Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA
HEiMSKRINCLA
WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1939
RISADALURINN
“Er það svo? Þá vitið þér að hún er jörð-
uð hérna.”
“Já, herra minn. Fyrir tíu árum síðan,
þegar eg var svolítil stúlka, hitti eg Bryce son
yðar. Hann lánaði mér litla hestinn sinn og við
fórum hingað. Þessvegna veit eg þetta.”
“Ja, nú er eg hissa! Svo þið þektust fyrir
tíu árum síðan? Þér hafið hitt Bryce síðan
hann kom heim aftur. Hann er orðinn stór
drengur.”
“Já, það má nú segja.”
John Cardigan kinkaði kolli íbygginn. “Það
er þessvegna sem þér hugsuðuð upphátt,
sagði hann eins og við sjálfan sig. “Bryce sagði
yður frá henni. Þér hafið rétt fyrir yður, Miss
Sumner. Guð gaf henni ekki mörg ár til að
njóta hamingjunnar. Bara þrjú ár. En það
voru dásamleg ár! Svo dásamlega yndisleg
ár!”
“Það var mjög fallega gert af yður að
koma með blóm á leiðið hennar, sagði hann alt
í einu. “Mér þykir fjarska vænt um það. Eg
vildi að eg gæti séð yður . Þér hljótið að vera
góð og falleg, husgunarsöm stúlka. Viljið þér
ekki fá yður sæti og tala við mig?”
“Það þætti mér gaman að,” sagði hún og
settist á brúna jörðina við stólinn hans.
“Svo þér komuð hingað til að hugsa svo-
lítið,” sagði hann með sinni rólegu og þægilegu
rödd. “Komið þér hér oft?”
“Þetta er í þriðja sinnið á tíu árum,” svar-
aði hún. “Eg veit að eg hefi engan rétt til að
koma hingað. Þetta er yðar helgur blettur, og
ókunnugir mundu vanhelga hann.”
“Eg held að mér hefði verið illa við að
nokkur annar en þér, hefðuð komið hingað, Miss
Shirley Sumner. Mér var illa við nærveru
yðar, þangað til þér tókuð til máls.”
“Mér þykir vænt um að þér segið þetta.
Mr. Cardigan. Það gerir mig rólega að vera
hér.”
“Eg hefi ekki komið hingað í tvö ár, fyr
en rétt nýlega. Sjáið þér til. Eg á ekki Risa-
dalinn lengur.”
“Er það svo? Hverjum selduð þér hann?”
“Eg veit það ekki, Miss Sumner. Eg varð
að selja hann. Það var engin önnur leið út úr
ógöngunum, sem Bryce og eg vorum komnir í.
Svo eg fórnaði tilfinningum mínum fyrir dreng-
inn minn. En nýji engandinn hefir verið dá-
samlega góður mér. Hún endurbætti gamla
veginn svo vel að gamall blindur stauli eins og
eg, get komist þangað án þess að villast — og
hún lét búa til þenna ágæta stól handa mér. Eg
hefi beðið Moore dómara, sem er fyrir hennar
hönd, að bera henni þakkir mínar. En orðin
eru svo innan tóm, Shirley Sumner. Gæti nýi
eigandinn aðeins skilið hve innilega þakklátur
eg er henni, og hve djúpt þessi kurteisi hennar
hefir hrært huga minn þá-----”
“Kurteisi hennar?” endurtók Shirley.
“Keypti kvenmaður Risadalinn?”
Hann brosti við henni. “Já, vissulega.
Hver nema kona, góð og hugsunarsöm kona,
hefði látið búa til þennan stól og færa mér
hingað.”
Nú varð löng þögn. Þá rétti John Car-
digan út hendina og tók um hönd stúlkunnar.
“En hvað það var heimskulegt af mér að vita
það ekki strax,” sagði hann. “Þér eruð nýji
eigandinn. Kæra barn, ef þöglar bænir gamals
og óhamingjusams manns geta flutt þér guðs
blessun — svona, svona stúlka! Eg ætlaði
ekki að græta yður. En hvað þér hafið við-
kvæmt hjarta!”
