Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEIG, 29. MARZ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA flokkum sem ætla sér að halda áfram því fyrirkomulagi, en heldur með þeim sem halda því fram að hægra sé að haga því svo að fólkið geti haft nægtir og persónulegt frelsi, því enginn er persónulega frjáls sem er efna- lega ósjálfstæður. Fólkið á heimting á að þetta sé gert ef það krefst þess, því fólkið á að vera og er, æðsta valdið í landinu ef það bara læt- ur til sín taka. Og stjórnum. þ. e. a. s. þjónum fólksins ber að hlýða vilja þess. Við köllum sumar istjórnir heimsins lýðveldisstjórnir, og sumar aðrar einræðisstjórnir. Eg efast um hvort nokkur stjórn í heiminum getur réttilega kall- ast fullkomin lýðveldisstjórn. — Munurinn er að sum lönd, svo sem Þýzkaland, ftalía og Japan, eru algerlega búin að missa lýð- ræðið. En sum önnur lönd, svo sem Canada, England og Banda- ríkin, hafa lýðræðis-stjórnarfyr- irkomulag, en þrátt fyrir það sýna bágindin og erfiðleikarnir að það er ekki vilji fólksins sem ræður framkvæmdum. En ein- ræðið er ekki komið á eins hátt stig eins og í hinum löndunum. Við Social Credit sinnar erum að heyja frelsis-baráttu á móti þeim öflum sem eru óðum og um allan heim að svifta fólkið frelsi. Fólki virðist ef til vill að eg geri of mikið úr því að almenn- ingsvilji eigi að ráða. En vit- anlega er það mikið við það, að krefjast aðeins þeirra hluta sem nútíðar þekking veit að eru framkvæmanlegir. Eg hefi í þessu erindi reynt að benda á, að fólkið sjálft ætti að leggja fram kröfurnar og fela svo fulltrúunum að hrinda þeim í framkvæmd. En áður hefir það tíðkast að pólitísku flokk- arnir semja sínar stefnu-skrár eftir því sem þeir í það og það sinn álíta að helst muni ná fylgi kjósendanna. Þeir lofa hækun eða Iækkun á tollum, að auka atvinnu, að útvega nýja mark- aði, að auka framleiðsluna, en aldrei að fólkið sjálft eigi að njóta þessarar nýju framleiðslu. Enda gerir það það ekki — nema með því að draga kaup af skorn- um skamti meðan vinnan stend- ur — og sveltur svo meðan verið er að selja of mikla framleiðslu. Og jafnvel þessi loforð verða oft óefnd. Nú ætla eg að endingu að beina fáeinum orðum sérstak- lega til kvenfólksins. Því hefir hingað til verið haldið fram, að konan eigi ekki að vera að skifta sér af neinu utan heimilisins. Eg man þegar að eg var að fara í kring í kosningunum um árið, að méðan lestin stansaði í smábæ í mínu kjördæmi fór eg að tala við konu sem stóð á pallinum og var að bjóða henni að koma á Social Credit fund um kveldið. Hún kom með ýmsar ástæður fyrir að geta ekki komið, en þegar eg reyndi að sýna henni fram á að hún ætti eiginlega að sækja fundinn, þá varð hún reið og sagði að það væri ekki verk- efni konunnar að vera út um all- ar tryssur á pólitískum fundum. En nú vil eg sýna fram á það, að ef konan vill verja heimilið frá ýmsum óförum, þá dugar það ekki lengur fyrir hana að hugsa ekkert um opinber mál. Það er ekkert sem hún getur gert innan heimilis tii þess að afstýra fátækt, vinnuleysi, stríði. Þetta alt er afleiðing af því hvernig peningamálunum er hagað í landinu. Hún verður að sinna þessum opinberu málum ef hún vill verja heimili sitt frá ýmsum illum afleiðingum fé- sýslunnar. Fátæktin og baslið kemur máske konunni meira við en karlmanninum á heimilinu. Það er konunnar ábyrgð að börnin hafi nóg að borða, nóg af góðum fötum nógan hita, og að þau séu við góða heilsu. Nú er svo mikill skortur á öllu þessu, að það er beinlínis skylda konunn- ar gagnvart