Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.08.1939, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEiMSKRINCLA WINNIPEG. 9. ÁGÚST 1939 Brögð í tafli ' "Nú get eg spurt yður að spurningu, sem eg hætti við hérna um daginn," sagði hann, "það er viðvíkjandi manninum, sem fanst dauð- ur þarna í skurðinum. Þar sem hann þrástarði svona á mig hlaut hann að sjá hvað eg hrökk saman. "Aha," sagði hann. "Eg get séð að þér vitið eitthvað meira um þetta. Mér var alt af grunur á um þennan mann. Þér getið nú skilið áhuga minn, er eg heyri um ókunnuga menn hér í nágrenninu. Eg held ekki að þetta hafi verið lík rekið utan af sjó. Hvað haldið þér?" "Nei," svaraði eg. Hann kinkaði kolli. "Jæja," sagði hann. "Er það rétt hjá mér að þér vitið að hann rak ekki í land?" "Já, eg veit að hann gerði það ekki," svar- aði eg. Hann hætti að banka í borðið með fingr- unum. Andlit hans var fölt eins og gríma. "Haldið áfram," sagði hann. "Eg veit að hann kom vestur og spurði þar eftir mér. Hann horfði í gegn um gluggann inn til mín þegar Ray ofursti var hér inni hjá mér. Eg sá hann ekki framar eftir það, fyr en eg fann hann dauðan í skurðinum." "Ray fór frá yður eftir að þér sáuð hann á glugganum?" "Já." "En sárin á höfði og líkama mannsins. Ef hann rak ekki í land, hvernig stendur þá á þeim?" "Það veit eg ekki," svaraði eg með hryll- ingi. "Én eg held að það hafi ekki verið minst á það við réttarhaldið, að hann hafi sézt í þorp- inu?" "Nei, það var ekki gert," svaraði eg. — "Flest fólkið var að hlusta á Ray ofursta. Hann talaði aðeins við eina stúlku, Miss Moyat." "Hún bar ekki vitni í málinu." "Eg hélt," svaraði eg í lágum rómi, "að það væri réttara að hún gerði það ekki." "Heyrðuð þér nokkuð eftir að Ray fór?" spurði hann alt í einu. "Eg hefði getað æpt upp, en tungan í mér var svo þur, að hún loddi við góminn. "Það var einhver hávaði," tautaði eg. — "Mér heyrðist það vera hljóð. En eg get ekkert um það sagt. Stormurinn blés og regnið og hafið gerði slíkan hávaða. Nei, mér væri ómögulegt um það að segja." Hann reis á fætur. "Það virðist eins og þér séuð gætinn mað- ur," sagði hann þurlega. Æfið yður í því! Það er fyrirtaks eiginleiki. Eg mun búast við yður kl. ellefu á morgun. Það verður mikil veizla hjá mér þessa viku og á meðal gestanna verða vinir okkar." Hann skildi við mig án þess að kveðja frekara en þetta og gekk hægt heimleiðis. Þegar hann kom að bugðunni á brautínni stað- næmdist hann og stóð þar um hríð. Hann starði á díkið. Hann virtist vera að mæla fjarlægina milli þess og vegarins. Hann var þar enn þegar eg lokaði dyrunum. IX Kap—Svik Sólskinið streymdi inn um gluggann þegar eg lagði pennan frá mér að síðustu. Eg neri augun og horfði undrandi út um gluggann. — Dagurinn var um alt loft. Tunglið hafði orðið fölt og litlaust meðan eg sat við skrifborðið mitt. Eg teygði mig og kveikti í vindlingi og tók að safna saman örkunum á borðinu. Strax reis svartklæddur maður upp af bekk í einu horninu í herberginu og nálgaðist mig. "Get eg náð í nokkuð fyrir yður herra minn?" Þjónninn sem hertoginn hafði fengið mér til þjónustu í hinum nýja bústað mínum Brand- inum, stóð nú við hlið mína. "Mér mundi falla vel að fá kaffibolla Grooton," svaraði eg. "Eg ætla að fara með þessi skjöl heim til hertogans og