Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 2
2. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1989
VINSAMLEG UMMÆLI
OG PALLADóMAR UM
BANDARÍKIN OG
ISLENDINGA ÞAR
í fréttapistlum hr. Soffanía3-
ar Thorkelssonar í Heimskringlu
eru mjög hlýleg ummæli um ís-
lendinga í Bandaríkjunum, er
hann hitti á ferðalagi sínu har.
Um Bandaríkjamenn alment fer
hann einnig lofsamlegum orðum
1 ýmsu tilliti. Nefnir þá “ágætu
nágranna okkar”- Telur þá í
flestum verklegum efnum á und-
an samtíð sinni.” Minnist á
‘hina veglyndu Bandaríkja þjóð’
og hinn “veglega þjóðfána sem
enn hefir ekki fengið á sig einn
einasta dökkan blett.” Viður-
kennir að hún eigi “marga á-
gætismenn, er vilja alt til vinna
að laga og endskurskapa þjóð-
arhaginn.” Þrátt fyrir þetta
hefir ekki farið framhjá honum
að þar er vottur um “glundroða
önnur ríki Bandaríkjanna, furð-
ar mann á þeirri almennu niður-
stöðu, sem dregin er af jafn tak-
markaðri athugun, hvað snertir
framtíðarhorfur íslendinga yfir-
leitt í landinu. Birtist hér frem-
ur djúp hrifning fyrir eigin
landi, en skynbær samanburður
bygður á glöggum athugunum.
Sá er þetta ritar, hefir átt
heima bæði í Canada og Banda-
ríkjunum og hefir talsvert nána
kynningu af ástæðum fslendinga
beggja megin línunnar. Nokkra
kynningu hefi eg einnig hlotið
af þjóðlífinu alment og viðhórfi í
báðum löndunum. Þrátt fyrir
það mundi eg hika við að kveða
upp slíkan fullnaðardóm, sem hr.
Thorkelsson leggur á nútíð og
framtíð. Mér finst svo margt
skylt með löndunum. Eg kann-
ast ekki við að vélameuning
(mjög óákveðið hugtak) eigi sín
föstu landamæri við línuna og
gangi ekki hlutfallslega yfir
sé, að heyri eg hallað á Canada
fyrir sunnan, sem sjaldan kemur
fyrir, er tilhneiging mín að hefja
vörn, og heyri eg hnjóðað í
Bandaríkin fyrir norðan, langar
mig frekar til að efla samhygð
en að heyja baráttu. Allir spá-
dómar um glæsilegri framtíð
fyrir niðja íslendinga öðru meg-
in landamerk j alínunnar en
hinumegin, heyra einungis und-
ir úrslitadóm sögunnar. Þó
ferðalangar eins og'við hr. Thor-
kelsson gerum úrskurð um þetta, ir.
verður það að mestu leyti
sleggjudómur. Er hann sér-
staklega óheppilegur frá manni,
sem er í þeim erindum er tengja
eiga saman íslendinga beggja
megin línunnar í samvinnu. Eg
lái ekki áhugasömum Canada-
manni að vekja athygli á því,
sem honum virðist miklu lofa
heima fyrir. Þess mun sízt van-
þörf nokkuretaðar. En það er
varasamt að gera það á kostnað
ISLENZK FRÆÐI YIÐ
AMERÍSKRA HÁSKÓLA
Canada. Ekki kannast eg heldur j annara. Enda er engu bjartara
við að Bandaríkjunum standi! yfir framtíð íslendinga í .Can-
og ýmiskonar los,” sem hann
þekkir ekkert til samlikmgar ] ' “ ^Vmiljónam'irinen'm CK i áda fyrir þa5 aS iakar horfir v«
:ur hann at auðmagni scm liggi cins og mar.: ( Bandaríkjunum, ne heldur
við í Canada. Dregur
þessu þá ályktun að íslendingum
í Canada líði fullkomlega eins
vel og íslendingum í Bandaríkj-
unum og að niðjar þeirra eigi
glæsilegri framtíð í Canada en í
hinu mikla heimsveldi fyrir
sunnan.
