Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 7
WINNIPBG, 9. ÁGÚST 1939 HEIMSKRINCLA 7. SÍÐA SUMARDVÖL Á ISLANDI Framh. frá 3. bls. það voru ánægjuleg endalok dagsins að aka heim í kveld- kyrðinni og láta óma um lög og láð hina góðu gömlu ísl. söngva. Eg skoðaði gömlu síldarverk- smiðjuna á Krossanesi og fanst hún furðuverk. En er eg hafði séð hina snildarlegu nýtízku verksmiðju Thors bræðra á Hjalteyri, þá féll eg í stafi. Þar er síldin flutt á beltum úr skip- unum og beint í bræðslukatlana. Oh'an er geynTd í stórum stein- steypukerum, og úr þeim rennur hún í pípum rakleitt út í út- flutningsskipin. Já, stórt spor hefir verið stig- ið á stuttum tíma. Mér dettur í hug lýsing Þorbergs Þórðar- sonar á síldarvinnunni á Akureyri 1912 (fsl. Aðall). Þeim þótti einna verst aumingja fá- tæku stúdentunum að þurfa að skríða innan í bræðslukatlana til þess að hreinsa þá en ofurlitla dægrastytting höfðu þeir ein- stöku sinnum, eins og t. d. þeg- ar Tryggvi Sveinbjarnarson fékk "ofurmennislcöst'', stökk upp á síldartunnu og hélt yfir þeim þrumandi ræður sem þeir ekkert skildu í. Þegar eg var í Kaupmannahöfn, var verið að sýna á Konungl. leikhúsinu leikrit eftir Tryggva. Þetta hafðist upp úr æfingum hans á síldartunnunum. stórkostlegar rannsóknir og til- raunir um land alt með því augnamiði að auka iðnað og framleiðslu á öllum sviðum. — Vilhjálmur Þór, kaupfélags- stjóri Eyfirðinga, sem nú er í New York, framkvæmdarstj. ísl. sýningarinnar, sýndi okkur Jsvæði þar sem þeir eru að gera 'tilraunir í kornrækt inn með jEyjafirði; hefir það tekist mis- jafnléga eftir því hvernig árar. jEinnig benti hann okkur á stað þar sem sérstök tegund af gul- stör vex við Eyjafjarðarárósa. Hafa verið gerðar rannsóknir, og sýnishorn a^f þessu grasi sent til Þýzkalands, með þeirri niðurstöðu að hægt sé að fram- leiða úr því "pressed board" og pappír. Verksmiðja fyrir þetta fyrirtæki myndi kosta um eina miljón krónur. I Fyrir skömmu sá eg á tízku- sýningu í Winnipeg (á hreyfi- mynd) stúlku í yndislega falleg- um kjóljír glitvefnaði, sem var búin til úr stör (swamp grass) og eg hugsaði sem svo: bráðum fer ísland að framleiða silki- vefnað af ýmsum gerðum, úr sinni dýrmætu gulstör norður í Eyjafirði. Þýzkir vísindamenn hafa rannsakað námur á íslandi þar sem fást litir fyrir húsmál, alla reiðu er framleitt mikið af hús- máli. Einnig finst í þessum námum eitthvað af efni fyrir sement og leir sem nota má í leirtau. Nú er verið óðfluga að gera fslendingar hafa fundið upp INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth............................................................J. B. Halldórsson Antler, Sask.....................................................K. J. Abrahamson Árnes................................................................Sumarliði J. Kárdal Árborg..................................................................G. O. Einarsson Baldur................................................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................................................Björn Þórðarson Belmont......................................................................G. J. Oleson Bredenbury............................................................H. O. Loptsson Brown..............................................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge..............................._...................H. A. Hinriksson Cypress River........,.................................................Páll Anderson Dafoe....................................'....................................S. S. Anderson Ebor Station, Man..........................................K. J. Abrahamson Elfros................................................................J. H. Goodmundson Eriksdale................................................................ólafur. Hallsson Fishing Lake, Sask.............................................Rósm. Árnason Foam Lake............................................................H. G. Sigurðsson Gimli..................'...........................,............................K. Kjernested Geysir..................................................................Tím. Böðvarsson Glenboro......................................................................G. J. Oleson Hayland..............................................................Slg. B. Helgason Hecla..............................................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................................................Gestur S. Vídal Húsavík..................................................................John Kernested Innisfail............................................................