Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 9. ÁGÚST 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA fólki. Björgvin Guðmundsson og frú hans vildu ekki heyra að eg færi svo fljótt. Guðm. Pét- ursson sem er útgerðareigandi á Akureyri, sýndi mér sérstaka alúð og eyddi mörgum dögum til þess að aka með mig í bíl sínum um bygðina og sýna mér merka staði í Eyjafirði. Fanst mér ennþá meira til um þennan höfðingskap hans, þar sem hann var mjög önnum kaffinn um þessar mundir. Síldaraflinn sem hafði verið mjög lélegur framan af sumri, var nú að byrja fyrir alvöru. Eftir fáa daga komu norður til Akureyrar, Ásm. P. Jóhann- son og frú, Gutt. J. Guttorms- son og Sigfús Haldórs frá Höfnum. Varð nú mannfagnað- ur mikill, og heldur en ekki glatt á hjalla, dagleg veizluhöld og akemtikeynslur, 'þettá var nokkurskonar Vestur-ísl. mót. Sunnudaginn 24. júlí fór hr. Guðm. Pátursson með okkur öll, Björgvin, konu hans og dóttir og mig, út í Vaglaskóg. Þessi skógur, sem er fyrir aujstan Vaðlaheiði, rétt við Fnjóská, er eftir okkar mælikvarða ekki mikill eða stór. Vaxa þar krækl- ótt birkitré, og jarðvegurinn er þur og þéttur eins og hálendi. Er þetta unaðslegur' staður fyr- ir fólkið sem ekki á neinum skógi að venjast, og það þyrpist þangað í stórhópum á sunnu- dögum. Á einum stað var fólk að dansa á svolitlum palli og piltur spilaði á harmoniku. Það var skemtilegt að ganga um skóginn í sólskini og sumar- blíðu; það var rólegt að sitja í lynginu er kveldgeislar sólar- innar seildust gegn um greinar trjánna og léku dans við fætur okkar; já, það var hressandi að borða ríflegt nesti sem frú Guð- mundsson hafð; meðferðis; og Framh. á 7. bls. smáa steinhnöllunga, sem næst hnefa stóra að stærð, og óskar nefndin eftir að sem flestir vin- ir og velunnarar skáldsins leggi hér hug og hönd að verki, með því að senda steina á líkri stærð og lögun, sem hér um ræðir, og helzt með fangamarki sínu eða nafni, meitluðu í, eða ef það er ekki hægt, þá að láta nafn sitt og heimilisfang fylgja. Allir slíkir steinar sendist til Geir- mundar B. Olgeirssonar, Edin- burg, N. D. — Gott væri á ein- hvern hátt rarir, að lit, eða lög- un, og fyrir efri stallinn mættu þeir vera nokkru minni, en að framan er tiltekið. Það er vin- samlega mælst til af nefndinni að þeir sem vildu sinna þessu sendi steinana sem allra fyrst. Efri partur minnisvarðans á að vera 2 x 4 fet að ummáli og 3V!> fet á hæð,—dálítið "bust"-mynd- aður; steyptur úr því bezta efni sem hægt er að fá. — útflúr á hliðum en inngreipt plata að framan, þar sem áletrað sé nafn skáldsins;, fæðingar og dánar- dægur, ásamt fáeinum "vel völdum orðum" í bundnu eða óbundnu máli. En þau þurfa að vera vel valin. Helzt eftir hann sjálfann; ofan við þessa plötu er fyrirhugað að setja brjóstlík- an af K. N. einnig þryktri inn í steypuna. Hér hefi eg þá leitast við að gefa nokkra skýring á því hvernig nefndin hefir hugsað sér að hafa þenna minnisvarða, — en þó í ófullkomnum drátt- um. Þeir sem unna þessari hug- mynd, og vilja sjá að hún verði að veruleika, sem fyrst, eru hér með vinsamlega beðnir að senda til einhvers þess af nefndar- mönnum sem taldir hafa verið hér að framan, þann skerf er þeir hugsa sér að leggja í þann sjóð er Jil byggingarinnar þarf. Sérstaklega er mælst til þess af nefndarmönnum sem taldir hafa verið hér að framan, þann skerf er þeir hugsa sér að leggja í þann sjóð er til byggingarinnar þarf. Sérstaklega er mælst