Heimskringla - 21.06.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. JúNí 1939
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
ÆFIMINNING
Kristín Pétursdóttir
Þorsteinsson
Þann 11. apríl síðastliðinn
andaðist að heimili sínu á Lund-
ar, Man., húsfrú Kristín Péturs-
dóttir Þorsteinsson ,kona Péturs
Þorsteinssonar, fyrrum bónda
að Stony Hill P. O.
Kristín sál. var fædd árið
1861 á Þóreyjarnúpi í Húna-
vatnssýslu á íslandi. Faðir
hennar hét Pétur Guðmundsson,
en móðir Björg. Móðirin dó,
þegar Kristín var á öðru ári, og
ólst hún upp merð föður sínum og
síðari konu hans. Þann 8. des.
1878 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Pétri Þorsteins-
syni. Þau fluttust vestur um
haf árið 1891 og settust þá að í
Winnipeg. Þar áttu þau heim-
ili, unz þau fluttust til Grunna-
vatnsbygðarinnar árið 1906. —
Námu þau þar land og bjuggu á
því, þangað til fyrir sjö árum,
er þau fluttust til Lundar, og
áttu þar heimili upp frá því.
Þeim Pétri og Kristínu varð
þriggja barna auðið, og eru þau
þessi: Snæbjörn, bóndi við Stony
Hill, giftur konu af hérlendum
ættum; Petrína (Mrs. Melville),
sem á heima í Tacoma, Wash., í
Bandríkjunum; og Sigursteinn,
póstflutningamaður á Lundar,
giftur Svöfu dóttur Björns
bónda Hördal að Otto, P. 0.,
Man.
Kristín var vel gefin kona,
starfsöm og umhyggjusöm hús-
móðir og ástrík eiginkona og
móðir. Hún var trygg í lund og
trú öllum málefnum, sem hún
jbar fyrir brjósti. Hún tók
1 drjúgan þátt í félagsmálum
bygðarlagsins, meðan hún hafði
heilsu og krafta til þess, var
meðlimur í kvenfélagi bygðar-
innar til æfiloka, og vann mikið í
því. Síðustu mánuðina, sem hún
lifði, var hún mjög þrotin að
heilsu. Hún var jörðuð í Lund-
ar grafreitnum 16. apríl, og
fylgdi fjöldi gamalla vina og ná-
granna henni til grafar. Sá, sem
þessar línur ritar, talaði nokkur
orð við kveðjuathöfnina. Með
Kristínu er fallin frá góð og mæt
kona, sem vann mikið og gott
æfistarf.
Blöðin norðanlands á íslandi
eru beðin að geta láts hennar.
I G. Á.
, í bænum Kulsku í Siberíu er
gefið út blað, sem aðeins kemur
j út í einu eintaki. Blaðið er ekki
prentað eins og að líkum lætur,
j heldur handskrifað. Blaðið geng-
ur milli áskrifendanna eftir röð
og er að lokum skilað aftur til
ritstjórans. Blaðið heitir Gaz-
etta Tundris.
* * * *
Læknirinn: Hvernig líður |
sjúklingnum á nr. 8.
Hjúkrunarkonan: Hann hróp-
ar ennþá án afláts á tengda-
móður sína.
Læknirinn: Hann er þá með
óráði ennþá.
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
( CANADA:
Amaranth..............................J. B. Halldórsson
Antler, Sask.......•.................K. J. Abrahamson
Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal
Árborg.................................G. O. Einarsson
Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville........................................Björn Þórðarson
Belmont..................................G. J. Oleson
Bredenbury.............................H. O. Loptsson
Brown...............................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge.........................H. A. Hinriksson
Cypress River............................Páll Anderson
Dafoe...................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man..................„..K. J. Abrahamson
Elfros...............................J. H. Goodmundson
Eriksdale..............................ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason
Foam Lake.............................H. G. Sigurðsson
Gimli................................................K. Kjernested
Geysir............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro..................................G. J. Oleson
Hayland................................Slg. B. Helgason
Hecla................................Jóhann K. Johnson
Hnausa.................................Gestur S. Vídal
Húsavík................................John Kernested
Innisfail.....................................Ófeigur Sigurðsson
Kandahar.................................S. S. Anderson
Keewatin............................................Sigm. Björnsson
Langruth.............................................B. Eyjólfsson
Leslie........t......................Th. Guðmundsson
Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal
Markerville..........:............. Ófeigur Sigurðsson
Mozart..................................S. S. Anderson
Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor
Otto.....................................Björn Hördal
Piney....................................S. S. Anderson
Red Deer...........................Ófeigur Sigurðsson
