Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anvtime In the 2-Glass Bottle §C itigte. |GS)rtr^6aituf s» J oependableJ S- r s» DYERS6CLEANERSLTD. ' FIRST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 25. JANÚAR 1939 NÚMER 17. HELZTU FRETTIR Frá sambandsþinginu í byrjun þessarar viku tilkynti MacKenzie King forsætisráð- herra í þinginu, að hann hefði skipað tvo nýja ráðherra. Tek- ur annar þeirra við póstmeist- arastöðunni. Heitir hann Nor- man A. McLarty, frá Windsor, lögfræðingur og þingmaðu fyrir Essex West. Tekur hann' við af Hon. D. C. Elliott, er frá stöð- unni fór vegna vanheilsu. Hinn ráðherrann er skipaður var, hef- ir enga skrif stofu og er því vara- maður. Nafn hans er James A. MacKinnon, þingmaður frá Ed- monton West, og eini liberal- fulltrúinn frá Alberta á sam- bands-þinginu. Ennfremur hélt verkamálaráð- herrann, Hon. Norman Rogers ræðu til varnar hásætisræðunni og sagði í henni frá því, hvað Kingstjórnin æltaði að gera í at- vinnuleysismálinu. — Þátttaka hennar í framfærslukostnaði at- vinnulausra, yrði nú 40% en var 30% áður. Fylkin og bæirnir eiga að sjá fyrir 60% af kostn- aðinum. Verk sem fylkin tækjust á hendur kvaðst sambandsstjórnin styðja með því að greiða helming vinnulauna við þau. Þetta væri nú þolanlegt, ef fylkin hefðu sjálf fé að leggja í nokkurt verk. Hvað veitt var á síðast liðnu ári eru ekki skýrslur yfir, en hámarkið, sem sambandsstjórn- in ,ákvað, var þetta: Til N6va Scotia $210,000 árlega; Prince Edward Island $48,000; New Brunswick $225,000; Quebec $4,800,000; Ontario $5,580,000; Manitoba $1,980,000; Saskat- chewan $2,430,00; British Col- umbia $1,380,000. Alberta er of syndugt til að vera talið með á skrá þessari. Nú verður ekkert hámark sett. En eina fylkið sem hagnýtt getur sér það að ein- hverju leyti, verður Ontario- fylki. Er gert ráð fyrir að veit- ingin til þess verði einum þriðja meiri en s. 1. ár. Með þessu virð- ist ekki eiga um annað að hugsa en Ontario-fylki. Lætur að lík- um að eitthvað þurfi til þess, ef vinna skal kosningu þar á kom- andi sumri. Til að temja æskuna (youth ] training) gaf Mr. Rogers í skyn, að verja ætti þrem miljón döl- um. Sé kensla af þessu tæi, með alla þá skóla sem landið hefir, til nokkurs annars nauð- synleg en að kenna æskunni að greiða liberölum atkvæði, væri fróðlegt að vita hvað það er. Það er með því að fylkja æsk- unn þannig sem Hitler og Mus- solini náðu völdum. Stuðningsmenn hásætisræð- unnar á sambandsþinginu, voru J. E. Matthews þ.m. frá Bran- don og Lionel Shevrier þ.m. frá Stormont. Var ræða hins síð- arnefnda að mestu á frönsku. Barcelona í hættu Frá Spáni voru fréttirnar þær í gær, að her Francos væri aðeins 5 mílur frá útjörðum Barcelóna á suður-vígstöðvunum. Er sagt að nokkrir af ráðgjöfum stjórn- arinnar hafi flutt í borgirnar Gerona eða Figueras norður af Barcelona og nær landamærum Frakklands. Mun stjórnin taka sér þar bústað, ef Barcelona verður tekin innan skamms, sem nú eru allar líkur til. í fregnum frá uppreistarmönnum segir að það skifti aðeins nokkrum klukkustundum þar til borgin verði að gefast upp. Uppreistarmenn hafa í marga daga flogið yfir borginni og sprengjunum hefir rignt niður. Hafa frá 50 til 150 manns oft