Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA hinum fjölmörgu háskólum og mentaskólum Bandaríkjanna, sem skifta hundruðum. En Stef- án rakti ekki í umræddri grein sinni sögu háskóla-kenslu í ís- lenzku vestan hafs, og því hefi eg gert það í greinarstúf þess- um, þar sem ekkert hefir áður verið um það efni ritað á ís- lenzku, nema í sambandi við ein- staka amerískra fræðimenn á því sviði (George P. Marsh, Wil- lard Fiske, Arthur Reeves og Bayard Taylor). Nú er þvi ekki að leyna, að mjög misjöfn rækt er lögð við íslenzkukenfeluna í þeim æðri skólum Bandaríkjanna, sem slíka fræðslu veita; víðtækust og full" komnust er hún í höfuðmenta- setrunum í Austurríkjunum (Cornell, Harvard, Yale, Johns Hopkins og Pennsylvania), í sumum ríkisháskólunum (Chi- cago, Ulinois, Mimiesota, Norður Dakota, Wisconsin og Washing- ton) enda eru sérstakar Norður- landamáladeildir við marga þeirra. Víðast hvar er áherslan lögð á fornbókmentirnar; í tveim háskólum (Cornell og Norður Dakota) er nýmálið einnig kent og jafnhliða því seinni tíma bók- mentir íslenzkar að einhverju leyti. Síðastliðið ár hófst einn- ig kensla í íslenzku nútíðarmáU í ríkisháskólanum í Nebraska, og er kennarinn þar sænskur mað- ur, prófessor* Joseph Alexte, tungumálagarpur mikill. Eir þó íslenzku-fræðslan í amersíkum háskólum og menta- skólum sé ærið misjöfn að inn- taki og víðfeðmi, berast þaðan norrænir mennigarstraumar inn í þarlent þjóðlíf; og áhrifunum frá slíkum mentastofnunum er það ekki minst að þakka, að á- hugi fyrir íslenzkum fræðum fer vaxandi vestan hafs. Enda láta ýmsir kennarar háskólanna í þeim fræðum sér ant um alþýðu- fræðslu 1 þá átt, samfara kenslu sinni og fræðistörfum. Talsvert hefir því óneitanlega miðað að því marki, að auka kynnin vestan hafs af íslandi og íslenzkri menningu; samt er enn nóg þörf slíkrar kynningar- starfsemi þarlendis. Sannast í því efni á mörgum Vesturheims- manni orð Útgarðaloka: “Seint er um langan veg að spyrja sönn tíðindi.” Má fyllilega ætla, að þátttaka íslands í Heimssýning- unni í New York stuðli drjúgum að því, að auka þeim megin hafs- ins,þekkingu manna á fslandi og hlutdeild þess í heimsmenning- unni. ISLANDS-FRÉTTIR Til landsins helga Þeir guðfræðiprófessorarnir Magnús Jónsson og Ásmundur Guðmundsson eru nýlega lagðir af stað í för til Gyðingalands. Þetta er í fyrsta skifti sem ís- lenzkir guðfræðikennarar fara slíka för til að kynnast stað- háttum í landi biblíusagnanna af eigin sjón.—fsl. * * * Ný verzlun undir nafninu Vöruhús Akur- eyrar, verður opnuð í Hafnar- stræti 102, þar sem áður var verzlun Eiríks Kristjánssonar. Eigandi hinnar nýju verzlunar er Ásgeir Matthíasson.—ísl. * * * Ingimundur Guðmundsson klímukóngur fslands fslandsgríman fór fram á f- þróttavellinum í gær og voru þátttakendur 10. Glímubeltið og sæmdarheitið Glímukóngur íslands hlaut Ingi- mundur Guðmundsson, sem er handhafi Ármannsskjaldarins. Fegurðarglímuverðlaun hlaut Skúli Þorleifsson. Forseti í. S. í. afhenti verð- Iaunin á vellinum, að glímukepn- inni lokinni, með stuttri ræðu. Því næst hófst annar kapp- leikur I. flokks mótsins. Veður var kalt og hryssings- legt.