Reykjavík.........................................Árni Pálsson
Riverton.............................Björn Hjörleifsson
Selkirk........................ Magnús Hjörleifsson
Sinclair, Man......................K. J. Abrahamson
Steep Rock.......................................Fred Snædal
Stony Hill........................................Björn Hördal
Tantallon...............................Guðm. ólafsson
Thornhill........................... Tþorst. J. Gíslason
Víöir....................................Aug. Einarsson
Vancouver............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis.....................Finnbogi Hj álmarsson
Winnipeg Beach....................................John Kernested
Wynyard................................S. S. Anderson
( BANDARFKJUNUM:
Akra................................ Jón K. Einarsson
Bantry.................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
Cavalier..............................Jón K. Einarsson
Crystal...............................Th. Thorfinnsson
Edinburg............................ Th. Thorfinnsson
Garðar................................Th. Thorfinnsson
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson.......,......................Jón K. Einarsson
Hensel.................................J. K. Einarsson
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton...............................................S. Goodman
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain..............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts....................................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold.................................Jón K. Einarsson
Upham...................................E. J. BreiðfjörO
The Viking Press Limifed
Winnipeg; Manitoba
JAFNRÉTTI
KVENFÓLKSINS
Eftir ólaf Friðriksson
Tj'INS og kunnugt er, hafa naz-
J-' istar í Þýzkalandi tekið flest
þau réttindi af kvenfólkinu, er
gerðu því jafn hátt undir höfði
og karlmönnum. f hundrað þús-
undatali hefir kvenfólk verið
rekið úr stöðum, sem það hafði
áður og nú síðast hafa nazistar
lagt einskonar herskyldu á ógift
kvenfólk, því það er skyldað til
þess að vinna eitt ár gegn litlu
öðru en fæði úti um sveitirnar,
þar sem nazistaflkokurinn á-
kveður að nota eigi þetta ódýra
vinnuafl.
Nazistaskoðananna á kven-
fólkinu gætir langt út yfir flokk
þeirra. Það er algengt að heyra
menn vonskast yfir því, að gift-
ar konur skuli vera í atvinnu, en
ógiftir karlmenn og kvenfólk at-
vinnulaust. Kveður svo ramt að
þessu að sum atvinnufyrirtæki
hér segja stúlkum upp starfi, ef
þær giftast.
En hér gætir hinnar mestu
vanhugsunar bæði gagnvart
jafnrétti kvenna og heill lands-
ins.
Kvenmaður hlýtur að hafa
sama rétt til þess að giftast eins
og karlmaður. Það er einkamál
stúlku, sem er í vinnu, hvort hún
giftir sig, og kemur ekki frekar
við atvinnurekandanum, en það,
hvort karlmaður, sem er í vinnu
hjá honum gerir það. Og enn
hefi eg ekki heyrt getið um það,
að neinum atvinnurekanda finn-
ist honum koma það við.
Við íslendingar lítum, sem bet-
ur fer, frjálslega á það, hvort
karlmaður og kvenmaður búa
saman, eru gift eða ekki. En þó
munu flestir vera þeirrar skoð-
unar, að það sé ekkert verra að
þau séu gift, en hvað sem því
líði, þá verði þau að ráða því
sjálf, hvernig þau hafa þetta.
Atvinnurekandanum kemur við,
hvernig sá vinnur starfið, sem er
í vinnu hjá honum, en kemur
ekki nokkurn skapaðan hlut við,
hvernig er varið ástalífi hans,
að minsta kosti meðan það er
ekki þannig, að það hneyksli al-
ménning. En ef kvenmanninum
er meinað að gifta sig, fer at-
vinnurekandinn inn á svið, sem
er honum algerlegia óviðkom-
andi. Þpir, sem ætla að halda
fram jafnrétti karla og kvenna,
verða því að fallast á að það
komi atvinnurekanda ekki frek-
ar við, hvort kvenmaður, sem er
í vinnu hjá honum, giftir sig,
heldur en það kemur honum við,
hvort karlmaðurinn, sem er hjá
honum gerir það.
En málið hefir líka hlið, sem
snýr að þjóðfélaginu. Æðsta
boðorð lífsins er að lifa, og á það
jafnt við um frumdýrseinstakl-
ing sem varla sézt nema í smá-
sjá, og um heil þjóðfélög af
hugsandi mönnum.
Þegar íslendingar voru liðug
70 þúsund, sögðust þeir vera 75
þúsund. Þegar þeir voru komn-
ir yfir það, sögðust þeir vera 80
þúsund, og enn bætum við vana-
lega við nokkrum þúsundum,
svo að standi á hálfum eða heil-
um tug, þegar útlendingar
spyrja okkur um, hve fjölmenn-
ir við séum. Hefi eg margoft
heyrt vandaða menn, sem ann-
ars aldrei fóru með rangar töl-
ur ljúga þannig dálitlu í viðbót,
við hvað margir íslendingar séu.
Hvernig stendur nú á þessu?
