Heimskringla - 03.04.1940, Blaðsíða 4
4. SíÐA
HEIMSKRINOLí
WINNIPEG, 3. APRÍL 1940
Heímskrin^la
(StolnuO 1S86)
Kemur út á hverjum miSvikudegi
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
tS3 oo S55 Sargent Avenue, Winnipeo
Talsimie 86 537
VerB blaðslns er $3.00 árgangurlnn borgls'
tyrirfram. Allar borganlr sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
111 vlSsktfta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst
X-nager THE VIKING PRESS LTD
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans'.
EDITOR HEIMSKRINGLA
S53 Sargent Ave., Winnipeg
“Helmskrlngla" ls publlshed
and printed by
THE VIKIVG PRESS LTD.
S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 3. APRÍL 1940
TÍMATRITIÐ
íslendingar eru öllum þjóðum bók-
hneigðari. Hvergi er að tiltölu við fólks-
fjölda meira gefið út af bókum en á ís-
landi. Þetta er ekki óeðlilegt. Þeim má
heita bókhneigðin í blóð borin. Á þjoð-
veldistímunum, eða seint á 11. öld, byrj-
uðu þeir að rita ódauðleg rit um sögu sína
og þjóðlíf. Mátturinn og listin í orðum
og lýsingum þessara frumhöfunda ritaðs
íslenzks máls, hefir læst sig í merg og
bein þjóðarinnar. Til sögualdarinnar glæsi-
legu, sem rithöfundarnir brugðu upp af
þjóðlífiíslendingatilforna, sækja þeir enn
eðliseinkenni sín. í henni hafa þeir laug-
að sál sína; þangað hafa þeir sótt mátt
sinn og styrk andlega og líkamlega. Af
því leiðir, að íslendingar skilja ef til vill
öllum þjóðum betur mátt hins skrifaða
orðs og verðmæti þess fyrir einstakling-
inn og þjóðlífið; eru með öðrum orðum
ein mesta bókmentaþjóð sem uppi er í
heiminum.
Þetta var menningararfurinn sem þeir
fluttu með sér að heiman vestur um haf.
Fé fluttu þeir ekki með sér. Gróðahug-
sjónin hefir ekki. verið þeirra lífsstefna.
Þó þeim hafi flestum farnast hér þolan-
lega eða ekki síður efnalega en öðrum
og einstöku menn hafi komist yfir auð
nokkurn, er það ekki lífsstefna þeirra að
safna auði. Þetta kemur ljóst fram í þvi,
að þeir sem hér hafa komist í efni, hafa
ekki fyr verið orðnir vel sjálfstæðir menu,
en þeir hafa farið að verja nokkru af þvi
fé og tíma sínum til viðhalds íslenzku
félagslífi og verndar íslenzka menningar-
arfinum.
Hér í landi höfðu íslendingar ekki dval-
ið full þrjú ár, er þeir byrjuðu að gefa
út blað. Og það starf hafa þeir aldrei
lagt niður. Erfiðleikunum á því, að láta
þau bera sig efnalega, þarf ekki að lýsa.
En í það hefir ekki verið horft. Og sann-
leikurinn er sá, að um íslenzk samtök og
félagslíf hefði hér trauðla verið að ræða,
án blaða. Þau hafa verið síminn eða sam-
talsþráður íslendinga hér í dreifingunni.
Fyrir tuttugu og einu ári, þegar Þjóð-
ræknisfélagið var stofnað, var strax á
fyrsta ári þess byrjað að gefa út “Tíma-
ritið”, sem hér skal gert að umtalsefni,
til eflingar og útbreiðslu stefnu og skoð-
unum félagsins. Teljum vér engan vafa
á, að án þess hefði skilningur manna á
starfi félagsins ekki verið eins Ijós og
raun er á orðin. Ritið hefir ekki aðeins
túlkað áform og tilgang félagsins, heldtir
hefir það einnig vakið athygli íslendinga
og ást á íslenzka menningar-arfinum, sem
þeir fluttu með sér vestur og lýst hefir
þeim á veginum hér vestra, eins og hann
hefir í margar aldir gert þjóðinni og verið
þeim hin hollasta lífsstefna af því að hún
hefir verið hold af þeirra holdi og blóð af
þeirra blóði. Norræn lífsskoðun eins og
hún hefir verið vernduð á fslandi, er eitl
af merkilegustu viðburðum mannkynsscg-
unnar. Það er mikið vafamál að frelsi,
dáð, dygðir, hreysti, víðsýni eða með öðr-
um orðum alhliða þjóðlífsmenning hafi
nokkurs staðar skotið dýpri rótum, en á
eyjunni norður við fshaf, sem kveðið var
um: “Hún er fögul1, með fanna kögur —
og fjöllin blá”; á eyjunni, þar sem vagga
svo margra Vestur-íslendinga stóð.
