Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best— KIEWEL’S CWhittSeaC' BEER Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. JÚNÍ 1939 NÚMER 38. HELZTU FRÉTTIR Konungur og drotning kveðja Canada George VI. konungur og Elizabeth drotning, lögðu af stað s. 1. fimtudagskvöld á skipinu Emproess of Britain frá Halifax til Newfounlands og síðan til Englands. f Halifax var þeim haldin veizla mikil, sem annar staðar og héldu konungshjónin J>á sína ræðuna hvort og kvöddu Canada. Sögðu þau ferðina yest- ur um haf og hinar hlýju mót- tökur bæði í Canada og Banda- ríkj unum verða sér æ ógleyman- legar. Báru ræðurnar með sér að konungshjónin voru hrærð af viðtökunum, eins og segja má að þjóð þessa lands hafi verið af heimsókn þeirra. Konungshjón- in verða komin heim til sín á fimtudaginn. Skeyti frá íslandi Reykjavík, 17. júní President Icelandic National League, 45 Home Street, Winnipeg, Manitoba. Á hátíðadegi íslands á Heims- sýningunni New York votta eg forsetanum, Þjóðræknisfélaginu og íslendingum í Vesturheimi beztu þakkir fyrir drengilega aðstoð við íslandssýninguna. — Beztu kveðjur. Hermann Jónasson, forsætisráðherra Fellibylur verður 9 manns að bana í Minnesota í bænum Anoka í Minnesota varð fellibylur s. 1. mánudag 9 marfhs að bana, en 200 meiddust meira og minna. — Eignatjón er metið $500,000. Bærinn Anoka er um 20 mílur norðvestur af Minneapolis. Nokkrir af þeim sem dóu, voru í bíl, er þyrlaðist út af veginum 200 fet inn á akur. í Anoka fuku tvær kirkjur, frímúrarahöll og um 250 íveru- hús eyðilögðust eða löskuðust. Bylurinn stóð yfir í 5 mínútur og gerðist alt þetta á þeim tíma. Þar sem hann var stríðastur stóð ekkert uppi á leið hans. Tékkar sækja um að reisa skóggerðar-verksmiðj u í Canada Stjórnarráðið í Ottawa er að íhuga beiðni frá skógerðar félagi í Tékkóslóvakíu um að koma upp skógerð í Montreal. Beiðninni fylgir ósk um leyfi fyrir inn- flutning 100 sérfræðinga í þessu verki til að byrja með, en alt að 250 manns alls frá Tékkósló- vakíu, þegar verksmiðjan sé tek- in til starfa. Félagið heitir Bata Ltd., og hefir skóverksmiðju í Tékkóslóvakíu; í Englandi er grein af því svipuð þeirri, sem hér er farið fram á. Félagið gerir ráð fyrir að kaupa efni í skótau sitt hér sem önnur félög og hafa alt að því 1000 manns í vinnu, er það er komið á laggirnar. Vandinn fyrir stjórninni að skera úr þessu, er í því fólginn, að skóa-iðnaðurinn hér mótmæl- ir að veita félagi þessu leyfi til að starfa hér; þau óttast sam- kepnina. Verkamannafélög sum, eru því og andvíg. Eigendur Bata-félagsins kváðu vera Tékkar, sem í ónáð eru við Hitler, en er ekki enn bannað að flytja verkamenn þá sem hér um ræðir úr landi. Fyrsta fréttin af þessu var á þá leið, að Tékka fýsti að setja hér á stofn nýlendu fyrir 5000 manns, en hún er nú borin til baka. Japanir kreppa að Breturn og Frökkum í Kína Japanir eru sjáanlega komnir að þeirri niðurstöðu, að útrýma verði vestlægu þjóðunum úr Kína, ef þeir eigi að geta bundið nokkurn enda á stríðið eystra. í Tientsin er nú þar komið, að Japanir hafa gert umsátur um borgina, en þar eru Bretar og Frakkar öllu ráðandi. Öll um- ferð