Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1940 MÁL OG MENNING Fyrir nokkrum vikum barst mér fyrsta hefti hins nýja Tíma- rits Máls og menningar. í for- mála kveðst það vera “í raun- inni nýtt málgagn með breytt- um og víðtækari tilgangi en hið eldra með sama nafni. Kemur það í stað litla tímaritsins og Rauðra penna í senn og mun flytja sögur, kvæði, ritdóma og greinar um hverskonar menn- ingar- og þjóðfélagsmál. Tíma- ritinu er ætlað að koma út þrisvar á ári, alls 15 arkir á stærð.” Um stefnu tímaritsins hefir formálinn ennfremur þetta að segja: “Hún verður hin sama og Mál og menning hefir markað með útgáfustarfsemi sinni og útgáfufyrirætlunum á undan- förnum árum. Bækur eins og Vatnajökull, Andvökur, Verk Jóhanns Sigurjónssonar og Arf- ur íslendinga, tala skýru máli um menningarviðhorf félagsins sem gefur þær út og kemur þeim inn á fjórða hvert heimili á ís- landi. Ritið er ekki, fremur en bókmentafélagið sjálft gert út af neinum stjórnmálaflokki og hefir ekki neina flokkspólitízka hagsmuni. Tímaritið mun láta sig kjör íslenzkrar alþýðu miklu skifta . . . af rótum hennar hafa sprottið þeir meiðir, sem iræst hefir borið í íslenzku þjóðlífi fyr og síðar.” Fyrir þrem árum (17. júní 1937) sendi bókmentafélagið Mál og menning út fyrsta boðs bréf sitt. Tilgangur þess var að gefa fátækri íslenzkri alþýðu kost á góðum bókum við kleifu verði. Það kom brátt í ljós, að félagið bætti úr brýnni þörf Stofnendur vonuðu að hafa náð 3000 manna í félagið eftir tvö ár. Þeir fengu 5000 félaga. Það sýndi sig að íslenzk alþýða var eins bókelsk og áður þegar henni var boðinn góður bókakostur á verði sem hún gat ráðið við. Með þessu hafði félagið stigið stórt spor til að leysa vandamál það sem valdið hafði mörgum bestu mönnum þjóðarinnar áhyggju: vandann að útvega alþýðu næg' an bókakost. Eins og menn kunna að muna var það vanda- málið sem vakti fyrir Sigurði Nordal er hann reit grein sína “Þýðingar” nú fyrir meir en tuttugu árum. Hið sama vanda mál vakti fyrir Kristjáni A1 bertsyni er hann bar fram til lögu sína um ríkisforlag. Þeirri tillögu var misjafnlega tekið, bókakaupmenn töldu það lítinn gróðaveg ríkinu, aðrir bentu á þann mikilvæga sannleik að rík' isforlag mundi tæplega sleppa við pólitísk áhrif, sem ekki myndu ávalt verða til bóta. Hug- myndin dó samt ekki, heldur komst í framkvæmd með nokkr um hætti þegar Menningarsjóð- ur tók til starfa. Menningar- sjóði eiga íslendingar margar góðar bækur að þakka, en þó rættist að nokkru leyfi á honum hrakspá kaupmannanna. Bæk- urnar seldust misjafnt, og fé gekk til þurðar, en framkvæmd- ir lágu í dái. Þannig var á- standið þegar Mál og menning tók til starfa. Grundvöllur Menningarsjóðs voru gteepir þjóðfélagsins, fjár- magn hans sektarfé. Það getur verið hjátrú, sem talar úr spak- mælinu: illur fengur illa for- gengur, en hinu verður ekki bor- ið í mót að góð afkoma Menn- ingarsjóðs var vafasamt menn- ingarmerki. Grundvöllur Máls og menningar var og er miklu tryggari. Það er hinn tryggi grundvöllur samvinnufélaganna, og það er sá grundvöllur, sem hin fyrri bókmentafélög hafa staðið á, Bókmentafélagið síðan 1826, Þjóðvinafélagið síðan 1874. Samt á nú félagið í vök að verjast og liggja til þess þessar orsakir. f fyrra sumar var reitum Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins ruglað saman í þeim vændum að stofna nýtt og sterkt bókmentafélag með svip- uðu sniði og beint eftir fyrir- mynd Máls og menningar. Bak við þetta stóð hin nýja þjóð- stjórn með ráðum og fjárfram- lögum. Þetta hefði nú í sjálfu sér verið ágætt ef ekki hefði um leið verið hafin hörð og heldur ó- prúð árás á Mál og menningu. Árásin var á því bygð, að kom- múnistar stæðu að baki Máli