Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. MARZ 1939 RISADALURINN Og Shirley lagði höfuðið ofan á borðbrún- ina og hló hjartanlega. Henni hafði dottið í hug dæmisagan hans Esops um ljónið og músina. Þegar frændi hennar kom heim um kvöldið var hann í illu skapi og utan við sig og ófús að ræða neitt við hana. “Eg las það í kvöld í blaðinu, að Mr. Car- digan hefir selt Risadalinn,” sagði hún. “Svo þú keyptir hann eftir alt saman?” “Nei, því er nú ver og miður,” urraði hann næstum. “Eg er hálfviti og ætti að vera undir eftirliti. En heyrðu mig Shirley talaðu ekki við mig um Risadalinn, fyrir alla muni, því að ef þú gerir það verð eg snar vitlaus. Eg hefi átt erfitt í dag.” “Vesalings Seth frændi,” sagði hún blíð- lega og virtust þessi hluttekningarorð hennar hafa sefandi áhrif á hann, því að hann bætti við: “Eg mun ná í þennan bölvaðan skekil ein- hverntíma, og hann er virði þess, sem eg verð að gefa fyrir hann, en mér þykir sárt til þes3 að vita að vera kúgaður þannig, án þess að sjá nokkurn veg til bjargar. Eg ætla að sjá Moore dómara á morgun og bjóða skjólstæðingi han3 fljótan gróða á kaupunum. Það er aðferðin eins og þú veizt.” “Eg vona að þessi nýji eigandi láti skyn- semina ráða fyrir sér, frændi góður,” svaraði hún og sneri sér að pianoinu. “En eg er mjög hrædd um,” hugsaði hún með sjálfri sér, “að nýji eigandinn verði sauðþrár og ilt að finna hver hann er.” Eins og hann hafði ætlað sér, þá heim- sótti ofurstinn dómarann næsta dag. “Nú er komið að þriðja þættinum í þessum smáleik, sem heitir Risadalur, dómari góður,” sagði hann glaðlega við Moore dómara. “Eg er aðal leikandinn í leiknum. Eg vona að þér munið eftir að eg lék svolítið í öðrum þætti.” “Að svo miklu leyti sem mér skilst, þá hefir yður verið fleygt út úr þriðja þættinum, eg finn hvergi hlutverkið yðar í leiknum.” “Eina línu, dómari, eina línu. Hvað mikið vill skjólstæðingur yðar græða á þessurti kaup- um ?” Þessi skógur er ekki til sölu, ofursti. Þeg- ar hann verður það, þá mun eg senda eftir yður, því að þér eruð eini maðurinn, sem lík- legur er til að kaupa hann, vilji skjólstæðingur minn selja. Og þar sem eg minnist þess nú, hversu þér slettuð yður fram í kosningarnar í haust eð var og reynduð að koma mér úr dóm- ara sætinu og setja í staðinn með mútum og rangindum, réttarbófa einn, til að halla rétt- inum yðar vegna, í hinum mörgu málaferlum, sem þér standið ætíð í, þá skal ek láta yður vita, að þér hafið nákvæmlega tíu sekúndur til að komast út úr þessari skrifstofu. Ef þér dveljið hér að þeirri stund liðinni, fer eg að kasta bréfapressum um herbergið.” Eins og til að sanna þessa hótun lagði yfirdómarinn hendina á bréfapressu eina, en ofurstinn hafði sig út eins virðulega og honum var unt á þess- um stutta tíma, sem honum var til þess veittur. XXI. Kapítuli. Þegar Bryce Cardigan kom heim þá um kveldið, var föður hans risinn úr rekkju og sat fyrir framan arineldinn. “Þér líður miklu betur í dag félagi?” spurði sonur hans. John Cardigan brosti. “Já, sonyr minn,” svaraði hann, eg býst við að eg lifi þangað til næsta ár.” “Eg vissi að það gekk ekkert að þér, John Cardigan, sem stór ávísun gat ekki læknað. Pennington sneri heldur en ekki á þig, var ekkisvo?” “Jú, það gerði hann. Það var nógu þung- bært að þurfa að selja þennan blett — eg bjóst aldrei við að við þyrftum þess, en þegar valið var á milli þín og risanna minna, þá sigraðir þú auðvitað. Og mér féll þetta. nú ekki eins þungt og