Heimskringla - 03.04.1940, Side 6
6. SÍÐA
HEiMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. APRÍL 1940
SVO ERU LOG,
SEM HAFA TOG
XV. Kap.—Áhrif sorgarleiksins.
Báðir Gilders feðgarnir liðu mikið nóttina
eftir þetta og næsta dag. María hafði sagt
þeim frá hefnd sinni gegn gamla Gilder og
hvernig hún hafði notað son hans til að koma
henni fram. Dick hafði fylgst með hinum
heim. Hefði hann farið samkvæmt skipun
konu sinnar, sem vildi ekki að hann yrði þar
eftir til að ganga lengur á eftir henni með
bænir sínar. Síðan hafði hann reynt að ná
fundi hennar, en hú hafði neitað honum um
það. Honum var neitað að ganga að íbúðinni.
Stúlkan svaraði er hann símaði til hennar, og
bréf hans virtust ólesin. Þetta mótlæti, sem
var hið fyrsta sem hann hafði reynt, sýndi
best hvern mann hann hafði að geyma, og fólst
undir hinu unggæðingslega yfirbragði hans. Á
þessum raunatímum kom sálarstyrkur hans í
ljós. Hann fékk að vita að það var áreiðanlegt
að konan, sem hann hafði gifst hafði verið
tugthúsfangi eins og Burke og Demarest höfðu
sagt honum. En þrátt fyrir það, datt honum
ekki í hug að ætla hana seka af glæp þeim,
sem hún upprunalega var ásökuð fyrir og dæmd
í fangelsi fyrir. Hann gat einnig að nokkru
leyti skilið, hvernig ranglætið, sem hún hafði
reynt, hafði eitrað huga hennar.eftir þVí, sem
árin liðu, eins það birtist í ráðum þeim, sem
hann lenti í sem saklaus fórn á altari hefndar-
innar. Hann hirti lítið um það að hún hafði
upp á síðkastið reynt ýmisleg miður heiðarleg
ráð til að ná fé á löglegan hátt. Er hann
rakti þannig málefni hennar í huga sér, þá
fanst honum það vega mjög á móti rangsleitni
hennar, að hún hafði reynt að lifa heiðarlegu
lífi er hún kom út úr fangelsinu, og sú við-
leitni hafði endað í tilraun að fremja sjálfs-
morð. Hann þekti gáfur þessarar konu, sem
hann elskaði svo mjög, og í huga sér fann hann
enga raunverulega galla á ráði hennar. Honum
fanst hún vera fremur knúð af kringurstæðun-
um, og gegn um allar sínar þjáningar, þá hafði
hún varðveitt hina dásamlegu kvenkosti sína,
sem hann dáðist að henni fyrir. í kunnings-
skap þeirra, þótt stuttur væri, hafði hann kynst
sumum kostum hennar, mannúð hennar og and-
legri heilbrigði. Þótt hann væri hrifinn mjög
af fegurð hennar, þá dáðist hann þó ennþá
meira að kostum hennar, sem hann taldi þau
meginatriði, er fegruðust af hinum ytri fríð-
leika er væri merki þeirra.
Þessvegna reyndist Dick henni trúr í þess-
um aðköstum, þar sem veikari ást mundi
hafa liðið algert skipsbrot. Hin innilega ást
hans hvarflaði ekki eitt augnablik. Honum
datt það einu sinni aldrei í hug, að hann gæti
varpað henni frá sér og látið að hinum áköíu
bænum föður síns að gera það, og yfirgefa
hana. Þvert á móti. Aðal takmark hans var
að vinna hana sér til handa, að gleðja hana og
vernda gegn öllu illu, að gæta hennar með á3t
sinni fyrir hverri árás smánar og skaða. Hann
gat ekki trúað því að stúlkan elskaði sig ekki.