og menningu. En þetta var ekki nema hálfur sannleikur. Satt var að vísu að aðalmennirnir í stjórn bókmentafélagsins voru vinstri flokks menn í skoðunum, hvað sem um flokksmark þeirra má segja. En hitt er jafnsatt að félagsmenn eru menn úr öll- um flokkum. Og þá er hitt ekki síður satt að bækur félagsins hafa alls ekki verið einskorðað- ar við skoðanaboðun sameignar- manna þó hún hafi kannske flot- ið með í sumum bókunum, eink- um tímaritinu Rauðum pennum, og einkum í fyrstu árgöngum bókanna. Þó gaf félagið strax á fyrsta ári út fræðibókina Vatnajökul og markaði þannig stefnu í alþýðlega átt, sem síðan hefir magnast eins og eðlilegt er, fyrir kröfur félagsmanna. Því það er síður en svo að stjórnin ráði öllu í félagi þessu. Hún leggur eyrun við óskum fé- lagsmanna og þær óskir kalla mjög hátt á almennar fræðibæk- ur í mannkynssögu, alfræðiorða- bók, o. s. frv. Þetta eru f jarlæg mið félagsins. En það hefir sannarlega orkað miklu góðu á ekki lengra tíma. Má þar í fremstu röð minna á verk Steph- ans G. Stephanssonar. Vestur- íslendingar *ættu að muna og þakka félaginu fyrir hið ágæta úrval úr Andvökum sem það gaf út í fyrra með hinni merku grein Sigurðar Nordals að inn- gangi. Það leikur varla á tveim tungum að Sigurður Nordal sé bezti ritskýrandi íslenzkur nú- lifandi, enda ber þessi grein hans um Stephan þess menjar. Hvar er kommúnismi í þessari bók? Því má svara, að St. G. St. hefði verið vinstriflokks maður á sinni tíð, og það er satt. En hann hefir verið dauð- ur og grafinn síðan 1927 svo hann er eflaust ekki lengur lættulegur. En Mál og menn- ing hefir í hinu nýja tímariti grein um kapitalistann Einar ^3enediktsson, ritaða af fram- sóknarmanni Jónasi Þorbergs- syni, prýðilega ritaða grein. Hér er engum kommúnisma til að dreifa, heldur hreinni þjóð- rækni. Og ef satt skal segja þá er Mál og menning eitthvert hið ijóðræknasta bókmentafélag sem við höfum nokkru sinni átt. Til dæmis má nefna að á næstu árum ætlar það að gefa út rit Jóhanns Sigurjónssonar með inngangi eftir Gunnar Gunnars- son félaga hans og vin. Og enn hefir það í hyggju að gefa út öll rit Gunnars Gunnarssonar í ís- lenzkum þýðingum og má ekki vansalaust kalla, hve lengi það hefir dregist að gefa íslenzkri al- þýðu kost á að lesa þessi rit, sem borið hafa frægð Gunnars víða um Evrópu og jafnvel alla leið til Ameríku, þótt hinn enski bókmentaheimur sé lítið greið- ari inngöngu utanveltu besefum en hið fræga nálarauga var úlf- aldanum forðum. Þó ber ekkert fyrirtæki fé- lagsins jafn sterklega vitni um þjóðrækni þess eins og hinn fyr- irhugaði Árfur fslendinga. Hér er um að itæða verk í mörgum bindum um land og þjóð skrifað af sérfræðingum undir hand- leiðslu Sigurðar Nordals. Mér er kunnugt um það hve lengi drögin að þessu verki hafa legið og þróast í huga Nordals. Hann var að velta fyrir sér efninu fyrir tuttugu árum, þegar eg var stúdent í Háskólanum hjá honum. Það var og uppistaðan í fyrirlestrum þeim er hann hélt við Harvard Háskóla, er honum var boðið þangað sem Charles Eliot Norton Professor of Poetry. En nú fyrst hefir tæki- færið til að skrifa bókina í stór- um stíl, efninu samboðnu, bor ist upp í hendur hans með til- bóði Máls og menningar„ Nú skyldu menn ætla að allir ment- aðir fslendingar tækju þessu með fögnuði. En svo var ekki. öll stjórnarblöðin í fyrra sum- ar, með Tímann í broddi fylking- ar voru á einu máli um það að það ætti ekki að líðast að þessi bók kæmi út, af því að kommún- istar stæðu á bak við útgáfuna. Þessi frammistaða færir mönnum óskemtilega heim sann- inn um það hvers vænta má af óhindruðum yfirráðum ríkisins yfir bókaútgáfu þjóðarinnar. Því miður munu stjórnarflokk- arnir ekki hafa látið sitja við orðin tóm