Heimskringla - 28.12.1938, Side 1

Heimskringla - 28.12.1938, Side 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® fþú,m$*9- s» DYERS £i CLEANERS LTD. FIRST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. DES. 1938 NÚMER 13. ® HEIMSKRINGLA ÖSKAR LESENDUM SlNUM FARSÆLS NÝARS ® weieifiigfiifiifiifflagiagfiiaBBaaHfiiHHHBHHHfiiHHHHfiiHHSiHHSiHHHHHHHHHHHHHBBHfiHBHHHHHHHHHHHHHaBHBBaBBB HELZTU FRETTIR Miklar ófriðarhorfur í Afríku milli Frakka og ítala Þær fréttir bárust í gærmorg- un frá Evrópu, að ítalir væru að draga saman her á landamærum Somalilands Frakkanna í Norð- austur Afríku og hugsuðu sér að taka Djibouti, hafnborgina við Rauða hafið. Hafa Frakkar þar ekki mikinn her borið saman við það sem ítalir hafa þar á næstu grösum bæði í Eritrea og Blá- landi. Eigi að síður munu Frakkar gera eitthvað til þess að verja þennan landskika sinn. En hitt er þó vísara, að þeir herji á Libyu ítala frá Tunis í þess stað. Er fullyrt, að Frakkar hafi mik- inn her samandreginn á þessum landamærum. Ennfremur kváðu ítalir vera með herlið nokkurt á ferð á landamærum Libyu og Egypta- lands. Hafa Egyptar tilkynt Bretum, að þeir krefjist þess að vera með í ráðum um hverjir um Suez-skurðinn fara. Þessi ólmandi með herlið Frakka og ítala aftur og fram í Norður-Afríku, er afleiðing þess, að ftalir tilkyntu Frökkum, að þeir skoðuðu sig ekki lengur bundna samningunum, sem þeir gerðu við þá 1935. Frakkar svöruðu því einu, að Mussolini gerði það sem honum sýndist, en honum væri ekki falur fer- þumlungur af landi frá Frökk- um fyr en úr því væri skorið með stríði. Linist Mussolini ekki í sókn- inni, eru þarna sagðar fullar líkur fyrir stríði milli þessara þjóða. Að flugher er ítalía betur búin en Frakkar þessa stundina. En að öllu öðru leyti eru Frakkar svo vel til hernaðar búnir, að stríð milli þessara þjóða gæti ekki endað öðru vísi en með því, að Mussolini tapaði allri fót- festu í Norður-Afríku. Vöruskortur í Þýzkalandi Um jólin er sagt að meiri vöruskortur hefði verið í Þýzka- landi, en nokkur dæmi eru til áður. Þó menn hefðu peninga í höndunum, gátu þeir ekki fengið ýmsar matvörutegundir, sem um hátíðirnar eru mest keyptar. — Egg var ekki hægt að fá í bakn- inga, heldur ekki ávexti, svo sem appelsínur, perur, sveskjur og margt fleira. Eru þó appelsínur eitt af því, sem Þjóðverjar gæða sér sérstaklega á um jólin. — Brjóstsykur og þessháttar sæl- gæti var uppselt tveimur vikum fyrir jól og var ófáanlegt. . Rýr aldina suppskera er sagt að hafi valdið þessu að nokkru, en hinu er þó meira kent um, að birgðirnar hafi verið klófestar og séu geymdar handa hernum. Var þetta mörgum vonbrigði, en stjórnarblöðin sögðu mönnum að á þessum jólum væri sérstök ástæða til að fagna, þar sem þjóðin væri 10 miljón þegnum fleiri en á síðustu jólum. Tekjur Manitoba-stjórnar meiri en nokkru sinni áður Síðast liðna viku var frétt í dagblöðum Winnipeg-borgar um að tekjur Manitoba-stjórnarinn- ar væru hærri en nokkru sinni fyr á fjárhagsárinu, sem lauk 30. apríl 1938, og að tekjuaf- gangur hefði numið rúmum $505,000. Fyrra atriðið, um tekjur fylk- isins, er rétt með farið. Þær námu alls $16,128,669, auk $750,000 láns frá sambands- stjórninni, og eru því hærri, en þær hafa nokkru sinni áður ver- ið. Um síðara atriðið, tekjuaf ganginn, er það að segja, að í út- gjöldunum er ekki talinn at- vinnuleysiskostnaður, er nam $3,873,487, og mikið af því fé var að láni tekið hjá sambands- stjóminni. Þegar sannleikurinn er sagður, er um tekjuhalla að Á tvítugsafmæli íslenzks sjálfstæðis endurfengins Sungið af íslenzkum stúdentum