Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKR1NGLA WINNIPEG, 21. JÚNf 1939 H^itnakrmgla (StofnuB 1886) Kemur út i hverjum mtBvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipet Talsimis 86 537 OerB blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist [yrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKINQ PRESS LTD. ÖU viðskifta bréf blaðlnu aSlútatndl sendlst: ttcnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is publlshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Ma% Telephone: 86 537 WINNIPEG, 21. JÚNÍ 1939 KIRKJUÞINGIÐ Að rúmri viku liðinni, eða fimtudaginrx 29. júní, hefst ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Er þingið í þetta sinn haldið í Winnipeg, í kirkju Sambandssafnaðar. Heimskringla vill eins og undanfarin ár vekja athygli íslendinga á þessu kirkju- þingi. Frá félagslegu sjónarmiði er það í gildi þess bezta, t. d. Þjóðræknisþingsins, sem íslendingar út af fyrir sig eiga hér kost á. í víðtækara og um leið sínum eiginlega skilningi, er í sambandi við þingið að ræða um eina markverðustu vakninguna í andlegum málum, sem átt hefir sér stað í nútíðar sögu ísl. þjóðarinn- ar. Menn hafa ef til vill ekki veitt því nóg- samlega athygli, að þessu er svo varið, en reynslan ber eigi að síður vitni um það. Hjá íslenzku þjóðinni, hafa ekki ennþá orðið til nein skipulögð samtök um að vinna að víðsýni í trúmálum, sem hjá söfn- uðum þeim, er krikjúfélagi þessu heyra til. Einstaklingarnir heima, sem séð hafa þörfina á þessu, hafa yfirgefið kirkjuna að vísu, af því að viðhorf hennar fullnægði þeim ekki — og þeir eru býsna margir — og hafa lesið með sjálfum sér kvæði Þor- steins Erlingssonar, Jóns Ólafssonar og ritverk Ágústs H. Bjarnasonar, en skipu- lögð samtök um að vinna að útbreiðslu raunverulegrar þekkingar í þessum efnum, hafa þeir ekki ráðist í. Sú fræðsla hefir aðeins verið veitt þjóðinni af einstakling- um, bæði þeim er nefndir voru og fleirum, til þess að svala þorsta þúsunda, sem ekki gátu aðhylst trúboð þröngsýninnar af hálfu kirkjunnar. En, segja margir, hvað koma okkur trú- mál við? Eru þau ekki utan og ofan við líf vort? Eru þau nokkur virkur þáttur í því? Hve áhrifamikill þáttur trúin er í lífi manna, sannar ef til vill ekkert betur en það hve hún getur bundið menn við ýmsar kreddur, sem með engu öðru hugsanlegu móti væri hægt. Það sannar nú hinsvegar ekkert um gildi trúarinnar. En það fer auðvitað alveg eftir því hvert viðhorfið er gagnvart hlutunum. Sú trú ein sem skap- ar það viðhorf, að geta viðurkent leit mánnsandans á öllum tímum fyrir því sanna og fagra og staðreyndir nútíðar vís- inda, þó bág brjóti við trúarhugmyndir, sem aldir eiga sér að baki, hefir eins og hver önnur skoðun á rökum bygð nokkurt lífsgildi í sér fólgið. Og það er slíkt við- horf, sem söifnuðir kirkjufélagsins, sem halda þing sitt, geta tileinkað sér. Um það er ekki að efast-. Það hefir meira að segja stundum verið að þessu fundið, hjá þessum söfnuðum og því haldið fram af andstæðingum, að af því leiði, að um enga játningu geti hjá þeim verið að ræða og að játningarlaus trú, sem þeirra, væri ekki jákvæð, væri í raun og veru engin trú. En hér sézt yfir það, að viðhorfið, sem játn- ingarlaus trú skapar, er viðhorf vísindanna