f Tímaritinu fyrir árið, 1939, og sem or
hið 21 sem út hefir komið, er úr hlaði riðið
með skáldlegu og kröftugu kvæði eftir
Guttorm J. Guttormsson. “Frá þeim
yngri” heitir fyrsta ritgerðin. Hefir dr.
Stefán Einarsson þar tekið sér fyrir hend-
ur að lýsa íslenzkum sögu- og leikrita-
skáldum, sem fram á ritvöllinn íslenzka
hafa. stigið á síðasta áratug (frá 1928—
1938). Er grein sú góð leiðbeining til
þeirra, er kynnast vilja skáldskap yngri
rithöfunda eða fræðast frekar um þá. Og
það ættu Vestur-íslendingar ekki að van-
rækja. En fyrir hvern og einn hér vestra
er erfitt að fylgjast með öllu því sem ut
kemur heima. Grein þessi er því hin nauð-
synlegasta. Þá eru tvær greinar, efíir
séra Guðmund Árnason; er önnur þeirra
Minningarorð um séra Ragnar heitinn
Kvaran og starfsemi hans í Þjóðræknisfé-
laginu. Hin er um íslenzkar og aðrar út-
lendar bókmentir í Canada. Telur höfund-
ur ekki vafa á því, að eftir íslendinga
birtist hér meira í bundnu og óbundnu
máli, en aðra þjóðflokka. í bók próf.
Kirkconnels: “Canadian Overtones”, seg-
ir höf. vera kvæði, eftir 43 útlend skáld í
Canada. Eru 15 af þeim fslendingar sem
hér eru um 30,000 að tölu, en 17 eftir
úkraina, sem eru 250,000 í landinu. Sænsk
skáld eru þar 5, ungversk 3, norskt 1,
ítalskt 1 og grískt 1. Hann minnir og á
ýmislegt fleira, sem eftirtektarvert er í
þessu efni eins og t. d. að í bæklingi, sem
heitir “New Canadian Letters”, hafi birst
grein um útlenda rithöfunda í Canada, er
sýni nöfn 57 íslenzkra rithöfunda í Can-
ada og Bandaríkjunum og eftir 41 þeiria
hafi birst kvæði. Þessi grein séra G. heíir
ýmsan fleiri eftirtektaverðan fróðleik að
geyma. “íslenzkir vesturfarar með “Nest-
orian” 1882”, heitir og grein eftir dr.
Rögnvald Pétursson, stutt en fröðleg og
eftirtektaverð mynd af einni vesturför-
inni, að minsta kosti.
Þá eru þrjár smásögur í ritinu. Heitir
ein þeirra “Frank North”, eftir J. M.