til þess af nefndinni að sem allra flestir Norður Dakota menn og konur taki þátt. í þessu, þó í litl- um stíl sé. — Auðvitað verður tekið með þökkum alt sem vinir, kunningjar og velunnarar skáldsins, hvar sem eru, finna hvöt sjá sér til að leggja af mörkum þessu fyrirtæki til stuðnings. Einnig treystir nefndin því að bæði ísl. blöðin muni góðfús- lega birta nöfn allra þeirra sem að þessu stuðla á einhvern hátt. Þetta verk þarf að komast í framkvæmd áður en mikil frost koma, eins og gefur að skilja; og því er áríðandi að allir sem vilja hjálpa til við bygginuna, tíni upp steinana það bráðasta, og opni buddur sínar. — Utaná- skrift nefndarmanna: W. G. Hillman, Mountain, N. D.; G. B. Olgeirsson, Edinburg, N. D.; Barney Stevenson, Hallson, N. D.; Th. Thorvardson, Akra, N. D.; S. J. Sveinson, Cavalipr, N. D. Virðingarfylst, Thorl. Thorfinnsson Ágrip af fundargerð hins seytjánda ársþings hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Norður-Ameríku. BRÉF Hr. Ritstj. Hkr.: Eg hefi verið beðinn að minnast á það í ísl. blöðunum, með þeirra góða samþykki, að þjóðr.deildin "Báran" samþykti á síðasta ársfundi sínum (4. febr.) að leita samskota hjá fs- lendingum í Dakota-bygðinni, til byggingar minnisvarða yfir skáldið okkar K. N. Júlíus. Á þeim fundi var kosin fimm manna nefnd til að standa fyrir farmkvæmdum, og að sjá um bygging minnisvarðans; og um leið var ákvarðað að leitað sé meðal íslendinga í heimabygð- inni að manni, eða mönnum til að gera verkið undir umsjón nefndarinnar. í þessa nefnd voru kosnir: W. G. Hillman, Geirmundur B. Olgeirsson, Th. Thorvarðarson (Beggi), Barney Stevenson og Sveinn J. Svein- son. — Áður hafði verið kosin 5 manna bráðabirgðarnefnd, 9. des. s. 1. til að komast eftir und- irtektum hjá almenningi hér, þessu viðvíkjandi. Sú nefnd lagði fram tillögur sínar á árs- fundinum, og hvatti til fram- kvæmda, og voru tillögur henn- ar viðteknar, að mestu leyti óbreyttar, og þá um leið kosin þessi framkvæmdarnefnd, sem áður er getið. Nefndin hefir nú fengið þá Kristinn P. Ármann og G. B. Olgteirsson, (þann er smíðaði Víkingaskipið fyrir 50 ára Jubilee Dakota bygðar) til að gera verkið, og má telja áreið- anlegt að það sé í góðra manna höndum. Þar sem báðir eru mjög listfengir, og vandir að virðingu sinni. Minnisvarðinn á aðallega að vera bygður úr cement-steypu. Undirstaðan grafin 4—5 fet niður, bygð úr grjóti og stein- lími. Neðsti partur ofanjarðar steyptur í formi, 4 x 6 fet að ummáli og 3 fet á hæð. Næsti stallur 3 x 4 fet að ummáli og á að gizka 1 fet á hæð. — í ytri brún þessara stalla á að setja Framh. Þriðji fundur var settur kl. 10.45 laugardagsmorgunin 1. júlí. Mrs. S. E. Björnsson vakti málp á þvi, hvort ekki væri mögulegt að koma á þeirri til- högun, að söfnuðir og kvenfélög héldu ársfundi sína um sama leyti árs. Taldi hún það hag- kvæmara, einkum vegna skýrslna, sem sendar væru bæði kirkjufélaginu og ^venfélaga- sambandinu, og sem næðu ekki allar yfir sama tíma, þar sem að ársfundirnir væru ekki allir haldnir um sama leyti. Talsverðar umræður urðu um þetta mál, og tóku þátt í þeim: séra G. Árnason, E. Benjamíns- son, Dr. M. B. Halldórson, Jón Sigvaldassn, Árni Thórðarson, Ág. Eyjólfsson, J. O. Björnsson, Th. Nelson, Jóh. Sæmundsson og séra Jakob Jónsson. Séra Jakob gerði tillögu um að þingið mæli með því við söfn- uði kirkjufélagsins og kvenfélög, að ársfundum þeirra sé lokið fyrir .1 júní ár hvert. Tillagan var studd