Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.01.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA RISADALURINN Hann þagnaði og leit niður í höggspóna hrúguna. Horn á gömlu umslagi sást út und- en einum spseninum. Bryce tók það upp sam- stundis. Umslagið var óhreint og veðurbarið, en samt hafði ruslið hlíft því vel og utaná- skriftin var læsileg. Umslagið var tómt, en utanáskriftin var til Jules Rondeau hjá Laguna Grande timburfélaginu í Sequoia, Califomia. Bryce las og endurlas utanáskriftina. “Rondeau!” tauaði hann. “Jules Rondeau! Eg hefi heyrt það nafn áður en hvar — ó já. Pabbi talaði um hann í gærkveldi. Hann er formaður Penningtons.” Hann staðnæmdist í þessum svifum. ó- vinur þeirra hafði gert þeim þennan grikk. John Cardigan átti aðeins einn óvin og það var Seth Pennington. Hafði hann sent formanninn sinn til að fremja þetta óþokkabragð vegna þess, að hann langaði til að gera mótstöðumanni sín- um til bölvunar Varla, því að rótin á trjá- stofninum var farin, svo að það var líklega fyrsta ástæðan. Bryce áleit að einhvern hefði langað mjög mikið í vörtuna á trénu. 0g sá maður var ekki Jules Rondeau. Hann var ekki líklegur til að verja fimm mínútum í það að dáðst að fallegri borðplötu eða þilju. En úr því að hann hafði verið þarna viðriðinn, hlaut það hafa verið fyrir Pennington, húsbónda hans. Ef Rondeau hafði stolið vörtunni af trénu til að gefa húsbónda sínum hana, hlutu þilj- urnar að vera í húsi Penningtons. Og þangað var Bryce boðinn næsta fimtudag. “Eg held eg fari þangað,” sagði hann við sjálfan sig. “Eg ætla að fara og sjá hvað eg get séð.” Hann var nú í of æstu skapi til að lesa og ígrunda hagskrýslurnar, og fór því aftur niður í skrifstofuna og fann Sinclair. “Um hvaða leyti fer flutningalestin út í skógana?” spurði hann. “Klukkan átta á morgnana og eitt e. h.” svaraði Sinclair. “Hefir þú nokkra uppdrætti af skógi okkar og Penningtons ?” “Já.” “Gerðu svo vel og láttu mig fá þá. Mér er vel kunnugt um hvernig landslagi er þar háttað, en eg veit ekki um eignir þær, sem liggja upp að okkar skógum.” Sinclair fékk honum uppdrættina og Bryce fór inn í skrifstofu föður síns til að athuga þá í ró og næði. XI. Kapítuli. Þegar Shirley Sumner kom ofan til morg- unverðar næsta dag eftir heimkomu sína, þá sá hún á hinu tigulega andliti frænda síns, að eitthvað hefði komið fyrir, sem honum féll ekki sem best. Hann heilsaði henni kurteislega en mjög kuldalega og gleymdi að spyrja hana hvernig hún hefði sofið, en komst beint uð áforminu. “Shirley,” tók hann til máls, “heyrði eg þig hringja einhvern upp í gærkveldi og bjóða honum til miðdegisverðar, eða heyrðist mér þetta rangt?” “Heyrn þín er í góðu lagi, Seth frændi,” svaraði hún. “Eg símaði Mr. Cardigan til að þakka honum fyrir kökuna, sem hann sendi mér og til að bjóða honum til miðdegisverðar á fimtudagskveldið.” “Mér heyrðist þú bjóða einhverjum heim, og þar sem þú þektir ekki nokkurn mann í Sequoia, nema hinn unga Cardigan, þá gat eg mér þess til að hann ætti að verða fyrir gest- risni okkar.” Pennington hóstaði dálítið, og Shirley sá af því hvernig hann smurði heitu kökuna sína, að hann hefði eitthvað meira á samvizkunni og hún ákvað að hjálpa honum. “Eg er viss um að það er ekkert á móti því að eg byði honum hingað. eða er það, Seth frændi?” “Vissulega ekki, vissulega ekki, góða mín. Það var alveg rétt, en — en dálítið óþægilegt.” “Æ, það þykir mér fjarskalega slæmt. Kahnske eitthvert annað kvöld-----” “Eg er að búast við