Hún tók um harða og stóra hendi hans og
heit tár hennar streymdu ofan á hana, því að
blíða hans og góðmenska höfðu hrært hana
djúpt. “Þér megið ekki segja neinum frá
þessu! Þér megið það ekki,” sagði hún.
Hann lagði hendina á öxl hennar, þar sem
hún kraup fyrir framan hann. “En í hamingju
bænum stúlka, því gerðuð þér þetta? Því ætti
stúlka eins og þér, að gefa hundrað þúsund
dali fyrir Risadalinn minn? Voruð þér------”
hann hikaði — “erindsreki frænda yðar?”
“Nei, eg keypti hann sjálf fyrir mína
eigin peninga. Hann veit ekki að eg er nýji
eigandinn. Sjáið þér til, hann vildi fá hann
fyrr ekkert.”
“ójá, mig grunaði það fyrir löngu síðan.
Frændi yðar er fjármálamaður hins nýja tíma.
Eg er hræddur um að hann sé ekki mikill
draumóra maður. En segið mér hvers vegna
þér skemduð þannig áætlun hans?”
“Eg vissi að það féll yður hræðilega þungt
að selja Risadalinn yðar. Það var tilfinninga-
mál. Eg vissi líka hversvegna þér neyddust
til að selja, svo — jæja eg ákvað að Risadalur-
inn væri betur kominn í mínum vörslum, en
frænda míns. Hann Ihefði islennilega látið
höggva skóginn vegna þess, að úr þessum trjám
má fá sjötíu og tveggja þumlúnga breið borð
og kvistalaus.”
“Þetta er mér nú ekki næg skýring á því,
að þér tókuð málstað ókunnugs manns gegn
frænda yðar,” sagði John Cardigan. “Það
hlýtur að vera einhver frekari ástæða, Miss
Shirley Sumner.”
“Shirley þótti vænt um að hann gat ekki
séð hve hún roðnaði er hún svaraði honum.
“ó, þegar eg kom til Sequoia í vor, hitti eg son
yðar fyrir hendingu. Fólksflutningabíllinn var
farinn og hann var svo vænn að bjóða mér að
koma með sér í bílnum sínum. Þá mundum
við eftir að við höfum hitt hvert annað, er
við vorum börn. Brátt skildist mér af sam-
ræðunum, að hann og John félagi hans, eins og
hann nefndi sig, voru félagar og vinir. Eg sá
er þið fundust þá um kvöldið — eg sá hvernig
hann tók yður í stóra faðminn sinn, vegna þess
að þér voruð orðnir blindur, meðan hann var að
skemta sér og njóta lífsins. Og þér höfuðuð
ekki sagt honum frá því. Mér fanst það
hreystilega gert af yður; og síðar þegar Moira
McTavish og Bryce sögðu mér frá yður — hve
góður maður þér væruð, hversu umhyggjusam-
ur fyrir velferð verkamanna yðar og áhang-
enda, þá gat eg ekki að því gert að hallast frem-
ur á yðar sveif og félaga yðar, drengsins,
vegna þess að hann var svo góður drengur og
trúr hinum drengilegu hugsjónum föður síns.”
“Já, hann er manndóms ^naður,” sagði
John Cardigan, stoltur. Eg er viss um að þér
kynnist honum aldrei til fullnustu, en ef þér
gerðuð það-----”
“Eg þékki hann mjög vel,” sagði hún. —
“Hann bjargaði lífi mínu þegar lestin fór fram
af gilbarminum, og það var önnur ástæðan.
Eg stóð í þakklætisskuld við hann, og það gerði
frændi minn líka; en hann vidli ekki gjalda
sinn hluta, svo að eg gerði það fyrir hann.”
