Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. MARZ 1939 HEiMSKRINGLA 5. SÍÐA LÍF VIKINGA t AUGUM NÚTÍMAMANNS Gamansöm lýsing eftir Gustaf Nasström MANNI getur dottið í hug að skifta árinu á sænskum heimilum í áttímabil. Fyrst er ágúst með krabba-áti. Síðan kemur haustið, með ostrum, humar og haustsíld. Síðan vetrarhófin með feit- meti og heitum drykkjum. Þá miðdegisveislutímabil nýársins með portvínslögg og magaveiki, og að lokum vorfylliríin, sem endast þangað til krabbinn fer að veiðast að nýju. Manni flýg- ur í hug ummæli skáldsins önug- Jynda og magra, i Vitalis, sem sagði árið 1824, að “í áti og drykk er ennþá neisti af alvöru Gauta og hreysti. Það ættar blóm situr uppí góm.” Vissulega er mikið eftir af lifsvenjum forfeðranna í dag- legu lífi Svía, einkum þó af gamninu, minna af alvörunni. Hafið þér nokkru sinni hugs- að um, hve vel sænskur víkinga- höfðingi gæti verið samkvæmis- hæfur í áramótaveislu árið 1939, að undanskildu því, að hann væri öðruvísi en hinir í klæðnaði og vantaði heiðursmerkin. Hann þyrfti ekki einu sinni að fara á mis við bollaleggingar um blóðug vopnaviðskifti suður í löndum með vorinu. Við Svíar höfum varðveitt á- kaflega mikið af veisluvenjum forfeðranna frá því á víkinga- öld. Og þegar maður les hinar gömlu frásagnir, er einkennilegt að sjá, hve fólkið var svipað því sem það er nú, þó það máske sé eitthvað heflaðra í fram- göngu — framan af kvöldi. Lífsvenjurnar á sumrin nú eru ólíkari því sem þær voru þá. Víkingar vorra daga gera ekki strandhögg nema heima á ætt- jörðinni, og þá helst í flæðarmáli baðstaðana. Þeir ræna engum blómarósum nauðugum, og helst ekki fyr en eftir kvöldverð á sumarhótelunum. Víkingur fyrir 1000 árum fór yfirleitt öðruvísi að. Flest af því, sem hann tók sér fyrir hendur, er nú bannað í kóngsins og laganna nafni. Alt sumarið var hann skefja- laus víkingur, sem drakk og draslaði og drap menn í hrönn- um. En þegar leið að hausti og hann sneri heim með skip sitt drekkhlaðið keyptu og rændu góssi* og dró það í naust, þá tók hann sér vetursetu heima á ættaróðalinu með liði sínu. Og síðan fær hin sumarbrynjaða hetja meiri svip af nútíma Svía. Vetrinum eyddi hann í át og drykk. í sögunum er þannig komist að orði, að hann hafi “setið að búi sínu”. Og þá geta menn gert sér grein fyrir, hvern- ig þar var umhorfs. Þrælarnir höfðu fylt hlöður og skemmur, og sett búfénað á gjöf í dimm- um fjárhúsum. Konur höfðu saltað kjöt og fisk og veiðimenn og selfangarar komið með gnægð fugla og spik og skinn frá út- skerjum. Það gat komið fyrir, að húsbóndinn sjálfur brygði sér á bjardýraveiðar til þess að ná í hressilega steik, eða hann gerði ekki annað en hringla um heima við og líta eftir matar- og fóðurbirgðum, að nóg væri til af humal, og hirt væri um að safna hunangi í mjöð vetrarins. Hann sá um að ölkeröldin gisn- uðu ekki, og það voru herjans stór keröld, eftir því sem ráðið verður af frásögninni um Fjöln- ir, sem druknaði í einu slíku ker- aldi um nótt, er hann skrapp út til að “skoða stjörnurnar”. Ekki gleymdi húsbóndinn því heldur að líta eftir víntunnunum, sem hann tók með sér úr sumarferð- inni suður í lönd. “Guðaveig- arnar” voru eitt af því sem einna mest laðaði fornmenn til sumarferðalaga sinna. Hann hlóð svo miklu í snekkju sína sem hægt var af þessum görótta gleymskunnar drykk frá Suður- löndum. f mjúku heyi bjó hann um