Heimskringla - 05.04.1939, Qupperneq 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 5. APRíL 1939
llrcímskriitiilci |
(StofnuB 1SS6)
Kemur út i hverjum miðvikudegt.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimis S6 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglet
ryrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD. Jj
öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst:
Ksnager THE VIKING PRESS LTD.
S53 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
653-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telepihone: 86 537
..................................lllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllillllllllMlllllllll
WINNIPEG, 5. APRÍL 1939 .
“KOMANDI ÁR”
“Merkir samtíðarmenn”, heitir fjórða
bindið af hinu fyrirhugaða mikla og
merkilega ritgerðasafni Jónasar Jónsson-
ar, sem Samband ungra framsóknarmanna
á íslandi gefur út og sem nú er fyrir
skömmu komið vestur um haf. Alt á rit-
gerðasafnið að heita “Komandi ár,” eftir
því sem frá er skýrt í formála höfundar-
ins í þessu fjórða bindi, en hvert bindi
þó með undirfyrirsögnum eða sérstöku
heiti, eftir efni. Fyrsta heftið kom út
fyrir nokkrum árum. Voru það greinar
úr blaði framsóknarmanna, “Tímanum”,
er höfundur reit um 'það leyti er hann varð
fyrst þingmaður 1922 og nokkur næstu
árin á eftir. Laut efni þeirra að umbóta-
málum þeim, er fyrir framsóknarmönnum
þá vöktu. Nefndi J. J. greinar þessar
“Komandi ár”. í öðru bindinu, sem ekki
er enn komið út, eru markaðar nýjar
starfslínur samvinnumanna. Innihald
þriðja bindis verða greinar frá æskuár-
unum og úr skólablaðinu “Skinfaxa”, með-
an J. J. hafði með höndum ritstjórn þess.
Auk fjórða bindis, mun í huga haft að
gefa út tvö fleiri; verður efni annars
þeirra um listir og vísindi, en hitt um
heimsóknina til landa í Ameríku.
Með útgáfu þessara bóka er í mikið og
þarft verk ráðist af Sambandi ungra fram-
sóknarmanna. Af bindinu að dæma, sern
nú er komið út: “Merkir samtíðarmenn”,
verður í útgáfum þessum um mikinn fróð-
leik að ræða um framfarir síðari ára á
ættjörðinni. Við lestur þeirrar bókar
rifjast margt upp fyrir manni um þjóð-
lífið eins og það er nú og ástæðurnar fyrir
því, að það er þannig, en ekki öðru vísi.
Höfundur hefir svo glöggan skilning á
sálarlífi samtíðarmannanna, að frásögnin
um hvernig áform þeirra og störf lýsa
upp framtíðina, verður bæði sönn og fögur.
Auk þess skreytir J. J. það sem hann ritar
með gimsteinum úr 'bókmentum heimsins
og sögu íslenzkrar þjóðar, þegar við á,
sem ásamt léttum og hugrænum stíl gerir
lestur bóka hans bæði unaðslegan og
girnilegan til fróðleiks. Lýsing hans af
Andre Courmont hefir flest einkenni meiri
skáldverka svo stutt sem hún þó er.
Einn kafli bókarinnar er um Vestur-
íslending, dr. Rögnvald Pétursson. Er
það langlengsti kaflinn, enda er þar um
leið gefið yfirlit nokkurt um þjóðlíf Vestur
íslendinga, lesendum heima til fróðleiks.
Hefir Hkr. áður gefið ofurlítið sýnishorn
úr þessum ritgerðum J. J. eins og það var
birt í “Tímanum” og áður en henni barst
bókin “Merkir samtíðarmenn” í hendur.
Af því yfirliti sjást nöfn þeirra sem þar er
ritað um. Og af því sézt einnig, að í
kaflanum um dr. R. Pétursson er nokkra
þeirra getið, sem í fararbroddi andlegra
hreyfinga vestan hafs hafa staðið sem
hann. Hér á eftir skal tekin upp ein blað-
síða úr þessum kafla um dr. R. P. sjálfan.
