Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.06.1939, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚNf 1939 Iticimskrhtiila | (StofnuB 1S8S) Kemur út A hverjum mWvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímia SS 537 VerB blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst fyrirfram. Allar borganlr sendist: the viking press ltd. m ÖU ylðskiíta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: editor heimskringla 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskrlngla" is pubUshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ywuimmMuniiiiinnuiiniiiiiiuniuiiiimiiHiiiuiiiiiuiiiiiiuiiiuiiiiiiuniininiiiiHnníiiiimiiiiiiniiiiuuiuiiuiiuiiimiuiiiuiis WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1939 ISLANDICA—YOL. XXVII, 1938 Þetta rit, Islandica, sem Halldór Her- mannsson, háskólakennari, hefir annast um útgáfu á fyrir Fiske-safnið eða Cor- nell University Press, hefir vakið eftir- tekt bókmentamanna. Eins og nafn þess bendir til, fjallar það um íslenzk fræði, forn og ný. Og það er sannast að segja, að þau 27 ár, sem ritið hefir komið út, hefir ritstjóra þess aldrei orðið skota- skuld úr að grafa eitthvað upp sem ein- hver fengur hefir verið í, um íslenzkar bókmentir, og verið hefir gagn og gaman að fyrir annara þjóða mentamenn jafnt og íslendinga, þar sem ritið er skrifað á víð- lesnasta máli heims, ensku. Á miðöldunum voru bækur skrifaðar er Bestiaries voru nefndar. Voru þær nokk- urs konar dýrasögur. Lýsingar dýranna voru bæði með orðum og pennadráttmynd- um gerðar. Uppruni þessara rita, mun frá Egyptum, en þau breiddust út til Suður- og Mið-Evrópu og eru sögð hafa verið algeng á Bretlandi. Og áhrif þeirra voru sögð mikil á skoðanir manna, list og trúarviðhorf og mun þó lýsing dýranna oft hafa verið æði fáránleg. Á Norður- löndum hafa samt sem áður ekki fundist nein rit af þessu tæi, nema nokkur brot af riti, er á íslandi var gert og sem geymst hafa í safni Árna Magnússonar. Þetta umrædda hefti af Islandica Halldórs Her- mannssonar flytur nú ljósmyndir af þess- um leifum, sem vemduð hafa verið og skýrir H. H. bæði myndir og skriftina á þeim, auk fróðlegs inngangs um þessa bókmentagrein í Evrópu og því er bann hefir grafið upp um hana heima á íslandi. Algengust bók um þessi efni, er nefnd Physiologus og það er og nafnið, sem á þessu íslenzka riti hefir verið. Þýðir nafnið ekkert annað en náttúrusöguhöf- undur eða fræðari. Myndirnar eru allar af útlendum dýrum, þó frásögnin, orðin, séu íslenzk. Er þar því um útlend áhrif að ræða, og líklega þýðingu, en hitt getur þó átt sér stað, að þar sé um fyrirmynd að ræða fremur en beina þýðingu eins og á sér stað um margt, sem kallað er “þýð- ingar helgra rita,” sem oft er aðeins svo kailað fyrir áhrifin frá trúnni, en er frum- ritað. En þetta er alt mjög vel athugað og varfærnislega í inngangi Mr. Hermanns- sonar og er þar um bezt til frásagnar hans að vísa. Bókmentalegt gildi þessa rits telur Mr. Hermannsson í sjálfu sér ekkert og vís- indalegt ekki heldur, en segir það að því leyti sögulegt, að það sé frá tólftu öld og með því elzta sem skráð sé og sýni að höf- undamir hafi verið góðir dráttlistarmenn. Og eins og af riti þessu sé nú ekki til nema fáein brot, eins geti önnur eldri rit hafa tapast með öllu. Slíkt er mjög líklegt. Merkilegt má það einnig telja við þetta rit, að íslendingar einir af Norðurlanda- þjóðunum skyldu þýða það eða rita eftir útlendu fyrirmyndunuín. í einangrun sinni virðast þeir bókmentalega þar hafa fylgst betur með en frændur þeirra. Myndirnar sem í Islandiac eru sýndar, eru fullar 18 blaðsíður í ritinu. Lesmálið innan um þær, er ekki iangt, enda er efnið jafnframt skýrt með