öðrum gestum á fimtudaginn, til allrar ólukku. Brayton, banka- stjóranum í Sequoia. Hann ætlar að borða hérna og ræða fjármál við mig á eftir. Svo ef þér væri það sama, góða mín, þá ættir þú að síma Cardigan og bjóða honum eitthvert annað kvöld.” “Vissulega frændi minn! Það er engin sérstök ástæða til þess, að bjóða honum þetta kvöld, ef það gerir þér minstu óþægindi. En hvað þetta eru dásamlega yndislegar rósir! Hvernig tókst þér að rækta þær frændi?” Hann brosti ólundarlega. “Eg ræktaði þær ekki,” svaraði hann. “Indíána kynblendingur- inn, sem ekur bílnum hans Cardigans, kom HEIMSKRINGLA með þér hingað ásamt þessum miða. Hann er þarna hjá diskinum þínum.” Hún roðnaði svolítið. Eg býst við að Bryce Cardigan sé að hefna sín,” hvíslaði hún, er hún tók miðann út úr umglaginu. Eins og hana hafði grunað var hann frá Bryce, Penn- ington ofursta hafði líka grunað hið sama. “Hann heldur sér við efnið Shirley,” sagði hann stríðnislega. “Hvað skyldi hann nú senda þér í hádegisverðinn, líklega súrsað kál, hugsa eg.” Hún lézt vera önnum kafin við að raða rósunum og lézt ekki hafa heyrt til hans. En þessi háðglósa frænda hennar, fór samt ekki fram hjá henni. Henni fanst hún óviðeigandi, en kaus samt að leiða hana hjá sér, og þegar hún hafði lokið við að raða rósunum, breytti hún umtalsefni og spurði frænda sinn, hvar væri hægt að kaupa ýmislegt, sem hana vantaði í Sequoia. Pennington, sem flestum var fær- ari að skilja smábendingar, sá að hann hafði stygt hana, gerði nú yfirbót og gaf henni fús- lega þær upplýsingar, sem hún bað um. En eins fljótt og hann gat afsakaði hann sig og sagðisf eiga mjög annríkt í skrifstofunni og fór svo leiðar sinnar. Eftir að Shirley var orðin ein fór hún að hugsa um hvernig á þessum fjandskap frænda síns við þá Cardigans feðgana stæði. Henni var hálf órótt yfir þessu, því að hún fann, að meðan henni væri þetta ókunnugt mundi það verða eins og snurða á vináttu þeirra, Bryce og hennar, en þá vináttu vildi hún ekki missa. Hún var ekkert ástfangin í honum, þó að henni fyndist hann næsta álitlegur maður. Ánægjan, sem hún fann til í samverunni við hann, spratt af því, að hann var alt öðru vísi, en nokkur hinna ungu manna, sem hún hafði kynst. Hann var svo blátt áfram, laus við alt tildur, geð- góður og gamansamur, að hann bar langt af öllum ýngissveinum sem hún hafði kynst, sem allir vorp veraldarvanir og hégómlegir, og hög- uðu sér aldrei öðruvísi, en samkvæmt vissum reglum, eins og þeirra heimur ákvað að þær skyldu vera. Shirley grunaði, að Bryce Car- digan bæði gæti og mundi bölva eins og sjó- ræningi, ef hann reiddist og þyrfti að létta á skapinu. Hann var líka ímyndunarríkur, það féll henni vel. Hann gat séð og skilið án þess að hafa mynd eða uppdrátt fyrir augum. Og hann var líka góður og tryggur sonur og var þessvegna fær um að verða samúðarfullur og hugðnæmur förunautur ungrar stúlku sem ekk- ert hafði til skemtunar. Hún lauk við morgunverðin í þungum þönkum og fór svo og hringdi símanum og bað um að fá að tala við Bryce Cardigan. Mrs. Tully brann af forvitni og bað hana segjr sér númerið og nafnið, en þegar hún fékk það ekki, sagði hún Shirley að Bryce væri í skrifstofunni og sagði henni númerið þangað. Þegar Shirley fékk samband við skrif- stofuna svaraði Bryce. Hann þekti rödd henn- ar og nefndi nafn hennar áður en hún gat sagt honum það. “Þakka yður kærlega fyrir fallegu rósirn- ar,” sagði hún. “Mér þykir vænt um, að yður féllu þær vel í geð. Enginn týnir framar blóm í