Heimskringla - 05.04.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. APRÍL 1939
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
HÚN HVARF MÉR
(Höfundur, sem ekki vill láta
nafn síns getið, hefir leyft
Samtíðinni að birta þessa
snjöllu smásögu).
Tveggja ára skeið (valr eg
vinnumaður í sjúkrahúsinu í
Firði. Mátti með sanni segja,
að eg væri allra gagn þarna í
sjúkrahúsinu. Eg dró í búið
fyrir ráðskonuna, gætti mið-
stöðvarketilsins og var í sífeld-
um sendiferðum fyrir lækna og
hjúkrunarkonurnar. Alla snún-
inga fyrir hjúkrunarkonurnar
gerði eg með hjartans ánægju,
einkum fyrir eina ljóshærða,'
sem mér leist sannast að segja
nokkuð vel á. Það var einnig
hlutverk mitt, að aðstoða sjúkl-
ingana við burtför þeirra af
sjúkrahusinu, bæði þá, sem
sneru þaðan út í þennan heim,
og þá, sem lentu yfir um til
hinna heimanna. Mér var í
fyrstu, og reyndar altaf, lítið um
það gefið, að þurfa að hjálpa
þeim síðarnefndu út í líkhúsið.
Þó fór það í vana, eins og flest
annað. Líkhúsið var þannig
bygt, að vagni varð ekki ekið
inn í það. Varð eg því ætíð að
taka líkin í fangið úti fyrir dyr-
unum og bera þau þannig inn á
líkbörurnar. Gerði eg það æfin-
lega hjálparlaust, því að eg vildi
gjarnan láta hjúkrunarkonurnar
sjá, að eg væri sæmilega að
manni.
Það var farið að líða að lokum
síðara ársins, sem eg dvaldi
iþarna í sjúkrahúsinu, þegar það
atvik gerðist, sem eg ætla að
skýra hér frá. Eg var orðinn
alveg heimavanur þarna og lík-
aði lífið og starfið að öllu sam-
anlögðu í betra lagi. Sú ljós-
hærða sendi mér öðru hvoru hýrt
auga, svo að vonir mínar gagn-
vart henni glæddust frekar en
dofnuðu. Það stakk mig þó
öðru hvoru dálítið, að hún legði
óþarflega mikla alúð við að
hjúkra langa slánanum á númer
7, þeim með skömmina í ristar-
beinunum. Eg hafði séð hana
fara þangað inn nokkrum sinn-
um, án þess að þar væri hringt.
En sannanir fyrir því, að hún
ætti vingott við slánann, vissi
eg engar. Þó var eg fullur and-
úðar gagnvart manninum, en
ekki þó meir en svo, að eg hefði
með glöðu geði aðstoðað hann
burt af 'hjúkrahúsinu, meira að
segja út í líkhúsið, ef hann hefði
farið þá leiðina. f
Sjúkrastofan nr. 7 var aðeins
fyrir tvo menn. f öðru rúminu
lá, eins og áður er sagt, sá langi,
en í hinu lá Brandur, sextugur
dyrkkjjuberserkur, heljarmikill
beljaki með brennivínsístru. Rösk
100 kíló hafði hann vegið, með-
an hann var heill heilsu, og hann
mun frekar hafa bætt við þyngd-
ina en það gagnstæða, eftir að
hann kom í sjúkrahúsið, því að
bjúgur sótti stöðugt á skrokkinn
á honum.
Það var strax á allra vitorði,
þegar Brandur kom í sjúkrahús-
ið, að hann mundi ekki snúa
þaðan út í soll þessa heims fram-
ar. Leið hans hlaut því að
liggja út í líkhúsið, og hlutverk
mitt mundi verða að aðstoða
hann þangað. Hjúkrunarkonurn-
ar stungu stundum saman um
það nefjum, að þungur mundi
Brandur verða síðasta áfangann,
og sú ljóshærða lét orð falla um
það við mig, að'erfitt mundi mér
veitast að hjálpa Brandi í ver-
tíðarlokin. Eg bað hana að kvíða
engu í því efni, mín vegna. Satt
að segja vonaði eg, að karlhólk-
urinn mundi eitthvað rýrna og
léttast, áður en hann hrykki upp
af klakknum, og gaf honum gæt-
ur í laumi, en þær athuganir
gerðu mér ekkert rórra í geði.
