Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.05.1939, Blaðsíða 2
Z. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 3. MAx 1939 MINNING INDRIÐA EINARSSONAR i ■ - Indriði Einarsson er dáinn. — Hann dó 31. marz, að heimili sínu í Reykjavík, litla timbur- húsinu við Tjarnargötu, þar sem hann hafði átt heima í marga áratugi, þar sem hann hafði lif- að sín bestu ár, með konu og átta börnum, og nú hin síðustu með dóttur sinni, Emilíu, sem aldrei hefir skilið við hann. Með Indriða Einarssyni er sem horfinn sé síðasta* lifandi samband við löngu liðna tíma í sögu þjóðarinnar. Hann var nálega 88 ára, fæddur 30. apríl 1851, árið sem þeir “mótmæltu” kröftuglegast hérna á þjóðfund- inum sællar minningar. Lengst af var Indriði heitinn mjög heilsugóður, eins og best sást á því, hve keikur hann var svo gamall maður og léttur í spori. Enda unni hann lífinu meira en alment gerist, og hegðaði sér eftir því. Lífsfjör hans og glað- værð var sem ótæmandi. — í eitt skifti sá eg skugga bregða þar á. Það var í vetur. Hann hafði fengið slæma inflúensu og legið lengi rúmfastur. Nokkurn tíma á eftir var honum erfitt um gang og fjörið í tali hans dvín- að. Þá brá fyrir vonleysis- glampa í augum hans, eins og honum fyndist lífið vera að fjara út, eða öllu heldur að hann standa á flæðiskeri þar sem hann fann hvernig úthafið mikla var að nálgast. ▲ Fyrir nokkrum árum komu út endurminningar Indriða Ein- arssonar. Allmikil bók. Þar er mikill fróðleikur um liðna daga, landsmál og atburði. En þegar eg las bókina, þá hafði eg ekki fundið þar þá skýringu á mann- inum, eðli hans og æfiferli, sem eg hafði óskað og vænst eftir. Því fyrir mínum sjónum var Indriði heitinn á margan hátt sérstæður maður, einn af þeim “kvistum kynlegum er koma úr jörðu” íslenzkra sveita, íslenzkr- ar bændamenningar. Eg heyrði hann eitt sinn lýsa því, þegar hann sé leiksýningu í fyrsta sinn. Það var víst “Skuggasveinn”. Hann varð al- veg frá sér numinn, gleymdi öllu öðru umhverfi fyrir leiknum. — Fegurðin, sem hann sá í þessum leik, heillaði hann svo gersam- lega. Hrifning hans fyrir öllu því, sem fagurt er, var ríkasti þátturinn í eðli hans. Af þeim þætti var lífshamingja hans spunnin, eftir því, sem eg best veit. Hin næma tilfinning fyrir fegurð gerði hann frá öndverðu að þeim skartmanni, sem hann var. Hann var ekki fágaðri í framkomu og klæðaburði en ann- að fólk, til þess að berast á. Hann var svo, af því honum var það sjálfum lífsnauðsyn. Slíkur maður hlaut að heillast af leiklist, til leikritagerðar.. — Þegar hann var í þriðja bekk Latínuskólans samdi hann sína fyrstu “Nýársnótt”, eitt vinsæl- asta alþýðuleikrit sem íslenzkar bókmentir eiga. Skagfirski bóndasonurinn^ sem á unga aldri hafði þeyst um Vallhólminn á fleygivökrum gæðingum, og teygað þar í sig öll þau fegurðaráhrif, sem ís- lenzk sumarnáttúra getur boðið þeim, sem alast upp við brjóst hennar, var með því kominn í tölu þeirra manna, sem túlkar fegurð hins íslenzka þjóðlífs. ▲ Svo koma námsárin