eg vil fá morg- unverð þegar eg kem aftur." "Gott og vel, herra minn. Hann skal strax verða til." Eg safnaði saman blöðunum og lét þau í vatnsheldan poka og batt þau með spotta utan um mig undir vestinu. Því næst tók eg skotin úr skammbyssu minni, sem legið hafði á borðinu hjá mér þar sem handhægt var að ná til hennar. Eitt skotið skildi eg eftir. Síðan stakk eg byssunni í vasa minn. "Er kaffið til Grooton?" spurði eg. "Já, eftir augnablik, herra minn." Eg horfði á hann, þar sem hann beygði sig yfir eldavélina. Dökkur í andliti, mjúkur á manninn og málróminn, sem er einkenni há- stéttar þjónanna. Traust húsbónda míns á þessum manni hlaut að vera afskaplega mikið, því á meðan hann vakti yfir mér var eg í raun og veru á valdi hans. "Hafið þér verið lengi hjá hertoganum, Grooton?" spurði eg. "Tuttugu og eitt ár, herra minn." "Leynilögregluþjónn ?" "Já, herra." "Skemtilegt?" "Stundum mjög skemtilegt, herra." Eg kinkaði kolli og drakk kaffið mitt. Þegar eg kom út var hressandi morgun- golan eins og lífsins lyf mínum þvældu taug- um. Eg stóð svo litla stund berhöfðaður og lét goluna frá hafinu blása um höfuð mitt. Er eg stóð þar og teigaði hana, heyrði eg létt fótatak sem nálgaðist. Einhver var að koma að húsinu mínu eftir trjágarðinum. Eg leit ekki strax við, en hver taug í lík- ama mínum varð eins og spentur bogastrengur af forvitni. Þessi gata var fáfarin og einkaleið gegn um trjágarðinrí og lá aðeins að húsi mínu og niður til þorpsins. Klukkan var varla sjö og þetta var ekki fótatak verkamanns. Eg hélt að eg vissi hver þetta var, sem kom svona mjúklega eftir skógarstígnum, sem allur var stráður akörnum. Við horfðum hvort á annað með uppgerðar undrunar svip. Hún kom eins og líðandi skuggi milli hinna grænu trjáa út í sólskinið, þar sem hún sýndist í bili eins og óskýr draum- sýn. Hin dökku augu hennar leiftruðu er hún heilsaði mér. Eg stóð frammi fyrir henni með húfuna í hendinni. Þetta var í fyrsta skiftið, sem við hittumst síðan eg settist að í Brand- inum. "Góðan daginn, Mr. Ducaine,' sagði hún. "Þér þurfið ekki að horfa á mig eins og eg væri vofa. Þegar eg er úti í sveitinni geng eg mér ætíð til hressingar fyrir morgunverð- artíma." "Það er besti tíminn, sem hægt er að finna til þess," svaraði eg. "En það lítur út fyrir að þér hafið verið að verki í alla nótt," sagði hún. "Eg þurfti að ljúka við verk mitt," svaraði eg. Hún kinkaði kolli því til samþykkis. "Svo þér fylgduð engu af mínum ráðum, herra ritari. Þér eruð þegar búnir að taka við embættinu," sagði hún lágt og kom nær mér. "Já, eg er þegar farinn að starfa," sagði eg. "Segið mér eitt," sagði hún. "Hefir nokk- ur heimsótt yður í morgun?" "Hvað þá, svona snemma?" "Það fara fleiri snemma á fætur en þér og eg. Hliðið var opið svo að einhver hefir farið þar um í morgun." Eg hristi höfuðið. "Eg hefi hvorki heyrt né séð nokkra lifandi sál," sagði eg. "Eg var rétt að ljúka við verk, sem eg var að fást við og er nú að fara með það heim í húsið." "Þér meinið þetta í raun og veru?" spurði hún. "Auðvitað geri eg það," svaraði eg. — "Grooton er eini maðurinn, sem eg hefi talað við síðustu níu klukkutímana. En því spyrjið þér að þessu?" Hún hikaði við. "Glugginn minn snýr í þessa átt," sagði hún, "og mér sýndist einhver ganga í áttina hingað