farist á dag og skemdir orðið miklar. Hersveit sem undir nafninu "The Lost Legion" gengur og sjálfboðar frá öðrum þjóðum heyra til, er sagt að stjórnin hafi sent heimleiðis eða norður til Fraklands í gær. í sveit þess- ari eru 350 Canadamenn, 104 Bandaríkjamenn og 50 Englend- ingar. Hitler rekur Schacht f rá ríkisbankanum Síðast liðinn laugardag bárust fréttir frá Þýzkalandi um að Hitler hefði rekið Dr. Hjálmar Schacht frá stjórn ríkisbankans þýzka. Ástæðan fyrir þessu er sú að Hitler þykir Schacht hafa um of tekið fram fyrir hendur sér og ónýtt áform sín; auðvitað hefir Schacht ekki gert þetta nema þegar áformin hafa stefnt fjár- hag þýzkalands í hættu. f fjármálarekstri er Schacht hinn sami fyrir Þýzkaland og Mantagu er fyrir England. Og það þykir ganga kraftaverki næst hvað honum hefir tekist að halda f járhag Þýzkalands við og trausti erlendra f jármálamanna þrátt fyrir alt sem gengið hefir á í Þýzkalandi. Sannleikurinn mun sá, að hann eigi fáa sína lika í fjármálarekstri. Til þess að halda vináttu og trausti við England, hefir Schacht ráðlagt Hitler að fara gætilega í eindu-rheimt nýlendu sinna. Hið sama hefir Fritz Wiedmann gert. En Hitler ætl- ar nú heldur ekki að hafa hann lengur í ráðum með sér, en hefir ráðgert að senda hann til San Francisco til að taka þar við konsúls embætti. Með þessu ryður Hitler þeim tveim mönnum úr vegi sínum, sem hann telur sér og stefnu sinni hafa verið erfiðasta. Býst hann með burtvikningu þeirra við að hafa óbundnari hendur. Út um heim er þannig á þetta litið, að fjármálasamband við Þýzkaland sé nú úr sögunni. Það sem haldið er að Hitler muni gera er að taka upp beina vöruskiftaverzlun við þær þjóð- ir, sem erlend viðskif ti geta ekki rekið á annan hátt. Og þær þjóðir eru nokkrar, sem ekki hafa neitt gull eða silfur. Hver veit nema Hitler takist að keppa þar við Breta og aðra um heims- verzlunina Dr. Schacht og Wiedmann bentu Hitler stöðugt á að þjóðin þarfnaðist meira með brauðs og smjörs, en b'yssa. Og þeir töldu óvit að halda ekki vináttu við Bretland, Bandaríkin og Frakk- land. En Hitler gefur ekkert fyrir þetta. Joachim von Rib- bentrop er aftur sammála Hitler og lýsir blessun sinni yf ir öllum hans áformum. Hann hreytir ónotum í alla, sem ekki ^eru með stefnu Hitlers og er þessa stundina flestum meira metinn af Hitler. Það sem fyrir Hitler vakir enn, er að ná Ukraníu. Hann er stöð- ugt að reyna að lokka Pólverja til að vera með sér, en yfirgefa Rússa. Og þegar Franco hefir unnið Spán og Mussolini fer að kreppa að Frökkum, ætlar Hitler sér sama leikinn í Ukraníu og hann lék í Austurríki og Tékkó- slóvakíu. Hann álítur að sýna alt að því miljón manna her á landamærum Ukraníu, muni nægja. Þessa segja fregnirnar að hann muni freista í apríl í vor. Að hann standi Mussolini að baki í viðureign hans við Frakka, er ekki talinn neinn vafi á. Þýzkaland skuldar brezkum bönkum um $200,000,000 lán, sem þeir telja sér nú sama sem tapað vegna þessarar breytingar á fjármálastefnu Hitlers. Suðaustur sækir Hitler með það fyrir augum að komast sem bezt að eystri ríkjunum á Bal- kan-skaganum. Holland er einnig haldið að hann hafi í sigti við tækifæri. Wulther Funk ráðherra sinn og hagfræðing skipaði Hitler