Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.03.1939, Blaðsíða 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MARZ 1939 íítcimsltrtniila | (StofnuO 1886) Kemur út d hverjum mlOvVcudegi. Eigendur: THE VIKINa PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Ávenue. Winnipeg Talsímie 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgtot tyrirfram. Allar borganlr sendtot: THE VIKING PRESS LTD. _______________________________________________________ m OU viðsUfta bréf blaðinu aðlútandl sendtot: Kcnager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave.. Winnipeg RitStjóH STEFAN EINARS30N Utanáskrift til rítstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ,-----------.------------------------------------------ n "Helmskringla” to publtohed and prlnted by THE VIKINQ PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 iiiMiiiiiiiiHiiiiiiiaiiiiuiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniig WINNIPEG, 22. MARZ 1939 L TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS Eins og undanfarin ár kom Tímarit Þjóðræknisfélagsins út meðan á ársþingi félagsins stóð; mun það því nú komið í hendur flestra félagsmanna, er fá það sem uppbót fyrir það að heyra Þjóðrækn- isfélaginu til; fá þeir vel borgaðan doll- arinn sem þeir greiða í félagsgjald, þó ekki væri með neinu öðru en ritinu. Fremst í þessum tuttugasta árgangi ritsins, er mynd af hans hágöfgi, Tweeds- muir lávarði, landstjóra Canada, er ís- lendingum sýndi þann heiður og hlýhug, að gerast heiðursverndari Þjóðræknisfé- lagsins. Er í heiðri þessum, frá svo mik- ilsmetnum manni og viðurkendum bók- menta og menningarfrömuði, fólgin mik- ilsverð viðurkenning á menningarlegri starfsemi Þjóðræknisfélagsins og um leið íslenzkrar þjóðar. “Þjóðræknisfélagið 20 ára”, heitir fyrsta ritgerðin í ritinu, skrifuð af ritstjóra þess, dr. Rögnvaldi Péturssyni. Skýrir hún frá stofnun Þjóðræknisfélagsins, stefnu þess og minnist nokkra helztu málanna er félagið hefir látið sig skifta. Er þar um mikilsverðan sögulegan fróð- leik að ræða, þó stutt sé yfir sögu félags- ins farið, en greinin fjalli aðallega um undirbúning þessara samtaka íslendinga, sem margir eða flestir íslendingar líta nú á, sem eitt hið merkasta spor, sem hér hefir verið stigið í íslenzkum félagsmál- um. í ritinu eru annars margar fróðlegar greinar. Próf. Ágúst H. Bjarnason, skrif- ar um Björn Gunnlaugsson, “spekinginn með barnshjartað” fróðlega grein, sem vænta mátti. Þá er þar framhald ritgerð- ar dr. Stefáns Einarssonar um “Shake- speare á fslandi. Um Einar Jónsson mynd- höggvara ritar sr. Sigurður Ólafsson og um skáldið Jón Runólfsson dr. Richard Beck; læsilega ritaðar greinar. Ennfrem- ur ritar sr. Guðmundur Árnason um land- nám í Álftavatns- og Grunnavatnsbygð, góða grein og fróðlega um byrjun ís- lenzka landnámsins á þessum stöðum. En er orðið Lundar (nafn á þorpi í Manitoba sem bæ í Borgarfirði), eins og höf- undur minnist á, ranglega beygt, fyrir lundir, í nefnifalli fleirtölu? Getur ekki orð þetta verið eitt þeirra, sem ýmist beygist (í n.f. fl.t.) ar eða ir og málvenja ræður mestu