Hver svo sem ráðagerð hennar í öndverðu hafði
verið, að nota hann sem meðal til hefndanna og
losa sig svo við hann framvegis, var hann samt
viss um, að hún hafði lært að bera ást í brjósti
til hans. Hann mundi hvernig hún hafði stolist
til að líta á hann með fjólubláu augunum, og
hljómur hinnar silfurskæru raddar hennar,
hafði stundum fengið þann blæ, sem sagði hon-
um að hún elskaði hann, þótt hún kannske
ennþá sem komið væri vissi ekki um það nema
á óljósan hátt.
Þetta var honum til huggunar á þessum
rauna stundum. En samt sem áður leið honum
hræðilega illa. Hann virtist eldast á þessum
sólarhring. Drættir nýrra tilfinninga mörk-
uðust á andlit hans, og einnig komu þar drættir
nýs styrkleika. Unglingurinn dó á þessum
tíma; en maðurinn fæddist, sitaðfastur og
hugaður fyrir ást sína. Faðir hans þjáðist
ásamt honum. Hann var drambsamur maður,
fádæmislega ánægður yfir hinum háa sessi sem
hann skipaði í verzlunar heiminum; dramb-
samur yfir heiðarleika sínum sem verzlunar-
maður, og af forustu sinni í mannfélagsmálum
borgarinnar, en stoltastur af öllu var hann þó
af syni sínum, sem hann elskaði svo heitt. Nú
vofði þessi óhemjulega ógæfa yfir öllu, sem
hann var svo drembinn yfir. Hvert sem hann
sneri sér, og það sem verra var, hún ógnaði því
eina, sem hann elskaði í raun og veru, syni
hans. Flestir feður mundu hafa vaðið upp
með hótunum þegar bænirnar dugðu ekki,
mundu hafa boðið með harðri hendi, munau
hafa ógnað uppreistarseggnum með að gera
hann arflausann. En Edward Gilder gerði ekkert
af þessu, þótt hjarta hans væri sært djúpu sári.
Hann elskaði son sinn of mikið til þess að bæta
ofan á raunir hans með nokkrum ógnunum. En
samt fanst honum að málið væri eigi hólpið i
höndum Dicks. Hann skildi að sonur sinn
elskaði þessa stúlku og furðaði sig ekkert á
því. Hin athugulu augu hans höfðu séð fegurð
Maríu og kunnu að meta hana. Hann gat líka
metið að nokkru leyti hina andlegu yfirburði
hennar og tilfinningar hennar. Djúpt í vitund
hans, þótt hann hefði bælt hana niður, vissi
hann að lifði einkennilega áleitin samúðartil-
finning fyrir stúlkunni, sem hafði leitast við
að hefna sín á honum. Hin hvíldarlausa bar-
átta hennar að markinu, sem hún hafði sett
sér, var honum auðskilin, því að hið sama, þótt
í annari mynd væri, stóð á bak við verzlunar-
heppni hans sjálfs.. Hann vildi ekki láta þessa
hugmynd rísa upp á yfirborð vitundar sinnar,
því að hann vildi ennþá ekki trúa því, að María
Turner hefði verið dæmd saklaus. Hann gat
ekki hugsað um hana öðruvísi en óhemju, sem
hefði veitt son hans í tálsnöru fegurðar sinnar
og yndisleika, til þess að lokum að græða fé á
viðskiftunum.
Þetta kvöld gekk Gilder mæðislega fram
og aftur um gólfið í lesstofunni sinni og hlust-
aði áfjáður eftir því að sonur hans kæmi heim.
Hann hafði verið þetta kvöld heiðursgestur hjá
borgaranefndinni, og hafði talað þar með sín-
um venjulega skýrleika og alvörugefni, þrátt
fyrir vandræðin, s«m að honum sóttu. En nú
voru borgarmálin langt frá hugsun hans, og
aðal áhyggjuefni hans var velferðarmál manns-
lífs eins, lífs sonar hans, sem helst leit út fyrir
að snörur þessarar illu konu ætluðu að eyði-
leggja með öllu. Hann beið bomu Dicks með
eftirvæntingu, því að hann ætlaði að tala við
hann einu sinni enn. Ef það brigðist, ætlaði
hann sér að neyta áhrifa sinna og aðskilja
þau með valdi.
