Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 8

Heimskringla - 29.03.1939, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. MARZ 1939 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg Pálmasunnudagsguðsþjónust- ur fara fram n. k. sunnudag í Sambandskirkjunni í Winnipeg. Kl. 11 f. h. á ensku og kl. 10 á ís- lenzku. Sérstaklega valin söng- ur við báðar guðsþjónusturnar. Sólóistar eru við morgun guðs- þjónustuna Miss Iva Withers og við kvöldguðsþjónustuna Miss Lóa Davidson. Fjölmennið við báðar messurnar. Sunnudaga- skólinn kemur saman kl. 12.15. * * * Séra Guðm. Árnason messar á Lundar 9. apríl (Páskadag). * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli s.d. 2. apríl n. k. kl. 2 e. h. * * * Laugardagsskemtikvöldin sem haldin hafa verið í Sam- komusal Sambandskirkjunnar undanfarnar vikur, undir um- sjón yngri kvenaa safnaðarins, fara fram í apríl mánuði á hverju laugardagskveldi undir umsjón ungmennafélagsins. — Kvöldin verða með sama hætti og áður, og eru allir safnaðar- menn og vinir beðnir að fjöl- menna. * * * Young Icelanders News The success of the Dance in the Blue Room, Marlborough Hotel March 31st 1939, at 8.30 p.m. is now assured. The patrons are: Mr. and Mrs G. L. Jóhannsson, Dr. and Mrs. R. Pétursson, Mr. and ,Mrs. Gísli Johnson, Mr. and Mrs. Arni Eggertson, Mr. and Mrs. S. W. Melsted, Rev. and Mrs. P. M. 'Pótursson, ,Mr. and Mrs. G. Levy. For those who do not desire to dance, facilities for playing Messur í Vatnabygðum Á Pálmasunnudag, 2. apríl ,-sunnudagsskóli í Wynyard kl. 11 f. h. Messa sama daga kl. 2 e. h. Sökum þess að enska messan bridge are provided. fórst fyrir s. 1. sunnudag, .verður þessi messa á ensku. Á föstudaginn langa verður sameiginleg guðsþjónusta allra mótmælenda kirknanna í Wyn- yard. Fer hún fram í íslenzku kirkjunni kl. 2.30 e. h. Séra R. A. Murray, prestur United kirkj- unnar flytur prédikun. Jakob Jónsson * * * Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á miðvikudags kveldið 5. apríl að heimili Mrs. G. H. Gillies, 923 Warsaw Ave. Byjar kl. 8 e. h. Deild yngri kvenna í Sam- bandssöfnuði í ^Winnipeg, sem staðið hafa fyrir Saturday Night Club skemtununum, efnir til Carnival Tea laugardaginn 6. maí, eftir hádegi og að kvöldi. NÚ ER TÍMINN AÐ FÁ SÉR YFIRHÖFN Mikið af græn- um og gráum etc. á $15-95 $19-75 $24-75 Nú fáanlegar með AUÐVELDUM BORGUNAR- SKILMÁLUM m W '''ý 'íí Mikið úrval af karlmanna vor fatnaði á S195US35 KINGS Ltd. 396 PORTAGE AVE. Dánarfregnir Þann 9. þ. m. andaðist að Lundar, konan Hallbjörg Ein- arsson, kona Jóns Einarssonar, sem hefir átt heima á Lundar fjölda mörg ár. Hallbjörg sál. var fædd 4. júlí árið 1859 í Reykholtsdal í Borgarfjarðar- sýslu á íslandi. Giftist Jóni árið 1883 og fluttust þau vestur um haf fjórum árum síðar. Þau eignuðust eina dóttur, Halldóru Ingibjörgu að nafni, sem er gift Einviarði Breckmann, log búa þau í Winnipeg. Hún var jarð sungin þann 11. þ. m. af séra Guðm. Árnasyni. * * * Þann 19. þ. m. andaðist að Lundar, Halldór Þorsteinsson, fyrrum bóndi að Mary Hill, rúm lega sjötugur að aldri. Halldór var ættaður úr Norður-Múla- sýslu og fluttist vestur um haf 1893. Tólf síðustu árin, sem hann lifði var hann ekkjumaður og hafði xheimili sitt á Lundar. Hann var jarðsunginn þann 24. þ. m. af séra Guðm. Árnasyni. Æfiminning hans mun birtast síðar. * * * Jóhannes Strang, til heimilis að 648 Home St., Winnipeg, dó s. 1. laugardag á Grace-spítalan- um. Hann var 77 ára. Jarðar- förin fór fram í gær frá útfarar- stofu A. S. Bardal. Séra R. Marteinsson jarðsöng. * * * Prestakall Norður Nýja-fs lands. Áætlaðar messur um páskana: Pálmasunnudag, Víðir kl. 2 e. h. Ársf. safn. eftir