Heimskringla - 17.05.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.05.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSRRINCLA tmmm H^íntakrtngla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnlpeg Talsimis 86 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrtrfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 viSskifta bréf blaSinu aSlútandl sendist: X'nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjórt STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg I‘‘Helmskringla” ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. §§ Telephone: 86 537 fiiiirniiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiim WINNIPEG, 17. MAÍ 1939 VEÐLÁNSBANKI DUNNINGS Þó undarlegt megi virðast, ber Mr. Dun- ning, fjármálaráðherra Kingstjórnarinnar nú í lok þingsins upp frumvarp, er í því er fólgið að sambandstjórnin stofni veð- lánsbanka (Central Mortgage Bank) fyrir alt landið. Áður en nokkuð er sagt um hver hugmyndin er með þessum banka, skal hér á helztu atriði frumvarpsins minst. Til stofnunar bankans á sambandsstjórn- in að leggja 10 miljón dollara sem inn- stæðufé. Þá á að gefa út verðbréf (de- bentures), er stjórnin ábyrgist alt að 200 miljón dollurum. Með þessu fé ætlar bankinn sér að kaupa verðbréf eða skulda- skírteini af þeim lánfélögum (mortgage loan and trust companies) sem fýsa að verða hluthafar í veðlánsbankanum. Sambandsstjórnin býður á sama tíma öllum lánfélögum og vátryggingarfélögum að gerast hluthafar í bankanum. En því fylgir að þau taki á sig nokkra ábyrgð og samþykki einhvern skulda-afslátt. Fyrsta skilyrðið er að vextir á öllum veðlánum á bújörðum í Canada, verði 5%. Þetta nær ennfremur til veðlána á húsum eða eignum í bæjum, ef skuldin er ekki . yfir $7,000. Undantekning eru lán, sem veitt hafa verið eftir nýjustu lögum um húsalán frá sambandsstjórninni. Það á með öðrum orðum að fast ákveða 5% vexti á lánum á jörðum og húsum. Annað er að færa má upphæðina niður sem skulduð er á þessum veðlánum, hvort sem er í höfuðstól eða vöxtum, sem svarar til 80% verðs af eigninni, sem skuldin hvílir á, sé eignin á annað borð meira virði. Enn- fremur skal afskrifa skulda-vexti, ef eldri eru en tveggja ára. Kostnaðinn sem af .þessu 80% verðá- kvæði eignarinnar kann að leiða, borgar bankinn að hálfu leyti, með verðbréfum eða hlutum, sem hann selur lánfélögunum í bankanum, en helminginn greiða lánfé- lögin sjálf. Tvö hundruð miljón dollara verðbréfa- sala stjórnarinnar á að afla bankanum fjár til þess að geta lánað fé með góðum kjörum aðallega lánfélögum. Það helzta sem með þessari löggjöf er fengið, er lækkun á lönsvöxtum. Lánfélög bera eftir sem áður ábyrgð á lánum til einstaklinga og lána þeim féð. Þar sem stjórnin kaupir veðlánsbréf af félögunum, ber hún auðvitað að svo miklu leyti ábyrgð- ina sameiginlega með lánfélögunum, verði um tap að ræða. Af lánunum til einstakl- inga virðist bankinn ekki ætla að skifta sér að öðru leyti en að ákveða lánsvexti. Með banka þessum virðist því hugmynd- in, jafnframt vaxta lækkuninni vera sú að létta byrði lánfélaganna. Að því er lánin snertir til jarðeigenda, munu þau að skil- yrðum bankans fús að ganga, þó þeim kunni að þykja hitt varasamara, að