Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 1
Beer at its best— KIEWEL’S CWiútcSeat, BEER Phone 96 361 LIII. ÁRGANGUR HELZTU FRÉTTIR Ný-íslendinguiu bannað að fiska? óánægja megn ríkir í Nýja- íslandi út af því sem er að ger- ast í fiskveiðimálum á Winni- peg-vatni,- Lagaboð, sem fyrir nokkru var sent út af Bracken- stjórninni, hljóðar á þá leið, að ekki skuli taka nema 1,039,000 pund af hvítfiski úr Winnipeg- vatni og veiðitíminn sé aðeins 6 vikur á þessu sumri, frá 3. júlí talið. Afleiðing þessara veiði- hafta, eru nú talin þau, að um 100 fiskibátar, er hver hafa 2 til 4 menn, fá nú ekki veiðileyfi. Þegar útgerðarfélögin hafa öll fengið leyfi, verður lítið um afla fyrir báta Ný-íslendinganna. — Því er borið við, að svo mikill fiskur sé á markaðinúm í Banda- ríkjunum fyrirliggjandi, að sala verði ekki fyrir meiri fisk en þetta. Heimskringlu var saga þessi sögð af manni norðan úr Nýja- íslandi. Má af henni ráða, að New York fiskikaupmennirnir og Bracken-stjórnin hér séu vel samtaka um að svifta Ný-íslend- inga tækifærinu til fiskiveiða á Winnipegvatni. Að ekki sé sala fyrir meiri hvítfisk ,úr Winnipeg-vatni en þetta nú orðið, er alt annað en sennilegt. Þessi fisktegund er sögð ein hin bezta í öllum vötn- um Norður-Ameríku. Þó veiði- menn fái ekki nema 3c fyrir pundið, kostar það í Winnipeg 18c í búðum þegar fáanlegt er, og líklegast vel það í New York. En það er nú ekki það, sem nýtt er í þessu máli, heldur hitt, að það er ný ráðsmenska að banna þeim sem á bökkum Winnipeg- vatns búa, að veiða, er lífsbjörg sína eiga undir því komna, en leyfa það félögum, sem yfir veið- inni gína eingöngu í gróðaskyni. Land bygðist þarna fyrir veið- ina í vatninu, þó Bracken- stjórnin láti sig það litlu skifta, og vinni að því, að þarna verði aftur landauðn, með því að svifta frá 200 til 400 manns atvinnu sinni með veiðibanninu. James A. Richardson dáinn James A. Richardson, forseti kornfélagsins Jas. Richardson and Sons Limited óg fyrrum for- seti Wninipeg Grain Exchange og zneðstjórnandi tuttugu eða fleiri stórfélaga í Canada, lézt s. 1. mánudag að heimili sínu, 475 Wellington Crescent í Win- nipeg, af hjartaslagi. Mr. Richardson var fæddur í Kingston, Ont., og var 54 ára að aldri. Hann var hámentaður maður, háskólagenginn og einn af fremstu viðskiftahöldum Can- ada. Kornfélagið er hann stjórn- aði og átti, var eitt með hinum stærstu í Canada og hefir skrif- stofur í Winnipeg, Kingston, Calgary, Toronto, Montreal og kornlyftur við vötnin miklu eystra. En Richardson hafði mörg járn í eldinum; þó ekki væri gert nema að nefna fyrirtækin sem hann var riðinn við, yrði það oflangur lestur hér. Hann átti meðal annars CJRC útvarpsstöðina hér í Winnipeg og nokkrar í Vestur-Canada. f flugmálum Canada, hafði Mr. Richardson átt mikinn og virkan þátt. Að þau eru kom- in í það horf, sem þau eru, má honum meíra þakka en nokkrum öðrum. Til almennra stofnana og fé- laga gaf hann fé á tvær hendur. Það má segja að hann styddi alt sem til einhvers góðs horfði með ráði og dáð. Af stóriðjuhöldum þessa lands, mun enginn hafa verið virtur meira en