Farast J. J. þannig orð:
“Sr. Rögnvaldur hefir að baki langa lífs-
baráttu og mikið dagsverk, en einmitt
þess vegna hefir hann verið gæfumaður.
Hann er samtíðarmaður þeirrar kynslóðar
á íslandi, sem hefir lyft ættjörðinni með
heillar aldar taki úr niðurlægingu og á-
þján, til frelsis og frama. Hann hefir
starfað að samskonar átökum í fylkingu
landa í Vesturheimi. Hann er, eins og
samsýslungi hans Stephan G. Stephansson,
og allir hinir fremstu samlandar í Vestur-
heimi, studdur af menningu tveggja landa.
Hann hefir í kirkjumálunum fyrir leik-
bræður og keppinauta tvo höfuðskörunga
í prestastétt fslendinga vestan hafs, og
tvo af jafnöldrum sínum úr átthögunum
vestra, sem enn standa í fremstu röð sam-
landa sinna. Sumir menn láta sér finnast
fátt um kirkjumálaátökin vestan hafs. í
mínum augum eru þau heilland'i og lær-
dómsrík eins og vel sögð ísl.saga, af því að
hæfileikar söguhetjanna bregða birtu yfir
viðfangsefnin sjálf. Útlegð Gísla Súrs-
sonar og tildrög hennar eru í sjálfu sér
ekki þýðingarmiklir atburðir. En vegna
straumrótsins í lífi söguhetjanna, skapast
mannlegar myndir, sem hafa varanlegt
gildi.
í átökunum um kirkjumálin valdi sr.
Rögnvaldur sér vígstöðu á grundvelli hins
foma, frjálsa bændakristindóms, sem ann
kjarna guðsþjallanna, en lætur sér hægt
um ibréf erkibiskupa og samþyktir kirkju-
þinga. En þegar átök um þessi efni hafa
staðið um stund, byrjar sr. Rögnvaldur
annarskonar baráttu, um að sameina sem
allra flesta landa vestan hafs um að sinna
þjóðræknismálunum. Á þeim vettvangi
sameinast fornir andstæðingar úr kirkju-
deilunum. Þar er slegið á streng, sem
bærist í brjósti allra, sem brotnir eru af
íslenzku bergi og dvelja langdvölum í
framandi löndum. í þessu starfi hefir sr.
Rögnvaldur Pétursson orðið leiðtogi, með
því að biðja um það eitt, að mega starfa
fyrir glæsilegar hugsjónir. Um allar ytri
mannvirðingar í þessum félagsskap hefir
honum farið eins og hinni góðu móður, sem
átti líf barnsins undir dómsnilli Salómons.
Um tvo tugi ára hefir sr. Rögnvaldur Pét-
ursson gefið meginið af orku sinni og
huga í þjónustu þeirrar hugsjónar, að
íslendingar í Vesturheimi taki varanlega
höndum saman um verndun og viðurkenn-
ingu þjóðlegra íslenzkra verðmæta, og að
þeir starfi um langa framtíð að rnálum
hins andlega, íslenzka ríkis með frændum
og vinum á íslandi. En í þessu langa og
merkilega starfi, munu þeir, sem líta yfir
málið í heild sinni, undrast mest síðasta
þáttinn í þessu kyrláta, en frjóa dags-
verki, að vekja hin bundnu öfl í gamla
landinu til samstarfs við íanda í Vestur-
heimi. Eg vil ekki draga neitt úr rétt-
mætri viðurkennigu á atorku og þraut-
seigju sr. Rögnvaldar Péturssonar í því
máli, en eg hygg, að hann hafi þar verið
studdur af ósýnilegri orku, hinum heitu
óskum þúsunda íslendinga í Vesturheimi,
sem sáu í draumum bjartra daga og
dimmra nátta fögur skip koma siglandi
yfir vatnið til að flytja þá aftur heim.”
“Merkir samtíðarmenn” er stór bók, 276
blaðsíður að stærð og fæst sem auglýst er
hjá M. Peterson og blöðunum Lögbergi
og Heimskringlu.