lána út á eignir í bæjum, eins og ráð er fyrir gert í frumvarpinu. En það virðist þó í þeirra sjálfra höndum, hvað gert er í því efni. Það eina sem þeim (lánfélögunum) kann að þykja að frumvarpinu, eins og það nú er, eru kvaðirnar um vexti á lánum í framtíð. Frumvarpið verður trauðla samþykt á þessu þingi. Það þarf svo rækilegrar yfirvegunar við, að það hefir jafnvel nú þegar heyrst, að það muni verða dregið til baka. En enda þótt það yrði ekki gert, er mikið enn óathugað um hvernig þetta má verða lánhöfum lánveitendum og þessum nýja banka sem þjóðin leggur svo mikið fé til og ábyrgð, til góðs. Og til þess hrökkva ekki þeir fáu dagar sem eftir eru til þing- slita. En frumvarpið er sagt að eigi að sam- þykkja eins fljótt og unt er í neðri deild. Hefir það vakið þá spurningu í hugum margra, hvort að hér sé ekki fyrst og fremst um kosningabeitu að ræða, að vaxtalækkunin eigi að vera agnið fyrir al- menning, en bankalánin með góðum kjör- um til lánfélaga og greiðslan að hálfu leyti á vafasömum skuldum þeirra, til þess að lánfélögin bíti bráðara. En bankinn, þjóðin, borgar lýsuna. WINNIPEG, 17. MAí 1939 “STAPINN .T > » Leikrit eftir Jakob Jónsson frá Hrauni. Leikrit þetta hefir verið sýnt þegar nokkrum sinnum af leikfélagi Sambands- safnaðar í Winnipeg, og hefir yfirleitt fengið góða dóma hjá áhorfendum. Að- sókn að því mun hafa verið í betra lagi. Margan mun fýsa að sjá það aftur, og enginn, sem ekki hefir séð það, ætti að sitja sig úr færi með að sjá það, ef þess er kostur. Leikfélag Sambandssafnaðars hefir nú um mörg ár leitast við að sýna einungis leikrit, sem einhver veigur er í. Það hefir lagt mikla stund á að undirbúa leik- sýningar sínar sem allra bezt að því er snertir töld, búninga og leiksvið. Hefir það oftast tekist svo vel að furðu sætir, jafn erfitt og er að sýna stóra leiki á litlu leiksviði. Leikendur félagsins hafa jafnan verið vel æfðir, qg margir þeirra hafa leikið snildar-vel. Fyrir þetta hefir félagið áunnið sér að verðugu vinsældir þeirra, sem hafa sótt leiksýningar þess og kunna að meta það, sem vel er gert í þeim efnum. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem fé- lagið sýnir leikrit, sem hefir verið frum samið hér vestan hafs, og er það líka góðra gjalda vert. Vestur-íslenzkir rithöfundar hafa lítið gefið sig við leikritagerð, sem eðlilegt er, þar sem tækifærin til að koma öllu slíku á framfæri hér eru afar fá. Þess vegna eiga bæði höfundur þessa leikrits og leikfélagið, og ekki sízt leikendurnir. miklar þakkir skildar fyrir alla þá fyrir- höfn, sem það hefir kostað að koma því á leiksvið. Um efni þessa leikrits er það að segja, að það sýnir í ljósum og skýrum dráttum baráttuna milli andstæðanna í skapferii manna; og að baráttan verður þar hörðust sem að tveir viljasterkir menn með svip- uðum lyndiseinkennum mætast. Aðal- persónan í leiknum er Bragi, hinn ötuli en fremur þröng*sýni athafnamaður, sem hefir sett sér eitt markmið í lífinu, sem hann getur ekki vikið frá, nema að verða í sínum eigin augum að lítilmenni, sem hann má ekki hugsa til að verða. Undir enda leiks- ins þegar hann er með allri ástundun hefni- girninnar að koma ætlun sinni fram, þó að hann viti að af því leiði óhamingju