Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 25. JANÚAR 1939 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA BJARNI HALLGRÍMSSON Þann 17. október s. 1. andaðist á spítala í Aberdeen, Wash., Bjarni Hallgrímsson eftir nokk- uð langvarandi heilsubilun. Bjarni heit. var 80 ára, fædd- ur 24. janúar 1858. Faðir hans var Hallgrímur Erlendsson, sem lengi bjó í Meðalheimi á Ásum í Húnavatnssýslu; móðir hans var Margrét Magnúsdóttir, hálfsyst- ir Guðmundar Magnússonar læknis í Reykjavík. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Með- alheimi. Bjarni giftist Sigurlaugu Björnsdóttur. Eignuðust þau einn son, Björn að heiti. Þau bjuggu á Hjaltabakka og í Með- alheimi og á Blönduós í Húna- vatnssýslu. Áður en Bjarni flutt- ist frá íslandi misti hann Sigur- laugu konu sína. Til Ameríku flutti hann með Björn son sinn árið 1902 og sett- ist að í Winnipeg. Árið 1904 giftist hann seinni konu sinni, Sigríði, þá nýkominni frá ís- landi, sem nú lifir mann sinn á- samt þremur börnum þeirra, tveimur dætrum, Sigurlaugu, nú Mrs. 0. Pherson og Vigdísi, nú Mrs. Malik, og einum son, Al- bert. Þau bjuggu í Winnipeg þar til 1907 að þau fluttu vestur að Kyrrahafi til borgarinnar Se- attle í Wasington ríki. Þar dvöldu þau um eins árs skeið, en fóru svo til Point Roberts í sama ríki og settust þar að. Áttu þau þar heima í tuttugu og tvö ár. 1930 fluttu þau suður til Elma, Wash. Var heimili þeirra þar og í grendinni upp frá því, og þar býr nú Sigríður ekkja Bjarna heit. með Albert syni þeirra. — Björn, son sinn frá fyrra hjóna- bandi, misti Bjarni fyrir all- mörgum árum; druknaði hann í Lake Washington. Bjarni heit. var drengur hinn bezti. Verkmaður var hann á- gætur, dugandi og trúr. Lund- betri mann var vart að finna, glaður og hýr ávalt. Hraust- menni var hann að burðum. — Hreinn og heill í öllum viðskift- um. Hans er saknað af öllum sam- ferðamönnum hans, sem kyntust honum. Þeir hugsa til hans með þakklæti fyrir góða við- kynningu og ánægjulega sam- fylgd. Gamall vinur. fslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu JÓL í FLÓRENS Eftir Ríkarð Jónsson Eftir allsögulegt ferðalag frá Munchen, náðum við ferðafélag- arnir, Ingólfur Gíslason, læknir í Borgarnesi, Davíð Stefánsson skáld og eg, til Flórens á ftalíu, laust fyrir jólin 1920. Slapp eg með leynd inn í hina merkilegu Florensborg, því að passa mínum og nokkrum peningum var stolið af mér sofandi í járnbrautar- vagni milli Boulogna og Florens. Á þeirri leið bar það meðal annars til tíðinda, að við félag- arnir tókum að okkur að passa barn fyrir veika stúlku, sem við kölluðum “Alparósina”, sem var á leið til Florens, eins og við, en á járnbrautarstöðinni í Bou- logna, sem er ógurlega vandröt- uð teinaflækja, hvarf stúlkan með öllu, þegar skift var um lest. Sátum við nú uppi með barnið svangt, veikt og hágrátandi, marga klukkutíma, unz hin unga móðir þess braust, af sér gengin af harmi, fram úr hinni þéttu mannþyrpingu jólalestarinnar,, og urðu allir aðilar alls (hugar fegnir. — Annars er sagan af þessu barnfóstri okkar miklu lengri. En þessi pistill átti að