Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSK.RINGLA WINNIPEG, 25. JANÚAR 1939 Hn'imskrxiuila | (StofnuO 1SS6) Kemw út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 oo 855 Saraent Avenue. Winnipeo Talsimis 86 537 Ver8 blaðslna er $3.00 árgangurinn borgist (yrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. j| 3U viSskifta bréf biaSinu aðlútandl sendist: K-*ager THE VIKINO PRESS LTD 853 Saroent Ave., Winnipeo Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrijt til ritstjórans'. EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Saroent Ave., Winnipeo -------------- “Heimskringla” is published and printed by THE VIKINO PRESS LTD <53-555 Saroent Avenue, Winnipeo' Man H Tele.ptoone: 86 537 mmmmmmMmmmumummmmummmmmmmmumrnm WINNIPEG, 25. JANÚAR 1939 FJÁRSÖFNUNIN TIL LEIFS HEPNA STYTTUNNAR Fjársöfnuninni til þess að gera styttu af Leifi hepna og setja upp í Washington, hefir verið hið bezta tekið hvarvetna af íslendingum, sem til hefir frézt. Er gott til þess að vita, því málið er þess vert, að því sé sómi sýndur af íslendingum hvar sem eru, og ekki sízt þeim niðjum Leifs, sem í Vínlandi hinu góða búa. Þetta er eitt bezta tækifærið sem boðist hefir til þess að kynna ísland í víðtækum skiln- ingi í Vesturálfu. í Norður-Ameríku má segja um Washington eins og Róm forð- um, að allar götur liggi þangað. Að eiga þar styttu af Leifi hepna, virðist þessvegna mikilvægt. í því er mikilsverð viðurkenning fólgin fyrir sögu þjóðar vorrar, bæði að fornu og í nútíð. Þar blasir við sjónum miljónum manna einn eftir- tektaverkasti þátturinn í sögu íslenzkrar þjóðar. Og kynning öll og ekki sízt sú sem hér um ræðir, er fyrsta skilyrðið til sam- vinnu og viðskifta við þá þjóð, sem við óskum fremst eftir að íslendingar eigi sambönd við, bæði viðskiftaleg og-menn- ingarleg. En um þetta þarf ekki að fjölyrða. Við skiljum það fyllilega. Og hitt orkar heldur ekki tvímæla, að Vestur-islending- ar vilja íslandi vel og vilja að því er þetta mál áhrærir fúsir eiga sinn þátt í fram- kvæmdum þess. Fjársöfnunin, sem nýlega var hafin til Leifs-styttunnar, sýnir það og bréfin, sem fylgt hafa oft tillagi ein- staklinga. Það sem þó er vert að minnast á hér, er að fjársöfnunin þyrfti að vera gerð sem skjótast. Það var seint á henni byrjað. Sýningin í New York verður opn- uð með aprílmánaðar byrjun en féð þyrfti að hafa saman nokkru fyrir þann tíma. Þeir sem hugsað hafa sér að vera með í þessu þjóðlega verki, gerðu því bezt í að flýta fyrir söfnuninni, ipeð því að senda skerf sinn sem fyrst. Og eins og nefndin sem söfnunina hefir með höndum, hefir tekið fram, er ekki ætlast til þess, að neinn gefi um efni fram, heldur að sem flestir taki hér þátt í verki. Það er það sem mest á ríður. Með því verður það ekki nokkrum manni tilfinnanlegt efnalega, en framkvæmdir málsins skemtilegastar með því, að sem flestir hafi verið með. Það sem fslandi og íslenzkri þjóð er til góðs, er Vestur-íslendingum bæði kært og sómi að styðja. ÓÁNÆGJAN MEÐ KING Fyrir nokkru braust út deila milli leið- toga liberala, þeirra Mr. Kings og Hep- burns. Um deilu þá