Það er rökstuðning þessarar
niðurstöðu sem vekur athygli.
Þetta er sett í samband við véla-
menningu, miljónamæringa og
auðmagn, “sem liggi eins og
martröð á þjóðinni” í Banda-
ríkjunum. Telur höf. “engar
líkur til að hún komist nokkurn-
tíma undan því oki, nema með
gagngerðri byltingu.” Þá gerir
hann einnig samanburð á aldin-
um Californíu og grasjurt og
kornjurt Manitoba Bendir á
hve jurtir þessar séu langsam-
lega nytjameiri lífi manna og
dýra til framfærslu en aldinin.
En í framleiðslu þeirra halli
mjög á suðrið í samanburði við
Manitoba slétturnar.
Það er lofsvert að kunna að
meta sitt eigið. Mann grunar að
það hafi kviknað í sjálfsvarnar-
tilhneigingu hr. Thorkelssons
við að hlýða á meðhald Cali-
forníu manna með landkostum
hjá sér. Að það hafi leitt til
ofangreinds samanburðar á við-
horfi og ástæðum í þessum ná-
grannalöndum. En vegna þess
hve fáir íslendirigar eru búsettir
í Californía borið saman við ýms
tröð á þjóðinni, svo liggi við bjartari framtíð Bandaríkja ís-
byltingu, en að Canada og önnur
lönd séu tiltölulega laus
þetta. Sú hætta í þessa átt,
lendinga fyrir að Canada fslend-
vig í ingar standi tæpt. Slíkt ber
fremur keim af óheppilegum
sem þrengir að í samtíð vorri, er hreppakrit, en a,lvarlegri við-
ekki bundin við ein landamerki, | leitni að átta sig á horfum. Að
heldur stendur hún í sambandi miklu> að mestu ^eyti, er við
hið sama að stríða í báðum
! löndumunum. Fram að þessu
við alment úrræðaleysi í því að,
standa gegn yfirgangi og sér
Eftir próf. Richard Beck
réttindum, en efla mannlega vel- hefir ekki verið neinn áberandi
ferð í hvívetna. Engin þjóð hef-; vottur hess að íslendmgar í
ir miklu að stæra sig af í þessj Bandaríkjunum standi svo höll-
um efnum eða tilefni til að kasta um fæti að Þeir seti aðhylst
þungum steini á aðra fyrir vönt- neinn ;yfirlætis séirtanburð á
un hjá þeim en yfirburði hjá sér.! framtíðarhorfum sínum og ann-
Hér er að svo miklu leyti um;ara' Þeir hafa ÞanniK haslað
sameiginlegt skipbrot að ræða.
Helst kynnu skandinavisku þjóð-j
sér völl að þeir taka ekki með
þökkum neina angurværð út af
irnar að vera undaptekning að | framtið sinni.
einhverju leyti.
Mér er ekki kunnugt um nein
Þetta er sagt með allri vin-
semd til hr. Thorkelssonar, sem
rök fyrir því að Canada sé síður! k°m fram með hinni mestu pruð"
bundin á auðvaldsklafa en
mensku á ferðalagi sínu, eins og
Bandaríkin. Eftir því hefi eg honum er la8ið- °S virða ber
tekið greinilega að ekki er minni! honum fil vorkkunnar ef ároður
umkvörtun í þessu efni meðal! Callforníu-manna befir oafvit-
íslendinga norðan línunnar en fndl haft. þau áhfif á hann að
hann hafi tekið þa sér til fyrir-
myndar.
K. K. ó.
MINNINGARSTEF
eftir Svein Pálsson,
dáinn í apríl 1939
Vín Vísdómur
eftir
BRIGHT
Það er eitthvað sem góð vín hafa
við sig. Tvefaldaðu máltíðar gleð-
ina í kvöld. Hafið HERMIT PORT
eða HERMIT SHERRY á borðum.
