Heimskringla - 05.04.1939, Side 1
LUI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. APRÍL 1939
NÚMER 27.
HELZTU FRÉTTIR
___________________—---
Chamberlain lofar smærri
þjóðuin Evrópu vernd
Á brezka þinginu lýsti Neville
Chamberlain, forsætisráðherra,
því yfir s. 1. föstudag, að Bret-
land og Frakkíand hefðu heitið
Póllandi að vernda sjálfstæði
þess með her fyrir Hitler, ef á
þyrfti að halda. Var boðskap
hans fagnað af þingheimi, jafnt
andstæðingum stjórnarinnar
sem öðrum.
Hann gat þess að Bretland
væri með þessu að brjóta þá
reglu sem það hefði fylgt frá
öndverðu með að lofa engri sér-
stakri þjóð austan Rínarfljóts
vernd, en vegna ófriðarhættunn-
ar í Evrópu, bryti nauðsyn lög.
Um miðja s. 1. viku hafði her
Hitlers verið að nálgast landa-
mæri Póllands. Var ekki annað
sýnna, en að Pólland ætti að
sæta sömu kjörum og Tékkó-
slóvakía. Eftir yfirlýsingu
Chamberlains, létu þýzk blöð
sem herinn hefði aðeins átt að
ögra Pólverjum svo að þeir færu
ekki að beita sér á móti Hitler í
'málinu út af Danzig og “pólska
anddyrinu” (The Polish Corri-
dor), en vestlægu þjóðirnar vildu
sjáanlega ekki eiga neitt undir
því.
Yfirlýsing Chamberlains engdi
Hitler mjög til reiði, sem við
var að búast. Voru blöð Þýzka-
lands full af skömmum í garð
Breta eftir að þeim barst frétt-
in um afstöðu þeirra.
Hitler svaraði svo yfirlýsíng-
unni s. 1. laugardag með ræðu
sem ráðgert var að útvarpa, en
sem hætt var við vegna þess að
Þjóðverjum mun ekki hafa þótt
ráðlegt að láta aðrar þjóðir
heyra hana. En fréttir af henni
voru símaðar út um heim síðar.
Hitler hélt ræðuna í Wilhelms-
haven að 50,000 manns viðstödd-
um. Hann var í húsi gerðu úr
skotheldu gleri meðan hann
flutti ræðuna, að því er frétt-
irnar sögðu vegna þess, að hann
var kvefaður.
Áheyrendum sínum sagði Hitl-
er, að ef Bretar ætluðu sér að
ráðast á Þýzkaland, hikaði hann
ekki við að segja upp sjóflota-
samnjngunum við þá. Hann
sagðist hafa litið svo á þann
samning, að Bretar væru með
honum að sýna vilja sinn í því,
að stofna til ævarandi friðar við
Þýzkaland. En væri það ekki
ósk þeirra, stæði ekki á sér að
láta vopnin nú þegar skera úr
málum.
Þýzkaland sagði hann ekki
bíða eftir því, að hringur óvina
þjóða væri sleginn um það í
þetta sinn. Eins og hann hefði
rifið Versalasamningana í agnir,
ejns ætlaði hann að slíta hring-
inn sundur. Og þjóð sína æsti
hann til varnar móti öllu árás-
ar-illþýði.
En hvað sem hann tekur sér
nú næst fyrir hendirr, hefir hann
kallað hermennina heim frá
landamærum Póllands. í gær fór
hann til fjallabústaðar síns í
Berchtesgaden til að taka sér
tveggja vikna hvíld. í lok þessa
mánaðar er afmæli hans og ætlar
hann þá að vera kominn til Ber-
línar.
Vernd Breta nær til fleiri
landa en Póllands. Chamber-
lain hefir nefnt Rúmaníu, Tyrk-
land, Yugoslavíu, Danmörku og
ísland á meðal þeirra landa, er
hann heitir hernaðarfulltingi, ef
Þjóðverjar hafi sig í frammi.