Herbergið sem hann reikaði fram og aftur
um var virðulegt og traustlega gert, hæfilegt
eiganda þess. Það var bæði hátt undir loft og
vítt að veggjum. Skrifborðið sem stóð and-
spænis dyrunum fram í göng var bæði stórt og
viðamikið. Það stóð rétt við gluggann. Var
gluggi sá hár og breiður útskotsgluggi, en
rúður hans voru í blýgerðum. Auk þess var í
herberginu stór arinn, lagður hellum, en í kring
um steininn var útskorinn viður, skrautlegur
mjög. Var listaverk þetta frá útlöndum. Þar
sem bókaskápar huldu ekki veggina voru þeir
þaktir glitofnum tjöldum, slík tjöld héngu einn-
ig fyrir útskotsglugganum í ríkulegum felling-
um. Nú var í herberginu mjúkt og dauft ljós
frá lestrarlampa á borðinu, en engin Ijós' voru
á hinum mikla ljósahjálmi á loftinu á herberg-
inu. Rétt þegar Gilder hafði í gremju sinni
varpað sér niður á legubekk, sem stóð í vegg-
skbti einu, opnaðist útidyra hurðin og Dick kom
inn. Faðir hans stökk upp með gleðiópi.
“Þarna er hann þá loksins kominn!” sagði
hann.
Það var í sannleika Dick og augnabliki
síðar kom hann inn í herbergið og kom strax
til föður síns, sem stóð og beið eftir honum
gagnvart dyrunum.
“Mér þykir það fjarskalega leiðinlegt hvað
eg er seinn, pabbi,” sagði hann hæglátlega.
“Hvar hefir þú verið?” spurði faðir hans
^Jvarlega. En gráu augun hans voru blíðleg
þegar hann horfði á son sinn og hann lagði
hendina alúðleg á öxl sonar síns. “Varstu hjá
þessum kvenmanni ennþá einu sinni?”
Drengurinn var raunalegur, þegar hann
svaraði:
“Nei, faðir minn. Hún vill ekki sjá mig.”
Gamli maðurinn varð þungbúinn á svip.
“Auðvitða ekki!” sagði hann með mikiili
gremju. Hún fékk alt sem hana langaði til að
fá frá þér, nafn mitt.” Hann endurtók orðin
og gretti sig af biðbjóði: “Nafnið mitt!”
Það var tígulegur og nýr blær í rödd Dicks
er hann svaraði rólega: “Það er líka nafnið
mitt, herra minn, eins og þú veist.”
Föður hans skildist þá að þótt þetta mál-
efni væri honum all áríðandi, þá var það samt
þegar á alt var litið ennþá þýðingarmeira fyrir
son hans. Hans atriði væru aðallega af þessum
heimi. En drengsins, sem mestu varðaði, voru
miklu þýðingarmeiri, málefni hjartans; því
hversu -heimskulegt sem það mátti virðast, þá
elskaði drengurinn þessa konu. Já, það var
nafn sonar hans, sem María Turner hafði eign-
ast eins og nafn föður hans. En hvað son hans
snerti hafði hún ekki aðeins náð í nafn hans,
heldur i líf hans. Já, þetta var í raun og veru
æfilöng sorg, sem hún hafði búið honum. Hverj-
ar sem tilfinningar föður hans kunnu að vera,
hlutu titfinningar sonárins að vera ennþá
særðri. Hann hlaut að líða ennþá meira, tapa
meira og gjalda meira af hamingju sinni fyrir
heimsku sína. Gilder horfði á son sinn með
einkennilegri, nýrri virðingu, en hann gat ekki
látið tækifærið líða hjá án þess að mótmæla
og það kröftuglega.