hann. Konung’shjónin komin heim Brezku konungshjónin komu til London s. 1. fimtudag úr ferð sinni vestur um haf. Gekk ferð- in miklu greiðar austur yfir haf- ið en mánuði áður vestur. Á móti konungi og drotningu var tekið með stóreflis veizlu í Guildhall af borgarstjóranum í London. Flutti konungur þar langa ræðu og góða um ferð sína, um viðtökurnar vestan hafs og þann fölskvalausa hlýhug, sem þeim fanst ríkja milli þegna Bretlands, Canada og Banda- ríkjanna. Var konungi þakkao verk það er hann hafði með ferð- inni unnið í þágu brezka ríkis- ins. Gestir frá íslandi Thor Thors alþm. og frú eru væntanlega til Winnipeg á morg- un (fimtudag). um kl. 8.45 að morgninum. Eins og frá hefir verið skýrt, flytur hr. Thors hér erindi á meðal fslendinga, bæði í þessum bæ og víðar á vegum Þjóðræknisfélagsins. — Bjóða landar hér íslandsgestina Vel- komna. Japanir hugsa sér að kúga Breta í Kína Sátta tilraunir standa nú'yfir milli Breta og Japana út af um- sátinni í Tientsin, en líkur eru litlar til samkomulags. Það er sjáanlegt, að Japanir ætla sér að kúga Breta til undirgefni við sig. Og staðurinn, Tientsin, er vel til þes*s fallinn fyrir Japani. Bretar geta sér þar litla vörn veitt. Umsátrið meinar fyrir Japönum ekkert annað en þetta. Og smánin, sem brezkum mönn- um og konum er þar sýnd gengur hvorki lengra né skemra en það, að fólkið er flett klæðum og lát- ið standa nakið frammi fyrir japönskum drotnurum sínum. — Slíka niðurlægingu hafa Bretar ekki í langa tíð þolað bótalaust. Að hugsa sér að Japanir þafist slíkt í frammi tilgangslaust, þarf enginn að halda. Þeir ætla sér að kúga Breta í stríð, eða að hverfa burtu úr Kína. Það er markmiðið. Bretar mega illa við einir að fara í stríð eystra. Það mun varla til mála koma fyrir þeim nema Bandaríkin slá- ist í leikinn. Þau vildu stöðva Japani 1931 í Manchukuo, en Bretar ekki. Sefna Breta var þar óskiljanleg sem í Evrópu síðari árin. Virðast Japanir og Hitler meira hafa úr býtum við það borið en Bretar sjálfir og eru þó vissulega ekki öll kurl þar til grafar kominn enn. Skeyti frá íslandi Reykjavík 24. júní1939 Á. Eggertson, 766 Victor St., Winnipeg Aðalfundur Eimskipafélags fs- lands þakkar kveðjuskeyti og minnist jafnframt ómetanlegs starfs yðar vegna félagsins frá upphafi. Jóh. Jóhannesson, fundarstjóri ■ Einar Ásmundsson, ritari FRÉTTA-MOLAR Blaðið, London Evening Standard, flutti í gær fregn um það, að Hertoginn af Windsor, mundi flytja til Englands í október á komandi hausti og setjast þar að. Blaðið telur ekki efa á að leyfið verði honum veitt. Beaverbrook, og það er eitt af blöðum hans, sem fréttina flytur, er persónulegur fvinur Hertogans. * * * Ölgerðarfélag eitt í Winnipeg (The Riedle Brewery) krafðist $4,206 endurgreiðslu á tekju- skatti sínum fyrir árið 1933, vegna þessr að svo mikið af öh væri veitt ókeypis (í treating) og á það væri ranglátt að leggja skatt. Málið fór fyrir lægri og hærri dómsóla, og lauk með því í hæsta rétti, að ölgerðarfélagið vann. ölbruggarar geta því hér eftir dregið þetta gjafaöl frá, er þeir reikna tekjur sínar og talið með öðrum reksturskostnaði. — ölgerðarhús