Heimskringla


Heimskringla - 19.07.1939, Qupperneq 4

Heimskringla - 19.07.1939, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1939 Uicímskrhtiila (StofnvO 1S8S) Kemur út á hverjum miBvikudeoi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Saroent Avenue, Winnipeo Talsimia 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurlnn borgist p tyrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskiíta bréf blaðlnu aðlútandl sendiflt: = Manaoer THE VIKINO PRESS LTD. 853 Saroent Ave., Winnipeo Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Saroent Ave., Winnipeo “Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Saroent Avenue, Winnipeo Man. Telephone: 86 537 IHHi.mu.im.........................Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilillllllllllllllllllllllllllllllllll- WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1939 ÞEGNSKAPUR OG ÞJÓÐ- FÉLAGS RÉTTINDI (Eftirfarandi grein birtist á ritstjórn- arsíðu blaðsins Winnipeg Tribune s. 1. laugardag og er skrifuð og send blaðinu af manni, sem Ted Donelly heitir og á heima við Red Lake, Ont.—Hkr.) Til ritstj. blaðsins Tribune í Winnipeg. Kæri herra: Við lesum mikið um stríð um þessar mundir. Og viðhorf aðals- manna vorra í þeim málum virðist yfir- leitt það, að yngri menn í Canada ættu að innritast í herinn og fara í stríðið um leið og það brýst út. Það er augljóst, að það er að mestu stétt hinna fátækari sem herþjónustu mun tak- ast á hendur og bera um leið skuldabyrð- ina, sem stríði er samfara. Nú sem stendur eru þúsundir manna í. Canada atvinnu- lausir og margir eru að því komnir að svelta. Ungir menn, biómi þjóðarinnar, hefir oft ekki annað að leggja sér til en það, sem hann betlar og sefur í flutninga- vögnum járnbrautanna. Tækifæri eru þeim engin veitt til þess að afla sér þarfa sinna á heiðarlegan hátt. Og óttinn við skort og reynslan, sem nokkrir hafa af honum, rekur nokkuð af unga fólkinu út á braut glæpamannsins. Tækifærisleysið tendrar upp lægstu hvatir þeirra, en bælir niður alt sem er göfugt, hátt og heilagt 1 manneðlinu. Canada er víðfeðmt land og býr yfir óþrjótandi auðæfum. Að hagur æsku- lýðsins er sá, sem hann er, er bæði heimskulegt og grátlegt til umhugsunar. En þrátt fyrir þetta, hefir stjórn vor látið sig þetta alvarlega mál, atvinnuleysið, sama sem ekkert skifta. Og það er vegna þess, að eg lít svo á, að stjórnin eigi engan sanngjarnan rétt til kröfu um þegnskap af hendi þessa ógæfusama lýðs. Eg get ekki skilið hvers vegna að þessir menn ættu að fara í stríð og berjast fyrir það land, sem þeim var ekki veitt neitt tækifæri í til að afla sér brauðs. Við töl- um mikið um frelsi, en hver kærir sig um það, þegar það er sneitt frelsi til vinnu, frelsi til að verða sjálfbjarga, frelsi til að afla sér brýnustu lífsnauðsynja? Það er aðeins einn vegur fyrir stjórnina til þess, að njóta þegnskapar íbúanna, og hann er sá, að veita þeim þjóðfélagsleg réttindi sín, vinnu fyrir alla. Þegar þegn- unum er þetta veitt, verða þeir stoltir af ættjörð sinni, landinu sínu, og verða reiðu- búnir, að fara í stríð fyrir það. Velferð þegnanna verður að koma fyrst. Ofanskráðum greinarstúf fylgja