myndum. Kennir samt margra grasa í því og sumar sögurn- ar eða hugmyndirnar eru einkennilegar. Skulu hér gefin tvö eða þrjú dæmi. f Physiologus, Fragment A, 5 gr. (eins og í Islandica er raðað niður) stendur þetta: (5) Honocentaurus heitir dýr, þat er vér köllum finngálkan. Þat er maðr fram en dýr aptr, ok markar þat óeinarðarmenn í vexti sínum. Þat kallask at bókmáli rangt ok dýrum glíkt, ef maðr mælir eptir þeim, sem þá er hjá, þótt sá mæli rangt. Réttorður skal góðr maðr of alla hluti á- valt, hvárt sem er auðigri eða snauðr. í fragment B, 8. gr. er þessi hvalsaga: (8) Er hvalr í sæ, er heitir aspedo, ok er of bak sem skógr sé. En í miðju haf! skýtr þat upp baki sínu, en skipverjar ætla ey vera og festa skip sitt við þar, ok kynda elda síðan. En aspedo kennir hita, ok drekkir sér í sjó ok öllum skipverjum. Svá eru ok þeir menn sviknir, er hafa von sína undir djöfli ok gleðjask í hans verkum, ok drekkjast í eilífar kvalar með fjanda. Nafið Physiologus bendir til að upphaf- lega hafi bækur þessar verið náttúrusaga, en við dýralýsingarnar hafi siðalærdóm- unqm síðar verið bætt og svo hafi vetið ðrðíð, er hinn íslenzki Physiologus var saminn. Þó segja megi að efni þessa fornrits, eða þess sem til er af því, sé ekki mikil- vægt, er það samt merkilegt, eins og H. H. gefur í skyn í hinni góðu inngangsgrein sinni, vegna þess, að það vekur þá spurn- ingu, hvort í elztu tíð hafi ekki meira verjð ritað á íslandi en alment er kunnugt um ennþá. Úr því verður ef til vill ein- hverntíma leyst af Mr. Hermannsson eða hans fáu líkum. Heimskringla þakkar útgefendunum sendingu ritsins Islandica og vill geta þess, þeim til upplýsingar er fræðandi efni, sem því er það flytur, unna, að ár- gangurinn kostar $1. og fæst hjá útgef- endum: Cornell University Press, Ithaca, N. Y. BÆNDUR SAMEINAST Á fundi sem haldinn var af bændum þessa fylkis 21. og 22. júní í Brandon, var stofnað félag, sem vera á nokkurs konar allsherjar félag fyrir öll bændasam- tök og félög í Manitoba. Er það nefnt Manitoba Federation_ of Agriculture. á þessum stofnfundi mættu 687 fulltrúar víðsvegar að úr fylkinu. Fundinum lauk án þess að semja lög hins nýja félags nema í aðal-atriðum en sam- þykti uppkast það að stjórnarskrá, er fimm manna nefnd hafði unnið við all lengi að semja. Er í henni tekið fram, að stefna félagsins sé að vinna að hverskonar fram- förum og mentun í búnaðarmálum og réttarbótum, en algerlega á ópólitískum grundvelli. John Bracken, forsætisráðherra, er hélt ræðu á fundinum, hvatti bændur til að bindast traustum samtökum; “eg vil jafnvel segja hernaðarsamtökum,” sagði hann, “og að þið sækið rétt ykkar hisp- urslaust, en sættið ykkur ekki við, að bíða eftir að hann verði að ykkur réttur. Það eru um 700,000 bændur í Canada og ef þeir væru samtaka, hefðu þeir meira um stefnur í landsmálum að segja, en þið nú gerið. Ef þið komið ykkur saman og krefjist einróma þess er ykkur ber, mun engin stjórn þora, eða leyfa sér, að slá skolleyrum við tillögum ykkar.” Það mun nú einhverjum þykja þetta minna á pólitískan söng, en svo getur það verið misheyrn og stafa af því að loftið er fult af kosninga-klið. Á fundinum var kosið 17 manna stjórn- arráð til þess að hafa mál nýja félagsins með höndum og búa undir annan fund, að líkindum á komandi hausti. í ráðinu er einn fslendingur, frú Andrea Johnson frá Árborg. Þetta bráðabirgðarstjórnarráð, hefir fund í Winnipeg n. k. fimtudag og kýs for- seta félagsins og aðra embættismenn og mun leggja niður fyrir sér framtíðar starfið. United Grain Growers, Hveitisamlagið og bændafélagið í Manitoba, er gert ráð fyrir ásamt ótal smærri félögum að verði í þessu allsherjarfélagi. STJóRN HINNA RÍKU! Það kallar blaðið “Manitoba Common- wealth” King-stjórnina og bendir á ýmis- legt er fram fór á síðasta þingi máli sínu til sönnunar. Síðast liðið ár, segir blaðið, var ákvæðisverð á hveiti 80c. Á þessu ári var fyrst gert ráð fyrir að fella það í 60c, en á móti því var svo harðlega mælt, að stjórnin gat ekki komið því nema í 70c, einum áttunda lægra en á fyrra ári. Ekkert var gert til þess að bæta hag atvinnu- lausra. Og' hin miskunarlausa kúgun, verkamannsins, bóndans og alþýðunnar, heldur áfram fullum fetum, sem áður. Sykurskatturinn, söluskatturinn og aðrir skattar sem þyngstir eru á herðum fá- tæklingsins, eru óbreyttir. Og hernaðar- vörur er haldið áfram að selja fasistum, á sama tíma og sjötíu miljón dölum er varið til hervarnar, að því er ætla má gegn yfir- gangi þessara sömu ríkja. En þegar til hinna ríku kemur, verður sagan önnur. Námuiðnaðurinn, sem á undanförnum árum hefir sýnt geysimikinn gróða, og sem hefir verið undanþegin skatti s. 1. 3 ár, var veitt undanþága á næstu 3 árum í viðbót. Þá hafa aðrir iðnaðarhöldar, sem einhverjar umbætur gera á iðnaði sínum, orðið aðnjótandi 10% skattalækkunar á komandi 6 árum. — Skattalækkun þessi er líkleg að kosta stjórnina fleiri miljónir dollara. Einnig hefir veðlánsbanki verið stofnaður í því skyni aðallega, að láta almenning hlaupa undir bagga með lánfélögunum með að greiða helming af tapi því, er lánfélögin hafa orðið fyrir. Sú afskrift skulda, sem talað er um í veðlánsbankafrumvarpinu, er sú skuld, er lánfélögin hafa þegar tap- að. Helming þessa taps, skellir nú King- stjórnin á bak almennings. Að segja King-stjórnina því stjórn hinna fjáðu, en óvin hinna fátæku er vægt að orði komist um hana og háttalag hennar.-------- RÆÐ A flutt á íslands daginn, 17. júní 1939, á New York heimssýningunni af Thor Thors. Herra forseti: Virðulegir gestir: Þegar við íslendingar ákváðum að taka þátt í þessari miklu heimssýningu, sem við vissum að mundi bera alt ofurliði sem áður hefir þekst í skrauti, íburði og tækni, þá var okkur það fullkomlega ljóst að þetta var djarft af okkar hendi — næstum fífl- dirfska. Við vildum samt leggja þótt ekki væri nema lítinn stein í hina glæsi- legu og varanlegu byggingu alþjóðlegrar samvinnu og samúðar, sem hér átti að reisa. Eg veit að öllum skilst að engum var það hugfólgnara en einmitt minstu sjáífstæðu þjóð heimsins, varnarlausrí með öllu nema fyrir skilning og velvild stórþjóða heimsins að mega leggja sinn litla skerf 1 þetta musteri friðarins. Okkur, sem verðum að láta okkur nægja að líta viðburði heimsins úr langri fjar- lægð, finst að enda þótt friður á jörðu hafi verið hin eilífa hugsjón mannkynsin3, og þrátt fyrir það að miljónir manna hafi fórnað lífi sínu, að því er þeir héldu í baráttunni fyrir þessari göfugu hugsjón, þrátt fyrir skelfingu og örvæntingu sem hefir lagst yfir löndin í öllum fyrri styrj- öldum, þá hafi mannkynið ef til vill aldrei verið nær barmi alheims ófriðar en einmitt nú á dögum. Við heyrum talað um frið, en sjáum hervæðingu þjóðanna. Okkur íslendingum finst því á þessum tímum dásamlegt að finna slíkan friðar- reit, vináttu og samvinnu þjóðanna sem þessa heimssýningu. En hér, eins ög á hinum mikla vettfangi þar sem örlög þjóð- anna eru ákveðin, erum við í rauninni að- eins áhorfendur. Þjóð, sem telur aðeins um 120,000 og lifir langt frá þeim mið- stöðvum veraldarinnar, þar sem sagan er mörkuð og rúnir þjóðanna ristar, getur ekki haft áhrif á örlög heimsins. Við biðjum aðeins um vernd annara þjóða til að mega lifa í friði og halda áfram að vera frjálsir menn í okkar eigin frjálsa og sjálfstæða landi. Ástæðan til þess að við íslendingar á- kváðum að láta hina miklu sýningu Bandaríkjanna verða þá er við tækjum í