Heimskringla - 29.11.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.11.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA mEiMSKRINGLA WINNIPEG, 29. NÓV. 1939 •""111 Brögð í tafli wmmmam Lady Chelsford kom inn. Var hún prúð- búin í hvítum silkikjól með demanta- hlað um ennið. Hún horfði á mig fremur alvar- lega að mér fanst. “Norton,” sagði hún við mann sinn, “mig langar til að tala við þig fáein augnablik. Eg er viss um að Mr. Ducaine afsakar þig.” Þau fóru út, en af því að mér fanst heitt í herberg- inu, gekk eg út að glugganum, eg lyfti honum upp og horfði út í kalt og svart myrkrið. Fyrir framan dyrnar á bústað Chelsford lávarðar vai bifreið og hjá henni, rétt andspænis mér stóð hávaxinn ökumaður. Það var bifreið frá Row- chester, einhver þaðan var núna í húsinu að heimsækja lávarðshjónin. Hvaða vandræði báru nú að höndum ? Hafði hertoginn komið til að fylgja mér á skips- fjöl? Var hann í þessum svifum að krefjast skýringar frá Chelsford lávarði? Tímipn leið og eg gerðist órór og áhyggjufullur. Þá opn- aðist hurðin og Chelsford lávarður kom inn einsamall. Hann var vandræðalegur á svipinn og talsvert óánægjulegur. t “Ducaine,” sagði hann, “Lady Angela He- berley er hérna. Hún heldur að þér séuð að fara til Kína.” Eg hrökk við og býst við að svipur minn hafi komið upp um mig. “Er Lady Angela hér?” spurði eg. “Sögð- uð þér henni það?” “Eg hefi ekki sagt henni neitt. Spurning- in er: hvað ætlið þér að segja henni? Eg man ekki betur, Ducaine en að Lady Angela væri trúlofuð Ray ofursta.” “Eg held að hún sé það,” svaraði eg. “Þá fæ eg ekki skilið því hana langar svona til að sjá yður. Hertoginn frá Row- chester er vinur minn, og eg get ekki séð hvernig eg get leyft ykkur að finnast hér?” “Og eg,” mælti indæl rödd fyrir aftan hann, “fæ ekki séð hvernig þú getur aftrað því.” Hún lokaði hurðinni 4 eftir sér. Hún var grannvaxinn og yndislega fögur í hvíta kjóln- um með langa perlufesti um hálsinn. Hárið var skift yfir miðju enni á mjög óbrotinn hátt. Hin dökku augu hennar vpru svo blíðleg og raunaleg að Chelsford lávarður varð að hætta við að segja það sem komið var fram á varir hans. “Angela,”^ sagði hann, “Mr. Ducaine er hérna. Þú getur talað við hann ef þú vilt, en það verður að gerast í viðurvist minni, Þú mátt ekki ætla að eg treysti þér ekki — báðum ykkur, en faðir þinn á þetta skilið af mér.” Hún kom til mín mjpg feimnislega. Mér fanst hún svo fögur og barnsleg að eg snerti fingur hennar, er hún rétti mér hendina, með hinni dýpstu lotningu. “Þér hafið komið til að óska mér góðrar ferðar,” hvíslaði eg. “Eg mun aldrei gleyma því.” “Eruð þér að fara í raun og veru?” “Eg hverf sjónum yðar um dálítinn tíma, Lady Angela,” svaraði eg. “Það er nauðsyn- legt. Chelsford lávarður veit það. En eg fer með heiðri og er mjög þakklátur að geta sagt yður það.” “Það þarf ekki að segja mér það,” svaraði hún. “Er eg ekki komin hingað?” $Ig laut yfir hendi hennar, sem eg hélt ennþá í. “Þessi útlegð mín er ekki tilgangslaus og veldur mér engrar hrygðar nú,” sagði eg. “Eg hefi störfum að gegna, Lady Angela, og vinn þau með glöðu geði. Þegar við hittustum aftur, vona eg að öðruvísi standi á. Minningin um komu yðar hingað, mun oft varðvéita mig í ein- stæðingsskapnum og mun draga úr hverskonar beiskju, sem kann að mæta mér um dagana.” “Ætlið þér þá til Kína í raun og veru?” hvíslaði hún. Eg leit yfir til Chelsford