af Árna Thórðarsyni og samþykt. Ág. Eyjólfsson vakti máls á, að tími sá, sem kirkjuþingið er venjulega haldið á, mánaðamót- in Júní og Júlí, væri ekki sem heppilegastur, vildi, að þingið yrði eftirleiðis haldið ekki síðar en um 20. júní. Til máls tóku um þetta efni auk hans, J. Sig- valdason, Mrs. Melan og E. Benjamínsson. Till. frá E. Benjamínssyni, að stjórnar- nefnd félagsins sé falið að á- kveða þingtímann eins og að undanförnu. Tillagan var studd af Mrs. Melan og samþykt. Fræðskimálanefndarálit Nefnd sú, sem sett var í fræðslumálið lagði þá fram eft- irfylgjandi skýrslu: Þar sem nefndin, sem sett var í sunnudagaskólamálið, lít- ur svo á, að það sé skylda hvers safnaðar, að efla og framkvæma alt það, sem lýtur að stofnun og viðhaldi sunnudagaskóla, og að framtíð kirkjumála vorra grund- vallist á fræðslustarfi meðal barna og unglinga, leyfir hún sér að leggja fram eftirfylgj- andi tillögur: 1. Að alt kapp sé lagt á að stofna sunnudagaskóla hjá þeim söfnuðum, sem nú hafa þá ekki 2. Úti um sveitir, þar sem fjölskyldur búa, sem eru mál- um vorum hlyntar, sé gerð til- raun til að útvega bækur og bæklinga til trúmálafræðslu með aðstoð sóknarprests eða annara, sem geta veitt aðstoð og hjálp. 3. Að skýrslur frá hverjum sunnudagaskóla verði sendar ár hvert fræðslumálastjóra félags- ins, stjórnarnefndar hvers safn- aðar á ársfundum þeirra og til The Director of Religious Edu- cation of the American Unitar- ian Association. 4. Að kennarar hvers sunnu- dagaskóla komi saman mánaðar- lega til þess að ræða um og skipuleggja verkefni sunnudaga- skólanna, og að æskilegt sé að prestur safnaðarins mæti með þeim, pegar því verður komið við, þeim til aðstoðar. 5. Að hver söfnuður kjósi sérstaka fræðslumálanefnd, sem hafi samvinnu við söfnuðinn, prest hans og sunnudagaskóla kennarana. 6. Að nefnd sé kosin á þessu þingi, í samráði við fræðslu- málastjóra félagsins, til að und- irbúa sálmakver til notkunar í sunnudagaskólum, og að kirkju- félagið sjái um útgáfu og sölu kversins, sjái það sér fjárhags- lega fært að gera það. 7. Að prestar kirkjufélags- ins helgi fræðslumálum kirkj- unnar að minsta kosti einn sunnudag á hverju ári, og pré- diki þá um trúarbragðalega fræðslu og hvetji foreldra og safnaðarfólk til samvinnu. 8. Að fulltrúi sé sendur á The Mid West Institute í júní næstkomandi fyrir hönd sunnu- dagaskólanna, til að fá fræðslu um sunnudagaskólamál. 9. Að þingið heimili stjórn- arnefnd kirkjufélagsins að leggja til síðu fjárveitingu til sunnudagaskólamálanna. 10. Að ritari kirkjufélagsins sendi ofanskráð nefndarálit til forstöðumanna allra sunnudaga- skóla í kirkjufélaginu. Undirritað: ólafía J. Melan Margrét Pétursson Anna H. Árnason Helen Grímsson Philip M. Pétursson Ág. Eyjólfsson gerði tillögu um að nefndarálit þetta væri tekið fyrir lið fyrir lið. Tillög- una studdi Jóh. Sæmundsson og var hún samþykt. Var þá nefnd- arálitið tekið fyrir og rætt, og voru allir liðir þess samþyktir að undanteknum þeim sjötta, sem atkvæðagreiðslu var frest- að um, unz álit útbreðisluné'fnd- ar væri komið fram. Þá gerði B. E. Johnson til- lögu um, að I. Stefánsson væri kosinn annar yfirskoðunarmað- ur reiknigna, þar sem að Guðm. 0. Einarsson, sem kosinn hefði verið á síðasta þingi, væri ekki mættur. Tillagan var studd áf J. 0. Björnssyni og samþykt. B. E. Johnson bauð fyrir hönd kvenfélags Winnipeg safnaðar fulltrúum og þinggestum til miðdagsverðar í samkomusal kirkjunnar, og gerði um leið til- lögu um að f undi væri f restað til kl. 2 síðdegis. TilLagan var studd og samþykt. Fjórði þingfundur var settur kl. 2 síðdegis. Útbreiðslunefndin lagði fram eftirfylgjandi skýrslu: Álit útbreiðslunefndar 1. Skorað sé á stjórnarnefnd kirkjufélagsins að halda uppi útbrieðslustarfsemi og messum á stöðum, þar sem ekki eru fast- ir söfnuðir. 