Skýringin er sú að inst í okkur
íslendingum er ótti við, hvað við
erum fámennir, og leynileg þrá
til þess að verða nokkuð fjöl-
mennari þjóð, svo við líðum
seint undir lok. Enn þá fer okk-
ur fjölgandi, en fjölgunin bygg-
ist nú að töluverðu leyti á börn-
um sem fædd eru utan fastrar
sambúðar karla og kvenna,
giftra og ógiftra, þ. e. slysni
ungra kvenna, sem ekki hafa
lært að gæta sín — slysni sem
venjulega dregur þær, að minsta
kosti um nokkra ára skeið, ofan |
í hámark fátæktar. En flestum
hlýtur að vera ljóst, að fjölgun
þjóðarinnar má ekki byggjast á
ógæfu ungra kvenna.
í öllum mentalöndum fer barn-
eignum fækkandi, og nýlega
sýndi enskur hagfræðingur fram I
á, að með sama framhaldi í þess-
um málum í Englandi, og nú,
myndu Englendingar eftir 100
ár ekki verða nema 5 miljónir.
Enginn hefir ennþá reynt að
reikna þetta dæmi fyrir okkur
íslendinga, en með því að banna
vinnandi kvenfólki að gifta sig,
erum við að stuðla að fækkun
þjóðarinnar. Því víst er, að þó
ekki allar giftar konur eigi barn,
eiga fleiri það giftar en ógiftar.
En reyslan sýnir, að það er svo
mikilvægt atriði fyrir einstakl-
inginn að hafa atvinnu nú á tím-
um að varla nokkur kvenmaður
vinnur það til að gifta sig, að
þurfa að missa atvinnuna.
Verkalýðshreyfing allra landa
hefir haldið fram jöfnum rétti
konu sem karls til þess að fá
atvinnu. En hinir erfiðu tímar
síðustu ára hafa stundum vilt
mönnum sýn. Þannig samþyktu
norskir verkamenn árið 1935
takmörkum á vinnurétti giftra
kvenna en þá takmörkun feldu
þeir aftur árið eftir með stórum
meirihulta, þar er álitið var að
hún kæmi í bága við sjálfa meg-
inreglu verkalýðshreyfingarinn-
ar.
Nýlega hefir fallið hæstarétt-
ardómur í Noregi, sem beðið var
þar með nokkurri óþreyju og
vakið hefir mikla eftirtekt. —
Stúlka ein sem vann hjá kaupfé-
lagi í Oslo var sagt upp vinnunni
af því hún giftist, en hún hafði
unnið þar í 7 ár. En kaupfélagið
hafði gert samþykt um að hafa
ekki giftar konur í atvinnu. En
samkvæmt lögum er sett voru
193.6 í Noregi um réttindi verka-
lýðsins, má ekki segja upp verka-
manni sem hefir verið samfelt 3
ár í vinnunni eftir að hann var
órðinn 21 árs gamall, nema gild-
ar ástæður séu til, en atvinnu-
rekandinn er skaðabótaskyldur
elía. Fór nú starfsmannafélag
það, er kvenmaðurinn var í, í
mál við kaupfélagið, og féll áður-
nefndur dómur þannig að óheim-
ilt hefði verið að segja konunni
upp, og voru henni dæmdar
skaða-bætur—Alþbl. 20. maí.
DÁN ARFREGN
- NAFNSPJÖLD -
7 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldff. Skriístofuslral: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS flnnl 6 akrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Taltimi: 33 ÍSI Thorvaldson & Eggertson Lögfræðlngar 705 Confederation Life Bldg. Taleiml 97 024
Omci Phoitb Rks. Phoni 87 291 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 MKDICAL ARTS BUILDINQ Omo* Houss: 12-1 4 P.M. - 6 P.M. ans bt APPonrrMíNT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAB Sérgrein: Taugatjúkdómar Laetur ÚU meðöl l vlðlögum Vl&talstim&r kl. 2—4 •. h. 7—8 aú kveldlnu Simi 80 867 665 Victor St.
Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talsiml 30 877 VlOtalBtlmi kl. S—5 e. h. A. S. BARDAL selur llkkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: It 007 WINNIPBQ
J. J. Swanson & Co. Ltd. RSALTORS Rental, Inturanee and Financial Agenta Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Ringe Agents for Bulova Watohes Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop ®06 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Freah Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Weddlng It Concert Bouquets Sc Funeral Deslgns Icelandic spoken
Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggaoe and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast aliskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAN TBACHER OF PIANO SS4 BANNINO ST. Phone: 26 420 t
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 \ 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h,—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasimi 48 551
Mrs. Jóhanna Guðmundsdótt-
ir Wilson, andaðist að heimili
dóttur sinnar Mrs. Wesley Whit-
ney í Winnipeg, þ. 1. júní eftir
nokkurra mánaða legu á sjúkra-
húsi og hjá dóttur sinni, eftir
þjáningar er vörðu nærri fult
ár. Jóhanna var fædd 14. febr.