fyrir dóttur hans, sem hefir trúlofast mannin- um, sem hefndin á að koma fram við, þó að hann hafi ekkert til sakar unnið annað en að vera sonur föður síns og að neita að selja jörðina sem allar hans framtíðarvon- ir eru bundnar við, segir Bragi við dóttur sína: “Skilurðu það, barn, að gamall mað- ur, sem hvorki getur sigrað ná beðið ósig- ur er vesalasta kvikindi þessarar jarðar”. Þessi eina setning lýsir gersamlega hugs- unarhætti hans og lífsstefnu hann getur ekki þolað að verða lítilmenni í sínum eigin augum, og hann vinnur alt til þess að verða það ekki. Við hlið þessa vilja sterka og óvorkunn- láta manns stendur kona hans, Nanna, blíðlynd og dreymandi, hugþekkasta per- sónan í leiknum. Hún beygir sig fyrir vilja manns síns en undir niðri finnur hún enga fullnægingu sinnar lífsþrár í því að þjóna vilja hans. Þau eru andstæður að skapferli, en ást hennar bindur þau saman. Hennar dýpsta þrá er hamingjan í kyrlátu og rólegu heimilislífi, friður og sátt við alla; en hún hefir enga orku til að breyta jafn ákaflyndum og viljasterkum manni og Bragi er. Sá eini, sem er jafnoki Braga, er Svanur. Hann er að vísu ekki eins heilsteypt per- sóna og Bragi, ekki alveg eins sterkur og ákveðinn, en hann á hugsjónir, sem gefa honum þann mátt viljans sem stælist því nieir sem mótstaðan er meiri. Hann er ímynd hinnar yngri íslenzku kynslóðar, sem hefir sett sér fyrir markmið að gera óðul feðra sinna að glæsilegum bústöðum komandi kynslóða; og því verki vill hann helga líf sitt. Bragi aftur á móti er mað- urinn, sem hefir harðnað í skóla lífsins. Hann hefir orðið að berjast áfram og sigra ótal erfiðleika. Og gremjan yfir rangind- um, sem faðir hans var beittur, situr í honum æfilangt. Þeir Bragi og Svanur eru báðir eftirtektarverðar persónur; ólíkir að því er snertir lífsskoðanir og tilgang, en þó svo líkir í lund. Aðrar persónur leiksins eru allar minni háttar, og þær eru svo margar, að þær ef til vill dreifa nokkuð athyglinni frá þessum þremur stærstu og veigamestu persónum. Samt eru sumar þeirra prýðis- vel dregnar, svo sem Vala gamla, Bogga ráðskona, Stjáni heimspekingur og Bjarni vinnumaður, að ógleymdum hreppsnefnd- armönnum og Halldóri karlinum á Urðum, sem er eina illmennið í leiknum. Hinar persónurnar eru fremur daufar og at- kvæðalitlar, enda eru þær aukapersónur og ætlaðar til uppfyllingar, allar nema Fjóla, dóttir Braga og Nönnu, en jafnvel hún er ekki vel skýr og hefir ekki ákveðin ein- kenni, sem geri hana að áberandi persónu. Það mesta, sem um hana verður sagt, er að hún sé geðug og skemtileg stúlka. Bygging leikritsins er að mörgu leyti ágæt. Fyrsti þátturinn sem gerist heima á bænum Stapa, er glæsilegur, máske glæsi- legri heldur en maður mundi ímynda sér sveitalíf á íslandi fyrir meira en sextíu árum, það sem sýnt er í þessum þætti er nær nútímanum. Annar þáttur, sem á að sýna ástand landnemanna í Nýja-íslandi eftir bóluveturinn, hefir líka helst til rómantíszkan blæ. Aftur á móti eru tveir síðari þættirnir eðlilegri, og í þeim er jöfn stígandi fram að leikslokum, þar sem að alt endar með ofboði og skelfingu, þegar Bragi sprengir “stapann”, hamrabrík í fjallinu fyrir ofan bæinn svo að áin flóir yfir engi og tún og eyðileggur