Þorsteinsson fyrir þeirra góðu
kvæði til mín við áminst tæki-
færi sem eg geymi í þökk og
kærri minning.
M. Markússon
* * *
Dagblöðin í Norður-Dakota
sem fluttu ritgerð Guðm. dóm-
ara Grímssonar og getið var um
í síðasta blaði, eru þessi: Minot
Daily News, Fargo Forum, Bis
marck Tribune. Ennfremur 1
þessum vikublöðum ríkisins: —
Cavalier Chronicle, Mouse River
Farmer’s Press, Bottineau Cour-
ant, Cavalier County Republic
an, Pears County Tribune. Enn-
fremur birtist í Grand Forks
Herald ritgerð eftir Dr. R. Beck
um fullveldisdaginn. Og í Grand
Forks Skandinav kveðja til
skandinava í Ameríku frá for-
seta Þjóðræknisfélags íslendinga
í Vesturheimi. Þá var fullveld-
isdagsins ennfremur minst í rit-
stjórnargreinum í stórblöðunum
Chicago Tribune, Minneapolis
Tribune, Winnipeg Tribune og
Winnipeg Free Press og eflaust
víðar. Það má svo heita að mað-
ur tæki ekki svo upp hérlent
blað, að íslands væri þar ekki
minst.
* * *
f frásögninni af láti Jóhanns
Paulson í síðasta blaði, var þess
getið að hann hefði haft viður-
nefnið írski Joe. En svo er ekki.
Viðurnefnið var Iris og stafaði
af því, að Jóhann vann lengi sem
drengur hjá manni með því
nafni.
* * *
Jóns Sigurðssonar félagið I.O.
D.E., hefir beðið “Heimskr.” að
minna fólk á, sem ekki hefir enn
eignast bókina “Minningarrit
íslenzkra hermanna”, sem félag-
ið gaf út fyrir mörgum árum
síðan, að enn gefist því kostur á
að eignast bókina, því fáein ein-
tök eru enn eftir óseld hjá for-
seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta-
son, 378 Maryland St., Winni-
peg. Bókin kostaði upphaflega
$10.00 í góðu bandi, en er nú
færð niður í þriðjung þess
verðs, auk burðargjalds. Pant-
anir ætti að gera sem fyrst, því
ólíklega endist upplagið lengi úr
þessu.
* * *
Selkirk lúterska kirkja. —
Sunnudaginn 11. des. kl. 11 f. h.
sjmnudagaskóli, biblíuklassi og
fermingarbarnafræðsla. — Kl.
7 að kvöldi, íslenzk messa, séra
Jóhann Bjarnasonj — Vonast er
eftir að fólk fjölmenni við
Dánarfregn
Fimtudaginn 24. nóv. andað-
ist á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Mr. og Mrs. Ás-
geirs Gíslasonar, öldungurinn
Rafn Guðmundsson Nordal, 92
ára gamall. Hann var fæddur
í Norðurárdalnum í Borgarfirði
á fslandi 25. sept. 1846.
Hann lifa átta börn, sem eru
Lárus Nordal að Gimli, Man.;
Guðmundur að Leslie, Sask.;
Benidikt Karl, s. s.; Jóhannes í
Seattle, Wash.; Jón Ágúst einnig
í Bandaríkjunum; Mrs. Sigur-
laug Johnson í Seattle, Wash.;
Miss Sigurrós í Vancouver; Mrs.
Steinunn Bergljót Gíslason að
Leslie, Sask.
Rafn sál. var mætur maður,
góður og vel látinn af þeim er
hann þektu. Hann var jarð-
sunginn laugardaginn 26. nóv.
frá áðurnefndu heimili dóttur
hans, að viðstöddum n^nustu
vinum og vandamönnum.
Séra Guðm. P. Johnson jarð-
söng.
* * *
“Vestmenn” og “Æfintýrið”
voru mér send að heiman í
þessari viku. Óbundnu bækurn-
ar eru í sterkri kápu, og saum-
aðar eins vandlega og þær, sem
bundnar eru. Meðan bækurnar
endast, verða þær sendar hvert
á land sem er, á eftirfarandi
verði, og er póstgjaldið í því
falið.
Vestmenn: Yfir 260 síður. í
kápu á $1.75. í lérefts-bandi,
gylt með gulli í kjöl og framsíðu,
á $2.50. — Til jólagjafa voru ör-
fá eintök prentuð á ágætan,
þynnri pappír en aðal-útgáfan,
sem kosta gull-gylt í alskinni
$3.75.
