Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. MARZ 1939 Iteimsknmila j (StofnuO 188(1) Kemur út A hverjum miOvikudeoi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Saroent Avenue, Winnipeo Talsímis 86 537 VerS blaSsins er $3.00 árgangurlim borgiat jj fyrirfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. ÖU vlSskifta bréf blaSlnu aSlútandl sendlst: 1 Xrnager THE VIKINO PRBSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeo Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ---------------------------------------------------| "Helmskringla” is published and printed by THE VIKItlO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 mmm..............miHiininiiniiiiiiiiiiuiiiiHiiiiniiiiiiiiiimiuiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiuimiiiiimuuiiuiffi WINNIPEG, 29. MARZ 1939 KARLAKÓRINN SYNGUR í AUDITORIUM Það er nú ákveðið, að Karlakór íslend- inga syngi í Auditorium, mestu sam- komuhöll Winnipeg-borgar, í næsta mán- uði (26 apríl). Mun það þykja í mikið ráðist af kórnum að leigja svo dýrt hús, sem söngsalur hins mikla Auditorium er, en því er ekki að neita að það er skemti- legt að eiga þess einu sinni von, að hlýða á kórinn í góðum söngsal. Eins og menn muna, söng hann í þessum bæ fyrir einu ári (24. maí) og hlaut ágæta dóma hjá ensku blöðunum fyrir söng sinn. Og kórn- um hefir í ýmsu farið fram síðan. í Auditorium sönghöllinn má fyllilega búast við hans bezta söng enn sem komið er. Karlakórinn hélt nýlega 10 ára afmæli sitt. Af honum fer nú að verða mikils krafist úr þessu, ef til vill ofmikils, þegar á allar ástæður er litið. Hér er ekki um kór að ræða, sem fyrir atvinnu hefir að syngja. Það er aðeins fyrir ást nokkra manna á þessari list allra lista, sem kórinn er til og félagarnir koma saman í tóm- stundum sínum, eða að dagsverki loknu og stilla strengi raddanna saman. Árang- urinn af því hefir nú samt sem áður orðið sá, að á hverri meiriháttar samkomu, svo sem þjóðhátíðum okkar, þykir nú eitthvað skorta, ef íslenzki karlakórinn lætur þar ekki til sín heyra. Áhrif hans í félagslífi voru eru orðin þessi. Hann er lifandi og laufguð grein þar, sem ekki má fölna eða fella blöð sín strax, því þar er um einn þann vaxtarvið að ræða, sem það er fólgið í, að fresta komu fimbulvetrar í íslenzku félagslífi hér, en lengja sumar þess og yndi. Með þetta fyrir augum, er vonandi að íslendingar gefi þessari tilraun kórsins að syngja í Auditorium allan þann gaum sem unt er, að maður ekki segi eins og skilt væri eða 100%. En kórinn hefir starfað til þessa með þeirri aðstoð einni, sem fólgin hefir verið í því, að sækja sam- komur hans. Og grunur vor er sá, að þar hafi þeir, er samkomur hans sóttu, oftast gert betri kaup en kórinn. En eigi að síður, er nú það alt sem fram á er farið, að samkoman sé sótt. Á þvi veltur auð- vitað þeim mun meira í þetta sinn en áður, sem um eitt mesta stórræði er að ræða, sem kórinn hefir færst í fang. Hann syngur þarna ekki einungis fyrir íslend- inga, heldur einnig annara þjóða menn. Og það yrði meiri hvöt fyrir kórinn og uppörfun að sjá landa