stjórnanda ríkisbankans í stað Schachts. Hermenn sína bað Hitler að ryðga ekki í herfræðum sínum og vera við öllu búna með vorinu. Frakkar neita Spánar- stjórninni um aðstoð Neyðarkalli spönsku stjórnar- innar um aðstoð, var neitað af stjórn Frakka s. 1. föstudag. Þrátt fyrir þrábeiðni Mercel- ino Pascua, sendiherra Spánar á Frakklandi, synjaði Georges Bonnet utanríkismálaráðherra allri aðstoð og kvaðst standa við samninga sína við England um hlutleysi. Sendiherrann bygði beiðni sína um aðstoð á því, að það væri eins nauðsynlegt Frakk- landi og Spánarstjórninni sjálfri, að vernda Barcelona. Eftir að Franco væri öllu ráðandi á Spáni, væru þar þegar komnar upp ítalskar og þýzkar flug- og neð- ansjávarbátaherstöðvar, er ó- þægilegra gerði Frakklandi fyrir að vernda eignir sínar í Norður- Afríku. Og það hefir margt ræzt, sem ólíklegra hefir verið. SAMANDREGNAR FRÉ T TIR Gömul kona: En læknir, þér segið að þetta meðal yngi mig upp um 10 ár. Er þá ekki hætta á að eg missi ellistyrkinn ? George Drew hersir hefir ver- ið kosinn foringi íhaldsflokksins í Ontario-fylki. Hlaut hann mjög einróma fylgi, enda hinn fjölhæfasti maður. Hann er hermaður, lögfræðingur, garpur mesti í opinberum málum og góður rjthöfundur. Og hin snarpa atrenna' hans í Bren- byssumálinu, hefir ekki sízt vak- ið athygli. Fyrir hana má hann heita kunnur um alt land. Og vinsældar og virðingar nýtur hann nema hjá fjáróreiðumönn- um hins opinbera, er illan bifur hafa á honum. * * * "The Laurier House" í Ot- tawa, er eign MacKenzie Kings forsætisráðherra. Menn hafa haldið að hús þetta, sem fyrrum var heimili Sir Wilfred Laurier, heyrði til liberal flokknum og væri bústaður þess eins er í það og það skifti væri forsætisráð- herra úr þeim flokki. En Mr. King segir eignina hafa verið gefna Lady Laurier, er í erfða- skár sinni hafi gefið sér hana. * * * Hvað er Manitoba gamalt? Arthur Holmes, prófessor í jarð- fræði í Durham háskóla á Eng- landi segir aldurinn 1,770,000,- 000 ár, reiknað eftir hve langan tíma þarf til að breyta uranium í helium og blý eins og jarðfræð- ingar gera. Og þó er grjótið sem þessi efni finnast í, eldra, svo hann álítur hér um ein elztu jarðlög að ræða sem til eru. Auð-' vitað er jörðin eldri. Frá mynd- un hennar er talið miljón sinn- um lengra, en frá upphafi Kristna tímabilsins. * * * Bernard Shaw sagði eigi alls fyrir löngu: "Eg hefi jafnan gætt þess vandlega, að láta aldrei kurteislegt orð falla í garði Bandaríkjamanna. Þessvegnal munu þeir dást að mér alla tíð, þangað til mér kann að verða það á í elli minni, að segja eitt- hvað fallegt um þá. En þá munu Vestur um haf Vér tengjum yfir hafið bræðraböndin og búum, sama þjóð, í álfum tveim. f austri og vestri æfintýralöndin að einum brunni draga þrána heim. Oss flestum þykir mildust móðurhöndin. Hver minning lokkar yfir höf og geim. Þeir ungu, burt sem arnarvænginn þreyta, á öðru dægri heim í f jarsjtann leita. Oss hafa þannig örlög örmum vafið, að aðeins fáir hlutu glaðan byr. En margan ljóma lagði yfir hafið og lýsti þeim, er varð að sitja kyr. Hið litla fræ í jörðu gleymt og grafið það grær og blómgast síðar eða fyr. Nú hillir undir bylgjur blárra skóga. í báðum löndum sömu vonir gróa. I — Vér