og nám- ið, sem átti að veita honum lífs- atvinnu. Hann var námsmaður í Höfn á síðustu árum Jóns for- seta. Hann var einn af þeim mönnum, er söfnuðust utan um það íturmenni þjóðarinnar, var tíður gestur við “hina íslenzku hirð”, eins og hann eitt sinn komst að orði. En námið sem hann valdi sér var óvenjulegt meðal íslend- inga. Hagfræði og stjórnlaga- fræði. Hann tók próf við Hafn- arháskóla árið 1877 með fyrstu einkunn. Var síðan í Edinborg eitt ár að kynna sér rekstur sparisjóða, afritaði þar íslenzk handrit fyrir Jón Sigurðsson og kom síðan heim 1878. Þeir, sem þektu Indriða Ein- arsson aðeins síðustu 20 árin, sem hann lifði, eiga erfitt með að skilja það, að hann skuli vera faðir íslenzkrar hagfræði. Að hann skuli í 40 ár hafa verið í þjónustu landsins við talna- skrift, reikninga og skýrslugerð. En svo var það. • Fyrst sem skrifari landfógeta, síðan endur- skoðandi landsreikninga hjá landshöfðingja og aðalhöfundur að Landshagsskýrslunum um langt skeið. En þar var, með mikilli elju lagður grundvöllur að íslenzkri hagfræði. Fljótt á litið er ekki hægt að hugsa sér óskáldlegra starf. En Indriði gleymdi ekki að gefa tölunum líf. í innangsorðum Landshags- skýrslanna benti hann á, hve að- laðandi hagskýrslur eru fyrir þá, sem vilja hafa náin kynni af lífi þjóðarinnar. Hagfræðin varð honum sjálf- um aldrei féþúfa. Launin voru lítil og aðstoð engin lengi fram- an af, nema sú sem hann fékk hjá konu sinni frú Mörtu, er var alt í senn fyrirmyndar húsmóð- ir á heimili og um leið manni sín- um til aðstoðar við skrifstofu- störf hans. Hagfræðingurinn Indriði Ein- arsson var framsýnni en samtíð- armenn hans flestir á yngri ár- um hans, er hann með þekkingu og rökvísi studdi að framþróun bankamála vorra og benti á nauðsyn þess, að stofnáð yrði hér brunabótafélag. Það var árið 1891. Þá átti hann sæti á Alþingi. Góðtemplarareglan hafði að- eins starfað hér eitt ár, er Ind- riði heitinn gerðist meðlimur hennar og síðan meðal ötulustu forvígismanna templara. AUs var hann bindindismaður yfir 50 ár. En hann uppgafst við að vera bannmaður sagði hann sjálfur, er hann sá öll lögbrotin og óþverrann í þjóðlífinu er af því hlaust. í sögu Góðtemplarareglunnar verður hans minst sem eins i regutar the íeW c 'Xní out Ptotlof. ’e8S' r«e’ »« *>thet M»theI a"d ‘ ° Z vU» « o'o"e %£«<»'**** !<S' njr c thc Ad»“ntagCS Do No0f!TELEPHONE MANITOBA TELEPHONE SYSTEM cr hinna traustustu forvígismanna. Ekki veit eg hver voru tildrög þess að hann gekk í þann fé- lagsskap. En líklegt væri, að þar hafi sem víðar komið til greina hin rótgróna andúð hans á öllu því, sem ófagurt er, og ósmekklegt. Hann var stór- templar í 6 ár. Og svo mikill þróttur var þá í þeirri starfsemi, að 33 nýjar stúkur voru stofn- aðar á þeim árum. Enda gekk hann mjög fram í útbreiðslu starfinu, og sparði hvorki krafta né tíma til þess. Jafnvel í lífs- hættuleg ferðalög lagði hann er því var að skifta, eins og þegar hann viltist í hríð á leiðinni aust- an frá Eyrarbakka, og lá