HLUTLEYSI CANADA
Eins og flestum er kunnugt, þá hefir
verið borið fram frumvarp á þinginu í
Ottawa sem, ef að lögum verður, ákveður
um stríðsafstöðu Canada: þannig að ef
Bretar lentu í stríði þá yrði Canada þjóðin
álitin og viðurkend hlutlaus þar til að
Canada stjórnin sjálf tæki ákvæði í þvi
stríðsmáli, á einn eða annan hátt. Skoðanir
manna á þessu frumvarpi og á því, hvort
hagkvæmt sé að bera það fram nú eins og
sakir standa, hljóta að vera skiftar og þar
sem greinar sem styðja frumvarpið hafa
verið birtar í blöðunum er ekki nema
sanngjarnt að hin hlið þessa mikilsverða
máls sé einnig rædd.
Eg hygg að fiestum sé Ijóst hver af-
staða Canada er nú seih stendur í stríðs-
og fjnðarmálum Brezka veldisins. Hún er
sú að ef Bretar lenda í stríði eða ófriði þá
er Canada þjóðin, sökum sambands henn-
ar við Breta, líka í stríði eða ófriði. En
stjórnin í Canada ræður hvers eðlis þátt-
taka hennar er og á hvern hátt að hún er
framkvæmd.
Greinargerð á þessari afstöðu Canada í
stríðsmálum er að finna í ræðum Sir Wil-
fred Lauriers og núverandi forsætisráð-
herra Canada, Mr. King, og er kjarni
þeirra á þessa leið:
“Ef England er 1 stríði þá erum við í
stríði og má vera að á okkur verði ráðist.
En ekki verður altaf ráðist á okkur og
við förum ekki í öll stríð sem England
lendir í. Áður en Canada þjóðin er kvödd
til þátttöku í ófriði verður að leita sam-
þykkis þjóðþingsins. Ef svo færi að
ráðist yrði á Bretland þá er lítill vafi á
hver úrskurður þingsins og Canada þjóð-
arinnar yrði. Ef aftur á hinn bóginn, að
í ófriði ienti út af verzlunar- eða virðingar-
málum Brezku þjóðarinnar einhverstaðar
úti í heimi þá er alt öðru máli að gegna.
Ef þetta umrædda frumvarp verður að
lögum, þá verður afstaða Canada, sam-
kvæmt skilningi stuðningsmanna þess, á
þessa leið: Þótt Bretland sé í stríði þá
er Canada hlutlaust þangað til að stjórn
Canada ákveður hvort þátt skuli taka eða
ekki. Ef stjórnin tekur ekkert ákvæði
helst hlutleysi þjóðarinnar.
Eg tel rétt að taka hér fram, að ef í
nálægri framtíð, að aðstaða og samband
þjóða nái hinu eðlilega jafnvægi sínu, að
þá sé ekkert á móti því að þetta hlutleysis
mál sé athugað en þá með því móti, að
Canada þjóðin sé reiðubúin að taka sjálf
að sér skyldur þær allar, er hlutleysinu
verða að vera samfara. En sökum þess
að mér finst að þjóðin sé ekki undir 'það
búin og á þessum alvöru tímum geti ekki
tekið að sér þær skyldur og því enn ekki
kominn tími til þess, þá finst mér að
frumvarp þetta ætti að dragast til baka.
Máli mínu til stuðnings vil eg benda á
fjórar aðal ástæður:
1. Canada er ekki fullvalda ríki
Rt. Hon. Ernest Lapointe dómsmála-
ráðherra sambandsstjórnarinnar sagði í
þingræðu 11. marz s. 1.: “Canada getur
ekki búist við því að vera viðurkent sem
fullvalda ríki undir alþjóða lögum, á með-
an að Canada verður að leita til löggjafar-
valds annarar þjóðar til þess að breyta
sínu eigin stjórnarfyrirkomulagi.”
Og einmitt það, að Canada hefir ekki
haft vald til að breyta stjórnarskrá sinni
hefir staðið henni fyrir þrifum og fram-
förum, einkum á síðari árum. Þörfin er
mikii á að brýna fyrir alþýðu manna nauð-
synina á að þjóðin fái vald í sínar eigin
hendur — að því ættu allir góðir menn að
styðja af alefli.