og hliðið var vissulega opið." "Þá býst eg við að það hafi verið opið í alla nótt, því að svo miklu leyti sem eg veit, hefir enginn farið í gegn um það í morgun nema þér. Má eg verða yður samferða heim að húsinu, Latiy Angela? Mig langar mjög mikið til að spyrja yður að nokkru." "Eg ætlaði að ganga lengra eftir klettun- um," svaraði hún. "En eg skal ganga með yður dálítinn spöl. Bíðið þér svolítið." Hún stóð út á klettabrúninni og skygði hönd fyrir augu er hún horfði fram og aftur eftir söndunum, löngum og eyðilegum, sviftum öllu lífi. Eg furðaði mig á því eftir hverju hún væri að horfa, en spurði samt ekki neins. — Skömmu síðar slóst hún í för með mér og við gengum frá sjónum inn í landið. "Jæja," sagði hún, "hvað langaði yður til að segja við mig?" "Lady Angela," tók eg til máls, "fyrir fáum vikum síðan var eg flestum mönnum ver stadd- ur hvað framtíðarhrofur snerti. Að þetta hefir breyst á eg föður yðar og Ray ofursta að þakka. Nú hefi eg stöðu, sem eg er stoltur af og þýð- ingarmikla. En samt get eg ekki að því gert að minnast þess, að eg hefi starf, sem þér vöruðuð mig við að taka." "Já." "Eg er mjög forvitinn," sagði eg. "Eg hefi aldrei skllið viðvörun yðar. Eg held að yður hafi verið alvara. Var það vegna þess að þér hélduð að eg væri ófær til að rækja starf þetta, óáreiðanlegur, eða------" "Mér finst að þér séuð mjög forvitinn maður," sagði hún lágt. "Þér verðið að fyrirgefa mér," sagði eg þyrkingslega, "en þessi aðvórun yðar virðist mér nokkuð undarleg. En ef þér viljið ekki svala forvitni minni, þá gerir það ekkert til." "Fyrst þér fóruð ekki að ráðum mínum," sagði hún og lyfti fötum sínum svo að þau blotnuðu ekki í dögginni, sem var á grasinu er við gengum nú eftir, "gerir það ekkert til, eða hvað? En þér eruð mjög ungur og þekkið lítið heiminn. Ronald lávarður var fyrirrennari yðar, og hann er nú kominn á geðveikra hæli. Enginn veit hvað liggur bak við hina mörgu ó- happaviðburði þessara síðustu mánaða. Það er leyndardómur, sem ennþá er ekki opinber- aður." Eg brosti. "Inst í hjarta yðar eruð þér að hugsa um að svona óreyndur maður og eg er, muni verða auðveld bráð þeirra snara, sem lagðar verða fyrir mig. Er það ekki satt?" spurði eg. Hún lyfti brúnunum spyrjandi og leit á mig. "Aðrir, sem reyndari voru en þér lentu í þeim, því þá eigi þér?" spurði hún. "Ef þér spyrjið að þessu af alvöru, þá skal eg svara því. Það getur verið að reynsluleysi mitt verði mér besti leiðarvísirinn." "Já?" "Fyrirrennarar mínir," bætti eg við, "hugðust vita hverjum mætti treysta en eg sem engan þekki, mun ekki treysta neinum." "Jafnvel ekki mér?" spurði hún og leit í áttina til mín. "Nei, jafnvel ekki yður," svaraði eg af mestu sannfæringu. Þá kom maður í ljós á klettunum. Eg y horfði á hann undrandi og furðaði mig á því hvaðan hann kæmi. "Þarna er aldavinur yðar, hann Mostyn Ray ofursti," sagði hún stríðnislega. "Hvað um hann?" "Nei, jafnvel ekki Mostyn Ray ofursta," svaraði eg. "Athugasemdir og atriði þau er eg skrifa upp á hverjum fundi, eru lesnar á næsta fundi á eftir, er eg hefi fært þær í stílinn. Á meðan þær eru lesnar má engnin halda á penna né skrifa neitt niður. Síðar meir, eg hefi loforð föður yðar fyrir því, má enginn, jafnvel ekki hann líta á þær. Eg afhedi þær svo Chelsford lávarði