fyrsta' sinn þátt í sem sjálfstæð þjóð, er þó fyrst og fremst sú að við óskum að vekja athygli Bandaríkjamanna á hinum fornu og órjúfandi tengslum íslands við hinn nýja heim. Við viljum minna á og leggja áherzlu á þá sögulegu staðreynd að það var maður af íslenzkri ætt og uppruna, víkingurinn Leifur Eiríksson, sem fyrstur allra hvítra manna steig fæti á ameríska grund, árið 1000. Þetta afrek var opin- berlega viðurkent af íbúum Bandaríkj- anna þegar þjóðþing þeirra gaf okkur árið 1930 líkneski Leifs með þessari áletrun: “Leifur Eiríksson, sonur íslands, sem fann Vínland.” Fyrir þessa vjiðurkenniingu, fyrir þetta vináttumerki, er íslenzka þjóð- in hjartanlega þakklát Bandaríkjamönn- um. Leifur Eiríksson fann Vínland. fslend- ingurinn Þorfinnur Karlsefni reisti sér fyrstur hvítra manna bú í vesturheimi og bjó hér í þrjú ár. Þetta eru atburðir sem tengja afaman sögu Bakidaríkjanna og sögu íslands. En það eru margir aðrir sögulegir viðburðir og söguleg einkenni sem Bandaríkin, hin mikla þjóð hér handan hafsins, á sameigin- legt við okkar litlu þjóð. Land- nám íslands átti rót sína að rekja til þess að hinir merkustu og ríkustu höfðingjar í Noregi vildu eigi þola ofríki konungs og yfirgáfu óðul sín og létu í haf á- leiðis til hins nýja lands frelsis- ins. Frelsisþráin var því orsök íslands bygðar, og er það ekki einnig rétt að flestir af íbúum Bandaríkjanna, eða forfeður þeirra, að undanskildum Indíán- um einum, komu vestur hingað frá fjarlægum, ströndum til að forðast ofríki annara og lifa í friði og frjálsir? Það er því augljóst mál að frelsisþráin var sameiginleg hvöt og leiðarljós forfeðra vorra að landnámi Ameríku og íslands. Sögur beggja þjóðanna sameinast því í frelsisþránni og báðar þjóðirnar stofnsettu með sér lýðveldi. • Þegar við lítum á landakortið, sjáum við eyjuna okkar yzt móti norðri, nokkurn veginn mitt á milli gamla og nýja heimsins. Hnattstaða íslands er táknmynd af þjóðlífi okkar. Það er erfitt að greina hvort við í rauninni tilheyrum gamla eða nýja heiminum, og líf okkar er und- arlegt sambland og barátta á milli kenninga fortíðarinnar, stefnu nútíðarinnar og strauma framtíðarinnar. Jarðfræðingar skýra -okkur frá því að ísland.sé leifar horfins lands sem áður fyr tengdi Ev- rópu við Ameríku. Hinn trausti grunnur íslands virðist því vera tákn þeirra örlaganna ákvörð- unar að landið sé tengiliður milli hins nýja og gamla heims. Auk hinna gömlu sögulegu minninga, vil eg minnast annara traustra tengsla milli þjóðanna beggja. Okkar litla þjóð með aðeins 120,000 íbúum á hér í vesturheimi svo marga og göf- uga fulltrúa sem væri hún stór- veldi. Um 30,000 íslendingar hafa flutt sig búferlum frá gamla landinu vestur um höf til Bandaríkjanna og Cíanada. Þeir og þeirra niðjar eru trúir, merkir og virtir borgarar í þeirra nýju lönduip. Brottför þeirra var mikið tjón fyrir ís- land, en við erum hreyknir af afrekum þeirra í þeirra nýju heimkynnum og þakklátir þeim fyrir ástúð þeirra og ræktarsemi í garð hins gamla föðurlands. Okkur fslendingum er það un- un að líta þessa heimssýningu. Smekkvísin, tæknin og skipu- lagið hrífa hugi okkar. Með töframætti varpar sýningin Ijóma yfir amerískt hugvit og snilli. Hún er helguð “Heimin- um Á Morgun” — framtíðinni, framförum og hugsjónum mann- anna. Markmiðið er göfugt. Háttvirta Samkoma: í okkar litla skála sjáið þið smámynd af íslandi. Þið sjáið þar engar sögulegar hallir né skrautleg musteri né nein önnur ytri merki auðæfa og íburðar. Þið sjáið mynd af lífi iðjusamr- ar og þrautseigrar smáþjóðar, sem lifir- í erfiðu landi, en stöð- ug| og farsællega sækir fram mót auknum framförum, vax- andi menningu og farsæld. Við vitum að þið dæmið ekki þjóð- irnar eftir