Heimskringla - 03.04.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.04.1940, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows QuaUty That ls Why She Selects “CANADA BREAl)” ‘‘The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOB— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 3. APRÍL 1940 NÚMER27. HELZTU FRÉTTIR Eiríks saga járnhryggs 1 júní eða júlí? Blaðið Winnipeg Free Press er þeirrar skoðunar, að Bracken- stjórnin efni til kosninga á þessu ári. Og það gengur svo langt, að geta þess til, að þær verði í júní- eða júlímánuði. Hinn aldni formaður blaðsins Dr. Dafoe, er svo heima hjá 3ér í stjórnarhöllinni, að hann ætti að vita hvað klukkan þar slær. Úrslit sambandskosninganna freista óefað Brackens. Flokkur hans var í minnihluta eftir síð- ustu kosningar og mangaði bá til við og giftist þjóðeyr- isflokkinum til þess að halda völdum. Eru það ein hin kám- ugustu pólitísk hrossakaup, sem hér hafa átt sér stað. Og þar sem þjóðeyrissinnar fóru hina verstu útreið í sambandskosn- ingunum síðustu, (þeir töpuðu fjórir tryggingarfé sínu), er ttiinni styrks að vænta úr þeirri átt hér eftir. Það er ekki svo að skij’ja, að nauðsynlegt sé fyrir fylkisstjómina, að hafa kosningar fyr en árið 1941, en hún má sjáanlega engu tækifæri sleppa, sem upp í hendurnar kemur. Styrkleikur flokkanna á Mani- toba-þinginu, er sem hár segir: stjórnarflokksm. 23; íhalds- uienn 15; C. C. F. 6; þjóðeyrisfl. óháðir 4; kommúnisti 1 og «>tt óskipað sæti. Á þinginu hefir Hon. W. D. ^ajor, dómsmálaráðherra, bor- upp tillögu um breytingar á kosningalögunum, aðallega við- komandi atkvæðagreiðslu her- ^uanna í Evrópu. Þykir það stað- testa fregnina um að kosningum eigi ekki að fresta til næsta árs. Nazistar segja Bandaríkin ^afa róið undir stríð Blöð Nazista-stjórnarinnar í Derlín brugðu Bandaríkjunum um það, að hafa róið undir að stríðið hófst og að þau beri sem aðrir ábyrgð á því. Llöðin styðja mál sitt með bvL að í skjölum utanríkismála- áeildar stjórnarinnar í Póllandi, hafi fundist bréf, frá sendiherr- um Frakka og Bandaríkjanna i ■^óllandi, er beri vitni um þetta. Sendiherra Frakka, William Bullitt og Joseph P. Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna, er brugðið um það, að hafa gert a^t sem í þeirra valdi stóð til að k°ma í veg fyrir friðsamlega ®amninga milli Þýzkalands og "óllands. Dullitt, segir Hamburger vemdenblatt, eitt áhrifamesta j ia® nazista, að hafi hvatt Pól- ar*d til að gerast sambandsland ,1 rakklands og Bretlands, og Uann hefði ennfremur fengið eUnedy til að sækja málið í hglandi við Chamberlain stjórnina. Dlað þetta dregur athygli að ’ aÖ kosningar séu fyrir dyr- , ^ Bandaríkjunum og frétt essr muni Rooseýelt ekkert ^eðiefni. s ?*ar stökk nú kötturinn upp úr ^ hnum. Nazistum er illa við þ ^hríkismálastefnu Roosevelts. Ver a htur því út fyrir að geta m kosningasprengja og ekk- fihnað. tro ^ • nazrstar segjast hafa ski”iP^. ^ hendinni. Sextán Sa °. Seu í höndum þeirra er hafj11 ^e^a- Dg það sem birt sé o1?.rið €r5a sa£t um hau skjöl, ekkj líluihaldi uema svipur hjá sjón, af þeirra. Báðir sendiherrarnir þver- ■neita, að nokkur skjöl hafi í fór- i um Póllands verið, er snerti stríðið. Um það hafi þeir engin bréfaskifti átt við stjórn