eftir- farandi ummæli frá ritstjóra Winnipeg Tribune: Blaðið (Tribune) birtir á þessari síðu bréf í dag, sem dregur athygli að ókjörum atvinnulauss æskulýðs þessa lands, og sambands hans við yfirvofandi stríð. Höf- undur þess bendir á, að ef stríð brjótist út, verði það þessir ungu menn, sem fyrir óþolandi vanrækslu af hálfu þjóðfélagsins eru að veslast upp og verða að úrhrökum, sem verði fyrst kvaddir út í stríð. H\yrt sem um stríð er að ræða eða ekk-i, hefir hirðuleysið um að bæta úr atvinnu- leysi æskulýðsins, verið Canada til skammar síðast liðin 10 ár. Það er, hvað sem stríði líður engin gild afsökun til fyrir því, að landsstjórnin, hvort sem liberal eða conservative hefir verið, skuli ekki hafa svo mikið sem reynt til að gera víðtæka tilraun, til að bæta úr atvinnu- leysinu og koma í veg fyrir ástandið, sem æskulýðurinn hefir orðið og verður nú að horfast í augu við. Það yrði biturt til afspuraar fyrir stjórnina ef á sannaðist, að ekkert minna en stríðshættan eða hættan að menn þessir reyndust óhæfir hermenn, vekti eftirtekt hennar á atvinnuleysi æskulýðsins, eins og hans sé engin þörf til annars en að vera sendur út í stríð, eins og ekkert væri fyrir uppvaxandi kynslóð að gera á friðar- tímum. Við skulum vona, þó ljótt sé um- horfs, að stríð sé það síðasta, sem hennar er þörf fyrir. VÖRUSKIFTI BRACKENS VIÐ ÞÝZKALAND Því hefir verið hreyft í blöðunum-und- anfarið, að John Bracken forsætisráðherra Manitoba-fylkis sé að bisa við að fá leyfi til að reka nokkur vöruskifti fyrir hönd þessa fylkis við Þýzkaland. Viðskiftin eiga að vera bein vöruskifti milli þessa fylkis og stjórnar Þýzkalands og eru að því leyti til nokkuð einstök í sinni röð og að því er virðist þrengri en ella, svo að hætt er við að kaupin reynist ekki eins hagkvæm og annars gæti verið; skal hér nokkrum orðum að þessu máli vikið. Vöruskifti eru ekki ný. Þess er getið í fyrstu bók Mósesar, að Esau hafi selt Jakobi bróður sínum frumburðarrétt sinn fyrir brauð og baunadisk. Og þó mikið vatn sé nú runnið úr Jórdan í hafið síðan þetta skeði, skyldi enginn ætla að það hafi verið upphaf vöruskiftanna. En þó ekki sé lengra rakið, nægir þetta dæmi til að sýna, að vöruskifti eru ekki ný. íslendingar þekkja þau einnig bæði að fornu og nýju. En þau þóttu ekki ávalt fyrirmynd í viðskiftum, fremur en dæmið af kaupum Esau og Jakobs, þar sem annar býður fyrir eina kviðfylli frumburð- rarétt sinn, sem blessun drottins fylgdi og dögg af himni svo að aldrei bristi góða uppskeru. Það voru ójöfn skifti. Samt ber á það að líta, að Esau var matarþurfi. Og neyð er enginn kaupmaður. En vöruskifti hafa oft verið með þessu markinu brend. Fyr á tímum var nokkurt tækifæri að haga þeim svo, að þau komu að góðum notum, vegna þess, að fram- leiðsla var þá svo ófjölbreytt, að hvert land og hverja þjóð vanhagaði ávalt um margt. Eftir því sem iðnaður heima fyrir jókst og varð margbrotnari og fullnægði betur öllum þörfum, urðu viðskiftin ekki eins hagkvæm. Og með nútíðar tækni má segja, að hver menningarþjóð geti veitt sér um 90% allra þarfa sinna, nema í þeim löndum, sem hafa mjög einhæfar auðsupp- sprettur eða lífsskilyrði. Það getur skeð að