ófeigur Sigurðsson Kandahar................................................................S. S. Anderson Keewatin..............................................................Sigm. Björnsson Langruth...................................................................B. Eyjólfsson Leslie..................................................................Th. Guðmundsson Lundar................................................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville................................................... ófeigur Sigurðsson Mozart....................................................................S. S. Anderson Oak Point............................................................Mrs. L. S. Taylor Otto............................................................................Björn Hördal Piney........................................................................S. S. Anderson Red Deer........................................................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík....................................................................Árni Pálsson Riverton............................................................Björn Hjörleifsson Selkirk...............„.............................._.........Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man................................................K. J. Abrahamson Steep Rock..................................................................Fred Snædal Stony Hill..................................................................Björn Hördal Tantallon..............................................................Guðm. ólafsson Thornhill..........................................................Thorst. J. Gísiason Víðir........................................................................Aug. Etaarsson Vancouver........................................................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis............................................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach....................................................John Kernested Wynyard................................................................S. S. Anderson ( BANDARÍKJUNUM: Akra....................................................................Jón K. Einarsson Bantry....................................................................E. J. Breiðfjörö Bellingham, Wash....................................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash........................................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.........'.....................................................Jón K. Einarsson Crystal...............................................-................Th. Thorfinnsson Edinburg............................................................Th. Thorfinnsson Garðar................................................................Th. Thorfinnsson Grafton................................................................Mrs. E. Eastman Hallson..............................................................Jón K. Einarsson Hensel....................................................................J. K. Einarsson Ivanhoe..........................................................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton.......................................................................,—-S. Goodman Minneota........................................................Miss C. V. Dalmana Mountain............................................................Th. Thorfinnsson National City, Calif.................John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts......................................................Ingvar Goodman Seattle, Wash.....................J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Sveld....................................................................Jón K. Einarssoo Upham....................................................................E. J. Breiðfjörð The Víking Press Lhnited Winnipeg Manitoba á því að búa til veggplötur (large flat bricks) úr bruna- isandi (vikur) ; er það iátitið mörgum sinnum heppilegra efni til húsasmíða en steinsteypa. Eitt hús hefir verið bygt úr þessum plötum til prófs, var mér sagt. Vonandi verður í nálægri framtíð hægt að koma upp verkstæði fyrir þessa þörfu iðn. Nú á að fara að hita.Reykja- vík með heitu vatni. Þá