Pól- lands. Sendiherra Bandaríkjanna er brugðið um það í blöðum naz- ista ,að hafa verið í makki við stjórn sína um þetta. En Mr. Hull, ríkisritari, þverneitar að svo sé og leggur engan trúnað á sögu nazista. Bretar efast um að nazistar hafi nokkuð fyrir sér í þessu, þar til þeir sjái heimildirnar og geti rannsakað þær. King stokkar spilin Áður en Ottawa-þingið kemur saman, þykir líklegt, að ein- hverjar breytingar verði á ráðu- neyti King-stjórnarinnar. Fyrir það fyrsta verður sett upp ein ný stjórnardeild. Á hún að sjá um útvegun á öllu er til hersins heyrir. Er ætlað, að yfir hana verði settur Hon. C. D. Howe, sem nú er ráðherra flutninga- mála. Að öðru leyti er verið að íhuga að koma upp sérstakri flugmála-deild. Að skifta her- máladeildinni í þrjár deildir hef- ir og komið til mála svo nýju deildirnar geta orðið þrjár eða fjórar. En jafnvel þó það yrði gert, er hitt talið mögulegt, að einn verði yfirmaður allra þeirra, með sérstökum ráðherra eða aðstoðarráðherra í hverri deild. Þá er talað um að fjölga að- stoðar þingskrifurum úr tveim- ur í fjóra. Munu stærstu stjórn- ardeildirnar eiga að hafa sinn eigin ritara þar. Margt er fleira gott í vonum fyrir góða fylgismenn, en frá því verður ekki til hlítar skýrt að svo stöddu. Reiðir sig á Rússland f ræðu sem Chiang Kai-Shek hélt s. 1. mánudag í Chunkiang, kvað hann þjóð sína ennþá reiða sig á aðstoð frá Sovét Rúss- landi. Hann sagði stefnu stjórn- ar sinnar óbreytta og aðstoðin sem Chunkiang-stórninni væri veitt af erlendum þjóðum, færi vaxandi. Viðskifti vesturlands- ins, sem enn er ósigrað, eru gerð við aðrar þjóðir en Japani. Kínverjar eiga heldur ekki nema að því leyti sem óumflýjanlegt er viðskifti við Japani í þeim héruðum, sem þeir ráða yfir. Manntjón af rigningum og vatnavöxtum í Bandaríkjunum í vikulokin síðustu leysti snjóa með rigningu í Bandaríkj- unum. Hlutust af því manntjón og miklir skaðar. f sex eystri ríkjunum, er sagt að skaðar nemi miljónum dala í eignum og að minsta kosti 14 manns hafi týnt lífi. Mest kveður enn sem komið er að þessu í iðnaðar-héraðinu með- fram Susquehanna-ánni suður af Wilkes Barre, Pa. Biluðu þar stíflugarðar og flæddi áin yfir mikið svæði; um 10,000 manns, varð í svip heimilislaust. Frá Nýja-Englands héruðun- um og vestur í miðríkin með- fram Ohio-ánni, er einnig sagt að nokkrir hafi orðið heimilis- lausir, að uppskera hafi tapast og iðnrekstur tepst. Eftir tveggja daga rigningu og vatnavexti í New York, Pennsylvaníu, Vestur-Virginíu Hann var talinn upp að enni Yfirburða krafta menni Gat ef vildi, á hraustum herðum Hafið Grettis tök. Þriggja maki þótti að striti Þar sem lítið reið á viti, Var í svaðil-sendiferðum Sagður kempa stök. Þegar dugði annar enginn Einu sinni var hann fenginn Milli sveita á baki að bera Byrði er þótti væn. Albúinn til afreks verka Át og kvaddi hetjan sterka, Lagði á stað, en lét þó vera Að lesa ferðabæn. Klofdjúp fönn ei krappann tafði Komið fyr í slíkt hann hafði, Harðfisksvætt á herðum breiðum Haganlega sat. Eitt var þó sem olli kvíða Er á daginn tók að líða, Yrði hríðar höft á leiðum Hafði hann engan mat. Skyggja tók og skall á hríðin Skárri var það bannsett tíðin, Enga vörðu unt að finna Ekkert skjól að fá. Æstist hríð með árás hverri og Califomíu, er