að og frá borginni, er bönn- uð. Og vistaforði hennar er að mínka óðum. En Bretar geta enga rönd við því reist. f London er verið að reyna að koma sættum á. En hvernig um það fer, er óvíst ennþá. Jap- anir telja stöðvar vestlægu þjóð- anna í Kína, sem þessa, tengi- liði kínverska hersins við um- heiminn og þær verði að taka til þess að sigrast á Kínverjum til ifulls. Hið sama er búist við að Japanir geri í Shanghai og ann- arstaðar, þar. sem vestlægar þjóðir halda síg í Kína. Umsátrið í Tientsin byrjaði, er Japanir kröfðust að framseld- ir væru 4 Kínverjar, er drepið höfðu japanskan valdsmann. En af því hefir ekki orðið. Tientsin- búa ætla Japanir því að svelta inni. Umhverfið er girt orku- vírum, sem drepa þann er á þeim snertir. Það er alt útlit fyrir, að vest- lægu þjóðunum verði bolað út úr Kína. Hvert einasta skip Breta og Frakka, sem til Kína kemur er rannsakað. Hafi þau vopn eða vistir meðferðis til kínverska hersins, taka Japanir það alt. Eru vestlægu þjóðirnar auðvitað brotlegar um að selja Kínverjum alt sem mögulegt er bæði vopn og vistir. En það ætla Japanir nú ekki lengur að láta ganga svo til. Japanir sendu nýlega af stað fimm nýjar hersveitir til Kína; í hverri hersveit eru 25,000 manns. Á þessu sumri hugsa þeir sér eflaust að láta til skarar skríða með þetta stríð. Alls hafa Japanir nú um eina miljón hermanna í Kína. Kwantung- herinn þeirra í Norðurlandinu, eða á landamærum Síberíu og Manchukuo, er 19 herdeildir, eða 475,000 manns alls. En í Mið-Kína, er alt að hálf miljón hermanna, er á vígstöðvum eru, sem ná alla leið frá Shanghai suðvéstur til Hankow og þaðan í krókum norður til Mongólíu (innri), um 3,000 mílur vegar. Ennfremur eru herdeildir í Can- ton. Alt Austur-Kína má því heita á valdi Japana, en þeir eiga samt óunnið meira land en þeir hafa nú þegar tekið í Kína. FRÉTTA-UPPTÍNINGUR f ræðu sem forsetafrú Eleanor Roosevelt hélt nýlega í Wash- ington (á National Right to Work Congress), kvað hún mik- ið talað um þjóðskuld Banda- ríkjanna. Hún kvaðst ekki mæla neinum skuldum bót,- en “mesta skuldin væri ekki þjóð- skuldin, heldur sú er fólgin væri í því hve mörg börn ættu við skorinn skamt að búa. “Og við greiðum einnig þá skuld síðar meir ef ekki nú þeg- ar, með auknum tæringarhælum, fangelsum og geðveikrastofnun- um,” sagði hún. Forsetafrúin mintist einnig á atvinnuleysið og kvað það ó- samrýmanlegt sönnu lýðræði, því lýðræði væri frelsi að við- lögðum réttindum hvers manns til vinnu. París gruna Japani um gráan leik, en auðvitað eru það get- gátur einar. Kafbáturinn stakk sér, en kom ekki upp aftur. Slys af þessu tæi eru að verða æði tíð. Harold L. Ickes, innanríkis- málaritari Bandaríkjanna, reit nýlega í ritið “Look” eftirfar- andi orð: “Eg vil að Rooseve’t sæki um forsetakosningu í þriðja sinn. Hughes yfirréttar- dómari hefir verið fimtán ár í yfirréttinum, Reynolds dómari 25 ár. Borah hefir verið sena- tor síðan 1907. Eg sé enga á- stæðu fyrir því, að manni með eins góðum hæfileikum eða betri sé meinað þess að starfa lengur en átta ár í Hvíta húsinu/’ * * * Flotaráð Breta bað nýlega um tilboð í að smíða 20 báta, með