þarf ekki að kaupa kol, og þá verður ekki reykur í Reykjavík! Nú er framleitt úr fossum íslands rafmagn sem nær til 70,000 manns, meira en helm- ing þjóðarinnar. Við lítum til baka og sjáum í anda lítinn torfbæ með litlar hlóðir þar sem mó er brent, og taði. Við sjá- um í anda lýsislampa á lágu borði, í dimmri stofu. Og við segjum hrifin: "ísland er eitt óendanlegt, óútreiknanlegt æf- intýri!" Já framsóknin er hörð; iðn- aðar baráttan krefst ósérplægni og drengilegrar atorku leiðtoga og lýðsins í heild, því að hraö- fleygum framförum ' fylgja skuldir, erfiði og dýrtíð. Heimurinn er nú í ógurlegri umbrotum en nokkru sinni fyr. Virðist manni helst að allar þessar ægilegu byltingar og um- rótanir hljóti að stefna mann- kyninu út í ólgusjó eyðilegging- arinnar. "Vökumaður, hvað líður nóttinni?" spyr Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. ís- land er einnig í umbrotum, en þau virðast, þvert á móti, vera til uppbyggingar landi og þjóð, sérstaklega á iðnaðarsviðinu. Ef til vill mætti segja að breyt- ingar á sumum sviðum séu of hraðfara í fyrstu. Sumir halda því fram að breyttir lifnaðar- hættir í borgunum geri það að verkum að þar sé að tapast hin gamla góða sveitamenning, og sé það efamál hvort borgarbúar hafi enn sem komið er ratað inn á nokkurn betri menningar- farveg. Á fslandi eins og um heim allan finnast öflugar nýjar stefnur í bókmentum og listum, — stefnur sem orsaka byltingar og raska jafnvægi á þeim svið- um um sinn. Já, ennþá er órói og umbrot í sálum mannanna, og ennþá vonum við með skáld- inu að eitthvað fullkomið, eitt- hvað dýrmætt skapist í hreins- undareldinum. "Skuggarnir falla eins og skrið- ur í hlíðum. Öll mannskepnan stynur af fæð- ingar hríðum. Mannsandinn sigrar myrkranna veldi Mannkynið er í hreinsunareldi. Hver einasta sál verður sjálf- stætt ríki, f sambandi lífsins við guð og menn. Alt sem er í veginum, víki, Vakið og starfið, svo enginn svíki, Því máttugt er myrkrið enn. . ." En hvað íslenzku skáldin eru næm fyrir æðarslætti tilver- unnar. Kemur ekki þessi sama hugmynd í ljós í hinu máttuga skáldverki Einars Jónssonar, "Fæðing Psyches." Psyche — sálin er mótuð í samstarfi lífs- ins við guð og náttúruna. "Hver einasta sál verður sjálfstætt ríki. . ." Já, enn ríkir sami skapandi skáldskapar andinn með þjóð- mni f sumar sem leið þegar hr. Hermann Jónasson, forsætisráð- herra, og frú Vigdís voru í Kaupmannahöfn, gaf Ejnar Munksgaard út fáein ljós- myndaeintök (facsimile) af handritum Jónasar Hallgríms- sonar og Bjarna Thorarensens, í heiðursskyni við þau hjón. Eitt kveld vorum við öll stödd á heimlii hr. Sveins Björnsson- ar, sendiherra. Umræður bár- ust að skáldskap; við vorum að bera saman handrit Jónasar og hina prentuðu ljóðabók. — Sýnir handritið glóggt yrkisað- ferðir skáldsins og vandvirkni, og hvernig orðalagi á einstaka stað hefir verið breytt oftar en einu sinni. Eg er viss um að hr. Hermann Jónasson er ekki einungis ötull og forsjáll leið- togi íslands; eg held hann hljóti að vera skáld. Hvernig að öðr- um kosti gæti hann verið svo fullkomlega innlífaður inn í ís- lenzkan skáldskap, sem mér fanst hann vera? Hann las fyrir okkur sum af hinum feg- urstu kvæðum Jónasar með svo hrífandi og innilegri samþýð- ing við sál skáldsins að eg gleymi því aldrei. Hann sagði að Ferðalok eftir Jónas Hall- grímsson, væri fegursta ásta- kvæði í heimi. "Veit eg hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa. Einn af öðrum og að öllu dáðist og greipst þá aftur af. Hélt eg þér á hesti í hörðum straumi, og fann til fullnustu, blómhnapp þann gæti' eg borið og varið öll yfir æfiskeið. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð aðskilið." Ó, þið ódauðlegu, íslenzku skáld, það er aðeins andi ykkar og sál sem við nú vefjum ástar- örmum. Oft var það ekki fyr en hin jarðneska dvöl ykkar var liðin hjá, að við tókum eftir því að þið urðuð til sem lifandi öfl og þróttur þjóðarinnar. A Á ferðalagi verður maður fyr- ir margvíslegum áhrifum. En það er svo einkennilegt að feg- urstu og dýrmætustu áhrifin verða oft að geymast ógleym- anlegur f jársjóður í manns eigin huga, fjársjóður sem erfitt er að miðla til annara, svo þeir fái notið hans. Eg hefi ekki reynt að lýsa landslagi. Þið sem aldrei hafið komið til'íslands getið ekki skil- ið þó eg segi að litbrigði fjall- anna sé fjársjóður sem aðeins ísland á; þið hafið ekki séð þau. Þið sem komuð frá íslandi getið séð í anda náttúrufegurð lands- ins. Þið þurfið engan til að lýsa henni fyrir ykkur, enda væri mér um megn að gera það,, eins og vera bæri, þó að í huga mínum sé heilt