lávarðar, en hann sneri bakinu að okkur. Ef hann skildi þýð- ingu þagnar minnar, lét hann ekkert á því bera. “Eg má ekki segja yður hvert eg fer eða hversvegna,” svaraði eg. “En eg skal segja yður það, Lady Angela. Eg skal koma aftur. Og eins og þér hafið komið hingað til mín í kvöld, svo skal eg koma til yðar áður en langt um líður. Ef þér viljið treysta mér, skal eg sanna yður að þér megið gera það.” Hún svaraði því engu en færði sig nær mér *og rétti mér báðar h'endurnar, en augu hennar voru full af tárum, en samt sá eg í þeim himin vona minna. Þau voru eins og stjörnur. “Fyrirgefið þið,” sagði Chelsford lávarður alvarlega, “en Lady Chelsford er að bíða eftir þér, Angela. Einnig finst mér að eg verði að minna ykkur á það, að eg get hvorki með orðum né þögn minni, samþykt annað eins og þetta.” Hann leiddi hana í burtu, en hvað hirti eg um það? Hjarta mitt slóst örara vegna þess, hvernig hún leit á mig þegar hún fór út. Mér var sama um Ray, ofurstann og alla aðra, því þetta var æðsta augnablik lífs míns, sem kom til mín í örvæntingu minni. Eg var ekki lengur í sjálfheldu hennar. Hin dýrðlegu hlið höfðu opnast fyrir mér. XXXVIII. Kap.—Hræðileg uppgötvun. Eg kallaði lágt frá þakherbergi mínu: “Gro,oton!” “Já, herra minn.” “Ertu þarna einn?” “Já, herra.” “Er Mr. Hill ennþá heima { höllinni?” “Já, hann verður þar, þangað til um mið- nætti, herra minn.” Vindh'viða kom æðandi út úr skóginum og kæfði í svipinn brimgnýinn, sem heyrðist frá hafinu fyrir neðan. Regnið lamdi gluggarúð- urnar. Litla húsið, þótt sterklegt væri, skalf alt. Eg greip yfirhöfnina mína og hélt djarf- lega niður stigann. Grooton stóð fyrir neðan hann með lampa í hendinni. “Þér eruð óhultur. í kvöld, herra minn,” sagði hann. “Enginn maður verður á férðinni í slíku veðri.” Eg stóð kyr eitt augnablik; ofsinn í brim- inu hafði í svipinn sigrað nið norðanvindarins. “Trén þarna úti í skóginum eru að hrökkva eins og fúin sprek, herra,” sagði Grootcn. “Eitt þeirra liggur þvert yfir götuna hérna fyrir utan. En fyrirgefið mér. Þér eruð þó ekki að fara út?” “Það held eg Grooton,” svaraði eg. “Aðeins stutta stund. Munið eftir að eg hefi verið fangi h’ér í þrjá daga. Mig dauðlangar í ferskt loft.” “Eg held að það sé ekki óhætt,” sagði Grooton. “Ekki það að hætta sé á því að nokkur hitti yður, en veðrið er svo voðalegt að það getur feykt yður fram af klettunum.” Eg mun hætta á það, Grooton,” svaraði eg. “Eg held að hann sé að lygna, og engin sála verður á ferli um þetta leyti. Eg má ekki missa svona gott tækifæri.” Eg beið eftir hléi og skaust svo út. Að anda að mér kalda loftinu var mér eins og dýrt vín, eftir að hafa húkt inni svona lengi. En brátt saup eg hveljur og var næstum fokinn. Eg ánði utan um fururté eitt og hékk þar þang- að til næsta hlé kom. í gegn um myrkrið frá kolsvarta hyldýpinu fyrir neðan komu úða skúrir, hvítir eins og sjódrifa og féllu í kring um mig eins og regn. Það var eftirminnilegt kvöld. Svo lagði eg af stað frá ströndinni gegn um trjágarðinn. Eg fór ekki eftir stígnum, til að mæta engum, en hélt meðfram vírgirð- ingunni, sem skifti trjágarðinum frá furuvöxnu belti, sem var við þjóðveginn. Eg gekk eitt- hvað hundrað skref og gtansaði svo. Eg var kominn að þeim stað, þar sem langi og beini vegurinn frá Braster, beygði inn í landið í öðru sinni. Hér um bil mílufjórðung í burtu, sá eg tvö ljós, sem stefndu að mér með