Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 5

Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1939 HEIMSKRINGLA 5. SfÐA lega mikilli vinnu, og að enginn gæti lifað án þess að vinna eitt- hvað. Mjög miklu striti hefir verið létt af mönnunum með uppfyndingu alls konar véla og bættra vinnuaðferða. En því hefir fylgt sú ógæfa víða, að þúsundir manna hafa við það mist atvinnu og alla möguleika til að bjarga sér. Menn hafa enn ekki getað, eða réttara sagt, hafa ekki viljað koma neinu því fyrirkomulagi á, að vinnan og laun vinnunnar ^kiftist miUi allra eftir sanngirni og eftir því, sem menn þurfa með. Það er lítill vafi á því að eitthvert slíkt fyrirkomulag kemst einhvern- tíma á, verður að komast á. En hið félagslega skipulag í heim- inum er mjög ófullkomið enn og á eftir að breytast. Það hefir verið sýnt fram á af mönnum, sem hafa lagt sig eftir að rannsaka þetta efni, að það mætti komast af með mjög litla líkamlega vinnu, ef allir ynnu og vélar væru notaðar til þess ítrasta, sumir gizka á að fjögra eða fimm klukkustunda; vinna á dag mundi nægja. Hvort sem þessi áætlun er rétt eða i ekki, þá er það samt víst, að með ■ viturlegra og réttlátara fyrir- komulagi mætti minka vinnu þeirra, sem nú vinna mest, um helming og láta alla, sem ekkert gera nú, hafa nóg að gera. — Framleiðslan mundi samt verða nóg handa öllum, ef henni væri skift réttlátlega. Enski heim- spekingurinn Bertrand Russell hefir mikið um þetta ritað. Hann spáir því, að það komi að því, að óhjákvæmilegt verði, að koma á einhverju slíku fyrirkomulagi. Og hann heldur því fram, að þá verði aðal vandamáHð fyrir flestum að vita, hvað þeir eigi; að gera við allan þann tíma, sem þeir hafa afgangs frá vinnu sinni. Segir hann, að margir muni verja miklu af honum til skemtana, rétt eins og sé gert nú af þeim, sem hafi bæði pen- inga og tíma til þess, en að aðrir muni gefa sig við andlegum störfum, sem þeir hafi nú eng- an tíma til að sinna. I öðrum. En það er hverri stjórn algerlega ofvaxið að gera þær breytingar, sem vaka fyrir mönnum eins og t. d. Bertrand Russell. En hvernig sem öllu vindur fram á komandi tímum, og það er erfitt að spá nokkru um það, eins og nú er ástatt, þá er þó eitt, sem stendur óhagganlegt, og það er, að vinnan er nauðsyn- leg öllum mönnum. Hún er það fyrst og fremst vegna þess að án hennar er engin framleiðsla á I því sem mennirnir þurfa til lífs- viðurværis, möguleg, og hún er það í öðru lagi vegna þess, að í iðjuleysi heldur enginn maður manndómi sínum og heilbrigði óskertu. Vinna í þessum skiln- ingi á við öll störf, hvort sem þau eru líkamleg eða ekki. Öll störf eru, eins og eg hefi reynt j að benda á, bæði líkamleg og andleg. Maðurinn, sem leikur á ' hljóðfæri vinnur alveg eins og sá, sem stýrir plógi, og það getur \ líklega stundum verið álitamál, hvort sé erfiðara. Það er fyrst þegar vinnan verður látlaust strit, sem að hún verður mönn- um óþægileg og menn fara að þrá að geta lifað iðjuleysis lífi. En sá, sem lifir iðjuleysis lífi, j verður venjulega svo þreyttur á tómleika og tilgangsleysi þess, [ að hann fer að þrá einhverja vinnu. Fyrir oss flest er það höfuð skilyrði fyrir hamnigju J og ánægjulegu lífi, að geta unnið ! störf vor með gleði og áhuga. j Og það getum vér með því að 1 skilja rétt þýðingu og nauðsyn jlþeirra, með því að þroska í oss j sjálfum skyldurækni, og með því að vanda vinnu vora svo, að hún sé oss til sæmdar. Þetta alt er afar áríðandi. Það er ef til vill ekki nóg til þess að gera oss að öllu leyti ánægð með kjör vor, því þar kemur fleira til greina, en það á mjög mikinn þátt í að skapa heilbrigða lífsánægju og ! að þroska í oss hinn ómetanlega | eiginleika, sem vér getum nefnt manndóm. PRÓF. EINAR JÓIÍSSON Það er