Heimskringla - 17.05.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.05.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 17. MAf 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA EINVÍGIÐ Frh. frá 3. bls. um sumarið og haustið, að Þor- móður Valdason vendi komur sínar að Hömrum, þar sem Þjóstur gamli bjó. Sagt var að hann sæti löngum á tali við Þor- gerði, heitmey vinár síns. Mikið var um þetta rætt í sveitinni, og voru margir hneykslaðir yfir því. Um jólin spurðist að hann hefði ort til hennar mansöng, og látið vini sína heyra hann; og brátt flaug ljóðið um alla bygðina. Menn.lærðu það gjarna og sungu, því það var mjög fallegt. En það var blóðug móðgun við ætt og unnusta heitbundinn- ar konu, að flytja henni ástar- kvæði. Þó var þetta látið liggja kyrt um hríð, því búist var við Arinbirni Skorra heim næsta sumar, og hann var maður, sem ekki lét óhefnt þess sem gert var á hluta hans. Mikið var rætt um að þetta væri hið mesta vandræðamál, þar sem báðir að- ilar voru fremstu menn sveitar- innar, og þar að auki fóstbræður. Allir ávíttu framkomu Þormóðs harðlega, að reyna að fleka brúði félaga síns að honum fjarver- andi. Senn leið að vori, og síðan kom sumarið. Þormóður Valdason var daglegur gestur á Hömrum, og orð lék á að Þorgerður breytti við hann, eins og hún væri lofuð honum, en ekki Arinbirni. Mik- ill kurr var af þessu um sveitina. Menn bjuggust við komu Arin- bjarnar á hverri stundu, og þá voru stórtíðindi í vændum. En Arinbjörn Skorri kunni vel við sig við hirð Noregskonungs og fór að engu óðslega með að kom- ast til íslands. En er hann að áliðnu sumri heyrði orðasveim nokkurn um málið í Niðarósi, brá hann við skjótt, og lét í haf nokkrum dögum síðar. Það var þó ekki vegna þess að hann tryði einu orði af því sem sagt var: Þormóður, tryggi vinurinn hans og fóstbróðirinn, — og Þorgerð- ur, slíkt gat ekki skeð. En nú var tíminn, er um var samið í kaupmálanum brátt liðinn, og hann ætlaði sér ekki að verða af festarmey sinni, auðugustu og fegurstu konu í Austfirðinga- fjórðungi. Slíkt mátti engum 4íoma til hugar. Þegar er hann var lentur, reið hann frá skipi, og heim til föður síns. Þar heyrði hann sannar sögur hvernig komið var með heitmey hans og vin. Hann tók fréttunum rólega, og sagði ekkert um málið, en sneri aftur til skips síns, til að sjá um farminn. Að því búnu settist hann um kyrt með föður sínum, og enginn fékk séð annað en 'hann væri áhyggjulaus með öllu. Þormóður lagði ekki niður ferðir sínar að Hömrum við komu Arinbjarnar, heldur sat þar nú öllum stundum á tali við Þorgerði. Hún var sem blind- uð; hún hlustaði á tal hans og fagra söngva, og hin leynda INNKOLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU I CANADA: Amaranth.............................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................K. J. Abrahamson Árnes................................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown..............................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale...............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................ K. Kjernested Geysir.............................................Tím. Böðvarsson GlSnboro................................ G. J. Oleson Hayland..............................Slg. B. Helgason Hecla............................. Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Húsavík.................................John Kernested Innisfail......................................ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin.................................Sigm. Björnsson Langruth..............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ ófeigur Sigurðsson Mozart..................................S. