Heimskringla - 28.06.1939, Side 7
*
WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1939
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
SMÁVEGIS
Á meðan eg er að hripa niður
þessar línur er útvarpið að lýsa
burtför konungshjónanna úr
landi voru og öllu því, sem sézt
og heyrist við höfnina í Halifax,
þar sem þeirra hátignir stíga á
skipsfjöl og leggja af stað heim-
leiðis. Þau eru nú búin að sjá
með eigin augum öll hin helztu
hverfi þessa mikla meginlands
og sannfærast um haldgæði hins
brezka veldis, því þeim var
hvarvetna fagnað með hinum
mesta viðbúnaði og látum.
Ennfremur vita þau nú af
eigin reynslu hve vinveitt
frændþjóðin sunnan línunnar er
orðin í garð þeirya sjálfra og
þess þjóðfélags, sem staða þeirra
táknar; því gleðilætin þeim meg-
in voru sízt minni en hér eftir
blöðunum að dæma.
Má því hiklaust segja að
ferðalagið hafi verið óslitin sig-
urför frá byrjun til enda, eins og
líka mátti búast við, þar sem þau
eru bæði einkar góðleg á svip og
sérstaklega alúðleg í allri fram-
komu. En ákafleg áreynsla hef-
ir ferðin hlotið að vera þeim,
eins skrílsleg og framkom fólks-
ins (af öllum stéttum) reyndist
víða hvar — eins og óhljóðin í
víðvarpinu rétt núna, til dæmis,
gefa til kynna. Og svo mega
þau búast við samskonar við-
tökum þegar heim kemur — og
áfram svo langt, sem séð verð-
ur. Það er brjóstumkennanlegt
ástand.
En nú getur fólk hér í landi
máske betur skilið hvernig Hitl-
er tekst að hafa þjóð sína í hönd-
um sér — þangað til honum fip-
ast á einhvern hátt í fingrarim-
inu. Og þá líka verður hún jafn
dýrsleg á hina sveifina. Manni
getur ekki annað en væmt við
að tilheyra mannfélaginu á þessu
þróunar stígi.
A
í Heimskringlu, sem út kom 7.
þ. m. eru tvær ritgerðir — frá
ritstjórans hendi, að mér skilst
— sem eru alveg óvanalega sam-
kvæmar sannleikanum og hinum
einföldu undirstöðu atriðum
hagfræðinnar. Eg á við grein-
arnar, sem fjalla um hugsjónir,
eða öllu heldur athæfi, þeirra
Kings og Dunnings í sínu háa
embættisstarfi.
Þar er hreinskilnislega viður-
kent, eins og líka má, að stjórn-
in gæti auðveldlega bundið enda
á atvinnuleysið og tilhliðrað svo
| siðum að allir hefðu nóg til lífs-
: viðurværis og nautna, án þess að
| skemma fjárhaginn — ef hún
bara vildi. Ennfremur er þar
játað, þó ekki sé því fylgt eftir
með eins skýrum rökum og
j skyldi, að afrek það bindist alls
ekki við heimsástandið yfirleitt
| eða verzlunarmagn þjóðarinnar
við önnur lönd.
Þar er einnig minst á, að jafn-
vel á hinum verstu kreppuárum
hafi einir 23,000 manns nægar
| inntektir til þess að borga alla
j vexti á lánsskuld ríkisins og
reksturskostnað ársins og samt
^ leggja til síðu fjögur hundruð
miljónir dala að auki. Svo er
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
( CANADA:
Amaranth..............................J. B. Halldórsson
Antler, Sask........................JK. J. Abrahamson
Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal
Árborg................................G. O. Einarsson
Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville..............................Björn Þórðarson
Belmont...................................G. J. Oleson
Bredenbury.............................H. O. Loptsson
Brown.............................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge.........................H. A. Hinriksson
Cypress River...........................Páll Anderson
Dafoe....................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man..................„..K. J. Abrahamson
Elfros...............................J. H. Goodmundson
Eriksdale..............................ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason
Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson
Gimli.................................. K. Kjernested
Geysir.............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro..................................G. J. Oleson
Hayland.................................Slg. B. Helgason
Hecla..............................Jóhann K. Johnson
Hnausa.................................Gestur S. Vídal
Húsavík.................................John Kernested
Innisfail......................................Ófeigur Sigurðsson
Kandahar................................S. S. Anderson
Keewatin................;.......*......Sigm. Björnsson
Langruth..................................B. Eyjólfsson
Leslie................................Th. Guðmundsson
Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal
Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson
Mozart...................................S. S. Anderson
Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor
Otto......................................Björn Hördal
Piney.................................. S. S. Anderson
Red Deer........................................Ófeigur Sigurðsson
Reykjavík..................................Árni Pálsson
Riverton...........................................Björn Hjörleifsson
Selkirk.......................... Magnús Hjörleifsson
Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson
Steep Rock.................................Fred Snædal
Stony Hill................................Björn Hördal
Tantallon..............................Guðm. ólafsson
Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason
Víðir...............................................Aug. Einarsson
Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis....................................Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach.........................John Kernestod
Wynyard................................S. S. Anderson
( BANDARÍKJUNUM:
Akra...................................Jón K. Einarsson
Bantry..................................E. J. Breiðfjörö
Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash...„...............Séra Halldór E. Johnson
Cavalier..............................Jón K. Einarsson
Crystal...............................Th. Thorfinnsson
Edinburg..............................Th. Thorfinnsson
Garðar................................Th. Thorfinnsson
Grafton...............................Mrs. E. Eastman
Hallson...............................Jón K. Einarsson
Hensel.................................J. K. Einarsson
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton.....................................:S. Goodman '
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain..............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts.........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold.................................Jón K. Einarssoo
Upham..................................E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Limited
Winnipeg; Manitoba
sagt að þessir menn og aðrir
verkveitendur séu keyptir af
stjórninni til þess að “gefa”
fólkinu atvinnu gegn ákvörðuðu
kaupgjaldi; en þó ekki búist við
að svo verði, því núverandi
stjórn taki alls ekki í mál neitt,
í þeim efnum, sem framkvæm-
anlegt sé.
En hér fyrst raskast rökfræð-
in ofurlítið. Dollarinn hefir
aldrei neitt yfirnáttúrlegt gildi
og kaupir aðeins dollars virði,
eins og það stendur í þann og
þann svipinn. Hver dollar, sem
goldinn er út þannig af stjórn-
inni, skilur eftir dollar skuld á
fyrirvinnunum, auk vaxta (eins
og fjármálin eru nú rekin) ; svo
hvað jafnar annað þegar bezt
lætur, og alt hjakkar í sama far-
inu. Það er sem sagt ekki hægt
að kaupa neinn, og sízt af öllu
fjármálamann, til þess að taka
sér eitthvað í skaða. Og mér
j skilst að gróðinn hjá verkveit-
endunum sé allnógur eins og er.
Alt sem fengist með þesshátt-
ar fingrafumi væri það, að al-
þýðan yrði að vinna miklu meira
en áður fyrir sama, eða verri,
kost. Og þætti það hagfræði-
legur búhnykkur væri vinnan í
sjálfu sér álitin kostur og æski-
legt fémæti, án tillits til afkasta;
en það mætti skoðast sem full-
komið rothögg á “Réttmæti let-
! innar”, sem lesendum Heims-
kringlu mun liggja í fersku
!' minni. Og þá væri líka Fasism-
inn hið ákjósanlegasta fyrir-
komulag, sem hugsað verður.
Óneitanlega er það sannleikur
að King og Dunning og allir sam-
verkamenn. þeirra forðast alt
það, sem alþýðu landsins mætti
verða til góðs. En nákvæmlega
hið sama mátti segja um Ben-
nett og alla conservatíva. Mun-
[ urinn er aðeins sá að Bennett og
J slíkir eru ofurlítið minni hræsn-
j arar, og þess vegna ekki alveg
j eins fyrirlitlegir.
Aðferðin til hinna heillavæn-
| legustu úrræða er svo einföld og
jöllum heilvita mönnum svo ljós
J að um ekkert getur verið að vill-
ast. En því miður stendur enn
svo á, að sé á hana minst hróp-
ar Heimskringla ásamt öðrum
leiðandi málgögnum og mönnum,
með hárri röddu: “Bolsévíki!
Bolsévíki!” Og fólkið sjálft tek-
ur undir, sakir langvarandi und-
irokunar og ótta og segir:
“Krossfestið hann! Krossfestið
hann!”
Við megum því að miklu leyti
sjálfum okkur um kenna, og sjá
í gegnum fingur við þá King og
Dunning og aðra, sem þekkja
hugsunarhátt og afstöðu þegna
sinna og vita hve, vanþakklátt
verk það er að reyna til að
bjarga þeim, sem ekki vill bjarg-
ast láta.
Hitt er það, að þeir gætu á-
hættulaust smá laðað hugi
manna til réttrar leiðar — ef
þeir vildu.
