Heimskringla - 29.11.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.11.1939, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1939 ítunmsUniuila (StofnuO 1S86) Kemur út á hverjum miOvikudeffi Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. tS3 og 85S Sargent Avenue, Winnipet TalsímiB 86 537 Verð blaðslns er $3.00 éirgangurlnn borglst tyrírfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðsklfta brél blaðinu aðlútandl sendlst: K 'nager THE VIKINO PRESS LTD 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnípeg "Helmskrlngla'’ ls publlshed and prlnted by THE VIKINO PRESS LTD 1 153-855 Sargent Avenue, Winnlpeg Uan Telephone: 86 537 ^^pumMHHlNBHIIIIIillllilllllllBUffiUlllllllilUIIOIUIIIHDilliiilllUUIlllUUlttttUDIIHIIIiUIIIIUWttBmililð WINNIPEG, 29. NÓV. 1939 R Æ Ð A (Flutt af Stef. Einarssyni í samsæti dr. M. B. Halldórsonar á Marlborough Hotel, Winnipeg, 28. nóvember) Kæri dr. Magnús B. Halldórson: Fyrir fáum dögum bað einn úr forstöðu- nefnd þessa samsætis mig að segja hér fáein orð. Hann sagði mér, eins og slíkar nefndir oft gera, hvað eg ætti að tala um, að það væri að þakka dr. Halldórson fyrir hönd Heimskringlu alt sem hann hefði fyrir hana gert — en vera samt stuttorð- ur! Mér er bæði ljúft og'skylt, að verða við þessu, en veit þó ekki hvað segja skal um síðasta atriðið. Dr. Halldórson hefir, svo mikið fyrir blaðið gert, og mig sjálfan í því sambandi, að eg veit ekki hvernig eg á að gera því nokkur sanngjörn skil í fáum orðum. Ykkur er vel um það kunnugt að grein- ar hafa tíðum birst í Heimskringlu eftir dr. Halldórson. Og eins og vænta mátti af svo gáfuðum mentamanni, hafa þær verið fróðlegar. En þær hafa um leið, ávalt verið skemtilegar og hressancíi; enn- fremur oft lýst fegurð og hugkvæmni sem þeim einum lætur sem sérstaklega er lagið að skrifa. Auðvitað grípur hann, eins og læknum er tamt, stundum til kutans, á ritvellinum eins og í læknastofunni, þegar önnur lækning er ónóg; vér höfum þar dæmi um all-nýlega. En þar sem læknir var verið að lækna með því, var mér alveg ósárt um það, því eg hefi lengi haldið að þeim væri holt einstöku sinnum sjálfum að sjá hnífinn. í bréfum til blaðsins og í viðræðum við lesendur, hefir dr. Halldór- son undantekningarlaust verið goldin þökk fyrir það sem hann hefir skrifað. En það sem eg á persónulega að þakka í þessu efni, er það, að hvenær sem eg hefi leitað til dr. Halldórsonar og beðið hann um grein — þegar eg h'efi verið latur, — og sem oft getur komið fyrir, bæði mig og aðra — þá hefir aðstoðin ávalt verið vís. Veit eg því um það, að hann hefir oft ekki haft mikinn fyrirvara, þó ekki hafi það sézt á frágangi greina hans, sem yfirleitt hafa verið þaulhugsaðar. En dr. Halldórson hefir gert meira fyrir Heimskringlu en að rita í hana. Hann er einn af útgefendum hennar og hefir lengi verið í stjóm útgáfunefndar blaðs- ins. Áhyggjur miklar hafa og eru, ekki sízt á síðari tímum, því samfara, en hann og samnefndarmenn hans hafa til þessa borið þær sjálfir, — og það hefir aflað blaðinu trausts. Hér eru þessi mál að