jörðina. Það er hefnd hans. Þeir sem finna það að leiknum, að hann “endi illa”, verða að gæta að því, að annar endir á honum er ekki mögulegur nema að persóna Braga breyttist skyndilega á einhvern leyndar- dómsfullan hátt, sem ekki er auðvelt að sjá, hvernig hefði getað orðið. Það fyrsta sem hver leikritshöfundur verður að hafa í huga er, að persónur hans seu sjálfum sér samkvæmar leikinn á enda að breyta þeim til þess að forðast ömurleg leikslok, er að veikja alla byggingu leikritsins og fyrirbyggja með öllu að það geti orðið nokkurt listaverk. Þá slysni hefir höfund- ur þessa leikrits ekki látið sig henda, sem betur fer. Eitt atriði fer þó ekki vel í síðasta þætti, og það er hjónaviYsla þeirra Svans og Fjólu. Ef til vill hefði verið betra að gefa hana í skyn og sýna hana ekki á leiksviðinu. Leikendurnir ná ekki tökum á þeirri athöfn, hún verður einhvern vegin hálfgert utanveltu, uppgerðarleg og óeðlileg. Um leikendurna alla má segja, að þeir leysi hlutverk sín vel af hendi, sumir ágætlega. Sumar aukapersónurnar hafa svo smá hlutverk, að það er erfitt að leggja nokkurn dóm á leik þeirra. Samt er hann alls staðar áferðargóður og jafn, en ekki mjög tilþrifamikill, sem heldur er ekki við að búast, þar sem aðeins er um smá og þýðingarlítil hlutverk að ræða. Þeir, sem stærri hlutverkin hafa leika yfirleitt vel og náttúrlega. Aðalpersónan, Bragi, er mjög vel leikinn af Hafsteini Jónassyni. Samt er hann mun betri í síðari hluta leiksins, þar sem honum tekst mjög vel að sýna skapferli hins aldraða manns, sem á í mikilli baráttu við sjálfan sig, en stend- ur þó ósveigjanlegur til enda. Ingibjörg Halldórsson leikur Nönnu mæta vel. Henni fatast hvergi í að sýna hina blíðlyndu og göfuglyndu konu, sem er hinu viðkvæma kveneðli sínu trú, þrátt fyrir langa sam- búð með harðlyndum og ósveigjanlegum manni. Thor Thorsteinssyni tekst miður með Svan. Hinn mikli áhugi hans kemur ekki nógu vel í ljós, þótt hann sýni nokkuð vel stórhug og ímyndana-auð hins fram- sækna æskumanns. Sem elskhugi Fjólu er hann ekki nógu snortinn af yndisleik hennar. Fjóla sjálf er mikið fremur vel leikin af Kristrúnu Johnson. Að vísu er erfitt að gera úr henni nokkuð annað en hversdagslega persónu, en hið unglings- lega fas hennar og látleysi fara vel. Af hinum smærri hlutverkum eru Vala gamla, sem Guðbjörg Sigurðsson leikur, Bogga ráðskona (Steinunn Kristjánsson), Bjarni vinnumaður (Tryggvi Friðriksson, Er- lendur bóndi í Nýja-fslands (Gunnbj. Stefánsson), Sveinn oddviti (Björn Halls- son) og Páll hreppsnefndarmaður (Þor- leifur Hansson) bezt leiknar. Leikur þeirra allra er náttúrlegur og einkenni hverrar persónu eru vel og skýrt fram dregin. Einkum tekst Birni Hallssyni mæta vel að sýna fláráðan og kaldrifjaðan bónda, sem vill vera þeim megin sem valdið er. Björg- vin Stefánsson gerir Halldóri á1 fjármálalífi þjóðarinnar, og þess Urðum að vísu fremur góð skil, hve horfurnar í nágrannalöndun- en gerfi hans er ekki gott, það um eru ískyggilegar, væri mjög gerir hann of illmannlegan; því |æskilegt, að fella um skeið niður að þó hann sé óþokkinn í leikn- ^flokkabaráttuna, svo þjóðin gæti um, er varla hægt að hugsa sér sem best og mest sameinast til hann gersneiddan