og verður það ekki fært þeim til ókosts í leit sinni að sannleikanum, að þau ganga til verks laus við allar grillur. Það er hið rauverulega, sem öllu skiftir í starfi þeirra og allra er að eflingu þekkingarinnar vinna og niðurstöðurnar hafa hvort sem mönn- um hafa geðjast þær eða ekki fyrir það orðið hinar réttu og sönnu. Og hvers er verið að leita, ef ekki sannleikans? Þegar alt er athugað, er það sannleikurinn, en ekki kreddurnar, sem gerir menn frjálsa. í grein, sem rithöfundurinn víðkunni, H. G. Wells, skrifaði nýlega í ritið Liberty, bendir hann á, að það sem að sé í heim- inum, að menningunni yfirleitt, stafi að miklu leyti af fastheldni manna við kredd- ur, bæði í trúmálum og þjóðmálum. Menn hafi séð og horft á þýðingarleysi þeirra frá því í æsku og samt sé þeim haldið að mönnum af helztu stofnunum þjóðfélags- ins, stjórn og kirkju ákaft og þeim sé í eins mikilli einlægni trúað nú og nokkru sinni fyr. Af þessu leiði það, að svo ílt sé að koma því í framkvæmd jafnvel hjá þjóðum sem við frelsi og lýðræði eigi að heita að búa, sem raunverulega og vísindalega sé sannað, að til þrifa og þroska horfi. Ef víðsýni í stað þröngsýnis væri um að ræða í þessum málum, lifðum við í nýjum og betri heimi en við nú gerum. Og svo verði það, meðan trúin á kreddurnar ríki. Eina lífsvon mannkynsins sé, að það skapi sér eðlilegra og raunverulegra viðhorf, velji sér aðra sjónarhóla en kreddur! Þannig farast H. G. Wells orð. Auð- vitað verða ekki allir honum sammála, þó margt sé fjarstæðara sagt, að minsta kosti ekki þeir er hata hann ennþá fyrir tillögur hans um árið um að skrifa nýja biblíu og sem Heimskringla gerði á sínum tíma grein fyrir ein allra íslenzkra blaða. En orð hans minna mig eigi að síður á ís- lendinginn, eðlisfar hans og viðhorf gagn- vart lífinu, hvort sem kulda landsins hans eða einangrun, sem máli sjálfstæðisins talar eins skýrt og skáldin, er að kenna um það, eða norrænum arfi. Hann er að lund- arfari gjarnari á margt annað en að trúa á kreddur. Það munu flestir bera honum sem hann þekkja. Með þetta sem hefir lauslega verið minst á hér að framan í huga, — skulu landar mintir á kirkjuþingið. Þar verða fyrirlestrar fluttir af séra Jakob Jónssyni fyrsta þingkvöldið (á fimtudag 29. júní) og séra Guðmundi Árnasyni á föstudags- kvöld. Eru nöfn þeirra fullkomin trygg- ing fyrir, að fyrirlestrarnir verði fróðlegir og skemtilegir. Ennfremur heldur Sam- band kvenfélaganna í kirkjufélaginu þing sitt á föstudag með margbreytilegum er- indum fluttum, samkomu á laugardags- kvöldið (1. júlí), sem mjög vel hefir verið efnt til. Að sækja þingið og áminst skemtikvöld þess, ættu því sem flestir að kappkosta. Starf þingsins er og þess vert að því sé fylsti gaumur gefinn, sakir margvíslegs og merkilegs gildis þess fyrir félagslíf vort, sem og einstaklinginn. VINNAN Ræða eftir G. Árnason f gamalli þjóðsögu frá Austurlöndum er sagt frá tveimur mönnum, sem voru óá- nægðir með lífskjör sín og vildu breyta þeim. Annar maðurinn var ríkur, en hinn var fátækur. Fátæki maðurinn kvart- aði undan striti sínu, hann sagðist vinna baki brotnu, og samt aldrei hafa nóg, hann óskaði þess að hann hefði alls nægtir og þyrfti ekkert að vinna. Ríki maðurinn var þreyttur á því að lifa i allsnægtum, og