Þýzkaland hafi ein- hvern hag af því að kaupa héðan smjör og hunang eins og gert er ráð fyrir i vöruskifta samningunum, sem Bracken- stjórnin er nú að gera við Þýzkaland. — Framleiðsla þar nægir .ekki þessa stundina þörfinni, eða meðan svo mikið af mannafla landsins er í hernum, og ekki má vera að því, að stunda landbúnað. En hitt er víst, að Manitoba virðist’ í engri nauðþurft með að kaupa fleiri járnbraut- arvagna af ölblöndu frá Þýzkalsmdi; slík kaup geta ekki einu sinni jafnast á við það, sem Esau hlaut í bætur fyrir frum- burðarrétt sinn, svo lítið sem það þó var. Og sama má segja um vélarnar og áhöldin til síma og raforkukerfa fylkisins sem ætlast er einnig til að keypt sé frá Þýzka- landi. Það er aðeins til að taka verk frá þeim er þann iðnað stuiyla hér. Bracken telur þetta bændum, þeim er hunangsrækt hafa og smjörframleiðendum í hag. En þar er aðeins Hm pólitískan skollaleik að ræða og skal vikið að því síðar. Reynslan er sú, að undir eins og bmgðir lækka svolítið sjá smjörgerðar- felögum hér, er smjör flutt inn frá Nýja- Sjálandi og Ástralíu til að halda verðinu niðri. Til bænda er þetta því hvorki til né frá. 0g þeim er alls ekki hagur að því, að atvinnuleysi hér aukist og kaupgeta verka- manna mínki. Þeir tapa við það markaði heima fyrir í fullum hlutföllum við það, sem salan til Þýzkalands eykur hann. Það er aðeins þegar viðskifti landa á milli eru þjóðinni eða þjóðfélaginu öllu í hag, sem þau eru þess verð, að ljá þeim eyra. Viðskifti, sem eru annari hvorri aðalstétt þjóðfélagsins, bændum eða verkamönnum, í óhag eða eru á kostnað annarar stéttar- innar, eru óheilbrigð. Sú skifting er ávalt til þess eins fyrirhuguð að siga þessum stéttum hvorri upp á mót annari, skifta þeim í andstæða flokka, sem berjast hvor við annan, sem svo verður það vatn á millu pólitískra gæðinga landsins sem frekast er æskt eftir, af því að þeir lifa og þrífast á henni og hanga við völdin. Og grátlegi saijnleikurinn er, að þau völd eru í því fólgin, að kúga báðar þessar stéttir, til þess að valdhafarnir og hinir eiginlegu vinir þerra, auðmennirnr, sem mest leggja í kosningasjóð, geti sem lengst neytt brauðs síns í sveita andlitis beggja þess- ara auðsveipu, en mannmörgu stétta. Mr. Bracken ber því við, að hann fái þessi síma-áhöld dálítið ódýrari í Þýzka- landi en hér. Það skal ekki rengt, þar sem þau eru af mönnum unnin, sem þræla mætti að líkindum fremur nefna, en verka- menn. En er það hrósvert, að svifta verkalýð lýðræðisþjóðana tækifærinu til að lifa eins og mönnum sæmir, með því að kaupa ekki vörur þeirra, heldur einræðis- þjóðanna, er verkalýð sinn hefir firt rétti sínum til lífvænlegra launa? Það hefir löngum þjónað lund rándýra mannfélags- ins, eins og flestum stjórnum og iðjuhöld- Um að beita verkalýðinn þrælatökum. En þegar farið er að styðja þrælatök Hitlers á verkalýðnum með þeim, eins og Bracken gerir með þessum fyrirhuguðu viðskift- um, fer að líkindum flestum frjálssinn- uðum að þykja nokkuð langt gengið með því. Annað sem Breckan færir sér til máls- bóta, er að Þjóðverjar í þessu fylki krefjist bjórs frá Þýzkalandi. Þeir Þjóðverjar sem hér eru og ekki eru nazistar krefjast þessa