Kvapholdin uxu stöðugt á karl-
inum; um það varð ekki vilst.
Brandur var búinn að liggja
þarna í sjúkrahúsinu í þrjá mán-
uði, og versnaði hvorki né batn-
aði. Þá var það einn morgun,
að sú ljóshærða tók mig tali á
ganginum, og sagði mér, að nú
væri Brandur á förum. Eg hafði
rétt áður litið inn til karlsins
og ekki séð neina breytingu á
honum, svo að eg mótmælti
þessu harðlega. Sú ljóshærða
hélt fast við sitt. “Mig dreymdi
þannig í nótt. Áður en þrír
dagar eru liðnir, verður Brand-
ur kominn út í líkhúsið, með
hvers hjálp sem það verður,”
sagði hún, og sendi mér um leið
eitt af þessum augnatillitum,
sem ætluðu að steikja mig lif-
andi. Svo hana hafði dreymt
fyrir því. Nú fór eg að leggja
meiri trúnað á orð hennar. Eg
vissi, að hún var undarlega ber-
dreymin.
“Hvenær sem Brandur flytur
út í líkhúsið, gerir hann það með
minni hjálp og einskis annars,
verði eg hér starfandi, þegar
það skeður,” svaraði eg. “En
mér þykir líklegt, að það dragist
ieina þrjá .mlánuðí. ennþá, að
hann flytji.”
“Nei. Innan þriggja daga
færðu að reyna kraftana á
Brandi,” sagði hún.
“Brandur er þungur,” sagði
sú ljóshærða, og nú heltu augu
hennar yfir mig heilu flóði af
geislunum, sem altaf tendruðu
vonir mínar gagnvart henni, og
æfinlega brendu mig inn að
hjartarótum. Svo flýtti hún sér
inn í næstu sjúkrastofu. Mér
var ljóst, að þessi leikur var að
verða mér of heitur, og eg fast-
ákvað, að láta til skarar skríða
með mér og þeirri Ijóshærðu,
strax og tækifæri gæfist. En
svo var nú hann Brandur. Jæja,
það varð að taka því, ef hann
þyrfti svona fljótt á aðstoð
minni að halda. Og eg gekk til
vinnu minnar einn, með vonir
mínar og kvíða.
Um hádegisbil, tveimur nótt-
um síðar kvaddi Brandur þenn-
an heim. Sú ljóshærða tilkynti
mér hátíðlega, að nú þyrfti
minnar aðstoðar við með lík-
flutninginn. Eg kvaðst reiðubú-
inn til að starfa, hvenær sem
væri. Þegar gengið hafði verið
frá líkinu, lyfti eg því yfir á
vagninn, sem notaður var til
slíkra flutninga og ók því rak-
leitt út úr spítalanum og yfir
portið bak við hann, að líkhás-
dyrunum. Nú var bara eftir
þyngsta þrautin, að bera Brand
í fanginu inn á líkbörurnar. Eg
hikaði við og leit á líkið á vagn-
inum. Satt var það, stór og fer-
legur hafði Brandur verið, með-
an hann lifði, en aldrei hafði
hann vaxið mér eins í augum og
nú, er hann lá þarna líflaus,
hjúpaður líkblæjunum. Mér
fanst ístran á honum þenjast
hægt út, þarna undir líninu,
meðan eg horfði á hann. Eg
veit ekki, hve lengi eg hefði
hikað þarna, ef mér hefði ekki
orðið litið heim að sjúkrahús-
inu og séð, að sú ljóshærða stóð
við einn gluggann og horfði á
mig, og að hjúkrunarkonurnar
komu ein eftir aðra út að glugg-
anum, til að horfa á mig, meira
að segja sláninn á nr. 7 hafði
hökt á fætur, til að sjá, hvað á
gengi. Sjálfsagt hefir þetta fólk
búist við að fá þá ánægju, að sjá
mig kikna undir þessari óhugn-
aðarfullu byrði. Mér rann í
skap, að sjá svona marga for-
vitna áhorfendur, og reiðin veitti
mér orku til að hefja Brand upp
af vagninum ,og bera hann inn í
líkhúsið, án þess að séð yrði, að
mér væri aflfátt. Þegar eg ætl-
aði að leggja Brand á líkbörurn-
ar, þraut mig afl, og eg misti lík-
ið' úr fanginu niður á þær. Kvað
jþá við hár brestur í börunum uni
leið. Mér féll þetta illa, en eg
huggaði mig við það, að enginn
af áhorfendunum í gluggunum
sá þetta. Þegar eg hafði hag-
rætt Brandi á þessari nýju hvílu,
helgaði eg honum nokkur augna-
blík í fullkominni þögn. Svo
krækti eg opinn gluggann og fór
út úr líkhúsinu.