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Otto.............................................Björn Hördal Piney..............»....................S. S. Anderson Red Deer.........................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........................................Árni Pálsson Riverton............................ Björn Hjörleifsson Selkirk.......................... Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill.....................T..........Björn Hördal Tantallon................................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir..................................-Aug. Einarsson Vancouver........♦...................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra..................................Jón K. Einarsson Bantry....,.............................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Crystal............................. Th. Thorfinnsson Edinburg...............................Th. Thorfinnsson Garðar................................Th. Thorfinnsson Grafton..................:............Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts.........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. BreiðfjörO The Vikíng Press ihaited Winnipeg, Manitoba hætta sem ógnaði þeim báðum, gerði nærveru hans enn kær- komnari. Hún hafði hvorki í orði né verki brugðist unnusta sínum; hvorki hafði hún veitt Þormóði koss né ástarorð. Hún ætlaði sér að halda heit sitt við Arinbjörn, og giftast honum, er þar að kom. En hún var sem töfruð af nærveru Þormóðs, hvert orð hans var henni gleði, hvert handtak sem dýrmæt gjöf. Svo var það einn dag síðla sumars, er þau sátu í stofu á Hömrum, að flokkur vopnaðra manna reið að bænum. Það var Arinbjörn Skorri við sjötta mann. Hann fann menn að máli, spurði eftir Þormóði, og bað hann út ganga. Þormóður brosti, er honum voru borin boðin. Hann tók vopn sín og gekk út. Arinbjörn skorri var farinn af baki, en menn hans sátu enn í söðlunum. Hann stóð þar hár og stoltur og virti fornvin sinn fyr- ir sér með augum sem leiftruðu af fyrirlitningu. Þormóður brosti dálítið undarlega, er hann heils- aði fóstbróður sínum. Hann var hugdjarfur maður, en hann þekti Arinbjörn Skorra, og vissi að nú átti hann sjálfur ekki langt ólifað. Enginn var maki Arinbjarnar í vopnaburði, það vissi hann afar vel. Nú stóð hann og beið eftir að hinn tæki til máls, og enn lék dálítið háðs- bros um varir honum. Brátt skalt þú deyja, Þormóður sþáld, hugsaði hann með sjálfum sér, en kendi engins ótta við hugsun- ina. Hann hafði átt gæfusömu lífi að fagna og fögur var sú tíð, er hann hafði verið með Þor- gerði. Eitt sinn skal hver deyja* og engin skömm var að láta lífið fyrir vopnum Arinbjarnar. “Þú munt eiga erindi við mig?” mælti hann rólega, er hinn þagði enn. “Já”, svaraði Arinbjörn. “Við þig á eg erindi í dag, Þormóður. Þú veist að eg er eigi orðmargur maður, hvorki til lofs né lasts. Og þú þekkir framkomu þína við mig, og veist hvernig slíkt er út- kljáð. Eg bíð þér hólmgöngu á morgun við sólarupprás, á grund þeirri sem liggur miðja vegu milli bæja okkar. Og vita skalt þú, Þormóður, að annar hvor okkar fer þaðan ekki lifandi. Nú hefi eg lokið erindi mínu. — Ver heill”. Þormóður stóð kyrr og horfði á eftir mönnunum, sem þeystu inneftir hlíðinni. Hann var rór í huga, því nær glaður. Nú hafði þó Arinbjörn vinur hans beðið lægra hlut. f fyrsta skifti á æfinni hafði hann sjállfur, Þormóður, hlotið alt hið góða: Frægðina af ferð þeirra, er hann kom heim í haust sem leið, og ást Þorgerðar. Já, því nú vissi hann að hún unni honum. Feg- ursta mær landsins unni honum, menn höfðu dáðst að honum og öfundað hann, hvers gat hann óskað sér framar? Arinbjörn hafði haft rök að mæla: Þeir kæmust ekki báðir lifandi af hólminum á morgun, — og hvor