í Kaupmannahöfn 1. desember 1938, undir laginu: Kung Karl. Þú aldna foldin fanna, vér færum þér í dag þegntrygging þinna manna um þinn að styðja hag og aldrei vitund víkja, en verja fjörð og bæ, og aldrei ættland svíkja, þótt andi kal't af sæ. Þú býður sjaldan blíðu, þín brún er tign og þung, af þreki þykkjustríðu vex þjóðin styrk og ung; vér erum veðravanir, það vekur kraft og þor, og íslands söngvasvanir er sigurfylking vor. Sit heil á hamrastóli, hrímhvíta Eyjalín, á engu bygðu bóli oss blessun meiri skín; lund vora átt þú alla, þótt hálfur skilji og höf, því freísi þinna fjalla er fegurst vöggugjöf. Eitt sinn var gullið glatað —vér gleymum aldrei því í harðar raunir ratað og rekkar frjálsir þý; of seint er nú að sakast og sakar teygja hjal, en aldrei endurtakast það ólán má né skal. Þú íslands ungi sonur, nú er þín skapastund; þér ungu íslands konur, á yðar reynir lund: Á frelsisgjöfin fengin að flosna upp af rót og áþján afturgengin yðvarn að hefta fót? Nei, aldna foldin fanna vér færum þér í dag þegntrygging þinna manna um þinn að styðja hag og aldrei vitund víkja, en verja fjörð og bæ, og aldrei ættland svíkja, þótt andi kalt af sæ. Gunnar Gunnarsson ræða er nemur $1,818,035. f hvaða skyni þessi frétt um tekjuafgang er birt er ekki gott að segja. Chambeiiain talar við nazista í ræðu sem Mr. Chamberlain forsætisráðherrá Breta hélt í þingniu í Londan s. 1. viku (mánudag), varaði hann leið- toga nazista við þeim alvarlega misskilningi, að skoða ást Breta á friði, sem hernaðarlegan ó- styrk. Bretland óskar friðar til þess að þjóðirnar í Evyópu geti lifað því lífi sem þess er vert að lifa því, sagði Chamberlain. Og það hefir reynt að fá Þjóðverja til að líta sömu augum á stríðsmál- in. Eg bíð enn eftir að þeir sýini þess vott að þeir geri það. En geri þeir það ekki, eiga þeir eigi síður en aðrir eftir að verða fyrir vonbrigðum. Friðarverðlaun Nobels Nóbelsverðlaunanefnd Stór- þingsins norska hefir samþykt að veita Nansensstofnuninni í Genf friðarverðlaunin fyrir árið 1938, en stofnun þessi hefir unn- ið mikið verk í þágu flótta- manna. Þar sem Nansensskrifstofan hættir störfum um áramót næst- komandi rennur féð til Alþjóða- hjálparnefndarinnar, sem hefir J acalbækistöð í London, en hún |lekur við starfi Nansens-stofn- j unarinnar. Formaður Alþjóða- ! hj lparnefndarinnar er Sir Her- ifcert Emerson. j‘0 Pu Sing Sin’ Fyrir sjö árum kom út saga í Kína eftir konu, er Pearl S. Buck hét, hún var gift banda- riskum trúboða. Sagan var um nverskan bónda er Wang Lung |hct. Þó þetta væri fyrsta til- raun höfundarins að rita sögu var þár mjög vel lýst lífi kín- verskra bænda og hugsunar- 'hætti. Nafn sögunnar var “The Good Earth”. Höfundinum til unurunar, seldist bókin vel. Auk Iþess hlaut hún Pulitzer bók- mentaverðlaunin í Bandaríkjun- l um og eftir skamma stund var farið að sýna hana á hreyfi- mynd. í>rir söguna hlaut höf- undurinn bæði frægð, fé og nýj- an eiginmann. í síðast liðnum mánuði kom aftur nokkuð fyrir, sem kona þessi varð hissa á. Þegar skeyt- ið barst út um allan heim frá Svíþjóð um það, að bókmenta- verðlaun Nobels hefðu verið veitt Mrs. R. S. Walsh, varð henni fyrst að orði “O pu sing sin”, sem er kínverska og þýðir “eg trúi þessu ekki.” En hún náði sér samt skjótt eftir undr- unina og fór að búa sig af stað til Svíþóðar að taka við verð- laununum, sem voru $40,000 og Gústaf konungur átti )að af- henda henni. Höfundur “The Good Earth” er þriðji bandaríkjarithöfundur- inn, sem bókmentaverðlaun No- bels fær; hinir eru Sinclair Lewis og Eugene O’Neill. Hún er 46 ára gömul, fædd