börnunum sinum að hugsa út í þessi mál og gera sitt ítrasta til að styðja þá sem eru að berjast á móti þessu ranga fyrirkomulagi. Það er ekki mikið að furða þó konurnar hafi ekki tekið mikinn þátt í pólitík hinna gömlu flokka. En nú, þegar þær hafa tækifæri til að bæta sinn hag og hag barna sinna með því taka þátt í póli- tíkinni, þá finst mér það bein- línis skylda konunnart eins og karlmannsins, að leggja fram sinn skerf til að losa okkur við allan þennan svikavef sem búið er að vefa utan um þjóðarfram- kvæmdirnar. Eg ber mikið traust til kvenfólksins þegar um framkvæmdir er að ræða, það er nú þegar búið að koma miklu til leiðar, þar sem þeim er þakkað að miklu leyti sigur Social Cred- it hreyfingunnar í Alberta-fylki. Og eg spái því að kvenfólkið eigi eftir að taka góðan þátt í því að færa þjóðmálin hér í þessu landi í betra horf. STURLA 1 VOGUM Þessi bók er að blaðsíðutali hátt upp í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, sem er saga Nor- egs í margar aldir, og slíkt hið sama á við Sturlungu, sem tekur yfir tvær aldir svo að segja, um menn og atburði hér á landi. En þessi Sturlunga Hagalíns tekur yfir ein tíu — tólf ár og þó í raun ekki nema eitt ár í einum firði á íslandi, sem er fámennur og í raun og veru viðburðasnauð- ur. Á þessu má marka, hve rit- höfundar vorra tíma eru orðnir fjölorðir í samanburði við þá jgömlu. Þessháttar orðagerð er 'mælgi fremur en mælska. Sann- ast nú það, sem Stephan G. Stephansson kveður: Leirurnar, sem liggur í laundrýgjast í sögum. Það skal undir eins játað, að höfuðpersóna sögunnar, Sturla í Vogum, er alls enginn vellu- spói. Hann er iðjamaður og krefst af sjálfum sér drengskap- ar og dáða. En höfundurinn ger- ir hann úr garði Jeiðinlega ó- heflaðan. Eg veit það að vísu, að í skáldsögum eru andstæður nauðsynlegar, til þess að sagan verði söguleg, sem svo er kallað og veki forvitni lesenda og á hinn bóginn er þess að geta, að íslenzkir lesendur skáldsagna eru ekki nú á dögum bornir of- urliði af söguhetjum, sem slæg- ur er í. En úr því að höfundur þessarar Sturlungu tók sér fyrir hendur að sýna fyrirmyndar dugnaðarmann öðrum til styrks og vaxandi manndóms, gat hann vel gert Sturlu í Vogum úr garði þannig, að hann væri lesendum aðgengilegri en hann er. Eg hefi þekt þó nokkra bændur að sjón og raun, sem verið hafa tveggja manna makar til vinnu, verið aldir upp við svelt, en orð- ið bjargálna menn á einum sam- an handafla sínum og drengi legri framgöngu, en verið þó blátt áfram, eins og aðrir menn í framgöngu sinni á heimili og við nágranna sína. Það er þó eigi aðalgalli þessar- ar sögu, hve Sturla í Vogum er eintrjáningslegur. Mesti þver- brestur sögunnar er atburðurinn í fjósinu í Vogum, ásamt öllu því sem utan um hann er ofið. Þau ólíkindi gera söguna að hálfgildings reyfararóman. Það er blátt áfram óhugsandi, að Þorbjörg fari á náttarþeli í hríð og ófærð út í fjósið, uggandi um sig á nótt og degi fyrir umsátri jMagnúsar í Neshólum. Aldur- tili Magnúsar í fjósinu og bani hennar sjálfrar í læknum eru svo fráleitir, að segja má, að þau tvímenni á dauðri geit inn í eilífðina. Fólkið í Neshólum er innrætt með þeim endemum, að hvergi finst í íslenzkum bókmentum eins, nema í sögum Laxness, og er þá langt til jafnað. Látum það vera, að fjósgeng- Two Poems From the Icelandic of Davíð Stefánsson A SONG IN PRAISE OF COWS Out of the barn they come, one by one, In the early morning, calm and sedate, And walk as if they were stepping on stones, And sigh, as if burdened with