garð- inum okkar. Eg gerði það forðum en eg á of annríkt til að hugsa um hann framar.” “Gott og vel. Þá má eg ekki búast við neinum rósum framar?” “Æ, eg er svoddan aula-bárður! Auðvitað getið þér búist við þeim. En meðal annara orða, Miss Sumner, á frændi yðar bíl?” “Eg held hann eigi einn. Svolítinn skrjóð, sem hann notar sjálfur.” “Þá ætla eg að senda Georg yfir til þín með Napier bílinn. Yður þætti kanske gaman að aka út í skógana hér í kring um bæinn. Yður er óhætt að skoða bílinn, sem yðar eigin'eign, og Georg líka. Eg er hræddur um að yður finnist Sequoia dauflegur staður. Svo ef yður langar til að fara eitthvað þá skuluð þér síma mér og eg skal senda Georg eftir yður. “En hugsið yður kostnaðinn, gasolía og slitið á vagninum.” “Ó, þér megið ekki hugsa um slíkt eftir þér komið vestur fyrir klettafjöllin. Ennfremur er bíllinn minn eini almennilegi bíllinn hér um slóðir, og eg veit að yður fellur vel við hann. Hvað ætlið þér að gera seinnipart dagsins?” “Eg veit ekki. Eg hugsa ekki svo langt fram í tímann.” “Ef yður langar til að veiða, mundi eg ráðleggja yður að fara upp til Laguna Grand. Það þýðir Slora lóns eins og þér vitið. Takið laxastöng með yður. Það er lax í því, eða var það einu sinni, og ef þér krækið í einn fáið þér góða skemtun.” “En eg hefi enga laxastöng.” “Eg skal senda yður mína.” “En eg hefi engan til að kenna mér,” sagði hún ísmeygislega. “Eg er upp með mér yfir þessu, en til allr- ar óhamingju er eg önnum kafin og verð það um langan tíma. Eg tók við stöðn föður míns í morgun.” “Svo fljótt?” “Já, ýmislegt hefir borið við hér upp á síðkastið á meðan eg var að heiman. En hvað veiðinni viðvíkur, þá mun Georg reynast góður kennari. Hann er góður drengur og er yður óhætt að treysta honum. Á fimtudagskveldið getið þér sagt mér hvernig veiðin gekk.” “Ó, vel á minst, Mr. Cardigan. Þér getið ekki komið þá,” og hún sagði honum hvers- vegna. “Jæja,” svaraði hann, “mér þykir vænt um að þér sögðuð mér frá þessu. Mér gæti ómögu- lega liðið vel í samsæti með bankastjóra — einkum bankastjóra, sem ekki vill lána mér pen- ■ inga.” “Kannske þér komið þá á miðvikudags- kvöldjð ?” “Við skulum slá því föstu. Þakka yður fyrir.” i , Hún hló að því hve glaðlyndur og hrein- skilinn hann var. “Þakka yður fyrir Mr. Car- digan. Þér eruð mjög hugulsamur og góður við mig. Og ef yður er alvara að lána mér bílinn, þá ætla.eg að biðja yður að senda Georg Sæ-Otur með það klukkan hálf tvö. Mér þykir vænt um að fá hann lánaðan þangað til eg fæ mér bíl frá San Francisco. Þér komið þá á miðvikudagskveldið. Verið þér sælir.” Er Bryce Cardigan hengdi upp símaáhald- ið, stundi hann við. Það var erfitt að mega ekki leika sér framar. Hann langaði mjög til að loka skrifstofunni og fara með Shirley Sumner til að fiska, vera nálægt henni út í sólskininu. XII. Kapítuli. Dagarnir liðu fljótt eins og þeir eru van- ir að gera, þegar menn eru bundnir við eitt- 1 hvert starf, er þeir hafa ákveðið að fram- kvæma. Bryce eyddi þó nokkrum tíma til einsk- is við það að hafa uppi á spellvirkjunum, sem felt höfðu tréð í Risadalnum, en árangurs- laust. Hann ákvað því að hann skyldi fara á fimtudaginn upp í skóg Penningtons og vita hvað hann hefði upp úr Jules Rondeau. Helst langaði hann til að finna Mr. Rondeau strax, en hann mundi eftir miðdegisverðinum hjá Penn- ington, og vildi því fara gætilega. Hann ef- aðist ekki um að hann mundi ráða við Rondeau en samt bjóst hann aldrei við að komast ger- samlega skrámulaus af þeim fundi. Reynslan