vera um jól 1 Florens, og verð eg því að sleppa sögunni um Alpa- rósina og barnið hennar, í þetta sinn. í þann tíð var ferðabréfaskoð- un mikil og nákvæm, hvar sem við komum. Nú var eg passa- laus, svo sem áður er sagt, og slapp eg inn í Florensborg með þeim hætti, að eg fór inn um það hlið, sem þeir gengu um, er úr borginni fóru: Lét eg mig hverfa þar í mannfjöldanum, þó vitanlega beint á móti straumi, og mjakaðist þannig hálföfugur út af járnbrautarstöðinni og inn í borgina. Mátti þar um segja, eins og skáldið kvað: “Sit eg nú með séra-brand og sigli móti vindi”. Félagar mínir fóru vitanlega um hið rétta hlið og sýndu passa sína af mikilli kurteisi. Við tókum okkur dvalarstað hjá dönskum systrum, Jörgen- sen að nafni, og höfðu þær mat- sölu og gistihús í Florens, aðal- lega fyrir norðurlanda ferða- menn. Þær voru báðar ógiftar og virðulegar meyjar, og komn- ar á þann aldur, að upgfrúar- titillinn myndi hatfa verið nokk- uð hjáleitur. Gistihúsið virtust þær reka með dugnaði og mynd- arskap; höfðu þær stórt hús á leigu á fögrum stað við Arno- fljótið. Dvöldum við þar um mánaðartíma. Heimilislífið á “Pencione Scandinave”, — svo hét gisti- staðurinn, — var hið skemtileg- asta, enda nýir og nýir farfuglar, sem staðnæmdust þar lengri eða skemri tíma, á leið til borgar- innar eilífu, Róm. Mest voru það myndlistamenn, skáld, söng- menn og aðrar fróðleiksfúsar og fegurðarþyrstar sálir, er stað- næmdust á þessu farfuglaheim- kynni. Florens reyndist mér að vera mest aðlaðandi og yndislegust allra þeirra borga, er eg sá á ítalíu. Ber ýmislegt til þess; fagurt borgarstæði, fagrar, eld- gamlar byggingar, og listigarð- ar, og söfnin, sem eru hreinasti “draumur” og fegurðaropinber- un. ' Nú er frá því að segja, að þær Jörgensens-systur voru í kunn- ingsskap við aðalsfrú eina þar í borginni, og hafði hún þá venju, að gera þeim systrum heimboð mikið um jólaleytið, með tilheyr- andi grímudans og annari skemtun og rausn. Við vorum svo hepnir, að vera í Florens ein- mitt um það leyti sem jólafagn- aður þessi skyldi standa, og hlökkuðu allir til að koma á há- ítalska jólaskemtun. Ekki man eg hversu margir fóru úr “Pen- cione Scandinave”, líklega um það bil 3 tugir manna, og álíka margt var fyrir af ítölsku kunn- ingjafólki frúarinnar, — þess verður að geta, að maður henn- ar var á ferðalagi. Skemtunin fór fram eftir föstum reglum ár frá ári. Sér- staklega voru fyrstu liðirnir fast skorðaðir. Ekki var þar kaffiborð né kökur, heldur var byrjað með því að hressa sál gestanna í þar til gerðum heim- ilisbar, — það er að segja veit- ingastofu, §em hver gat gengið inn í og beðið um hvaða vín sem hann vildi. Þó var sú öryggis- ráðstöfun viðhöfð, að karlmaður fékk ekki afgreiðslu við vínborð- ið, nema hann hefði dömu með sér. Grímudansinn hófst mjög skjótt, og vorum við Norður- landabúarnir allspentir, að sjá hinar ítölsku meyjar kasta grímunni, og álíka hefir skandi- navisku stúlkunni sjálfsagt verið innanbrjósts gagnvart ítölsku piltunum. Því flest er það fólk fegurra ásýndum en við hér norðan Alpafjalla, jafnleitt,! sléttleitt og skiftir