mysteries great. Slowly they proceed, as behooves holy beasts, With utter disregard for the cowherd boy. Of their thoughts and desires none may know the least, Nor if their hopes soar high or creep low. From the soil sprout plants that are green and young, Some are changed into milk and others to wine. At eve with heavy udders they homeward throng, And the good wife milks the gentle kine. She feeds the milk to her children gay, Their cheeks are ruddy and their eyes are clear. They drink the milk by night and day. To the Lord both cows and children are dear. Well could Homer have written of cows. In sagas was Auðhumla’s might proclaimed. To the Hindus they are sacred—no harm to them allowed, Their honor in ancient laws of gods and men is famed. The greatest thirst a measure of milk can slake, On milk could Christ and the Buddha have thriven. Firmer hold of man’s soul did no animal take, Mightier words mother nature never has given. Into the barn they go, one by, one. Outside proud wings are beating the air. From their milk our power of growth w’ve won, On the tree of life they’re a branch green and fair. Though in praise of them not much has been said, They give many their strength to write and to sing. Whole nations by them have been cherished and fed, Without them our culture will be perishing. WHERE ARE THE SHIPS? Where are the ships that sailed with gentle breeze To sunny lands beyond the azure seas, And the swift steed that bore us on our way To the mountain high where magic fires play? Where are the streets with starry lights agleam And the turrets of the cities of our dream? Where are the lofty colonnades so wide And pearly waters that onward slowly glide ? Where is the consecrated wine of old That warms the heart and makes the blind behold? Where are the ancient sacrificial flames Where anguished souls their rest and peace may claim ? And the golden harp with strings vibrating that Did weep for joy, as at your feet I sat? The ships are wrecked and the waves now wildly dance O’er ruined cities of our sunken lands. illinn Magnús er látinn vera get- inn í hórdómi, móðir hans efnar til barnsins með því að hlaupa í sjóbúð til formanns, að bónda sínum aðsjáandi. Ofan á þetta verður Einar í Neshólum konu sinni samtaka í því, að eggja þenna ódrátt til þess að komast yfir konu Sturlu í Vogum. Þessi Jónína í Neshólum er meiri kvenskratti en Gróa á Leiti, lýgin til jafns við hana, en stór- um syndugri í framferðinu. Eg hefi þekt margar konur af sannri afspurn, sem verið hafa breyskar á yngri árum, en þegar aldur færðist yfir þær og blóðið kólnaði í þeim, gerðust mjög siðavandar í orðum og harðari í dómum um æskuna, sem ekki kunni sér hóf. Þannig er lífsins leikur, eða óleikur í raun og veru. Höfundur þessarar Sturl- ungu fer með Neshólahjónin og Magnús Jónínuson langt niður fyrir það, sem gengur og gerist á taflborði lífsins sjálfs. Mann- leysisbragur þessa heimilis er svo skröksögulegur, að lesandi með heilbrigðri skynsemi getur hvorki hlegið né grátið yfir ó- sköpunum. En sú tegund frá- sögulistar færir þetta fólk á taflborðinu þannig fimlega, að lesandinn sér allar þeirra hreyf- ingar fyrir framan sig og heyrir hverja hreyfingu niður til lægstu hvata. Það verður ekki skafið af rit- höfundinum Guðmundi Hagalín, að hann kann að herma eftir fólki, málfæri þess og athöfnum. Eftirhermulist hans og margar skáldlegar setningar sýna það og sanna, að hann er gæddur skáldgáfu. Þessi saga er þannig vel bygð, að einn atburður rekur