eg hélt mér mundi falla það. Eg býzt við að það séu sérstakar raunabætur fólgnar í því að færa ástvinum sínum fórnir. En aldrei hélt eg, að Pennington mundi neita kaupunum þegar eg bauð þau. Það lagði mig næstum í rúmið.” “Jæja, við getum stansað til að blása mæð- inni rétt sem snöggvast og fáum svolítið tæki- færi, félagi að berjast til þrautar. Við skulum nú setjast niður og brugga göróttan drykk og ramman vini okkar ofurstanum.” “Sonur minn. Eg hefi setið hér í allan dag og hugsað,” sagði John Cardigan hressilega. “Og mér hefir fundist, að þó eg verði að hýrast hérna heima í sætinu, sakir blindninnar, þá hefi eg eigi náð því stigi, að elliglöpin hafi ruglað hugsuninni.” Hann snerti ljónsmakka sinn. “Eg er eins slunginn og refur þarna uppi, Bryce.” “Rétt er það. Við skulum þá leggjast á eitt. Að miðdegisverði loknum, skalt þú koma með þín ráð og eg segi þér mína áætlan, svo rífum við niður það, sem ónýtt er, og notum það sem nýtilegt er og vefum svo úr því öllu saman traustan vef sem dugar.” Er þeir höfðu matast sátu fe^garnir sam- an og réðu ráðum sínum. Þeir þögðu báðir nokkra stund og reyktu vindlana 'sína og loks tók gamli maðurinn til máls: “Við verðum að fara að þessu með leynd.” “Því þá?” “Vegna þess, að ef Pennington veit eða grunar hver ætlar að leggja járnbraut við hliðina á hans braut, þá mun hann leggja alla sína vitsmuni, sem eru talsverðir, fé sitt og áhrif á móti þér, og níða þig niður. Til að sigrast á þeim manni þarf meira en fé. Við verðum að hugsa betur en hann, vinna og tefla betur en hann, og þegar þú hefir sigrað, veistu að þú hefir unnið aðal sigurinn á æfi þinni. Þú hefir eitt til stuðnings þér. Ofurstinn getur ekki ímyndað sér, að þú hafir hugrekki til að byggja þessa braut; og í öðru lagi veit hann að þú hefir ekki fé til þess; og í þriðja lagi er hann hár viss um, að þú færð það hvergi lánað vegna þess að þú hefir enga tryggingu til að gefa fyrir láni. Við höfum veðsett alt, sem við getum veðsett, og bráðabirgða skuldir okkar eru mjög miklar. Það er því auðsæilegt ofurst- anum, sem hefir ákvæmar njósnir af þessu, að við erum alveg ráðalausir, nema verðið hækki mjög á viðnum þetta ár. Þegar flutninga samningarnir við Pennington renna út næsta ár, erum við í sömu sporum og við vorum í gær áður en við seldum Risadalinn. Pennington lítur á þessa hundrað þúsund dali eins og gálga- frest okkar. Þessvegna mun honum veitast það örðugt að gruna okkur um neitt, hvað járnbrautarlagninguna snertir. En við höfum tækifærið og það veit trúa mín að við skulum nota það.” “Nei,” svaraði Bryce. “Við skulum láta annan nota það fyrir okkur. Það er mjög vitur- legt af þér, að við eigum að láta annan koma fram, en vera sjálfir leyndir.” “Gott og vel,” sagði gamli maðurinn. “Nú skulum við komast að næsta atriðin. Þú verður að ráða einhvern áreiðanlegan og færan verk- fræðing til að mæla leiðina og gefa okkur ná- kvæma áætlan um kostnaðinn.” “Við skulum setja svo að því sé lokið og kostnaðurinn fari ekki fram úr því, sem Greg- ory vili lána.” “Þriðja atriðið er þá það, að löggilda járn- brautarfélag samkvæmt ríkislögum Californíu.” “Eg held eg veiti New Jersey ríkinu þann heiður/’ sagði Bryce þurlega. “Eg tók eftir því, að þegar Pennington keypti af Henderson og löggilti hið nýja félag undir nafninu La- guna Grande timburfélagið þá gerði hann New Jersey ríkið að heimkynni félagsskaparins. — Þessvegna hlýtur einhverskonar hagur að vera í því fólgin.” “Þú getur gert það ef þú vilt, drengur minn. Það sem er nógu gott fyrir ofurstan, hlýtur að duga okkur í þessum efnum. Jæja, þú ætlar að leggja tólf mílna langa járnbraut og einkabraut. Það væru misgrip, því að Pennington ofursti yrði að berjast á móti þess- konar braut hver sem í hlut ætti. Hvernig ætlar þú þá að leynast, sonur minn?” Bryce hugsaði sig um. “Eg ætla að byrja með því að hafa stjórnarnefnd, sem engu ræð- ur. 