“Diek,” sagði hann og hin mikla rödd hans
skalf af tilfinningunni sem inni fyrir var;
“drengur, þú ert alt sem eg á í heiminum, þú
verður að losna við þennan kvenmann einhvern-
veginn.” Hann stóð þráðbeinn og starði með
skæru, gráu augunum inn í augu sonar síns.
Hið þunglamalega andlit hans var eins og
stirðnað upp af angri, og um grófgerða munn-
inn hans lék angurvært alúðarbros er hann
bætti við í þýðari tón: “Eg á svo mikið skilið
af þér.”
Sonurinn horfði djarflega í augu föður
síns. Svipur hans lýsti virðingu og ást, en
hann lýsti líka nokkru öðru, einhverju sem
gamli maðurinn kannaðist við að hann gæti ekKÍ
ráðið við. Hann talaði alvarlega með ákveðinni |
sannfæringu.
“Hún á líka eitthvað skilið af mér, pabbi.”
En Gilder vildi ekki láta þeirri staðhæfingu
ósvarað. Hin digra rödd hans var þrungin
ávítunarblæ og mótmæla.
“Hvað á hún svo sem skilið frá þér?”
spurði hann fyrirlitlega. “Hún narraði þig
til að giftast sér. Þetta er meira að segja ekki
lögleg gifting, því þetta er ekkert nema gift-
ingarathöfn, og dómstólarnir skoða hana aðeins
sem einn hlutann af hinni raunverulegu gift-
ingu. Sú ástæða að hún veitir þér ekki inn-
göngu í hús sitt, gerir þetta alt léttara. Það
er hægt að koma þessu í kring. Við verðum að
ná þér út úr þessari klípu.”
Hann gekk í áttina til skrofborðsins eins
og hann ætlaði að fá sér sæti, en stansaði þegar
sonur hans .svaraði honum mjög blíðlega, en
samt með þeirri staðfestu, að það lét í eyrum
föðursins eins og dómslúður.
“Eg er ekki viss um að mig langi til að
losna við þetta, faðir minn.”
Þetta var alt sem hann sagði, en þetta
gerði út um það, að nú varð það málefni hjart-
ans en ekki neinna ráðlegginga.
En Gilder sat við sinn keip og reyndi að
sneiða hjá hinum helga reit í tilfinningum son-
ar síns. En hann reyndi að gera hið illa mann-
orð konunnar að aðal atriðinu.
“Þú ætlar þá að halda áfram að vera gift-
ur tugthússfanga!” sagði hann uppvægur.
Reiðisvipur færðist yfir andlit drengsins.
Hann elskaði hana, þrátt fyrir alt, hann virti
hana og dáðist að henni. Að heyra hana kallaða
þetta, kom honum næstum til að missa vald yfir
sjálfum isér, en hann stilti sig. Hann mintist
þess, að maðurinn, sem talaði, elskaði hann;
hann mintist þess einnig, að þetta smánaryrði
var satt, hversu særandi sem það var, hinum
viðkvæmu tilfinningum hans. Hann þagði um
hríð þangað til hann hafði náð jafnvægi í róm
sinn. En orð hans voru hin ákveðnustu mót-
mæli, sem hægt var að mæla, þótt þau stöfuðu
ekki af neinni umhugsun, heldur kæmu eins og
ósjálfrétt frá djúpi hjartans.
“Mér þykir svo vænt um hana.”
Það var alt og sumt. En hin einfalda
hreinskilni orðanna hafði djúp áhrif á huga
föður hans, meiri en nokkur mótmæli hefðu
getað gert. Það varð dálítil þögn. Þegar á alt
var litið hvað var hægt að segja við slíkri
trygð?
Er Gilder tók til máls var rödd hans hálf
kæfð og dálítið rám.
“Nú þegar þú veist þetta ?” spurði hann.
Það var ekkert hik á svarinu.
“Nú þegar eg veit það,” sagði Dick skýrt.