útlit er fyrir að flestar þjóð-
irnar umhverfis Þýzkaland séu
fúsar til að taka höndum saman
við Breta og Frakka um að aftra
því, að Hitler færi meira út kví-
arnar. Hvort Rússar eru með í
þeim hring, er enn óvíst, vegna
óvildar Póllands til þeirra. Pól-
land tilheyrði að mestu Rúss-
landi áður og þeir óttast það
ennþá, þó ólíkt sé þar nú flest
því sem áður var. En Bretar eru
að vingast aftur við Rússland.
Og sjálft fýsir það í að vera með
í því að stöðva Hitler.
Á Englandi mælist þessi
stefna Chamberlains vel fyrir.
Allir þingflokkarnir lofa honum
nú stuðninga. Arthur Green-
wood, Winston Churchill, Lloyd
George og aðrir höfuð-andstæð-
ingar hans, heita IChamberlain
nú stuðningi sínum. Og Anthony
Eden hefir gengið svo langt, að
taka tillögu sína um samsteypu-
stjórn og herskildu mannafla og
auðs til baka. Hafa þeir 33 aðr-
ir er þá tillögu studdu allir farið
að dæmi Edens.
Chamberlain virðist nú ráðin
í því, áð reyna að halda Evrópu
í skefjum með hörðu, úr því
það ekki fékkst með góðu, eða
með Munich-samningunum. 1
60 centa hveiti
Stjórnarfrumvarp hefir verið
borið upp í Ottawa-þinginu um
ákvæðisverð á hveiti. í því er
gert ráð fyrir 60 centa verði á
bezta hveiti (No. 1 Northern) í
Ft. William.
Þegar burðargjald, kornhlöðu-
verð o. fl. er greitt, verður hlut-
ur bóndans t. d. í Saskatchewan
ekki mikið yfir 30 cents á fyrsta
flokks eða bezta hveiti, sem hér
vex, sem yfirleitt er sjaldnast
um að ræða.
Ef að King-stjórnin hefir ver-
ið að leita einhverra ráða til að
steypa búnaði landsins í stað
þess að bjarga honum, hefir hún
áreiðanlega fundið það með
þessu ákvæðisverði á hveiti.
Ætli King-stjórnin hafi fund-
ist bóndinn^ svo vel haldinn af
80 centa Verðinu s. 1. ár, að hann
mætti nú vel við því, að kaup-
geta hans væri lækkuð um 45 til
50 miljón dollara, eins og gert
er með þessari lækkun ákvæðis-
verðsins?
Svar stjórnarinnar við þessu
verður auðvitað það, að hún hafi
ekki fé til að veita búnaðinum
þessa vernd.
Hafi stjórnin ekki ráð á þessu,
getur hún þá gert annað. Féð
sem vesturfylkin greiddu í toll á
iðnaðarvöru sem þau keyptu í
Austurfylkjunum á s. 1. ári, nam
58 ímiljón dölum. Hvað gæti
stjórnin sanngjarnara gert en
að jafna þarna reikninginn með
því að veita ekki verksmiðjuiðn-
aðinum þessa tollvernd. Hvers-
vegna þarf sá iðnaður eilífrar
verndar við á kostnað vestur-
fylkjanna, án þess að þeim sé að
nokkru leyti bættur upp skað-
inn austan að, eða af landinu í
heild sinni, eins og með ákvæðis-
verði á hveiti? Landbúnaður-
inn þarf að borga sig alveg eins
0 g verksmiðjureksturinn, ef
hann á að geta haldið áfram. Og
fari hann á vonarvöl og þær 2Mi
miljón manna, sem beint og ó-
beint lifa af honum, verður
landinu í héild sinni einnig hætt.
Frá því að verksmiðju-iðnað-
ur hófst hér, hefir hann verið
verndaður með tollum svo háum
að numið hefir alt að 70%, sam-
Stýrir söng í Auditorium 26 Apríl
RAGNAR H. RAGNAR
Píanó-kennari og söngstjóri R. H. Ragnar stjórnar söng
Karlakórs íslendinga í Winnipeg í sönghöllinni í Audi-
torium 26 apríl n. k. Til söngs þessa efnir Karlakórinn í
tilefni af 10 ára starfs-afmæli sínu.
kvæmt skýrslu konunglegu
nefndarinnar, sem um árið rann-
sakaði ullarverksmiðjuiðnað
þessa lands.