Bjarnason, ein af þessum heillandi ís-
lenzku æfintýrum, sem hér gerast og höf-
undur segir manna skemtilegast frá. Önn-
ur saga heitir “Salt jarðar”, eftir skáld-
konuna Guðrúnu H. Finnsdóttur. Sagan
fjallar um uppeldi og stríð munaðarlahss
drengs, Kelly Stevens, og eflaust íslenzks,
þrátt fyrir nafnið, sem strjúka verður frá
fóstra sínum til þess að eiga einhvern kost
á að komast til manns. Með sögu þessari
hefir skáldskonan skrifað eina af sínum
afbragðssögum með myndum úr þessu
þjóðlífi, sem einkenna hinar fyrri sögur
hennar. Teljum vér frú Guðrúnu með
skáldverkum sínum hafa numið hér víðara
land í íslenzkum bókmentum, en flesta
aðra, að Stephani G. undanskildum. Innan
um atvik sögunnar er svo mikið af spak-
legum athugunum og sálfræðilegum, að
vér efumst um, að jafnstutta sögu á ís-
lenzku sé nokkurs staðar að finna eins
þrungna að efni. í ritinu teljum vér sög-
una “Salt jarðar” það bezta. Þriðju sög-
una skrifar séra Sigurður ólafsson. Nefnir
hann hana “Leynda strauma” og er af
íslenzkum dreng, er mentunarþrá sinni
fær ékki svaiað á fslandi og fer til Aine-
ríku. Hvernig honum reiðir þar af, er
ekki sagt frá, en maður vonar að drengur-
inn sé einhver þeirra mentamanna ís-
lenzkra er við þekkjum hér vestra, þó
við ekki vitum um það.
Þá eru tvær mjög læsilegar greinar í
ritinu um tvö íslenzk skáld og sýnishorn
af kveðskap þeirra. Er annað skáldið
örn Arnarson, höfundur “Ljóðabréfs til
Vestur-íslendinga”, er birt var í vikublöð-
unum vestra fyrir nokkru. Skrifar dr. R.
Beck um skáldið ög birtir all-mikið af
sýnishornum af skáldskap hans. Þessi
grein er góðra gjalda verð, því hér er um
skáld að ræða, sem vert er að kynnast.
Kvæði hans eru efnisrík og vel hugsuð.
Hefðu landar hér gott af að kynnast þeim.
Hitt skáldið er Valdimar Pálsson, er heima
átti hér vestra (í Foam Lake), en sem nú
er látinn. Skrifar séra Jakob Jónsson um
hann og birtir nokkur sýnishorn af skáld-
skap hans. Bera þau ótvírætt vitni um
hagmælsku Valdimars heitins.
Auk þessa sem þegar er talið, er ritið
prýtt kvæðum eftir Gísla Jónsson (tveim-
ur), Pál S. Pálsson, Þorst. Þ. Þorsteinsson
og Sig. Jónsson frá Helluvaði á fslandí
(Kveðjur til Vestur-fslendinga). Eitt
kvæði á ensku er og í ritinu (Iceland,
eftir J. C. Royle).
Fremst í ritinu eru myndir af dr. Rögn-
valdi Péturssyni og Lord Tweedsmuir,
landstjóra Canada, ásamt bréfi frá land-
stjóranum, er þakkar fyrir félagaskír-
teini sitt. Hann var eins og kunnugt er,
heiðursverndari Þjóðrækinsfélagsins.
Aftast í ritinu er birt fundargerð árs-
þings Þjóðræknisfélagsins 1939.
Núverandi ritstjóri “Tímaritsins”, Gísli
Jónsson, prentsmiðjustjóri, sá um prcf-
arkalestur og niðurröðun efnisins í ritið
í veikindum dr. Rögnvalds Péturssonar.
Hefir hann leyst verk sitt mjög vel af
hendi.
Tímarit Þjóðræknisfélagsins ætti að
komast inn á hvert einasta íslenzkt heim-
ili hér vestra. Það á erindi til hvers
manns af íslenzku bergi brotnu, er 's- j
lenzka tungu getur lesið og sem þjóðerni
sínu ann. Ritið er og mjög læsilegt sem
áður og eigulegt. Eins og kunnugt er, fá
félagar Þjóðræknisfélagsins það endur- i
gjaldslaust. Til utanfélagsmanna er það 1
selt á einn dollar, það fæst hjá Guðmann
Levy, fjármálaritara Þjóðræknisfélagsins,
251 Furby St., Winnipeg.
ATKVÆÐAGREIÐSLAN
Sambandskosningarnar eru um garð
gengnar. Liberal hrafnarnir eru aftur
flognir á hræið. Stjórnin hefir nokkuð
meiri þingmenn en áður, svo úr sigurför
hennar verður ekki lítið gert í því efni.
