Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 25. JANÚAR 1939 HEFIR TRÚIN BRUGÐIST MÖNNUNUM? Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg af séra Philip M. Pétursson ‘Lærið gott að gera, leitið skilning á þýðing trúarinnar, ætluðu henni að gera, eða að sem þannig var lýst. Kjarni koma í framkvæmd. kenninga hans finst í fjallaræð- unni. Alt hitt er aukaatriði, sem skýrir aðeins það, sem áður hefir verið birt, en bætir engu við. Eg þekki enga menn sem við þess, sem rétt er; hjálpið ”kenna það ekki að rettvisi, þeim, sem fyrir ofríki verð- kærleikur, broðerm, samvizku- ur, rekið réttar hins mun- semi, raðvendm, hugulsemi, feg aðarlausa og verjið málefni urð í hugsun og framkomu, o s. ekkjunnar,— (Jesaja, 1:17). hafi dda dl ævarandi gddi. En þessi hugtok eru oll kjarm Með þessum orðum ávarpaði æðsut trúarhugmynda manna, og Jesaja spámaður þjóð sína. Og þg ag margt annað breytist þá með orðum líkum þessum og í breytast þau ekki. sama anda, hafa spámenn og Hvernig geta þá menn sagt, önnur andans mikilmenni á- ejng og þejr gera stundum, að varpað heiminn á öllum öldum -trúin hafi brugðist mönnunum? síðan — alt til þessa dags. Hvernig geta þeir sagt að þessi — Altaf hafa menn verið báleitu og algildandi atriði geti til sem héldu því fram, brugðist oss ? Þeir mættu alveg Það, sem eg vil leggja fyrir yður hérna í kvöld, er spurningin um það, hvort að trúin, eða efna- legt tákn hennar, kirkjan, hafi í raun og veru brugðist mönn- unum, eða hafa þeir (ekki að- eins þeir sem eg nefndi, en ótal að bezta tilbeiðslan væri í því fólgin að gera rétt og ástunda kærleika; að kjarni háleitustu trúar væri það, að fylgja sann- leikanum í öllum efnum, — að efla bróðerni, að breyta réttvís- lega gagnvart öllum mönnum, að vera samvizkusamur, — að stofna frið og stefna ætíð að há- leitasta takmarkinu, sem til væri að finna í andlegum og í efna- legum skilningi. Þetta eru ein- kenni trúarinnar, næstum því hvaða trúar sem er. Þau eru ekki séreinkenni kristinnar trú- ar fremur en annara trúar- bragða. Þau þektust hjá forn- Gyðingum. Þau finnast í trú- arkenningum forn Hindúa, — Bhúddatrúarmanna og Confúc- íustrúarmanna, auk annara. Þau eru grundvöllur hverrar trúar, sem þess verð er að kallast trú, sem þekst hefir í heiminum, hvort sem það er í nútíð eða á fornum dögum. Þessar hugmyndir breytast ekki, nema aðeins að því leyti, að skilingur manna um þýðingu margir aðrir, sem haldið hafa semi, ráðvendni, hugulsemi, feg-Jhinu sama fram), misskilið hvað trúin eða kirkjan er, eða ætti að vera ? 4 Eg sagði áðan, að grundvall- areinkenni trúarinnar sem eg nefndi, hefðu ævarandi gildi og að þau stæðu á meðan að menn byggju yfirborð jarðarinnar; þ. e. a. s. með öðrum orðum, hvern- ig getur til dæmis kærleikur brugðist nokkrum manni. Getur réttvísi brugðist oss? eða sann- leiki, bróðerni, fegurð og svo framvegis Mér finst þáð vera réttara sagt, er vér lítum út yfir heiminn og sjáum menn vera að lífláta og ofsækja, að eyði- leggja og að tortíma, ekki að trúin hafi brugðist mönnunum, en heldur að mennirnir hafi brugðist trúnni, og öllu sem henni heyrir til og sem hún stefnir að! Ekki er það heldur nýskeð að það hefir orðið. Því frá því allra fyrsta brugðust mennirnir því sem trúin kendi. Þeir hafa meira að segja, aldrei eins vel segja að sólin eða nátt úrulögin hafi brugðist oss, því þau