sína ekki afskifta- lausa um það, hvernig honum tekst, að túlka íslenzkan söng fyrir útlendingum. Að hinu leytinu er það tilhlökkunarefni fyrir ísl. að hlýða nú á kórinn og sjá hann krýna tíu ára starf sitt með því að syngja undir öðrum og betri ástæðum en nokkru sinni áður, að því er söngsal áhrærir. Við getum vegna þess eins búist við að heyra breyttan söng, mýkri og betri en við höfum áður heyrt, svo að segja nýjan kór. Eftir dómum þeim er kórinn hlaut er hann efndi til §innar miklu samkomu síðast, er það ekki að efa, að hann vinnur sér og íslendingum til sæmdar með þess- um fyrirhugaða söng sínum. Við segjum ekki, að á ströngustu vísu verði kórinn borinn saman við atvinnukóra, en íslenzki kórinn hefir nú einu sinni það við sig, sem svo er stórt og mikilsvert, að fylstu við- urkenningu hlýtur hvar sem er. Það er hinn frjálsi, eðlilegi og óþvingaði þróttur söngsins, sem svo mikið var dáðst að af ensku sönggagnrýnendunum sem kunnugt er. Orðtakið íslenzka, að syngja fullum hálsi, nær því ef til vill bezt, ef lýsa skal því í fám orðum. Sá er þetta ritar, hefir sjaldan heyrt það í tónum hér, er betur minnir á hugtakið sem felst í orðinu vík- ingur, en í þessum áminsta söng kórsins fyrir einu ári. Það er ekki sízt af því, sem búast mætti við, að íslendingum léki nú sérstaklega hugur á að hlýða á kórinn, að þeir eigi þess von að finna þar bergmál af því, sem í norrænu eða íslenzku þjóð- areðli býr, bergmál sinna eigin dag- drauma. Karlakórinn hefir því á 10 ára æfi sinni náð viðurkennigarverðum þroska í sum- um greinum. Hann á kosti til að bera, • sem ekki verður mótmælt og sem þess er vert að mint sé á stöku sinnum. Með því er auðvitað ekki sagt, að réttmætar að- finslur séu óþarfar, en það þarf sjaldnast að hrópa hátt á þær; þær koma óboðnar. Af sögu-ágripi því um starfsemi kórs- ins, sem birt var í Heimskringlu fyrir skömmu og sem núverandi forseti kórsins, Guðm. Stefánsson, reit, dylst ekki að þeir eru margir, sem stuðlað hafa að velferð kórsins og sem hann á tilveru sína að þakka. Það skemtilega fyrir þá menn hlýtur það nú að vera, að hið oft vonlitla starf þeirra hefir borið þann árangur, að kórinn er nú ekki aðeins lifandi, heldur starfandi svo að meiri eftirtekt vekur en áður. Síðast liðin tvö ár eða meir hefir söngstjórinn verið Ragnar H. Ragnar, hljómleikakennari, vaskur maður og vel að sér í grein sinni og sem ómældan þátt á nú í veg og gengi kórsins. “Það er ekkert til sem er eins skemtilegt og vinna”, segir stóriðjuhöldur nokkur. Vinnumenn hans eiga víst að skilja þetta þannig, að þeir séu að skemta sér á hans kostnað með vinnunni fyrir hann. “ÞESS SKYLDI GETIÐ SEM GERT ER” í síðasta blaða Lögbergs deila þeir Páll skáld Guðmundsson og E. P. Jónsson rit- stjóri Lögbergs á dr. Rögnvald Pétursson fyrir ummæli hans um Anthony Eden í ræðu á þjóðræknisþinginu, er og nýlega var birt í Heimskringlu. Það er ekki til neins að reyna að gera sér grein fyrir því af hverju þessa menn tekur svo sárt til Mr. Edens, sem þeir virðast þó lítt kunnugir, en látum þá sjálfa um það. En sýnishom af ummælum þeirra