burtu farna vini hugðum hverfa og horfðum yfir skerðan lífs vors sjóð, að stríðið mundi af þeim svipinn sverfa, þeir sogast burt með allra landa þjóð. Nei, barnið skyldi feðraauðinn erfa. Os ísiand vörð um hverja fylking stóð. Því gnæfir hæst í hugum vorra lýða sú helga von, að nú sé góðs að bíða. Nú stefnir floti vor til Vínlands hafnar, og vestrið dregur frá hin rauðu tjöld. Hver farmur auði í beggja sjóði safnar og saman tengir vora bræðraf jöld. f tignu starfi dáð og frelsi dafnar. Það dagar skjótt af nýrri frægðaröld. Lát blysin hækka íslands ungi lýður. Vor ættarjörð með þúsund hlutverk bíður. Jón Magnússon —Lesb. Mbl. þeir óðara halda, að eg sé ó- merkilegur smjaðrari og lyga- laupur og kasta mér frá sér eins og heitri kartöflu. * * * Margt þykir nú bera með sér, að veður sé að hlýna á jörð vorri. Til dæmis heldur rússneska- nefndin, sem eftirlit hefir með ferðum um höfin fyrir norðan Rússland og Síberíu, að þar sjá- ist vottur þess, að sjór sé að hlýna. Jörð telur þessi sama nefnd einnig hafa frosið lengra suður á Rússlandi fyrir 100 ár- um, en nú. Þá er sagt að við þorsk verði nú vart norður við Nova Zembla og Spitzbergen, sem vanalega haldi sig í hlýjum sjó. Eftir Lincoln Ellis, sem fyrir skömmu lagði af stað til Suð- urpólsins að vitja skipsins "Erp" og sem þangað er nú kominn, er það haft, að hann hafi lengi verið þeirrar skoðunar, að meiri kuldar hafi verið suður þar fyrir tugum ára, en nú sé þar. * * * Tólf þingmenn fóru fram á það í þinginu í Stokkhólmi í gær, að leggja til við nefndina sem um útbýtingu Nobels-verðlaun- anna sér, að Neville Chamber- lain forsætisráðherra Breta, væru veitt friðarverðlaunin í ár fyrir starf hans í Munich s. 1. haust. * * * Innflutningur á skeggburstum frá Japan hefir verið bannaður bæði í Canada og Bandaríkjun- um. Ástæðan fyrir því er, að í burstunum fundust gerlar (an- thrax), er sýki í skepnunum veldur, sem hárið er af, og sem geta sýkt menn. Ein send- ing af þessum burstum kom til Manitoba, en þess var í tíma gætt svo skaði hlaust ekki af því. * * • Harry Heipel, 24 ára gamall drengur frá Winnipeg, sem kærður var s. 1. haust fyrir að hafa myrt J. A. Kaeser, ríkan bónda í Moosomin, Sask., var dæmdur til lífláts s. 1. laugardag af 6 manna kviðdómi í yfirrétt- inum í Regina. Dómarinn, á- samt verjanda Heipels, benti kviðdómendum á að hér væri ekki um sannaða sök heldur lík- ur að ræða. Eftir úrskurð kvið- dómsins var ákveðið að dómin- um yrði fullnægt 26. apríl. * * * Tekjuhalli C. N. R. járn- brautakerfisins var s. 1. ár $52,- 000,000. Er nú á þinginu minst á að skipa nefnd til að rannsaka járnbrautareksturinn. — Þykir sumum nóg komið af því tæi og efast um að slík nefnd gæti nokkuð við hallanum gert . * * * Eitt af flugskipum British Im- perial Airways og Pan-American Airways, sem á mili New York og Bermuda flýgur fórst á miðri leið eða um 300 mílur undan landi s. 1. laugardag. Á flug- farinu, sem hét "Cavalier" voru 13 manns. Þrír af þeim fórust en 10 björguðust, eftir að hafa haldið sér fleiri klukkstundir á floti með björgunar-lindum. * * * Col. George A. Drew fer fram á það á sambandsþinginu, að Hon. Ian MacKenzie, hermála- ráðgjafi King-stjórnarinnar segi stöðu sinni lausri