standa ekkert stöðugri, eða eru ekkert óumbreytanlegri en þessi hugtök, sem eru kjarni alls hins bezta og æðsta sem vér þekkjum, og sem óhugsanlegt er að menn geti án verið. En samt hafa menn, bæði í háum og lágum stöðum, hfaldið því fram á næstum því öllum tímum, að, eins og þeir segja, trúin hafi brugðist heiminum. Og svo hefir nú einu sinni enii komið fyrir. Fyrverandi foi*- náð því takmarki sem hún setti sætisráðherra þessarar þjóðar, R. B. Bennett, hélt því fram í ræðu sem hánn 'flutti í Central United Church í Calgary fyrir rúmri viku. — Samkvæmt blaða- fregnunum sem birtust í Tri- bune blaðinu hér í bæ, sagði hann að kirkjan hafi brugðist, en hvar og hvernig sagðist hann ekki geta lýst fyrir áheyrendum sínum. En sem sönnun þessarar staðhæfingar sagði hann að miljónir manna væru að sýna hverjum öðrum banatilræði, og þeirra eykst með tímanum og hann mintist, í þessu sambandi, víðtækari þekkingu. En þær a Kína og Spán. sjálfar gilda um aldur og æfi þó “Þessi eyðilegging á manns- að margt annað breytist hverfi. þeim. Vér erum enn að stríða við að ná því takmarki, að gera gött, að stunda kærleika og að framganga í lítillæti fyrir guði, að breyta við aðra menn í anda bróðernis og hugulsemi. Það er því ekki nema mesti hégómi af nokkrum manni, í hversu háu áliti sem hann kann að vera, að öðru leyti, að halda því fram, að trúin hafi brugðist oss, þar sem oss hefir aldrei tekist það, að koma því í verulega framkvæmd, sem grundvallar hugtök trúar- innar benda oss á! Vér vitum að menn hafa vilst af leið í trúarviðleitni sinni, °S lífum og eignum er sorglegur eins og í mörgu öðru. En það vitnisburður fyrir Kristnina,” : er einnig mönnunum sjálfum að Míka spámaður sagði: “Hann'sagði hann. En mér finst það kenna en ekki hinum andlegu hefir sagt þér, maður, hvað gott varla vera réttlátt að kenna takmörkum, sem þeir stefna að. sé, og hvað heimtar drottinn Kristninni um ástandið í Kína, Menn hafa misbrúkað trúna og annað af þér en að gera rétt, hvað sem hinu líður. trúaratriðið' vegna fávizku og ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum.” Annar maður, séra C. E. Sil- skammsýni, alveg eins og þeir cox, í Regina, hefir tekið undir hafa misbrúkað margt annað, Og nokkrum öldum seinna, er það, sem Mr. Bennett sagði, og ser 0g öðrum til mikillar óham- Jesús kom til sögunnar, bygði viðurkennir það, að kirkjan hafi ingju, í stað þess, ef rétt væri hann á þessum grundvelli, og brugðist mönáunum, og öllum farið ag; að efla og fullkomna veitti mönnum aðeins fyllri vonum þeirra um það, sem þeir þag; ser 0g heiminum til hagn- ■■ ■ ... ----------------- — aðar og uppbyggingar! Til dæmis, að eg nefni nokkur dæmi, hafa mennirnir farið á mis við vísindin, við meginreglur mennigarinnar, við þjóðmegun- arfræðina, við heimilis og upp- eldismálin og margt fleira. Ef að hægt er að segja að trúin hafi brugðist mönnunum, þá hafa einnig þessir hlutir allir brugð- ist mönnunum. En engin sá vísindamaður er til sem vildi viðurkenna það, að vísindin hafi brugðist. f stað þess héldi hann því fram að mennirnir hafi brugðist vísind- unum, eða eins og einn maður hefir sagt, að þá skorti vit tii þess, að kunna að fara rétt með það, sem þeim hefir verið lagt í hendur. . Nýlega hefir verið spurt um hvað sé aðal einkenni þessarar aldar. Og einn maður, prófessor C. E. M. Joad, prófessor í