í Winnipeg, segjast eyða frá $12,000 til $18,000 í gjafaöl á ári. * * * Lýðræðisflokkurinn á Póllandi hélt því fram á fundi s. 1. mánu- dag, að Austur-Prússland ætti að vera sameinað Póllandi og yrði það, ef Hitler færi af stað í Danzig. Lýðræðisflokkurinn er sterkur í Póllandí, teinkum í vestur hluta landsins.' ♦ ♦ ♦ Samningsgerðin milli Breta og Rússa gengur afar illa. Stal- in hefir neitað hverju tilboði Breta af öðru. í gær gáfu brezk blöð í skyn, að Bretar hefðu skipað fulltrúa sínum í Moskva að ganga að hvaða kostum, sem Stalin setti. Það sem Rússar krefjast, er að þessi þrjú lönd, Bretland, Frakkland og Rúss- land skoði sig öll í stríði ef eitt er það eða nokkur af löndum þeim, sem í bandalaginu séu með þeim. ♦ ♦ ♦ Við kosningar sem fóru fram í Rúmaníu í júní, var sú nýung tekin upp, að kjósendum voru sýndar myndir af frambjóðend- um, svo þeir gaétu kosið þann sem þeim leizt bezt á. ♦ * ♦ Hinn frægi belgiski vísinda- maður, Piccard, sem manna mest hefir rannsakað háloftin, ætlar nú að beina rannsóknum sínum í þveröfuga átt, eða með öðrum orðum, hann ætlar að rannsaka djúphöfin. Prófessor Piccard hefir látið byggja málmtæki eitt mikið, sem hann telur að hægt verði að kafa í niður í 8000 metra dýpi, en takist það, kemst hann 10 sinnum dýpra, en nokkur lifandi maður hefir nokkru sinni komist. Erlend blöð telja að hann muni byrja á þessum rannsóknum sín- um nú í sumar. Ekki er vitað með vissu hvar þær verða fram- kvæmdar, en líklegt er talið að það verði annaðhvort í Suður- Atlantshafi eða Kyrrahafinu, en þar hefir mesta dýpi heimshaf- anna verið mælt. ♦ ♦ ♦ í mánuðunum maí—septem- ber þetta ár verður reikistjarnan Marz um 7 miljónum,mílna nær jörðinni en hún héfir verið s. 1. 15 ár. í tilefni af því ætla um 30 frægir stjörnufræðingar úr öllum álfum heims að fylgjast nákvæmlega með þessum nábúa- hnetti, til að reyna að ganga úr skugga um hvort nokkur vottur um líf muni reynast þar. Enskir jarðfræðingar virðast hallast að þeirri skoðun, að grænir flekkir, sem skiftast á við brúnt, muni ef til vill vera lykillinn að leyndardómum Marz. Ef til vill sýna þeir akra rækt- aða af vitsmunaverum. Og í ár virðist svo gefast sérstaklega gþtt tækifæri til að komast að niðurstöðu um hvort Marz sé bygður eða ekki. ÍSLANDSDAGURINN Á HEIMSSÝNINGUNNI í NEW YORK Eftir prófessor Richard Beck Á þeim deginum, sem helgur er í huga allra sannra, íslenzkra föðurlandsvina, 17. júní, fæðing- ardegi Jóns forseta Sigurðsson- ar, var fslendsdeildin á Heims- sýningunni í New York opnuð með virðulegum og viðeigandi hátíðahöldum, að viðstöddum mörgum virðingarmönnum og öðru margmenni. Vilhjálmur Þór, framkvæmd- arstjóri felandssýningarinnar, stýrði hátíðahöldunum. Kynti hann fyrstan ræðumanna Thor Thors, alþingismann og formann Sýningarnefndarinnar, ter hélt snjalla ræðu um þátttöku íslands í Heimssýningunni, sögu lands- ins og menningu. Minti hann áheyrendur sérstaklega á hinar sameiginlegu sögulegu og menn- ingarlegu erfðir íslands og Bandaríkja, og lagði, sem vænta mátti, mikla áherslu á Ame- í’íkufund Leifs Eiríkssonar og Á MORGUNGÖNGU Á laufakrónum