flughraða. Eg vissi strax að þetta voru fram- Ijós á bifreið. Án þess að bíða lengur þaut eg heim í Brandinn. “Grooton!” kallaði eg hátt. Grooton kom. “Er nokkur í Braster Grange?” spurði eg. “Ekki svo eg viti til, herra minn,” svaraði hann. “Veiztu hvert búist er við Mrs. Smith- Lessing þangað aftur?” “Um það hefi eg ekkert heyrt. Þeir skildu enga þjóna þar eftir. Ekki einusinni gæslu- mann.” Eg hélt aftur út í náttmyrkrið og gekk stystu leiðina gegn um trjágarðinn yfir að húsinu. Er eg kom að framhliðinu, vék eg af götunni og skreið með runnunum, sem uxu meðfram veginum. Eg fékk hjartslátt er eg hlustaði. Eg heyrði vélaniðinn í bifreiðinni einhverstaðar í nánd. Ljósin höfðu verið slökt, en vagninn beið þar. Eg hikaði ekki lengur. Eg hélt mig á glasfletinum við hliðina á trjá- göngunum og fór upp að húsinu. Það var hvergi ljós nema í skrifstofunni og litlum glugga á neðstu hæðinni. Eg skreið upp að skrifstofugluggunum og reyndi að horfa inn, en blæjurnar huldu alla sýn inn í herbergið. Nú var hinn glugginn aftur við endann á gras- hjallanum, eg læddist á tánum að honum og studdi mig við framhlið hússins. Alt í einu stansaði eg fast við vegginn, því að einhver annar var þarna líka á ferðinni. Það sem eg hafði heyi;t var áreiðanlegt. Vindurinn blés til kvenpilsum og þessi kvenmaður var rétt hjá mér. Hún andaði næstum framan í mig þegar hún fór fram hjá mér. Eg sá rétt sem snöggv- ast hið föla andlit hennar og var það nægilegt til þess, að eg þekti hver það var. Hún hélt á- fram og staðnæmdist við litla gluggann. Eg læddist þangað líka. Hér um bil eitt skref frá glugganum var útskot á byggingunni, eg fór í krókinn á bak við það og beið. Eg vissi að hún beið fáein fet frá mér. Nú leið hálf stund, kannske full klukku- stund. Eyru mín vöndust öllum hljóðum sem ekki voru kæfð af stormgnýnum. Eg heyrði brakið í h'inu brotnandi brimi í trjágarðinum, og hinn fjarlæga brimgný, sem ætíð hélt á- fram og skvampandann í regninu á steinstétt- inni, og eg heyrði að gþigginn, sem eg stóð hjá var opnaður. Eg mátti ekki seinni vera. Gegnum opið fyrir neðan uppdreginn gluggann kom hendi, sem hélt einhverskonar bögli og út úr myrkinu kom önnur áfjáð hendi til að taka við honum. Eg hratt þeirri hendi til hliðar hranalega, greip böggulinn, sem hendin, sem hélt h'onum reyndi nú að halda, en með hinni hendinni greip eg um handlegg handarinnar rétt fyrir ofan úlnliðinn. Eg heyrði hvernig konan, sem með mér hafði beðið þaut í burtu, en eg gaf því engan gaum. Áköf gleði greip huga minn. Nú átti eg að fá að vita þetta. Hin leyndardóms- fulla blæja, sem hulið hafði athafnirnar í Braster átti nú að verða dregin til hliðar. Eg laut niður, þangað til h’endin var fast við augu mín. Eg strauk fingrunum eftir henni. Eg fann hring----- Eg man bara eftir hinum æðisgengna flótta mínum heim til Brandsins gegn um trjá- garðinn. Loftið í kring um mig virtist alt fu)t af ekka og háðslegum hlátrum en jörðin virtist bifast og ganga í öldum undir fótum mínum Eg heyrði bifreið fara á fljúgandi ferð niður veginn og stansa við hornið. Samt hafði eg enga hugmynd um hættu. Mér datt aldrei í hug að yfirgefa stíginn og fara heim til húss- ins míns, sem mér hefði verið hægðarleikur, með því að leggja lykkju á leið mína. Er eg kom að litla járnhliðinu á girðingunni að skóg- ,, arþykninu, fann eg að mannshandleggir vöfð- ust utan um hálsinn á mér, og