mikið talað um vinnu- leysi nú á tímum, sem eðlilegt er. Mörgum finst, að það sé I auðvelt að ráða fram úr því, það : þurfi ekki annað en stjórnirnar taki þetta í hendur sínar og búi | til atvinnu handa þeim, sem vinnulausir séu. Það er eflaust rétt á litið, að það er mögulegt j fyrir stjórnir, að gera eitthvað! meira eða minna í þessa átt. En! þær geta ahs ekki gert það nema I á kostnað þeirra, sem nú vinna eða hafa auð undir höndum, sem þeir eru sjálfráðir að fara með eins og þeim þóknast. En það meinar vitanlega gerbreytingu á öllu hagsmunalegu fyrirkomu- lagi, sem nú er ríkjandi í flestum löndum. Og í raun og veru er þess ekki að vænta af nokkurri stjórn, að hún geri þetta, nema að það sé eindreginn vilji mik- ils meirihluta þjóðanna, að það sé gert. f lýðfrjálsum löndum gera stjórnir aldrei annað en það, sem þær vita að meiri hluti manna er fylgjandi, þær geta ekki gert annað, og þær verða að gera það, eða hætta að stjórna. Þetta er svo auðsætt að það er í rauninni alveg gagnslaust að á- fellast nokkra stjórn, af hvaða pólitískum flokki sem er fyrir það, að hún geri ekki eitthvað, sem hún veit að er gagnstætt vilja meiri hlutans. Breytingin, ef breyting á að verða, verður að koma frá fólkinu, en ekki þeim, sem stjórna. Og varanleg breyting á því fyrirkomulagi, sem nú er, getur ekki fengist nema með afar víðtækri bylt- ingu í hinu hagsmunalega fyrir- komulagi, það geta allir séð. Það má ráða bót á atvinnuleysi hér og þar og í bili með ýmsum ráðum, og það má sjálfsagt gera meira að því en gert er. Engin stjórn gerir líklega alt, sem hún getur í þeim efnum fremur en Frh. frá 1. bls. nú að fullu innlimaður í safnið og alsettur listaverkum, sem orð- in eru til síðan safnið var flutt heim 1920. ▲ Ýmsa mun reka minni til að það væri talið eftir þegar bygt var yfir verk Einars, sem og mun hafa valdið því, að það verk var að minsta kosti í byrjun sótt af litlum dugnaði stjórn- valdanna. Fjárveitingin var upp- haflega aðeins 10,000 kr., svo að einstakir menn urðu að skjóta saman, og öfluðust 20,000 kr. á þann hátt. Efni var svo keypt á ódýrum tíma, en var síðan tek- ið eignanámi til notkunar í ein- hverja opinbera byggingu. Við það varð hlé á byggingu safns- ins, og varð það dýrkeypt, því að þegar efnið var keypt aftur, var það orðið margfalt dýrara. Var því engin furða þótt sumum yxi í augum byggingarkostnað- urinn, því að hann varð vitan- lega margfaldur á við það sem menn höfðu átt að venjast. Nú heyrist aftur enginn sýta út í listasafnsbygginguna, og jafnvel þeir sem ekki hafa lært að meta listastefnu Einars Jóns- sonar, mundu harma það ef safn- ið eyðilegðist, því að þeir komast ekki hjá því að sjá og meta verð- gildi þess. ▲ Þótt aðalvinna Einars hafi snúist um aukningu safnsins, þá hefir hann tvisvar verið svo heppinn eftir að hann var orð- inn búsettur hér heima, að fá útlendar pantanir, sem gáfu hon- um nokkurt handbært fé. f fyrra skiftið var það þegar hann árið 1917 var fenginn til að gera standmyndina af Þorfinni Karls- efni fyrir Bandaríkjamenn. í síðara skiftið, eða fyrir 2—3 Minni Islands Flutt að Mountain, North Dakota, 16. júní 1939 Nú logar jörðin öll í heiftar eldi, sem andi dauðans stjórnartaumum héldi og dagur lífsins kominn væri að kveldi. En byssuvöldin sóa arði og auði, sem öllum skyldu miðla frjálsu brauði. Þau rýja fólkið eins og svæfða sauði. Og dauðinn ratar jafnt í höll sem hreysi og hikar ei þótt fólkið varnir reisi— —Hin eina vörn er algert varnarleysi. Já, eina vörnin; það veit þjóðin okkar, og því er víst að enginn hana lokkar í vopnagerð — þar gleymast allir flokkar. Vor ættjörð! — Drottins eini friðar blettur, og öllum heimsins löndum betur settur. í vopna stað þar ráða lög og réttur. Þó sverðum beittu