hafði kent honum, að í áflogum er enginn betri en skógarhöggsmaðurinn, og að lenda í áflog við slíkan mann, og nái hann á manni tökum þá getur jafnvel æfður hnefaleikamaður efast um sigurinn. Klukkan fimm á miðvikudagskveldið kom Mr. Sinclair skrifstofustjórinn inn til Bryce með skjalabunka mikinn. “Eg er hér með yfirlit yfir fjárhaginn,” sagði hann alvarlega. “Eg hefi ekki haft tíma til að gera reikningana upp nákvæmlega, en til þess að gefa þér lauslega hugmynd um fjár- haginn, hefi eg notað tölur, sem eru nærri sanni og hérna er reikningur yfir gróða og tap fé- lagsins.” Bryce seildist eftir skjölunum. “Þú tekur eftir eftirlaunaliðnum,” hélt Sinclair áfram. “Þau eru hér um bil tvö þús- , und á mánuði og eru goldin farlama mönnum í þjónustu Cardigans timburfélagsins og ómegð þeirra'manna sem dáið hafa af slysum í þjón- ustu þess. Auk þessara launa á faðir þinn þrjátíu og tvær jarðir hér í nágrenninu. En hver þeirra þrjátíu ekrur að stærð. Á þessum jörðum eru íbúðir og peningshús, sem faðir þinn hefir bygt þar og eru jarðir þessar talsverð eign. Eins og þér er kunnugt, þá er jarðvegur þeirra dásamlega frjósamur, og á þeim vaxa epli og ber. Landið í kring um þær er selt á tvö hundruð dali ekran og því má virða þessar eign- ir föður þíns á hér um bil tvö hundruð þúsund dali.” “En hann hefir leigt ábúendum þessara jarða þær æfilangt fyrir ekki neitt, mönnum sem vegna meiðsla í mylnunni og skógunum hafa gerst ófærir til erfiðrar vinnu,” svaraði Bryce. “Af því leiðir, að þessar jarðir geta ekki talist til tekjuliðsins.” “Og því ekki,” svaraði Sinclair rólega. — Engir löglegir samningar hafa verið gerðir við þessa menn, og faðir þinn á því alls kostar við þessa leiguliða.” “Eg held við þurfum ekki að ræða þetta mál lengur,” svaraði Bryce brosandi. “Munn- legt loforð föður míns hefir ætíð verið tekið gilt í þessu landi; munnlegt loforð hans að borga skuldir sínar, var ætíð nægilegt þeim, sem þektu hann.” “En blessaður vertu,” svaraði Sinclair, “slík góðgerðasemi er vissulega dásamleg þegar maður hefir efni á henni, en er tæplega mögu- leg, þegar maður er fast kominn að gjald- þroti. Og tæplega skynsamleg eða ráðleg. — Eins og þú veist, Bryce, þá er sjálfsvarðveislan fyrsta skylda mannlegs eðlis og sala þessara jarða mundi ná mjög langt til að bjarga Car- digan félaginu frá gjaldþroti. “Og við erum í raun og veru næstum gjald- þrota?” sagði Bryce rólega. WINNIPEG, 25. JANÚAR 1939 “Já, það er ekki of djúpt tekið árinni. Miss- eris renturnar af skuldabréfum félagsins falla í gjalddaga fyrsta júlí og við munum ekki geta borgað þær. Pennington ofursti á meira en helminginn af þeim skuldabréfum og það er enginn vafi á, að hann gengur eftir þeim og félagið verður lýst gjaldþrota. “Jæja þá, Sinclair,” mælti Bryce og gekk mjög vandlega frá skjölunum, sem Sinclair hafði fengið honum, í einni hillunni fyrir ofan skrifborðið. “Eg skal segja þér hvað við skul- um gera. í fimtíu ár hefir faðir minn teflt þetta tafl hér í sveitinni, eins og prúðpienni og drengskaparmaður, og fjandinn hafi það sem sonur hans fer að breyta til rétt áður en fyrir- tæki vort fellur úr sögunni. Eg heyri af frá- sögn þinni, að fá mætti kaupendur að þessum jörðum, sem þú segir að séu þrjátíu og tvær að tölu?” “Eg hefi hvað eftir annað fengið tilboð í þær.”