úti í nál. 20 stiga frosti í hraunkatli hér uppi við Helgafell. ▲ Árið 1918 fékk Irídriði lausn frá skrifstofustjóraembætti í fjármálaráðuneytinu, þá 67 ára að aldri. Þá gat hann loks helg- að krafta sína leikritaþýðingum og skáldskap. Áður höfðu þetta verið hjáverk hjá daglegum önn- um. Nú byrjar hann fyrir alvöru að skrifa um Þjóðleikhúshug- mynd sína. Hann var faðir þeirrar hugmyndar, er að hálfu varð að veruleika á hans; dögum. Bjartsýni hans, trú á mátt og framtíð íslenzkrar menningar stjórnaði penna hans er hann skrifaði hvatningargreinarnar um það mál, en eldlegur áhugi hans fyrir velferð íslenzkrar leiklistar vakti menn til umhugs- unar um að hér væri verk að vinna, sem framkvæmanlegt væri smáþjóðinni. Jafnframt hóf hann að þýða leikrit Shakespeares, og þýddi þau hvert af öðru. Og enn samdi hann nokkur leikrit, en það yrði of langt mál ef rekja ætti hér allan ritferil hans, enda óþarft, því flest verk hans éru leisendum blaðsins kunn. — Síð- ast leikrita hans var leikritið um Jörund hundadagakonung; þar sem hann,lýsir Jörundi í öðru Ijósi en títt var meðal manna meðan aðeins var litið 'á hann sem skrítna æfintýrafí- gúru, en ekki mann er að ýmsu leyti flutti með sér ný sjónarmið í hið afskekta, þjakaða íslenzka þjóðfélag. En svo fer fyrir þeim, uppreisnarmönnum er ó- sigur bíða. Indriði leit á Jörund sem “hinn síðasta víking”. á Þegar Indriði Einarsson kom til Reykjavíkur, sem ungur kandidat fyrir rúmlega 60 árum, var Reykjavík í sjón og raun öðru vísi en hún er nú. Þá var latínuskólinn að heita mátti í út- jaðri bæjarins. Bærinn var lítið vaxinn upp úr kvosinni milli Tjarnar og hafnar. Og andlegt líf í bænum var líka niður í kvos. Indriði Einarsson var einn af þeim mönnum, sem lyfti hinu andlega lífi í bænum. Um hann var hressandi glaðværð, méð honum kom nýtt líf. En þó bærinn færðist í auk- ana og ykist að álnum næstu 60 árin eins og raun ber vitni um, þá óx hann aldrei þessum manni yfir höfuð. Ekki einu sinni í 60 ár. Indriði Einarsson var altaf maður sem bar á, hvar sem hann kom. Hann hafði altaf lífið með sér. Þess vegna verður bærinn fátækari þegar hann er horfinn. —Mbl. 1. apríl V. St. — Þú ert eitthvað svo alvarleg og þögul, elskan mín! ertu lasin? -— Nei, vinur minn. Það er hatturinn. Ef eg tala, hlæ eða hreyfi mig hið allra minsta — þá dettur hann af mér! * * * Ung stúlka (á ferðalagi hittir gamlan mann og tekur hann tali): En meðal annara orða, gamli minn — er ekki loftslagið einstaklega milt og heilsusam- legt hA* um slóðir? Hann svaraði: Jú, það má nú segja. Hér hefir engin mann- eskja veikst eða sálast síðustu 20 árin, nema læknirinn. Og hann dó úr hungri! SÖGUMÁLIÐ Eins og íslenzku blöðin skýrðu frá var níu manna nefnd kosin á síðasta þjóðræknisþingi til þess að gangast fyrir ritun og útgáfu landnámssögu Vestur-íslend- inga. Frá því var einnig skýrt að nefndin hefði þegar fengið tryggingu fyrir því fé. Var það fyrir drengilega framgöngu Soffaníasar Thorkelssonar. Þriggja manna sérstök