verða ein af vandamálum Vestur-fslend- inga, og þarf ekki að lýsa þvi fyrir ykkur, sem lesið hafið “Jóhönnu raunir” annara blaða um það. En þetta sem nú hefir verið drepið á um störf dr. Halldórsonar í þágu Heims- kringlu, eru auðvitað aðeins tóm- stunda störf hans. En það er þó gott sýnishom af því, sem hann hefir fyrir félagsstörf íslendinga gert yfirleitt, t. d. í safnaðarmálum, í söng og samkvæmislífi okkar og hvernig hann hefir gert það. Um hann ungan var sagt, að hartn hafi verið hrókur alls fagnaðar á mannfundum, og Elli gamla hefir ekki enn tekið það frá honum. Hefir á sumt af þeim verið hér minst í kvöld. En jafnvel þó svo sé, er samt eftir að minnast á margt í aðalstarfi læknisins, lífsstarfi hans og manninn sjálfan, þetta sem er upp- spretta manngildisins og góðs orðstírs og sem er ástæðan fyrir að við erum hér sam- an komin til að votta dr. Halldórsyni virð- ingu og vináttu okkar, virðingu og vin- áttu, sem við vildum að bergmálaði eitt- hvað af hinni einlægu, djúpu, hreinu og heilsteyptu framkomu og viðkynningu hans sjálfs í hvívetna. Um læknisstarf dr. Halldórsonar, lífs- starf hans, væri verkefni fyrir fróðan mann í þeirri grein að skrifa. En jafn- vel þótt mér sé þess fróðleiks vant, get eg ekki stilt mig um að benda á það, að margur þættist lífsstarfi sínu hafa sæmi- lega lokið og til mikils góðs, er þar fetaði í fótspor dr. Halldórsonar. Hann hefir í vissum greinum, eins og í aðferðum við • lækningu lungna sjúkdóma og tæringar, reynst svo vel og frumlegur, að hann hefir viðurkenningu fyrir það hlotið hjá mesta vísindalæknafélagi berklasýkislækna í Ameríku (Th'e American Academy of Tuberculosis Physicians) með því að vera gerður félagi þess. Ennfremur h'efir hann verið heiðraður með því, að eitt af beztu lyfjunum, sem við áminstri veiki hefir verið fundin, var nefnd hans nafni, Mix- tura Halldorsoni. Er það persónuleg skoð- un mín, að þessi viðurkenning, sem veitt er þannig fyrir framúrskarandi frumleik og í raun og; veru fyrir að hafa rutt nýja braut, í vísindalegu starf eins og hér um ræðir, sé hverjum manni sá heiður, er hann vildi ekki skifta á fyrir nokkurn riddarakross eða Nobels-verðlaun. Á Norð- urlöndum var mér sagt af manni héðan er þar var á ferð, að við berklasýkis lækn- ingar, væri “Halldórson’s aðferðin” eins og hún er þar kölluð, ávalt fyrst tekin til greina; svo kunn er hún þar og höfundur hennar. Eg býst nú við að ykkur þyki eg orð- inn langorður en þó má svo heita, að sagan af drengnum, sem sá fyrst ungur sól á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði á ís- landi sé enn ósögð. Það fyrsta sem augu hans h'vfldu á, eftir að hann stálpaðist, mun hafa verið fjallahringurinn, sem um- lykur þessa gróðursælu fæðingarsveit hans. í bróstum hans hefir eflaust vaknað þráin, að komast þangað út er þau voru hæst og yfir þau. Eg held ekki fjarri að halda, að það sé tilgangur skaparans með hinum mörgu bröttu fjöllum á íslandi, að vekja þessa þrá hjá þeim er hjá þeim búa, að sækja á brattan. Þessa þrá hefir dr. Halldórson eflaust flutt með sér að