um ? Lundar gæti þá einnig verið rétt og við nafn bæjarins ekkert að athuga, eins og það nú er. Síðast en ekki sízt ber svo að nefna grein dr. jur. Ragnar Lundborg um Þjóðaréttarstöðu íslands, niðurlag frá fyrra ári. Tvær sögur eru í ritinu: “Farandsal- inn”, eftir J. Magnús Bjarnason og “Traustir máttarviðir”, eftir frú Guðrúnu Finnsdóttur Johnson. Er saga skáldkon- unnar um viðburð í þjóðlífi þessa lands, eyðilegging uppskeru af hagli; er lýs- ingin gædd því lífi og sál, sem oftar í sög- um frú Guðrúnar, að viðburðurinn verður ógleymanlegur. Vísur og kvæði eiga þessir í ritinu: Guðm. Friðjónsson, Guttormur J. Gutt- ormsson, dr. Richard Beck, ungfrú Mar- grét A. Björnsson, Jón Kernested og Jóna- tan Þorsteinsson. 0g síðast er svo fundargemingur árs- þingsins frá fyrra ári (1938). Tímaritið hefir verið lífæð Þjóðrækn- isfélgasins s. 1. 20 ár. Það hefir ekki einasta inni að halda mikið efni þjóðlegra fræða, heldur hefir það jafnframt verið aðal-tekjulind félagsins. J. C. Landeryou, social credit þ.m. frá Alberta, benti á ódýrari leið til hervarna í Canada en þá sem farin væri, við um- ræður um það mál á sambandsþinginu ný- lega. Hann kvað það mundi reynast eins óbrigðul landvörn og nokkuð annað, að setja upp raflýstar auglýsingar meðfram ströndum Canada, um þjóðskuld landsins, tölu atvinnulausra, tölu heimila sem seld hefðu verið fyrir skatti eða tekin upp í veðlánsskuldir o. s. frv. — Hann sagði hvern þann er í hyggju hefði að ráðast á Canada mundi hætta við það, er hann fengi vitneskju um þetta. FRÁ DANMÖRKU Thorvald Stauning, hinn axiafcreiði, síð- skeggjaði sósíalista-forsætisráðherra Dan- merkur fyrirlítur einræði í hvaða mynd sem er. Fyrir nokkru fór hann að undir- búa, að gera sitt frjálsa land ennþá frjáls- ara. Áform hans er að ljúka 10 ára starfi stjórnar sinnar með endurbót á stjórnar- skipun landsins á þann hátt, að afnema landsþingið (sem svarar til lávarðarmál- stofunnar brezku), en fá fólksþinginu einu löggjafarvaldið algerlega í hendur (neðri deild þingsins). Landsþingið var upphaflega til þess ætlað, að leggja hömlur á tilraunir verka- lýðsins að bæta kjör sín með löggjöf; það var um langt skeið ekkert annað en vernd- ari auðvaldsins, kvað niður öll lög er lutu að því að hækka skatta á þeim ríkari, eða skerða auðsöfnun þeirra á nokkum hátt. Árið 1936 hepnaðist samvinnuflokkun- um (sósíalistum og radikölum) að ná í meiri hluta þingsæta í efri málstofu þings- ins. Frá þeim tíma hefir landsþingið mátt heita dauðadæmt, því hinir sigursælu gátu ekki gleymt framkomu andstæðinga sinna (íhaldsmanna og svonefndum bænda-liberölum), er stöðugt reyndust andvígir vilja almennings. En þrátt fyrir þetta er ekki eins auð- velt og ætla mætti fyrir Stauning, að losna við landsþingið. Stjórnarskráin ger- ir það bæði langt og flókið mál. í apríl mánuði á þessu ári fara fram kosningar til efri og neðri deildar þingsins. Sigri stjórain, verður hún samkvæmt lof- orði að afnema landsþingið. í maí yrði þá atkvæðagreiðsla að fara fram um land alt um þessa stjórnarskrá- breytingu. Og síðast almennar kosning- ar á haustinu sama árið. En þing