hann óskaði eftir einföldu og óbrotnu lífi með heilnæmu erfiði, honum fanst, að líf fátæka mannsins mundi vera miklu betra og ánægjulegra en sitt líf. Maður getur vel ímyndað sér, að saga eins og þessi hafi verið búin til einmitt til þess, að sannfæra fátækt fólk um, að það sé ekki alt fengið með auðnum. Það hefir lengst af við gengist í heiminum, að þeir ríku hafa viljað láta þá fátæku vera á- nægða með kjör sín. Undir niðri hafa bæði ríkir og fátækir haft það á meðvitund- inni, að skifting auðsins væri ekki réttlát. En það síðasta sem ríkur maður óskar eftir er, að sá fátæki sé óánægður með skiftinguna, hann vill gera þann fátæka ánægðan á einhvern hátt, án þess að nokkrar verulegar breytingar séu gerðar á högum manna, sem geti raskað hans þægilegu aðstöðu í lífinu. Ef sá fátæki trúir því að sá ríki sé ekki ánægðari en hann sjálfur, þá verður hann að sjálfsögðu ánægðari með sín eigin kjör, og honum hættir þá síður við að öfunda þann ríka. Af þessum toga er spunnin öll sú viðleitni, sem hefir verið gerð til þess að prédika fátæku fólki, að það ætti að vera ánægt með kjör sín, hversu óviðunandi sem þau hafa verið og hversu ófúsir s em þeir, er betur hafa verið settir, hefðu verið á að skifta kjörum við það. En hvort sem sagan hefir verið búin til í þessum tilgangi eða ekki, þá felst ekki svo lítill sannleikur í henni: menn geta orðið leiðir á lífinu og verða það margoft, hvort sem að þeir hafa mikið eða lítið, hvort sem að þeir verða að vinna mikið eða geta átt náðuga daga. Að öllum líkindum höfum vér flest reynt þetta einhvern tíma sjálf, vér höfum verið óánægð, án þess að oss líði ílla og án þess að vita af hverju óánægjan hefir stafað, vér höfum æskt eftir einhverju, sem oss hefir ekki verið auðvelt að veita oss, og oss hefir fundist að alt, sem vér hefðum, væri þreytandi og leiðinlegt. Fáir munu hafa sloppið alveg við þann lífsleiða, sem ásækir menn í hvaða s^öðu sem þeir eru og hvernig sem kjörum þeirra er háttað. Hverjar eru orsakirnar? Hvers vegna þreytumst vér á lífinu og þeim störfum, sem vér vinnum og sjáum ekkert í þeim nema strit og erfiði? Og hvers vegna verður það, sem vér héldum að mundi veita oss varanlegasta ánægju og gleði oft að lítilsverðum hégóma í augum vorum? Orsakirnar geta eflaust verið margar, en aðalorsökin mun þó vera sú, að vér hugs- um ekki rétt um vinnuna, daglegu skyldu- störfin, sem vér getum ekki komist hjá að vinna. Engin vinna, hversu einföld sem hún er, verður unnin algerlega án allrar hugsunar og útsjónar. Það vinnur enginn maður alveg eins og vél, hversu einfalt sem verkið er og hversu mikla æfingu, sem hann hefir við það. Menn verða að beita meiri eða minni athygli og hugsun við öll verk, eða menn geta gert það, ef þeir kæra sig um. En það þýðir að við flesta vinnu getur hugurinn haft stöðugt viðfangsefni, og það kemur eða getur komið í veg fyrir, að vinnan verði nokkurntíma óbærilega leið- inleg eða svo tilbreytingarlaus, að hún verði vinnandanum til kvalar. Fáir menn geta lifað svo, að þeir verði ekki að vinna sömu verkin upp aftur og aftur. Daglegt líf útheimtir það, að vér verjum mestum hluta æfinnar til að gera nokkur fremur einföld verk dag eftir dag, og vér náum svo mikilli æfingu og leikni í þessum tiltölulega