heim- an. Og að hún hafi verið honum trúr förunautur hér ber lífsstarf hans vitni um. Honum hefir fylgt í starfi sínu og framkomu, það sem Davíð Stefánsson kveður um Fjallasveininn — —hressand fjallasvali, fossadynur og vængjablak ilmur, sem minnir á eyðidali andi vorsins og fuglakvak. Þegar þú gistir glóðheita sali, gekst undir borgarans þak, sýnist öllum salkynnin hækka, sorgirnar fækka, veröldin stækka við svip þinn og tungutak. Úlfsstaðir voru höfuðból í Loðmundar- firði. Foreldrar dr. Magnúsar Halldór- sonar, höfðu gert þar garðinn frægan og sátu þar að rausnarbúi. Björn Halldórs- son var sjálfkjörinn höfðingi sveitar sinn- ar sakir fjölþættra hæfileika. Honum hefir verið svo lýst, að hann hafi verið prýðisvel að sér í móðurmáli sínu, skrifað fagra h'önd, lesið og talað dönsku. Hagur var hann jafnt á járn og tré og mjög hneigður til læknisstarfa. Hann var og fimleikamaður, skauta-, skíða- og glímu- maður. Það er auðséð af þessu, hve vel hann var gefinn og til allrar forustu vel fallinn. Lengi var hann sýslunefndar- maður og fulltrúi Norðmýlinga var hann á Þingvaljafundinum 1873. Þegar sveit hans árið eftir, mest fyrir hans forgöngu, efndi til þjóðhátíðar, var hún haldin að Úlfs- stöðum. Kona hans og móðir dr. Mag- núsar Halldórsonar, var Hólmfríður Ein- arsdóttir Stefánssonar prests á Presthól- um, mesta merkis kona. Þau komu vest- ur um haf 1884, og settust að í Norður- Dakota, sem ykkur mun flestum kunnugt. Sonur þeirra Magnús mun þá hafa verið á 15 ári. Mentaveg sinn byrjaði hann á barnaskóla í Norður-Dakota, en lauk hon- um á Manitoba-háskóla. Læknir var hann um tíma í Dakota, en lengst af hefir hann rekið það starf í Winnipeg. Á þetta er hér minst vegna þess, að mér finst mega segja svipað um dr. Halldór- son og föður hans. Eins og hann gerði úlfsstaði fræga, svo hefir Dr. Magnús Halldórson með lífsstarfi sínu gert garð sinn, stöðu sinnar, þjóðar sinnar og Vest- ur-íslendinga, frægan. DR. M. B. HALLDÓRSON í samsæti á 70 ára afmæli hans, 28. nóv. Herra forseti, kæru vinir: Það væri ekki erfitt hlutverk, ef eg mætti tala sem einstaklingur til einstakl- inga í kvöld. Eg mundi ef til vill segja a!t annað og tala um heiðursgestinn frá alt öðru sjónarmiði ef eg ætti að mæla frá mínu eigin brjósti, því að mínu áliti er hægt að tala um hann frá mörgum hliðum, en þar sem eg er að ávarpa hann fyrir hönd margra, fyrir hönd þess félagsskap- ar sem hann hefir veitt forystu í meir en 17 ár, Sambandssafnaðar í Winnipeg, þá verð eg að vera varkár bæði í orðum og þeim hugsunum sem eg set fram. Eg veit að hinir mörgu samferðamenn og sam- verkamenn heiðursgestsins í mannfélags- málum eru mér sammála í þeirri hugsun sem felst í erindinu eftir Stephan G. og sem mér finst eiga vel við dr. Halldórson: “Því sál hans var stælt af því eðli sem er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt, Sem fóstrar við hættur—því það kennir þér, Að þrjóskast við dauðann með trausti á þinn mátt, f voðanum skyldunni víkja ei úr, Og vera í lífinu sjálfum þér trúr.” Að vera í lífinu sjálfum sér trúr, og