í innsigluðum pakka." Ray kom til okkar. Hann hnyklaði hinar loðnu brýr sínar og eg tók eftir því að skórnir j hans voru forugir. Hann hafði auðsæilega gengið hratt. "Þér eruð snemma á fótum Lady Angela," sagði hann og tók ofan húfuna. "Það er hér um bil eina dugnaðar merkið sem eg sýni," svaraði hún. "En ef þér væruð eins kurteis og þér virðist duglegur, hefðuð þér stansað þegar eg kallaði á eftir yður og haft mig með yður á þessari morgungöngu yðar." Augu hans tindruðu er hann leit á hana. "Eg heyrði yður ekki kalla á mig." "Það leit út fyrir að þér vilduð ekki heyra neitt, né sjá neitt." svaraði hún þurlega. "En það gerir ekkert til. Morgunverðurinn verður ekki til fyr en eftir klukkutíma. Þér skuluð fylgja mér upp á Braster hólinn. Komið!" Þau skildu mig eftir þar sem gatan beyg- ist. Eg sá þau lúta hvort að öðru í alvarlegri samræðu, en eg hélt heim að húsinu. Eg fór inn um bakdyrnar og lagði leið mína yfir hið stóra anddyri, sem ennþá var alt fult af þjónum. Eg tók lykil af úrfestinni minni og opnaði hurð, sem var næstum því undir stig- anum. Tjöldin voru fyrir gluggunum og því næstum myrkt í herberginu, eg læsti að mé. og sneri á ljósunum. Þetta var fremur lítið herbergi og fátt var þar húsgagna nema fáeinir þungir húsmunir fornir mjög. Á bak við gluggatjöldin voru járn- hlerar fyrir gluggunum. í einu horninu var járnskápur mikill. Eg fór að skápnum og hugs- aði nú í fyrsta sinni um aðgangsorðið. Eg rað- aði stöfunum í orðið og hin þunga hurð opnað- ist. Þar inni voru margir læstir skjalakistlar, og á hillum fyrir ofan þá hlaði af samanbrotn- um skjölum. Eg tók þessi skjöl gætilega út úr skápnum og lagði þau á borðið fyrir framan mig. Eg var rétt að því kominn að leysa rauða bandið utan af skjölunum, er fingur mínar eins og stirðnuðu upp. Eg starði á pakkann með gal- opnum augum af undrun, eg greip andann á lofti og alt eins og hringsnerist í höfði mínu. Þetta voru réttu skjölin, það var áreiðanlegt, það var því ekki á þau, sem eg horfði, heldur á tvö- falda hnútinn á rauða bandinu, sem var utan um þau. X. Kap—Vottur um trúnaðartraust Eg hefi enga hugmynd um hve lengi eg dvaldi í litla herberginu. Síðar lokaði eg hurð- inni að járnskápnum og setti vélalæsingu hans á ný, þá leitaði eg um alt herbergið, en fann engin merki um að neinn hefði komið þangað inn. Eg opnaði hina þungu hlera og lét sól- skinið streymdi inn. Eg sá Lady Angelu og Ray ganga fram og aftur um grashjallann úti fyrir. Eg horfði á hana eins og eg væri töfraður. Hún fcafði gefið mér þessa einkennilegu viðvörun, sem ekki var útskýrð enn. Hvað vissi hún um þetta. Var það mögulegt, að hún sem varla var af barnsaldri hefði grun um sannleika þessa máls? Augu mín fylgdu hverri hreyfingu hennar. Og er eg- horfði þannig á hana datt mér eitt í hug. Eg sneri mér hægt við og fór að leita að hertoganum. Eg hitti hann þar sem hann sat alklæddur í framherberginu að svefnherbergi sínu. Fyrir framan hann var mesti sægur bréfa og tómur póstbréfapoki. "Hvað er yður á höndum Ducaine?" spurði hann. "Mér þykir slæmt að ónáða yður, hertogi," svaraði eg, "en eg hefi komið hingð til að segja upp starfi mínu." Það vantaði ekki óánægju og fyrirlitning- arsvip á andliti hans, en hann sagði ekkert á meðan hann starði þannig á mig. "Svo yður