heim- speki og sálarfræði í Birchberg College, í University of Londan, hefir sagt, að aðal einkenni nú- tíðar heimsmenningarinnar sé það, að vald manna hefir aukist ómælanlega mikið, en að vit þeirra eða vizka hefir að engu leyti vaxið að sama mun eða í sömu hlutföllum. “Vér líkjumst guðum hvað völdunum viðvíkur, sem vér höf um yfir að ráða,” hefir hann sagt, “en vér erum lítið meira en skólastrákar vitsmunalega, og kunnum ekki að fara með þessi miklu völd.” “Vísindin, sem hafa veitt oss Thís advertisment is not ínserted by the Government Liquor Control Commission. The , . ... .... , „ . , Commíssion is not responsible for statements made as to quallty of producti advertised. pessi miklU VOiu, hata aldrei 1- hugað hverjar afleiðingarnar mundu vera eða hver áhrifin yrðu á einstaklingana, sem not- uðu þau,” segir þessir prófessor. Og svo heldur hann áfram: — “Vér höfum nú lengi reitt oss á vélar fyrir skemtanir vorar, og til að fylla tómstundir vorar, í stað þess, að útvega, eða að sjá fyrir vorum eigin skemtunum. — Skemtanirnar eru flestar sem þær voru lögákveðnar, og eru hinar sömu fyrir alla, án tillits til mismunandi hæfileika eða einkenna þeirra. Allir steypast í sama mótinu, og menn skemta sér aðeins eftir því, hverjar vél- ar eru til, sem geta skemt þeim. Þeir setja til dæmis pening í vél, og fá úr henni sígarettur, eða súkkulaðimola, eða jafnvel ein- hvern svalandi drykk. Þeir sitja inni á myndahúsum klukkutím- um saman. Þeir þjóta úr einum stað í annan með óhugsanlegum hraða, og með þessu öllu hyggja þeir að þeir skemti sér.” Tugir hugvitsmanna og snill- inga af ýmsu tapi hafa unnið að því að fullkomna það furðu- verk sem vér köllum “Útvarp” Og svo er það notað til þess að auglýsa pillur, og sápur, og meðöl sem eru oftast að litlu verulegu gagni, en eru ágæt gróðafyrir- tæki fyrir þá, sem framleiða þau. Þar að auki er svokölluðum leikum útvarpað og bæði full- orðnir og börn hafa gaman af að hlusta á þá. En afleiðingin verður sú að þau verða öll að hálfvitum, sem litla dómgreind hafa, vegna áhrifa þeirra. Alt þetta, segir próf. Joad, hafa vísindin gefið oss, en þau hafa ekki sýnt oss, eða kent oss hvernig vér eigum að hagnýta oss þau. Vísindin hafa veitt oss alt til þess, að vér getum lifað góðu lífi, en þau hafa ekki kent oss að lifa.” Svo segir þessi prófessor og hann vill að eitt- hvað verði gert til þess, að mennirnir geti farið rétt með öll þau völd, og alla hina miklu möguleika til að fullkomna lífið sem vísindin hafa veitt þeim. Hann heldur því ekki fram að vísindin hafi einhvernvegin brugðist mönnunum, en heldur að mennirnir hafi brugðist vís- indunum, þ. e. a. s. á meðan að þeir hafa aukið völd sín á næst- um öllum sviðum lífsins, þá hafa þeir ekki vaxið að sama mun í dómgreind eða vitsmunalega, og kunna því ekki að fara með það, sem þeim hefir verið veitt. Eða eins og próf. Joad segir í sam- bandi við flugvélina: "‘Menn sem æðri voru en aðrir menn, menn sem líktust guðum að þekkingu, fundu upp loftskifið, en þá náðu menn í það, sem líkt- ust öpum að dómgreind og hafa notað það síðan. Það er að segja, mennirnir hafa brugðist vísindunum. Og eins má segja um trúarbrögðin. Menn'sem líktust guðum að and- legri þekingu birtu háleitar og fagrar kenningar, og bentu heiminum á takmarkió, sem hann yrði að stefna aö, en þá tóku aparnir við og hin húleita andlega stefna hefir síoan stund- um næstum því tapast og gleymst fyrir ruglingnum og ofsanum sem fylgt hefir því, sem menn hafa kallað trú. Það er þess vegna engin Undur þó að menn, sem einlægir eru og vilja vera, og sem skoða það, sem kallast trú í heiminum, hyggja að trúin hafi brugðist mönnun- um, það er að segja, leitt þá út í villu og stofnað heiminum í hættu. 