auðæfum þeirra, mannfjölda, eða herafla, held- ur eftir manndómi, dugnaði og hæfileikum þeirra þegna. Við höfum engan herafla á íslandi, og eyðum engu fé til hergagna en verjum því heldur til að reisa ný og betri heimili fyrir unga og aldna til sjávar og sveita. Það var frelsisþráin sem réði landnámi fslands. Frá fyrstu tíð hefir frelsið verið dýrmætasta hnoss hvers íslendings. Þjóðin er hamingjusöm í lífsbaráttu sinni, þótt hörð sé, og óskar að inega halda áfram að vera frjáls og óháð. Það var djörf framaþrá sem réði fundi Ameríku frá fslandi og fyrstu bygð hvítra manna þar. Eg óska þess að hin íslenzka sýning sé helguð hinum fornu og sögulegu tengsjum frelsis og frama milli Ameríku og fs- lands, samúð þeirra í nútíð og vináttu þeirra í framtíð. Megi Ameríka og ísland um allar ókomnar aldir vera hin traustu heimkynni frelsisins, frjálsra manna og frjálsra hugs- ana, frjálsra athafna og göfugra afreka. Eg þakka ykkur öllum. FRÁ HÚSAVÍK (Eftirfarandi grein er tekin upp eftir blaðinu Degi á Akur- eyri, ásamt athugasemd frá rit- stjóranum, er skýrir málið svo, að hér er ekki þörf við það að bæta.—“Hkr.”) • Hér störfuðu, þeir Ólafsur ÓI- afsson kristniboði og Gunnar Sigurjónsson cand. theol., dag- ana 26.—30. október. Þóttu þeir prúðir menn og drengilegir. Þeir sýndu tvisvar kvikmynd frá Kína, við sæmilega aðsókn, héldu 3 kristilegar kvöldsam- komur í Húsavíkurkirkju og eina barnaguðsþjónustu. Auk þess prédikaði ólafur ólafsson við guðsþjónustuna sunnudag- inn 30. október. Barnaguðs- þjónustan var ágætlega sótt. — Fyrstu kvöldsamkomuria sóttu alt að 100 manns, 1 ungir og gamlir, síðan allfáir. Menn þessir fluttu, boðskap- inn um erfðasynd, eilífa glötun og blóðfórnarfrelsun. Þeir fluttu hann svo bróðurlega sem boð- skapurinn leyfir. Þó hefi eg á- stæðu til að halda, að fremur hafi kenningin vakið andúð en samúð. Einn áheyrandinn kvað: “Þessir hyggja augljóst, að afrek sé til muna, fyrir Krist að þora það, að þylja fjarstæðuna”. En þeir munu minnast orða Páls postula um “heimsku krossins”, og láta ekki slíkan kveðskap á sig fá. Hinsvegar minnir þessi prédikun mig á önnur ummæli frá nýguðfræðingsárum Páls: “Það ber eg þeim, að þeir eru vandlátir Guðs vegna, en ekki með skynsemd” (Róm. 10, 2). • En, hvað sem segja má um skynsamlegt gildi slíkrar kenn- ingar, þá er hitt sannarlega íhug unarvert, að trú þessara manna gefur kraft til stórra fórna. Um 17 ára skeið hefir Ólafur Ólafs- son unnið lofsvert líknar- og fræðslustarf meðal mjög bág- staddra manna, kvenna og barna, lengst inni í Mið-Kína, og oft verið í lífshættu staddur. Slíkt hið sama gera þúsundir af skoð- anabræðrum hans. Hvað hefir nú okkar víðsýna þjóðkristni þar til samanburðar? Hvaða fórnir eru það helzt, sem menn eru ónáðaðir með hennar vegna? Hinar félagslegu fórn- ir, sem til ér ætlast, eru einkum þær, að menn sæki kirkju og greiði sóknargjald. En þeir sækja ekki kirkju. Og almenn- asta ástæðan, sem menn bera fyrir sig í því efni, ekki sú, að þeir trúi ekki á Guð, né að þeir vilji fella þjóðkirkjuna, heldur sú, að þeir hafi sig ekki í það, að hafa fataskifti. Og sóknar- gjaldið, þessi voðalegi skattur, sem kaupa má fyrir tvö tóbaks- bréf (ódýrari tegundin), ýfir menn til beiskustu uppreisnar, svo sem verulega ómannúðlega áníðslu. Ekkert minnir slíkur hugsunarháttur á þann kristi- lega mannskap, sem áður fyrr og enn í dag metur það meira en líf sitt, að kannast við Krist og málstað, hans. Hann minnir jafn- vel ekkert á fórnir þeirra manna, sem ótilkriúðir halda uppi kirkju- legu fálagslífi í fríkirkjulöndun- um, — en nærtækasta dæmið í því efni eru vorir eigin þjóð- bræður vestan hafs.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.