vegna fram- komu hans í Brenbyssu-málinu. * * * ítalska ríkið hefir keypt hina frægu lystisnekkju Marconis, "Elektra". Snekkjuna á að gera að Marconi-safni. ÚTVARPSRÆÐA flutt á annan dag jóla, 1938, í Bellingham, Washington af séra A. E. Kristjánssyni "Til að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, til að beina fótum vorum á friðarveg." Þessi orð standa í 1. kap. Lúk- asar guðspjalls og eru niðurlags- orðin í lofsöng þeim, sem Sak- aría prestur flytur Drottni í til- efni af því, að honum á að fæð- ast sonur. Þau taka fram það, sem á að verða köllun og lífs- starf þessa sonar: "Að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, til að beina fót- um vorum á friðarveg." Þessi sonur var Jóhannes skírari. Rétt á eftir þessari frásögn kemur svo sagan um fæðingu Jesú, um fjárhirðana og englasönginn: "Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu." Vissulega lýsa orðin, sem höfð eru um Jóhannes engu síður köllun og starfi Jesú. "Friður á jörð" hefir hljómað frá kirkjum og heimilum krist- inna manna í meir en 1900 ár — að minsta kosti einu sinni á ári. Mörgum okkar finst, að þessi englasöngur hafi aldrei mætt daufari eyrum né svartara myrkri í mannheimi en einmitt nú. Sé svo, þá þýðir það aðeins það, að nauðsyn mannanna heimtar af öllum boðberum frið- arins meiri trú á boðskap sinn; meiri árvekni og djörfung í flutning hans; meiri trúmensku við köllun sína — djörfung og trúmensku, sem metur meir en lífið sjálft þá köllun, að lýsa þeim, sem í myrkri sitja og að beina fótum vorum á friðarveg. Þegar við, á þessum jólum krjúpum í anda við fjárhúsjöt- una, sem var fyrsta vagga frið- arhöfðingjans, og virðum fyrir okkur ljómann, sem leikur um andlit móðurinnar, og sem henni skín frá ásjónu nýfædds sonar, þá verum þess minnug, að hin himneska birta hefir lýst svo langt gegnum myrkur aldanna — alla leið niður til okkar — vegna þess, að húin er þrungin og mögnuð öllum hinum dýpstu þrám, hjartfólgnustu óskum og heitustu bænum mannanna — þrám, óskum og bænum um frið á jörð. Eg er fyllilega sann- færður um það, að þrátt fyrir alt, sem virðist mótmæla því, er engin bæn, sem mennirnir beina til guðs á þessum jólum, eins almenn og eins einlæg eins og bænin um frið. En "friður á jörðu" felur í sér alla hugsjón þeirrar kristni sem Kristur kendi, því hann verður að grund- vallast á kærleika, réttlæti og bróðerni allra manna. En er nokkurt vit í því, að biðj a slíkra bæna nú ? Er nokk- ur von um bænheyrslu eins og nú horfir við í heiminum? — Þannig spyrja eflaust margir. Eg vil þá fyrst benda þeim, sem þannig spyrja, á nokkur ytri, sýnileg tákn þess, að ekki sé með öllu vonlaust um friðinn. Á hverjum degi berast okkur á öld- um ljósvakans fregnir'af stríð- um, sem einmitt á þessari stundu eru háð víðsvegar um heiminn. Við heyrum um ný og æ hryllilegri hópmorð og níðings- verk; um harðstjórn og kúgun; um ranglæti og hatur; um of- sóknir og grimd. En hitt eru ekki álitnar fréttir þó þúsundir og hundruð þúsundir manna og kvenna í öllum löndum haldí uppi látlausri og margháttaðri starfsemi í þágu friðarins, bróð- ernisins og réttlætisins, en samt er það svo. Yfirlitið, sem frétt- Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.