Áhorfendurnir voru horfnir úr
sjúkrahúsgluggunum, þegar eg
SPURNING
Eg horfi út í blámóðu hafinu yfir
í hillingum rísa upp draummynda sýnir,
Þær breytast o,g hverfa og birtast svo aftur
Boðskap þér flytja þó fæst af því skrifir
—Það ómælisdýpi sá eilífi kraftur
Ósjálfráð spurning er öllu sem lifir.
Sú alveldisstjórn sem í öllu hér hrærist
Óráðin gáta er í hjarta oss brennur —
Það sagt hafa vitringar ótaldar aldir
Að almættið ljómaði í öllu sem bærist
—Stundum þó hrópi hér steinarnir kaldir
Storkandi efinn í sál vora færist.
Við sáum í gær það er sýndist að vera
Sannleikans ljós yfir landinu helga.
í dag er það hulið af hatráðum vilja,
Heimurinn blindur því ok sitt má bera
örlagaveginn mun óráð að skilja,
Eilífðin leyfir þar engum að hlera.
Rangfærði maður reyndu ei að dylja
Að réttlæti er óðal allra sem lifa.
Ef að þú gætir í árbókum þínum
Eitthvað þar skrifað er þyrfti ei að hylja
—Þó væri þín æfi í örfáum línum—
Arfhafar mættu þá minningu skilja.
I S. Ámason
kom út, en inni á ganginum
mætti eg þeirri ljóshærðu.
“Fallega kláraðir þú Brand,”
sagði hún og leit beint í augu
mín.
“Efaðist þú um, að eg mundi
gera það?” spurði eg.
“Eg var næstum því hrædd (
um það. En nú er hann laus við
þetta líf, — og við laus við
hann,” bætti hún við.
óvenjulega mikil gleði ljómaði
í svip hennar. Eg skildi það svo,
að hún tæki þátt í gleði minni
yfir því hve vel mér hefði tekist
að “klára” Brand. Og eg var
öruggari en nokkru sinni fyr um,
að nú væri minn tími kominn til
að hljóta meira en bros hennar
og augnatillit. Eg beið aðeins
eftir tækifæri til að gera upp
sakirnar við hana.
Dagurinn leið svo, að mér
gafst ekkert tækifæri til þess.!
Eg gekk til hvíldar allþreyttur |
um kvöldið, eftir erfiði dagsins.
Mér var í fyrstu varnað svefns,
en mig dreymdi sæla dag-
drauma. Leið svo fram til mið-
nættis. Þá var eg snögglega
hrifinn úr leiðslunni við það, að
dyrnar á herbergi mínu opnuð-
ust og sú ljóshærða birtist í
þeim. Hjartað tók heljarstökk
í brjósti mér, þegar eg leit hana
þarna í drifhvítum náttkjólnum,
berfætta í morgunskónum. Áttu
mínir sælustu draumar kanske
að rætast svona fljótt og auð-
veldlega? Eg reis upp í rúm-
inu og rétti fram hendurnar.
Hún stóð kyr í dyrunum.”
“Eg er hrædd um, að það sé
eitthvað að úti í líkhsúinu,”
sagði hún. “Mig var að dreyma
um Brand.” Eg lét hendurnar
falla. Svo þetta var erindið. Eg
þóttist vera orðinn kvittur við
Brand og sagði, að þetta hlyti
að vera einhver ímyndun. Ekki
þyrfti framar að hjúkra honum.