sérstökum, núuppfundnum út- búnaði til þess að gefa til kynna, ekki aðeins hvort kafbátar séu í nánd, heldur hvar þeir séu. * * * Thomas Mann rithöfundurinn mikli, sem flýja varð úr Þýzka- landi og hefst nú við í Sviss, sagði nýlega: “Eg get fyllilega sannað það, að miljónir Þjóð- verja, í öllum stéttum og stöð- um, eru þeirrar skoðunar, að Hitler sé maður, sem það eigi eftir, að steypa Þýzkalandi í glötun.” Rothermere greifi hélt því fram í gær í blöðum sínum, að Rúmanía ætti að láta Ungverja- landi með góðu móti eftir sneið af landi sínu, eins og Tékkar hefðu gert, er þeir létu Þjóð- verjum Sudeten-héruðin í té. — Hann kvað ófrið af stafa ef þetta yrði ekki gert. Hann hefir rætt um þetta mál við Hitler. Hvetur hann til þess að brezka stjórnin kalli hlutaðeigandi þjóð- ir sem eru auðvitað Ungverjar og Þjóðverjar annars vegar en Rúmeningar hins vegar til ráð- stefnu og geri nú þegar út um þetta mál. * * * Ekkert heyrist ennþá frá Sam- bandsstjórninni um kosningar á þessu ári. En 8. ágúst eru 20 ár síðan Rt. Hon. W. L. Macken- zie King tók við forustu liberal flokksins og hefir verið ákveðið að minnast þess á þeim degi í Toronto-borg. Er talið líklegt, að við það tækifæri verði tilkynt hvenær kosningar fari fram. Og samkvæmt laga-ákvæðunum um tímann sem líða verður frá því að þing er rofið og til kosn- inga, er þeirra þá í fyrsta lagi að vænta 2. október. Fyrverandi Spánarkonungur, Alfonso, er sagt að fara muni bráðum heim til Spánar og kref j- ast fasteigna sem hann átti þar og metnar eru á tvær miljónir dala. * * * Eitt af stærstu flugskipum Breta, er Connemara hét, eyði- lagðist s. 1. mánudag í grend við Southampton á Englandi, af sprengingu. Um ástæðu vita menn ekki. Skipið var að búa sig til flugs, en stóð í björtu báli er minst varði á höfninni í Hythe. Skipið var nýtt og gert til flugferða milli Englands og Vesturheims. Það kostaði $187,- 000. Vegna hins alvarlega ástands í Tientsin í Kína, hefir Halifax 'ldvarður sent ræðismanni Breta í Moskva, orð um að hraða samn- ingunum við Rússa alt sem unt sé. Síðan samningsleit þessi byrjaði, eru nú þrír mánuðir. Töfin stafar af því, að Rússar og Bretar treysta hvorugir öðr- um, að sagt er. * * * Öldungadeildarmaðurinn Lun- deen, hefir lagt fram tillögu á þingi Bandaríkjamanna um það, að Bandaríkjamenn kaupi Græn- land, og geri úr því bækistöð fyrir flota sinn. Hann hefir líka lagt til að keyptar verði eyjarn- ar Curacao og Guyana, til þess að verja þaðan Panamaskurðinn. Kafbátur, eign Frakka, fórst suður af Kína s. 1.. laugardag Það er miklu hægra að brjóta með allri skipshöfn, 71 manns. á bak aftur hina fyrstu girnd, Skipið hét Phenix og var 2000 heldur en að seðja allar þær smálestir að stærð. Frakkar í sem á eftir koma. MINNI VESTURHEIMS (Flutt á íslendingadegi að Mountain, N. D., 16. júní; 1939) Eftir Richard Beck Landið, sem hló við Leifi heppna forðum, líkt eins og draumsýn risi þar úr hafi; landið, sem hlaðið lífsins nægtaborðum, lýðunum snauðu reyndist auðnugjafi; land, er varð þjóðum ljós á vegi frelsis, ljómar oss enn sem mynd ins brotna helsis! Margt er að þakka, mjúkhend fóstra varstu, mæddum og þjáðum