2. Að stjórnarnefnd kirkju- félagsins leggi áherslu á, að söfnuðir séu myndaðir og þeim séð fyrir prestþjónustu, þar sem nokkurt tækifæri er fyrir safn- aðarmyndun. 3. Að stjórnarnefnd kirkju- félagsins styrkji slíka söfnuði til kirkj ubygginga og sunnudaga- skólahalds, að svo mikla leyti sem hún sér sér það fært. 4. Að kirkjufélagið sjái um, að útvarpinu sé haldið áfram eins og að undanförnu, og telur nefndin það æskilegt, að þær guðsþjónustur, sem útvarpað er, flytji á ákveðinn hátt þær grundvallar hugmyndir, sem stefna vor byggist á, og séu fræðandi um trúarstefnu vora. 5. Eins og að undanförnu séu birtar í Heimskringlu ræð- ur og ritgerðir, sem séu vel til þess fallnar, að upplýsa um trú- arstefnu vora og starfsemi í kirkjulegum málum. 6. Að minnistafla sé fest upp í öllum kirkjum, sem til- heyra kirkjufélaginu, er birti yfirlýsingu trúar vorrar, þá er kend er við James Freeman Clark, og er þannig á ensku máli: We believe in: The Fatherhood of God. The Brotherhood of Man. The leadership of Jesus. Salvation of Character. The Progress of Mankind on- ward and upward forever. 7. Nefndin óskar eftir áliti þingsins og umræðum um það, á hvern hátt megi gera guðs- þjónustur meira aðlaðandi og hátíðlegri, og leggur hún til, að kosin verði milliþinganefnd, til þess að hafa það mál með hönd- um til íhugunar og álits fyrir næsta kirkjuþing. Á kirkjuþingi í Winnipeg 1. júlí 1939. Undirritað: E. J. Melan J. Stefánsson frá Kaldbak S. Thorvaldson. Lagt til af Ág. Eyjólfssyni og stutt af Árna Thórðarsyni, að nefndarálitið sé tekið fyrir lið fyrir lið. Tillagan samþykt. Nefndarálitið var þar næst tek- ið fyrir til umræðu. Nokkrar umræður urðu um 6. og 7. lið. Nefndarálitið var síðan samþykt að undanteknum fjórða lið, sem var lagður yfir unz álit fjár- málanefndar væri komið fram. Dr. M. B. Halldórson lagði til, að prestar kirkjuféjagsins ásamt organista Winnipeg safnaðar, Gunrtari Erlendssyni, væru kosnir í milliþinginefnd þá, sem sjöundi liður nefndarálits- ins gerir ráð fyrir. Tillagan var studd af Mrs. B. E. Björnsson og samþykt. Skýrsia féhirðis Þá lagði féhirðir félagsins, P. S. Pálsson, fram skýrslu sína, yfirskoðaða af hlutaðeigandi yfirskoðunarmönnum. Sýncli skýrslan að í sjóði frá fyrra ári voru $459.85. Allar tekjur á árinu voru $509.12, þar af $32.25 í útvarpssjóð og $35.00 til hjálpar söfnuðum í austur- hluta Bandaríkjanna, sem fyrir sköðum urðu á kirkj ubygging- um vegna ofveðurs. Til útvarps kostaði félagið á árinu $50.00, til ferðakostnaðar og útbreiðslu- mála $109.15. Skuldir borgað- ar $200.00. í sjóði nú $532.70. útistandandi skuldir $650.00 og ógoldnar skuldir félagsins $260.00. B. E. Johnson lagði til og J. O. Björnsson studdi, að skýrslan væri samþykt. Tillagan var samþykt. Þá lagði 'fjármálanefndin fram skýrslu sína, sem fylgir: Skýrsla fjármálanefndar: 1. Nefndin leggur til, að gjöld safnaða til kirkjufélagsins verði eftir efnum og ástæðum safnaðanna, með þeirri von, að þau geti aukist. 