Með þessu getur stjórnin bætt
hag búnaðarins í vesturlandinu,
ef hún kærir sig nokkuð um það.
En er svo mikill hörgull á pen-
ingum í landinu, sem stjórnin
lætur? Hún telur ekkert eftir
sér að greiða 60 miljón dali til
hermála. Og rentur af skuldum
hennar nema 145 miljón dölum,
sem aldrei stendur á að borga.
Og iðnaðarstofnanir landsins,
sem stjórnin heldur verndar-
hendi sinni yfir greiddu 313
miljónir í ágóða af hlutafé sínu
s. 1. ár. Þá skýra bankarnir frá
því, að 1% biljón dala ($1,500,-
000,000) liggi ónotaðir í hirzlum
þeirra. Það virðist ekki mikil
þurð á peningum.
Hvað kostar að framleiða
hveiti? Eftir útreikningi Mr.
Hope, prófessors við akuryrkju-
deild háskólans í Saskatchewan
kostar það 55c að framleiða mæli
hveitis á auðunnu landi, ef um
tvær jarðir (tvær 1/^ sections of
land) er að ræða, en 72c á jörð-
um, sem erfiðara er að yrkja. En
með þessu er ekki talin renta á
lánsfé bóndans, Sem í Saskat-
chewan, nemur 17c á hverjum
mæli hveitis, reiknað eftir meðai
uppskeru á árunum 1918—1930,
sem var 20 mælar af ekru
hverri; verður þá framleiðslu-
verðið 72c og 89c.
Bóndinn á því að halda áfram
að framleiða hveiti vegna þess
að heimurinn þarfnast þess —
er kostar hann frá 70 til 90e
mælirinn til að selja á 30 cents!
í skýrslum frá kvendeild
bændafélagsins í Saskatchewan,
er sagt að í sumpm sveitum hafi
ekki konur keypt sér nýjan kjól
í 11 ár. f öðrum héruðum voru
húsgögn keypt til jafnaðar fyrir
$2.00 á ári fyrir heimilið, og í
enn öðrum hafði ekki eyrisvirði
verið eytt í lyfjabúðum. Þessu
fólki segir King nú að framleiða
hveiti til að tapa 60 centum á
mælinum!
Þetta ákvæðisverð fer með
landið. En skyldi það ekki einn-
ig geta farið með King-stjórn-
ina?
Engin herskylda í Canada
Fyrir nokkru lýsti Mackenzie
King forsætisráðherra Canada
því yfir, að Canada væri í stríði
þegar Bretland væri það. Yfir-
lýsing þessi mæltist misjafnlega
fyrir vegna þess, hve óákveðin
hún var og margir kröfðust að
fá að vita hver stefna King-
stjórnarinnar væri í utanríkis-
málum. Greip þá King til þess
úrræðis að halda fram, að þing-
ið eða stjórnin skæri úr því,
hvort Canda tæki þátt í stríðum
leysið kemur æði vel í stað henn-
ar.
Konungurinn í Iraq
ferst í bílslysi
Ghazi I. konungur í Iraq, fórst
í bílslysi í Baghdad í gær. Hann
var á ferð að nóttu til, misti
stjórn á bílnum, rann á ljósa-
staur, braut bíl sinn og fórst
sjálfur.
Sá misskilningur greip syrgj-
endur hins unga konungs, að
Bretar hefðu verið valdir að
dauða hans, réðust þeir því á
konsúl Breta, drápu hann og
brendu bústað hans. Nafn kon-
súlsins var G. E. A. C. Monck-
Mason.
Ghazi konungur var 27 ára.
Hann var'mentaður í Harrow á
Englandi. Við ríki tók hann eft-
ir Feisal konung föður sinn 1933.
Feisal dó af hjartabilun í Berne
í Sviss.