vissulega ekki. En ef að Bracken ætlar að fara að láta nazista segja sér, að hann eigi að kaupa frá Þýzkalandi, er tími kominn fyrir hann að leita álits kjósenda þessa fylkis um það, hvort völdin skuli fengin nazistum hér í hendur. Þess skal og jafnframt getið, að Þýzki bjórinn er um það einum þriðja dýrari en annar bjór hér, svo þar er ekki um að ræða ó- dýrari vöru, en annars staðar. Eins og samkomulagið er þessa stund- ina milli Þjóðverja og Breta, virðist það nokkuð viðurlitamikð að vera að birgja Þýzkaland upp með vörum, sem bráðlega getur orðið mikil þörf fyrir í Bretlandi eða öðrum lýðræðisríkjum. Það er litlu betra en að birgja einræðisríkin upp með nikkel og kopar og öðrum efnum til þess að þau geti haldið áfram hernaði sínum á lýðræð- isríkin,- sem þau eru að mola upp hvert af öðru. Það lýsir lítilli hollustu við lýðræð- ishugsjójiina og vekur meira að segja upp í hugum manna þá spurningu hvort að það hafi verið eintóm látalæti að því er fylkisstjórnina snertir, hinar ágætu við- tökur, sem konungshjónin brezku hlutu er þau voru hér nýverið á ferð. Fþngamarkið á þessu ,við(skifta-ihjali Brecken-stjórnarinnar, er hið sama og annara pólitískra tækifærissinna. Það er meira í orði en á borði. Það er ætlað til þess að veiða atkvæði vissrar stéttar, á kostnað annarar, en ekki til þess að bæta raunverulega úr hag alþjóðar. King- stjórnin gekk hvorki lengra né skemmra, en að lofa að hella viðsmjöri á öll sár þjóð- félagsins svo sem t. d. atvinnuleysi með bættum viðskiftum við önnur lönd í síð- ústu kosningum. Hvað er um efndirnar? Þær sýna betur en nokkuð annað fánýti slíks fjas, ef ekki annað verra, þ. e. póli- tíska spillingu. Á VARP dr. Richards Beck, forseta í samsæti því, er haldið var til heiðurs þeim Thor Thors alþingismanni og Ágústu frú hans, 5. júlí 1939. Heiðursgestir okkar frá íslandi! Hátt- virta samkoma! Vegna veikinda forseta Þjóðræknisfé- lagsins, dr. Rögnvaldar Péturssonar, hefir það fallið í hlut minn sem vara-forseta að stýra þessu samsæti. Veit eg, að við hörmum öll fjarveru dr. Rögnvaldar við þetta tækifæri. “En ef við sjáum sólskinsblett í heiði, þá setjumst allir þar og gleðjum oss!” Þannig kvað listaskáldið Jónas Hallgrímsson úti í Kaupmannahöfn fyrir meir en 100 árum síðan. Og þau orð hans hafa fundið berg- mál í hjörtum íslendinga hérna megin hafsins eigi síður en heima. Oft söfnumst við landarnir saman hérlendis til þess “að gleðjast með glöðum”; en ennþá hugþekk- ari eru okkur þó þeir “sólskins-blettir í heiði,” þegar við, eins og hér í kvöld, eig- um glaða stund með kærkomnum gestum heiman af ættjörðinni. Slíkir gestir færa okkur nær henni, nær frændunum og vin- unum heima á “gamla landinu, góðra erfða”; heimsóknir þesskonar gesta glæða nýju lífi minningarnar um heimalandið og gera okkur ljósari þá skuld, sem við eigum móðurjörðinni að gjalda. Djúpstæð ást á heimalandinu og heima- þjóðinni hefir verið einkenni hinna bestu fslendinga í landi hér frá því þeir fóru að flytjast hingað vestur um haf fyrir meira en 60 árum síðan. Sú ást var færð í meistaralegan orðabúning í hinni áhrifamiklu prédikun séra Jóns Bjarnasonar, sem hann flutti við hina fyrstu