haf af yndisleg- um myndum. Eg hefi séð Gullfoss um sólar- lag; Gullfoss í glampandi tungl- skini; Gullfoss á sólarbjörtu há- degi umvafin úða, eins og "Norðurljósa logum glæst". Og breiðann blikandi regnboga ská- halt yfir neðri fossinn, með lit- arböndin svo skær, svo tær, og svo breið; gulur, bleikur, blár, máske ofurlítið grænn, en ekki rauður! Eg hefi klifrað upp í Kerl- ingafjöll, upp undir jöklatind- ana, upp á mitt þak íslands; þar sem árnar skiftast og kveðjast, renna til suðurs og norðurs; þar sem hverirnir og jöklarnir mætast og heyja sitt eilífa ó- endanlega stríð. Jöklarnir kald- ir og bitrir hvessa augun á hina vellandi hveri. En hver- irnir bara hlægja að hinum hrímgráu risum og halda áfram að hvísla inn í eilífðina hlýjum leyndarmálum. En ekki fá þau brætt hin ísköldu hjörtu jökl- •• ~ NAFNSPJOLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyá Bldg. Skriístoíusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS flnnl a skriístofu kl. 10—12 í. h. og 2—6 e. h. HelmiU: 46 Alloway Are. Talsími: 33 lSi Thorvaldson & Eggertson LögfræOlng-ar 705 Confederation Life Bldg. Talsimi 97 024 Ornc« Phoh» 87 298 RftS. Phoni T2 409 Dr. L. A. Sigurdson 10« MSÐIOAL ART8 BUTLDINO Omci Hovrs: u - í 4 PJL - 6 P.M. AXD BT APPOUTTMKlrr M. HJALTASON, M.D. ÁLMINNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugaijúkdómar Lsetur ÚU meSðl í viðlöfrum ViBtalstímar kl. 2—4 •. n 7—8 a« kveldlnu Siml 10 867 666 Victor St. Dr. S. J. Johannesron 272 Home St. Talsfml 30 877 VlOtalstlmi kl. 3—8 «. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- ir. Allur útbúnaður sá bestl. — Bnnfremur telur hann aUskonar mlnnisvarffa og legsteina. 843 8HERBROOKK 8T. Phont: tttOT WINNIPSO J. J. Swanson & Co. Ltd. RBALTORS Rental, Inturance and Financtal Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson Planokennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 Rovatzos Floral Shop «06 Notre Dame Ave. Phone 94 WM Freeh Cut Plowers Daily Plants ln Season We specialize ln Wedding; & Concert Bouquets Sc Funeral Designs Icelandic spoken Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baogaae aná Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaet allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAN TKACHBR OF PIANO «54 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 tU 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 anna. Hvorugir vinna sigur, og hvorugir slaka til, um aldir alda. Eg hefi orðið þess aðnjótandi að sjá íslenzkt sólsetur í allri sinni dýrð. Eg sit á hárri klöpp rétt fyrir norðan Akureyri. — Kveldkyrðin er sem þykkur, mjúkur veggur milli mín og hveradags tilverunnar. Hinn mikli gullni hnöttur hnígur hægt gegn um hvítt skýjanet |og hverfur í djúpið, gyltar og rósrauðar tungur breiðast út [og upp á við, uns alt hið blíð- bláa himinhvolf er ummyndað. "Frá sjöunda himni að Ránar rönd stíga röðlarnir dans fyrir opn- um tjöldum."' Óteljandi skýhnoðrar, álfalið himinsins, sem rétt áðan döns- uðu laufléttir og snjóhvítir um alt loftið, hafa snögglega difið sér í einhvern hulinn gullsand, log svifa nú um sem alvarlegar himinbornar dísir, bjónandi frammi fyrir hinu vegsamlega altari guðanna, sem kveldið hefir reist til minningar um 'sólina. Altarið rís hátt úr hafi 'og gullsúlur þess umvafðar glit- ofnum hjúp bera við dimmbláan himinn. Eg finn að smátt og smátt tæmist úr huganum lítil- mótlegt veraldarvafstur, og hann opnast til að draga að sér dýrð himnanna. "Nú finst mér það alt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barist á móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti Við hverja smásál er eg í sátt." (Ein. Ben.) Eg hefi séð í sólskini eftir regn, hin sindrandi, titrandi lit- brigði á fjöllum eins og gamlar "Mosaic" töflur í kirkju baðað- ar í kertaljósi, og eygðar gegn- um tár tilbiðjanda. Eru ekki íslenzku fjöllin nokkurs konar kirkja og hafa ekki íslendingar í ánauð og þrengingum kropið við fætur þeirra og þvegið anda sinn í hreinu, köldu lofti frá hinum snævi þöktu tindum? í veislu: Ungur læknir, sem hefir haldið mörg erindi um barnahjúkrun og er mjög á- nægður með sjálfan sig, fær myndarlega konu til borðs. Hún veit að vísu hver hann er, en lætur ekki eins mikið yfir honum og hann býst við. Eftir nokkra þögn milli þeirra, segir hann: "Þér komið aldrei að hlusta á erindi mín, frú mín góð?" "Nei, það geri eg sajtt að segja ekki". "Hversvegna ekki, ef mér leyfist að spyrja . . ." "Eg hefi engan tíma til þess." "Jæja?" "Eg hefi sjálf átta barna að gæta."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.