nú hættan mest talin meðfram Ohio-ánni við Wheeling, W. Va., og Stauben- ville, O. Vatnið í Ohio-ánni reis þar 38 fet um helgina og bullaði út yfir árbakka víða. í efri héruðum New York rik- is, var mjög mikill vöxtur í ám um helgina, enda var þar mikill snjór fyrir, er leysti með tals- vert mikilli rigningu. En nú hefir vöxtur ánna þar sjatnað nokkuð. í Norður-Californíu, flæddi Sacramento-áin yfir bakkana á þrem stöðum og skemdi um 40,000 ekrur af akuryrkjulandi. Einangraði auk þess bæinn Butte City. Uppskerutap varð þarna taslvert og samgöngur teptar. Samkoma nemenda Laugardagsskólans Næstkomandi laugardag halda kennarar á laugardagsskólanum samkomu með nemendum sínum í Fyrstu lútersku kirkju. Á skemtiskránni eru aðallega börn- in, sem íslenzkunám hafa stund- að á skólanum. Alt fer þar fram á íslenzku. Er samkoman að því leyti nýstárleg, því samkom- ur yngri íslendinga eru sjaldn- ast eða aldrei alíslenzkar. Ætti það að vera þjóðræknum löndum hér sérstakt fagnaðarefni. Sam- koman verðskuldar því, frá því sjónarmiði skoðað, að vera vel sótt. En hún gerir það og vegna þúsund annara ástæða. Laugar- dagsskólastarfið er langmerki- legasta þjóðræknisstarfið, sem hér er með höndum haft. En þó skömm sé frá að segja, hefir al- menningur sint því miklu lakar en ætla mætti. Of fá börn sækja skólann, sem hér er haldið uppi þeim og foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. Það er jag- ast og staglast á því, að Þjóð- ræknisfélagið geri ekki neitt. En svo er þessu áríðandi starfi þess ekki sint, eingöngu vegna áhugaleysis íslenzkra foreldra. Þegar einu sinni er búið að koma börnunum til að sækja skólann, hefir það sýnt sig, að löngun þeirra og áhugi fyrir að læra is- lenzku, hefir ekki skort. Fjöldi íslenzkzra barna veit hér nokkur deili á móðurmáli Eyfirðingar mundu ei verri; Það var í æsku afa minna Alt var meira þá. Nú var ekkert um að gera Ætti hann líf til hús að bera Grafa hlaut hann skrokk í skafli Skjólgóð hlíf er fönn. Gróf í skyndi gryfju stóra Gott mun flestum þykja að tóra, Naga tók af öllu afli Illvíg hungur tönn. Eftir viku úr skafli skreið hann, Skjögraði heim með bagga leið- an, Hann kvaðst nærri hungurmorða Heimtaði sauðaföll. Bóndi mælti: “Fækkar föllum Frádræg reynist Góan öllum En það er í hungri hægt að borða Harðfisk mikla tröll.” Aldrei verð eg Eiríks maki, Ekki er járn í mínu baki, Þekki eg sízt í þrautum sárum Það sem hollast er— Að mér sækir alla daga Eiríks sterka járnhryggs saga Sem að fyr á yngri árum Einhver sagði mér. Kristján Pálsson sínu fyrir það að þau hafa sótt þennan skóla. Og það er það sem kept er að. Án skólans, hefðu fá þeirra kunnað orð í íslenzku. Um árangur skólastarfsins sr því ekki að villast. Þeir sem efast um það, ættu sérstaklega að sækja þessa samkomu. Það hefir stundum verið sagt, að samkoman beri ekkert vitni um þetta. En hvers vegna koma þá ekki börn, sem ekki hafa skólann sótt fram og flytja íslenzkt mál betur en börnin, sem þar stunda nám ? Nei, hér er ekki til neins að vera með firrur. íslenzku kennarar skólans eru hver um sig færir um sitt verk. Og ís- lenzk börn eru heldur ekki þeir sauðir, að ekki sé hægt að kenna þeim íslenzku sem hvað annað. Og að láta þau nú í lok skólatím- ans sjá, að íslenzku-nám