út af því mega ómögulegt glatast. Páll skáld segir: “Standa mér þá sérstaklega fyrir hugskotssjónum hin kirkjumannlegu um- mæli í garð Anthony Edens, hins fyrver- andi utanríkisráðherra Breta, tel eg lík- legt að vegur Þjóðræknisfélagsins og sam- heldni félagsmanna vaxi mjög af hinni röggsamlegu framkomu forsetans, er jafn fúslega leggur lið sitt til friðar og sátta í alþjóðlegum viðskiftum og íslenzkri hreppapólitík.” (Auðkent af Hkr.) Síðasta orðið á við Þjóðræknisfélagið og er vonandi að félagsmenn þess greiði P. G. eitthvað fyrir nafnfestina. Einar Páll Jónsson skáld og ritstjóri segir: — “bar Mr. Eden einkum fyrir sig tvískinnungshátt þeirra (fasistanna) í sambandi við Spánarmálin og hlutleysis- nefndina svokölluðu. Atburðir síðustu daga hafa nú leitt það afdráttarlaust í Ijós, að mótmæli Mr. Edens voru á fullum rökum bygð. Og þeim mun andhælislegra verður það, er grunnhyggingar nokkurir skipa honum í flokk með pólitískum lodd- urum fyrir hollustu hans við málstað mannfrelsisins.” (Auðkent af Hkr.) Hollustu Mr. Edens við málstaðinn ber atkvæðagreiðsla hans í Spánarmálinu 1. marz á þingi beztan vott. (Sjá frétt um það á fyrstu síðu). Frekari athugasemdir skulu ekki gerðar við ummæli þeirra Páls og Páls. Þau eru ekki þess verð. Hitt getur ekki láðst, þó sagt sé sem er að þau minni á vísu hlut- an hans Gröndals: —rjúpkarrar höfðu í hjali tveir hver þeirra gæti ropað meir. í Manitoba-fylki er tala íbúanna, eftir manntali frá 1936, alls 711,216. Af þeim eru 502,863 fæddir í Canada eða 70.7%. Á Bretlandi eru 91,735 fæddir eða 12.9%. f öllum öðrum löndum eru 116,618 fæddir eða 16.4%. f Manitobafylki eru þó ekki af íbúunum fæddir nema 58.75% eða nærri § hluti. Tvítugur piltur (dansar við unga blóma- rós): Eg hlakka til, þegar sköllótti ístru- belgurinn þarna við borðið fer að dansa! Stúlkan: Þekki þér hann? Pilturinn: Nei. Stúlkan: Eg er dóttir hans! GOLDENBERGSKÝRSLAN Skýrsla Goldenberg-nefndarinnar, sem Bracken stjórnin skipaði til þess að rann- saka fjárhag Winnipegborgar var lögð fram í fylkisþinginu s. 1. miðvikudag. f skýrslunni er sagt frá þeirri góðu frétt, að Winnipegborg sé vel stödd fjár- hagslega, í sannleika svo vel stödd, að hún þurfi ekkert lán að taka, geti greitt kostn- að sinn til framfærslu atvinnulausra og samt haft tekjuafgang á árinu 1939. Þetta er nú bærilegt, ef alt væri sem sýnist, eða eins og nefndin lítur á það. Nefndin virðist halda að hún hafi í bókstaflegri merkingu fundið hulda fjár- sjóðu í hirzlu bæjarstjórnar, fjársjóðu, sem enginn hafi vitað um áður (sambr. orðalagið: hitherto unrecognized í frétt- inni). Þetta fundna gull er varasjóður bæjarins (sinking fund). Hann á nú að vera svo mikill, að óþarfi sé að vera að leggja fé í hann frekar. í stað þess legg- ur nefndin til, að féð sé notað til almennra og bráðari þarfa. Varasjóðurinn er til þess ætlaður, að greiða með skuldir þær, er árlega safnast fyrir, þegar þær falla í gjalddaga. f vara- sjóði eru nú um 31 miljón dollarar. En skuld bæjarins er 59 miljónir. Bærinn á þarna helming fyrir skuldinni. Ákvæðið um að halda