þeirra þar lægi eftir, var heldur enginn vafi á! Nei, á morgun um þetta leyti svaf hann í moldu, en hann gæti sofið rótt, því hann hafði unnið Þor- gerði frá Arinbirni, og aldrei myndi hún gefa honum ást sína. Hún myndi hefna hans, þótt hún gengi að eiga hinn. Arinbjörn myndi drepa hann á morgun, en samt sem áður hafði hann sigr- að: Það var kappinn Arinbjörn, sem ósigurinn beið! Þegar hann sneri sér við, stóð Þorgerður við hlið hans. Hún hafði heyrt orð Arinbjarnar, og það var sem alt líf væri horfið úr svip hennar. “Hann vegur þig,” sagði hún hljómlausri röddu, og augu henn- ar fyltust tárum. “Mjög líklegt er það,” svaraði Þormóður kæruleysislega. “En ekki fyr en á morgun, Þorgerður. f dag og nótt er eg enn lifandi, og þú ert hér hjá mér. Lífið má vera stutt, ef aðeins það er fag- urt og fullkomið!” Þau voru saman, þar til tími var kominn til hólmstefnunnar. | Þau gengu uppi í hlíðinni, ogi hann orti söngva um hana, þá j fegurstu er hann hafði nokkuru sinni kveðið. Það var skært og bjart tunglskin um nóttina; þau sáu yfir sveitina og spegilsléttan fjörðinn, sem lýsti eins og silfur í mánaljósinu. Hin sterka, sæta angan síðsumarsins fylti loftið; kyrðin umvafði þau og hina ang- urblíðu gleði þeirra. Það var sem öll náttúran gerði sitt til að fegra hinstu hamingjustundir þeirra. í afturelding fylgdi hann henni heim að Hömrum. Þau kvöddust í túninu. Og þá, í fyrsta sinni, lagði hún hendur um háls hans og kysti hann á munninn. Aldrei skal eg verða neins annars manns, eg skal altaf lifa sem festarmey þin, Þormóður, því heiti eg!” Hún hvíslaði þetta grátþrunginni röddu. Hann brosti aðeins, hann var glaður í bragði, eins og hann ætlaði til leika. Hún sá hann taka hest sinn, sveifla sér létti- lega á bak og ríða af stað. Svo hvarf hann sýnum út í morgun- mistrið. Hún heyrði hófatökin fjarlægjast, — svo varð alt hljótt. Þá var alt í einu eins og hún vaknaði. Hugur hennar fyltist þori og dug, aldrei hafði hún þekt slíkan kjark. Hún gat ekki sent hann svona í dauðann; hún varð að bjarga honum, hvað sem það kostaði. Enn, meðan hún hugsaði um þetta, og án þess að hafa hugmynd um hvernig hún ætti að aftra hólmgöngunni hljóp hún út að hesthúsinu, náði út hesti og reið af stað, áleiðis þangað sem hólmgangan átti að standa. Þormóður kom fyrst á staðinn. Hann varð að bíða Arinbjarnar| og manna hans. Sjálfur hafði hann engin vitni, hvað hafði það líka að þýða, endirinn var auð- sær. Hann settist niður og hvíldi sig; það hafði kólnað dá- lítið, en þokumistrið, sem fylgdi komandi degi var að hverfa, og grundirnar glitruðu af náttfall-1 inu. Árniður og lækjaseyti heyrðist í morgunkyrðinni, — þetta var friðsæl stund. Rétt fyrir sólaruppkomu kom Arinbjörn Skorri; hann var líka einn síns liðs. Þeir köstuðust á kveðjum, og stóðu svo hljóðir, og biðu þess að sólin kæmi upp fyrir fjöllin hinum megin fjarðarins. Ekkert einvígi mátti byrja, fyr en sól var á loft komin, og heldur ekki eftir að hún var sigin að sævi. Það var forn venja. Þormóði fanst hann aldrei hafa séð sólina vera svona lengi að koma upp. Það var svo ó- hemjulangt, þangað til hún var komin upp fyrir brúnir fjall- anna. En loksins kom. þó að því.' Hann varpaði öndinni og sneri sér að andstæðing sínum. í sama bili kom Þorgerður ríðandi á harðaspretti. Hún kallaði og bað þá bíða, og stuttu síðar var hún komin til þeirra. Það sem hún ságði var all- ruglingslegt og samhengislaust í fyrstu. Þeir horfðu báðir óþol- inmóðir á hana, — hún hlaut að skilja að það sem hún bað um var ógerningur! Að berjast ekki! Láta einvígið niður falla! En hún hélt áfram að tala og þrábiðja, langa stund. Loks fanst Arinbirni nóg komið, hann lyfti hendi og stöðvaði hana. “Heyr mig,” sagði hann kulda- lega. “Þú segir svo margt, kona, leyf mér nú einnig að leggja orð í belg! Máske er möguleiki til að fara að orðum þínum, en eg lofa engu þar um. En nú, þegar þú ert hér með okkur báð- um, sem þú hefir gefið kærleik þinn, þá skaltu kjósa annan hvorn okkar. í heyranda hljóði, að oikkur báðum viiðstöddum, - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmill: 46 Alloway Ave. Talaími: 33 151 Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsíml 97 024 Orrici Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDINQ OrriCE Houss: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. 