—Mbl. 1. júní. NÁTTÚRULÝSINGAR t FORNUM FRÆÐUM Eftir Guðmund Friðjónsson Skáld dróttkveðinna vísna og sagnahöfundar vorir, sem rituðu á skinn, leika sér sjaldan að náttúrulýsingum. Annað hvort var, að þeim gaf sjaldan sýn inn í þá heima, eða þeir voru svo sparir á bókfellið, að rúminu undir útúrdúra eða aukagetur. Hómer lætur dæluna ganga og hefir hundrað orð um efni, sem vorir forfeður mundu hafa tíu. Hann gerir náttúrukraftana mælska og lýsir höfuðskepnun- um ítarlega. Það er sennilegt, að forfeður vorir hafi gert frásögnina fá- orða, af því að þeir urðu að halda spart á bókfellinu. Það var svo dýrmætt. En skapgerðin getur hafa ver- ið þannig, að vitsmunir höfund- anna hafi tamið sér fáorða mál- snild, dagsdaglega og ból^málið hafi verið samskonar sem mælt mál. — Það getur líka hugsast, að sögur og kvæði þeirra tíma sé á höfðingjamáli skráð, en al- þýðumál hafi verið á hinu leyt- inu og það sé glatað. Þegar fornskáldin köstuðu fram vísu um atburði, var hugur þeirra tengdur honum. Og ef náttúrulýsing brá fyrir í vís- unni, var hún fremur líking en lýsing. Egill Skallagrímsson kallar í vísu sumarið ‘miskunn dal-fiska,’ þ. e. orma, og annað skáld kall- ar sumarið ormagleði, veturinn ormabana og njólu bjarnar af því að bangsi sefur það misseri að miklu leyti í híði sínu. Þessar líkingar og aðrar eins fela í sér náttúrlýsingar og þar að auki djúpsæja hugsun. Skáld eitt þeirra tíma nefnir jörðina víðan botn vindkers. Þá er loftið ker veðranna og er það kerald harla stórt, í huga skálds- ins. Þá.felst mikil náttúrulýsing í nafninu Ægisdætra. Þær eru níu að tölu. Ein heitir Dúfa og mundi hún tákna lognöldu. Ein heitir Himinglæfa og má nærri geta, að þar er átt við þá sem háreist er. Ein heitir Blóðug- hadda. Hún mun hafa rautt hár (hadd). Svq er Bylgja og Bára o. s. frv. Norræn fornskáld lýsa sjald- an litbrigðum hafsins. Þeim er ríkara í hug að segja frá því, hvernig bylgjur hafsins glettast við skip víkinga og sækonunga. Gunnlaugur ormstunga var staddur í Gautlandi við jarls- hirð og var deilt þar um hvort hann eða Eiríkur Noregsjarl væri meiri fyrir sér. Náttúrufegurð er varla nefnd í vísum þeirra tíma. Eitt skáld, sem ekki er nafn- greint, getur þess, að fjöll sé “geisla merluð”, þ. e. mergð sól- argeisla leikur um fjöllin. Mikil sólskinsdýrð birtist í sólarljóðum. En það kvæði er ungt í samanburði við þau, sem víkingaöldinni tilheyra. Ást á sólskinsdýrð bregður fyrir í mæltu máli, þegar dóttir stórbónda í Eyjafirði segir, úti stödd: Nú er mikið um “sólskin og sunnanvind og ríður Sörli í garð”. Ást meyjar á manni' gefur augum útsýn og tungu orðgnótt, sem söguritarinn grípur á lofti og verndar frá glötun. Hann mun þó eigi hafa órað fyrir því að þessi faguryrði mundu lifa um aldir alda. Þessi fagnaðarupphrópun meyjarinnar lifir enn á vöruin alþýðu — orðrétt, bæði í mæltu máli og fögru kvæði eftir Guðm. Kamban: “Stína rakar og Bjössi bindur og bóndi hirðir sinn arð. Nú er sólskin og sunnanvindur og Sörli ríður í garð.” Þannig geta faguryrði lifað lengi og setningar endurfæðst fyrir tilstilli listar sem “kann að vera með höfðingjum”. Örnefnin í landi voru og eigin nöfn bæja, sveita, dala, vatna og áa hafa í sér fólgnar náttúru- lýsingar, og yrði of langt mál að fara út í þá sálma í þessu máli. Eg nefni aðeins sem dæmi: i Sunnudal, Sólheima — Svalbarð og Svalvoga. Þessi nöfn lýsa náttúrunni sem þar er á seiði í góðri og grimmri — eitt nafn felur í sér heim hörku eða blíðu. Náttúrulýsingar í sögum vor- um eru oftast stuttar, en svo snjallar að ógleymanlegar erti þeim, sem finna bragð að góð- gæti og skilja mergjað mál. Grettissaga segir um veðrið kvöldið sem Glámur varð úti: “Veður gerist gnýmikið og drífanda með kveldinu”. Það er alt og sumt. En lesandi skilur, að veðrið þýtur í fjallabrúnum Forsælu-' dals, en draugaleg hríð grúfir yfir láglendi. Þá eru foryngjur á veiði og sitja um bráð til að gæða sér á um hátíðina, sem í hönd fer — jólin. Þá er þessi veðurlýsing glögg og snildarleg: Gluggaþykn var í lofti, og rak ýmist fyrir tunglið eða frá því. Þannig er um að litast. Umur grasa getur falið í sér náttúrulýsingar, ef að er gáð.