leika geislar skærir í loftsins unn og fuglasöngur sálir endurnærir. Og gleðitárin glitra á blómum smáum af gæsku hans sem líknar-hendur leggur ungum stráum. Og morgungyðjan hyr af fingrum hendir í húmið kalt og föla nótt að fjarskaströndum sendir. í hverri átt er óður lífsins hafin í unaðs-söng en þögnin djúpt í gleymskufylgsnum grafin. Eg sé þig enn í svefn^ins drauma-órum er sazt í ró við ýsudrátt til dags í nætur-glórum En ef þú bráðum eitthvað rumska mættir legg eyra við á meðan falla himin bornir hættir. J. J. landnám Þorfinns Karlsefnis í Vesturheimi. Einnig undirstrik- aði hann sameiginlega frelsisást íslendinga og Bandaríkjamanna og svipaða stjórnarfarslega þroskasögu þeirra. Þá vék ræðu- maður hlýlega að Vestur-íslend- ingum og hlutdeild þeirra í hér- lendu þjóðlífi. Verður ræða Thors alþingismanns væntanlega birt í báðum íslenzku vikublöð- unum. Edward J. Flynn, framkvæmd- arstjóri Heimssýningarinnar, svaraði ræðu Thors og fagnaði yfir þátttöku íslands í sýning- unni; benti hann á það fyrir- dæmi, sem ísland gæfi öðrum þjóðum, með því að komast af án hers og flota. La Guardia, hinn víðfrægi borgarstjóri New York borgar, sló einnig á þann strenginn í ræðu sinni. Auk þess féllu hon- um orð á þá leið, að fólk frá stærri þjóðum heimsins, sem miklaðist af þeim, ætti að koma á íslandssýninguna. “Þið hafið afrekað meir að tiltölu við fólks- fjölda og landrými heldur en nokkur önnur þjóð í víðri ver- öld”, mælti hann til íslendinga. Næsti ræðumaður var Joseph T. Thorson sambandsþingmaður. Rakti hann í glöggum dráttum stjórnarfarslega sögu íslands og komst meðal annars þannig að orði: “ísland og sjálfstæði, ís- land og þjóðfrelsi, ísland og ein- staklingsfrelsi eru eitt og hið sama, því að í anda þjóðfrelsis og einstaklingsfrelsis var hið forna íslenzka lýðríki stofnað.” Þá brá ræðumaður upp skýrri mynd af flutningi íslendinga til Vesturhiems og lagði áherslu á, að hin forna norræna frelsisást hefði þar aftur að verki verið og lifði enn í hjörtum afkomenda ís- lenzku landnemanna vestan hafs. Flutti hann áheyrendum kveðjur íslendinga í Canada og mælti á íslenzku (þó ræðan væri auðvit- að annars á ensku): “Við gleym- um aldrei, að við erum af ís- lenzku bergi brotin.” Gerald P. Nye, þingmaður Norður Dakota ríkis í öldunga- deild Bandaríkjaþingsins og frægur friðarvinur, hrósaði fs- landi, í ágætri ræðu, fyrir af- stöðu þess til friðarmálanna og dró sérstaklega athyglina að þeirri staðreynd, að íslenzka þjóðin hefði bæði hugrekki og skynsemi til þess, að byggja eigi traust sitt á hervörnum. Hann fór einnig hinum lofsam- legustu orðum um íslendinga sem hérlenda borgara. “Ame- ríka á engaToetri borgara heldur en íslendinga,” sagði ræðumað- ur. Robert D. Kohn, vara-forseti Heimssýningarinnar, flutti kveðjur af hennar hálfu. Dr. Vilhjálmur Stefánsson, land- könnuður, mælti fyrir hönd Þjóð- ræknisfélegs íslendinga í Vest- urheimi og dvaldi við hina merkilegu sögu íslenzku þjóðar- innar og hlutdeild hennar í heimsmenningunni. íslenzkir söngvar voru sungn- ir og hljómsveit lék íslenzk lög. Varpaði það vitanlega íslenzkari blæ á hin