Danmerkur hefði efri málstofu eftir alt þetta, sem nefnd yrði ríkisþing. En þing það eða ráð, hefði ekkert vald til að hindra samþykt nokkurra laga frá neðri deild. Efri málstofan yrði óháð öllum flokkum; hún yrði nefnd manna, mikið til sérfræðinga í ýmsum greinum, er upplýsingar gæfi þingi í sambandi við hina eða þessa löggjöf. Það ráð yrði að minsta kosti að helmingi kosið úr hópi þingmanna í neðri deild. Stauning er nú hálfsextugur; hann hefir alist upp með dönsku Sósíalista-hreyfing- unni. í æsku smíðaði hann hjól á kerrur með föður sínum, var vikasveinn hjá kaup- manni og vann í vindla-verksmiðju. ótrú sína á öllu einræði, sannaði Staun- ing með því nýlega, að segja af s£r forustu flokks síns, en gefa hana yngri mönnum í hendur. Hann telur þörf á “ungu blóði” í öllu starfi; og í iðjuleysi æskulýðsins sér hann afturför vísa í þjóðfélaginu. f stað hans hefir verið kosinn formaður flokksins Hedtoft-Hansen, 36 ára gamall, áður ritari jafnaðarmannaflokksins. (Lauslega þýtt). Nýlega fór fram atkvæðagreiðsla meðal 60 þúsund skóladrengja í Bandaríkjunum um það, hvaða persónur væru mest elsk- aðar í heiminum og hverjar mest hataðar. f fyrri flokknum hlutu Roosevelt og Guð flest atkvæði — Roosevetl þó nokkru fleiri. í hinum flokknum féllu öll atkvæð- in á Hitler og Mussolini.— (Tíminn). VERÐ Á SMJÖRI I CANADA 4 Á sambandsþinginu drógu nokkrir þing- manna liberala frá Quebec og Ontario ný- lega athygli að hinu lága verði, sem bænd- ur hefðu verið að fá fyrir smjör og smjör- fitu á þessum vetri. Við umræðurnar upp- lýstist, að lágverðið væri að kenna inn- fluttu smjöri frá öðrum löndum í stórum stíl á árinu 1938 til að keppa við bændur þessa lands á þeirra heimamarkaði. Árið 1937 nam innflutningur smjörs í Canada aðeins 65,918 pundum frá öðrum löndum. Á árinu 1938 jókst innflutn- ingurinn svo, að hann nam 5,231,338 pund- um. Nærri þrjú miljón pund komu frá Nýja-Sjálandi. Ástralía sendi nærri hálfa aðra miljón; hitt eða um ein miljón pund voru frá Bretlandi. Nokkur ástæða þykir til þess að ætla sumt af smjörinu frá Bretlandi hafa verið canadiskt smjör, sem sent var hingað aft- ur til þess eins, að hnekkja verðinu í Canada. Þingmenn stjórnarinnar frá Ontario og Quebec hafa fengið svo margar umkvart- anir út af þessu, að þeir hafa setið öðru hvoru á fundum og verið að íhuga þetta mál. Þeim hefir enn ekki tekist að finna neina lausn á því, sem ekki hefði gagn- gerða breytingu í för með sér á stefnu stjórnarinnar og kæmi sér því illa fyrir hana. Hverjum um þetta er að kenna, er því ofur augljóst. Þegar umræður stóðu yfir á þinginu í Ottawa um hásætisræðuna, deildi Miss Agnes McPhail mjög á stjórnina fyrir hve algerlega hún hefði brugðist málefnum bænda. Á stefnuskrá sinni hafði hún ekkert, sem nokkur vernd gæti heitið fyrir sölu mjólkurafurða þeirra. Orð hennar eru eftirtektaverð um þetta; þau eru þessi: “Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir íhaldsmenn að líta nú til baka til þess tíma er lögin um sölu á bændaafurðum (The Ntaural Produce Marketing Act) voru til umræðu og vega nú ummæli and- stæðinganna, liberala, á vog