Æfintýrið frá fslandi til Bras-
ilíu: Um 400 síður. Þar af 16
síður með fjölda mynda. f kápu
á $3.25. í lérefts-bandi, með
svörtu letri á kjöl og framsíðu, á
$3.75.
Pantið bækurnar áður en jóla-
lætin skella á.
Þ. Þ. Þorsteinsson
Sími 25 240 — 367 Carlton St.
Winnipeg
SARGENT TAXI
SIMI 34 555 or 34 557
724 /i Sargent Ave.
I Við andardráttinn og þá líka
starfsemi heilans, hefir nefið
mikla þýðingu. Stíflist nefið,
er hætt við, að taki fyrir andleg-
an þroska um leið.—Mbl.
* * *
i Úr amerískri æfisögu: Hann
byrjaði fyrirtæki sitt með tvær
hendur tómar. Nú skuldar hann
; 50 þúsund dollara.
KOSNINGAR I FRóN
Hljómboðar, I. og II.
Nýkomið er heiman af fslandi
II. hefti af sönglögum Þórarins
Jónssonar. Bókin er af sömu
stærð og blaðsíðufjölda og
fyrsta heftið. f þessu hefti eru
26 lög — sum að mun lengri en
í fyrra heftinu. öll eru lögin
frumleg og hljómþýð, og standa
framar flestu, sem nú er út gef-
ið á íslenzku af sama tæi. Bæði
heftin hafa hlotið einróma lof
heima á föðurlandinu.
Aðeins örfá eintök hafa borist
hingað vestur. Þeir sem keyptu
fyrra heftið, geta fengið það
síðara fyrir $1. En þeir, sem
vildu eignast bæði heftinu í einu,
fá þau fyrir $3.00 — alls 66 lög.
(f lausasölu kostar hvort hefti
um sig $2.00). Er það innan við
5c lagið — sjálfsagt ódýrasta
fyrsta útgáfa, sem nokkursstað-
ar hefir verið gefin út.
Söluna hafa með höndum:
E. P. Johnson, ritsjóri Lög-
bergs og Gísli Johbson, 906
Banning St., Winnipeg.
HITT OG ÞETTA
1016 Dominion St. kirkju.
Eftir því, sem danskur dok-
tor, dr. Carl Mailands, heldur
fram., er það merki um andleg-
an þroska og atgerfi, að hafa
stórt nef.
í erindi, sem hann hélt í “Tale-
pædagogisk Forening” í Árósum
ekki alls fyrir skömmu, segir
dr. Mailands t. d. að flestir vís-
indamenn og listamenn séu nef-
stórir.
Hann sagði m. a.:
Eftir því sem heilinn hefir
þroskast á mönnunum og talfær-
in, hefir ennið stækkað og þrosk-
ast, og um leið hefir farið að
bera meira á nefinu í andlitinu.
Nefið gefur andlitinu svip og
einkenni. Flestir vísindamenn
hafa. t. d. áberandi stór nef.
Kosninga og skemtifundur
var haldinn af deildinni “Frón”
mánudagskvöldið þann 5. þ. m.
í Góðtemplara húsinu.
Fundurinn hófst með því að
Örn Þorsteinsson söng þrjú lag-
leg lög.
Að því búnu gerði nefndin
grein fyrir störfum sínum á ár-
inu og sýndu skýrslurnar að
fjárhagur deildarinnar er í góðu
lagi, að meðlima tala hennar hef-
ir aukist talsvert á árinu og
bókasafninu áskotnast margar
bækur, bæði með gjöfum og
kaupum nýrra bóka.
Síðan fór fram stjórnarkosn-
ing og hlutu þessir sæti í nefnd-
inni fyrir komandi starfsár.
Soffanías Thorkelsson, forseti
Jochum Ásgeirsson, vara-forseti
Hjálmar Gíslason, ritari
Davíð Björnsson, vara-ritari
Sveinn Pálmason, féhirðir.
Karl Jónasson, vara-féhirðir
Gunnbj. Stefánsson, fjármálar.
Sigurjón Kristófersson, vara-
fjármálaritari.
Yfirskoðunarmenn: Grettir Leo
Jóhannsson til tveggja ára. J.
T. Beck eitt ár; hann var í fyrra
kosinn til tveggja ára.
Ragnar H. Rangar, sem tvö
síðastliðin ár hefir verið forseti
“Fróns” og gengt þar starfi með
frábæru fjöri og dugnaði, vildi
ekki gefa kost á sér aftur, sök-
um þess að hann hefir svo mörg
önnur umfangsmikil störf með
höndum sem krefjast óskiftra
krafta hans og hæfileika. En
það var einlæg ósk allra að R. H.