börnum allra landa; örlátri hönd þeim gæfublómin barstu, brendir þeim djúpt í hjarta nýjan anda,— andann þann göfga, er engan bróður smáir, einungis sálarkjarnann hreina dáir. Washington enn þá vakir oss í minni, vorbjarmi skín um landsins föður prúða; Lincoln, sem viti’ í ljósdýrð bjartri sinni, leiðina varðar, búinn hetju-skrúða. Sögunnar himinn, settur þeirra stjörnum, sigurleið markar trúum landsins börnum. Berast að eyrum yfir breiðu höfin ógnþrungnar raddir blóðgra frændavíga; frelsinu sjálfu gerð er víða gröfin, grátur og kvein frá brjóstum þjóða stíga. Þakklátum huga því skal lands vors minnast, þróttur og frelsi hér í eining tvinnast. Thor Thors alþingismaður heimsækir Islendinga og flytur fyrirlestra Fagnaðarefni er það öllum þjóðræknum mönnum hérlendis, að mikill áhugi er auðsjáanlega vaknaður fyrir því á íslandi, að auka og styrkja samböndin og samskiftin milli íslendinga í landi hér og heimaþjóðarinnar. Gengur landsstjórnin sjálf þar í broddi fylkingar, og sýnir það í orði og verki, að henni er ant um það, að íslendingar hér vest- an hafs séu sér þess meðvitandi, að þeir eru í augum heimaþjóð- arinnar lifandi grein á lífsmeiði hennar, sem er henni bæði til styrktar og prýði. Hinn vaknandi áhugi fyrir því, að gera sem fjölþættust og var- anlegust bræðrabönd og sam- skifta milli fslendinga beggja megin hafsins lýsir sér öfluglega í hinum tíðu komum mætra og merkra gesta af íslendi vestur um haf til kynningar og fyrir- lestrahalda. Öllum íslendingum hér í landi er í fersku minni, og mun um langt skeið, heimsókn Jónasar alþingismanns Jónsson- ar, sem þegar hefir borið marg- víslegan og merkilegan árangur; en hann ferðaðist eins og al- kunnugt er um bygðir vorar sem gestur Þjóðræknisfélagsins. Innan fárra daga er væntan- legur hingað til Winnipeg glæsi- legur fulltrúi hinnar yngri kyn- slóðar íslenzkra forgöngu og at- hafnamanna, Thor Thors, um allmörg undanfarin ár alþingis- maður Snæfellsnesssýslu og for- maður Sýningarráðs íslandssýn- ingarinnar á Heimssýningunni í New York. Er för Thors hing- að gerð til þess, að kynnast löndum hans, en auk þess flytur hann hér fyrirlestra á ýmsum stöðum undir umsjá Þjóðrækn- isfélagsins. Jónas Jónsson er eins og allir vita formaður Fram- sóknarflokksins á fslandi; Thor Thors er hinsvegar áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum; en því er á þetta bent, að það ber því órækt vitni, að áhuginn fyrir auknum kynnum af íslendingum hér vestra og víðtækari sam- skiftum við þá er hafinn yfir alla flokkaskiftingu meðal landa vorra heima og á sér for- mælendur um land alt, í öllum flokkum og stéttum þjóðfélags- ins. Svo segir hið fornkveðna: “að eplið falli sjaldan langt frá eik- inni.” Sannast það ágætlega á Thor Thors; honum kippir í kyn um athafnasemi og áhuga á þjóðmálum, því að hann er sonur PRÓF. EINAR JóNSSON mvndhöggvari 65 ára Tj'flaust er enginn íslendingur kunnur jafnvíða um heim- inn og próf. Einar Jónsson myndhöggvari. Líti maður í gestabók Listasafnsins getur þar að líta nöfn lærðra manna og leikra frá öllum löndum heimsins. f blöðum og tímaritum hinna fjarlægustu landa birtast oft