“Dásamlegt,” hvíslaði John Cardigan, “dá-
samlegt! En samt hafið þér ekki sagt mér
hversvegna þér borguðuð hundrað þúsund dali
fyrir risana, þegar þér gátuð fengið þá fyrir
fimtíu þúsund. Þér höfðuð einhverja ástæðu,
sem konur einar hafa, og þær rökræða málin
með hjartanu, en ekki heilanum. En ef þér
viljið ekki segja mér frá þessu, þá vil eg ekki
gangast eftir því frekar. Ef til vill finst yður
eg vera óþarflega framur.” ^
“Eg vildi helst ekki þurfa að svara því,”
sagði hún.
Einkennilegt góðlátlegt brps lék um varir
gamla mannsins; hann vaggaði hinu mikla
ljónshöfði eins og hann vildi segja: “Því skyldi
eg spyrja að því, sem eg veit.” Þau þögðu um
stund að því búnu sagði hann: “Má eg geta einu
sinni Miss Shirley Sumner?”
“Já, en þér getið aldrei til hins sanna í
þessu efni.”
“Eg er mjög vitur öldungur. Þegar maður
situr svona í myrkrinu sér maður margt, sem
leynist augum manns í dagsbirtunni. Sonur
minn er stoltur og sjálfstæður og heiðarlegur
maður. Hann þurfti hundrað þúsund dali; þér
vissuð um Iþað. Frændi yðar eagði yður
kannske frá því; hefðuð þér boðið honum féð
að láni mundi hann hafa neitað því, og þér
óttuðust aá særa hann með því tilboði. Þess-
vegna keyptuð þér Risadalinn á þessu ofurverði
og leynduð því> að þér voruð kaupandinn. Hann
klappaði hendi hennar til að þagga mótmæli
hennar, en neðar á slóðinni heyrðist einhver
syngja eða raula með hálftaminni rödd, ein-
hvern villumanna söng, sem var næstum ekkert
lag við.
“Þetta er sonur minn að koma eftir mér,”
sagði John Cardigan. “Hann er nú að grenja
indíánskan hersöng, eða sigurljóð, eitthvað
sem fóstra hans kendi honum þegar hann var í
kjól. Ef þér viljið afsaka mig, Miss Sirley
Sumner, þá ætla eg að fara nú. Eg hitti hann
venjulega þarna niður á slóðinni.”
Hann kvaddi hana og gekk niður slóðina,
og lét göngustafinn sinn snerta keðjuna, sem
vísaði honum veg.
Shirley þótti fjarskalega vænt um að fá
að vera ein. Hún óskaði ekki að hitta Bryce
Cardigan þarna. Hún var mjög þakklát við
John Cardigan fyrir þessa nærgætni hans. Hún
settist í stólinn hans, studdi hönd undir kinn
og fór að hugsa um þennan merkilega gamla
mann, og um hinn merkilega son hans.
Bryce hitti föður sinn eitthvað tvö hundruð
skref þaðan. “Helló John Cardigan!” hrópaði
hann. “Hvað meinarðu með því að reika um
þessa skóga leiðsagnarlaust. Hvað þá! Ætl-
arðu ekki að gera grein fyrir þessu kæruleysi
þínu?”
“Eg hélt að þú ætlaðir aldrei að koma stóri
sláninn þinn,” sagði faðir hans glaðlega. Hann
stakk hendinni ofan í vasann eftir vasaklútnum
sínum, og leitaði alstaðar eftir honum. “Nei,
sonur sæll,” sagði hann. “Eg held eg hafi
skilið silki vasaklútinn minn eftir — þann sem
hún Moira gaf mér á afmælisdaginn minn.
Farðu að stólnum mínum og sæktu hann fyrir
mig. Eg skal bíða hérna eftir þér. Þér liggur
ekkert á.”
“Eg skal koma strax,” svaraði sonur hans
og hraðaði sér upp stiginn, en faðir hans hallaði
sér upp að tré einu og brosti á sinn einkennilega
hátt.
Fótatak Bryce á þunnum greinum skógar-
svarðarins vöktu Shirley upp úr hugsunum
hennar. Er hún leit upp stóð hann í miðju
rjóðrinu og horfði á hana.