fagurlega lit-1 um. En aðsópsmeiri og hreim-| þyngri fanst mér Norðurlanda- búarnir, þó ófríðári séu. Eftir að grímu var kastað, var i enn dansað lítið eitt. Þá varl tjaldi svift frá stóru jólatré í! öðrum enda salsins. Þar draup smjör af hverri grein. Á hinu fagurskreytta jólatré, svignuðu greinarnar undan ávöxtum, smá- um vínflöskum og jólapokum með smurðu brauði, einnig sátu gervifuglar á greinum þess, hér og þar, item snædrif og skraut- kúlur. Sameiginlegt borðhald var þar ekkert, öðruvísi en það, að hver sat eða stóð, eftir vild, og stífði brauðið og ávextina úr hnefa, og dreypti á sig af litlum flöskum, sem fylgdu með hverj- um brauðpoka. Þær voru á stærð við ljósperu, og líkar að lögun, fullar af ágætu konjaki, og var fléttað eða riðið fínum bastmöskvum utan um þær upp til miðs. Þar í var hankinn festur. Slíkar flöskur, stærri og smærri, kalla ítalir “Bottilia” sbr. bottla, — eins og sagt er hér. Á undan eða eftir borðun- inni var sá liður á dagsránni, að veizlugestirnir áttu að syngja þjóðsöngva sína, og þar að aul minst tvo aðra söngva, hver fyr- ir sitt land. Við íslendingarnir vorum fá- liaðastir, aðeins tveir, því að skáldið var ekki í veizlunni. Við skiluðum samt okkar þjóðsöngv- um með tiltölulegum heiðri. Dansleikurinn gekk nú sinn gang. Hið eldþrungna augnaráð ítölsku meyjanna kom okkur skandinövum ekki neitt illa og því síður blóðheit armlög þeirra í dansinum. Við og við bauð maður þeirri, er maður dansaði við í það og það sinn, með sér fram í veitingaherbergið, til að hressa sálina. Mig minnir, að þar væri líka veitt kaffi nero, — nefnilega svart kaffi, lútsterkt og sykurlaust. Það er pressa/' eða þrautsíjað, gegnum þar til gerða vél, í einn og einn bolla í einu, og er einskonar þjóðdrykk- ur ítala. Klukkan var orðin eitt, alt var í þeirri fínustu stemningu eða “úð”, sem sumir kalla, hver gerði öðrum stundina sem yndisleg- asta með ýmiskonar upphlaupum og tilbreytni, og kunnu ftalarnir vel skil á að skemta sér og öðr- um. Einnig voru meðal Skandi- navanna ýmislegir sprettfiskar og kynstramenn og kunni einn það, er annan skorti. En þá var það, sem “hvellur- inn” kom. Hvaða hevllur? Ja, það er nefnilega það, — hvaða hvellur? Það var eiginlega alls enginn hvellur, en það sló óhug á fólkið, eins og það hefði heyrt einhvern voðalegan hvell. Greifinnan var kona allfögur ásýndum, bjartleit mjög og hár- ið eins og gluggakisturnar henn- ar Mjallhvítar. Hún var ekki ýkja-há, fremur en aðrir ítalir, en bar sig mjög tigulega. Bún- ingurinn var hinn fegursti í samkvæminu, og lét hún mjög mikið til sín taka, og var, eða vildi vera, sólin meðal stjarn- anna. Aldur hennar gat verið alt frá 35—50 ára, — svo óút- reiknanleg var hún. Þeim boðskap var hvíslað meðal herranna, strax í byrjun, að greifinnunni myndi líka bet- ur, að sitja ekki yfir í dansinum, nema hún sjálf óskaði að hvíla sig, og var sérstakur herra — (Oberslautenant) settur til að hafa gát á þessu. Það man eg og, að við íslendingarnir vorum báðir búnir að dansa við hana einn eða fleiri dansa, þegar hér var komið sögunni, enda var það engin neyð, því að