annan. En því miður eru sumir atburðirnir isvo óitrúliegjir, að þeir sjálfir og afleiðingar þeirra hafa eigi þau áhrif á lesandann, sem stórir atburðir hafa, þegar þeir eru sennilegir. Atburðirn- ir í fjósinu er Skýrast dæmi úr þessari átt. Það er þó eigi aðalgalli þessa Sturlu. Hann flytur alt hey- ið, sem hann kaupir víðsvegar í firðinum, 100—200 vættir, á svo liltum bát, að hann og tíu ára sonur hans róa honum langar leiðir, setja hann í naust og hrinda honum úr vör. f þessum báti flytur hann upp undir 20 bagga, t. d. þegar Neshóla-feðg- ar sitja fyrir honum í básnum. Þessi bátur, sem er í rauninni tveggja manna far, er svo eftir- látur við skáldið, þegar því ligg- ur á að kríta liðugt, að bátur- inn hefir ekkert á móti því, að Neshólafeðgar hafi rúm og að- stöðu til að hafa úti mér skilst fjórar árar og Vogafeðgar jafn- framt sínar árar. Mér er alveg óskiljanlegt hvernig mikill hey- farmur rúmast i þessu bátkríli. Eg ætla að mótorbát hefði þurft til þessara flutninga. Af þessu dæmi má sjá ýkju- bragð sögunnar. Þetta væri ekki tiltökumál í skáldsögu, sem samin væri eft- ir Heljaarsóðarorustu Gröndals eða i þeim anda. En þessi saga Hagalíns er ekki af þeim toga spunnin. Aðalpersónan stendur föstum fótum á bjargstuddum jarðvegi hversdagslífsins og ó- líkindi hennar draga stórum úr þeim áhrifum, sem annars hefði geta orðið af lestri hennar. — Þriðja fjarstæðan mætir lesand- anum þegar Sturla í Vogum rekur botnvörpunginn á flótta með fuglabyssu—nei, selabyssa var það. Og togaraskipshöfnin þorir ekki né reynir að kaffæra bátinn með ásiglingu, hún kastar aðeins í hann blautum þorsk- hausum og flýr svo út í hafs- auga af þessum fundi. Fyrir- mynd þess æfintýris mun vera tekin úr æfisögu Snæbjarnar í Hergilsey, sem segir frá upp- göngu þeirra Guðmundar sýslu- manns á togarann breska og fræg er orðin. En herferð Sturlu er svo mikil fjarstæða, að þetta afreksverk hans á isammerkt við framferði eyja sem hillir út við hafsbrún, látast vera komnar upp í loftið, en eru í raun og veru í sínu gamla sæti, niðri í grænum sjó. Þrátt fyrir þessa galla og ýmsra aðra er sagan að sumu leyti vel sögð. Brynjólfur á Hömrum er náttúrlega heil- steyptur karl og kona hans er sæmileg húsfreyja. Hjónin í Hruna sóma sér vel. Konan gædd vinnugleði og þau bæði saman. Það getur staðist að þau fram- fleyti 13 börnum. Þau æfintýri hafa gerst í öllum sveitum lands vors. Skröksögur Gunn- laugs eru nokkurskonar krydd og verður eigi sagt að þær geri hann að hirðfífli/Þó að Hagalín sé fimur í fingrum, þegar hann heldur á penna og stundum tungumjúkur, bregst honum bogalistin öðru hvoru. Þegar hann stiklaði kringum Kristrúnu í Hamravík, varð hann fyrir þeim áhrifum af hennar hálfu, að hans eigin frásögn varð með sama orðfæri og orðbragði, sem Kristrún hafði í frammi, þegar hún sat á sínum breiða rassi og lót dæluna ganga. Hagalín hefir enn í þessari sögu flaskað á sama skerinu. Mállýska sú og skræpyrði sem annarhver mað- ur í þessari sögu lætur út úr sér, liggja honum sjálfum á töngu og vörum, þegar hann segir söguna sjálfur. Annars vil eg drepa á það, að eg hefi aldrei orðið var við Hamravík- urtalandann eða Neshólaorð- skrípin, þó að eg hafi rekist á Vestfirðinga. Eg hefi eigi orðið þess áskynja, að þar lægi í landi þvílík töfratunga, sem þessar sögur Hagalíns bera vott um. Valdimar Ásmundsson segir í ritreglum sínum: “Hið foma, granna hljóð lifir enn á Vest- fjörðum og skal rita samkvæmt því”. Ólína og Herdís, Jón úr Vör og Bárður Jakobsson hafa öll í útvarpi