Ghazi giftist frænku sinni,
Aliyah prinsessu, dóttur Ali
konungs í Hejaz, eftir að hann
var krýndur. Þau eignuðust son
2. maí 1935 er Feisal er nefndur
og við ríki tók eftir föður sinn.
Hefir frændi konungsins, Emir
II Ah, stjórn með höndum með-
an Feisal er í æsku.
Iraq varð sjálfstætt ríki eftir
stríðið mikla undir eftirliti
Breta. Það heyrði áður til
Tyrklandi.
Kenningar Hitlers
í bók sinni Mein Kampf, bend-
ir Hitler á hvernig hægt sé að
ræna heilum löndum, með því að
taka bita og bita af þeim í einu,
svo litla, að engum þyki það
þess vert, að fara í stríð út af
því. Og þegar það sé einu sinni
orðið algengt, verði ekkert um
það fengist.
Heima fyrir fylgir Hitler einn-
ig þessari kenningu. Hann ræn-
í Evrópu. En þegar á það var !ir þegnana smátt og smátt rétt-
bent, að það kæmi í bága við þá jindum sínum og eignum.
stefnu, að Canada væri í stríði, Einu ári eftir að hann hremdi
ef Bretland væri það, lýsir King! Austurríki undir því yfirskyni,
því yfir, að herskylda skuli ekki ,að íbúarnir væru sveltir og kúg-
lögleidd í Canada meðan hann sé aðir af öðrum þjóðum, berst sú
við völd, því Canadastjórn ráði, frétf fra Vín. 21- marz> að lögin
hvort að hún taki þátt í stríði, ur^ takmörkum smjöráts í
sem Canada sé í, eða ekki! j Þýzkalandi, nái nú einnig til
h , . *. , _ .... * Austurríkis. Hagur alþýðu í
Það virðist eitthvað erf itt að . , ... , * , /. .,
.... . j. n Austurnki er sagt að hafi stor-
utskyra stefnu Canada í hermal- * ,
_ n . T , o,, um versnað undir vernd og
um. Ug frumvarp Josephs Thor-1, ,. , TT.,, *
, , ,. . ", _ handleiðslu Hitlers.
sonar skyldi engmn ætla að væn
út í hött. í raun og veru virðist
greinargerð Kings lúta meira að
því, að gera hermálastefnu
stjórnarinnar aðgengilegri 1
kosningum, en nokkuð annað.
Málið um herskyldu gerir ekki
út um það hvort Canada tekur
þátt í stríði eða ekki. Það er
aðeins með henni um aðferð í
þátttökunni að ræða. Á Bret-
landi er hinu sama haldið fram
þessa stundina um herskyldu,
að hún verði ekki löggilt og vita
þó allir, hvað nærri þar liggur
við stríði. En verkamannaflokk-
urinn á Englandi krefst þess, að
herskyldu-kvöðin nái jafnframt
til auðsins í landinu og þegn-
anna, verði hún á annað borð
að lögum gerð. Á Englandi má
ætla, að það flýti ekki fyrir her-
skyldu.
í Canada er fram á þetta sama
farið, af ýmsum þingflokkunum
í Ottawa. Það er því óárenni-
legt hér sem í Englandi sem
stendur að lögleiða herskyldu.
En ef að tilkynning um það gæti
orðið nokkur kosninga beita um
leið, væri mikil yfirsjón að nota
það ekki með kosningar fyrir
dyrum.
Herskyldu er ekki mikil þörf
Bókasafn á Þingvöllum
Vilhjálmur Stefánsson land-
könnuður hefir sent heiðursbú-
staðnum á Þingvöllum með per-
sónulegri áritun eftirfarfandi
bækur: The Northward Course
of Empire, The Adventure of
Wrangel Island, My Life With
the Eskimo, The Friendly Arc-
tic, Northward Ho, My Life
With the Eskimos (ný og endur-
bætt útgáfa) og Unsolved My-
steries of the Arctic.