fóru blöð landsins eins mjúkum höndum og hægt var að hugsa sér. En hjá því varð auðvitað ekki komist, að hún vekti mikla athygli. Og menn hafa verið að spyrja siðan hver ástæoan hafi verið fyrir henni. Eins og menn muna var ástæðan látin heiia sú, að forsætisráðherrar Ontario og Quebec-fylkja hefðu myndað pólitískt sam- særi gegn King. Til þess að ljósta þessu upp, voru tveir ráðgjafar Kingstjórnarinn- ar sendir út af örkinni að láta almenning vita um það. Voru það ráðherramir Mr. Howe og Mr. Norman Rogers. Lýstu þeir þessum ófögnuði yfir á fundi í Port Ar- thur. Skýrðu þeir frá, að hugmynd Hep- burns og Duplessis væri sú, að fá annan leiðtoga fyrir liberal-flokkinn, en sparka King út. Mr. King staðfesti þessi ummæli ár- manna sinna. Og opinberunin var sjáan- lega gerð að hans ráði. Mr. Duplessis hló að aðdróttuninni og hélt sig annað meira skifta, en það hvern liberalar kysu leiðtoga sinn. Hepburn neitaði og aðdróttuninni, en hann gerði meira. Hann sagði frá að einn af ráðherr- um King’s hefði komið á sinn fund og rætt við sig um þörfina á að skifta um foringja liberal-flokksins. Og þá fór skollinn í spilin. Mr. Gardiner, akuryrkjumálaráðherra King-stjórnarinnar sá sér nú ekki til setu boðið, því það var hann sem á fund Hep- burns fór. Gaf hann nú út mjög gætilega skrifaða yfirlýsingu um, að hann hefði verið sá, er við Hepburn ræddi. Á fund hans fór hann án þess að húsbóndi hans, Mr. King vissi nokkuð um það. Það sem að þeim fór á milli var meðal annars í því fólgið, að Hepburn styddi Gardiner til foringja í stað King, en Gardiner var fús, að veita Hepburn réttindi til að benda á eða velja menn í ráðherarstöður, sentors- og dómarastöður., Og á eftir því lýsti Mr. Gardiner yfir í tilkynningu sinni, að hann væri eindreginn Kingsmaður. Mr. King hefir sagt, að hann leggi þetta miál um foringjaskifti fyrir fund liberal- flokksins í Canada, er þing kemur saman. Af þessu sem komið er á daginn, verður margt skiljanlegra en áður. Það dylst ekki, að margir innan flokksins eru óá- nægðir með King sem foringja. Og að þeir telji víst, að það sé að verða hver síð- astur fyrir honum, ber það vott um, að flokksstólparnir eru farnir að fljúgast á um kirtil hans. King hefir reynt til að kæfa þetta alt í fæðingu, með því að opin- bera það og skella skuldinni um leið á Duplessis og Hepburn. En það virðist ekki ætla að bæta mikið úr skák. Uppreistin gegn King byrjaði skömmu eftir að hann kom til valda 1935 og hefir verið að grafa um sig síðan. Ástæðan fyr- ir henni liggur aðallega í sundurlyndinu sem er milli fylkjanna og sambandsstjórn- arinnar, en liberal flokkurinn geldur þess grimmilega, eins og sýnir sig í Ontario. í Canada hefir sú óánægja aldrei fyr verið eins rík. Það má svo að orði kveða, að fylkja sambandinu stafi orðið nokkur hætta af henni. King-stjórnin hefir síðast liðin þrjú ár átt í eilífum brösum við ein fjögur eða fimm fylkin. Hepburn er ekki sá eini af liberal forsætisráðherrum fylkj- anna, sem í þeirri misklið hefir átt þátt. Dysart forsætisráðherra New Brunswick og Patullo, forsætisráðherra British Col- umbia hafa ekki