“Þú — þú!” stamajði hún og stóð á fætur
til að forða sér frá honum.
“Gamli maðurinn sendi mig hingað eftir
vasaklútnum sínum Shirley. Hann sagði^mér
ekki að þú værir hérna. Býst við að hann hafi
ekki heyrt til þín.” Hann gekk brosandi til
hennar. “Mér þykir mjög vænt um að sjá þig
núna, Shirley,” sagði hann og staðnæmdist við
hlið hennar. “Forlögin hafa verið sérstaklega
góð. í rauninni hefi eg verið að hugsa um það í
allan dag, hvernig eg gæti náð tali af þér eins-
lega, án þess að heimsækja þig í húsi frænda
þíns.”
“En mig langar ekkert til að tala við neinn
í dag,” svaraði hún dálítið dauflega — og þá
sá hann að hún' hafði verið að gráta. Sam-
stundis var hann kropinn á kné við hlið hennar,
með þessari einkennilegu hreinskilni, sem hún
hafði svo oft undrast og dáðst að í fari hans.
Hinn langi vinstri handleggur hans lagðist utan
um hana og þegar hún ték höndunum fyrir
andlitið, þá tók hann þær blíðlega burtu.
“Eg hefi beðið of lengi, ástin mín,” hvíslaði
hann. “Hamingjunni sé lof að eg get nú sagt
þér alt, .sem hefir safnast fyrir í sál minni. Eg
elska þig Shirley. Eg hefi elskað þig frá þeirri
stund, 'sem eg sé þig á stöðinni, og allir þessir
mánuðir af baráttu og ófriði hafa aukið ást
mína á þér. Ef til vill varðst þú mér kærari
vegna þess að mér fanst það vonlaust að eg
fengi þig nokkurn tíma.”
Hann lagði höfuð hennar að brjósti sér og
hin stóra hendi hans strauk vanga hennar. Hin
drengilegu brúnu augu hans hdrfðu alvarlega
og hálf raunalega í augu hennar. “Eg elska
þig,” hvíslaði hann. “Alt það sem eg hefi —
alt það sem eg er — alt það sem eg vonast eftir
að verða, býð eg þér Shirley Sumner; og í
helgidómi hjarta míns skal eg geyma þig sem
helgan dýrgrip meðan æfin endist. Þér er ekki
sama um mig, ástin mín. Þú veist að þér er
það ekki; en svaraðu mér — segðu mér------”
Hin fjólubláu augu henanr litu á hann og í
þeim las hann svarið við spurningu sinni. “Má
eg?” hvíslaði hann og kysti hana.
“Ó, stóri góði og ákafi unnustinn minn,”
hvíslaði hún og vafði handleggjunum um háls
hans, og hamingja hennar braust fram í tár-
unum, sem hann reyndi ekki að stöðva. Hún
hvíldi í hinu örugga skjóli faðms hans, óg þar
sagði hún honum fyrirhafnarlaust og feimnis-
laust, allar þær hugsanir, sem komu henni í
huga í hvert sinni og þau hittust.
“Ó, ástin mín,” hrópaði hann glaður. “Eg
hefi ekki þorað að láta mig dreyma um slíka
hamingju fyr en í dag. — Hindranirnar sem að-
skildu okkur voru svo miklar og margar----”
“En því þá í dag, Bryce,” spurði hún.