tilkomumiklu hátíða- höld þessa merkilega og minnis- verða dags. Var athöfninni út- varpað; nutu ýmsir fslendingar hér í borg útvarpsins og létu hið bezta af því. Stórblöðin í New York fluttu einnig ítarlegar fregnir af þessum íslandsdegi, t. d. #“New York Times”, og er grein þessi einkum bygð á frá- sögn þess blaðs. Má óhætt fullyrða, að hátíða- höldin hafi bæði verið íslandi til mikils sóma og gagns. Þau vöktu eftirtekt þúsunda (og jafnvel miljóna) á landinu sjálfu, at- burðaríkri sögu þjóðarinnar og menningu hennar að fornu og nýju. dr. w. h. thorleifson Við opnun hins nýja sjúkra- húss í Tisdale, Sask., þann 12. maí s. I. fer blaðið “The Tisdale Recorder” nokkrum orðum um helstu lækna og stjórnendur spítalans. Meðal læknanna er ungur ís- lendingur, sem unnið hefir sér framúrskarandi gott álit, bæði sem námsmaður og síðar sem læknir. Þessi landi vor er dr. W. H. Tþorleifsson, sonur þeirra heiðurs hjóna Jóhanns Thorleifs- sonar og konu hans Guðrúnar. Bjuggu þau hjón um mörg ár í Yorkton, Sask. Þar hafði Jóh. Thorleifsson skrautgripa verzl- un og gullsmíði, en lét af því starfi fyrir nokkrum árum og fluttu þau hjón þá að 702 Home St., Winnipeg, og hafa þau átt þar heima síðan. Um dr. Thorleifson farast “The Tisdale. Recorder” orð á þessa leið: “Dr. W. H. Thorleifson er fæddur að GÍadstone, Man. — Fluttist hann ungur, með for- eldrum sínum til Yorkton, Sask., og þar fékk hann mest alla sína skólamentun. Á unga aldri hneigðist hugur hans mjög að því að verða læknir, og að því marki kepti hann. Hann inn- ritaðist í Manitoba háskólann árið 1922, og útskrifaðist þaðan sem læknir 1929. Næsta ár á eftir var hann við McKellar sjúkrahúsið í Fort William, það- an fór hann á almenna sjúkra- húsið í Montreal og tók þar “Post Graduate Course”. Það- an fór hann vestur til Sturgis, Sask., og stundaði þar lækning- ar um tíma. Fyrsta marz 1935 fór hann til Tisdale og varð þar héraðslækn- ir fyrir Rural Municipality of Tisdale og vann sér brátt al- menningsorð, sem samvizkusam- ur og góður læknir. Skyldur héraðslæknis eru miklar og krefjast mikils starfs- þreks og þekkingar á sjúkdóm- um. Hefir dr. Thorleifson upp- fylt þær kröfur svo vel að hann er alment lofaður og dáður. Löng keyrsla í hvaða veðri sem er, út- heimtir mikinn dugnað og þol, og hefir dr. Thorleifson staðist það alt prýðilega og unnið sér sívaxandi álits. í frístundum sínum vinnur hann að því að prýða heimili sitt. Fagur blómagarður er um- hverfis hús hans og dvelur hann þar margar stundir við að hlúa að blómunum og fegra blóma beðin. Dr. Thorleifson giftist 1930 Áróru Hjálmarsson frá Dauphin, Man. Er hún útskrifuð húkr- unarkona frá almenna sjúkra- húsinu í Winnipeg. Hún er á- gætum hæfileikum gædd, og starfar mikið að ýmsum félags- málum. Þau hjón eiga eina yndislega dóttur. Dr. Thorleifson er víðlesinn og vel að sér. Hann er stál- minnugur, skemtilegur í viðræð- um og viðkynninga góður, og á- valt reiðubúinn að láta sem mest gott af sér leiða. Davíð Björnsson Skeyti bakmælginnar falla máttlaus niður fyrir fætur dygð- arinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.