síður látið þar til sín heyra en Hepburn. Dysart-stjómin var farin að tala um New Brunswick, sem fylki Bretlands en ekki Canada. Að öðru leyti er hópur liberala óánægður með þá utanríkismálastefnu Kings, að vera stöð- ugt að veita öðrum þjóðum viðskiftahlunn- indi á kostnað canadisku þjóðarinnar undir því yfirskyni að vera að tryggja friðinn í heiminum með því. Þeim finst liggja hon- um nær, að tryggja friðinn heima fyrir fyrst og ganga þar á undan með góðu eftirdæmi. Á meðal ráðgjafa Kings, er mikil óánægja ríkjandi út af samningum Kings við Bandaríkin nýlega, sem ekki er annað sjáanlegt en Canada muni bíða stór- tjón af. En aðal-áhyggjuefni liberala er auðvitað flokkur þeirra og að koma í veg fyrir að hann fari í mola — hvað sem öðru líður. Það var nýlega talsvert útlit fyrir, að King ætlaði að taka kærur flokks síns til greina og fara með góðu frá stöðu sinni. Hann bjóst að minsta kosti um skeið ekki við neinu góðu. Hann mun því hafa íhug- að það, hvort ekki væri farsælast, að hann hætti störfum, teldi verki sínu í þágu frelsisins og friðarins lokið með Washing- ton-samningunum, settist í helgan stein og hyrfi af pólitíska sjónarsviðinu áður en kosningar fara fram. En hafi hann ráð- gert þetta, virðist hann nú samt sem áður hafa algerlega horfið frá því. En það var ekki ástæðan fyrir heimilis- ófriðinum innan liberal flokksins. King var ekki um að flokkurinn gerði uppsak- irnar án sín. Hann hafði eftirmann sinn í huga. Það var Hon, Norman Rogers er æfisögu Kmgs hefir skráð. En þá kom upp kurr. Það skoðuðu fleiri sig til em- bættisins kjörna, þar á meðal Mr. Gardin- er. Þessvegna fór hann á fund Hepburns. Og þá var Rogers ekki til setu boðið; hann brá sér til Port Arthur, að tilkynna “sam- særið” á móti King; hvað annað bjó undir fyrir honum, hefir ekki verið minst á upp- hátt. En af öllu þessu stafar að loftið er fult af ósamhljóma söng. — Talið þér frönsku? — Helst ekki, ef eg get komist hjá því, vegna þess að eg verð altaf að hugsa mig um áður en eg tala. ÍSLENZKA ALMANAKIÐ KOMIÐ ÚT Ein vinsælasta bókin sem út er gefin hér vestra og bók sem á hverju íslenzku heimili þarf að vera, er Almanakið sem Ólafur heitinn Thorgeirsson byrjaði að gefa út fyrir 45 árum síðan og sem synir hans halda enn áfram að gefa út. Almanak þetta er nú komið út fyrir árið 1939. Það er að frágangi prýðilegt og lesmálið auk tímatalsins aðallega landnámssöguþættir, eins og undanfarin ár. Á meðan land- námsþættirnir birtast í Almanakinu er veglegur skerfur á hverju ári lagður til vestur-íslenzkra bókmenta og sögu með útkomu þess. í þessu Almanaki eru þættirnir fram- hald frá síðasta ári um búendur í Cypress River-bygðinni eftir G. J. Oleson, í Brown- bygðinni eftir Jóhannes H. Húnfjörð og við norðurhluta Manitobavatns eftir Guð- mund Jónsson. Ennfremur er ræða Lin- coln’s hjá .Gettysburg í þessu almanaki prentuð á ensku og um hana farið nol^kr- um orðum af Grími Eyford. Eftir sama höfund eru fáeinar dýrasögur, stuttar, en vel sagðar, enda sagðar af gömlum veiði- manni. Helztu viðburðir ársins eru og af G. E. skráðir og eru lengri en áður. Verð