Ragnar hefði getað verið starf-
andi áfram fyrir deildina “Frón”
því svo vel hefir hann stutt að
heill og hylli þess félags að eng-
inn hefir gert það eins vel og
hann, og vafasamt að nokkur
geti það eins vel og hann, hvað
þá betur. Það er því enginn
efi á að hugheilar óskir og marg-
þætt þakklæti fylgir R. H. Ragn-
ar fyrir hans óeigingjarna og
ágæta starf í deildinni á meðan
hann var forseti hennar.
Einnig var annar ungur
maður, Þorvaldur Pétursson,
sem ekki gaf kost á sér í nefnd-
ina komandi ár en hefir verið
einlægur starfsmaður í henni
tvö síðastliðin ár. Er oss það
einnig skaði að missa hann úr
nefndinni því hann hefir verið
þar heill og heilráður starfs-
maður. Þökk sé báðum þessum
mönnum fyrir starf þeirra, og
vonandi eigum við eftir áður
langt líður, að njóta aftur krafta
þeirra innan þessa félagsskapar.
MESSUR og FUNDIR
4 kirkju SambandssafnaOar
Uessur: — á hverjum sunnudegi
Kl. 11 f. h. á ensku
Kl. 7 e. h. á islenzku.
SafnaOarnefndin: Funalr 1. íöstu-
deg hvers mánaðar.
Hjálparnefndin: — Fundlr fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuðl.
KvenfélagiO: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngæfing'ar: Islenzki &öng-
flokkurinn á hverju fimtu-
dagskvöldi.
Enski söngflokkurinn &
hverju föstudagskvöldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjum
sunnudegi, kl. 12.15 e. h.
ÞJóÐRÆKNISFÉLAG
ISLENDINGA
Forseti: Rögnv. Pétursson
45 Home St. Winnipeg, Man.
Allir íslendingar í Ameríku
ættu að heyra til
Þjóðræknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðm. Levy, 251 Furby
St., Winnipeg, Man.
ÆTTAT0LUR
fyrir fslendinga semur
GUNNAR ÞORSTEINSSON
P. O. Box 608
Reykjavík, Iceland
Pianokensla
R. H. RAGNAR
Kenslustofa:
522 Furby Street
Phone 31476
Skrautleg og Spáný
ÍSLE NZK
Jólakort
lOc 15c
Hið mikla upplag af ís-
lenzkum bókum, sem vér
buðum á niðursettu verði í
bóksöluskránni nr. 4, hafa
nú enn verið færðar niður
um 25%
Sendið eftir þessari nýju
bóksöluskrá.
THORGEIRSON CO.
674 Sargent Ave. Winnipeg
Að kosningunum afstöðnum
sýndi Thorv. Pétursson fagrar
myndir frá íslandi og skýrði
þær bæði frá eigin brjósti og
einnig með þar viðeigandi ljóð-
um eftir okkar mætustu skáld.
Fórst honum það prýðilega, svo
margir lýstu hrifning sinni með
því að segja: “Mér fanst eg vera
komin heim til fslands.
Alt fór friðsamlega og vel
fram og fólk skemti sér yfirleitt
vel. Um hundrað og fimtíu
manns voru þarna saman komið
og gekk enginn út fyr en fundi
var slitið um kl. ellefu.
D. B.
Séra Carl J. Olson messar 11.
des. að Piney, Man. íslenzk
messa kl. 2.30 e. h. Ensk messa
kl. 7.30 e. h.
Fyrirlestrahöld
Guttorms J. Guttormssonar
Skáldið Guttormur J. Guttormsson dvaldi á íslandi í
Sumar, sem gestur íslenzku þjððarinnar. Hann hefir
Éamið erindi um þessa ferð sína og dvöl, sem honum
varð einkar ánægjuleg. Lýsir hann því sem fyrir augu
bar á þessu ferðalagi, og hinum heillandi áhrifum er
hann varð fyrir af viðkynningu sinni við land og lýð.
Fyrirlestraferð þessa fer hann undir umsjón Þjóð-
ræknisfélagsins og verður á þeim stöðum sem hér segir:
GIMLI, mánudagskv. 12. des. kl. 8.30
Guttormur er málsnjall maður og orðhagur. Komið
og hlustið á hann. — Inngangur hvarvetna 25c; ókeypis
fyrir unglinga innan 14 ára.
Forstöðunefndin