— Ein kona á landnámstíð færði bæ sinn og bygð vegna þess, að henni þótti lítill ilmur úr jörð- inni, þ. e. landinu. Þar sem ang- an fylgir úthagagróði, er mikið um dýrðir, því að þau grös eru ilmríkari en stofublóm — að þeim annars ólöstuðum. Grös í rjúpnasarpi eru til vitnis um angan beitijurta. Náttúrulýsingar í mæltu máli íslendingasagna eri* fáorðar en afar minnilegar. Veðri var svo háttað aðfangadagskvöldið þeg- ar tröll tóku Glám “að veður var drífanda ok gerðist gnýmikið með kveldinu”. Þarna heyrist veðurdynur í fjallabrúnum Forsæludals. En þegar draugurinn og ofur- huginn áttust við — var í “lofti gluggaþykn og dró ýmist fyrir tunglið eða rak frá því”. Því lík dæmi grípandi lýsinga mætti mörg telja. Einstök náttúrulýsing er í Konungsskuggsjá, þar sem vind- arnir eru gerðir að persónum. Sú bók er samin í Noregi. En orðfæri hennar er samskonar sem í vorum fræðum. Konungsskuggsjá er í fárra manna höndum, en mikil náma orðspeki og fróðleiks. Sundurlausar athugasemdir mínar hér að framan, eru í raun- inni formáli að kafla úr nefndri bók og læt eg nú höfund hennar tala sínu máli um vinda allra átta og vænti eg þess að hann fái áheyrn. ▲ Sól hefir fengið fjölskylt em- bætti, því að hún skal lýsa allan heim og verma, og gleðjast ýms- ir staðir heimsins við hennar nærtomu. En svo ber rás henn- ar til, að hán firrist þá staði stundum, er hún nálgast stund- um. En þá er hún tekur að vitja austur áttar, með vörmum og björtum geislum, þá tekur fyrst dagur upp að létta austanvindi silfurlegar brýnn og blítt and- lit. En því næst verður hann kórónaður með gulllegum röðli, og skrýðist hann þá með öllum gleðibúnaði sínum, léttir sorgum og harmsamlegum andvörpum, sýnir blítt andlit grönnum sín- um á báðar hendur og biður þá vera glaða með sér í sínum fagn- aði og létta veturlegum sorgum. Sehdir hann og skínandi geisla í andlit vestanvindi, að boða hon- um sína gleði og fagnað. Það boðar hann og vestanvindi, að hann skrýðist þvtlíkum búnaði um aptan sem austanvindur hafði um morgun. En að mögn- uðum degi og fyrirskipuðum tíma, þá hrósar landsynningur nýteknum búnaði og sendir órn- andi geisla með blíðu boði í and- lit útnyrðingi. En að miðjum degi sýnir sunnanvindur sig efldan vera með yljar auðæfum, sendir varmar vingjafir norðan- vindi, vermir svalt andlit og býður öllum grönnum sínum að miðla við þá af gnótt síns auð- ar. En að hníganda degi þá tek- ur útsynningur við vægjanda skini og vörmum geislum með glöðu andliti, sýnir af sinni hendi sætt og samþykki að nið- urlagðri reiði, býður sterkum bylgjum og bröttum bárum að hógværast með minkandi afli, kallar fram gróðursamar daggir til fullrar sættar við sína granna og blæs hógværlega með vörm- um anda í andlit landnyrðingi og vermir blástursvalar varir og þýðir hélukalt enni og frosnar kinnar. En að aftni upphöfðum, þá sýnir vestanvindur skínanda enni yfir blíðu andliti, skýrðist með prýði og kveldlegri fegurð svo sem að hátíðlegum aftni boð- ar austanvindi, með sendum geisl um, að hann búist móti komandi hátíð um morguninn eftir. En að settri sólu þá tekur út- njrðingur að létta^fögrum brún- um og bendir með léttri brún öllum grönnum sínum, að hann