við þessum varasjóði, eða leggja vissa fjárhæð í hann árlega, er í grundvallarlögum bæjarins, sem ekki verð- ur breytt nema af fylkisþinginu. f nefndarskýrslunni segir svo, að vara- sjóðurinn beri sig hér eftir þó ekkert sé lagt í hann. Hvernig það á að skilja vita víst fáir aðrir en nefndin. Þó aldrei bættist við skuldina og fjárlögin væru tekjuhallalaust, eru þó vextirnir af 59 miljón dollara skuldinni hinir sömu og þeir verða ávalt hærri en vextir af vara- sjóðsfénu. Varasjóður hrekkur því ekki til að greiða skuldina, eins og til er ætlast. Erj hvernig er þá hægt að segja, að vara- sjóðurinn beri sig hér eftir? Og hvernig stendur á því, að varasjóð- urinn er nú álitinn ónauðsynlegur, þar sem hann þótti svo áríðandi trygging fyrir f járhag bæjarins, að ákvæðið um hann var sett í grundvallarlögin ? Það er fyrir það eitt og ekkert annað, sem þessi bær hefir ekki fyrir nokkru verið lýstur gjaldþrota. Lánstraust Winnipeg-borgar væri farið veg allrar veraldar, ef ekki væri fyrir varasjóðinn. Bracken-stjórnin hefir ávalt séð blóð- ugum augum eftir hverjum eyri, sem hún hefir að sínum hluta þurft að greiða af fylkisfé til framfærslu atvinnulausum enda þó hún hafi féð að láni tekið upp á eilífar kringumstæður. Að koma þessum kostnað á bæinn, hefir verið eina málið 1 ein tvö eða þrjú ár, sem hún hefir virst hafa sýnilegan áhuga á, af því að vara- sjóður bæjarins hefir ekki verið uppétinn, eins og varasjóður og aðrir sjóðir fylkis- stjórnarinnar. Það mun vafamál til margra, að Goldenberg-nefndin hafi til nokkurs annars verið skipuð en þess, að koma því til vegar, að ná í varasjóð bæj- arins. Regla fylkisstjórna þessa lands og Ot- tawa-stjórnarinnar ekki síður, er jafnað- arlegast sú, að taka ný lán til þess að greiða með sín gömlu lán, af því að þær hafa ausið út varasjóðum sínum. Winni- peg-borg hefir til þessa greitt lán sín án þess að taka ný lán til þess þegar þau falla í gjalddaga. Hvort er heilbrigðari að- ferð? Nefndin segir nú sem svo, að hún sé ekki að gera ráð fyrir að tæma varasjóðinn, þó hætt sé að greiða nokkuð í hann. En hversu lengi endist sjóðurinn, ef altaf er úr honum tekið, en ekkert í hann lagt. Og þegar lánin falla í gjalddaga, verður að greiða þau hvað sem það kostar, þó nú séu félögin ófáanleg til að láta borga sér þau. En það væri auðvitað vatn á þeirra millu, að geta þá lánað bænum fé til þess að greiða sjálfum sér lánin sín, með ofur- lítið hærri vöxtum. í þá átt hneigjast tillögur Goldenbergs nefndarinnar. Fyrir bæinn geta þær ekki skoðast annað en ó- heillaráð. Skýrsla nefndarinnar er afar löng og hlýtur að hafa kostað mikið fé og fyrir- höfn. En hver er hagurinn af starfi hennar? Sá eini, að segja bænum, að hann eigi varasjóð! Það á að bjarga fjárhag bæjarnis. Á ekkert af því, sem verulega getur borgið efnahag bæjarin3 er minst einu orði. Þó einstaklingar sitji hér að öllum stræstu auðslindum bæjar- ins og græði miljónir árlega á því, er af þessari hagnefnd Bracken-stjórnarinnar ekki á það litið og því síður ymprað, að þær ættu að vera starfræktar af bænum. Hér skal aðeins minna