fáu verkum að vér get- um gert þau án þess að hugsa ipikið um, hvernig vér eigum að fara að því. Verka- skiftingin er orðin svo margbrotin að eng- inn einn maður fæst við mörg og ólík störf. Hann hefir ekki tíma til þess. Smiðurinn er t. d. ekki bóndi að öllum jafnaði, og bóndinn byggir sjaldnast húsið, sem hann býr í. Áður fyr var verkaskiftingin miklu minni. Sami maðurinn yrkti jörðna, bygði húsð, smíðaði áhöld sín og óf efnið í fötin handa sér. Þetta á sér tæplega stað nú. Meðal allra meninngarþjóða er mjög margháttuð verkaskifting. Sami maður vinnur eitt eða fá verk. 0 g því fylgir, að hver maður verður að læra sitt sérstaka verk vel, verður að ná mikilli æfingu í því, annars fær hann ekki staðist í samkepn- inni. Þessi mikla verkaskifting á eflaust nokkurn þátt í því að sum störf verða þreytandi og leiðinleg, þegar þau eru unn- in til lengdar. í stórum verksmiðjum er það algengt, að sami maðurinn vinnur sama handtakið dag eftir dag án allrar tilbreytingar, hann setur eitt stykki í hlut- ina, sem verið er að búa til eða snýr einni skrúfu eða eitthvað því um líkt. Ekkert getur verið tilbreytingarlausara en að gera þessi sömu handtök dag eftir dag og ár eftir ár. Allur fjöldi þeirra, sem vinna önnur störf, sem ekki eru eins skipulögð og verksmiðjuiðnaður, hafa vitanlega miklu meiri fjölbreytni við vinnuna, þeirra vinna getur aldrei orðið eins tilbreytingar- laus, en samt er flest vinna nú á tímum meira eða minna tilbreytingarlaus, og hefir sams konar áhrif og alt tilbreytingarleysi hefir: mönnum hættir við að verða sljóir við hana og leiðir á henni. Eitt allra bezta ráðið til þess að vinnan, hversu einföld sem hún er, verði ekki leið- inleg, er það, að sá, sem vinnur hana, skilji ve;rk sitt. Hugsum oss t. d. mann, sem er að plægja akur. Vinnan sjálf er tilbreytingarlaus. Maðurinn gerir ekki annað en að stýra hestunum eða vélinni, sem dregur plóginn, og svo fáein handtök önnur, ef hann þarf að lagfæra eitthvað. Hann þarf ekki á mikilli þekkingu að halda til þess að geta gert beint plógfar og unnið verkið að öllu leyti vel. En gerum ráð fyrir, að maðurinn vissi t. d. eitthvað um verkfærið, sem hann er að beita, vissi að fyrsti pló^urinn var ekkert annað en bogin spíta með oddi á, sem menn rótuðu dálítið með í moldinni til að losa hana, og að þetta verkfæri hefir gengið gegnum langa þróun þar til það er orðið að æði margbrotinni vél, sem hægt er að afkasta langtum meira verki með heldur en hægt væri á sama tíma með mörgum hundruð- um af hinum upprunalegu plógum. Eða gerum ráð fyrir að maðurinn viti mikið um vaxtarskilyrðí hveitisins, sem sáð verður í akurinn, hvað þarf til þess að það geti þróast o. s. frv. Mundi ekki öll slík þekk- ing og allur slíkur skilningur á verkinu gera manninn áhugasamari fyrir því, gera honum verkið léttara og ljúfara og gefa því þá fjölbreytni í augum hans, sem mundi vega upp á móti til- breytingarleysinu, sem er sam- fara verkinu sjálfu, ef það er unnið án umhugsunar og án alls skilnings nema þess sem þarf ti! að geta gert það viðunanlega rétt? Svona er með öll verk, sem vér gerum. Ef þau eru eintómt lík- amsstrit, verða þau óhjákvæmi- lega þreytandi. En alls staðar þar sem hugsun og skilningur komast að, fær verkið á sig alt annan