þykir starfið nokkuð erfitt, eða hvað?" spurði hann. "Það er alveg eins og eg mundi helst kosið hafa, yðar náð," svaraði eg. "Mér fellur erfið vinna og eg bjóst við henni, en vandræðin eru að það hefir ekki farið neitt betur fyrir mér en Ronald lávarði." Orð mín höfðu auðsæilega áhrif á hann. Hann opnaði varirnar en lokaði þeim aftur, og eg sá að hendi hans titraði þegar hann bar hana upp að enninu. "Hvað eigið þér við Ducaine? Komist að efninu maður." "Járnskápurinn í lestrarherberginu hefir verið opnaður í nótt," svaraði eg. "Uppdætt- irnir að leynivígunum í Surrey sandhæðunum og að herbúðunum í Guildford hafa verið rann- sakaðir." "Hvernig vitið þér þetta?" "Eg batt rautt band um skjölin á sérstak- an hátt. Hnúturinn hefir verið leystur og hnýttur á ný. Skjölin hafa verið látin til baka í annari röð." Hertoginn var nú kominn í sýnilega geðs- hræringu. Hann stóð upp úr sæti sínu og gekk fram og aftur um gólfið æstur mjög. "Þér eruð viss um það sem þér segið, Du- caine?" sagði hann og snerí sér að mér alt í einu. "Algerlega viss um þetta yðar náð," svar- aði eg. Hann sneri sér undan. "í mínu húsi, undir mínu þaki," heyrði eg hann tauta. "Hamingjan góða!" Eg hafði varla trúað honum til að sýna svona mikla tilfinningu. Er hann settist aftur í sæti sitt, þá sá eg að hann var næstum ösku- grár í andlitinu. "Þetta eru hræðilegar fréttir," sagði hann. "Eg er samt ekki viss um að hægt sé að sak- fella yður, Mr. Ducaine, fyrir þetta á neinn hátt." "Yðar náð," mælti eg. "Það eru aðeins þrír menn, sem vita leyniorðið að vélalæsingu skáps- ins. Þér sjálfir, Ray ofursti og eg. Eg lokaði lásnum í gærkveldi og opnaði hann í morgun. Eg spyr yður eins og mann með heilbrigðri skynsemi, hverjum verður um þetta kent? Verði eg kyr, mun þetta henda á ný. Eg get ekki umflúið grunsemd, það væri ekki skyn- samlegt að ætla slíkt." "Orðið að vélalæsingunni var venjulegt orð," sagði hertoginn hálfgert við sjálfan sig "Einhver kann að hafa getið upp á því." "Yðar náð, er það líklegt að nokkur fallist á slíka skýringu?" "Einhver gat staðið á hleri." "Það var aldrei sagt," sagði eg, "það var ritað á miða, við litum á það og svo var miðinn eyðilagður." Hertoginn hneigði sig þessu til samþykkis. "Þetta er satt," sagði hann, "málið er aug- ljóst. Skápurinn hefir verið opnaður einhvern- tíma milli klukkan tíu í gærkveldi og sjö í morgun af------" "Sjálfum mér, Ray ofursta eða yðar náð," bætti eg við. "Eg veit nú ekki hvert eg er reiðubúinn að samþykkja það," svaraði hertoginn rólega. "Það verður ekki hjá því komist," svaraði eg. "Þeir sem eru mjög ungir tala þannig," mælti hann þurlega. "Eg var aðeins að segja það, sem aðrir munu segja." "Þetta eru ógöngur, eg játa það," svaraði hertoginn. "En engu að síður er eg ekki al- búinn að taka við afsögn yðar, Mr. Ducaine, án þess að skygnast frekar inn í þetta mál. Eg fæ ekki séð, að málefni vor græddu nokkuð á Því á neinn hátt. Hvað mig sjálfan snertir hreinsa eg yður af öllum grun." Eg hrestist mikið við þetta. Hertoginn talaði af sannfæringu þótt ákafalaust væri. "Það er mjög góðsamlegt af yðar náð," svaraði eg þakklátur, "en það eru aðrir þarna. Þeir þekkja mig ekkert. Það er óhjákvæmilegt að þeir felli grun á mig."

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.