þá kemur alt annað á eftir; það er í stuttu máli lífssaga dr. Halldórsonar. Fyrir það að vera fyrst og fremst sjálfum sér trúr, hefir hann aldrei fundið hvöt hjá sér að beygja kné fyrir neinum í orði eða verki, þegar han sjálfur var sannfærður um að hann var að verja sannleikann, frelsið og vellíðan meðbræðra sinna. Þau verða aldrei talin, þau aukaspor sem heiðurs- gesturinn hefir gengið, eða sá aukatími og vinna sem hann hefir látið í té í þarfir þeirra málefna sem hann áleit rétt og sönn og miðuðu til framfara í mannfélaginu. Það er oft siður í samsætum slíkum og þessu að hlaða óverðskulduðu hóli á heið- ursgestinn sem um er að ræða í það og það skifti, en það er fjarri mínu hugarfari að gera slíkt og sérstaklega í kvöld þar sem eg veit að vinur okkar sem við erum að heiðra, hatar alla htæsni, og þó ætla eg samt að gerast svo djarfur að segja að við eigum fáa á meðál okkar sem hafa verið einbeittari, einlægari og djarfmælt- ari í þeim málum sem hann áleit heildinni fyrir beztu. Mig langar í kvöld, fyrir hönd Sam- bandssafnaðar í Winnipeg að þakka Dr. Halldórson fyrir samferðina og samvinn- una, fyrir einlægnina og einurðina í sam- eignilegum málstað, fyrir ósérplægnina og ötulleikann í starfinu, fyrir sannleiksást- ina og hugrekkið sem hann hefir æ sýnt, og síðast en ekki sízt fyrir trúfestina og trygðina til vina og samverkamanna. Það tekur andlegt hugrekki að vera minni hluta maður í velferðarmálum mannfélagsins en hann hefir ótrauður barist fyrir því sem h'ann áleit réttast og sannast. Eg veit að þessi fagra hugsjón skáldsins hefir búið, og býr enn í húga hans: I “Að leita—þar er ljós fyrir stafni. Að leita—er að þroskast í Drottins nafni. Og sannleikans gull vil eg fyrstur finna Og flytja á altari bræðra minna. í nafni Sambandssafnaðar óska eg hinu 70 ára ungmenni allra framtíðarheilla og þakka honum innilega fyrir liðna tímann. Bergthor Emil Johnson SMÁVEGIS Það er sagt, að venjuleg vélbyssa skjóti á einni klukkustund skotum, sem eru jafn- mikils virði í peningum og máltíð handa 6,500 svöngum mönnum. * * * Úr óprentuðum ljóðum Páls J. Árdals: Er þig fegurð ungra meyja ekki lengur hrifið getur, mun þér lífið satt að segja, sólarlaus og kaldur vetur. * * * Mamma, kennarinn veit ekki einu sinnl hvernig hestur er. — Slúður. — Það er alveg satt, mamma. Eg teiknaði hest og hann spurði mig hvað það væri. * * * Það er sagt að hrein samvizka geri menn sæla og ánægða. Fullur magi gerir það engu síður Jerome K. Jerome VILHJÁLMUR STEFÁNSSON Eftir Jónas Jónsson (Eftirfarandi grein birtist í Tímanum 2. nóv., en daginn eft- ir átti Vilhj. Stefánsson 60 ára sínum dreymdi Vilhjálm Stef- aldurs-afmæli. bæja og hesthúss, að vetri til í feikna stórhríð. Þrjátíu menn fórust í þessu ofviðri þar í fy!k- inu. En Vilhjálmi Stefánssyni voru ætluð önnur örlög en að verða úti í snjó- og vetrarhörku. Við búsýsluna hjá foreldrum Er greinin rit- ánsson æfintýralega dagdrauma, eins og flesta hrausta drengi. Hann vildi vera skáld, eða berj- ast við Rauðskinna, eða vinna fágæt hreystiverk sem