í Hillsboro í Vestur-Virginíu-ríki. Foreldr- ar hennar hétu Absalon og Caro- line Sydenstyrcker. Fóru þau með hana svo unga til Kína að hún lærði kínversku fyr en ensku. En námi hennar á há- skóla í Bandaríkjunum síðar háði það ekki, að sagt er, og því lauk hún 1914. Þremur árum síðar giftist hún John L. Buck er var lengi trúboði í Kína. — Eftir að bók henanr kom út flutti hún til Bandaríkjanna og hefir verði þar. Mr. Buck skildi hún við 11. júní 1935 og giftist sama dag útgefenda bókar sinnar, Richard L. Walsh. FRÉTTA-MOLAR Eden í Bandaríkjunum Anthony Eden fyrrum utan- ríkisritari Bretlands, kom til New York 9. des. Með honum var kona hans, greifi og greifa- frú sem Hinchingbrooke heita og Ronald Tree íhaldsþingmað- ur frá Bretlandi. Ferðalangar þessir komu með skipinu Aquitania, en höfðu keypt farbréf með franska skip- inu Normandie. En vegna verk- fallsins mikla í Frakklandi, komst það ekki af stað svo um skip var skift. Þetta var fyrsta ferð Edens til Bandaríkjanna. Daginn eftir að hann kom til New York hélt hann ræðu um “lýðræði” er út- varpað var um Bandaríkin og Canada. Kvaðst Eden ekki vera í neinum stjórnmála-erindum, heldur hefði hann komið til að fræðast um hvernig hér vestra væri litið á það sem væri að ger- ast í Evrópu. Ræða hans um “lýðræði”, var góð þó fremur almenns efnis væri. “Ríkið”, sagði hann, “var skapað fyrir manninn, en ekki maðurinn fyrir ríkið. En víða væri nú svo komið, að ríkið, sem maðurinn hefði skapað, héldi honum í viðjum.” Hann talaði um Bretland og Bandaríkin sem útverði lýðræð- isins í heiminum; það væri arf-1 urinn sem þessar þjóðir hefðu þegið; þær mundu halda uppi fána þess og frelsisins á hverju sem gengi. Ræða hans var að þessu leyti engum vonbrigði. En við hinu mun þó margur hafa búist, að hann segði eitthvað um það sem brezka stjórnin hefir verið að gera. En það gerði hann ekki. Ræðu þessa hélt hann á fundi National Association of Manu- facturers. Er búist við að hann fari síðar á fund Roosevelts for- seta. Menn hafa verið að velta því fyrir sér og spyrja hvert erindi Eedens hafi verið vestur. Því virðist auðsvarað. Þó á því eigi ekki að bera, er för hans til þess gerð að efla og treysta sem bezt vináttubönd Bretlands og Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er, sagði Eden utanríkisritarastöðunni lausri 20. febrúar s. 1. vegna á- greinings milli hans og Chamb- erlains stjórnarformanns um af- stöðu Englands til þjóðabanda- lagsins og fasistaríkja Evrópu. Eigi að síður er því nú spáð, að Eden verði brátt aftur tekinn í stjórnina. Það sem fyrir flaug um það, að hann yrði skipaður sendiherra í Bandaríkjunum í stað Sir Ronald Lindsay, er nú borið til baka. Eden er sagður afkomandi Lord Baltimore, þess er stofnaði Maryland-ríkið. Þegar Breta konungur og drotning hans koma til Canada snemma á komandi sumri, er gert ráð fyrir að þau heimsæki fimmburana í Canada. Þykir eiga við að sú heimsókn verði 28. maí á fimm ára afmælisdegi systranna. * * * • í Bandaríkjunum fórust 500 manns af slysum yfir jólin. Þrír frjóðu allra slysanna voru bíl- slys. * * * Japanir hafa nýlega keypt stórhýsi eitt, Broadway Man- sions, í Shanghai í Kína, er Bretar áttu; það er sögð vera hæsta bygging austan Suez- skurðar. Verðið var $1,020,000. * * * Járnbrautaslys í Rúmaníu á aðfangadag jóla, varð 88 manns að bana; ennfremur meiddust um 250 og margir af þeim hættulega. Lestirnar sem rákust á milli stöðva er nefnast Frek- atzei og Etulea voru fullar af verkafólki, umboðsmönnum verzlana og hermönnum, er voru að fara hem til sín um jólin. * * * f Englandi