hún var auð- finnanlega þaulvön dansi. Hvellurinn, sem áður er um getið, var öllu heldur hvísl eða hvískur, sem gekk frá manni til manns um allan salinn, þess efn- is, að greifafrúin hefði snögglega veikst, öll skemtun yrði að hætta í lifandi bráð, því hún þyldi eng- an hávaða eða læti í húsinu. Allir, sem einhvern tíma hafa komist í slíka “úð”, munu geta skilið, hvílík fádæma hrelling þessi boðskapur var, því flestum mun hafa fundist hið mesta vera eftir; menn höfðu nefnilega von- ast eftir að skemta sér alla nótt- ina. Sænska stúlgu, allhressilega, hafði greifinnann sér við hönd; var hún (fröken-pige eða) skart- jómfrú frúarinnar. Svíalín þessi, sem var mjög handgengin frúnni og vinkona hennar, þekti víst æði vel skapferli greifinnunnar. Hún hvíslaði því nú að sínum sessu- naut og svo hver að öðrum, að veiki frúarinnar væri víst ekki hættuleg, heldur myndi herrun- um hafa láðst að dansa nægjan- lega mikið við hana, eða veita henni aðra tilhlýðilega athygli, en gleymt sér um of við sínar eigin dömur. Veiki hennar væri nefnilega hrein og bein uppgerð o g bókstafleg hefnarstræka gagnvart lýðnum í heild. Nú voru góð ráð dýr. Alla setti hljóða. Ekki nema það þó, að eiga að hætta klukkan eitt í slíku skapi. Nú var það Svíalínð sem lagði á ráðin. Skyldu nú allir takast í hendur og dansa syngjandi upp hallarþrepin, inn í svefnherbergi greifinnunnar, slá hring um hina gyltu himinsæng hennar og syngja söngva þá, sem henni mættu þóknast sem best. Hinir viðbragðssnöggu og snarhuga ftalir voru ekki lengi að hlíta þessu ráði; hér var alt að vinna, en engu að tapa. Ráðagerðin var framkvæmd umsvifalaust. Svefnherbergið fanst mér öllu lííkara skrautsal með hvítmálaðri og gyltri og tvíbreiðri himinsæng frammi á gólfi. Sængurhimininn var ljós- fjólublár, en umgerðin hvít og gvlt eins og hjónarúmið; alsett- ur var hann gyltum snúrum, dúskum og öðrum spottum. — S.ængurlínin mjallhvít. Hér lá nú gyðjan, hvít og svört, fögur og ’ óttaleg og tók kveðjum gest- anna með kaldri hæversku. ítala’’nir gengu að vonum fram fyrir skjöldu með útvöldum gleðisöng hvellum röddum, og hringdansi kringum rúmið. Það var ekki að sjá, að gyðjan léti sér mikið bregða við þetta djarf- mannlega upphlaup. Að vísu dró hún munnvikin lítið eitt upp á við í ströngu tilgerðu kurteis- isbrosi; einnig bærði hún höfuðið lítið eitt á koddanum, en augun störðu á lýðinn með ís- köldu og fyrirlitlegu Mussolini- bliki, og stút á munni. Gestunum brá, ítalina setti hljóða. Hálsarnir þornuðu og þeim fataðist að byrja á næsta lagi. Það þar þungt um andar- dráttinn, því vitanlega hafði gyðjan alt valdið í sinni hendi. Þá var það, eins og Gunnar Páls- son svo fagurlega syngur: — “Þjóðin ystu voga”, í persónu Ingólfs læknis, sem tók til sinna ráða. Við héldumst í hendur í hringnum. Víkur hann sér nú að mér allhvatlega, og segir: “Þú ert svo helvíti upplagður í kvöld. Syngdu nú eitt af þínum beztu lögum yfir stelpunni. Þú hlýtur að vinna drekann, — og láttu nú einu sinni sjá að þú getir sung- ið.” Rétt áður en eg fór heiman af íslandi, var eg búinn að læra af Sæmundi söng, nú