Þess ber að gæta, að þjóð, sem ekki er
fullvalda þjóð, getur ekki gert fullveldis
eða hlutleysis yfirlýsingu, sem nokkra
þýðingu hefir í sambandi við afstöðu
hennar til annara þjóða, nema með sam-
þykki jþjóðar þeirrar sem hún er í sam-
bandi við.
2. Frumvarpið yrði ekki viðurkent
sem gildandi hlutleysis yfirlýsing.
Ef tvær þjóðir, sem hafa sameiginlegan
konung og mál, ætla sér að lýsa hlutleysi
sínu, og það á þann hátt að það hljóti al-
þjóða viðurkenningu þá er það tvent sem
hver þjóðin fyrir sig verður að gera:
a. Lýsa því yfir að hún taki að sér
tvímælalaust að verja sig ef á hana yrði
ráðist.
b. Leysa hina þjóðina frá öllum
skyldum að hjálpa ef í ófrið lenti.
Yfirlýsingarnar verða að vera gagn-
kvæmar.
íslendingum ætti að vera mjög kunnugt
um hvernig hlutleysi íslands var stofnsett.
í því sambandi þarf eigi annað en benda
á hina ágætu og fróðlegu ritgerð um
“Þjóðaréttarstöðu fslands” eftir Dr. Jur.
Ragnar Lundborg sem hefir komið út í
þremur þáttum í Tímariti Þjóðræknisfé-
lagsins. í áttundu grein síðari hluta rit-
gerðarinnar kemst Dr. Lundborg svona að
orði:
“Stríð og friður eru ekki sameiginleg
mál. Danmörku ber hvorki skylda né rétt-
ur til að verja ísland ef á það yrði ráðist.
ísland hefir opinberlega látið tilkynna er-
lendum ríkjum ævarandi hlutleysi sitt.”
Nítjánda grein sambandslaganna er svo-
hljóðandi:
“Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum,
að hún samkvæmt efni þessara sam-
bandslaga hafi viðurkent ísland fullvalda
ríki, og tilkynnir jafnframt, að ísland lýsi
yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi
engan gunnfána.”
Látum oss nú víkja að frumvarpinu og
athuga, að hve miklu leyti það getur ekki
náð tilætluðum tilgangi.
Fyrst og fremst ber þess að gæta, að
hvergi er nefnt í frumvarpinu að sam-
þykt eða viðurkenningu Brezku stjórnar-
innar sé leitáð. Við eigum að gera þetta
upp á okkar eigin spítur. í liðinni tíð
hafa yfirlýsingar um sjálfstæði í sérmál-
um verið sagðar upp á “Imperial Confer-
ences” — fundum forsætisráðherra þjóða
þeirra er mynda brezka þjóðakerfið. Nefna
mætti “The Balfour Declaration 1926” og
ýmsar aðrar svipaðar yfirlýsingar. En
frumvarpið, jafnvel sem einhliða yfirlýs-
ing frá Canada, er langt frá því að full-
nægja viðurkendum hlutleyisis kröfum.
Lionel Curtis, heimsfrægur sérfræðingur
í menningarsögu þjóðanna segir í afar
merkilegri bók, sem hann kallar “Civitas
Dei”(guðsríki), að þjóðir nái ekki hlutleys-
is takmarki fyr en þær hafa “tvímælalaust
tekið að sér alla ábyrgð á stríðs- og frið-
armálum sínum.” (Vol. 3, 1938, bls. 117).
Það sem þetta frumvarp í raun réttri fer
fram á er að smeygja fram af sér ábyrgð
þeirri sem sambandinu við hina Brezku
þjóð og konung hennar er samfara, en
halda hlunnindunum og njóta þeirra. —
Hvergi í frumvarpinu eða út-
skýringum um það í ritum
eða ræðum er sagt, að Can-
ada taki að sér tvímælalaust
alla ábyrgð á að verja sig ef á
hana er ráðist. Hvergi er sagt
að við losum Breta frá þeirri á-
byrgð. Hvergi er sagt að hvað
Bretland snerti sé yfirlýsing
þessi gagnkvæm.