Almanaksins mun vera hið sama og áður, 50c, og fæst hjá útgefendum, Thorgeirson Company, Winnipeg og út- sölumönnum þeirra út um sveitir. HÆRRI BÚFRÆÐI Skýrsluir í Bandaríkj unum sýna og sanna það, að ef bóndi og fjölskylda hans greiddu sér einn dollar í kaup á dag af arði búsins, yrði ekkert eftir til þess að greiða vexti af innstæðu-fé þess. Eða— eif hann greiddi 6% í vexti af innstæð- unni, yrði ekkert afgangs til að borga með vinnulaun. Eða— ef hann gerði reikning fyrir því, sem jarðvegurinn rýrnar, yrði hvorki hægt að greiða vinnulaun né vexti. Spurning: Hvernig fer bóndinn, ef þessu er svona farið, að því að lifa? Svar: Hann ræktar garðávexti og fl., sem hann sendir í bæina á sinn kostnað, tekur lán út á jörðina og greiðir með því burðargjald og borðskuld sína. Spurning: En sé nú þetta sannleikur, hvað kemur þá til þess, að glerharðar fjár- málastofnanir, sem bankar, vátrygginga- og lánfélög veittu bændum 9 biljón dollara lán í Bandaríkjunum út á jarðir sínar. Svar: Af því að þær töldu sér trú um að ef bóndinn ekki gæti framleitt nóg til þess að greiða lánsvextina, gætu þær tek- ið jörðina og yrkt hana sjálfar. Spurning: Hvers vegna tóku stofnan- irnar ekki jarðirnar? Svar: Þær gerðu það óspart, unz þær urðu þess vísar, að þegar þær höfðu greitt sér vexti, var ekkert eftir til þess að borga með skatt — og sýslumaðurinn kom og tók jarðirnar! /-------------------- SMÁVEGIS UM VOPN TIL HERNAÐAR Framleiðslukostnaður ýmsra vopna er þessi: vélbyssur kosta sem næst $640 hver byssa. Stórir skriðdrekar (tanks) um $80,000. Verð góðs sprengju-flugskips er $100,000. 37 millimetra fallbyssa (field gun) kostar um $1,000. Hver kúla um $15. * * * Nútíðar vanalegt herskip (cruiser) kost- ar $11,000,000. Skip til að flytja flugbáta á kostar $19,000,000. Stórt herskip( bat- tleship) um $30,000,000. * * * Það er gróði í vopnaframleiðslu. Hver riffilkúla kostar ekki framleiðendur nema brot úr centi, en er seld á 3 cents. * * * í stríðinu mikla var það samningur milli þýzkra og franskra vopnasmiða, óskrifaður að vísu, en sem herstjórnirnar skyldu og hlýddu, að skjóta aldrei sprengjum á hvers annars vopnasmiðjur. Og sagan endui^- tekur sig. Stálframleiðslufélag hefir nú verið stofnað með þýzku og frönsku fé. Er það nú að smíða stálteina í víggirð- ingar Frakka við vestur-landamæri Þýzka- lands. * * * Á stjórnartíð Elízabetar Englandsdrotn- ingar var byssu-iðnaður í Englandi í mikl- um blóma og sala vopna til annara þjóða var mikil. Spánn keypti mikið af þessum byssum og þar á meðal byssurnar í “flöt- an ósigrandi”, sem reyndi að ná yfir- ráðum á hafinu úr höndum Englendinga. Einnig þar enduartók sagan sig í síðasta stríði, ef satt er sem John Gun- ther sagði: “Plokkið kúlu út úr hjarta brezks drengs sem skot- inn var á vestur-víðstöðvun- um, og það mun oftar en hitt sýna sig að hún var búin til í Englandi.” * * * í fransk-prússneska stríðinu 1870, féll einn maður að meðal- tali fyrir hverjum 80 kúlum, sem var skotið.,»í stríðinu 1914—18, féll einn hermaður á vígvellinum fyrir hverjum 28,000 kúlum og 860 sprengjum sem skotið var. f næsta