í einum rykk var mér varpað til jarðar. “Hann er hérna, frú,” heyrði eg einhvern segja í lágum hljóðum, “Takið af honum skjölin. Eg skal halda honum.” Eg held að hið örvæntingarfulla hugar- ástand mitt hafi léð mér krafta. Eg vatt mig af honum með snöggu viðbragði, og heyrði strax að marghleypa var spent. “Ef þér hreyfið yður, hleypi eg af,” sagði maðurinn lágt. “Eftir hverju eruð þér að sækjast?” spurði eg. “Skjölunum.” “Eru þau eins mikils virði og líf mitt?” ; spurði eg. “Já, og líf tylftar þinna líka,” svaraði mað- urnin. “Fljótt! Fáið mér þau.” Þá heyrði eg að konan, sem hafði staðið stutt frá mér æpti upp. f áflogunum hafði eg mist húfuna, en dauft tunglið skein undan jaðri hins svarta og hrjúfa skýjabakka. “Guy!” kallaði hún og rödd hennar skalf eins og af ótta. “Guy, ert þetta þú?” Eg misti alla stjórn á sjálfum mér. Eg gleymdi að hún var kona, eg gleymdi öllu nema því, að hún var höfundur allrar þessarar spill- ingar. Eg helti yfir hana hræðilegum skömm- um. Og hún hlustaði, róleg, föl og þegjandi. Er eg þagnaði benti hún manninum að fara. Hann hikaði, en með bjóðandi hreyfingu lét hún hann hlýða. “Þú hefir ekki hlíft mér, Guy,” sagði hún, “en eg á það kannske ekki skilið. Hlustaðu nú á. Þessu er öllu lokið. Þessi fáu blöð er alt sem við þurfum. Faðir þinn er nú kominn til Frakklands og eg er að fara strax. Fáðu mér þessi skjöl, og þú losnar við okkur fyrir fult og alt. Gerir þú það ekki verð eg að dvelja hér þangað til eg næ afriti af þeim, eða af nokkrum hluta þeirra. Þú veist mjög vel að eg get gert það. Fáðu mér þessi sem þú hefir. Það er alveg hættulaust.” “Afhenda yður þau,” sagði eg fyrirlitlega. “Er yður alvara?” “Já, mjög mikil alvara, Guy. Veist þú ekki að þeim mun fyr sem þessu er aflokið, því betra og hættuminna er það fyrir það þarna,” og hún benti á kastalann. Eg hefði getað slegið á hvítu fingurnar hennar er hún benti. “Eg mun taka skjöl þessi með mér og færa Chelsford lávarði þau,” sagði eg. “Eg er hér sem leynispæjari til að veiða spæjara. Chels- ford lávarður er þarna í höllinni og á morgun fær hann skjölin. Eg mun segja honum hvern- ig eg náði þeim. Eg hugsa að eftir það fáið þér ekkert tækifæri til að æfa hina svívirðilegu iðn yðar.” “Þú veist um afleiðingarnar?” “Þær eru ekki áhyggjuefni mitt,” svaraði eg kuldalega. Hún leit um öxl sér og sagði: “Ef eg væri eins þrálát við nlína skyldu og þú ert við þína, þá mundi eg kalla á Jean.” “Það er mér sama um. Eg met ekki líf mitt svo mikils að eg berjist ekki fyrir því.” Hún sneri sér við. “Þú ert mjög þrálátur, Guy,” sagði hún, “og þú talar eins og barn. Þú verður að fara þínar leiðir. Sendu eftir Chelsford lávarði ef þú vilt. En mundu eftir því sem af því leiðir. Geturðu ekki séð, að svona lagað þrálæti við það, sem þú telur rétt, er hin ramasta eigin- girni, svona dulbúinn. Vertu sæll Guy. Hún eins og leið á brottu, og eg komst heim til mín óáreittur. XXXIX. Kap.