svip. Það verður fjöl- breyttara og vekur nýjan áhuga. Vinnan er hafin upp yfir það að vera einhliða strit, þegar vér skiljum að áhöldin, sem vér not- um, eru afleiðingar mannlegs hugvits, sem lengi hefir unnið að því að búa þau til, eða þegar vér vitum að vér erum í sam- starfi við einhverja krafta nátt- úrunnar, sem vér erum að hjálpa til að vinna sitt starf enn betur, eins og t. d. þegar vér plægjum akur eða veltum við mold í garði. En er það ekki ofvaxið flestuin að hafa margháttaða þekkingu á því, sem snertir dagleg verk þeirra? Nei, þekkingin er ekki erfið, það er einmitt auðvelt að eignast hana, og oft getur athug- un við verkið sjálft veitt þann skilning á því, sem er nauðsyn- legur til að gera það að því, sem er meira en strit og erfiði. Enginn maður getur unnið nokkurt verk með nokkurri ii- nægju, nema að hann hafi ein- hverja skyldutilfinningu í sam- bandi við það. Verkið, sem eg vinn, hvað sem það er, er ekki eingöngu unnið til þess að eg geti fengið kaup fyrir að vinna það, sem eg get svo aftur keypt fyrir þær nauðsynjar, sem eg þarf, til þess a&geta lifað. Það er líka unnið til þess að koma öðrum mönnum að notum. Það getur vel verið, að eg þekki þá menn ekkert, sem að síðustu njóta þess, en eg veit, að því betur sem það er af hendi leyst og því trúlegar sem það er gert, því gagnlegra verður það þeim. Það er ekki satt, þó að það sé oft sagt, að hver sé sjálfum sér næstur, og eigi ekki að hugsa um aðra en sjálfan sig. í fles(tu.v sem vér gerum, eru aðrir menn svo nátengdir oss að þeirra hagsmunir verða ekki fráskildir vorum hagsmunum. Á hverju einasta heimili verður að vera náin samvinna milli allra, sem þar vinna. Ef einhver á heimil- inu vinnur sitt verk illa og kæru- leysislega, þá er það ilt fyrir heimilið í heild sinni. Það er skyldutilfinningin gagnvart þessu smáa mannfélagi heimil- isins, sem stöðugt knýr þá, sem vinna á því og fyrir það til þess að vanda verk sín sem bezt þeir geta, svo að þau komi að sem mestum og beztum notum. Og alveg eins ætti það að vera í því stærra samfélagi mannanna, sem vér lifum í. Vér ættum að hafa skyldutilfinningu gagnvart því, sem líka væri oss hvöt til að vinna verk vor með glaðara geði heldur en væri, ef vér hefðum enga skyldutilfinningu gagnvart neinum. Án skyldutilfinningar getum vér ekkert gert vel, og án hennar verður ávalt einhver sviksemi í verkum vorum, sem fyr eða síðar gerir þau lítils- verð jafnvel.í vorum eigin aug- um. Flest fólk, sem er með lífi og sál, eins og það er kallað, í verk- um sínum, finnur til gleði yfir því að leysa þau vel af hendi. Hjá sumum verður þetta að djúpri og varanlegri starfsgleði. Maður finnur til þess að maður skilur eitthvað eftir af sjálfum sér í hverju starfi, sem maður leysir af hendi. Líkami manns- ins er að því leyti líkur hverri vinnuvél, að hann eyðir afli, sem hann hefir fengið utanað frá' við vinnu sína. En það, sem skilur manninn frá vélinni er það, að hanh skilur eftir eitthvað af sál sinni í verkinu líka. Hann beitir viti sínu, útsjón og hagleik við það. Jafnvel þótt verkið sé ein- falt og mjög auðunnið, verður hann að beita andlegum hæfi- leikum við það, jafnframt því sem hann beitir líkamlegu afli. Vér tölum stundum um líkamleg störf og andleg störf, eins og þau