Séra Rögnvaldur Pétursson
gaf fyrstur manna bækur í Þing-
vallabústaðinn, alt tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins. Síðan gaf Gunn-
ar Gunnarsson skáld öll sín rit-
verk. Það væri ánægjulegur sið-
ur, ef þeir rithöfundar og skáld,
sem fá að dvelja í heiðursbú-
staðnum í lengri eða skemri
tíma, vildu taka upp þann sið, að
gefa þangað bækur sínar.
ÞORSTEINN GÍSLASON,
RITSTJóRI
Eftir Jakob Thorarensen
Sömu sögu er að segja frá
Sudeten-héruðunum og Tékkó-
slóvakíu.
Úr írskum skýrslum
Skýrslur frá Dublin bera með
sér að það er fleira ógift fólk á
giftingaraldri í írlandi en
nokkru öðru landi; það giftist
þar með öðrum orðum seinna og
aldraðra, en vanalegt er annar
staðar. Af því leiðir færri fæð-
ingar. Ástæðan fyrir þessu er
sögð sú, að æskan sé all-óbráð-
þroska í írlandi.
Annað sem skýrslurnar bera
með^sér, er að af öldruðu fólki
er hlutfallslega mikið á írlandi
og sém að sumu leyti getur verið
afleiðing fækkun fæðinga. En,
menn þar 65 ára og eldri eru t. d
hlutfallslega helmingi fleiri en í
Ameríku. Það er að nokkru
leyti ætlað því að þakka, að
frinn lifi yfirleitt rólegu og á-
byggjulausu lífi.
Skuld Þjóðverja hækkar
Skuld Þýzkalands hækkaði um
$4,000,000,000 á s. 1. ári. Var
skuld landsins $11,243,920,000
við byrjun ársins 1939. (í mörk
um er því skuldin rúmar 28
Um hugans lendur haustar enn,
er hefst á veðrum snúður,
og gjörla heyra mega menn
hinn mikla þeyttan lúður,
að árstíð björt sé brottu nú,
öll blóm að fara á rú og stú;
eins hitt, að nú sért hniginn þú,
svo hóglátur og prúður.
Það eitt oss leyft: — í innri sýn,
er ei má færa í letur,
í mjúkri hugð að minnast þín
og minnast fárra betur.
>ú barst með þér svo blæþýtt
vor,
gazt brugðið á þess léttu spor,
frjóvum sprotum þó var þor,
sem þoldi snjó og vetur.
í»ér hefði sæmt það sæla mið
að sitja í skreyttri höllu
?að sigurþing, er semdi frið
og sætti lýði að ölla.
En þú gazt einnig færst í fang,
ef fleinaleik þeir hrintu í gang,
að snúa á orðsins víga vang
með vopnfimina snjöllu.
Og margt þitt lag varð rriinnis-
stætt
?ótt mjúkum beittir penna,
og það menn fundu, að þeim
varð hætt
og þóttust bragða kenna.
f penna þeim var fyndni og fjör,
?ar flaug og mörg hin hvassa ör,
og þessi sókn var þannig gjör,
að þeim varð oft að renna.
Það eðli frá þér aldrei veik,
á öftnum brandahríða,
við stuðlaföll og strengjaleik
að stilla hörpu þýða;
er barstu fram þín boðnarvín,
rá birtist hóf og fágun þín,
eins átti ment þín yfirsýn
um andans foldir víða.—
Um jörðu fuðrar harma hyr,
þar hverfur alt og dvínar,
en fást kvað svo vor fremsti byr
og fylling æðstu sýnar.
Þú leizt á flest með ljósi um brár,
svo lífsins himinn dular-blár
þér gefast skyldi “heiður, hár
sem hjartans óskir” þínar.
—Eimreiðin.
að öðru leyti í Canada. Atvinnu- biljónir)
Laugardagsskemtikvöldin
sem haldin hafa verið í Sam-
komusal Sambandskirkjunnar
undanfarnar vikur, undir um-
sjón yngri kvenna safnaðarins,
fara fram í apríl mánuði á
hverju laugardagskveldi undir
umsjón ungmennafélagsins. —
Kvöldin verða með sama hætti
og áður, og eru allir safnaðar-
menn og vinir beðnir að fjöl-
menna.