—Svikarinn. “Eg skil yður ekki Ducaine,” sagði Chels- ford lávarður hægt. “Þér hafið verið trúr og þarfur þjónn þjóðar yðar, og þér vitið vel, að sú þjónusta gleymist ekki. Eg vil að þér séuð sjálfum yður samkvæmur. Þér hljótið að vita, hver fékk yður böggulinn.” “Það get eg ekki sagt yður, herra minn,” svaraði eg. “Það var kolníða myrkur og það er ekki h'ægðarleikyr að þekkja hendi. Auk þess hrifsaði þessi persóna að sér hendina strax.” “Heyrið mér nú, Ducaine. Hafið þér ekki með sjálfum yður leitt neinum getum að því, hver þetta var?” “Þetta er of alvarlegt til að geta nokkurs til um það,” herra minn,” svaraði eg. “Engu að síður,” sagði Chelsford lávarð- ur og horfði fast á mig, “vitið þér mjög vel með sjálfum yður hver þessi persóna var. Þér eruð ónýtur að ljúga, Ducaine. Eitthvert ein- kenni handarinnar sagði yður sannleikann —- kannske hringur. Að minsta kosti eitthvað.” “Eg hafði engan tíma til að þreifa eftir slíku, herra minn,” svaraði eg. “Ducaine,” sagði Chelsford lávarður, “eg neyðist til að skoða þetta þrálæti yðar, að geta til hver átti htendina, og þessa löngun yðar að láta þetta mál falla niður, sem sönnun þess, að þér hafið fundið sannleikann í þessu máli. Þér vitið hver svikarinn er.” “Þvert á móti lávarður minn, eg veit ekk- ert,” svaraði eg. Síðar um daginn kom hann til mín á ný. Sá eg að hann hafði ekki fundið neitt. “Ducaine,” sagði hann, “hvenær sögðust þér hafa farið út í gærkveldi?” “Um miðnætti, herra minn.” “Og komuð heim?” “Fyrir klukkan eitt.” Það kemur alveg heim við það sem Groot- on segir. En eg hefi vissar sannanir fyrir því, að enginn úr hermálanefndinni fór út úr skrif- stofunni frá því að klukkap var ellefu og þang- að til h’ún var tvö.” Eg hneigði mig og mælti: “Það er mjög af- gerandi sönnun.” “Það er líka mjög afgerandi sönnun fyrir mig,” sagði lávarðurinn hörkulega. Það er af- gerandi að þessu leyti, að eg v§it ekki hverjum þér eruð að hlífa, þegar það er enginn af vinum yðar úr nefndinni.” “Að eg sé að því, er ekkert nema ímynd- un,” svaraði eg. Þér eruð að reyna að fara í kringum mig ungi maður, en það er ekki vert. Þey!” Það var barið á útidyrahurðina. Við heyrð- um að hertoginn sagði mjög settlega eins og hans var vandi: “Mér skilst að Chelsford lá- varður sé hér.” “Chelsford lávarður er farinn héðan, yðar náð,” svaraði Grooton. “Og Mr. Hill ?” “Hann hefir verið heima í h'öllinni í allan dag, yðar náð.” Hertoginn virtist hugsa sig um og mælti svo: “Grooton, eg treysti yður til að fá Chels- ford lávarði þetta bréf eins fljótt og auðið er. Eg ætla að ganga svolítið og kem líklegast hérna við á heimleiðinni. Eg vil minna yður á, að þetta bréf á aðeins að afhendast Chelsford Iávarði.” “Vissulega yðar náð.” “Auk þess bið eg yður, Grooton, að gleyma því, að eg kom hér við og skildi þetta bréT eftir.” “Það er svo sem sjálfsagt, yðar náð,” svaraði Grooton. Hertoginn kveikti á eldspýtu og stuttu síðar sáum við hann ganga eftir hamrabrún- inni og reykja vindling; hann hafði hendurnar fyrir aftan bakið og var prúðbúinn og snyrti- legur að vanda. Hann gekk eins og maður, sem ætlar sér að fá þannig góða matarlyst áður en hann snæðir miðdegisverðinn. Hann var varla# h'orfinn og Chelsford lávarður kominn af stað ofan til að fá bréfið sitt, þegar eg sá mér til hinnar mestu gleði, að Lady Angela kom fram úr skóginum og gekk hratt yfir flötina heim að húsinu. Hárið hennar fauk í vindinum eins og hún hefði hlaupið, en enginn vottur roða var í vöngum hennar. Augu hennar voru eins og í hræddu barni. Chelsford lávarður fór sjálfur ofan til að bjóða henni inn. “Hvað er þetta, Angela,” sagði hann. “Það er eins og þú hafir séð draug. Gengur nokkuð að?” “Eg er svo hrædd um það,” svaraði hún. “Hefirðu séð föður minn?” Því? ’ spurði hann og handlék bréfið, sem Grooton hafði fengið honum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.