þeirra sé okkur kært, með því að koma og hlýða á þau, er það minsta, sem hægt er að gera fyrir þetta málefni. Munið að samkoman er laugardagskvöldið 6. apríl. FJÆR OG NÆR S. Thorvaldson, M.B.E., frá Riverton, kom til bæjarins s. 1. mánudag vestan frá Calgary, úr skemtiferð, en til hennar var honum boðið af Imperial Oil fé- laginu í Canada. Heyrðum vér af ársfundi félagsins er haldinn var snemma á þessu ári, að Mr. Thorvaldson hefði til þessara verðlauna unnið með mikilli sölu á vörum félagsins. Hann var vestra í fjóra daga og heimsótti bróður sinn, dr. Thorberg Thor- valdson í Saskatoon á heimleið- inni. * * * Leikurinn, Piltur og Stúlka, er séra Eyjólfur J. Melan bjó út til að sýna upp úr samnefndri sögu, hefir verið leikinn í River- ton, Árborg og á Gimli undan- farna daga. Hefir aðsókn verið geysi-mikil og hafa Bárður og Guðmundur haldið áhorfendum í góðu skapi. Er nú í ráði að sýna leikinn á Lundar og skal í því efni bent á auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Ennfrem- ur er gsrt ráð fyrir að sýna hann í Winnipeg, þriðjudaginn 16. apríl kl. 8 e. h. Leikurinn nýt- ur mikilla vinsælda að sögn þeirra norðan úr Ný-íslandi, er hann hafa séð. * * * Fundi Kvenfélags Sambands- safnaðar verður frestað frá 9. til 12. apríl, vegna leiksins, sem á að fara að sýna. Fundurinn verður haldinn aé heimili Mrs. Björgvin Stefánsson, 740 Bann-j ing St. * * m Tvær ungar, íslenzkar, efni- legar námsmeyjar, þær ólöf Árnason, dóttir Mr. og Mrs. W. J. Árnason, Gimli, og Thelma Stefánsson, dóttir Mr. og Mrs. Guðna Stefánsson, Lundar, hafa 1 nýlega hlotið verðlaun fyrir framúrskarandi námsframmi- stöðu við Home Makers Course við fylkisbúnaðarskólann. Tutt- ugu 'og fimm nemendum víðsveg- i ar um fylkið var veitt námsskeið ; í þessari nýju kensludeild, er | stofnuð var fyrir sex mánuðum af sambands- og fylkisstjóm- ‘ inni. Mrs. Walter J. Líndal hafði umsjón með námsskeiðinu af hálfu sambandsstjórnar. — Sigrar íslenzku stúlknanna) eru þessir: Miss Árna-I son hlaut $25 verðlaun Hudsons 1 Bay félagsins, fyrir þekkingu á, gildi fæðu, en Miss Stefánsson fær $25 verðlaun veitt af Winni- ' peg Electric félaginu, fyrir þekkingu á hússtjórn og barna- uppeldi. Ennfremur veittist, Miss Stefánsson gullmedalía fyr-' ir að vera efst í sínum bekk, sem veitt var af Bobin Hood Mills. * * * Leikurinn “Piltur og Stúlka”, verður leikinn í samkomusal Sambandskirkjunnar í Winnipeg þriðjudaginn, 16. apríl, kl. 8 e. h. Þessi leikur hefir þegar verið leikinn á þremur stöðum og mætt miklum vinsældum. Þar hafa menn hitt aftur Bárð hinn sparsama og eftirmynd hans og fósturson Guðmund, Gróu, sem fræg hefir orðið fyrir sögur sín- ar og Ingveldi, sem vill verða forlög barna sinna. T>arna hafa menn hitt fyrir gamla kunn- ingja frá dögum æskunnar. Per- sónur skapaðar af ímyndunar- afli vors ágætasta söguskálds. Látið ekki hjá líða, að hitta þær einu sinni ennþá. Sumir leikenda falla svo vel inn í per- sónur sögunnar, að höfundur hennar hefði haft gaman af að sjá þær sjálfur. * * * Gifting S. 1. fimtudag 28. marz, voru Gestur Paulson og Edna Kies- man gefin saman í hjónaband, af séra Philip M. Pétursson að heimili hans í Winnipeg. Brúð- gumin er sonur Gests Paulson bónda á Mikley og Önnu heit- innar