Hlutleysis yfirlýsing er lítils
virði nema hún sé viðurkend
meðal erlendra þjóða. Það er á
tvennan hátt, að mér skilst, sem
Canada getur staðfest hlutleysis-
rétt sinn:
a. Með því að lýsa yfir á
fundi allra samveldisþjóðanna
Brezku eftirfylgjandi:
“Stríð og friður eru ekki sam-
eiginleg mál. Hver þjóðin, út af
fyrir sig, tekur að sér alla á-
byrgð á að verja sig ef á hana
er ráðist. Engri þjóðinni ber
nokkur skylda til að verja hinar
ef á þær er ráðist.”
b. Ef allar þjóðir sambands-
ins eru ekki sammála, þá með
svohljóðandi yfirlýsingu frá
Canada, með samþykki Bret-
lands:
“Stríð og friður eru ekki sam-
eiginleg mál. Canada tekur að
sér alla ábyrgð á að verja sig ef
á hana er ráðist. Bretlandi ber
engin skylda til að verja Canada
og ekki iheldur Canada til að
verja Bretland. Canada lætur
opinberlega tilkynna erlendum
þjóðum hlutleysi sitt.”
Og enn vil eg ítreka að það er
mín ósk að að þeim degi komi að
Canada finni sig færa til að taka
að sér þó ábyrgð sem hlutleys-
ið krefst. En nú sem stendur
getur þjóðin það ekki og nú sem
stendur má hún heldur ekki gera
það.
Og þess ber að gæta að það er
skoðun flestra þeirra sem þetta
hafa athugað að ef að því kem-
ur að önnur af tveimur þjóðum,
sem hafa sameiginlegan konung
en hafa fyrirfram stofnsett
hlutleysi sitt, lendir í stríði og
hin ákveður að vera hlutlaus, þá
að líkindum yrði hlutlausa þjóð-
in innan skamms, til þess að
verja hlutleysi sitt, að tilkynna
konungi að hann gæti eigi leng-
ur verið hlutlaus og í stríði á
sama tíma.
3. Þetta er ekki tími til að lýsa
yfir hlutleysi Canada
Eigi þarf að lýsa heims-við-
horfinu, eins og það ber fyrir
augu nú sem stendur. Enginn
veit í hvaða átt Hitler snýr sér
næst. Maður varð næstum
steini-lostirin fyrir nokkrum
dögum síðan þegar fréttist að
Hitler væri að horfa í áttina til
íslands. Það er auðsætt hvers-
vegna hann lítur í þá átt. í
kringum ísland eru heimsins
auðugustu fiskimið. Þjóðverj-
ar þurfa á miklum matarforða
að halda. Og svo er ísland á
þeim stað á hnettinum að flug-
véla-stöð þar ‘er mikils virði á
friðartímum og gæti valdið ó-
segjanlegu tjóni á stríðstímum
og það í margar áttir.
Margt er 'ólíklegra en að al-
heimsstríð skelli á innan
skamms. Ef út í þá hörmung
fer, og ef lýðræðis þjóðirnar
bera sigur úr býtum getur farið
svo að ísland eigi Brezka-flotan-
um og um leið öllum þeim þjóð-
um er börðust með Bretum sjálf-
stæði sitt og frelsi að þakka.
Enn annað getur komið fyrir
og er það miklu ákjósanlegra —
satt að segja hið eina sem mað-
ur getur vonast eftir, beðið guð
að veita, og það er sameiginleg-
ur sjálfsvarnar hugur lýðræðis-
þjóðanna og vakandi einingar
nauðsyn.
Ef til vill er ekkert sem stöðv-
að getur framsókn þeirra Hitlers
og Mussolini, þó er ekki ómögu-
legt að íslendingar vestan hafs
og austan fái yfir því glaðst, að
það hafi verið órjúfanleg eining
Breta, Bandaríkjanna, Frakka,
Canada og hinna sambandsþjóð-
anna Brezku sem heftu veg
þessara ofbeldismanna í vestur-
átt.