1882. Voru foreldrar hennar
Guðmundur Friðriksson og Mar-
grét Guðmundsdótfir bónda á
Mörk í Laxárdal í Húnavatns-
sýslu, var móðir hennar systir
Erlendar Guðmundssonar fræði-
manns á Gimli, Man.
Jóhanna fluttist til Canada
um aldamót, árið 1902 giftist
hún Jóhannesi Albert Wilson;
er hann sonur Sigurðar heitins
Erlendssonar, er tekið hafði sér
ættarnafnið Wilson, sem ásamt
Metóníu konu sinni átti jafnan
heima í Winnipeg-borg. Bjuggu
yngri Wilsons-hjónin einnig í
Winnipeg um hríð, en urðu síðar
landnemar í Víðis-bygð og
bjuggu þar ávalt síðan.
Börn þeirra á lífi eru: Frank-
lin, bóndi í Víðis-bygð, kvæntur
Láru Björnsdóttir Sigvaldason-
ar; Metónía Thelma, Mrs. Wes-
ley Whitney, Winnipeg; Richard,
námamaður, ókvæntur; Margrét
kona Sigfúsar Sftgurðssonar
Finnssonar bónda í Víðisbygð;
Carl Albert, giftur Hallie Row-
ley, Selkirk; Emil Jón og Jó-
hanna Norma heima hjá föður
sínum. Tvær dætur, Sigurbjörg
og Svanhvít Norma dóu ungar.
Systkini Jóhönnu eru: Mrs. Neil
Johnson, Seattle; Jón Goodman,
Leslie, Sask.; og Mrs. H. Pét-
ursson, Winnipeg.
Jóhanna var kona fríð sýnum
og vel gefin, affarasæl og stilt.
Hún tók virkan þátt í hinum
ýmsu félagsmálum umhverfis
síns. Stilling og festa einkendu
framkomu hennar. Börnum sín-
um reyndist hún sönn, uip-
hyggjusöm og ágæt móðir. —
Ung lögðu þau hjón út í æfi-
starfið hlið við hlið. Sameigin-
lega dagsverkið þeirra varð
stórt, börnin mörg og mannvæn-
leg, en annir dagsins ærið mikl-
ar, studdi hún mann sinn með
dygð og festu bar með honum
byrði dagsins og var hans hægri
hönd. Sár harmur er að öllum
ástvinum hennar og vinum kveð-
in, við fráfall hennar. — Útförin
fór fram frá heimilinu, sunnud.
4. júní, að viðstöddum mann-
fjölda, er með harmandi huga
samfara innilegu þakklæti
kvöddu hana. — Þótt hún sé lát-
in lifir hún í þakklátri minningu
eftirskildra ástvina.
S. ólafsson
HITT OG ÞETTA
Hinn þekti franski blaðamað-
ur Jules Sauerwein hefir skemti-
lega sögu að segja um viðtal sem
hann fékk við Japans-keisara.
Eftir mikinn undirbúning
hepnaðist Sauerwein að ná tali
af keisaranum. Hann kom inn
í áheyrnarsalinn og keisarinn
gekk á móti honum. Keisarinn
spurði þegar í stað, hvort það
væri rétt, að Sauerwein ætlaði
til Mansjúríu.
Blaðamaðurinn kvað það rétt
vera.
— Gleymið þá ekki að hafa
með yður þykkan vetrarfrakka,
því að það er kalt í Mansjúríu,
sagði keisarinn.
Þar með var viðtalinu lokið,
keisarinn gekk aftur til her-
bergja sinna og Saurerwein varð
að fara.
Þegar hann var á leið út úr
höllinni, koh hirðmaður hlaup-
andi á eftir honum og sagði:
— Þér vitið auðvitað, að ekki
má birta neitt af því, sem keis-
arinn hefir sagt.
* * *
Bærinn Salem í New Hamp-
shire í Bandaríkjunum sækist,
eins og flestir aðrir bæir í heimi,
eftir ferðamönnum. Nýlega hef-
ir bæjarstjórnin gefið út aug-
lýsingapésa, þar sem gæðum
bæjarins er lýst. Þar á meðal
er þessi setning:
“Þér getið látið gifta yður*í
yðar eigin bíl. Þér þurfið ekki
einu sinni að stöðva vélina.”
* * *
Danskur listamaður og leikari,
sem þektur er fyrir fyndni sína,
stóð á leiksviðinu og var að
segja skrítlur. Alt í einu hróp-
aði einn áheyrenda:
— Hærra, eg heyri ekkert
hvað þér segið.
— Hvað heyrið þér ekki til
mín? sagði leikarinn.
— Nei, svaraði áheyrandinn.
— Hversvegna svarið þér þá
spurningu minni?