hefir í sinni gæslu skínanda röð- ul. Því næst leiðir hann fram skugga yfir andlit jarðar og boð- ar það öllum, að þá nálgast hvíld- arstund eftir daglegt erfiði. En að miðri nótt, þá tékur norðan- vindur við rás sólar og leiðir hana um fjalllegar auðnir móti þunnbygðum ströndum og leiðir fram þykkvan skugga og hylur andlit sitt með skýjuðum hjálmi og boðar öllum, að hann er búinn til varðhalds yfir grönnum sín- um með náttlegri vöku, til þess að þeir taki örugga hvíld og hæga eftir daglegan hita. Hann blæs og vægilega, með svölum munni í andlit sunnanvindi, til þess að hann megi betur stand- ast öflugan hita að komanda degi. Hann fægir og andlit him- ins eftir brott rekið ský, til þess að komanda ljósi megi sól auð- veldlega senda varma geisla í allar áttir með björtu skini. En að komanda morgni, þá tekur landnyrðingur að opira saman- lagðar brár og rennir til sýnar bjúgt sjáldur, svo sem til skygn- ingar um upprisu tíma. En því næst lýkur hann upp vakurlega birtandi sjónir, svo sem saddur af svefni eftir tekna hvíld. — En eftir það leiðir hann fram ljósan dag, svo sem fagran æskumann og hæfilegan fyrirrásara í allra tún, og' boðar til víss, að þá kem- ur þegar eftir hann geislanda hvel og skínandi sól, og býður öll- um að vera vel við búnum. En því næst rennur upp sól og skýt- ur geislum sínum í allar áttir, að skynja um samantengt sáttmál og gengur síðan eftir fyrirskip- uðum veg svo sem fvr var sagt. En að algörvum friði milli þessara höfðingja, er nú eru nefndir, þá er vel fært í hvers þeirra veldi, sem þú vilt farið hafa. Þá tekur haf úti að byrgja allan meginstorm og gerir þar slétta vegu, sem fyr var ófært fyrir stórum bárum og þykkum bylgjum, og veita strandir þá þar í mörgum stöðum hafnir, sem áður fyr var öræfi. Nú með- an þessi friðargerð stendur, þá‘ er þér vel fært og hverjum ann- ara þeim, er sitt skip vilja leiða, eða sjálfir fara landa meðal, yfir hafs háska. Væri það mönnum skyldlegt og þó nauð- synlegt, að kunna góðan skiln- ing á því, nær háskatímar væri og ófærir, eða nær þeir tímar kæmi, er vel er til hættanda alls. Því að skilningarlaus skepna gætir þessara tíma, þó með nátt- úru, að eigi sé skilning til, því að mannvitslausir fiskar kunnu að gæta sín í djúpum höfum meðan hæstir eru stormar um veturinn, en að hallanda vetri, þá sækja þeir nærmeir landi, og safna gleði svo sem eftir liðna sorg. En að fengnum hrognum og vax- anda vori, þá gjóta þeir hrogn- um sínum og leiða fram fjölda mikinn ungra fiska og æxla svo ættir sínar, hver í sínu kyni og tegund. Er það mikil ætlan skynlausr- ar skepnu, að sjá svo vel við komanda stormi um veturinn, að hann leiðir fram sitt afsprengi til þess að öndverðu vori að hann megi njóta kyrrar veðráttu um sumarið, að leita sér matar í góðum firði hjá víðum ströndum og styrkjast svo af sumrinu, að þeir hafa yfrið afl að komanda vetrt, til þess að hirða sig í köld- um djúpum milli annara fiska. Þessari sættargerð fagnar jafnvel loftið sem lögurinn, því að á vaxanda vori sækja fuglar háleik lofts með fögrum söngv- um og fagna nýgjörri sætt milli þessara höfðingja svo sem kom- andi hátíð, gleðjast þeir þá svo mjög sem þeir hafi fengið forð- ast mikinn háska og voðvænleg- an í höfðingja deild. Því næst gera þeir sér hreiður á jörðu og leiða þar úr unga fugla, hver eftir sinni kynfylgju og æxla svo ættir sínar og veru, um sumarið, að þeir megi enn sjálfir leita sér atvinnu um veturinn eftir. — Jörðin sjálf fagnar þessari sætt- argerð, því þá