“Það er eitthvað að,” sagði j
hún aftur. “Mig dreymdi hann
Brand. Viltu ekki vera svo góð-
ur að gera það fyrir mín orð, að 1
fara út í líkhúsið og athuga, j
hvað er að. Eg hefði farið sjálf,
ef veðrið væri ekki svona vont.”
Nú tók eg eftir því, að belj-
andi stórhríð lamdi á gluggan-
um. Það fór hrollur um mig
við að hugsa til þess að fara að
bograst út í líkhús á þessum
tíma og í þessu veðri. En sú
ljóshærða bað mig að gera það,
og auðvitað varð eg að gera
hennar bón.
“Eg get litið þangað inn, þó
það sé auðvitað óþarft,” svaraði
eg.
“Eg skal fara með þér, ef þér
fellur illa að fara einn,” mælti
hún eftir andartaksþögn.
Eg skildi þetta sem ögrun og
svaraði dálítið stygglega, að ó-
þarft væri fyrir hana að væna
mig um kjarkleysi eða gera gys
jað mér.
Hún fór, en eg snaraðist í föt-
m.
Þegar eg kom fram í sjúkra-
húsganginn, stóð hún við einn
gluggan og starði út í hríðar-
sortann. Henni var sýnilega
mjög órótt. Eg vissi, að draum-
ar hennar höfðu oft valdið henni
óþægindum, og líklegt er, að hún
hafi verið einhverjum miðils-
hæfileikum gædd.
“Þetta ferðalag kostar koss,”
sagði eg um leið og eg gekk
framhjá henni, “og gjalddaginn
er strax og eg kem inn aftur.”
Svo snaraðist eg út að líkhús-
dyrunum. Biksvartur hríðar-
bylurinn læsti sig um mig og
hvein ömurlega í þakskeggi hús-
anna kringum portið. Eg var í
fyrstu hálf-feginn, er eg kom inn
í líkhúsganginn, en svo greip
óhugnaður líkhússins mig með
heljarafli. Mér fanst ofraun að
eiga að bjástra þarna inni hjá
Brandi á þessum tíma sólar-
'hringsins. Snöggvast flaug mér
í hug að snúa þarna við og
segja þeirri ljóshærðu, að alt
væri í lagi, en þegar til úrslita
kom, fanst mér það alt of mikil
ómenska. Eg beit á jaxlinn og
opnaði hurðina. Nálykt bar að
vitum mínum. Kolsvartamyrk-;
ur var í líkhúsinu, og hafði eg|
þó skilið þar við ljós um daginn.
Eg fálmaði mig áfram inn gólf-
ið til að ná í brjótinn og reyna
að kveikja. Á miðju gólfinu
rak eg tærnar í eitthvað og datt
áfram ofan á nákaldan manns-
líkama. Alt hringsnerist fyrir
mér. Eg ætlaði að verða óður
af skelfingu. Þegar eg reis upþ,
var eg alveg búinn að gleyma,
hvar eg átti að leita að brjótn-
um. Eg þreifaði um alla veggi
og var sífelt að hnjóta um líkið
á gólfniu. Mér duttu í hug sög-
urnar um þá, sem gengu á eftir
vofunum í gegnum heila veggi,
en fundu svo enga smugu til að
komast út aftur, og týndust
þannig burt úr mannheimum.
Eg var að verða sannfærður um,
að eitthvað svipuð örlög mundu
bíða mín þarna í myrkrinu hjá
Brandi. Alt í einu mundi eg
eftir því, að eg hafði litla raf-
magnslukt í vasanum. Eg kveikti
á henni, og við föla skímuna,
sem hún bar um herbergið, sá
eg, að Mkbörurnar höfðu sligast
undan þunga Brands og líkið olt-
ið fram af þeim niður á gólfið,
og lá nú á grúfu. Hríðarstroku
lagði inn um opinn gluggann,
og þá fenti yfir líkið. Eg fór nú
strax að lagfæra börurnar og
gat baslað svo í þær, að eg taldi,
að þær mundu þola Brand. Og nú
fékk eg enn þá einu sinni að
taka þetta kvapholda lík, sem
Iþegar var farið að sýna fyrstu
rotnunarmerkin, upp í fangið og
hagræða því á börunum. Eg
^sveipaði línblæjunum með skjálf-
andi höndum um líkið svo snyrti-
lega sem eg gat og breiddi yfir
andlit þess. Svo reyndi eg að
koma Ijósinu í lag, og tókst ekki.