nefnd er aðalnefndin valdi til þess að ráða fyrirkomulagi sögunnar og skipuleggja verkið með sögurit- aranum, Þ. Þ. Þorsteinssyni, hefir nú haldið sinn fyrsta fund til þess að ræða málið og koma sér saman um grundvallaratriði þess. Var samkomulag hið bezta og heldur þessi nefnd ann- an fund bráðlega með söguritar- anum til þess að fastákveða alt fyrirkomulag. Þessa ritnefnd skipa þeir: Dr. B. J. Brandson, Dr. Rögnvaldur Pétursson og H. A. Bergman, K.C., en formaður fjármálanefndar er A. P. Jó- hannsson. Betri mönnum höfum vér ekki á að skipa. Þorsteinn hefir þegar unnið heilann mánuð að undirbúningi sögunnar og er í óða önn að safna að sér handritum og alls konar gögnum og upplýsingum. Til þess er vinsamlega mælst að allir íslendingar hér í álfu hvar sem þeir eru búsettir, taki nú höndum saman við þetta mikla nauðsynjaverk, og aðstoði þá sem að því vinna á allan þann hátt, sem þeim er unt. í byrjun starfsins ríður á því að allir þeir sem einhver gögn hafa er sne'i^ta sögu Vestur-ís- lendinga sendi þau sem fyrst til Þorsteins, allir sem eitthvað muna er þýðingu hefði úr lífi og sögu landnemanna ættu að skrifa það og senda. Jafnvel einhver smáatriði sem á yfir- borðinu sýnast tæplega í frá- sögur færandi, geta stundum varpað ljósi á önnur stærri sem mikla þýðingu hafa. — Munið þetta Vestur-fslendingar: sendið Þorsteini alt sem þið hafið í fór- um ykkar þessu máli tilheyrandi og skrifið upp alt, sem þið mun- ið og ykkur finst þess virði að geymast í landnámssögunni. Sig. Júl. Jóhannesson, ritari nefndarinnar LAUGARDAGSSKÓLANUM SAGT UPP MEÐ HRESS- ANDI SAMKOMU Samkomu héldu kennarar og börn hins svokallaða laugardsgs- skóla í Fyrstu lút. kirkju, þann 22. þ. m. Séra R. Marteinsson stýrði samkomunni og þakkaði þeim sem hafa unnið að því að kenna ungdóminum íslenzka tungu, kauplaust, í þeim frí- stundum sem gefnar eru vinn- andi fólki til hvíldar. Þeir sem kent hafa í vetur eru: Mrs. Jódís Sigurðsson, Mrs. Einar P. Jóns- son, Thor Pétursson, B.A., en Miss V. Eyjólfsson og Mr. G. Elíasson hafa sérstaklega æft söng með börnunum. Ennfrem- ur hafa Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son og B. E. Johnsno, B.A., verið ótrauðir styrktarmenn skólans. Enn taldi séra Rúnóólfur þann sem aldrei hefir slegið slöku við hagsmuni þessa fyrirtækis, en það er Mr. Á. P. Jóhannsson. Það var auðséð og auðheyrt á framkomu barnanna, að skólinn hefir átt góða að og að starfið hefir verið rækt með högum huga og öruggu fylgi. Séra Ey- lands og Á. P. Jóhannsson fluttu erindi. Samkoman var fjölsótt. Börnin sungu, fóru með kvæði, léku leik sem Jódís setti saman og æfði þau við, einn drengur lék á fiðlu, tvær stúlkur á piano, alt stillilega og þó fjörlega og svo myndarlega að ýmsir við- staddir töldu þessa samkomu þá beztu kveldskemtun sem kostur hefði verið á meðal íslenzkra hér í borg á þessum vetri. SVEINN PÁLSSON F. 7. apríl 1891 D. 3. apríl 1939 “Hverf nú til hvíldar, heill að skauti móður, formaður þreyttur,—af hafi heim. Manndáð