slípað gler og fínar vínsíur áður en hann hvarf heimleiðis frá Neapel eða Lucca, þar sem hann máske keypti líka lítið silkiklæði til þess að milda geð húsfreyju með, er heim kom. Og nú var hægt að byrja hið sótsvarta vetrarlíf. Utan gátta var margt óhreint á seiði er dimma tók. Á gluggum og í gættum sáust afskræmd andlit, en kringum forna hauga heyrð- ist ilskuskvaldur afturgenginna forfeðra. Svo ei var að undra þó menn þyrftu að drekka í sig kjark og glaðværð. Það snark- aði í eldinum á sótugum hlóðun- um og reykurinn í Ijóranum kæfði stjörnuskinið. Nú komu þrælarnir inn með borð og konur með freyðandi öl- kollur og drykkjarhorn. Skála- súlurnar voru brúnar neðan til af fitugum fingrum, en svartar ofar af sóti. Á þeim héngu vopn víkinganna, sverð, spjót og skild- ir, ef til vill líka sporar og beisli, ef reiðtýgi þessi voru svo skrautleg, að ástæða væri til að trana þeim fram fyrir sjónir manna. Húsbóndinn sjálfur hafði skift um föt áður en sest var undir borð, og kom nú íklæddur ný- asta tískufatnaði frá London eða París, áður en hann breiddi úr sér í öndveginu. En hamingjan má vita, hvernig hann hefir komist yfir þann skartklæðnað. Öndvegið var fyrir miðjum vegg, svo hann gat haft gott yfirlit yfir alla, sem í skálanum voru, er nú bekkjuðu sig meðfram báðum veggjum og sneru sér allir til öndvegisins. Konur gengu einn hring í kring um eldana með ölið áður en það var framreitt. Því eld- stæðið var einskonar altari heimilisins. Síðan hófst drykkjan. Engan veginn samkoma fyrir Ivan Bratt, nema ef vera kynni hjá Erlingi gamla Skjálgssyni, því hann var eftir því sem sagan hermir, sá fyrsti er setti á stofn vínskömtun. Sagt er að hjá hon- um hafi drykkur verið afskamt- aður við dagverðinn, en við kvöldverð var “drukkið ómælt”. Annars var þetta yfirleitt ó- skaplegur drykkjuskapur. Menn gátu, án þess að rýrna í áliti, sigið niður í hálminn á gólfinu og hrotið í sig krafta til nýrra átaka í drykkjuskapnum. Stór- menn, konungar, hetjur eða skáld drukku eins mikið og hinir, án þess þeir lótu það á sér sjá, og helmingi meira ef því var að skifta. Færi það svo, að mjöð- urinn losaði um einhverjar duld- ar hvatir hjá þessum mönnum, svo þeir fengju löngun til þess að abbast upp á húsráðanda eða gesti, þá gekk hann hægt ,og ró- lega til mannsins og spjó öllum þeim sæta miði, er hann hafði í sig látið, yfir sökudólginn. Þetta þótti óhæfa í veislum smámenna. En meðal víkinga og herskárra manna gátu slíkir atbuðir leitt til þess, að blikandi sverð voru dregin úr sliðrum og blóðið spýttist úr djúpum sárum, en af þessu leiddi aftur endur- teknar hefndir og herferðir með- al þerira, sem eftir lifðu. Vitaskuld máttu menn ekki sitja og drekka eins og þeim sýndist og útaf fyrir sig. Þá eins og nú voru strangar reglur um drykkjusiði. Eins og Bretar drekka sína fyrstu skál fyrir “His Majesty The King”, eins tæmdu víkingar kvöldsins fyrsta drykkjarhorn fyrir minni Óðins, eða þeir gerðu Þórsmerki yfir hinu freyðandi fulli. Á miðöld- um eftir kristnitöku var því snúið þannið, að fyrsta fullið var drukkið fyrir Heilagri þrenning og Jómfrú Maríu, eða öðrum dýrlingi. Og það stafar frá þess- björkunum. Þeir undu upp segl og sigldu út fjörðinn. Þar var áraglamm og skjaldaskrölt, því víkingar sátu undir árum. Skrið- ur var á skipunum frá landi. Sumarið var komið, með hvít- ar strendur og langar siglingar, ný