reynslunnar um þessi lög. Þau áttu í einu orði sagt, að vera óalandi og óferjand. Við sjáum nú einnig hverjir voru að hafa hag af því og hverjir óhag, ef slík lög yrðu samþykt. Eg skal ekki segja, að það hafi verið að öllu leyti af sömu ástæðu, að leyndarráðið á Bretlandi taldi þessa löggjöf stjórnar- skrárbrot, en það sem nú er að koma á daginn, er þess leiðis, að þar minnir hvað á annað.” Nýlega kom til Bandaríkjanna ungfrú Eve Curie, 34 ára gömul, og yngsta dóttir Curie-hjónanna, er uppgötvuðu radium. Ungfrú Curie hefir skrifað æfisögu móður sinnar og um uppgötvanir hennar. í Bandaríkjunum gerir hún ráð fyrir að heimsækja nokkrar borgir og flytja fyrir lestra um starf móður sinnar og annara kvenna í þágu vísindanna. í Evrópu var ungfrú Curie nýlega viðurkend, sem ein af tíu bezt klæddu konum Norðurálfunnar. Auk aðalerindisins hefir ungfrú Curie í huga að kaupa mikið af kvenfatnaði í Bandaríkjunum og kynna sér “musik” Vesturálfunnar. UMMÆLI CANADISKRA BLAÐA UM SIÐUSTU VIÐBURÐI í EVRÖPU Ritstjórar dagblaða þessa lands voru sagnafáir fyrst 1 stað um viðburðina sem gerðust í Evrópu síðast liðna viku. Við- burðirnar gerðust með þeim hraða, að með þeim varð ekki fylgst. Á þriðjudag var Tékkóslóvakía hertekin. Á miðvikudag hafði Hitler formlega gerst “verndari” lýðríkis Tékkanna. Á fimtudag hafði hann innlimað Bæheim, Moravia og Slóvakíu Þýzkalandi. Ungverjaland tók Rutheníu eða þann hluta Ukraníu, sem tilheyrði Tékkóslóvakíu. Og svo á föstudag kom ræða Chamberlains um brot Hitlers á Munich-samningunum, en sum þessara ummæla voru þó skrifuð áður en hún var flutt eða birt. Calgary Albertan: Það hlýtur nú að vera öllum ljóst, að um frið er ekki að ræða fyrir einræðis- mönnunum. Eina úrræðið til að stöðva Hitler og Mussolini, er með hervaldi. Lýð- ræðisþjóðirnar eiga hér eftir ekki um annað að velja, en stríð, nema því aðeins að þær loki augunum fyrir landaráni Hitl- ers í von um að það áhræri aðeins Austur- Evrópu, en nái aldrei til vestlægu lýðveldis- þjóðanna; bara að þær ættu ekki eftir að vakna fyr en þær varir af þeim draumi. London Free Press: Hitler er sjáanlega ekki ánægður með svívirðinguna sem hann hafði í frammi í Tékkóslóvakíu s. 1. haust. Hann er á- kveðinn í að mola lýðríkið í agnir. Tár hans út af kúgun Slóvaka nú undir Prag- stjórninni, eru krókódíla tár, eins og tár hans voru út af kúgun Sudeten-Þjóðverj- anna. Hitler hét eftir Sudeten-árásina, að ráðast aldrei framar á nokkra þjóð; sig varðaði aðeins velferð Þjóðverja þar sem þeir ættu heima. Nú kemur hann fram sem verndari Slóvaka! Sú eina á- lyktun sem af því verður dregin, er sú, að landvinningagræðgi hans eigi sér engin takmörk og að hann sletti sér inn í mál annara þjóða, hvenær sem honum gott þyki. Calgary Herald: Það hlýtur nú að vera ljóst Mr. Cham- berlain og brezku þjóðinni, að það er misráðið, að reiða sig á Hitler. Hann lofaði hátíðlega á síðast liðnu hausti, að seilast ekki eftir meira landi í Evrópu. Nú er það ljóst, að hann hefir haft í fleiri mánuði hóp manna í Slóvakíu, að æsa íbúa hennar á móti Pragstjórninni. Toronto Telegram: Að Hitler fór aftur að