stríði er gert ráð fyrir, að einn maður falli fyrir hv^rj- um 8,600 sprengjum og 11,600,- 000 kúlum, sem verður þá skotið. * * * Kúlur úr steini voru notaðar 1315. Járnkúlur er talað um að í stírðum hafi verið notaðar 1550. * * * Tilraunir í Rússlandi sýna, að flugskip sem skriðdreka (tanks) flytja, geta látið þá detta í fall- hlíf til jarðar. ÚTVARPSRÆÐ A Frh. frá 1. bls. irnar færa okkur, um ástandið í heiminum, bregður upp fyrir okkur mynd af gjörspiltu mann- kyni, sem býr eingöngu yfir hatri, hræðslu og tortrygni, og þó er það satt, að friðarviljinn og friðarþráin hefir aldrei verið eins almenn og einmitt nú. Nei, því fer fjarri, að vonlaust sé um frið á jörð. En mennirnir verða að læra að skilja hvernig þeir eiga að leita friðarins og hvern- ig þeir eiga ekki að leita hans. Til dæmis, ætti öllum nú að vera það ljóst, að “stríð til að afnema stríð” er jafnmikil fjarstæða eins og það, að “Satan reki út Satan”; að allur heimsins víg- búnaður tryggir aldrei friðinn, heldur leiðir hann óhjákvæmi- lega til ófriðar. Þetta hefði átt að verða öllum mönnum ljóst af hinni dýrkeyptu reynslu áranna 1914—18. Að friðurinn sé betur trygður með öðrum, og ólíkum, meðulum ætti mönnum einnig að hafa skilist af reynslunni. Engin víggirðing hefir reynst eins örugg og sú, sem við Norð- ur-Ameríkumenn höfum bygt á boðskapnum um frið á jörð — á landamærum Canada og Banda- ríkjanna úr margskonar friðar- táknum og vináttumerkjum, sem við höfum sett víðsvegar á landamærim frá hafi til hafs; og svo lengi sem við höldum trú- lega vörð um þessi vígi, verða þau aldrei unnin. Fánýti morð- vopnanna, sé þeim mætt með vopnum andans ætti hverjum þeim að vera fullsannað, sem veitt hefir eftirtekt frelsisbar- áttu Indlands. Þar stendur einn maður vopnlaus gegn hinu vold- ugasta ríki heimsins og vinnur hvern .sigurinn eftir annan. — Jafnvel hinn trúlausasti verður að trúa þegar hann sér og þreif- ar á. Mahatma Gandhi trúir því, að andinn sé efninu máttugri, og hann hefir lagt líf sitt við þeirri trú — og sannað hana í reynsl- unni. Hann skilur vald og mátt Jesú betur en við flest, sem köll- um okkur kristin. Við, Vesturlandabúar, höfum í 19 aldir leikið okkur eins og fá- vís börn, einn eða fáa daga á hverju ári, í birtunni, sem staf- ar frá jötunni í Bethlehem — af boðskapnum um frið á jörð, án þess að skilja nokkurn tíma til hlítar gildi hans og mátt, og þó er hann, í bókstaflegum skilningi “frelsun mannanna, frelsisins lind.” “f dag er yður frelsari fæddur”, rætist ekki á mönnun- um fyr en þeir læra að skilja, að í þeim boðskap er fólgin lausn- in á þeirra erfiðustu vandamál- um — græðslan á þeirra sárustu meinum. Eg sagði áðan að friður feng- ist aldrei með stríði. Hann fæst ekki heldur með bænum, hversu fögrum orðum sem þær kunna að vera klæddar, ef þær koma fram af blóðlausum vörum hálf- velgjunnar og heigulskaparins. Slíkar bænir megna hvorki að flytja fjöll né færa frið á jörð. Það er fáránlegur misskilningur og háskalegur, að ætla, að meira hugrekki þurfi til, að láta reka sig á stríðsvöllinn, en að neita að fara í stríð, af því að maður hef- ir