0g ef að menn vilja nú einu sinni enn að heimurinn þok- ist áfram á þróunarbraut, þá verða þeir að öðlast raunveru- legan skilning á því, hver trúin er í insta eðli sínu, og að fylgja henni í öllum greinum. Það er undir mönnunum sjálfum kom- ið hvort að trúin getur orðið máttugt og þýðingarmikið afl til góðs í heiminum. Vilja þeir að heimurinn þroskist andlega, þá verða þeir að skilja hvers er krafist af þeim í andlegum skiln- ingi, og uppfylla það, og því fyr sem mennirnir skilja það, að það er undir þeim sjálfum komið hvort heimurinn þokast áfram eða ekki á andlegu sviði lífsins, því fyr vinna þeir að því að hann geri það. Það er ekkert leyndarmál hver atriði trúarinnar eru! Trú- in er engin leyndardómur sem torvelt er fyrir menn að skilja. Hún er mjög einföld og skýr, og hver maður getur skilið hvað meint er ef hann leitar nokkuð eftir því, að skilja hana. Jesaja sagði í textanum sem eg las: “Lærið gott að gera, leit- ið þess, sem gott er.” Míka rit- aði á líka leið: “Hvað heimtar drottinn annað af þér en að gera rétt, ástunda kærleika og fram- ganga í lítillæti fyrir guði þín- um.” Jesús kendi það, að allir menn væru bræður og að Guð væri faðir allra manna, og sagði við lærisveina sína: “Alt sem þér viljið að mennirnir geri yður það skuluð þér og þeim gera.” (Matt. 7:12). Þessi fyrirmæli eru öll auð- skilin. Þau eru enginn leyndar- dómur, sem leynir sér fyrir mönnunum, og ekki heldur er hægt að skilja þau á margvíslega vegu. Þau eru blátt áfram og skýr, og bera það með sér að þau hafa ævarandi gildi. Þ. e. a. s. öll framför, í andlegum eða efnislegum hlutum verður að byggjast á þessum megin atrið- um. Þau eru kjarni trúarinnar og bregðast aldrei hvað annað sem kemur fyrir. Það er því misskilningur á trúnni að segja að hún hafi brugðist mönnunum. Kreddu- kerfi og trúarjátningar vissra kirkjuflokka hafa án efa leitt menn afvega í trúarviðleitni þeirra. En það er ekki trúnni j í hennar hreinu mynd að kenna, I en heldur mönnunum, sem þessi j kreddukerfi og játningar hafa I myndað og haldið á lofti. En ■trúin bregst aldrei. Það eru ! mennirnri sem bregðast henni. |Og ef nú þeir vilja að veruleg j breyting komist á fyrirkomulag- ið í heiminum, þá verða þeir að I byrja á sjálfum sér. Þeir verða að umbreyta sér sjálfum og i samrýmast í huga og sál höfuð- j atriðum trúarinnar, kærleika, jbróðerni, umburðarlyndi, skyn- i semi og frelsi. j Geri þeir þetta, megum vér :eiga von á að þeir nálgist tak- | mark trúarinnar, en geri þeir það ekki, situr alt kyrt í sama horfi og áður, eða færist aftur að villimensku forntíðarinnar sem hið andlega eðli mannanna hefir nú í margar aldir verið smásaman að leiða þá úr. ó herra guð, lát hjá oss mætast Þitt heilagt orð og rétta trú, en sérhvern upp þann ávöxt rætast, sem eigi gróðursettir þú. Á burt hvern lygalærdóm hrek en líf í sannleik hjá oss vek! (Sálm. 399) BRÉF Mountain, N. D., 16. jan. 1939 Hr. Ritstj. Hkr.: Eg sendi hér með fáein erindi, sem eg bið þig að birta. Bræð- urnir