▲
í vikublaðinu Saturday Even-
ing Post, sem talið er að vera hið
víðlesnasta blað í Ameríku, hafa
nú í nokkrar undanfarnar vikur
verið að birtast langar greinar
um stjórnarfarið og ástandið á
Rússlandi. Höfundurinn er sagð-
ur vera Gen. W. G. Krivitsky,
sem á að hafa tilheyrt rauða
hernum í mörg ár og síðast
njósnaradeild þeirri, er starfaði
í mið- og vestur-Evrópu — einn
af þeim fáu liðsforingjum, sem
sluppu við hreinsunar-blóðbaðið
fræga með því að strjúka frá
stöðunni í tæka tíð, að hans eig-
in frásögn.
Meðal annars er hann látinn
segja að nokkuð á aðra miljón
liðsforingja og embættismanna
hafi verið teknir af í hreinsunar
hryðjunni, í staðinn fyrir um
200, serti blöðin geta um, og full-
ar fjörutíu miljónir þegna hafi
verið reknar í útlegð til Síberíu,
eða drepnar í þeim ryskingum,
auk nokkur hundruð þúsunda,
er hneptar hafi verið í nauð-
ungarvinnu hér og þar.
En nú er komið upp úr kafinu
að þessi Gen. Krivitsky er alls
ekki til. Sá, sem þykist vera [
Krivitsky, heitir réttu nafni.
Schmelka Ginsberg og er Pól-!
verji að ætt og uppruna, og hefir
aldrei til Rússlands komið. —
Sjálfur hefir hann samt ekki
samið ritgerðirnar. Isaac Don-
ald Levine og Susan Lafollette
gerðu það fyrir hans hönd.
Fyrir ári síðan var hann að
útbreiða samskonar áróður í
París á Frakklandi, en varð að
flýja þaðan vegna þess að Gene-
vieve Tabouis ljóstraði svikun-
um upp. Hérna megin hafsins
kom tímaritið The New Masses
upp um hann og skoraði á Sat.
Evening Post að gera yfirbót
með því að játa fölsunina í dálk-
um sínum og hætta við að birta
það, sem eftir var af ritgerðun-
um. Bæði ritstjórinn og ráðs-
maður blaðsins játuðu réttmæti
kröfunnar munnlega við nefnd-
ina, sem send var á fund þeirra
en heituðu að draga neitt til
baka og héldu áfram að birta
ritin.
Einnig sagði Walter Winchell
sannleika málsins í hinum “dag-
lega dálki” sínum, en öll Hearst
blöðin ásamt Sat. Evening Post
drógu þann þátt undan, eins og
lög gera ráð fyrir.
Og svo kemur vikublaðið Li-
berty, sem er einnig afar víð-
lesið, með stóryrta en röksemda-
lausa ritstjórnargrein, þar sem
ráðist er á New Masses í þessu
sambandi og blátt áfram stað-
hæft að kommúnistar og allir
róttækt-hugsandi menn séu
mestu lygarar í heimi.
Á þessu dæmi og öðrum slík-
um má sjá hve auðvelt er fyrir
auðklikkuna að blekkja alþýð-
una. Talsmenn lítilmagnans og
sannleikans hafa aldrei efni á
að koma skoðunum sínum til
fólksins með svo miklu magni
að um muni. Þeir verða að tala
aðeins til smá-hópa, og það án
þess að eiga kost á því glit-
skrúði og þeim fagurgala, sem
gengur svo vel í augu og eyru
hins óbreytta grúa.
Má því geta nærri hve afar
mörgum sauðum íhaldið heldur
við gömlu trúna með þessum
Krivitsky sögum.
A
Eins og aðrir beið eg með
óþreyju eftir útvarpinu frá ís-
lenzku sýningarbúðinni í New
York hátíðisdaginn 17. júní. En
svo ótrúlegt sem það er, kom
enginn ómur yfir öldur etersins.
Þykist eg vita að það hafi verið
fleirum en mér hin sárustu von-
origði. Eg þóttist viss um, að
þegar búið var að koma stórfé
til þess að undirbúa veglega sýn-
ingu og ráða víðfræga menn til
að tala um íslenzk áhugamál
og verðmæti á þessari sérstöku
hátíð, yrði ekki horft í þann
tiltölu|lega litla kostnað, sem
því fylgdi að útvarpa athöfninni
um Ameríku, eins og hún er b'l
að vera.
Sýningin er til þess ætluð að
kynna ísland og íslenzka menn-
ing út á við. En nú er vitað að
aðeins sárafáir af fjöldanum
eiga kost á að sækja sýninguna
sjálfa og verður því að nota önn-
ur meðul til að auglýsa það, sem
þar er að sjá.