Sigurgeirsson konu hans, en brúðurin er af hérlendum ættum og er frá Moosehorn, Manitoba. Bróðii4 brúðgumans, Skúli Paulson, aðstoðaði hann en brúðarmey var Miss Luella Anderson. * * • • Young Icelanders’ Social a Success Even more successful than ex- pected, the Young Icelanders’ Social Evening of Monday, April 1, proved a riot of fun for a large gathering of more than a hundred. Following an unusually brief business meeting, the evening was devoted to dancing, both old-time and modern. Polkas and Schottisches, Finger Polka, Rye Waltz, Minuet, were among dances for which Mrs. S. B. Stefansson played. — Modern music was provided by a Wur- litzer. Noise-makers, bursting bal- loons and excellent refresh- ments created a festive atmos- phere which* many said they would like to see repeated. * * * Til minnis “Ofurefli” leikurinn saminn eftir sögu Einars H. Kvarans er bæði skemtilegur og tilþrifamik- ilL Leikfélag Sambandssafnað- ar sýnir hann dagana 8, 9 og 10 apríl. Leikurinn byrjar stund- víslega kl. 8, svo ráðlegt er að koma snemma. Fimtán manns eru í leiknum og leiksvið prýði- lega gert. * * * Séra Eyjólfur J. Melan frá Riverton og Einar Benjamíns- son frá Geysir komu til bæjar- ins snöggva ferð í gær. * * * Notice The Grand Lodge of Manitoba and N. W. I. O. G. T., will hold its annual session, in the I. O. G. T. Hall, Sargent and McGee Winnipeg, on Mon. and Tues. April 15th and 16th, comm. at 8 p.m. Mon. April 15th 1940. WINNIPEG-FRÉTTIR Konunglega nefndin, sem skipuð var til þess að rannsaka lögreglurekstur þessa bæjar, tekur til starfa n. k. föstudag kl. 10.30 að morgni. Nefndin hefir haft einn eða tvo undir- búningsfundi, en frestað rann- sókninni að öðru leyti. * * * John Queen borgarstjóri skýrði frá því s. 1. mánudag, að bærinn hefði greitt $4,567,000 af skuldum sem í gjalddaga féllu 1. apríl. Bærinn greip til vara- sjóðs síns til þess að gera þetta. Yfir 2þ^ miljón af skuldunum voru í London á Englandi. TIL MINNA ISLENZKU VINA OG STUÐNINGS- MANNA 1 SELKIRK- KJÖRDÆMI Eg þakka innilega öllum vin- um mínum fyrir stuðning við mig í síðustu kosningum. Eg met mikils þá traustsyfirlýsingu er kjósendur Selkirk-kjördæmis vottuðu mér, með því að endur- kjósa mig á þing með slíkum meirihluta, og eg er þakklátur vinum mínum og stuðnings- mönnum í öllum deildum kjör- dæmisins fyrir sameinuð átök þeirra mín vegna. Sérstaklega er eg þakklátur mínum íslenzku vinum og stuðn- ingsmönnum fyrir traust það er þeir bera til mín. Sérhvert ís- lenzkt bygðarlag í kjördæminu öllu, að einu undanskildu, veitti mér stórkostlegan meirihluta og studdi mig af ráði og dáð. Mér er skylt að þakka báðum íslenzku blöðunum fyrir stuðn- ing þeirra í kosningáhríðinni, og eg er sannfærður um, að all- verulegur hluti þess atkvæða- magns er eg hlaut var að þakka hinum vingjarnlegu greinum og ritstjórnargreinum er þau birtu. Eg hefi ávalt reynt að breyta þannig að framkoma mín yrði þjóðflokki mínum til sóma, og eg finn þessvegna til sérstakrar ánægju vegna þess trausts sem þjóðbræður mínir hafa auðsýnt mér. Eg mun gera mér alt far um í framtíðini að verðskulda það traust sem íslenzkir kjós- endur hafa borið til mín. Virðingarfylst, J. T. Thorson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.