er sól tekur út að steypa ylsamlegum geislum yfir andlit jarðar, þá tekur jörð að þíða frosnar grasrætur. En því næst leiðir hún fram ilmandi grös, með smaraglegum lit og sýnir hún sig fagna og gleðjast hátíðlega, með nýtekinni fegurð græns skrúðs, og býður hún þá gleðlega næring öllum afspring- um sínum, þeim, er hún synjaði áður, sakir veturlegrar nauðar. Tré þau, er stóðu með frosnum rótum og drjúpandj kvistum, þá leiða þau nú fram að sér gras- grænt lauf og gleðjast svo eftir liðna sorg veturlegrar nauðar. óhrein skepna og leiðindi sýna mannvit sitt og skilning í því, að þau kunna að skifta hæfilegum tíma til aukningar sinnar ættar og útgöngu úr fylgsnum. Svo gæta þau þess tíma, nær þau þurfa að flýja kulda og stormsamlegar vetrarnauðir og breiða sig svo undir stein eða í stórum hellum, eða í djúpum jarðföllum, til þeirrar stundar, er þau hafa tíma til framgöngu. Villidýr þau, er fæðast í fjöllum eða skógum, þau kunna vel að skifta öllum tíma, því að þau ganga með getnum burð meðan vetur er kaldastur, til þess að þau megi sinn getnað fram leiða að nýkomnum gróðri og vönnu sumri. Einn lítill maðkur, er maur heitir, hann má kenna vitrum mönnum mikla hagspeki, hvort sem heldur er, kaupmaður eða bóndi, og jafnvel konungum, sem smærrum mönnum. Hann kennir konungummær þeir skulu borgir gera eða kastala, hann kennir og bónda eða kaupmanni, með sama hætti, hversu ákaflega eða hvern tíma þeir skulu sína sýslu frammi hafa, því að sá, er réttan skilning hefir og hyggur hann vandlega að hans athæfi, þá má hann mikið marka og drag-a sér til nytsemdar. ÖII önnur kvikindi hvort sem eru hrein eða óhrein, þá fagna þess- um tíma og leita svo sinnar nær- ingar á vörmu sumri með allri viðursýn, að þau megi örugglega standast allan háska veturlegr- ar nauðar. Nú veldur þessi sátt- málasamtenging milli þessara átta vinda, allri blíðu lofts og lands eða sjóar hræring með boðorði og leynilegum smiðvél- I um þess, er fyrir öndverðu skip- i aði að svo skyldi jafnan síðan : standa, til þess, er hann býður, | að brigð skyli á gerast. á Þessi einstaka náttúrulýsing 1 kynni að vera nýnæmi tísku sem þekkir best þá liti, sem seld- ir eru og keyptir í búðum. önnur náttúrulýsing er sér- staklega athyglisverð í fornnor- rænum sögum *— sú lýsing af ódáins akri, sem Eiríkur víð- förli fann og frá er sagt í Forn- aldarsögum Norðurlanda. Sú saga verður eigi endurtekin hér. J En “fögur er sú kveðandi”, þó órímuð sé og var hún gerð á forðum tíð til eflingar guðsríkis og sáluhjálpar. Tímarnir breytast. Nú eru náttúrulýsing^r samd- ' ar, með höndum eða þá tungu, til þess að svala fegurðarlöngun J einungis og er eigi það að lasta, hvort sem myndhöggvari á hlut að máli, málari, ellegar orð- snillingur. Guðmundur Friðjónsson —Lesb. Mbl. — Vísindamenn hafa reiknað út að sólin verði útdauð eftir 70 miljón ár. — Hvað mörg söguð þér? — Sjötíu miljónir. — ó, hamingjunni sé lof. Mér 1 heyrðist þér segja 40 miljónir. I2V2 per cent hlutagróði.... Það borgar sig að nota Hydro orku vegna þess að af hverjum dollar eyddum fyrir hana fær bærinn innheimt I2V2 per cent í sköttum, sem léttir skattbyrði almennings. Yfir tvö síðustu árin, hefir City Hydro lagt bæn- um til fé á þennan hátt, sem nemur $500,000. Þessi fjárhæð er auðvitað auk reglulegra skatta, sem félagið greiðir bænum. Á þennan hátt hagnast þjóðfélagið aðeins með notkun City Hydro orku, svo munið að— CITY HYDRO er yðar — notið það!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.