synir þínir forðum og sögur þeirra ljómi af frægða morðum, er öllu breytt — og æðra tafl á borðum. Og þú ert eina þjóðin fyr og síðar, sem þekking hlaut af glöpum fyrri tíðar og himnabrú úr brotnum flekum smíðar. Á vorri jörðu aldrei hefir andað nein önnur þjóð, sem til var betur vandað: því kónga og þrælablóði var þar blandað. Og mundu hvað þú ert og átt að verða, og engum leyf þinn mikla hlut að skerða, sem vegarljós á brautum friðar ferða. Þig drottinn blessi norðr’ í Atlanzálum, hann orni þínum hundrað þúsund sálum með sigur úrslit öllum þínum málum. Og fjöldi af “Jónum” framtíð þína krýni, á friðarhimni eins og stjörnur skíni, en enginn “Hitler”, enginn “Mussolini”. Sig. Júl. Jóhannesson HITT OG ÞETTA árum, gerði hann minnismerki fyrir pólskan mann. Það fé sem hann fékk fyrir þetta verk fór alt og meira til í vinnustofu, sem reist var sem viðbygging sunnan við safnið. Var sú endurbót ó- hjákvæmileg afleiðing af því sem áður er sagt um þörfina á auknu húsrúmi fyrir hin nýrri listaverk. Þessi viðbygging, sem reist hefir verið landinu að kostnaðarlausu, er því gjöf Ein- ars til lands og þjóðar. Nemur hún tugum þúsunda króna að verðgildi, enda er að öllu leyti mjög vil til hennar vandað, sem því miður ekki er hægt að segja um sjálfa aðalbygginguna, þrátt fyrir ýmsar góðar endurbætur sem á henni hafa verið gerðar innan húss. ▲ Á líkan hátt sem eldhættan í Þjóðminjasafninu er mönrium stöðugt áhyggjuefni, þannig er það með jarðskjálftahættuna í listasafni Einars Jónssonar. Því að húsið var reist áður en menn fóru að taka nægilegt tillit til slíkrar hættu í steypuhúsum. — Þær hræringar, sem orðið hafa síðan safnið var reist, hafa þeg- ar valdið nokkrum skemdum í steypunni. Þess verður nú/og víða vart, að múrhúðin flagnar af húsinu, svo að vatn og frost hlýtur að verða veggjunum að grandi ef ekki er að gert. — Væri Einar Jónssyni eflaust eng- in afmælisgjöf kærari en ef ráð- stafanir yrðu^gerðar safnhúsinu til viðhalds og varnar gegn slík- um árásum náttúrunnar. —Mbl. 11. maí. Áður fyrri tíðkaðist það alls- staðar að hefja vinnu hvenær sem var sólarhringsins. í þorpi einu á Vesturlandi var karl er Bjarni hét, er stundaði róðra og landvinnu. Kvöld eitt er hann háttaður, búinn að signa sig og las bænirnar sínar við sið þess tíma. Er þá kallað alt í einu á gluggann og sagt: Þú átt að koma undir eins í vinnu Bjarni. Bjarna verður felmt við, en svarar þó samstundis: “Haltu kjafti bölvaður eg er að lesa faðirvorið.” Tvær frúr fóru saman í kvik- myndahús. Á undan aðalmynd- inni var sýnd aukamynd. Það var dýramynd, og sást fyrst asni sem stóð við stall. önnur frúin þýtur upp úr sæti sínu og hróp- ar: — Almáttugur — eg gleymdi að taka til mat handa manninum mínum! * * * Hansen kennari hafði orð á sér fyrir að vera utan við sig. Einu sinrii var hann í boði hjá kunningja sínum og spilaði bridge við vini sína. Vinunum kom saman um að reyna hve oft þeir gætu látið Hansen gefa spilin án þess að hann tæki eftir því. Hansen gaf spilin aftur og aftur án þess að láta sér bregða. — Þú átt að gefa, sagði Lind kapteinn, þegar Hansen hafði gefið 11 sinnum í röð. En þá henti Hansen kennari frá sér spilunum og sagði móðg- aður: — Nei, eg held nú ekki Lind. Þið ætlist víst ekki til að gefi tvisvar í röð! * * * Fransk máltæki segir: Konur eru eins og gátur maður hefir gaman af gátunni þar til maður hefir leyst hana. * * * Útbreiddasta tímarit í Evrópú er án efa vikublað þýzka naz- istaflokksins, “Schulungsbriefe”, sem gefið er út í 5 miljón ein- tökum. * * * — Hvað segir þú um ást við fyrstu sýn? — Hún er lík og aðrar ástir — ekki nokkurs virði. íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, SILFURBRÚÐKAUP í ÁRBORG Ánægjulegt heiðurssamsæti var haldið