Eg skildi vasaljósið eftir logandi
hjá líkinu og gekk aftur á bak
til dyra, því að mér fanst, að
Brandur mundi rísa upp og grípa
aftan í mig, ef eg sneri við hon-
um bakinu. Með titrandi hönd-
um læsti eg líkhúsdyrunum og
hljóp í spretti heim í spítalann.
Sú ljóshærða tók á móti mér í
spítalaganginum og spurði frétta
úr ferðinni. Eg sagði svo sem
var, og gat þess, að eg óskaði
ekki að þurfa f(eiri ferðir út til
Brands þessa nótt.
Stúlkimni létti auðsjáanlega
við að heyra, að nú væri alt
komið í lag úti hjá Brandi, og
þakkaði mér fyrir að hafa farið
þessa ferð fyrir sín orð. En
drauminn vildi hún ekki segja
mér.
Sú Ijóshærða tók nú við hlífð-
arfötum mínum, en eg fór inn
í baðherbergið til að þvo mér
og ræsta mig eftir fangbrögðin
við Brand.
Þegar eg kom aftur út úr bað-
herberginu, og bjóst við að hitta
þá ljóshærðu, og fá tækifæri til
að gera upp við hana, hvarf hún
mér. inn úr dyrunum á númer 7.
Eitt auknablik sá eg snöggklipt-
an hnakkann yfir fannhvítum
hálsinum, fagurvaxnar axlir,
mjúkar þrekvaxnar mjaðmir og
nakta fætur * í dyrunum, svo
hvarf hún mér — inn til langa
slánans með skömmina í ristar-
beinunum.
Fyrsta verk mitt morguninn
eftir var að afhenda sjúkrahús-
ráðsmanninum uppsögn á starfi
mínu, ritaða með skjálfandi
hendi.—Samtíðin.
“HEFIRÐU SÉÐ
nokkurt vatn, sem kemst í
nokkurn samjöfnuð
við Mývatn?”
Safnbréf vort innihel dur 15 eða fleiri
tegiundir af húsblóma fræi sem sér-
staklega er valið til þesa lað veita sem
mesba fjölbreytni þeirra tegunda er
spretta vel inini. Vér getum ekki gefið
skrá yfir það eða ábyrgst vissar og
ákveðnar tegundir þvi innihaldinu er
breytt af og til. En þetta er mikill
peningasiparnaður fyrir þá sem óska
eftir indælum húsblómum.
Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfribt.
Ókpvnie Stór 1939 útsæðis "S
VJKeypiS ræktunarbók
DOMINION SEED HOUSE
Georgetovvn, Ontario
(Grein þessi er niðurlag á
bréfi, er Jón Halldórssón, Gam-
alíelssonar, skrifar frænda sín-
um vestra 20. apríl 1913, frá
Lincoln. Jón er fæddur í Ytri-
Nesldöndum við Mývatn 21.
febrúar 1838 og flutti til Vest-
urheims 1873).
Eg ætla bara að spyrja þig að
einni spurningu, hvort þér þykir
hún nauðsynleg eða ekki. Hefir
þú séð nokkurt vatn, sem kemst
í nokkurn samjöfnuð við Mý-
vatn ? Eg hefi sóð nokkur vötn
hér, en hefi snúið mér frá þeim
fullur af fýlu.' Tignarlega vatn-
ið hjá Milwaukee er eins og
sjórinn hjá Húsavík, nema það
vantar Víkurfjöllin, skeljarnar í
fjörunni og tignarlegu lognöld-
una, þegar hún kemur svo hnar-
reist inn, og þó getur hver fót-
hvatur dren&ur hlaupið fleiri
faðma á móti henni og komið
alveg þurr til baka. Vatnið hjá
Duluth, Minn., er hér um bil
steypt í sama móti. Eg hlakk-
aði mikið til að sjá Stóra Quill
Lake, en varð fyrir stórum von-
brigðum; ekki nema einn hólmi,
sem þeir kalla eyju, engar aðrar
tilbreytingar; maður gat þó í-
myndað sér skóginn í ^f jarlægð
fyrir fjöll, en það var bara í-
myndun. Sólsetrið á vatninu var
mjög fallegt. Andirnar þessar
fáu, sýndust hræddar að koma
út úr lónum og sefi, þegjandi
eins og steinn. Auðvitað var
kominn sept, og nóv., en hvað
gerði það til á Mývatni ? Meðan
hávellan var, var líf í öllu, hvort
sem það hafði nokkra rödd eða
enga.