veiðimað- ur. Hann var á uppvaxtarárun- um vanur allskonar erfiðleikum, sem fylgja landnemalífinu, og á- gæt skytta. Það kom hönum vel síðar í langferðum um heim- skautalöndin. Landnemarnir íslenzku sýndu yfirleitt frábæran dugnað við að komast áfram í hinu ókunna landi, sem þeir höfðu flutzt til. í bjálkahúsum sínum héldu þeir áfram íslenzku mentalífi á löng- : um vetrarkvöldum. Þar lásu ! þeir með börnum sínum það sem Nú eru liðin 60 ár síðan Vil- j þejr áttu af ísienzkum bókment- uð í tilefni af því). I. í kvikmyndabænum Holly- wood, syðst á vesturströnd Bandaríkjanna, eru tvö minnis- merki á torgum úti eftir íslenzku listakonuna Nínu Sæmundsson. önnur myndin er úr grískri goðafræði. Hin er af Leifi hepna. Þegar listakonan valdi sér heppilega fyrirmynd að svip- móti þess íslendings sem upp- götvaði Vesturheim fyrir nálega þúsund árum, þá valdi hún fræg- asta íslendinginn, sem nú er uppi, Vilhjálm Stefánsson, norð- urfara. hjálmur Stefánsson fæddist í bjálkakofa í Nýja íslandi á vest- urströnd hins mikla Winnipeg- vatns. Foreldrar hans voru Jó- hann Stefánsson frá Tungu á Svalbarðsströnd og Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Hofstaðaseli í Skagafirði. Þau hjónin fluttu vestur um haf árið 1876, og bár- ust með hinum mikla innflytj- endastraum, sem hugðist að gera alíslenzka bygð í skógarlendum við Winnipegvatnið. Erfiðleikar þessara landnema voru svo mikl- ir, að einn af helztu lögfræðing- um íslendinga vestan hafs htef- ir sagt, að það hefði átt að sækja um, fornaldarsögurnar, íslend- ingasögur, og ekki sízt Passíu- sálmana. Samhliða hinni hörðu líkam- legu áreynslu höfðu landnem- arnir sívakandi metnað fyrir þjóðerni sínu og framtíð bama sinna. Næst eftir landnáminu beindist hugur nýbyggjenda að því að koma íslenzku börnunum í skóla, og gera þau fær til að taka þátt í lífsbaráttu í kepni við æsukmenn annara þjóðflokka. Börn íslenzku landnemanna sóttu fast nám í skólum bæði í Canada og Bandaríkjunum, og . . | unnu sér álit bæði fyrir gáfur og til sektar fyrir manndrap, þau ástundun. yfirvöld í Manitoba, sem létu fs lendinga setjast að í vetrarkomu í allsleysi, snjó og grimdarfrost- um í þessum veg- og húsalausu skógarlendum. — íslendingar reistu sér bjálkakofa, bjuggust Vilhjálmur Stefánsson leitaði inn í háskólabæ fylkisins, Grand Forks, og hóf þar nám með litl- um efnum. Hann hitti þar marga efnilega landa sína, sem ,... ... * voru á somu leið og h'ann. Emn til varnar eftir fongum, og varð . , . n ~ . n , . _ . . ... ,..f ■ i , . af þeim var Guðmundur Gnms- það þeirra lífsbjörg, að þeir voru vanir harðrétti í ættland- Hverskonar óáran, vatns- ínu. Ison dómari. Hann hafði komið | barn að aldri úr Reykholtsdal til _„ ,,, . . ,.! Dakota með foreldrum sínum. floð og siðast bolusott her.iaði T, . n , , i , .. . ,,, iÞeir Guðmundur og Vilhjalmur þessar bygðir. Margir letu lifið , . . , , , bjuggu saman einn vetur a þess- í þessum erfiðleikum. En með íslenzkri þrautseigju urðu þó hinir fleiri, sem lifðu. Þeir hafa sigrað erfiðleikana og nú er Nýja-ísland fjölmenn, vel