messu. Pálmasunnudag, Árborg, kl. 8 e. h., ensk messa. Skírdag, Geysiskirkju kl. 2 e. h. Föstud. langa, Riverton, kl. 2 e.h. Föstud. langa, Árborg, kl. 8 e.h. Páskadag, Árborg, kl. 11 f.h. Páskadag, Riverton, kl. 3 e. h. Annan Páskadag, Breiðuvíkur- kirkju, kl. 2 e. m. S. ólafsson Heimskringlu hafa verið send nokkur eintök af fjórða bindi rit- gerða-safns Jónasar Jónssonar alþingismanns og beðin að selja þau. Verð bókarinnar er $1.15. Hér er um aðeins fá eintök að ræða. Þeir sem eignast vildu bókina, ættu því að kaupa hana sem fyrst. * * * Þakkarávarp frá foreldrum og ömmu Við uiídirrituð þökkum af hjarta öllu því góða fólki hér á Hnausum, sem gaf peninga fyrir hjólastól fyrir elsku drenginn Árborg, Man., 24 marz Kæri herra ritstj.: Viltu gera svo vel og birta eftirfarandi nöfn þeirra sem að hafa gefið peninga í blómasjóð sumarheimilisins að Hnausa. Man: í minningu um Arthur Gísla- son, son Mr. og Mrs. Svein- bjorns Gíslason í Winnipeg, $10.00. Gefið af Dr. og Mrs. R. Pétursson, Winnipeg. f minningu um Mr. og Mrs. Anderson (Egil og Guðlaugu), $5.00. Gefið af Kvenfélagi Sam- bandssafnaðar í Winnipeg. f minningu um Mrs. Jakob1 okkar sem aldrei hefir getað Bjarnason, Winnipeg, $5.00. | gengið og er 12 ára, og sem kom Gefið af Kvenfélagi Sambands- j hingað til Hnausa sem útlend- safnaðar í Winnipeg. | ingur. Sér í lagi þökkum við f minningu um tvær konur í ^ Mrs. Ingibjörgu Magnússon á Wynyard, Sask., Mrs. H. S. Ax- j Eyjólfsstöðum, sem fyrst byrj- dal og Mrs. Ellu Scyrup, $15.00.; agj a þessu kærleiksverki og Frá félagssystrum þeirrav kven- biðjum við af hjarta algóðan félaginu “Framsókn” í Wynyard, guð launa þúsundfalt öllu þessu Sask. j kærleiksríka fólki. Einnig hefir Mr. J. J. Thor- Mr Qg. Magnús Johnson, steinsson, Árborg, Man., gefið ^ Selkirk, Man. 10 kl.tíma vinnu í þarfir heim- Mr og Mrs Jakob) Freeman, ^*s^ns- I Hnausa, Man. I ^ jj- jj- Fyrir allar þessar gjafir eri innilega þakkað. I Guðsþjónusta ákveðin í kirkju Emma von Renesse, Konkordía safnaðar á páskadag- f jármálaritari inn> N aPrú kl. 2 e. h. — Fjöl- * * * i mennum á upprisuhátíð frelsar- Athygli skal vakið á því að ans- S. C. I ífí 5js bráðnauðsynlegt er að allir nemendur laugardagsskólans Báskaguðsþjónusta sæki kenslustundir stundvíslega j -Á páskadaginn 9. apríl kl. 1.30 þar til að skólanum verður sagt ^ e*b. verður haldin íslenzk guðs- upp með árssamkomu skólans! þjónusta í dönsku kirkjunni á SARGENT TAXI SIMI 34 555 or 34 557 724 (4 Sargent Ave. MESSUR og FUNDIR i kirkfu SambandssafnaSar NÝ BÓK Dalafólk, eftir “Huldu” (Unn- ur Bjarklind). Þetta er hin á- gætast skáldsaga, og hefir verið lofsamlega gagnrýnd og selst unnvörpum á íslandi, eins og hvað annað sem birst hefir frá penna þessarar skáldkonu. — Dalafólk er stórt verk, alls 384 bls., með 35 kaflaskiftum. Gerist \ sagan einkum á fslandi, en einn- j ig nokkuð erlendis. Allur frá- gangur er í bezta lagi. Verð í kápu $2.50. MAGNUSPETERSON 313 Horace St., Norwood, Man. Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaSarnefndin: Funair 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsía mánudagskveld i hverjum mánuSi. KvenfélagiS: Fundlr annan þrlðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: íslenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. 