allri glæsi-1 varnar gegn aðsteðjandi hætt- mensku, einkum þar sem síðar um. Samningarnir hafa því af kemur í ljós að hann hefir gifst hendi Sjálfstæðisflokksins fyrst dóttur sýslumannsins. Stjániog fremst staðið um það, að hve heimspekingur er alveg sérstök miklu leyti hinir samningsaðil- persóna, vel gerður frá höfund- arnir væru fáanlegir til þess, að arins hendi og skemtilegur vegna gera þær ráðstafanir, er að dómi sinna skringilegu og fyndnu at- Sjálfstæðisflokksins teldust hugasemda, og vel leikinn af ( heppilegastar til að bæta úr Hermann Melsted, að öðru leyti .vandræðum líðandi stundar og en því, að málfæri hans er ekki verjast sem best áföllum í ná- nærri nógu skýrt. Annars má inni framtíð. segja það um marga aðra af leik- j það liggur í hlutarins eðli að endunum að þeim hættir við að þegar mynduð er slík skm- tala of lágt og með of litlum á- Jsteypustjórn, verða þeir, er að herzlum. Áheyrendurnir eiga að henni standa, að gera sér ljóst heyra hvert orð fyrirhafnarlítið. |Sð enginn einn flokkur má vænta Þetta er galli, sem vel er hægt að ,þess að geta hrundið öllu í fram- laga, en það kostar nokkra fyrir- kvæmd er hann helst kysi, og höfn. Eins er mjög áríðandi fyrir þá, sem ekki geta talað ís- lenzku hiklaust, að leggja alla stund á að ná góðum tökum á málinu og æfa sig vel í fram- burði þess. Um þá leikendur, sem hér eru ekki nafngreindir séi-stakle^a, vil eg taJka það fram, að þeir fóru allir vel með hlutverk sín og sýndu að þeir höfðu vandað sig við æfingar og lagt sig fram til að láta leik sinn vera sem eðlilegastan, lausan við alla tilgerð og í samræmi við efni leiksins og tilgang höfund- arins. Mr. Árni Sigurðsson, sem var leikstjóri og málaði tjöldin, hefir gert afarmikið til þess að leik- urinn gæti orðið sem allra ásjá- legastur og skemtilegastur. — Hann er alvanur þess konar starfi, hefir gott vit á leiklist og er maður listfengur. Tjöldin og allur útbúnaður á leiksviði var með því allra bezta, sem hér hefir sézt af því tæi. Er það mjög mi'kils vert að hafa svo mikilhæfan mann í þeirri grein til þess að leiðbeina og sjá um leiksvið. Yfir höfuð á leikfélagið, sem stóð fyrir að sýna leikinn, höf- undur hans, leikstjóri og allir leikendur skilið þökk allra, sem að leiklist unna fyrir verk sitt. Það er á því öllu sá myndarbrag- ur, sem hefir það langt upp yfir allan viðvaningshátt, sem oft er svo ábærilegur í meðferð leikja. Það er vonandi að félagið haldi á- fram að sýna góða leiki, eins og það hefir gert að undanförnu; og að það þurfi ekki að seilast of langt til þess að fá leiki, sem eru þess verðir að vera sýndir. G. Á. RÆÐA ÓLAFS THORS Á ALÞINGI hefir þingflokkur Sjálfstæðis- manna í þeim samningaumleit- unum, er fram hafa farið, haft fulla hliðsjón af þessari stað- reynd, og bygt óskir sínar og kröfur á þeim grundvelli. í þeim samningi, er nú hefir verið gerður um stefnu og starf samsteypustjórnarinnar, og sem hæstv. forsætisráðherra f. h. rík- isstjórnarinnar hefir lýst, hefir verið tekið tillit til þessara óska Sjálfstæðsflokksins í öllum höf- uðefnum, með þeirri einni undan- tekningu, er nú skal að vikið: Það er kunnara en frá þurfi að seí»ja, að Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á, að