En þegar til talningu atkvæðanna kemur,
verður ljóst, að auðvelt er að gera ofmikið
úr kosninga-sigrinum. King-stjórnin
hefir sem sé aðeins helming allra atkvæða
eða nákvæmlega sagt 53%. Um 47% af
öllum kjósendum, eða nærri .helmingur,
greiddi atkvæði á móti stjórninni. Ein-
ingin í landinu er nú ekki komin lengra
en þetta, sem King hefir verið að vinna
að. Þjóðstjórnar-sinnar hlutu 33% allra
atkvæða. C. C. F.-flokkurinn um 8%,
þjóðeyrisflokkurinn (Social Credit) 2%,
og allir aðrir ónefndir flokkar 3%. Sam-
kvæmt atkvæðunum, hefði því þjóðstjórn-
ar flokkurinn átt að hafa 81 þingmann,
C. C. F. um 30 o. s. frv. En ltosninga-
frelsið er nú ekki meira en þetta, að at-
kvæði einstaklinganna eru ekki jafnrétt-
há. Því veldur hin fáránlega kjördæma
skipun, sem stjórnir þessa lands hafa lög-
gilt og sniðið til þess, að ná í meirihluta
þingmanna, hvernig sem atkvæði er greitt.
Þegar flokkar eru orðnir eins margir cg
nú er raun á, hér sem annarstaðar, eru
hlutfallskosningar óumflýjanlegar. Lib-
eral-stjórnin hefir upp aftur og aftur setið
við völd, þó ekki hafi haft nema einn
þriðja allra atkvæða. Og við það mega
tveir þriðju þjóðarinnar búa. Víða og þar
á meðal í Fort William, hefði þjóðstjórn-
arsinni unnið, ef öll atkvæði sem á móti
stjórninni voru greidd, hefðu komið til
greina.
Atkvæði greidd í þessum kosningum,
námu 3,726,400 sem er dálítið lægri tala
en við tvær undanfarnar kosningar. Af
þeim hlutu liberalar 1,969,569, þjóðstjórn-
arsinnar 1,223,551, C. C. F* 305,976, N.
D. eða Social Credit 96,337; allir aðrir
flokkar 130,757.
Blöð fjármálamannanna í Austur-Can-
ada fylgdu King vel að málum í þessum
kosningum. Þau vöruðu og við að stjórn-
arkostnaðurinn mætti ekki mikið hækka
úr þessu og ráðið til að halda í við hann,
væri að stjórnin mínkaði útgjöld sín í
þarfir heima fyrir, að sama skapi og
herútgjöldin hækkuðu ef hjá því yrði ekki
komist. Að lítið verði því hafst að í þarfir
þjóðarinnar heima fyrir eftir þessar kosn-
ingar, þarf engan að furða á. King mun
ekki fara að brjóta boðorð James Street-
jarlanna í Montreal og Bay Street-prang-
aranna í Toronto. Dr. Manion var nógu
heimskur að gera það og leggja hlustirn-
ar við kveini alþýðunnar þeim mun meira.
Honum hefir nú komið það í koll, og gott
væri ef almenningi gerði það ekki einnig.
En bjartsýnina viljum vér þó ekki frá
þeim taka, er hana eiga nokkra.
KAPPRÆÐUR UM FRIÐ
OG STRIÐ
Englendingar eru um margt ólíkir öðr-
um mönnm. f höfuðborg þeirra, London,
hafa nokkrir menn tekið sig saman um
það, að hefja kappræður um frið og stríð
í blöðunum. Er H. G. Wells, rithöfundur-
inn mikli, formaður starfsins, en með hon-
um stendur stór nefnd og eru þar á meðal
Sankey lávarður (fyrrum Lord Chancell-
or), Horden lávarður (fyrrum einkalækn-
ir George kon. V.), Sir Norman Angell og
margir fleiri nafntogaðir menn og konur.
Verkamannablaðið, London Daily Herald,
flytur umræðurnar.
Að kappræðurnar snúist um tilgang nú-
verandi stríðs að nokkru og friðar-tilraun-
anna sem gerðar hafa verið frá því er það
hófst, er talið víst.