til að hindra fram- kviæmdir Máls og menningar, enda hægðarleikur fyrir óvin- veitt ríkisvald á þessum erfiðu tímum að leggja hvern steininn eftir annan í götu félagsins. Það væri óskandi að Vestur- íslendingar sæju sér fært að styrkja félagið með rífum fjár- framlögum einkum til Arfs fs- lendinga. Ef hægt væri að safna 100—200 áskrifendum, ing á félagatölu vestan hafsins. En hvað sem aðferðinni líður þá mega íslendingar hvar sem er ekki gleyma því að það er þeim hið mesta metnaðarmál að Arf- ur fslendinga komi út. Stefán Einarsson The Johns Hopkins University, Baltimore, Md. ARFUR ISLENDINGA I. Þegar formaður Máls og menningar, mag. art. Kristinn E. Andrésson, fór þess á leit við mig, að hafa umsjón með útgáfu ritverks þess, sem hann hefir skýrt frá hér að framan, og semja nokkurn hluta þess, fanst mér vandi vel boðnu að neita. Eg hef lengi hugsað um og viðað að mér efni í bók, er rekjá skyldi aðalþætti íslenzkrar sögu og menningar frá svipuðu sjónar- miði og gert er ráð fyrir í þessu verki, og af því að Kristni var nokkuð kunnugt um þetta, mun hann hafa snúið sér til mín. En vitanlega hafði eg hugsað mér þessa bók í smærri stíl, bæði fyrirferðarminni og takmark- aðri að efni, meðan eg ætlaði að semja hana einn míns liðs og taka ekki önnur atriði til með- ferðar en eg væri sjálfur sæmi- lega kunnugur. Það er sannfæring mín, að rit af þessu tagi muni ekki einungis geta verið til fróðleiks og skemtunar, heldur eigi það ann- að og brýnna erindi til þjóð- arinnar, ef svo tekst að gera það úr garði, sem til er ætlast. Þó að þau vegamót, sem þjóðin stendur á í utanríkismálum sín- um 1943, séu ærið tilefni þess að knýja hana til rannsóknar á sjálfri sér og lífsskilyrðum sín- um, stendur hún í mörgum öðr- um efnum, sem í raun og veru munu ráða engu minna um örlög hennar, á hinu mesta breytinga- skeiði. Það má heita, að á síð- asta aldarfjórðungi hafi orðið byltingar í flestum greinum þjóðlífsins, og það lætur rrærri, að þeir menn, sem muna 50 ár aftur í tímann, hafi lifað jafn- miklar breytingar á hugsunar- hætti, atvinnuháttum og þjóð- háttum og áður höfðu gerst frá því á söguöld. Marga hefir sundlað svo við öll þessi um- skifti, að þeir hafa borist með straumnum án þess að vita sitt rjúkandi ráð, en öðrum hefir farið svo, að þeir hafa einblínt á allar framfarirnar og fundist sem j fortíðin engu máli skifta á þess- falla með vilja og skilningi fé- lagsmanna sjálfra. Hér á ís- landi er erfitt að fá opinberan stuðning til bókmentalegra fyr- irtoekja, sem nokkuð kveður að. Það er í mörg horn að líta, verð- ur að gera mörgum úrlausn af litlum forða, og niðurstaðan verður einatt sú, að valdamenn- rinir temja sér að hugsa smátt, hafa bútana marga og nema hvern bút við neglur sér. Auk þess er ekki nægilegt að koma bókum á prent. Það þarf líka að hafa tök á að dreifa þeim, svo að þær komist í hendur þeirra lesenda, sem þær eru ætlaðar. Mál og menning hefir þegar rutt nýja braut í íslenzkri bókaút- gáfu og orðið öðrum til fyrir- myndar. Þetta félag hefir sýnt, hverju hægt er að áorka, ef nógu margir áhugasamir menn taka höndum saman. Mér hefir reynst stjóm félagsins í umræð- unum um þetta nýja útgáfufyr- irtæki bæði víðsýn og stórhuga. Hún hefir eindreginn vilja á að gera það sem myndarlegast úr garði og hefir sýnt mér mikið traust í því, að leyfa mér að ráða öllu, sem eg hef óskað eftir, um efni þess og snið. Eg hygg því hið bezta til samvinnu við hana um framkvæmd þess. II. mmmmmmmmmmmmœmmmmmmtmmmmísm Okkar tillag til inntekta Winnipeg borgar hinnar meiri % Yfir hin síðastliðnu þrjú ár hefir skattareikningur okkar numið $1,743,974. WINNIPEG ELECTRIC C O M P A N Y jMMMMNnii gætu borgað meira eða minna fyrirfram* af