22. apríl n. k. í annan stað skal þess getið að næsta laugardag 1. apríl verð ur á skólanum útbýtt aðgöngu- miðum á Rose Theatre til nem- enda endurgjaldslaust. Á. P. J. * * * Stórstúkuþing Stórstúkuþing Manitoba verð- ur haldið í I. O. G. T. húsinu á Sargent Ave., í Winnipeg á þriðjudag og miðvikudag, 11. og 12. apríl n. k. Þetta er 56. ársþing stórstúkunnar. Stúkur út um sveitir, sem vonast er eftir að fulltrúa sendi á þingið, eru sérstaklega beðnar að minn- ast þessa. * * * Kensla í íslenzku fer fram á hverjum þriðjudegi og föstudegi í Wynyard High School, kl. 4 e. h. Fræðslunefnd yngri þjóð- ræknisdeildarinnar stendur fyrir námskeiðinu. Kennari er séra Jakob Jónsson. Allir eru vel- komnir. nítjándu götu og Bums stræti í Vancouver, B. C. Verður vand- að til með söng, svo guðsþjón- ustan verði sem áhrifamest. — Eru allir beðnir er þetta sjá að útbreiða messuboðin og styðja að því að aðsókn megi verða al- menn. K. K. ólafson * * * Hin lúterska kirkja I Vatnabygðum Sunnudaginn 2. apríl íslenzk messa að Foam Lake kl. 3 e. h. Ensk messa í Kristnes skóla kl. 8 e. h. Almennur fundur verður haldin ,'strax eftir messuna í Foam Lake. Allir hjartanlega velkomnir. Guðm. P. Johnson * * * Home Cooking Á föstudaginn kemur, hinn 31. þ. m. hafa tvær af deildum kvenfélags Fyrsta lúterska safn- aðar nr. 3 og 4, saméiginlega út- sölu á heima tilbúnum mat af ýmsu tagi. Salan fer fram í Samkomusal kirkjunnar og istendur yfir bæði síðari hluta dagsins og að kveldinu. Matur- inn sem þarna verður til sölu er margskonar og til hans vandað eins og bezt má verða, ágætt tækifæri til að fá sér góðan mat, sem húsmóðirin þarf ekki að hafa mikið fyrir, til næstu daga, íþví flest sem til sölu verður geymist vel og því óhætt að kaupa nokkuð í einu. Þarna fer líka fram kaffisala og þar verð- ur áreiðanlega margt fólk sam- an komið, og ágætt tækifæri til að hitta kunningjana, auk kjör- kaupanna. " ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Kögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Sonurinn: Pabbi, er ekki kon- an betri helmingur mannsins? Faðirinn: Jú, drengur minn. Sonurinn: Hvað er þá eftir af manni, sem hefir verið tvígift- ur? * * * Þegar þér hreinsið glugga, skuluð þér síðast hella glycerin í ullarklút og nudda rúðuna með því utan og innan, og hún mun verða spegilfögur. UTSOLUMENN íslenzkra bóka óskast í öll- um bygðum íslendinga hér vestra. Þeir sem sæu sér fært að sinna þessu eru beðnir að gefa sig sem fyrst fram og semja við oss um sölulaun og fleira. Thorgeirson Co. 674 Sargent Ave. Winnipeg ROSE THEATRE --Sargent at Arlington- THIS THURS. FRI. & SAT. BING CROSBY FRED MacMURRAY “SING YOU SINNERS” LAUREL and HARDY in “BLOCKHEADS” Cartoon Thurs. Night is GIFT NIGHT Friday Nlght & Sat Matinee Chp. 4 ‘Hawk of the Wilderness’ GEYMIÐ YÐAR L0ÐFATNAÐ Hjá Holt Renfrew’s SUMAR GEYMSLA 2% HOME COOKING SALE Hjálparnefnd Sambandssafnaðar er að efna til útsölu á heimatilbúnum mat, ÞRIÐJUDAGINN 4. APRfL. Til sölu verður: Rúllupylsa, lifrapylsa, kæfa, kaffibrauð, blóðmör og allskonar bakningar. Salan byrjar kl. 2. e. h. Að kvöldinu, bridge spil fyrir þá sem vilja. Samkoman verður haldin í Samkomusal Sambandskirkju og stendur til miðnættis. NEFNDIN. i 5S*5««,2i% fullkomin vernd SÍMIÐ í DAG 21857 0g okkar trygði sendill, sækir fotm TTplú er Corr\f> any Limitea CITY HYDR0 lækkar skattbyrði yðar um $150,000! Eftir gott reksturs-ár 1938, gat City Hydro sýnt í lok síðasta desember-mánaðar hag á starfi sínu er nam $340,000. Auk þess að greiða vanalega skatta, hefir City Hydro nú lagt inn í hinn almenna reikning Winnipeg-borgar fjárhæð sem nemur $150,000. Hver einasti borgari í Winnipeg hefir hag af þessu og er það ljós vottur þess, að starf City Hydro, er í þágu borgaranna yfirleitt á margvís- legan hátt. En þessi ágæti árangur er þó því aðeins mögulegur, að borgararnir yfirleitt haldi áfram að styðja þetta farsæla þjóðeignar fyrirtæki. — Gerið þér yðar hluta? Munið að— CITY HYDRO ER YÐAR FÉLAG—NOTIÐ ÞAÐ! PORTAGE at CARLTON

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.