Nefndin hefir farið fram á það við 300
blaðstjóra í 48 löndum, sem ekki hafa
útilokað alt málfrelsi, að þeir birti þessar
kappræður, er þýddar verða á eins margar
tungur og nauðsynlegt er, ef blöðin fást
til að flytja þær.
Flest eða öll lönd Evróp U, Ol ður-Ame-
ríka, nokkur ríki Suðu ’eríku og í
Asíu, Afríku og Eyjaálfu eru
innifalin í þessum 48 löndum,
sem minst var á.
Um tilganginn segir ekkert
með fréttinni af þessu. Eflaust
er hann sá að reyna að opna
augu almennings fyrir því, að
nútíðarstríð séu þess eðlis, að
niður ættu að leggjast og allar
þjóðir að afvopnast. Hvort sem
nokkuð vinst nú í þessa átt sem
stendur skal ósagt látið. En
það er eitt, sem þetta sýnir
heiminum, og það er að Bretland
er ekki hrætt við að leyfa að
ræða frelsis og velfei^armál
mannkynsins, þó það eigi í
stríði.
MRS. SÓLVEIG CLARA
BLANCHE BENNETT
F. 28. janúar 1897
D. 21. febrúar 1940
“Hún fölnaði, bliknaði fagra rós-
in mín
því frostið var napurt,
hún beygði til foldar hin blíðu
blöðin sín
við banastríð dapurt.
En guð hana í dauðanum hneigði
sér að hjarta,
og himininn leiftraði’ um krón-
una bjarta.
Sof rós mín í ró,
í ró,
í djúpri ró.”
I.
Þessi orð hins íslenzka skálds
túlka á eftirminnilegan hátt
djúpa hrygð yfir því að rósirnar
fögru fölna, en túlkunin er ó-
gleymanleg sökum þess að tónar
lagsins, ekki síður en orðin hafa
oft talað til harmandi hjartna
við hugljúf ástvinarlát; munu
þeir ekki svo fáir er fundið hafa
sefjun harma sinna í orðum og
ómi þessa fagra ljóðs. — Að
hugum syrgjandi foreldra og
annara ástvina hennar, er hér
skal að nokkru getið munu orð
þessa ljóðs ávalt túlka sorgina
er burtför hennar hefir valdið,
en angurblíða sú er yfir lagi og
ljóði hvílir, signir harm hjartna
þeirra, en um leið einnig minn-
ingu hennar, er sefur “1 djúpri
ró.”
Hún var í hópi fegurstu vest-
ur-íslenzkra kvenna, bæði sem
ung mær og fullþroska kona.
Sviptign var henni meðfædd. —
Stilling og skapfesta samfara
sálargöfgi einkendu hana frá
barnæsku og mótaði alla afstöðu
hennar. Hún var snemma sjálf-
stæð í skoðunum og mat fóik
eftir innra gildi þess og hjarta-
lagi, en ekki að ytri mannvirð-
ingum eins og oft á sér stað.
Hún mat mikils vináttu góðra
vina, og var frábærlega trygg-
lynd, en sóttist aldrei eftir hylli
fjöldans, né heldur fór hún
fjöldans leiðir. Hreinleiki hug-
ar hennar var fáum að fullu
kunnur, utan ástvinum hennar
og þeim er eignuðust vináttu
hennar. Samúðar hennar nutu
þeir sem bágt áttu, hún þráði
að leggja græðihendur á öll
mein.
II.
Foreldrar hennar eru Árni
Bjarnarson frá Hrauney, sonur
Björns Bjarnasonar frá Laxa-
mýri og Sigríðar Jónsdóttir, en
uppalinn er hann í Garði 1 Mý-
vatnssveit; og Sólveig Jónsdóttir
Jónssonar frá Skútustöðum við
Mývatn Helgasonar, og Maríu
Gísladóttur Gíslasonar frá
Skörðum í Reykjavík. Móður-
móðir Sólveigar var Guðrún
dóttir séra Jóns Þorsteinssonar
prests í Reykjahlíð, en uppalin
var Sólveig hjái ömmu-systur
sinni Sólveigu, konu Jóns alþing-
ismanns Sigurðssonar á Gaut-
löndum.