í Árborg þ. 4. þ. m., þeim hjónum Guðmundi verzlun- arstjóra Einarsson, og Elínu konu hans, til þess að minnast 25 ára hjónabands þeirra. Tóku þátt í því um 200 manns víðsveg- ar frá. Samsætinu stýrði séra Eyjólfur J. Melan og mælti hann nokkur orð til heiðursgesta í byrjun. Fór þar fram ágæt skemtun, bæði ræður og söngvar og hljóðfærasláttur.Ræður fluttu Mrs. E. L. Johnson, B. H. Jakob- son, E. Benjamínsson, Sveinn Thorvaldson, Mrs. H. v. Renesse, Mrs. S. E. Björnsson, Gestur Oddleifsson, Jón Pálsson, B. J. Lifman og S. Thorvaldson. Voru af sumum ræðumönnum minn- ingargjafir fram réttar, sem virð ingar og vináttuvottur frá gest- um, ættmennum og vinum, en á milli ræðanna fór fram söngur og hljóðfærasláttur. Sungu þar þeir Fieldsted bræður Thor og Herman, vel að vanda, og þá einnig léku töfrahljómar frá fiðl- unni hans Jóhannesar Pálssonar um salinn, við hið mjúka og list- fenga undirspil systur hans Lilju. Var alt samsætið hið á- nægjulegasta og'endaði með sem fyrst,- í band eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. * * * Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fölk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þese verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, því ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. VIÐ KVIÐSLITI? Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stal og sprotalausar. — skrifið: Smith Manfg. Company, Dept. 160, Preston, Ont. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrjfölr: Hecury Ave. Eut Sími 95 551—95 552 Skrlistofa: Heory o( Argyle VERÐ ■ GÆÐI - ÁNÆGJA ræðu frá heiðursgesti G. O. Ein- arsson, sem var fjörug og lipur eins og maðurinn sjálfur. Von- ast eg til að eitthvað af ræðun- um verði birt síðar, því í þeim komu fram ýmsár góðar hug- myndir um þau mál sem al- menning varðar, og miða til góðs fyrir land og lýð. Lýstu ræð- urnar heiðursgestum og starf- semi þeirra í bygðarlaginu frá fyrstu tíð og að maklegleikum hlutu þau þann dóm að þau hefði ávalt reynst hinir beztu drengir. S. E. B. ELIN OG GUÐMUNDUR O. EINARSSON (Á 25 ára giftingarafmæli þeirra) Þótt ei fyndist vor í veðri Víst er bjart og hlýtt hér inni Þar sem vinur vini telur Veðraskifti úr fortíðinni Landans afrek ljóst vér greinum Lýsigull úr hrjóstri og steinum. Þótt hið ytra alt sé litað Andardráttur haustsins vaki Gegn um loftið hörpu heyrum Hljóma vorsins bylgjutaki Leikur nú frá arni inni Andans bjarmi úr fortíðinni. Vængjuð fræ úr safni Sögu Svífa yfir heimaranni Eins og ljós frá lágu hreysi Lýsi viltum ferðamanni Gegn um þoku og haustsins hríðar Heim, til framtaks nýrrar tíðar. Góðu hjón, á gæfudegi Gróður landsins heilsar kærast Þar sem enn í ungu sinni Æskuljúfir strengir bærast Vinaþel í veðri og æðum Vakir nú í söng og ræðum. Vel sé þeim sem virðing hljóta Viðurkenning réttmæt lifir Að hafa verið vökumaður Veðrabrigðin stigið yfir, Það sé andans aðalsmerki Á ykkar brá að loknu verki. S. E. Björnsson ÞÉR GETIÐ ÁVALT FENGIÐ PENINGANA TIL BAKA! Þegar þér geymið peninga yðar á banka, þá eru þeir tryggir—og þér getið hvenær sem þér óskið þess, gengið að þeim þar. Opnið spari- sjóðsreikning hjá næsta útibúi og leggið reglu- lega fyrir peninga. the ROYAL BANK O F CANADA =Eignir yfir $800,000,000- With Shampoo & Finger Wave Complete AMAZING VALUE --Greatest Advertising Offer Ever Made- A GUARANTEED SCIENTIFIC PUSH UP Permanent #|f c wave "5 This Offer Is Made by the Scientific as an Advertising Special. Never Before Such Values. Beautiful, Basting, Permanent Waves. Phone 24 862 SCIENTIFIC BEAUTY CULTURE 612 Power Bldg., Portage Ave. & Vaughan St., Winnipeg Winnipeg’s Largest, Most Beliable, Best Equipped Beauty Salon

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.