æfintýri, borgir að bramla, konum að ræna og ríku herfangi. (Lausl. þýtt úrVecko Journalen) —Lesb. Mbl. VESTURÍSLEN ZK RÆKT- ARSEMI VIÐ “GAMLA LANDIД um hátíðlegu drykkjusiðum, að menn enn í dag upplyfta augum sínum í lontingu og með fjálg- leik, þegar þeir drekka einhverj- um til, eins og þeir hefðu með höndum helga dóma, þó það sé ekki annað en gamalt Burgund- arvín, og alls ekki sé verið að drekka full óðins eða Þórs, held- ur frá Petrínu frá Reiðarvallar- götu. Þáttur skáldanna í veislunum var meiri þá, en hann er nú. — Manni virðist helst, að blessuð fornskáldið hafi verið málsnjall- ir tækifærisræðumenn, en um leið takmarkalausar smjaður- j>ag er gngan veginn nein ný- tungur og skrumarar. Þarna ]unda) að vestur-íslendingar, sat hinn gildvaxni húsbóndi í | sýnj j verki virðingarverða | öndvegi og horfði þrútnum aug-1 ræktarsemi við “gamla landið”, um á skáldin, er þau bunuðu úr j þar gem vagga þeirra stóð. í sér hinu auðmjúkasta lofi og jjjergUm tilfellum er hún skilget- smjaðri um vopnaviðskifti hans, ið afkvæmi ræktarsemi þeirra herbrögð og karlmensku. Þaðjvið uimningu löngu látinna ást- er engu líkara en skáld ^ þessi vma) gem geymast í móðurskauti hafi fengið kunnáttu sína í þegg og verður }jdn jafn_lofsverð kvæðagerð á skáldaskólum, þar þótt gyo gé sem þau hafa lært forða orða og , Þegga er'ósjaldan 0pinberlega hendinga til að hafa á bak við'mingt { blöðum vorum> En því eyrað við hátíðleg tækifæri. Það miður mun margur yottur gams. úir og grúiM kvæðum þeirra af konar ræktarsemi hafa fengið sömuhendingumogkenningumJð hyerfa j djúp þagnar Qg Manm getur virst sem vimð , , hafideyfttilfinningþeirrafyrir geF™Se.nu dæmi samskonar rag ,s og nmi. n þeir nm- vesbur_£s]enzkrar ræktarsemi, uðu ekki erns og nu tiðkast, enda gem mér hefir nýlega borigt upp hofðu þeir annað til þess að . , , , . „ * .. „ ^ , . , í hendur, vildi eg skyra með lm- vekja aðdaun hlustenda smna, , f , . * . . , . ^ ’ um þessum, af þvi að mer fmst kenmngarnar. En í þeim fmn- , , ... * * , , . .„astæða til, að þvi se a lofti hald- um við enn a ný tilhkingu við ið , j Fyrir 10 arum fekk eg bref æml' _ frá Vestur-fslendingi, búsettum Hrannarhestur (skip). Hatt- j Bosfon) Tómasi J. Knudsen að arland (höfuð). Vargafæðir; nafni Var mér áður með ollu (maður). Gunnlogi (sverð). dkunnUgt um tilveru þess manns. Hamðisskyrta (brynja). Landa- En efni bréfsins var; að fá hjá gjörð (sjor). Hrostabrim (mjöð- mér ]eiðbeiningU uni) mgð hverj- ur). msmjöður (skáldskap- um hæbbi hann gæti helst varð- ur^- ,veitt frá gleymsku minningu Mér er spurn. Svipar þessu longU látinna foreldra sinna, sem ekki til krossgátulausnanna nú höfðu búið búi sínu norður á á dögum ? f veislum víkinganna , Skagaströnd. Var honum helst hefðu krossgátur dagblaðanna' vafalaust orðið mikið umtals- j efni. Öl, mjöður, vín meðal efnaðra , manna, og skáldskapurinn. Það var þetta, sem setti svip á veisl- urnar., En kímnisögur og mont manna kom í ofanálag. Þeir J sögðu frá æfintýrum sumarsins suður í löndum, það krumfengn-1 um, að konur roðnuðu og heltu í! þá miðinum, til þess þær fengju að heyra um alt sem þeir hefðu aðhafst þar syðra. Þeir gortuðu líka óspart af ætt sinni og auð- legð, bardögum sínum og börn- um. Líttu á sverðið að tarna. Eg sneri það úr hendinni á bónda- durg, er féll á vígvellinum í Sax- landi. Sérðu á því skrautið, lasm ? Hvernig líst þér