Árni og Sólveig fluttu vestur
um haf 1893, þau bjuggu í Sel-
kirk, Man., til ársins 1904, en
fluttu þá til Árdalsbygðar í
Manitoba, námu land og hafa
ávalt síðan búið í Árborg sjálf-
stæðu og góðu 1)01.
Mrs. Bennett var fædd í Sel-
kirk, en fluttist barn að aldri til
Árborgar með foreldrum sínum,
og ólst hér upp, og gekk hér á
skóla. Um nokkur ár starfaði
hún á verzlunarskrifstofu Sveins
kaupmanns Thorvaldsonar í Ár-
borg, en þar var þá einnig á
þeim árum póstafgreiðsla um-
hverfisins, vann hún að þessum
störfum unz hún 23. ágúst 1917,
giftist Mr. Maurice William
Bennett, stöðvarstjóra Canadian
Pacific járnbrautarfélagsins; er
Mr. Bennett Englendingur að
ætterni til. Þau störfuðu í La
Salle, Otterburn og Winnipeg
Beach í Manitoba. Þeim varð
þriggja barna auðið. Arnold
William Maurice var þeirra elzt-
ur, látinn 1929, þá 12 ára. Á lífi
eru: Sólveig Catherine Florence,
námsmey á Wesley College, og
Ivy Clare, heima hjá föður sín-
um. Um nokkurra mánaða bil
hafði Mrs. Bennett kent sjúk-
leika, fór hún loks á Almenna
sjúkrahúsið í Winnipeg og and-
aðist þar, þann 21. febr. um kl.
8 árdegis. Útförin fór fram frá
heimili foreldra hennar og frá
kirkju Árdals safnaðar í Árborg,
þann 23. febr. að viðstöddum
mannfjölda.
Við útförina voru viðstaddir
tveir frændur hinnar látnu, þeir
séra Egill H. Fáfnis, og Mr.
Ragnar H. Ragnar söngkennari.
Séra Egill flutti kveðjuorð og
söng einnig hið ljúfa ljóð “Rós-
in”, en Ragnar frændi hans spil-
aði undir. Sóknarprestur flutti
kveðjuorð á ensku. Söngflokkur
safnaðarins söng “Anthem” og
sálm, og organisti safnaðarins,
spilaði. Djúp sorg og samúð
gerði athöfnina áhrifamikla.
Skilningsrík og styrk stóð
Mrs. Bennett jafnan við hlið eig-
inmanns síns, og var honum at-
hvarf á björtum og dimmum
dögum. Heimilislíf þeirra var
hið ánægjulegasta. Börnum sín-
um var hún sönn og fórnfús
móðir, er lagði mikla .stund á
að undirbúa þau sem bezt undir
ábyrgð lífsins, var mentun
þeirra henni sérstakt áhugamál,
átti hún sinn hluta þar að, msð
gaumgæfni í hinu hversdagslega
starfslífi samfara háttprýði í
öllu heimilislífi.
Samband hennar við foreldra
sína og systir, var fágætt, svo
innilegt og hjartabundið sem
það var. Aldrei mun svo dagur
hafa hjá liðið, öll árin eftir að
hún fór að heiman að móð'r
hennar, mitt í önnum dagsinsí
ekki fyndi tíma til þess að stinga
niður penna til að byrja á, eða
ljúka við bréf til hennar; svo
náið voru sálir þeirra saman
tengdar. Fyrir rúmu ári síðan
hjúkraði hún föður sínum í löng-
um og þungbærum sjúkdómi
hans, með því þreki, þolinmæði
og nærfæmi, er fórnfús ást ein
fær í té látið. Frá fyrstu æíi-
stundu til hinzta æfidags var
hún föður og móður óþrotlegt
gleði og þakklætis tilefni. Maríu
systir sinni var hún ávalt hin
umhyggjusama systir, hinn Ijúfi
og indæli félagi og ráðanautur,
alla æfina út.
III.
“Ei vitkast sá, sem verður aldrei
hryggur,
Hvert vizkubarn á sorgarbrjóst-
um liggur.