beita yfirgangi í Tékkóslóvakíu, á ef til vill rætur að rekja til þess, að honum þótti ekki árennilegur garðurinn í vestrinu. Eftir Munich-samninginn, komst hann að því, að Pólland og önnur lönd eystra, yrðu sér ekki auðsveip; hann hugsaði sér þá að reyna lukkuna annar staðar. Musso- lini reyndi að Iblekkja Frakka með nýlendu-kröfum og Þýzka- land er sagt að hafi hugsað sér að stökkva á Holland. Blekk- ing Mussolinis varð árangurs- laus og Bretinn kom til sögunn- ar í Hollandi. í vestrinu var ekkert að hafa nema með stríði, en Hitler kærði sig ekki um stríð. Hann fór því að líta í austur. Þar getur hann meðan við smáþjóðiraar er að eiga ef til vill komið einhverju af á- formum sínum fram. Regina Star: Það er ekki að efa það, að Varsjá (í Póllandi) og Budapest (í Ungverjalandi) hafa verið að ráðfæra sig við Rúmaníu um hveraig þau gætu veitt Hitler viðnám. En á meðan á því stendur, munu þau ekki láta á neinu bera og jafnvel setja upp grímu vináttu við Þýzkaland. Dæmið af því sem gerst hefir í Tékkóslóvakíu, mun þeim þó reynast erfitt að hrinda úr huga sínum. Við hvert fótmál sem Hitler stígur nú í austurátt, mun hatrið blossa upp hjá þjóð- unum, sem í veginum standa. Ottawa Journal: England ábyrgðist aldrei stjórnarfarslegt sjálfstæði Tékkóslóvakíu. Það var ekki hægt að búast við, að það gæti ábyrgst hin nýju landamæri þess eða að halda við einingu milli Slóvaka, Rutheninga og Tékka. Frakkland gat það ekki heldur. Þeir munu auðvitað til sem segja nú, eins og s. 1. októ- ber, og hafa verið að segja síð- an, að England sé að svíkja sjálft sig, glata hagsmunum sín- um og svíkja jafnframt frelsi og lýðræðishugsjónir héimsins. Ef England svíkur sjálft sig, er það þess eigið tap og höfum vér í þessu landi eða nokkrir aðrir ekki mikinn rétt til að kvarta undan því. En sé það frelsið og lýðræðið í heiminum, sem svikið er, hversvegna á þá að kenna Bretum einum um það? Hvað er um Bandaríkin ? Og hvað er um Canada? Vér höfum ekki orðið þess varir, að stórir hópar manna í Bandaríkjunum hafi krafist þess, að stjórn þeirra sendi her til Evrópu til að frelsa Tékkóslóvakíu. Vér höfum held- ur ekki orðið þess áskynja, að þeir séu margir í Canada, sem krafist hafa þess af Kingstjórn- inni, að hún færi að hafast eitt- hvað að í þessu. England hefir, að því er oss virðist, gert sinn skerf, og ef til vill nokkuð fram yfir það, að vera lögregla lýð- ræðisþjóða heimsins. Það er ekki nóg, að hlaða byrðinni af þeirri vernd á eina þjóð. Þess- vegna fór um Þjóðabandalagið eins og fór, að það virtist oft sem til þess væri ætlast, að Bretar einir gerðu átökin. Dönsk stúlka segir frá því, að hún hafi bréfaskriftir við fjórar ungar stúlkur erlendis. Ein býr í Noregi, önnur í Sviss, þriðja í Canada og sú fjórða í Suður- Ameríku. Það einkennilega við frásögn hennar er það, að allar stúlkurnar eru fæddar sama dag 6. febrúar 1920. BRÉF TIL HKR. R. R. No. 1, White Rock, B.C. 6. marz 1939 Kæri herra ritstjóri: Eg hefi verið að hugsa um að skrifa þér fáeinar línur, meira að gamni mínu, en af knýjandi þörf, til að auglýsa skoðanir mínar. Þessar fáu línur, sem verða