rækt- uð og prýðileg bygð. En sú um námsárum, og elduðu sjálfir matinn í herbergi sínu. Guð- mundur Grímsson varð fljótlega einskonar póstmeistari í háskól- anum, jafnhliða náminu. Vil- hjálmur Stefánsson var ekki mikla breytmg, sem þar hefir jafn fastur við dagleg störf. __ orðið a sextiu arum, er fynr fra- Hann yar ful]ur af rómantík og bæra atorku þess slenzka folks, æfintýraþrá> las skáidskap á sem nam þennan landshluta. | morgUm tungum og ferðabækur Það er einn hinn merkilegasti um ókunn lönd. Hann var í einu þáttur í landkönnunarstarfi Vil-1 hæglátur og manna prúðastur í hjálms Stefánssonar, að honum framgöngu, en undir niðri fullur hefir tekist að sanna, að jafnvel af gletni og gáska. Eru enn til í hinum mestu eyðilöndum í Grand Forks og í minni skóla- h'eimskautalandanna geti hvítir bræðra hans margar sögur um menn lifað af því, sem kalla góðlátleg gáskabrögð hans. Ein- mætti framleiðslu landsins. En hver þektasta skólasaga um Vil- þessa kunnáttu hafði hann feng- hjálm Stefánsson frá stúdenta- ið í vöggugjöf. Foreldrar hans, dögunum er um það, þegar hann Jóhann og Ingibjörg, höfðu sýnt ók í hestvagni háskólarektors i þessa leikni, eins og hinir land- um borgina. Háskólinn í Grand | námsmennirnir, sem lifðu af Forks á mikil lönd og standa ^ frosta- og snjóavetur, vatnsflóð byggingar dreift, eins og tíðkast Rektor lokaðan !og bólusótt í hinni ófrjóu ný- um ameríska h'áskóla. i bygð sinni. Vilhjálmur fæddist hafði til sinna þarfa þriðja haustið, sem þau hjón hestvagn og ökumann. Einn dag bjuggu vestra. Og þegar hann í góðu veðri kemur Vilhjálmur var á öðru ári, fluttu þau suður l Sltefánsson fþar sem vagn á bóginn, upp með Rauðánni, og rektors stendur við hús í til Dakota-bygðar, nyrzt í Banda- um, en ökumaður dottar i ríkjunum. Þar var þá og þar erj sínu. enn einhver hin blómlegasta ls- lendingabygð í Vesturheimi. II. Landkostir voru að öllu sam- bæn- sæti Vilhjálmur fer inn í vagn- inn, og hallar hurðinni á eftir sér. Við það vaknar ekillinn og þykist vita að rektor sé kominn inn í vagninn, og ekur af stað í átt að húsi hans. Vilhjálmur töldu til muna betri í Dakota situr rólegur í vagninum, þar til heldur en í Nýja íslandi, áður en komið er nærri bústað rektors. mannsh’öndin byrjaði að um- Þá opnar hann gætilega vagn- breyta landinu. í Dakota voru hurðina og fer hljóðlega út á f.rjóar sléttur, vel fallnar til strætið. Þegar kom heim að akuryrkju, og skógurinn ekki jafn ásækinn á ræktarlandið. Allir fslendingar í Dakota tóku lönd og stunduðu búskap. Vil- hjálmur var ötull drengur við hin margháttuðu landnemastörf, einkanlega við þau verk, sem voru eitthvað í ætt við þau æfin- týri, sem hann dreymdi um á unglingsárunum Eitt sinn var hann næstum orðinn úti milli rektorsbústaðnum, þótti öku- manni undarlega við bregða að vagninn var tómur. III. Háskólinn í Grand Forks telur sér nú mikinn sóma, að Vil- hjálmur Stefánsson h'efir verið þar lærisveinn, og hefir gert hann að heiðursdoktor við þessa mentastofnun. En æfintýri han3

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.