4ND BY APPOINTMENT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfl 325 Main Street Talsími: 97 621 Haía einnig skrifstofur að Lundar og Gímli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talslmt SO 877 Viötalstimi kl. S—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl 1 vlðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e. h. 7—8 ati kveldinu Sími 80 857 666 Vlctor 8t. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inaurance and Financial Agenta Sími: 26 821 308 AVENXJE BLDG.—Winnipeg A. S. BARDAL seiur llkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: S6 607 WINNIPEG p Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRAN SFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aítur um bæinn. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Fumeral Deslgns lcelandic spoken DR. A. y. JOHNSON DENTF5T 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO ti4 BANNING ST. Phone: 26 420 skaltu segja hvorn þú kýst þér til eiginmanns. Og við það skaltu standa, og vera honum trú, hvort sem hann fellur eða sigrar! Það var sem þessi krafa hans lamaði hana. Hún stóð þarna eins og dæmd. Hún skildi hvað hann var að fara, hina duldu meiningu orða hans: Hann vissi að hún unni Þormóði, og að hún varð að kjósa hann. En hún vissi líka að þá myndi hann vega hann að henni ásjáandi! Honum skaltu vera trú, hvort sem hann fellur eða sigrar. Hann var miskunarlaus og krafðist hefnd- ar, — yfir henni líka! “Lofið þið þá, að láta þetta mál niður falla, og fara hver heim til sín, þegar eg hefi val- ið?” Hún talaði svo lágt að vart heyrðist. “Eg lofa engu!” svaraði Arin- björn kuldalega. — Þormóður þagði; hann stóð grafkyr, og bros lék um varir hans. Það varð löng þögn, og hræði- leg. Þorgerður stóð náföl, og starði á tvímenningana, en hún |yfirvegaði skýrt og rólega. Hún mundi hvers vegna hún var hing- að komin: Til að bjarga lífi Þor- móðs! Það skyldi hún líka gera? hvað sem það kostaði! “Arinbjörn”, sagði hún loks- ins. “Þig kýs eg”. Og svo gekk hún til hans, án þess að líta á Þormóo, og staðnæmdist við hlið honum, svo sem til að gefa orð- um sínum áherslu. Aftur varð þögn um langa hríð. Svo krymti Arinbjörn. •— 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 Allur kulda svipurinn var horf- inn af andliti hans og hann líkt- ist mest stórum sorgmæddum dreng: “Eg”, byrjaði hann og krymti aftur. — “Eg — er ekki marg- orður maður. Eg — hélt ekki að þú ynnir honum svo mjög. Þú Þormóður — og Þorgerður — við hirð Noregskonungs var gott að vera! Eg hverf aftur til Noregs. Gæfan fylgi ykkur.” Hann sneri á braut, án þess að segja meira, og gekk að hesti sínum. Þar sneri hann sér aftur að þeim og leit á Þormóð, gamla félagann sinn, með góðmannlegu brosi: “Þú skalt vita, áður en eg fer, að eg hefi altaf öfundað þig, Þormóður. Mér fanst þú altaf standa mér miklu framar. Menn hlustuðu á speki þína og konur sungu söngva þína. Mér fanst þú altaf vera mér meiri í öllu því, sem máli skifti, og að allir vissu með sjálfum sér, að þú varst okkar mestur. En að þessu sinni — að þessu sinni, félagi, held eg að eg hafi borið sigur af hólmi!” Svo hló hann stuttum fjörleg- um hlátri og reið á brott. —Lesb. Mbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.