og í Evrópu hafa í nærri tvær undanfarnar vikur verið óvanalega miklir kuldar. f byrjun þessarar viku brá til hins betra, einmitt þegar frost fóru hér að harðna. * * * Maður að nafni Henry Don- nett, 32 ára gamall, var kyndari í skóla í Minneapolis. Ofninn var kyntur með sjálfhreyfara. Varð eitthvað að, svo kyndarinn rétti hendi til að laga það, en sjálfhreyfarinn læstist um leið um hendina og hefði togað allan handlegginn með, ef kyndarinn hefði ekki sýnt af sér það á- ræði og hörku, að skera hend- ina af sér um úlnliðinn með vasahnífnum sínum. * * * Fimmburunum í Canada hafa verið boðnir $500,000 til þess að sýna sig á New York sýningunni á komandi sumri. Boðinu hefir verið hafnað. Eign fimmbur- anna er nú talin $800,000, svo þeim er efnalega vel borgið. ÍSLANDS-FRÉTTIR Sigurgeir Sigurðsson verður biskup Kirkjumálaráðherra hefir lagt til við konung, að séra Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði verði skip- aður biskup frá næstu áramót- um að telja. Fékk hann flest atkvæði í nýlega lokinni biskups- kosningu, en ráðherra er heimilt að velja á milli þriggja, sem fá flest atkvæði. Séra Sigurgeir Sigurðsson er fæddur að Eyrarbakka 3. ágúst 1890. Foreldrar: Svanhildur Sig- urðardóttir og Sigurður Eiríks- son regluboði. Séra Sigurgeir lauk stúdents- prófi 1913 og embættisprófi í guðfræði í febrúar 1917. Vígður 7. okt. 1917 aðstoðarprestur á ísafirði. Árið eftir fékk hann veitingu fyrir ísafjarðarpresta- ltalli og hefir þjónað þar alla tíð síðan eða í 21 ár. Hann hefir jafnan verið vinsæll í söfnuði sínum. Kvæntur er séra Sigur- geir Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála, og eiga þau 4 börn. —Dagur, 24. nóv. * * * Glæsilegt nýtt listaverk eftir Ásmund Sveinsson Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari hefir nýlega lokið við stóra höggmynd, sem hann hef- ir unnið að síðastliðna átta mán- Frh. á 8. bls. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Lesið upp í fagnaðar samsæti á sjötíu ára afmæli hans. Eg eygi í ótal myndum —Þú aldni vinur kær— Þinn stormvönd sópa syndum Og svörtum skuggum fjær. f Ijósablikum Braga Þú bentir mörgum leið, það er þín sviphéið saga Um sjötíu ára skeið. Þú hrestir einn og alla Sem utanveltu rak Á boðum fárstraums falla Með farið lán á bak, Þú bauðst þeim hendur hlýjar í hrakför neyðarstrands Og namst þeim vonir nýjar Á nauðbeit upp til lands. Við erum um það sáttir —Og átti að vera fyr— í ýmsar manndóms-áttir Þú opnað hefir dyr, Oss dylst ei drepið sporið Svo djúpt í tímans sand Sem vilspá út í vorið Og vökumanna-land. Nú gægjast gamlir tímar Um gluggan til mín inn f forna skugga skímar Og skygnir huga minn. í sæti söngva teitan —Þar settir flestum met— í óðsveit yfirleitan Eg ennþá séð þig get. í dómum varstu vægur Ef vankant fyrir brá En það var svoddan sægur Á sveimi af slíku þá. Þitt bróður-orð og andi Var ungum griðaskjól Sem vermdi líf í landi Og list sem áður kól. Eg finn að enn á arni ’Hin aldna brennur glóð Því hrein sem bros frá barni Þú birtir síung ljóð,— Við þekkjum þessa hnokka —Svo þýð og glöð og frjáls— Sem hrista ljósa lokka Og leggja’ oss mund um háls. Þú fluttir ungur yfir Frá okkar félags-sál f sveit, hvar linkind lifir Að lækka kvala-bál. úr sorgarmyrkri svörtu Við sjónum blasir skýrt: Þú vanst þar hugi og hjörtu í hóp, en gjaldið rýrt. En svo fór margri mildi Á mannkyns skuggabraut í lífsins hrikahildi Er hlúði um sár og þraut. Þér enn í óskagengi Sé auðnuvegur dæll Og megir lifa lengi Já, lifa heill og sæll. Jón Jónatansson

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.