Alt í einu hélt hann áfram ákafur með full-
komnu trausti til konunnar. “Geturðu ekki séð
það faðir minn? Hún hefir að vissu leyti rétt
fyrir séf, að minsta kosti samkvæmt sínum
skilningi, á eg við. Hún var saklaus. Hún var
saklaus þegar hún var send í fangelsi og henni
finst að heimurinn skuldi sér------”
En gamli maðurinn vildi ekki láta þessari
viðbáru óandmælt. Að segja hana saklausa var
árás á hann sjálfan, því að það hafði verið
hann, sem sendi hana í fangelsið.
“Minstu ekki á sakleysi hennar við mig,”
sagði hann með ógnandi rödd. “Eg hugsa að
næst haldir þú því fram, að úr því að henni
hefir tekist að brjóta engin lög síðan hún kom
úr fangelsinu, þá sé hún ekki sek um neinn
glæp. En eg skal segja þér að glæpur er glæpur
hvort sem lögin hegna honum í hinu .sérstaka
tilfelli eða þau hegna honum ekki.”
Gilder horfði á son sinn hörkulega í eitt
augnablik, bætti svo við í ennþá alvarlegri rómi.
“Það er bara ein leið opin fyrir þig dreng-
ur minn. Þú verður að hætta við þessa stúlku.”
“Eg hefi sagt þér pabbi-----” svaraði hann.
“Eg hlýt að segja þér,” sagði faðir hans og
hélt svo áfram mjög ákveðinn, “ef þú gerir það
ekki, hvað ætlar þú þá að gera, þegar konunni
■ þinni verður varpað inn í lögregluvagn til þess
að fara með hana ofan á lögreglustöðina — því
að það kemur áreiðanlega fyrir? Hinir vitr-
ustu menn gera stundum glappaskot, og ein-
hvern góðan veðurdag gerir hún það líka.”
Dick baðaði út höndunum til þess að neita
því að þetta gæti komið fyrir. Hann var fok-
reiður yfir því, að nokkur skyldi halda að hún
héldi áfram féglæfrum í framtíðinni.
En faðir hans hélt áfram vægðarlaust.
“Þeir munu láta hana standa þar, sem
levnilögreglu þjónarnir geta gengið í kring um
hana með grímur fyrir andlitunum. Myndin
af henni er auðvitað í myndasafninu af glæpa-
mönnunum, en þeir taka nýja mynd. Já og
fingramörkin hennar líka og mæla líkama
hennar.”
Drengurinn var eins og á glóðum undir
þessari ræðu. Konan sem þetta var sagt um,
var honum hjarfólgin. Það var guðlast að
'hugsa um hana í þessu ástandi, undirorpna
slíkri niðurlægingu. En samt höfðu þessi orð
hinn sárbeitta brodd sannleikans. Hann fölnaði
og rétti hendina biðjandi til föður síns.
“Faðir!”
“Þannig munu þeir fara með konuna þína,”
hélt Gilder áfram hörkulega, “með konuna sem
ber þitt nafn og mitt.” Hann þagnaði svolitla
stund og stóð teinréttur og ógnandi, en spurði
.svo með nöprum rómi: “Hvað ætlarðu þá að
gera?”
Dick gekk fast upp að föður sínum og
mælti með miklum sannfæringarkrafti:
“Það kemur aldrei fyrir. Hún verður heið-
arleg, pabbi, eg veit það. Þú vissir það líka, ef
þú bara þektir hana eins vel og eg geri.”
Gilder lagði hendina aftur blíðlega á öxl
sonar síns. Rödd hans var óvenjulega mild er
hann tók til máls.
“Taktu sönsum drengur,” sagði hann blíð-
lega. “Vertu skynsamur!”
Dick hneig niður á legubekkinn og svaraði
þýðlega. Hann sá ekkert er hann hugsaði um
konuna sem hann elskaði.