'Járnbrautin mín 'á ekki heldur að verða einkajárnbraut heldur opin öllum eða almenn járnbraut, og þar koma vandræðin inn, því að þá er hún undirorpin lögum Californía ríkis- ins.” “Það eru góð og róttlát- lög,” sagði gamli maðurinn. Kostnaðarsöm að fylgja stundum, en alveg nauðsynleg. Við getum hlýtt þeim og verið samt farsælir. Þau skaða okkur ekki. “Jæja ef við verðum að hafa það opinbera járnbraut, þá væri eins gott að fara lengra með þessa blekkingu og löggilda félagið og brautina alla leið norður til Oregon, til þess að tengja hana við Suður-Kyrrahafs brautina.” John Cardigan brosti, “Gamli draumurinn endurvakinn. Hvað þá? Það er oft gaman að gömlu spaugi. Fólk mun hlægja að járnbraut- inni þinni, vegna þess, að hér um slóðir vita menn vel að slík járnbrautarlagning er afar dýr og viðhaldskostnaðurinn svo mikill, að hann er úr öllu hlutafalli við þann flutning, sem járnbrautin gæti fengið á þessu svæði.” “En fyrst við ætlum nú ekki að leggja hana nema tólf mílur þetta næsta ár og líkleg- ast ekki meiri viðbót en tíu mílur þessa öldina þá kostar það okkur ekkert, þótt við fáum lög- gildinguna héðan og alla leið til tunglsnis. Ef við stöndum ekki við orð okkar að leggja hana alla leið til Oregon, fellur leyfið burtH af sjálfu sér og við höfum þann spotta sem við þegar höfum lagt, og það er alt sem við óskum eftir.” “En hvernig er með réttinn tli að leggja brautina. “Hann kostar okkur lítið sem ekkert. — Flestir landeigendur þar sem brautin fer um, gefa okkur réttinn til að fara yfir lönd sín, bara til að hvetja þessa vitleysinga áfram. Án járnbrautar er landið einskis virði, en þar sem þetta er flutningabraut fyrir alla, þá getum við krafist lands undir hana, sem við gætum ekki gert væri þetta einkabraut. Ennfremur má fá þennan rétt fyrir svona langan tíma og rennur landið þá aftur til eigendanna.” “Það eru góð ráð, sonur minn! Og þar sem þetta er almenn flutningabraut munu bændurnir fagna henni. Við getum flutt fyrir þá, án mikilla óþæginda, en kannske með dá- litlum hagnaði.” “Jæja, þetta áform okkar er þá að miklu leyti afráðið. En við megum ekki gleyma því, að stundin sem við höfum til að framkvæma það er stutt orðin. Okkur er ekki veitt nema ár til að leggja járnbrautina okkar og ef við flýtum okkur ekki ,þá verður að loka mylnunni vegna timburleysis, þegar samningar okkar við Pennington renna út.” “Þú gleymir forstjóranum fyrir þessu nýja fyrirtæki okkar. Maðurinn, sem við ráðum ti! þess starfa, verður að vera hraðmæltur og gæddur mestri fortölugáfu allra manna í Cali- forníu. Honum er ekki nóg að geta logið án þess að sjáist í svip hans, hann verður líka að trúa því sjálfur. Hann verður að tala um miljónir, en ekki um hundrað þúsunda dala, og láta eins og sig muni engu hversu há upphæðin er. Auk þess verður þetta að vera hæfur mað- ur og maður, sem þú getur fullkomlega treyst. Eg veit hvaða mann eg á að fá. Hann heitir Buck Ogilvy, og núna í dag fékk eg bréf frá honum, þar sem hann biður mig um smá lán. Eg geymi hann í ísjáfca nýjan og óskemd- an í hóteli einu í San Francisco og er það gistihús hreint ekki í fyrsta flokki.” “Segðu mér af honum Bryce.” “Þess þarf eg ekki. Þú sagðir mér af hon- um rétt núna, en eg skal lesa þér bréfið frá honum. Eg held því alt af fram, að bréf lýsi betur innri manninum, en andlitin.” Bryce las svo bréfið upphátt og var það á þessa leið: GULLNAHLIÐS GISTIHÚSIÐ Herbergi hálfan dal og upp. San Francisco, Calif. 