íslenzku guðsþjónustu í Vesturheimi, á fyrsta þjóðminningadegi fslend- inga vestan hafs í Milwaukee- borg í Wisconsin 2. ágúst 1874: “Vér ættum ekki að vera komnir hingað til þess að skjóta oss und- an skyldum vorum við þá þjóð, sem Drottinn hefir tengt oss við helgum og háleitum ættjarðar- böndum. Hver, sem gleymir ætt- jörð sinni, eða þykist yfir það hafin, að varðveita það af þjóð- erni sínu, sem gott er og guð- dómlegt, af þeirri ástæðu, að hann er staddur í framandi landj., og leitar sér þar lífsviðurværis, það gengur næst því að hann gleymi Guði.” Þannig mælti sá hinn mikli maður og leiðtogi. Upp úr jarð- vegi þess hugsunarháttar, sem fram kemur í orðum hans, er sprottnn sá félagsskapur, Þjóð- ræknisfélag fslendinga í Vestur- heimi, sem stofnað hefir til þessa samsætis til heiðurs hinum ágætu gestum okkar frá íslandi. Þeir, sem að þeim félagsskap standa, eru, eins og séra Jón, fasttrúaðir á það, að íslendingar leggi því aðeins mestan og best- an skerf til hérlendrar menn- ingar, að þeir varðveiti og í lengstu lög margþættar erfðir sínar, sögu ættlands síns, tungu og bókmentir. Einhver komst einhverju sinni svo að orði, að aðalúttfluningur íslendinga væri: þorskur og skáld. Víst er um það, að fs- lendingar eru enn langsamlega mesta fiskveiðiþjóð heimsins, miðað við mannfjölda; og skáld munu þeir einnig hafa aflögum. Alkunnugt er, að ýms íslenzk skáld hafa á síðari árum haslað sér djarfmannlega völl á al- þjóða vettvanyi og getið sér mikið frægðarorð. Þó mun sá maðurinn, sem viðhafði tilgreind orð um þorsk-útflutning íslend- inga, hafa haft í huga fornöld- ina, þegar íslenzk skáld voru hirðskáld allra Norðurlanda og enn víðar um lönd. Hér kemur, með öðrum orðum, fram sú stað- reynd, að mörgum, ekki sízt út- lendingum, verður svo starsýnt á fornaldarfrægð íslands, að þeir hafa fengið ofbirtu í augun og blátt áfram ekki séð ísland hið unga og nýja. Fjarri sé það mér, að gera lítið úr íslenzkum fortíðarverðmætum, sem dýr- mætari eru gulli og gimsteinum, og við “höfum haft hitann úr” um aldaraðir. Jafnframt er eg minnugur þess, að það eru hinar fornu bókmentir, sem fram á þennan dag hafa varpað mestum Ijóma á ættland okkar. Engu að síður held eg, að okkur sé holt, og frjósamt til aukins þroska, að festa sjónir við ísland nútíð- arinnar, “hið vaxandi, nýja.” Við erum þá einnig öll sér- staklega þakklát Thors alþingÍ3- manni fyrir þær glöggu myndir af hinu unga íslandi, sem hanii hefir brugðið upp í prýðilegum ræðum sínum. Við erum enn sannfærðari um það heldur en áður, að ísland er land framfara og framsóknar, land mikilla möguleika og stórra framtíðar- drauma. Og við trúum því ein- læglega, að þeir draumar rætist. Margþættar framfarir heima- þjóðarinnar á síðari árum fylla hjörtu okkar fögnuði og ættu að auka okkur kapp og metnað á hinum alþjóðlega skeiðvelli hér vestan hafsins. Vil eg svo að lokum fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, jafnframt því sem eg þakka þeim Thors alþingismanni og frú hans hjart- nalega fyrir komuna, óska þeim fararheilla. Við biðjum þau fyrir hjartans kveðjur heim til frænda og vina og til ættjarðar- innar sjálfrar. Sem vara-forseti