. “Þá hafa ekki verið gefin nein skuldabréf út á þær?” “Nei, faðir þinn vildi ekki veðsetja þær. Hann sagðist ætla að hætta sínum eignum og fé og þínu, en ekki hinna bjargarlausu skjól- stæðinga sinna.” “Það var fallega sagt af gamla John Car- digan. Gott og vel, Sinclair. Eg ætla ekki að gera það heldur, og á morgun biður þú lögmann okkar,. að útbúa leigu samninga fyrir þessar jarðir, og ganga svo frá þeim, að það sé ómögu- legt að snerta þær. Pennington ofursti getur selt löndin til að fullnægja kröfum sínum, en meðan lífstíðarábúð jarðanna gildi, undirskrif- uð af fyrverandi eiganda þeirra, er ekki hægt að reka skjólstæðinga föður míns af jörðunum. Þegar þeir eru dánir, getur Pennington auð- vitað tekið þær og farið með þær til fjandans. Sinclair starði á hinn unga húsbónda sinn með óblandinni undrun. “Þú ert að varpa frá þér þrjú hundruð þúsund dölum,” sagði hann ákveðinn. “Eg- hefi ekki fleygt þeim í burtu ennþá. Þú gleymir því, Sinclair, að við ætlum að berj- ast fyrst, og berjast eins og óðir menn — ef við töpum að því loknu. Jæja, þá fylgir halinn húðinni. En heyrðu Sinclair er nokkur þess- ara jarða laus nú sem stendur?” “Já, gamli Bill T.vpey, sem misti þrjá drengina sína í skógareldinum yfir í San Hedr- in, þeir voru í þjónustu okkar, dó um daginn. Sá bær er við ströndina.” “Jæja, Sinclair, það væri bezt fyrir þig að verða eftirmaður hans. Þú ert ekki ungur framar og hefir verið þrjátíu’ ár í þjónustu okkar. Því skaltu tryggja framtíð þína, Sin- clair og vera einn sem fær ábúð á jörðunum.” “En góði drengurinn minn------” “Heimska! Við stöndum sameinaðir en föllum sundraðir, og við skulum ekki hefja nein harmakvein, er Cardigan félagið siglir út yfir skergarðinn.” Hann stóð brosandi upp frá skrifborðinu, klappaði Sinclair, sem var alveg forviða á grá- an kollinn, og seildist eftir hattinum sínum. Eg ætla að fara í heimboð í kvöld, Sinclair, og eg ætla ekki að spilla gleði þinni heldur, né minni yfir þessum fjárans tölum, sem gætu sett mig í ilt skap, þessvegna skulum við líta yfir þær á morgun. Sýndu nú af þér mannsbragð Sin- clair, og farðu heim á undan réttum tíma rétt einu sinni á æfinni. Eg sting því upp á því, að þú farir heim strax og fáir þér hvíld.” Hann skildi Sinclair eftir, sem starði á eftir honum alveg höggdofa. XIII. Kapítuli Hinn rembingslegi, innflutti kjallara- meistari Pennigtons vísaði Bryce inn í dag- stofuna og kynti þar komu hans með mikilli viðhöfn. Shirley stóð upp frá slaghörpunni þar sem hún hafði setið og dundað við að láta fingurnar renna eftir nótunum, og heilsaði Bryce mjög glaðlega — því næst kynti hún hann fyrir frænda sínum, sem stóð í uppáhalds stellingum sínum fyrir framan arininn með bak- ið að honum. “Seth frændi, þetta er Mr. Cardigan, sem var svo góðsamur við mig, þegar eg varð strandaglópur í Read Bluff.” Pennington hneigði sig. “Eg þakka þér herra minn fyrir greiðann, sem þér gerðuð frænku minni,” hann setti á sig þyrkings svip, þrátt fyrir hina uppgerðu kurteisi. Bryce gekk til hans með útrétta hendina, en Pennington tók í hana og minti hendi hans, þótt á óljósan hátt væri, á hina handþvölu persónu Charles Dickens — Uriah Heep. Bryce langaði til að þrýsta hendinni þangað til ofurstinn hljóðaði af sársauka, en hann hætti við þessa strákslegu tilhneigingu og sagði í stað þess: “Frækna yðar, ofursti er ein þessara gæfu kvenna, sem alla langar til að þjóna.” “Það er alveg rétt, Mr. Cardigan. Þegar hún var svolítil pína náði hún valdi yfir mér.” “Það gerði hún við mig ofursti. Miss Sumner hefir sjálfsagt sagt yður frá, að fund- um okkar bar saman fyrir tólf árum síðan.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.