Með því að bragða það, skiljið þér
hvernig á því stendur að svo marg-
ir taka Bright’s vínin fram yfir
önnur.
$r'<§
HERMIT PORT
C O N C O R D
HERMIT SHERRY
sunnan. En eg hefi ekki miklar
mætur á því að metast á um
slíkt. Það má telja fram ýmis-
legt, sem aflaga fer beggja meg-
in landamæranna, en það er
mannlegt að eiga auðveldara
með að sjá misfellurnar hjá öðr-í
um en heima fyrir. Persónulega | ______
ber eg þann hlýhug til beggja'
landanna, þó Bandaríkjamaður! Hví er svo hlJott her 1 husi?
-.....—.... \ Hví eru grátbólgin augu ?
Hví eru harmþrungin hjörtu ?
! Hví fyllast andvörpin ekka?
•
|Andann vér aldrei skiljum,
! Andann í ómælis geimnum,
Andanna aldanna faðir
Andann, sem lífið oss veitir.
Syrgja þig sáran nú bræður,
Syrgir þig faðirinn kæri,
Syrgja þig samfylgdar systkin
Syrgir þig fjölskyldan dýra.
Sárt er að sýta og harma,
Sælt er í voninni að huggast,
Sárt er að sakna þín sonur,
Sælt þína minning að geyma.
> f I ~ 4 » .
Sem vorblóm á iðgrænum akri
Iðandi í sólgeisla gliti,
Þeim barstu andans á arni
Ylinn í brosi er þú kyntist.
Þökk fyrir þíðlyndið hlýja,
Þökk fyrir geislana björtu,
Sem náðu að leiftra og Ijóma
Lýsa upp mitt dapraða inni.
Far vel Sveinn, far þú í friði,
Far vel, þú sonur og bróðir,
Far vel, í friðarins/hvílu,
Far vel, ó faðmi þig drottinn.
Blessijnig blíðfaðir heima,
Blessi þig himnanna herra,
Blessi oss öll blessandi höndin,
Blessandi segjandi amen.
Undir nafni föðursins
W I N E S
CATAWBA
1
1
|
This advertisment is not inserted hy the Government Liquor Control Commission. The
Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.
— Eruð J?ér kvæntur?
— Nei, eg er bara óánægður
með lífið svona alment.
Öðru hvoru sézt þess getið í ís-
lenzkum blöðum, að áhuginn fyr-
ir íslenzkum fræðum, og yfirleitt
því, sem íslenzkt er, fari vax-
andi í Vesturheimi. Þetta mun
vera að ýmsu leyti rétt hermt
ekki síztdivað Bandaríkin snert
Mun Alþingishátíðin, sem
kom fsl. á framsíður stórblað
anna víðsvegar um lönd, hafa
haft sín áhrif vestan hafs, eigi
síður en annarsstaðar. Einkum
hafa amerískir lærdómsmenn
seinni tíð gefið sig almennara við
íslenzkum fræðum en áður var
þó að þau hafi um langt skeið
átt formælendur og unnendur
vestur þar, alt frá því snemma á
síðustu öld. (Smbr. ritgerð
mína “George P. Marsh —
Brautryðjandi íslenzkra fræða
Vesturheimi”. Tímarit Þjóð
ræknisfélagsins, 1935).