Hann tók utan um fallega nefið hennar
með ihinum / stóru fingurgóimum sínum og
hristi það svolítið. “Það fór að rofa fyrir degi
í gær ástkæri litli óvinurinn minn. Eg eyddi
mjög skemtilegum hálftíma hjá hans háværu
verðugheitum, borgarstjóranum. Samkvæmt
grun mínum einum saman, sagði eg Pound-
stone að eg skyldi koma honum í bölvun ef
hann kæmi ekki fram eins og heiðarlegur mað-
ur, er eg sækti um ævarandi leyfi fyrir N. C. &
O. járnbrautina, og þessi sleipi refur grét og
lofaði mér öllu fögru, ef eg gerði það ekki. Þá
lofaði eg honum, að eg skyldi ekki gera neitt á
hluta hans fyr en leyfið væri útkljáð. Því næst
sneri eg niður að skrifstofunni minni, og þar
beið eftir mér hvorki meira né minnq, en
embættismaður frá Norðvestur Kyrrahafs-
brautinni. Hann var reglulega skínandi skemti-
legur maður. Það er hans hlutverk að sjá um
að fá land undir brautir þeirra og gerði mér
tilboð. Það virðist að Norðurvestur Kyrrahafs-
brautin eigi að leggjast niður frá Willits og
allur þessi glamrandi í Buck Ogilvy um N. C.
& 0. hefir líklega komið þeim af stað með það.
Þeir hugsuðu að C. M. & St. P. stæði á bak við
N. C. & 0., og að sú fyrirhugaða braut ætti að
verða fyrsti hlekkurinn í járnbrautarkerfi um
ströndina, sem tengt yrði við C. M. & St. P. við
Greyshöfnina í Washington. Ef N. C. & O.
yrði lögð, þá þýddi það, að þessi keppinautur
yrði keppinautur þeirra um hvert tré í rauð-
viðarbeltinu í Humboldt og Del Norte og þeir
héldu eftir á tómum pokanum.”
“Því héldu þeir það, ástin mín?”
“Þessi dásamlegi þorpari hann Buck Ogil-
vy, vann eitt sinn fyrir þá; þeir viðruðu ein-
hvern voða úr þeirri átt. Ef til vill gaf hann
þem eitthvað í skyn. Að minsta kosti var þessi.
gestur minn mjög áfjáður að vita, hvert N. C.
& 0. hefði keypt af Cardigan félaginu hafnar-
stæði niður við sjóinn, en við eigum þau öll. Eg
sagði honum að þeir samningar væru ekki full-
gerðir enn og hann byrjaði strax að semja við
mig.”
“Og vildir þú semja við hann?”
“Elskan mín góða, kann öndin að synda?
Auðvitað samdi eg við hann. Eg seldi honum
þrjá fjórðu af allri strendlengjunni okkar,
fyrir þrjá fjórðu miljón dala, og fyrir klukku-
tíma síðan, fékk eg símskeyti frá lögmanni
mínum í San Francisco, þar sem hann segir
mér að peningarnir hafi verið lagðir inn og
verði mér útborgaðir þegar samningarnir fyrir
sölunni eru formlega gerðir. Þetta fé réttir
Cardigan félagið við — það verður ekkert úr
gjaldþroti nú, og eg ætla að halda áfram með
lagningu N. C. & '0. brautarinnar. En eignir
okkar suður í San Hedrin tvöfaldast í verði
vegna þess, að innan þriggja ára er hægt að
flytja þaðan viðinn út um allan heim.”
“Bryce,” sagði Shirley. “Hefi eg ekki alt
af sagt þér, að eg skyldi aldrei leyfa þér að
leggja þessa braut? Þú verður að kjósa milli
mín og hennar.”
“Shirley, þér er þetta ekki alvara?”
“Víst er mér þetta alvara. Mér hefir alt af
verið það alvara. Eg elska þig góði minn, en
þrátt fyrir það mátt þú ekki leggja þessa
braut.”
Hann stóð upp og gnæfði yfir hana hörku-
legur á svip. “Eg verð að leggja brautina
Shirley. Eg hefi samið um að gera það, og eg
verð að efna loforð mín við Gregory og Trinidad
timburfélagið. Hann leggur til féð, en eg á að
leggja brautina og sjá um flutningana. Eg get
ekki brugðist honum nú.”
“Ekki fyrir mínar sakir?” sagði hún í bæn-
arrómi. Hann hristi höfuðið. “Eg verð aö
halda áfram,” sagði hann.
“Veistu hvað þessi ákvörðun þín þýðir
fyrir okkur?” sagði hún alvarlega með enn
alvarlegri svip.