15. ágúst 191G Kæri Cardigan minn: Hlustaðu á rödd manns, sem hrópar í eyði- mörkinni, og dragðu svo upp í huga þér hina ljótu mynd, af hraustum manni, sem er r.ð gráta. Taktu þig svo saman í andlitinu og sendu mér aflangan, ferhyrndan bréfmiða, hvít- an, bláan, grænan eða Ijósrauðan, sem ber í neðra hægra horninu þína fallegu undirskrift — töfra orðin “Bryce Cardigan”, með litla stryk- inu fyrir neðan, sem sýnir, að þetta sé höndin þín á nafninu. Fimm dalir hugguðu mig, tíu dalir kæmu brosi fram á varir mínar; tuttugu færðu Ijóma í augu mín; fimtíu létu mig æpa af gleði, en hundrað létu mig dansa faldafeyki. Eg er orðinn svo tómur að það tekur undir í mér þegar eg geng eftir gangstéttum borgar- innar og leita að einhverju starfi. Er eg stend þannig á barmi örvæntingarinnar, komu for- lögin, sem semja sköp mannanna, mér til að minnast gamalla tíma og betri tíma. Sérstak- lega man eg eftir björtu og rjóðu stúlkunni sem seldi gosdrykkina á bak við járnbrautar- stöðina í Princeton. Þú stalst henni frá mér, og eg gleymdi að þakka þér fyrir það. Þá mundi eg eftir því, að þú varst timburkóngur frá Californiu, svo eg fann heimilisfang þitt í símabókinni. Þú hefir skrifstofu hér og fór eg að fmna manninn, sem fyrir henni ræður. Eg heimsótti hann og sagði honum að eg væri gamall skólabróðir þinn. Hann brást svo illa við þeirri frétt að eg er viss um þú átt allan fjölda af gömlum skólabræðrum. Á meðan hann var að atyrða mig, stal eg af skrifborðinu hans utanáskrifuðu umslagi, sem kemur þér í hendur utan um þetta bréf, er flytur þér þessa sorgarfrétt af mér, og meðan eg bíð eftir svar- inu, mun eg lifa á sárum minningum, hreinu lofti og vatni, en þetta fæ eg alt ókeypis svo er hamingjunni fyrir að þakka. Saga mín er sögð. Þegar þú þektir mig síðast var eg vel fjáður, ungur byggingabróður. En því miður setti eg öll eggin í sömu körfuna og þau urðu að eggjaköku. Eg tók að mér að leggja járnbraut suður frá, í Honduras. Hon- duras lenti í ófriði við Nicaragua; stjórnin sem eg vann fyrir, fór frá völdum, en Nicaragua herinn tók alla verkamenn mína og setti þá á bak múlösnum mínum og hestum, tók allar vist- irnar og sagði mér að hafa mig heim og það gerði eg. Því hefði eg átt að vera þar? Enn- fremur seinkaði það ekkert för minni að eg fékk þumlungsdjúpt lag af byssusting í skrokk- inn, sem betur fór reyndist hættulaust, en það flýtti fremur en seinkaði brottför minni. Fiýttu þér nú Cardigan minn góður. Tím- inn flýgur. Eg át yfirhöfnina mína í fyrra dag. Hafðu það hundrað dali og guð mun blessa þig. Þegar eg fæ þá kem eg til Sequoia og kyssi þig. Auðvitað borga eg þér einhvern- tíma síðar. Þinn raunamæddur, Buck Ogilvy John Cardigan hló. “Eg mundi taka Buck Ogilvy, Bryce. Hann hugsar. Er hann heið- arlegur maður?” “Það veit eg ekki. Hann var það þegar eg þekti hann.” “Símaðu honum þá hundrað dali og bíddu ekki eftir póstinum. Skipið, sem flytur hann gæti farist og vinur þinn Ogilvy neyddist þá til að stela.” “Það hefi eg þegar gert. Hann hefir feng- ið peningana og er nú að öllum líkindum