á ? Eða spennuna þá arna austan úr Garðaríki. Gimsteinar í gyltu silfri. Slíkt sést ekki á hverju strái. Eg ætla að gefa kerling- unni minni hana. Eða þetta beisli. Eg keypti það af göml- um kaupmannsræfli á Eylandi, og fékk það fyrir hálfvirði. Eg ætla að leggja það við þann brúna á hesta þinginu um jólin. Þannig leið veturinn fyrir þessum körlum með áti og drykk og samræðum, tafli og teninga- spili. Og svo sváfu þeir úr sér ölæðið í hálminum. Dag og dag þóttust þeir þurfa að liðka sig. ( Þá bundu þeir á sig ísleggina og þutu eftir hálum ísum á vötnum ! og fjörðum til vina og frænda og settust upp hjá þeim. Þar var þá stofnað til íþróttafunda ell-j egar þeir tóku sér boga um öxl og fóru á veiðar. Og dagarnir lengdust og sólar- j gangur hækkaði, og lækirnir nið- uðu undir blánandi ísskörum. Alt í einu var jörðin orðin auð umhverfis naustin niður við ströndina. Þá var kominn tími til að týgja sig í víking að nýju, bika snekkjuna, brýna sverðin og fægja skildina, búa sig með nesti, kveðja konu og börn og drekka burtferðarminni með mönnum sínum. Síðan af stað einu sinni enn, því nú þutu vorvindar í nýútsprungnum í huga að senda sóknarkirkju þeirra peningagjöf, sem varið yrði til þess að prýða kirkjuna. Eg svaraði bréfi hans á þá leið, að vel gæti farið á því, að keypt væri t. a. m. vönduð altaristafla handa hinni nýju kirkju, sem þá var verið að reisa á Hólanesi (í stað Spákonufellskirkjunnar, sem átti að leggjast niður). Liðu svo 9 ár, að eg heyrði ekki orð frá manninum og útlagði eg það svo, að annaðhvort væri hann dáinn, eða, ef hann væri á lífi, hefði horfið frá þessu á- formi sínu. En í marzlok í fyrra (1938) kemur bréf frá þessum manni og innan í því 500 dlolara ávísun. Biður hann mig nú um að taka við þessari upphæð og verja henni til skreyttingar scfenar- kirkju foreldra sinna til minn- ingar um þá, en setur mér alveg í sjálfsvald með hverjum hætti eg geri það. Sem að líkum lætur var mér þetta ljúft verk. Hafa þegar verið keyptar handa kirkju þessari ýmis “orna- menta”, sem hana vanhagaði um. Má þar nefna hin vönduð- ustu ljósatæki: 2 átta kerta ljósakrónur, 6 veggjaljós og 2 altarisstjakar — alt gert úr linditré og af miklum hagleik út- skorið af tréskurðarmeistara bú- settum hér í bæ (Eyvindi Wiese). Ennfremur hefir verið saumaður handa kirkjunni nýr stórvandaður hökull og altaris- um 100 ára gamla mynd, sem áður hafði hangið á kórvegg upp af altari (eins og vegg- altaristöflur eiga að gera. fótstalli hinnar nýju umgerðar Knudsen faktors og Elísabetar Sigurðardóttur”. Faðir gefandans, Jens Adser Knudsen, var einn af sonum Reykjavíkur-kaupmannsins Lars M. Knudsen, og því albróðir Ludvígs bókhaldara Knudsen og þeirra mörgu Knudsen-systkina. En móðirin, kona Jens Knudsens, Elísabet Sigurðardóttir, var al- systir þess merka bænda-höfð- ingja Árna Sigurðssonar í Höfn- um á Skaga (d. 1886). Jens Knudsen hafði verið faktor á Skagaströnd, en 4 síðustu ár æfi sinnar gerðist hann bóndi á Ytriey og var jafnframt um- boðsmaður landsjóðsjarða í Húnaþingi. Og á Ytriey fæddist þeim 1868 þessi ræktarsami son- ur, sem hér segir frá og heitir fullu nafni Tómas Jedrowsky Knudsen. Föður sinn misti Tómas 4 vetra gamall, og var hann þá tekinn til fósturs af föðursystur sinni, ekkjufrú Önnu Thomsen, er hafði átt William Thomsen, faktor á Þingeyri við Dýrafjörð. Hafði því Tómas lít- ið af foreldrum