2. Að kirkjufélagið auglýsi í blöðunum, þegar útvarpsguðs- þjónustur eru haldnar, og aug- lýsi samtímis nöfn féhirða safn- aðanna, er taki við tillögum í útvarpssjóð, og einnig sé það auglýst við hverja útvarps- guðsþjónustu, að tillög megi senda til féhirðis félagsins. 3. Að þriggja manna milli- þinganefnd, er hægt eigi með að ná saman, sé kosin, og sé starf hennar, að ráðstafa ræðumönn- um fyrir útvarpsguðsþjónustur og að velja heppilegan tíma fyr- ir þær. Einnig skal nefnd sú halfa fyrirfarm vitnieskju um ræðuefni við útvarpsguðsþjón- ustur. 4. Að varið sé að minsta kosti $150.00 til útbreiðslu á árinu, og að nokkru af því fé sé varið til ungmennafélaga og sunnudagaskóla. 5. Að reikningar séu sendir til þeirra, er skulda félaginu og mælst til greiðslu á þeim skuld- um, eða samningi um slíkar skul(|i'r, ef ekki er hægt að greiða þær að fullu. 6. Að hver söfnuður láti samskot á einum sunnudegi á árinu renna í útvarpssjóð. Undirritað: B. E. Johnson E. Benjamínsson J. O. Björnsson Jón Sigvaldason S. M. Lawson Á. Thórðarson Th. Nelson WELCOME AT AW PARTY Ágúst Eyjólfsson J. S. frá Kaldbak P. S. Pálsson gerði tillögu um fundarhlé, til þess að fulltrúum og þinggestum gæfist kostur á að heilsa og kynnast hr.alþing- ismanni Thor Thors og frú hans, sem stödd voru á þinginu. Tillagan var studd og samþykt. Forsetinn bauð gestina vel- komna með nokkrum orðum og bauð hr. Thor Thors þar næst orðið. Thor Thors tók þar næst til máls. Flutti hann Vestur- íslendingum kveðju alþingis og ríkisstjórnar ilsiands og lýsti ánægju sinni yfir því að mega stuðla að því, að sambandið milli fslendinga austan hafs og vest- an styrktist. Þakkaði hann með vel völdum og hlýlegum orðum fyrir þetta tækifæri, sem sér veittist til að kynnast þeim hópi Vestur-fslendinga, sem hér væri saman kominn. Að ræðu hr. Thors lokinni var fundarhlé í tíu mínútur, sem menn notuðu til að heilsa honum og frú Thors. Var þá aftur tekið til fund- arstarfa. Gerði S. Thorvaldson tillögu um að skýrsla fjármála- nefndar væri tekin fyrir lið fyrir lið. Tillagan va studd af Á. Thórðarsyni og samþykt. Um nefndarálitið urðu langar um- ræður, sem lyktaði þannig, að þriðji liður þess var feldur, fjórði liður samþyktur með þeirri orðabreytingu, að "alt að $150.00 á árinu sé varið til út- breiðslumála." Hinir liðirnir voru samþyktir óbreyttir. Þá kom tillaga um að slíta fundi og var hún studd og samþykt. Framh. Hér eru veruleg kjörkaup fyrir aðeins $2.00 Klseðisyfirhöfn ySar sótt, ZORIC hreinsuð, funsuð og fág^ið. Minni hattar viB- gerðir unnar. Geymd I loft- rœstum skáp, vátrygS fyrir eldi, mel og pjófnaði. BORGID ÞEOAR YFIRHÖFN- IN ER SEND Y»UR A» HAUSTDÍU SfMI 86 311 ZORIC HREINSUN FAIRFIELD & SONS LTD. Woollen Mills-------Winnipeg 468 Portage Ave. Sími 73 343 Sendið oss ull yðar til að spinna hið bezta garn úr. Ábreiður gerðar með nýrri aðferð—Ágætustu ullarlök— Alullar sokkar—Agætlega lituð teppi—Fyrirtaks ullar- föt—Al-ullar peysur. VIÐ GREIÐUM burðargjald á vörum er 100 pundum nema og þar yfir, sem sendar eru oss til vinslu. ENNFREMUR getum við tekið ull sem borgun fyrir vinnu vora. Skrifið eftir vöruskrá vorri, Catalogue nr. 1, með myndum, sem sýnir yður bæði hvað hægt er að vinna úr ull yðar og okkar góða premíu tilboð. Sendið ull yðar eins fljótt og unt er. DEILD vor sem gerir hluti sem nýja úr gömlum ullarvörum vekur eftirtekt og oss berast daglega sendingar úr öllum fylkjum Canada. Skrifið eftir Catalogue nr. 2, er veitir allar upplýsingar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.