Eg gleymi aldrei umskiftunum
eftir að hafa verið allan vetur-
inn (þegar maður var ekki á
skíðum eða leggja-skautum)
með langa kverið, niðri í pilta-
húsi við frosinn glugga, í djúpri
gluggatótt, eða á hellunni milli
kúnna við daufa skjábirtu. —
Hvaða munur að mega vera
sunnanundir baðstofustafninum
daginn eftir að vatnið leysti.
Sjá sólina koma upp á Náma-
fjallinu, fjöllin spegla sig í vatn-
inu, sem alt moraði í öndum
ekki af einni sort, heldur 100
tegundum; ekki þegjandi, heldur
lagði hljóminn um alt og berg-
málaði síðan frá Smérkletti og
öðrum smærri. Ekki voru held-
ur þessir Hópar hrejrfingarlausir.
Steggjarnir rendu sér hver á
annan, hóparnir þeyttust í loft
upp með miklum dyn, eða
steyptust í kaf eins og Grímur
Ægir eða Leirulækjar-Fúsi. —
Ekki var kvöldið eftirbátur
dagsins; þá sungu álftirnar með
hávellunum vestur á tjörnunum.
Eg hefi æði víða farið, en ekki
séð neitt líkt þessu og aldrei
fundið sömu strengi hrærast í
brjósti mér við nokkura náttúru-
fegurð eins og daginn eftir að
vatnið leysti.
Þú heldur nú að eg sé að stæla
L. G. í Heimskringlu, en eg
vona, að þú finnir, að það er
frumminning frá Grímsstöðum
við Mývatn, ekki skáldleg, held- S
ur lítið sýnishorn af einum degi,
þó eg gleymdi að segja, að eg
lærði ekkert í kverinu þann dag.
—Lesb. Mþl.
SVAR MAGNÚSAR
INGIM ARSSON AR
f fljótu bragði hefði margur
mátt ímynda sér að einhver af
þeim, sem bókstafi eiga við nöfn
sín, hefði borið fram aðfinslur
við grein mína ‘Stjörnuglópska,’
af iþví að hún gekk svo ótvírætt
í berhögg við eitt af aðal undir-
stöðu atriðum vísindanna; og
meira að segja það atriðið, sem
öll önnur atriði, að mínum dómi,
verða nauðsynlega að hvíla á —
með öðrum orðum hið eina
grundvallaratriði, sem til er.
En eins og eg raunar bjóst við
var það óbreyttur alþýðumaður,
sem varð til þess að hreyfa at-
hugasemdum, og met eg það að
verðleikum. Hinir hafa eflaust
annaðhvort ekki lagt sig niður
við að íhuga hvað greinin fjall-
aði um, eða blátt áfram álitið
hana svo út í hött að hún væri
ekki svara verð.
En einu gildir. Það eru oftast
alþýðumennirnir, sem uppgötva
hin nýju sannindi, eitt af öðru.
Vegna þess að vera ólærðir hafa
þeir ekki slegið neinu föstu og
eru því að nokkru leyti óbundn-
ir í hugsunarhætti. En jafnan
hafa þeir ekki kringumstæður
eða skilyrði til þess að reka
Framh. á 7. bls.
ÚTSÆÐI
Sem meðlimir þess ráðs er útsæði hér préfar,
hefir oss gefist tækifæri tii að rannsaka hvaða
útsæði er bezt í yðar héraði. í*etta rejmda út-
sæði getið þér kejpt á framleiðslukostnaði,-
Sjáið “Federal” agent yðar.