En aukinn áhugi fræðimanna
í Bandaríkjunum á fræðum vor-
um hefir glegst lýst sér í því, að
þar hafa á undanförnum árum
komið út allmörg rit og fjöldi
ritgerðá um íslenzk efni, einkum
um fornbókmentir vorar og þýð
ingar af þeim. Má t. d. nefna
hina vönduðu útgáfu prófessor
F. S. Cawley af Hrafnkels sögu
Freysgoða (1932), er Harvard
háskólinn stóð að, en útgefand
inn kennir ar Norðurlandamá
og bókmentir. Af þýðingum má
benda á þvðingu dr. Ralph B
Allen af Gísla sögu Súrssonar
(1936), sem margt er vel um, og
hina prýðisgóðu þýðingu pró
fessor Margaret Schlauch af
Völsungasögu (1930) ; en fræði
kona þessi er einnig höfundur
þess ritsins, sem hiklaust má
teljast merkast þeirra rita, sem
amerískir lærdómsmenn hafa
samið um íslenzk efni á síðari
árum — hinnar ágætu og skarp
legu bókar um riddraasögurnar
íslenzku: Romance in Icelam
(1934). Ungur amerískur fræði-
maður, dr. Carl 0. Williams
sem nám hefir stundað við Chi
cago háskólanum, gaf einnig út
fyrir tveim árum síðan doktors
ritgerð sína um þrælahald á fs-
landi í fornöld: Thraldom in
Ancient Iceland, að ýmsu leyti
athyglisvert rit. Miklu merkara
er þó þýðingasafn það af nor-
rænum fornkvæðum eftir pró-
fessor Lee M. Hollander: Old
Norse Poems (1936), sem Col
umbia-háskólinn stendur að. —
Loks má nefna þýðingu prófess-
ors Adolph B. Benson á hinni
merku bók prófessors Hjalmar
Lindroth: Iceland, A Land of
Contrasts (Island: Motsatsernas
ö), sem út kom í New York
1937, en þýðandinn er kennari í
norrænum fræðum við Yale-há-
skólann.
Ekki eru það þó fræðimenn-
irnir einir af Bandaríkjamönn-
um, sem ritað hafa um íslenzk
efni; ferðalangar og aðrir þeir,
er rita í þarlend blöð og tímarit,
hafa haft meira um fsland og fs-
lendinga að segja í seinni tíð en
fyrrum var; til marks um það
má geta þess, að nýlega komu
greinar um ísland, að kalla má
samtímis, í þrem merkum og
víðlesnum amerískum tímarit-
um, Travel, Current History og
Life. Þó eigi væru greinar
þessar lýtalausar, — þar kendi
nokkurra öfga og ónákvæmni,
— fluttu þær þarlendum lesend-
um mikinn fróðleik; sem verið
hefir vafalaust vel þeginn af
mörgum. Hefir þá nóg verið
sagt til áréttingar þeirri stað-
hæfingu, að áhuginn fyrir ís-
lenzkum fræðum fari vaxandi í
Bandaríkjunum, og jafnhliða því
áhugi manna fyrir fræðslu um
ísland, þó að það sé alls ekki
“nýfundin stjarna” vestur þar,
eins og stundum hefir verið
haft við orð.
Skal þá stuttlega vikið að
kenslu í íslenzkum fræðum í há-
skólum í Vesturheimi (Banda-
ríkjunum). Fyrsti Jcennara-
stóll í Norðurlandamálum og
bókmentum í Bandaríkjunum
var stofnsettur við New York
háskólann (New York Univer-
sity), 1858, eða fyrir frekum
áttatíu árum síðan. Var kenn-
arinn danskur maður, Paul G.
Sinding að nafni, en ekki kendi
hann íslenzku, heldur einungis
dönsku og norsku; bendir alt til
þess, að þátttaka af hálfu nem-
enda hafi eigi mikil verið, því
að kensla þessi var lögð niður
þrem árum síðar. En fyrsta spor-
ið hafði verið stigið, og er það
næsta merkilegt til frásagnar,
að hafin var, með þessari
skammæru kenslu við New York
háskólann, skipulögð háskóla-
fræðsla í Norðurlandamálum og
bókmentum vestan hafs, áður en
þýzka og franska höfuð hlotið
slíka viðurkenningu í amerískum
háskólum.