skal muna, muna þrek og elju, og fast þú stóðst á stöðvum þeim.” (Jón Magnússon) Óvænt og svipleg barst hún út um bygðir Nýja-fslands, fregnin um það, að Sveinn Pálsson báta- formaður og fiskiútvegsmaður í Riverton væri látinn. Vakti fregnin hvarvetnah hinn dýpsta söknuð, en djúpan orðlausan harm í hjörtum ástvina hans. Sveinn var fæddur að Hofs- nesi í öræfum í Austur-Skafta- fellssýslu, 7. apríl 1891. For- eldrar hans voru Páll Hansson og Rannveig Pálína Pálsdóttir kona hans bæði Skaftfelsk að ætt; er Páll fjórði maður frá hinum þjóðkunna séra Jóni pró- fasti Steingríssyni. Tólf ára gamall fluttist Sveinn, ásamt foreldrum sínum vestur um haf, haustið 1903, settust þau að í ísafoldarbygð sunnarverðri, námu land og nefndu á Reykhól- um. Ólst hann upp hjá þeim þar, og veitti þeim brátt mikla aðstoð, því hann varð snemma tápmikill og duglegur. Hann dvaldi heima og vann þeim að mestu leyti til ársins 1918. — Þann 11. maí, 1921, giftist hann Vigdísi Vigfúsdóttur Bjarnason- ar frá Óslandi í ísafoldarbygð, bjuggu þau í téðri bygð um nokkur ár, en fluttu svo til Riv- erton, bygðu þar mjög laglegt heimili og bjuggu þar æ síðan. Börn þeirra á lífi eru: Guðrún, og Sveinn, bæði hin efnilegustu á ungþroska aldri. Rannveig Pálína móðir Sveins dó 6. sept. 1925, en Páll faðir hans er enn á lífi og til heimilis á elliheimilinu Betel. Tveir bræð- ur han eru á lífi Guðlaugur og Leifur, báðir til heimilis í River- ton; látnir bræður hans eru: Páll Júlíus, dáinn á íslandi fyrir mörgum áríum, Jóhann, látinn 1921, og Ingólfur, dáinn 15. apríl 1937. Sveinn hafði verið veik- ur aðeins 10 daga, hann andaðist á pálmasunnudag kl. 1.30 síð- degis. Með Sveini er mætur maður til grafar genginn, að dómi allra er þektu hann. Hjá honum fór saman fumlaus dugnaður, festa í áætlunum og framkvæmdum, samfai*a gætni. 'Þótt hann um hríð stundaði búskap og fiski- veiðar jöfnum höndum, má þó telja að hið síðarnefnda yrði aðal-æfistarf hans, því um mörg ár stundaði hann fiskiveiðar ein- göngu, og var með fengsælustu /ormönnum bæði sumar og vet- ur, oft svo aflasæll að fágætt þótti. Orðheldni og drenglyndi öfluðu honum trausts annara manna. Félögum sínum, frænd- um og samverkamönnum varð hann hugum kær; hjálpfýsi og bróðurhuga átti hann í ríkum mæli. Flest störf vor mannanna eru háð andstæðum og baráttu, fiskimannsstarfið er þar engin undantekning. Sú barátta er fæstum kunn, utan þeim einum er hana stunda, 0g bera hita og þunga dagsins á vötnum úti, að sumri og hausti til, en á ísum úti í kólgum og hríðum vetrar- ins. Slík barátta krefst karl- mensku og þolinmæði. Vaskleg og framsækin hefir fylking ís- lenzku fiskimannanna á Winni- peg-vatni verið, bæði að fornu og nýju. Framarlega í þeim hópi, átti Sveinn Pálsson sæti. Heimili hans var honum jafn- an helgur staður og hlynti hann að því af glöðum hug, eftir því sem að atvinna hans leyfði. Þar, sem hvarvetna áttu þau hjónin hið Ijúfasta samstarf.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.