sínum að segja í uppvextinum, því að hann flutt- ist á barnsaldri með nýnefndri fóstru sinni til ísafjarðar, þar sem hann ólst upp á heimili tengdasonar hennar, Falks kaup- manns. Seytján vetra gamall fluttist hann til Þingeyrar og gerðist “assistent” við Grams- verzlun, sem Wendel veitti for- stöðu. En kaupið var lágt, og þegar ekki fékst hækkun, “strauk hann úr vistinni”, eftir 5 ára dvöl á Þingeyri, og komst á sprökuveiðarskipi vestur um haf til Gloucester í Bandaríkj- unum. En þaðan hélt hann til Boston og hefir dvalist þar síð- an í senn 49 ár (að undantekn- um einum vetri 1907—1908, sem hann davldist heima á Skaga- strönd hjá móður sinni, en lá þá lengst af vetrar rúmfastur af liðagigt. Fram til 1930 hefir hann haft fasta atvinnu við kassagerðar-verksmiðj u og kom- ist vel af, enda alla tíð ókvænt- ur. En síðan 1930 hefir hann hvorki haft atvinnu né sózt eftir henni, með því að hann áleit sig geta komist af án hennar það, er eftir væri æfinnar. Við liða- gigtina hefir hann átt talsverða baráttu um æfina og fyrir tveim árum varð hann að leggja sig undir uppskurð vegna þ\nag- teppu, en kennir sér einskis meins síðan. Á sumrin stundar hann nú sér til dægrastyttingar Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðlr: Henry Ave. Eait Simi 95 551—95 552 Skrlfstofa: Honry o( Argyie VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA fiskiveiðar á kastlínu. Annars telur hann sína kærustu iðju að lesa góðar bækur, og hann bæt- ir við: “Eg er enginn Saint, en kenningar Jesú Krists hafa verið ljós á mínum vegum og eg veit, að það er gott fyrir ungdóminn að kynnast honum.” Tómas Knudsen er nú á 71 ári. Ræktarsemi hans, sem hér hefir verið lýst, við minningu íöngu látinna foreldra sinna, er því lofsverðari, sem hann hafði lítið af þeim að segja í uppvext- inum. En hún sýnir jafnframt, þrátt fyrir langdvalir hans í annari heimsálfu, hlýjan huga hans til landsins, þar sem vagga hans stóð, og verður því með- fram fagur vottur “vestur-ís- lenzkrar ræktarsemi við gamla landið.” Dr. J. H. —Mbl. 7. marz. Þegar laukur er skorinn, er gott að hafa kalt Vatn hjá sér og súpa á því við og við, þá svíð- ur mann ekki í augun. * * * Gullframleiðglan í Bandaríkj- unum og löndum þeirra nam á síðastliðnu ári 143,340 kg. er jafngildir 176,970,800 dollurum. Það er nýtt met í gullframleið- slu. * * * íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum I litum. Verkið vel af hendi leyst. letrun: kostnaður greiddur af gjöf Tóm- asar Kgudsen í Boston skreytingar Hólaneskirkju minningu foreldra hans, Jens A. Verið Velkomin A Laugardags spilakvöldin í Sambandskirkjusalnum Næsta spilaskemtunin verður laugardagskvöldið 1. apríl. Byrjar á slaginu kl. 8! Takið eftir: Spilaðar verða 20 hendur. Verðlaun veitt á hverju kvöldi fyrir hæztu vinninga. Að Bridge-spilinu loknu, verða frambornar kaffi- veitingar. Þar á eftir fara fram ýmiskonar skemtanir. Munið eftir hvað vel þér hafið skemt yður undan- farna vetur á þessum spilakvöldum. Undir umsjon yngri deild kvenna í Sambandssöfnuði. The Saturday Night Club D “THE YOUNG ICELANDERS” • D A Blue Room, Marlborough Hotel Friday, March 31, 1939 A N 8.30 p.m. N Marsh Phimister and his Palomars C • Informal—Admission 50c C E —SALE OF TICKETS LIMITED— E Tickets on sale—Steini Jakobson’s Store 680 Sargent Ave.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.