“Eg veit hvað það þýðir fyrir mig.”
Hún gekk fast upp að honum. Alt í einu
breyttist reiðisvipurinn í augum hennar í
glettnissvip. Ó, blessaður stóri álfurinn minn,”
hrópaði hún. “Eg var bara að reyna þig.” Hún
hallaði sér upp að honum hlægjandi. “Þú hefir
alt af yfirhöndina og berð sigur úr býtum í
viðskiftum okkar. Elsku Bryce. Eg á Laguna
Grande timburfélagið, eða réttara sagt, mun
eiga það á morgun. Og eg endurtek í síðasta
sinni að þú skalt ekki byggja N. C. & 0. braut-
ina af því eg ætla — æ, eg er alveg að deyja úr
hlátri að þér — af því að eg ætla að slá Laguna
Grande saman við Cardigan-félagið, og járn-
brautin mín verður þín eign, við lengjum hana
og flytjum stofna Gregorys niður að sjónum.
Flónið þitt, sagði eg þér ekki að þú skyldir
aldrei leggja þessa braut?”
“Guð blessi mína rugluðu sál!” tautaði
hartn og faðmaði hana að sér.
Þau gengu niður stíginn. Rökkrið var að
falla á. John Cardigan beið þarna við tréð með
mestu þolinmæði.
“Jæjá,” sagði hann þegar þau komu,
“fanstu vasaklútinn sonur minn?”
“Eg fann ekki vasaklútinn þinn, John
Cardigan,” svaraði Bryce, “en eg fann það,
sem eg held að þú hafir sent mig til að finna —
og það er alveg dásamleg tengdadóttur handa
þér.”
John Cardigan brosti og breiddi móti henni
faðminn. “Þetta”, sagði hann, “er sá fagnað-
arríkasti dagur, sem eg hefi lifað síðan dreng-
urinn minn fæddist.”
XXXIX Kapítuli.
Seth Pennignton var gjörsigraður. Hann
fann enga smugu til að smjúga út um hvernig
sem hann leitaði.
“Þú sigrar, Cardigan,” tautaði hann örvænt-
ingarfullur, þar sem hann sat í skrifstofunni
eftir að Shirley var farin. Þér hefir gengið
betur en vel í hverjum bardaga okkar og nú
hefir þú slegið mig í rot. Hefði eg átt við hvern
sem var nema þig-------”
Hann stundi mæðulega og studdi á hnapp
á skrifstofuborðinu sínu. Sexton kom inn.
“Sexton.” sagði hann og var dálítið skjálfradd-
aður, “frænka mín og eg höfum orðið missátt.
Við höfum orðið það út af hinum unga Cár-
digan. Hún ætlar að giftast honum. Nú eru
eigur okkar talsvert tvinnaðar saman og til
þess að ákveða hvernig þeim skyldi skift, vörp-
uðum við hlutkesti. Eg tapaði og verð að selja
henni minn hluta í Laguna Grande félaginu.
Virðingarverð hlutabréfanna, eins og þau eru
virt á bókum félagsins við síðustu áramót auk
tíu af hundraði í ofanálag, verður söluverð
þeirra og eg segi af mér sepi forseti félagsins.
Þú verður sennilega forseti þess þangað til
búið er að slengja því saman við Cardigan fé-
lagið — þá hugsa eg að þér verði gefinn nægur
tími, til að finna þér vinnu einhverstaðar ann-
arstaðar. Gerðu lögmanni Miss Sumner boð
og biddu hann að koma hingað kl. níu í fyrra-
málið. Þá má fylla út skjölin þessu viðvíkjandi
og undirskrifa þau. Þetta er alt og sumt.”
Ofurstinn fór ekki heim til sín í Rauðvið-
argötuna það kvöld. Hann hafði enga lyst á
mat, en sat og hugsaði í skrifstofu sinni fram á
nótt; þá fór hann til gistihússins í Sequoia og
fékk sér herbergi.