á tvær auðsuppsprettulindirnar sem dæmi: hreyfimyndahúsin og brunabótafélögin. Bærinn ver ærnu fé til eldvarnar, en hefir ekkert upp úr því nema kostn- aðinn. Haginn af því hafa bruna- bótafélögin. Og þannig er það með flest annað. Einstaklingar uppskera miljónir, en bærinn sekkur að sama skapi dýpra og dýpra ofan í skuldafenið. Og nefndir sem sérstaklega eru gerðar út til þess að athuga fjár- hag þjóðfélagsins, láta sér aldrei koma í hug, að segja frá því raunverulega í sambandi við hann. Það er engu líkara en að til þes sé ekki ætlast af stjórn- unum og þetta sé alt blekking og leikaraskapur. BRÉF FRÁ MATTHÍASI JOCHUMSSYNI TIL BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON Akureyri, ísland, 10. okt. 1891 Herra Björnstjerne Björnson! Háttvirti herra! Einn vinur minn, Jón Björn- son prestur, biður mig um með- mæli, með því að hann ætlar til Noregs sér til heilsubótar, og langar hann þá eins og hvern mentaðan fslending til að sjá — páfann um leið og Róm. Hann er gæfur og skysamur maður — fylgir minni frjálslyndu stefnu (sit venia verbo). Þökk, kæri B., fyrir alt yðar starf! Mikil blessun er það að lifa á vorum tímum. Sérstak- lega þökk fyrir karlmensku yðar og hetjuskap! Eg gæti kyst á enni Dofrans, en það eruð þér út genginn eins og Pallas stökk út úr höfði Seifs. Teljið ekki þessi orð neinar öfgar, eg er ekki skapaður til að skrafa hvers- dagsmál við skáld — þó að eg sé sjálfur aðeins einn hinna smáu — en íslendingur getur aldrei orðið heill, og enn síður mikill maður, nema einhver alveg ó- venjuleg atvik komi til. — Eg hefi frá æsku okkar beggja fylgt yður með látlausum áhuga — Ibsen líka, en andríki hans skil eg ekki eins vel, sízt í hinum síð- ari sjónleikum hans — og alt af, eða þvínær ávalt, hefi eg glaðst af starfi yðar — eg segi starfi, því að þér eruð grjótpáll fyrir landinu, þér eruð enginn hlut- laus, enginn draumóra andi, heldur innblásinn athafnamaður, mikill siðskörungur, og það er það, sem tíminn þarfnast. Og svo eitt: Vér verðum að vera trúarinnar og lífsins menn — ekki terfikenningarinnar og enn síður trúarsetninganna, en vér verðum að trúa lífinu, geta átt heima, verið alveg eins og heima hjá okkur, hugsjónalega talað, í lífinu: Sópist burtu synir þjóða, sópist allir jafnt! Það hið stóra, það hið góða, það skal vinna samt! kvað eg eitt sinn eftir vin. Hvað eg hló, þegar eg fyrst heyrði um hneykslið sem varð þegar þér og síðan Janson sluppuð út úr “þok- unni”. Þessu spáði eg yður, þegar eg 1872 naut þess heiðurs að tala fáein orð við yður. — (Eg hafði meðmælabréf með- ferðis, eg held frá hr. Vullum, en því gleymdi eg). Þér höfðuð heyrt frá Askov, að eg væri nokkuð frjálshuga í trúarefnum og veittuð mér*nokkra ofanígjöf. Eins gerði Janson 1874. En nú — er alt í lagi — nema það, að eg er enn prestur í kirkju vorri — en kirkja vor á ekkert skylt við umburðarleysi, og eg hefi hvað eftir annað 'sagt opinber- lega, hverju eg trúi og hverju eg trúi ekki, og jafnframt lýst yfir því, að eg stæði á hinum sanna grundvelli mótmælendatrúar, sem sé einstaklingshyggjunnar í trúarefnum, sem