frjáls verzlun sé eitt allra helst skilyrði fyrir góðri efnahagsafkomu sérhverr- ar þjóðar. Flokkurinn hefir samt sem áður á undanförnum árum lagt samþykki sitt á margvísleg- ar kvaðir, er lagðar hafa verið á verzlunarfrelsið, en þá jafnan vegna þess, að hann, hefir viður- kent, að okkur óviðráðanlegar, utanaðkomandi ástæður hafi knúð til þessa. í löggjöf og fram- kvæmd hefir auk þess verið gengið lengra á þessu sviði en Sjálfstæðisflokkurinn hefir tal- ið nauðsynlegt, og þá gegn mót- mælum flokksins. Það er því auðskilið mál, að Sjálfstæðis- flokkurinn telji miklu varða, að þegar í stað verði á þessu nokkr- ar breytingar, og myndi flokkur- inn að sjálfsögðu hafa borið fram slíkar óskir við samninga- borðið, þótt eigi hefði fleira kom- ið til, en trú flokksins á frjálsa verzlun. Meðal þeirra mála, er mest voru rædd við samningaumleit- anirnar, var hin aðkallandi þörf til bráðra aðgerða til viðreisnar útvegi Iandsmanna, og hefir það mál nú venið leyst með breytingu á skráðu gengi krónunnar og ýmsum ráðstöfunum í sambandi við þá skráningu. Svo sem kunnugt er, voru skoðanir þingmanna Sjálfstæðis- flokksins skiftar um það, hverja (í síðasta tölublaði Heims- kringlu var birt ræða Hermanns Jónkssonar, er hann flutti á Al-............u ^ ^ uu> ^ þingi eftir að þjóðstjórn var jleið bæri að fara til* þess’aðrlði mynduð a islandi. Hér fer á eftmbót á örðugleikum útvegsins. - ræða fonngja annars mannflesta Stóðu 9 þingmenn flokksins aí flokksins i þjóðstjórninni, sjálf-|löggjöfinni um breytingu ; stæðisflokksins. Af þessum Wáðu gengi króunnar, en hinii tveim ræðum að dæma, verður ekki annað sagt, en að þjóð- stjórnin fari vel af stað. Ritstj. Hkr.) Oamningaumleitanir þær, er nú hafa leitt til þess að mynduð hefir verið samsteypustjórn, I jafnt ríkis sem bæjar-og ’sveit hofust á öndverðu þessu þingi, jarfélaga, að reynt yrði að greið; 8 vildu grípa til annara úrræða til úrbóta. Hinsvegar voru allir þingmenn flokksins á einu máli um það, að yrði sú leið farin, er að var horfið, myndi það þrent nauðsynlegt:að hafður væri hem ill á fjáreyðslu hins opinbera, og átti málið þó nokkurn aðdrag. anda. Mun mörgum þykja, sem óþarflega lengi hafi verið setið við samningaborðið, en þó munu flestir við íhugun viðurkenna, að miklum örðugleikum sé bund- ið að koma á samstarfi milli flokka, er svo lengi hafa verið á öndverðum meið og barist harð- vítugri baráttu, og sé því síst að undra, þótt eigi hafi dregið til samkomulags fyr en raun ber vitni um. Innan þingflokks Sjálfstæðis- manna hefir frá öndverðu rílct mikill skilningur á því, að vegna nú þegar, eða semja um greiðslu á áhvílandi skuldum, er fallnar eru í gjalddaga, en orðið hafa í vanskilum vegna gjaldeyris- skorts, og að svo fljótt sem.auðið er yrði verzlunin gefin frjáls, til þess á þann hátt að lækka út- söluverð aðkeyptrar vöru, og var hið síðasta að margra dómi þyngst á metunum. í því skyni að tryggja þetta óskaði Sjálf- stæðisflokkurinn þess, að fá yfirráð innflutningshaftanna og gjaldeyrisver2lunarinnar, og lögðu 8 af þingmönnum flokks- ins svo ríka áherslu á þá ósk, vaxandi örðugleika í atvinnu- og að þeir töldu rétt að gera upp

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.