Það er aðeins þrent sem get-
ur aftrað því að á lýðræðisþjóð-
irnar verði ráðist:
a. Hernaðar og auðsvald
Breta og Frakka.
b. Aðstaða og eining
Bandaríkja-þjóðarinnar.
c. Algerð eining alveldis-
þjóðanna Brezku.
Um fyrsta atriðið þarf ekki að
ræða, það er svo augljóst hverj-
um þeim sem fylgist nokkuð með
því sem nú er að gerast.
Annað atriðið er svo þýðingar-
mikið í þeirri baráttu sem nú er
háð, að það verðskuldar meiri at-
hygli en tími og rúm leyfir hér.
Á það skal samt bent, að bæði
blöðum og tímaritum þeirrar
þjóðar ber saman um að hjá
þjóðinni sé um að ræða vakn-
andi meðvitund út af hættu
þeirri sem öllum lýðræðis þjóð-
um og þá auðvitað Bandaríkja
þjóðinni líka, stafi frá nazista
hreyfingunni. f blaðinu The
Washington Post stóð eftirfylgj-
andi málsgrein, sem tekin var
upp í Winnipeg Free Press 14.
febr. s. 1.:
“Til þess að hindra árás fasista
þjóðanna í vesturátt þarf þessi
þjóð að sýna að slík áleitni af
þeirra hálfu mundi vekja megn-
ustu mótstöðu hjá miklum hluta
Bandaríkja þjóðarinnar. En á
hinn bóginn ef menn æskja að
greiða fyrir henni, þá er bein-
asti vegurinn að gera lýðum
ljóst, að stór-stríð sé oss óvið-
komandi, og vitum við þó að svo
er ekki.”
A. Parker Bates í Apríl núm-
eri Reader’s Digest spyr:
“Hvernig geta Bandaríkin hjálp-
að til þess að stöðva framrás of-
beldis-þjóðanna ? Hvernig geta
þau hjálpað að koma því til leið-
ar að stigamennirnir leggi ekki í
þá hættu að tefla á tvent í stór-
stríði ?”
Canadamenn geta spurt sjálfa
sig sömu spurningar. Svarið er
aðeins eitt — sýna óskeikula ein-
ing, standa saman sem einn
maður.
Bandaríkja forsetinn Franklin
D. Roosevelt er í fremstu röð
talsmanna lýðræðisins og svo
berorður hefir hann verið í garð
nazista stefnunnar að sagt er að
nazistarnir fái hjartslátt í
hvert sinn og hann talar um
hana opinberlega og svo mikið'
er víst að blöðin á Þýzkalandi
verða hamslaus í hvert skifti
sem hann talar.
Roosevelt er að leitast við að
opna augu þjóðar sinnar fyrir
hættu þeirri sem lýðræðinu staf-
ar frá nazista hugsjóninni og
sameina þjóðina til varnar gegn
henni. Hann er að leiða þjóðina
í rétta átt — nær lýðræðis-þjóð-
unum í Evrópu. > En einmitt nú,
í stað þess að stefna í sömu átt
með Roosevelt, er farið fram á
að við drögum okkur í hlé og
lýsum hlutleysi Canada þjóðar-
innar á þingi.
Mér er ofvaxið að skilja
hvernig er hægt að samrýma
þetta, eða réttlæta.
Mér finst að nú sé einmitt tím-
inn sem menn eigi og verði að
standa saman einhuga og á-
kveðnir og forðast að auglýsa á-
greining sinn þó einhver sé.
Vér megum ekki við og engin
lýðræðisþjóð í heimi má við því
að sýna í framkomu að árásir
fasista stefnunnar varði mann
engu.
Bók er nýkomin út eftir há-
mentaðan mann sem heitir Clar-
ence K. Streit. Bókina kallar
hann “Sameinist nú” (Union
Now). Hann nefnir fimtán
leiðandi lýðræðis þjóðir og held-
ur því fram að þær ættu að
myoda varnarsamband móti of-
beldisþjóðunum. Canada er
f jórða í röð þjóða þeirra er hann
nefnir. Mér finst það væri
miklu drengilegra að styðja þá
hugmynd en að vera að reyna að
lýsa yfir hlutleysi voru, sem að