einnig er grundvöllur frjálsrar rannsókn- ar. Að menn eins og þið í Nor- egi fari of langt til andstæðu hliðarinnar eftir “þokuna”, virð- ist mér eðlisnauðsyn. Fyrirgefið einurð mína. Síðasta póstskipið okkar er á förum og eg á mörg bréf eftir. Því miður er bók- mentastarf mitt sama sem ekk- ert, en ögn vinn eg þó, einkum með bréfum, fyrirlestrum, pré- dikunum og tækifæriskvæðum. Eg er þó mildur og aldrei hefir mér fundist eg vera eins ungur og trúaður og nú. Guð er í öllu, hann er það sursum corda, sem veitir huganum fró alt til æfi- loka. En vér verðum að elska meðbræður vora og dýrin með og læra gæsku og fegurð eins og góð og elskuleg börn. Eg á 9 börn, flest ung, hefi átt þrjár konur og er 56 ára gamall. Getið þér fyrirgefið mælgi mína? Lifið heilir. Kveðjur til Nor- egs frá íslandi! Yðar heiðrandi vinur Matth. Jochumsson (Þýðing dr. Guðm. Finnboga- sonar).—Lesb. Mbl. ALEXANDER ÓSKAR OLSON (Dánarminning) Fyrir nokkrum vikum var þess getið hér í blaðinu að andast hefði að heimili sínu við Church- bridge, Sask., 4. febr. s. 1. Alex- ander Óskar Olson. óskar heitinn var með hinum beztu bændum þar í sveit, um langt skeið, en misti heilsuna fyrir nokkrum árum og eftir það stóð kona hans með sonum þeirra algerlega fyrir búinu. Óskar var fæddur 29. sept. 1885 í Winnipeg. Foreldrar hans voru Joseph Ólafsson og kona hans Margrét Kristjánsdóttir. Fluttist hann með þeim til Þing- vallabygðar er þá var að byggj- ast 1888 og átti þar svo heima alla æfi síðan. Júní 24. 1911 kvæntist hann Ingibjörgu Þóru dóttur hins þjóðkunna bænda skörungs, Magnúsar Hinriksson- ar. Stunduðu þau búskap um tíma en fluttu því næst inn í Churchbridge þorpið og settu þar upp verzlun — kjötmarkað og verkfærabúð. Rak hann þess- ar verzlanir um nokkur ár og farnaðist vel. Tók hann þá við búi tengdaföðurs síns, er um þær mundir lét af búskap og flutti sig inn til Churchbridge. Búið var stórt, akrar víðlendir og útheimti það mikla vinnu og nákvæmt eftirlit. Þess utan tók hann mikinn þátt í félagslífi og opinberu starfi bygðarinnar. — Hann var í sveitarráði í 14 ár, frá 1920 til 1934, en varð þá að draga sig í hlé, sökum heilsubil- unar, og mátti heita óverkfær maður eftir það. Tók þá kona hans við öllum búsforráðum og hefir með sonum sínum stjórnað búinu síðan. Þau óskar og Ingibjörg eign- uðust 5 börn er öll eru á lífi og hin mannvænlegustu. En þau eru þessi: Baldur Magnús, bóndi í Þing- vallasveit, kvæntur Helenu Bent- dahl. Margrét, ógift, skólakennari þar í sveit. Haraldur, ókvæntur, heima með móður sinni. Kristín, útskrifuð af Mani- toba háskóla, ógift og stundar skólakenslu. Magnús. ókvæntur, heima, við bústjórn með móður sinni. óskar heitinn var jarðsunginn af séra Jakob Jónssyni presti í Wynyard og fór útförin fram frá heimilinu. R. P. Amerísk hljóðfæraverzlun hef- ir látið fara fram athugun á því hvaða lag geti gert kröfu til að kallast þektasta lag í heimi. Niðurstaðan var sú að enski þjóðsöngurinn “God Save the King” (lag “Eldgamla fsafold”) sé lang þektasta lag í heimi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.