pólití, fag- urt lag eftir ísólf Pálsson, við kvæði eftir Jón Pálsson frá Hlíð, og var mér hvorttveggja þá mjög munntamt. Varla hafði Inólfur slept sínu afgerandi orði fyr en eg byrjaði: “Gráttu ei, mamma, góða nótt, gott er hér að sofa og dreyma. Englar syngja sætt og rótt sönginn, er eg lærði heima. Sé eg bak við sólarrönd sumardýrð og morgunroðann, yst við þinnar æfi strönd, óma heyri eg friðarboðann.” Þetta hafði þau áhrif, að allur skarinn klappaði sem tryldur væri, en gyðjan, sem vitanlega ekki skildi eitt einasta orð af söng mínum, reis upp og benti mér til sín af mikilli ákefð. Þaut eg til hennar í snarkasti. Greip hún hönd mína hina hægri og þrýsti kossi á handarbakið. — Síðan rétti hún fram sína hvítu hönd og gerði eg henni sömu skil. “Kanta lei pjú, kanta lei pjú” (syngið þér meira, syngið þér meira), hrópaði gyðjan. Hóf eg þá enn upp stemmuna og söng hinn eilífa ítalska ástarsöng, “Sole Mio” (sólin mín), hvers efni er á þessa leið: Ó, hversu fögur er sól himinsins, hversu yndislega brennur hún og skín. Eg þekki þá aðra sól, sem heitar brennur og fegur skín, sú sól ert þú. Þetta var hér ,um bil það eina ljóð, sem eg kunni þá utan að á ítöslku. Helti eg nú þessum magnaða ástarsöng yfir gyðjuna, með þeirri innilegustu blíðu og þeim ástríðufylsta kærleiksskapofsa, Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgBlr: Heory Ave. Eaet Sími 95 551—95 552 Skrlfstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA sem eg átti til. Hinir gestirnir gerðu einnig það, sem þeir gátu til að trylla gyðjuna og mögnuðu þeir nú lófaklappið sem mest þeir máttu, en gyðjan ærðist svo að hún rauk fram úr rúminu og snaraði mér í stífudans fram- an við himinsængina. Þaut hún að því búnu upp í aftur, og kysti á fingurna í allar áttir, og hrópaði: “Arrividersi” og “ar- rividerla” (við sjáumst aftur, við sjáumst aftur). Nú söng allur skarinn og dansaði elnn hring og hvarf síðan öll halarófan nið- ur í sal. Eftir skamma stund birtist gyðjan þar niðri og var aðal- hrókur fagnaðarins það sem eftir var næturinnar. Virtust veik- indi hennar hvorki langvinn né hættuleg. Þér fínst nú ef til vill, lesandi góður, að eg hafi smurt nokkuð þykku lofi á “þjóðina ystu voga”, nefnilega okkur Ingólf, en hjá því varð ekki komist; það var hún, sem réði úrslitum í þessu vandamáli. Ríkarður Jónsson —Vísir. Bréf Stephans G. Stephanssonar, fýrsta bindi, er nú komið vest- ur. Er bókin til sölu hjá Mag- núsi Peterssyni bóksala, 313 Horace St., Norwood, Man., og hjá dr. R. Péturssyni á skrif- stofu Heimskringlu. Verðið er $1.75. Ágætari og verðmætari bók er ekki hægt að hugsa sér, en þessa. Skrifið sem fyrst eft- ir henni. IF IYIS COULD TALK . .THEY WOULD ASK FOR BETTER LIGHT If your eyes tire quickly, poor lighting may be the cause. For safety’s sake, choose Edison Mazda Lamps. They stay brighter longer. Ask about new low prkes. MADE IN CANADA FOR BETTER LIGHT — BETTER SIGHT — USE /O EDISONMAZÐA Horthern COMPANY Ehctric LIMITED B. Petursson Hardware Co. Cor. Wellington and Simcoe Phone 86 755

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.