Líður nú fram til ársins 1869,
sem markar hin merkustu tíma-
mót í sögu norrænna og íslenzkra
fræða í Vesturheimi, því að þá
hófst kensla í þeim fræðum við
Cornell-háskólann og við ríkis-
háskólann í Wisconsin. Var
kennarinn í þeim fræðigreinum
við Cornell sá maðurinn, sem
meira hefir gert fyrir íslenzk
fræði og norræn en nokkur annar
í Ameríku til þessa dags, íslands-
vinurinn og öðlingurinn prófess-
or Willard Fiske; en jafnframt
íslenzkum og norrænum fræðum
kendi hann önnur Norðurlanda-
mál og bókmentir, og gegndi
hann þeim kenslustörfum fram
til 1883. Um hann og starfsemi
hans í vora þágu, leyfi eg mér
að vísa til ritgerðar minnar um
hann í “Eimreiðinni” (1931).
Við Wisconsin-háskólann var
fyrsti kennarinn í Norðurlanda-
málum og bókmentum, prófessor
Rasmus B. Anderson, norskrar
ættar, en fæddur vestan hafs.
Kendi hann norrænu samhliða
norsku og sænsku, og flutti fyr-
irlestra um bókmentir Norður-
landa að fornu og nýju. Skipaði
hann kennaraembætti þetta
þengað til 1884, þegar hann varð
sendiherra Bandaríkjanna í
Kaupmannahöfn. Anderson var
kunnastur fyrir rit sín um Vín-
landsfund Leifs Eiríkssonar og
starf sitt í þá átt, að afla hon-
um sem víðtækastrar viður-
kenningar vestan hafs, og varð
honum mikið ágengt. Hann var
meðal þeirra, sem hlut áttu að
því, að íslandi var send stór
bókagjörf vestan um haf Þjóð-
hátíðarárið 1874, og mun það
einkum hafa verið fyrir það, auk
fræðistarfa, að hann var kjörinn
heiðursfélagi í Bókmentafélag-
inu. Anderson lézt 1936, níræð-
ur að aldri.
Þeir Willard Fiske og Rasmus
Björn Anderson eru því þeir
mennirnir, er muna ber sem
fyrstu háskólakennara í íslenzk-
um fríeðum í Bandaríkjunum og
jafnframt vitanlega vestan hafs.
Víkur nú sögunni aftur til
New York borgar, þangað, sem
staðið hafði vagga háskólakenslu
Norðurlandamálum og bóik-
mentum í Vesturheimi, eins og
fyr getur. Árið 1880 var hafin
kensla í dönsku í Columbia Col-
ege (nú Columbia University)
>ar í borg, tveim árum síðar
einnig í sænsku, og árið þar á
eftir (1882) { íslenzku. Varð dr.
W. H. Carpenter þá kennarinn í
æim gréinum, æn hann hafði
agt stund á þau fræði bæði í
caupmannahöfn og í Þýzkalandi,
og dvalið nærri árlangt á ís-
andi (1879—1880). Ferðaðist
hann um landið með þeim Wil-
ard Fisk og Arthur M. Reeves,
en Carpenter var lærisveinn
Fiskes. (Smbs. “Eimreiðar”-
grein mína).
Árið 1S83 var stofnaður kenn-
arastóll í Norðurlandamálum og
bókmentum við ríkisháskólann
í Minnesota, en ekki byrjaði
kensla í íslenzku (norrænu) þar
fyr en tíu árum síðar; og meiri
áhersla mun jafnan hafa verið
lögð þar á önnur Norðurlanda-
mál, einkum sænsku og norsku.
Á næstu áratugum var nor-
ræna gerð að kenslugrein í eft-
irfarandi háskólum, sem flestir
eru í Austur-Bandaríkjum:
Johns Hopkins (1885), Harvard
(1888), Bryn Mawr (1890),
Western Reserve (1891), Cali-
fornia (1892), Leland Standford
(1894), Michigan (1896) og
Vanderbilt (1897). Á þessum
árum (1891) var einnig stofnuð
Norðurlandamáladeildin vjð rík-
isháskólann í Norður Dákota
(1891) og kennari skipaður í
þeim fræðum við Chicagoháskól-
ann (1893), þar sem norræna
var einnig á kensluskrá. Á þessu
tímabili hófst einnig kensla í
þeirri .grein við Northwestern
University (Evanston, Illinois).