Blöðin gera það auðvitað að
ofurlitlu leyti, en þó er víð-
varpið miklu áhrifameira og
nær til allra, sem heyra vilja.
Og þegar nafnfrægir menn eins
og La Guardia og Whalen (sem
er hæstaráð sýningarinnar), að
eg ekki nefni Vilhjálm Stefáns-
son, tala, er flest fólk viljugt að
hlusta.
Það, sem fram fór, verður efa-
laust birt í íslenzku blöðunum
og má það kannske álítast full-
nægjandi fyrir okkur, sem það
lesa. En það er mjög hætt við
að ensku blöðin drepi aðeins á
helztu orð og atriði og verður það
því að litlu gagni fyrir þá, sem
umfram alt þyrfti að ná til. Ræð
eg því að einhverjum hafi fatast
við framkvæmdirnar að þessu
eina leyti, sem virtist þó svo
sjálfsagt og áríðandi.
P. B.
- NAFNSPJÖLD -
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístoíusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnaajúk- dóma. Er aS flnni & skriístofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Are. Talsími: 33 lii Thorvaldson & Eggertson Logfraeðingar i 705 Confederation Life Bldg. Taleími 97 024
Orric* Phohx Ris Phoxi 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 MHOICAL ART8 BUILDINO Omc* Houxs: 12 . 1 4 P.M. - 6 P.M. ího bt APPonrTMXin M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINQAR Sérgrein: Taugatjúkdómar Leetur ÚU me6öl l vlSlögum VlVtalstimar kl. 2—4 ». a, 7—8 ati kveldinu Siml 80 867 666 Victor 8t.
Dr. S. J. Johannesion 272 Home St. Talsiml 30 877 Vlðtalstlmi kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- lr. AUur útbúnaður sA besti. Knníremur selur hann ailskonar minnUvaröa og legsteina. 843 SHERBROOKB ST. Phone: SS 607 WINNIPBO
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agentt Síini: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watchea Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Gunnar Erlendsson Planokennari Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 054 Fresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken
Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture iioving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram eg aítur um baelnn. MARGARET DALMAN TBACHER OF PIANO Oi4 BANNINQ ST. Phone: 26 420
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551
TIL
JÓNS JOHNSON POST
og
JENSÍNU JóNSDóTTIR
WEUM
á Gullbrúðkaupsdegi þeirra
1. janúar 1939.
Hér mætumst við í minning
glaða dagsins
er mær og sveinninn bundu
fyrstu heit,
Og þó nú halli hljótt til sólar-
lagsins
Er hlýtt og bjart um fornan
trygða reit,
Því svo var viðað vel í æfi-þátt-
inn
Af vaskleik, trygð og ást er
stóðst hvert fár,
Að æskuþrekið misti aldrei mátt-
inn
En margfaldaðist hér í fimtíu ár.
Er bygðin unga bar sín land-
náms merki
Og brautryðjendum órudd mörk
var léð,
En flestir saman stóðu í von og
verki
Og völdu samleið nánar bróður
með. •
Hye oft var þá, ef eitthvað varð
að þínu,
Og einangrun og harðrétt við
að fást,
Að leitað var þá langt til Jóns
og Sínu
Og leitar-mönnum aldrei traustið
brást.
Þið hófuð för á fögrum nýárs-
degi,
Við fagnaðstóna, gleði og vina-
höld,
Sem ykkur hafa fylgt á förnum
vegi
í farsæld og 1 þraut um hálfa öld.
Að veg og upphefð veit eg urðu
fleiri,
Er veröld tylti á sætið málmi
glitt,
En fáir hafa eignast auðlegð
meiri,
Né ækuljómann fegri um kvöld-
ið sitt.
Sjá flokkinn hrausta, syni og
dætur dýrar
Er dugðu bezt í æfisókn og vörn.-
Sá hópur ritar heillaboðin skýrar
en hrópuð orðgnægð, börn og
barnabörn.
Því arfleifð sú er öllum málmi
dýrri
Og aldrei metst til penings hér á
jörð
Að eftirláta kynslóð kostaskýrri
Er kynsæl fylki um þau hin auðu
skörð.
Nú sveitungar og samferðalið
valið
f samhug lofa þessa gengnu leið,
Og þakka margt, sem engin orð
fá talið,
En aldrei gleymist fram um
hinsta skeið.
Og óskin sú býr djúpt í hug og
hjörtum
Sem hafði glatt og styrkt um
farinn dag,
Að æfikvöld með unaðsfriði
björtum
Sé ykkur sælt og gullið brúð-
kaupslag. T. T. K.