gert upp sakirnar við sam- vizku sína og Guð sinn, að maður skuli vera trúr sjálfum sér og bræðrum sínum — já, trúr til dauðans, sé þess krafist. Þetta er það sem tephan G. Stephans- son átti við þegar hann sagði: “Meiri huga þurfti þá, að þora að sitja hjá.” Skilyrðin fyrir því að friður fáist fyrir bænir manna eru, meðal annars, þau, að þeir sem biðja trúi því, að máttur orðs og anda sé meiri öllum efnislegum mætti að bæn- ir þeirra sé í samræmi við guðs vilja; að þær sé fluttar af heil- um og óskiftum hug, þannig, að menn séu reiðubúnir að leggja fram alla sína krafta, og jafnvel lífið sjálft, fyrir framgang hins góða málstaðar. Þegar hinn almenni friðarvilji í heiminum hefir öðlast kraft slíkrar trúar, fær ekkert staðist gegn honum. Kristur kendi lærisveinum sínum aldrei, að það væri auðvelt að fylgja sér, heldur að það væri .örðugt. “Hver, sem vill fylgja mér, taki sinn kross á sig.” Ef við því viljum verq, sannir boð- berar jóla-andans og jólaboð- skaparins til að “lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauð- ans, til að beina fótum vorum á friðarveg,” verðum við að vera við því búin, að fórna ýmsu því, sem við höfum talið dýrmætt; meðal annars allri þröngsýnni þjóðrækni. Einn af merkustu prestum þessa lands sagði einu sinni, þegar hann var að tala um friðarmálin: “Gleymt sé land og fáni og þjóð í dag, í hinni göf- ugri hugsjón um föðurland allra manna; í meðvitundinni um hinn kveljan<ji þorsta eftir friði, sem þjáir bræður okkar og systur utan landamæranna — utan hinna talandi lita þjóðfánanna. Megi okkur umfram alt auðnast, að sjá blakta yfir okkur hinn 'hvíta fána frðiarins, og heyra, yfir óhljóð styrjaldanna hinn himneska hátíðasöng um “frið á jörð og guðs velþóknun yfir mönnunum.” Ef einhverjum, sem mál mitt heyrir, kynni nú að finnast, að eg geri of stórar kröfur, eða tali utan þess svæðis, sem hon- um finst hann ná til, þá vil eg minna hann á, að kröfurnar eru ekki stærri en Kristur sjálfur gerði til lærisveina sinna, og að hann miðaði boðskap sinn við mannkynið alt. En þrátt fyrir það gleymdi hann aldrei hinu veikara og smærra. Því vil eg líka minna á, að ekkert jólaljós, sem tendrað er, er of smátt til að vera honum þóknanlegt. Við skulum því, hvert og eitt, kveikja litla ljósið sitt, að það megi bera birtu og yl um heimili okkar og nágrenni. Sú tilfinn- ing, að það ljóta sé ljótara á jólunum en endranær; að vin- átta og velvild eigi sérstaklega að ríkja um jólin; að við eigum einkum þá að stuðla að gleði hvers annars, að við eigum um jólin að minnast sjúkra og fá- tækra — þetta er einnig að bera jólaljósin inn í myrkrin, og að vera, að svo miklu leyti trúr anda jólanna. Og svo lengi sem menn alment gjöra þetta, svo lengi er blysi kærleikans haldið á lofti í heiminum og svo lengi er Vísir guðsríkisins geymdur ó- skemdur í hjörtum mannnana. Guð gefi öllum gleðileg jól! “Þér komuð ekki á skrifstof- una í gær. Mér var sagt, að það hefði verið af því, að amma yðar væri dáin.” “Nei; hún er ekki dáin. Eg kom ekki af því, að hún var að gifta sig.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.