að dansa af gleði.” “Það er rétt. Jæja, Bryce eg held að við höfum gert nægar áætlanir. Það væri bezt fyr- ir þig að fara til San Francisco í fyrramálið og ljúka samningunum við Gregory. Segðu hon- um að láta sinn eigin erindsreka vera með Ogilvy, til að líta eftir öllum fjárútborgunum, en umfram alt skalt þú krefjast, að Gregory leggi féð inn á banka í San Francisco og er- indsrekar hans og okkar geti dregið þá út báð- ir saman en ekki hvor um sig. Fáðu þér góðan lögmann að gera við hann samningana. Vertu viss um, að alt sé rétt og farðu svo af stað með fyrirtækið. Það eru fáein atriði sem eg þarf að 1' gefa þér, en þau get eg hugsað betur síðar.” XXII. Kapítuli. ' Þegar Bryce Cardigan gekk niður land- göngubrúna á hafskipabryggjunni í San Fran- cisco, sá hann fyrstan þar Buck Ogilvy. Mr. Ogilvy var þar í yfirhöfn sinni og með mesta gleðibragði á andlitinu, er sýndi að hann var ánægður með sjálfan sig og tilveruna yfir höfuð. Hann ruddist í gegn um mannþröngina og rétti stóra og freknótta .lúkuna að Bryce, en hann leit ekki við honum. “Hvað er þetta? Manstu ekki eftir mér? sagði Buck. “Eg er Buck Ogilvy.” Bryce leit framan í hann og deplaði öðru auganu til merkis. “Eg hefi aldrei heyrt yðar getið, Mr. Ogilvy. Þér takið mig sjálfsagt fyrir annan mann.” “Fyrirgefið mér. Eg sé nú að-mér hefir missýnst,” sagði Ogilvy. “Eg hélt að þér vær- uð Bill Kerrick, sem einu sinni var félagi minn. Eg bjóst við honum með þessu skipi og hann er lifandi eftirmynd yðar.” Bryce kinkaði kolli, fékk sér leiguvagn og lét aka sér til skrifstofu sinnar. Fimm mínút- um síðar opnuðust skrifstofu dyrnar og Ogilvy kom inn. “Eg var dálítið hissa niður á bryggjunni, Bryce,” sagði hann er þeir heilsuðust, “en á- kvað að fara að bendingum þínum og koma til þín hér á skrifstofunni. Hvað er nú í bitgerð? Hefir þú drepið einhvern og er leynilögreglan á hælunum á þér? Sé svo, þá meðgáktu og eg skal taka á mig ábyrgðina af glæpnum, bara til að sýna þér hve þakklátur eg er þér, fyrir þessa hundrað dali.” “Nei, Buck, enginn var á hælunum á mér, en höfuð fjandmaður minn var að koma niður landgöngubrúna á eftir mér, og —” “Aðal fjandmaður minn var líka að koma í land, en hvernig er þinn fjandmaður útlits?” “Eins og peningar út í hönd. Hefði hann séð mig taka í hendina á þér, hefði hann grun- að um samband milli okkar síðar meir. Buck, þú hefir fengið atvinnu — eitthvað fimm hundruð dala laun á mánuði.” “Þakka þér fyrir kunningi. Eg skyldi vinna fyrir þig kauplaust. En hvað á eg að gera?” “Leggja tólf mílna langa viðarflutninga braut við hliðina á járnbraut úlfsins, sem eg talaði um við þig áðan.” “Það eru góðar fréttir! Við skulum gera það. Hvenær á henni að vera lokið?” “Eins fljótt og auðið er. Þú ert vara-for- setinn og aðal forstjórinn.” “Eg tek við útnefningunni. Hvað á eg að gera fyrst ?” “Hlustaðu með athygli á það, sem eg segi þér. Rannsakaðu svo áætlan mína og fyndu veiku hliðarnar á henni, vegna þess að þegar eg hefi fengið féð og sagt þér að fara af stað, eru allar framkvæmdirnar á þínu valdi. Enginn má vita að eg er við þetta riðinn, því að þá kynni illa að fara. Og mér skjátlast mjög, ef þú og eg og allir, sem við þessa járn- braut eru riðnir, verða ekki umkringdir af her njósnara.” “Haltu áfram með söguna,” sagði Buck og sneri stóru og freknóttu eyra að Bryce, en stóra freknótta hendin hans dró að sér bréf til að rita minnisgreinar á.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.