látið þjóðina heyra til sín og talað málið rétt með orðavali og góðum hreim. Að- eins hefir bólað á því, að þau hafa brugðið fyrir siig hinu forna granna hljóði: langur, löng, þegar við berum fram: lángur, laung. En það málfæri er óskilt þeirri flekkóttu tungu, sem blaðrar því miður í síðustu sögum Hagalíns. Þó að Sturlunga Hagalíns hafi allmikla kosti til að bera skortir hana samt herslumuninn til að vera listaverk. Höfundurinn spillir henni með galsafengnum orðskrípastíl, sem ríður í bága við þá raunverulegu atburði, sem hún er að sumu leyti bygð á. Skáldsögur, sem hlotið hafa VINVIÐA FERSKJUR Auðveldar að rækta. Múðna á 80 dögum. Þessum fögru garð- r æ k t u ð u ferskjum | svipar að lit, stærð og til gul-aldina. Vaxa| á vínviði eins og melón- ur. 'Agætar til niðursuðu eða jsætpækiuniar, eru laðandi og lystugar. Eru snemm vaxnar og ávaxitarmikiar, þekja jörð- ina gullnum aldinum. Bréfið lOc póstgjald 3c. SÉRSTAKT KOSTABOЗ10 fræ- pakkar af margskonar nytsömum ný- fundnum garðávöxtum (þau að ofan meðtalin) er vekja undrun yðar og gleði, allir á 65c póstfrít/t. Ókpvni« Stór 1939 lltsæðis °S UKeypib— ræktunarbók DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Nobelsverðlaun svo sem “Mark- ens Gröde” og “Gott land” eru gersamlega lausar við þvílíka ólíkinda atburði, sem eru í Sturlu í Vogum og eg hefi drep- ið á hér að framan. Lesandi þessara sagna, sem eg nefndi, gleymir því við lest- urinn að sögurnar séu tilbúnar, svo dagsannar virðast þær vera. Þar er hið daglega sanna líf túlk- að með látlausum orðum. Fólkið talar blátt áfram, lifir og breyt- ir blátt áfram. Kona Sturlu í Vogum stendur föstum fótum á jafnsléttu dag- lega lífsins þangað til hún er látin flana út í nóttina frá börn- unum sínum út í opinn dauðann. eða réttara sagt út í þá vitleysu, sem ekki veit fótum sínum for- ráð. Þetta hátterni ríður alger- lega í bága við það staðfasta líf hjónanna í Vogum, sem veldur því, að þau hafa bjargast og efn- ast á handafla sínum og ráð- deild. Þessi atburður og hátt- erni Neshólafólksinsstórskemma söguna, á þvílíkan hátt sem kvæði er spilt með vísu, sem gerir það röndótt eða hnöttótt, ef svo mætti að orði kveða. Eg er ekki svo kunnugur brimlendingum eða listinni þeirri að stýra milli skers og báru, að eg treysti mér til að dæma um björgunina, sem Sturla framdi, þegar Vinding verzlunarstjóri varð í brimgarð- inum. En sá þáttur þykir mér harðla ósennilegur og vera af sama toga spunninn, sem frá- fall húsfreyjunnar í Vogum. En þær skáldaýkjur eru að vísu rausnarlegar og ekki ljótar. Þetta, sem nú er sagt, læt eg mér nægja um Sturlu í Vog- um. Sagan um hann er þrátt fyrir alt besta bók Hagalíns. Guðmundur Friðjónsson —Vísir, 24. feb. Veðhlaupahestur “Lauritz” að nafni, sem nú er fallinn fyrir aldurs sakir, hefir kept samtals 338 sinnum. Þar af hefir hann sigrað 61 sinni; 48 önnur verð- laun hefir hann hlotið og 4<T lægri verðlaun. Verðlaunin, sem hann hefir hlotið, nema samtals um 150,000 krónum. * * * “Heyrðu vinur! Þú mátt ekki segja konunni minni, að þú hafir lánað mér tíeyringinn.” “Eg skal þegja, ef þú lofar að segja ekki konunni minni frá því, að eg hafi haft svo mikla peninga á mér.” K0L FYRIR KALDA VEÐRIÐ Winneco Coke $14.00 per ton Algoma Coke 14.75 « Semet-Solvay Coke 15.50 (( Pocahontas Nut 14.00 (( Bighorn Saunders Creek Lump 13.50 (( Foothills Lump 12.75 44 Heat GIow Briquettes 12.25 44 McCurdy Supply C o. Ltd. Símið 23 811—23 812 1034 ARLINGTON ST

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.