Frá því 1889 hefir norræna einn-
ig verið kend öðru hverju við
ríkisháskólann í Indiana.
Á fyrsta áratug þessarar ald-
ar voru stofnaðar Norðurlanda-
máladeildir eða kennarastólar
settir í þeim greinum við ýmsa
háskóla og mentaskóla í Banda-
ríkjunum, einkum í Mið-Vestur
og Vesturlandinu. í þeim hóp
voru meðal annara eftirfarandi
ríkisháskólar: Iowa, Suður Da-
kota, Illinois, Kansas, Oregon og
Washington. Nokkur fræðsla í
þeim fræðum hófst einnig á
þeim árum í þessum háskólum:
Princeton, Cincinnati, Missouri,
Drake, Texas og Wellesley Col-
lege. Árið 1915 voru samtals 37
háskólar í Bandaríkjunum, sem
höfðu einhverja kenslu í norræn-
um fræðum á kensluskrá sinni,
þó eigi hafi þeir allir verið hér
taldir.
f flestum framannefndum
skólum hefir íslenzka (fornmál-
ið) verið kend að einhverju leyti
um lengra eða skemra tímabil,
og í sumum þeirra, t. d. í ríkis-
háskólanum í Ulinois, fram á
þennan dag. Á seinni árum hafa
kirkjuskólar Norðurlandabúa
vestan hafs, einkum Svía og
Norðmanna, Augustana College,
Gustavus Adolphus College, Lu-
ther College og St. Olaf College,
bætst í hóp þeirra æðri menta-
stofnana í Bandaríkjunum, sem
einhverja fræðslu veita, eða hafa
veitt, í íslenzkum fræðum, forn-
málinu og fornbókmentum vo>--
um.
Þeir eru því hreint ekki svo
fáir háskólarnir og mentaskól-
arnir í Bandaríkjunum, sem um
eitthvert tímabil og f einhverj-
um mæli hafa kent íslenzk fræði
og norræn; en mjög er það mis-
jafnt, hve víðtæk sú fræðsla hef-
ir verið og hve langan aldur hún
hefir att sér í skólum þessum
hverjum um sig. En rúm leyfir
eigi, að fara frekar út í þá sálma
að þessu sinni, þó fróðlegt væri.
Hinsvegar hefi eg hugsað mér,
að gera sögu íslenzkra fræða
vestan hafs ítarlegri skil síðar.
kramanskráð er einungis laus-
legt yfirlit, að allmiklu leyti
bygt á ritgerðum um þessi efni
eftir prófessor G. T. Flom, kenn-
ara í norrænum fræðum við Illin-
ois-háskólann.
En þeim lesendum, sem kunna.
að vilja fræðast nokkuru frekar"
um það, hvernig ástatt er nú um
íslenzku-kenslu í háskólum
Bandaríkjanna, vil eg vísa til
fróðlegrar greinar um það efni
eftir dr. Stefán Einarsson í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins’’
1934. Kom það í Ijós við rann-
sókn hans, að íslenzka eða nor-
ræna er sem stendur kend í 31
háskóla eða mentaskóla (Col-
iege) Bandaríkja. Ennfremur
komst hann að raun um, að ís-
lenzkar fornbókmentir eru að
einhverju leyti, á frummálinu
eða í þýðingu ,lesnar í 19 öðrum
æðri mentastofnunum vestur
þar. Er allur þorri þeifra meðal
skólanna, sem að framan var
vikið að, þó að ýmsir þeirra sinni
eigi lengur þeim fræðum, en
nýir teknir við í staðinn. Er
þetta, eins og Stefán bendir á,
“laglegur listi við fyrsta álit”,
en þó ekki nema lítill hluti af