greinarmeð myndum af verkum Einars. Og ferðamenn, sem hér hafa komið — jafnt listhneigðir sem og hinir er síður bera skyn- bragð á slíka hluti — minnast þessa merkilega safns sem eins hins einkennilegasta og sérstæð- asta, sem þeir hefðu séð á ferð- um sínum. ▲ Aftur hefir íslendingum sjálf- um hingað til ekki verið það full- Thor Jensens í Reykjavík, sem löngu er þjóðkunnur maður á íslandi fyrir athafnasemi sína og umbótahug á mörgum svið- um. Var Thor yngri ágætis námsmaður bæði í Mentaskólan- um og eins í Háskóla íslands, en hann útskrifaðist )þaðan með hæstu einkun í lögfræði er nokk- nr hafði hlotið fram að þeim tíma, og er mér ekki kunnugt um, að margir hafi til þessa dags hlotið hærri einkun í þeirri gfein. Hann tók einnig mikinn þátt í félagslífi stúdenta og var formaður Stúdentafélags Há- skólans, og lætur sér enn ant um velferð hans og námsfólks þar. Síðan Thor Thors lauk laga- námi hefir hann bæði verið ó- venjulega afkastamikill athafna- maður og, auk þingmenskunn- ar, gegnt mörgum opinberum trúnaðarstörfum. Hann er einn af þrem forstjörum Sölusam- bands íslenzkra Fiskframleið- enda og hefir verið sendur í er- indum Sambandsins til útlanda, t. d. til Suður Ameríku; sýnir það meðal annars hvert traust er til hans borið. Hann hefir einnig getið sér ágætan orðstír á Alþingi.Hann er prýðilegur ræðumaður, málsnjall og skörulegur; hefir hann því ó- sjaldan verið formælandi flokks síns, þegar mikils hefir þótt við þurfa á opinberum vettvaugi, t. d. í útvarpsumræðum. Gefst ís- lendingum nú gott tækifæri til þess að heyra þennan glæsilega fulltrúa fslands og íslenzku stjórnarinnar úr ræðustól, því að hann flytur fyrirlestra á eftirfarandi stöðum: Winnipeg, 3. júlí; Gimli, 4. júlí; Glenboro, 6. júlí og að Mountain, N. Dak., 9. júlí. Einnig er ráð fyrir því gert að han flytji erindi í Sel- kirk. Mega menn þar fyllilega eiga von á fróðlegum og áheyri- legum erindum um “gamla land- ið, góðra erfða”. Thors er kvæntur Ágústu dótt- urur Ingólfs læknis Gíslasonar og Oddnýjar frúar hans í Borg- arnesi (fyrrum á Vopnafirði), fríðleiks og myndarkonu. Er hún í för með mann,i sínum. Býð eg þau hjónin í nafni íslendinga velkomin á vorar slóðir og veit, að þeim mun hvarvetna tekið opnum örmum, því að af öllum góðum gestum eru oss góðir gestir frá íslandi kærkomnastir. Richard Beck Ijóst hvílíkt verðmæit Listasafn- ið á Skólavörðuhæðinni er orðið fyrir íslenzka landkynningu. En hin stöðuga aðsókn útlendinga og umtal þeirra um safnið er farið að opna augu manna fyrir þessari staðreynd, sem og líka er farið að lýsa sér í aukinni að- sókn innlendra manna. Það fer ekki altaf saman, rík listagáfa og persónulegar vin- sældir. En þetta hvorttveggja hefir Einari Jónssyni hlotnast. Mun það því vekja almenna á- nægju að heyra, að hann er enn í fullu fjöri með óskertu starfs- þreki og líklegur til að halda því enn um langt skeið. Gleðilegur vottur um þetta er hinn stöðugi vöxtur listasafns hans, sem ár- lega auðgast að nýjum verkum, er auka gildi þess og verðmæti. Vestari hluti hússins, þar sem Einar áður hafði vinnustofu, er Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.