aðeins sundurlaus þankabrot um eitt og annað, eru ekki skrifuð í þeim tilgangi, að deila á neitt, og heldur ekki í þeim tilgangi að slá því föstu, að mér sjálfum geti ekki skjátlað eins og öðrum. En áður en eg byrja á að skrifa um ástandið eins og það kemur mér fyrir sjónir, langar mig að segja þær fáu fréttir sem héðan verða sagðar, sem ekki verða margbrotnar þetta sinn. Eg ætla þá að byrja á tíðar- farinu. S. 1. sumar var eitt það þurrasta sem hér hefir lengi komið, og þar af leiðandi varð öll uppskera með rýrara móti, einkum á þurru og háu landi, og svo að margir fengu lítið og sumir ekkert upp úr görðum sínum, en þar sem uppskera var, var öll nýting góð og haustið var alt ein blíðviðris tíð, fram í byrjun nóv., en þá snjóaði dálítið en tók fljótt upp, en eftir það til ársloka var umhleypingasamt, rigningar og frost á milli, en aldrei hörð, og snjór vart telj- andi. Stundum lítið föl, en tók fljótt upp aftur og síðan um ára- mót, .hefir veðrið verið líkt. — 8. og 9. febrúar varð all-kalt, fór þá frost on í 10 fyrir ofan zero og þá kom nokkur snjór; nú er komið gott veður og allur snjór farinn. Verð á flestu sem selt hefir verið, hefir verið með lægra móti, en flest sem keypt er, er eins hátt og nokkru sinni áður, og er sagt að það sé flutninga- tækjunum að kenna. En það getur 'þó tæpast verið að öllu leyti, því sumt sem maður sér í verzlunum frá Evrópu og Aust- ur-Canada, er engu dýrara en það sem er framleitt í kringum bæina, þó bændum sé lítið sem ekkert borgað fyrir það. Til dæmis er smjör sem búið er til í Vancouver, selt á sama verði og smjör frá Nýja Sjálandi og Al- berta, og vörur sem eru fram- leiddar hér í verkstæðupi eru seldar með sama verði og sams- konar vörur sem koma annar- staðar að, jafnvel frá öðrum löndum; háir prísar á vörum, sem kaupmenn selja, eru því ekki að öllu leyti, flutnings- kostnaði að kenna. En auðvitað verður ekki við þessu gert, á meðan sá hugsunarháttur er ríkjandi, að alt aðfengið sé bezt, og því betra sem meira kostar að ná í það. Atvinnuleysi er alvarlegt í borgum og bæjum og jafnvel í sveitum. Hér í þessari sveit, Surrey, hafði af einhverjum á- stæðum dregist að greiða fram- færslustyrk nokkra daga, vegna þess að stóð á tillagi því sem fylkisstjórnin á að leggja til, að því er sveitarstjórnin sagði, en einn daginn tóku sér sæti 250 manns í fundarsal sveitarráðs- ins og kröfðust fullrar greiðslu og neituðu að fara út annars; heimtuðu sitt afskamtað upp- eldi, en engar refjar, og fengu það víst, því Hunter sveitar- oddviti, fékk ekki sætið sitt með öðru móti. Þar sem svona er í fámennri sveit segir sig sjálft hvað muni vera í stórborgum, þar sem fólksfjöldinn er svo mikill, þó lávarður lávarðanna í Ottawa, segi alt í góðu lagi. Að vísu gætu sjálfsagt einhverjir bjarg- að sér betur en þeir gera, en hugsunarhátturinn er orðin breyttur, eins og fleira, frá fyrstu tíð. Þá var sú hugsun á flestra huga, að reyna að verða nýtur meðlimur í þjóðfélaginu af sjálfsorku, og þá báru menn svo mikla virðingu fyrir sjálfum sér, að þeir vildu heldur fara á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.