“Heyrðu pabbi, hún er ung. Hún er eins
og barn í mörgum atriðum. Hún elskar gras-
ið, trén og blómin alt sem er einfalt og raun-
verulegt. Og hjartagæska hennar------” Rödd
hans var lág og blíð. “Hún er sú hjartabesta
! manneskja, sem eg hefi nokkru sinni þekt. Hún
er full af miskunnsemi og meðaumkun. Eg
hefi séð hana grípa upp barn, sem datt á stræt-
inu og hugga það á svo móðurlegan hátt að —
enginn gat hafa gert það eins vel og hún gerði
- það nema að sál hennar væri hrein.”
Faðir hans var þögull og hálfhræddur.
Hvaða mótmæli dugðu nú ?
Hann mælti hranalega í örvæntingu sinni.
“Veistu hvað þú ert að gera? Eyðilegðu
ekki framtíð þína alveg, Dick, rétt þegar æfi
þín er að byrja. Æ, eg sárbæni þig drengur.
Hættu að hugsa um þessa stúlku og byrjaðu á
nýjan leik.”
Svarið var einfalt og lauk öllum frekari
þrætum.
“Faðir,” sagði Dick þýðlega, “eg get það
ekki.”
Þeir þögðu nú báðir um stund. Glldcr
horfði á son sinn, sem hafði neitað bæn hans
hreinskilnislega vegna þess að hjarta hans
bauð honum að gera það. Sonur hans sat þar
hreyfingarlaus og horfði óskelfdur í andlit föð-
ur síns. Augnatillit beggja bar vott um mikla-
ást.
“Þú ert alt ,sem eg á drengur minn,” sagði
gamli maðurinn að síðustu og nú var digra
röddin hans ekkert nema ástúðlegt hvísl.
Já, pabbi,” svaraði hinn í sama tón vegna
þess að það er örðugt að bera fram sönn til-
finningamál eins og hér stóð á. “Ef eg gæti
forðast þetta, vildi eg ekki særa þig fyrir
neitt í heiminum. Mér þykir þetta sárt, pabbi
— fjarskalega sárt——” Hann hikaði sig en
sagði svo hátt og skýrt og rödd hans bar vott
um viðurkenninguna á þeim einstæðingsskap,
sem er bölvun og kóróna tilverunnar í senn:
“En,” bætti 'hann við, “eg verð að berjast
þessari baráttu sjálfur og á minn eigin hátt. . .
Og eg ætla að gera það!”
XVI. Kap.—Burke leggur ráðin á.
Yfirþjónninn kom inn.
“Maður er kominn, sem langar til að sjá
yður, herra minn,” sagði hann.
Gilder bandaði óþolinmæðislega með hend-
inni, er hann lét fallast ofan í stólinn við skrif-
borðið.
“Eg get ekki séð neinn í kvöld Tómá3,”
sagði hann hranalega.
“En hann segir að þetta sé mjög áríðandi,”
svaraði þjónninn og rétti húsbónda sínum bakk-
ann með nafnspjaldi gestsins.
Húsbóndi hans tók við því með seimingi,
og er hann kom auga á nafnið, sem á því stóð,
breyttist svipur hans lítið eitt.
Jæja þá,” sagði hann, “láttu hann koma
hingað upp. Augu hans litu í augu sonar hans,
sem horfðu á hann spyrjandi.
Það er hann Burke”, sagði hann eins og
til skýringar.
“En hvað í ósköpunum skyldi hann vilja
hingað og um þetta leiti kvelds?” hrópaði Dick.
Faðir hans brosti 'hörkulega.
“Það er réttast fyrir þig að venja þig við
heimsóknir lögreglunnar úr því sem komið er.”
Það var eitthvað átakanlegt við þessa tilraun
hans að spauga, og rétt í þeim svifum kom
Burke inspektor inn í herbergið.
ó, svo þér eruð hér líka,” sagði hann, er
hann kom auga á Dick. “Það er gott, því að
mig langaði til að sjá yður líka.”