Gunnar og Geir Olgeirssyn- ir — hálfbræður Ásvaldar Sig- urðssonar sem dó vestur á Kyrrahafsströnd fyrir nokkru, hafa æskt þess að kvæði mitt yrði birt. Ásvaldur var systur- sonur Ásmundar í Nesi. Við vorum nágrannar í 13 ár í Ey- ford bygðinni, unnum saman, sömdum safnaðarlög fyrir Ey- fords-söfnuð og stofnuðum bind- indisfélag ungra manna og margt fleira. Þinn með vinsemd, Magnús Snowfield Kveðið við andlátsfregn Ásvaldar. Fólksnárungar falla nú fast og þétt í valinn; þú gengið hefir Gjallarbrú guðanna upp í salinn. Á sama bekk eg sat og þú við safnaðarmálin ræddum. Á sama bekk og með sömu trú, við sárin okkar græddum. Þú fetaðir stilt, þú fetaðir hægt á förinni gegnum lífið. Þú dæmdir þinn bróður, þú dæmdir hann vægt, að dæma mann hart varstu frí við. Á heimili þú hógværð barst, í háttum þínum prúður, við gesti ætíð glaður varst og gættir þín við slúður. * * * Þú varst annar Þveræingur, þú varst æ í lögum slyngur, hnektir einatt hrekkvísinni, hjálpaðir áfram réttvísinni. Við óðins þú situr hægri hönd og hugan lætur sveima um gátur lífs á ljóssins strönd, sem lifandi menn er að dreyma. Magnús Snowfield HITT OG ÞETTA Þerripappír Því fer fjarri, að allar upp- fyndingar sé árangur af sér- stakri viðleitni í ákveðna átt eða í ákveðnum tilgangi. Og sumar eru hrein tilvi.jun. Svo er til dæmis að ta j ..erripappír- inn. Sagt e. ae hann s til orð- inn eða “fundinn upp ovijjandi” á þann h t , au einu sinni gleymdu veráamenn í pappírs- verksmðiju nokkurri, að setja lím í trjákvoðuna. Árangurinn varð sá, að pappírinn þótti með öllu ónothæfur og var fleygt. Þá var það, að einhver fór, af rælni, að skrifa á þenna páppír með bleki, og kom þá í Ijós, að hann sogaði í sig blekið á svipstundu. Hann var með öðrum orðum “drykkfeldur”. Á þenna hátt varð þerripappírinn til. “Perri- pappir þoknast mér, því hann drekkur eins og eg”, stendur í Þarr iblaðs-vís u m ” Hannesar Hafsteins.—Vísir. Skyssa Þess var getið í amerísku blaði ekki alls fyrir löngu, að kona nokkur hefði státað af því, að í samkvæmi einu “salla-fínu” hefði hún setið lengi á tali við ákaflega tígulegan og gáfaðan mann, sem væri beinn afkom- andi Georgs Washingtons (1732 —1799), hins mikla manns og fyrsta forseta Bandaríkjanna. — Konan mun ekki hafa vitað, að forsetinn lét ekki eftir sig neina afkomendur og tíðindamaður blaðsins vissi það ekki heldur. Hann kvaðst hafa trúað konunni. Hún hefði verið ljómandi falleg og alls ekki þessleg, að hún væri að skrökva! * * * Vísa um Skörðugils-Jón Jón Jónsson hct strákur einn skagfirskur. Þótti hann snemma brellinn og illur viðskiftis. óð upp á saklausa menn með rosta og skömmum, en þeir þoldu mis- jafnlega, er fyrir urðu. Hann var síðar kallaður Skörðugils-Jón og þótti hinn mesti ójafnaðarmað- ur. Lenti í þrefi og þjarki við ýmsa menn og ennfremur í mörgum kvennamálum. Einhverju sinni, er hann var vart á þroskaskeið kominn, veitt- ist hann að Gísla Konráðssyn; með ærumeiðingum og illum munnsöfnuði, en Gísli svarað með stöku þessari og þótti spá hans rætast á stráknum: Ef þú aldri nokkrum nær, ný er spádóms saga: Að múta fyrir kjaft og klær kemur á þína daga. * * * Dómarinn: — Eg skil ekki hvernig þér gátuð fengið glóðar- augu, þó hent væri í yður niður- soðinni peru. Maðurinn: — Það var ekki búið að taka hana úr dósinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.