Þjóðræknisfélagsins vil eg einn- ig biðja Thors alþingismann, þar sem hann er fulltrúi lands- stjórnarinnar á íslandi, að flytja Alþingi og stjórn fslands hug- heilar kveðjur Þjóðræknisfélags- ins og bestu óskir heimaþjóð- inni til handa. Veit eg, að eg tala þar fyrir munn íslendinga vestan hafs í heild sinni. Við segjum einhuga með skáldinu: “Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í Drottins ást og friði.” Að svo mæltu býð eg ykkur öll velkomin á þetta gleðimót og segi það sett! TIL ÍSLENDINGA Samkvæmt bréfi frá forsætis- og kirkjumálaráðherra fslands hefi eg undirritaður verið skip- aður í nefnd til að endurskoða sálmabók þá, sem notuð er í kirkjum landsins. Formaður þeirrar nefndar er biskupinn yfir fslandi, herra Sigurgeir Sig- urðsson. Aðallega munu vera tvær á- stæður fyrir því, að prestur vest- an hafs er skipaður í nefnd til að gefa út sálmabók fyrir þjóð- kirkju íslands. í fyrsta lagi vakir það fyrir kirkjustjórninni. að í hinni nýju bók séu sálm- ar eftir vestur-íslenzk skáld, engu síður en þau, sem heima eiga eða hafa átt á ættjörðinni. f öðru lagi vill kirkjustjórnin gera sálmabókina svo úr garði, að hún verði nothæf við íslenzk- ar guðsþjónustur í öðrum lönd- um, og þá fyrst og fremst í kirkjum íslendinga í Ameríku. Til þess að straf mitt í nefnd- inni fái stefnt að þessum tvö- falda tilgangi, þarfnast eg stuðnings og samvinnu presta, skálda og alls almennings í ís- lendingabygðum. Til nokkurra manna mun eg geta náð bréflega en eins og gefur að skilja, veit eg ekki deili á öllum þeim körlum og konum, sem kynnu að geta veitt liðsinni. Vil eg því hér með bera fram þá ósk mína til allra lesenda íslenzku blaðanna, að þeir veiti mér aðstoð sína, t. d. á þann hátt, sem hér segir: 1. Að senda mér fagra og vel orta sálma eða andleg ljóð til athugunar, ásamt upplýsingum um höfunda og þá, sem hafa út- gáfuréttinn. 2. Að benda mér á sálma eða andleg Ijóð, er þeir vita af á prenti. 3. Að gefa mér uppýsingar um aðra menn, sem kynnu að geta veitt aðstoð. 4. Segja mér, hvaða sálma þeir telja fegursta og tilkomu- mesta í þeim bókum, sem not- aðar eru við íslenzkar messur í þeirra heimabygð. 5. Senda mér tillögur eða bendingar um það, hvernig hin nýja sálmabók eigi að vera til þess að fullnægja sérstaklega þörfum íslenzkrar kirkju í Vest- urheimi. Eg hlýt að taka það fram, að enginn sálmur verður prentaður án leyfis þeirra, sem hafa út- gáfuréttinn, né heldur án þess að öll sálmabókarnefndin hafi athugað hann og dæmt um hann. Engu verður heldur lofað fyrir- fram um það, hvort sálmar eða ljóð, sem mér kunna að verða send, verði tekin í sálmabókina. Hugmynd mín eða annara nefnd- armanna verður vitanlega aldrei sú, að prenta alt, sem kann að vera sæmilega ort, heldur að sjá svo um, að tækifæri gefist til að velja úr þeim sálmum og and- legum ljóðum, sem til kunna að vera í fórum Vestur-fslendinga. Virðingarfylst, Jakob Jónsson , prestur í Wynyard, Sask, Ein af kirkjunum í Moskva var nýlega opnuð aftur, eftir að hafa verið lokuð í mörg ár. Það er þýzka Péturs Páls kirkjan. En nú er þar ekki lengur kirkja heldur kvikmyndahús.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.