væru hvert öðru óskild, en öll störf eru bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Ef vér athugum hvernig að tveir menn fara að því að vinna sömu vinnuna, get- um vér auðveldlega séð, að þeir gera það ekki nákvæmlega eins, það er ávalt einhver munur á verklagi og handbragði manna. Ef mennirnir ynnu eins og vélar, væri enginn munur á því, þeir ynnu allir nákvæmlega eins, og það, sem þeir afköstuðu yrði með sömu einkennum. En af því að hver maður leggur eitthvað meira en líkamsaflið eintómt í sitt verk, ber það líka svip þess, sem hefir jamkvæmt það. Hinn mikli heimspekingur fornaldar- innar, Plato, sagði að hver hlut- ur ætti sína fyrirmynd í heimi hugsjónanna, t. d. stóllinn, sem smiðurinn hefir smíðað, er eft- irmynd eða stæling stóls-hug- sjónarinnar. Oss finst þetta einkennileg hugmynd, en í viss- um skilningi er hún sönn, hún tekur fram, að úr engu efni verður neitt skapað nema að hugsun og vit komi til greina. Mönnum hættir stundum við að líta á vinnuna, það er að segja, þá vinnu, sem með hönd- um er unnin, eins og eitthvert böl, sem ekki sé unt að losna við, en að því meira, sem maður geti losnað við hana, því betur sé maður settur í lífinu. Þetta er háskalegur misskilningur. — Hæfileg vinna er vitanlega mik- il blessun fyrir hvern mann, og það er enginn verulegur og gagn- gerður munur á líkamlegri og andlegri vinnu. Öll vinna, ef hún á annað borð er gagnleg og miðar til góðs fyrir mannfélagið, er jafn virðuleg. Það er satt, að það er margt unnið bæði með höndunum og með vitinu, sem betur væri óunnið, en þau verk eru þá þannig í eðli sínu, að þau koma einhverju illu til leiðar eða eru óþörf. Hvers vegna eru menn þá, úr því að vinnan í sjálfri sér er góð, óánægðir með að vinna og þrá það að geta átt sem náðugasta daga ? Hvers vegna óska flestir sér, eins og fátæki maðurinn í sögunni, að verða ríkir, til þess að geta hætt að vinna? Það, sem menn eru óánægðir með, er ekki vinnan, heldur það að verða að vinna of mikið og að geta ekki fengið nóg fyrir vinnu sína til þess að geta lifað þannig að þeir geti haft ánægju af lífinu. Vinnan getur orðið og verður oft að látlausu striti, sem er of erf- itt, og sem lítil eða engin lífs- gleði fylgir. Það vilja allir kom- ast hjá hvíldarlausu og arðlausu striti, ef þeir geta, en heilbrigðu fólki er ekki eðlilegt að vilja forðast alla vinnu. Þvert á móti finst víst flestum það vera hið tómlegasta og leiðinlegasta líf, ef þeir eru neyddir til að lifa þannig að hafa ekkert fyrir stafni, alveg vinnulausir. Og fólk, sem getur veitt sér alla hluti, getur heldur ekki lifað í algerðu iðjuleysi til lengdar, það verður að hafast eitthvað að. Af því stafar mikið af hinu heimskulega háttalagi stórauð- ugs fólks. Það er stöðugt að leita sér afþreyingar í einhverja og sækist eftir hverjum hégóma, sem í bili lætur það gleyma, hversu tilgangslaust og tómlegt líf þess er. Og margir ríkir nienn vinna, vinna meira en margir, sem eru fátækir, bein- línis af því að þeir hafa nautn af vinnunni og mundu ekki una sér án hennar. ^ Heilbrigðasta og eðlilegasta lífið væri það ef að allir gætu lifað þannig að þeir gætu aflað sér nauðsynja sinna og skyn- samlegra lífsþæginda með hæfi-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.