þeim $10, sem lík- legt er að bindin fimm verði að kosta, þá v»æri strax komið nokkuð upp í pappírsverðið, sem nú er mest aðkallandi útgjalda- liður félagsins. Best væri að menn sendu fé- laginu tillög sín milliliðalaust til Máls og menningar. Ef einhverj- ir kysu heldur að senda mér til- lög sín er velkomið að eg komi þeim til skila. Loks skal eg benda á eina leið til að afla áskrifenda. Væri ekki tiltækilegt að Þjóðræknis- félagið safnaði áskrifendum meðal félaga sinna gegn því að Mál og menning útvegaði jafn- marga áskrifendur að Tímarit- inu heima ? Eg nefni þetta sem möguleika vegna þess hve lág félagatala Þjóðræknisfélagsins er á íslandi. Eg trúi því varla að úr 5000 félögum Máls og menningar gætu ekki um 100— 200 aukið við sig ársgjaldi Þjóð- ræknisfélagsins ef þeir með því væru vissir um jafn mikla aukn- * T. d. $5 til að byrja með, $2.50 næsta ár og $2.50, þegar alt verkið er út komið. Menn verða að muna, að þetta eru að- eins bráðabirgða tölur, því á þessum óvissu tímum er ekki gott að binda fjármálin fast- mælum. Þess skal og getið að vel væri það þegið ef menn gætu látið meira af mörkum en hér er talið. ari nýju gullöld. En jafnframt þessu hefir 9amt líka komið í ljós, að breytingarnar sjálfar hafa vakið ýmsa til umhugsunar um alt það, sem var að hverfa og umskapast, ekki sízt eftir að nýir erfiðleikar steðjuðu að í kjölfar framfaranna. Það er greinilegt, að áhugi almennings á ýmisskonar sögulegum fræð- um hefir farið vaxandi á síðustu árum og jafnframt því ræktar- semi við þjóðleg verðmæti. Það er því gild ástæða til þess að vona, að hverri þeirri tilraun, sem nú er gerð til þess að hjálpa þjóðinni að átta sig á vanda- málum samtíðarinnar með því að varpa á þau ljósi sögunnar, verði gaumur gefinn af almenn- ingi. Sjálf hugmyndin að slíku yfirlitsriti, sem Arfur fslend- inga á að verða, er tákn og mer&i þess, að nú sé sérstök þörf á því. Eg hef ekki einungis tekist starf mitt að þessu ritverki á hendur fyrir Mál og menningu vegna þess, að hinn framtaks- sami formaður félagsins átti frumkvæðið að því að gera á- ætlun um efni þess, sem mér gazt vel að, heldur líka af þeirri ástæðu, að eg sé ekki annað ís- lenzkt útgáfufyrirtæki, sem hafi jafngóð skilyrði til þess að gera slíkt rit rausnarlega úr garði og koma því í hendur mjög margra áhugasamra lesenda. Einkan- lega tel eg það mikils vert, að þessi fyrirætlun mun standa eða Hitt er annað mál, að eg er þess mjög ófús að fara nú mörg- um orðum um, hvernig verkið eigi að verða og muni verða í einstökum atriðum. Eg hefði helzt viljað fá að vinna að því í kyrþey, þurfa engu að lofa fyrir fram, heldur láta það sýna sig og tala sínu máli, þegar því væri lokið. Það liggur líka í hlutar- ins eðli, að enn getur ekki verið gengið frá áætluninni til fullrar hlítar, þar sem aðeins eru liðnar fáar vikur síðan hugmyndina bar fyrst á góma. Bæði efnis- val og efnisskipun verður að í- huga betur og einkum í sam- vinnu við þá vísindamenn og rit- höfunda, sem munu taka þátt í samningu ritsins. Það er því einungis hægt að skýra frá aðal- dráttum á þessu stigi málsins. En eg hef orðið að beygja mig fyrir þeirri nauðsyn, sem á því er, að félögum Máls fog menningar sé nú þegar skýrt frá þessum aðaldráttum, svo að þeir geti áttað sig á því, hvort þeir vilja styðja að því, að verkið sé unnið, eða ekki. Framkvæmd þessa fyrirtækis er undir því komin, hvort félagsmenn fallast á þá frumlegu og búmannlegu hugmynd Kristins E. Andrés- sonar, að byrja þegar á þessu ári að safna í sjóð til þess að geta á sínum tíma klofið hinn mikla útgáfukostnað. Stjórn Máls og menningar getur ekki gert þær ráðstafanir um undir- búning verksins, sem nauðsyn- legur er, ef það á að verða til- búið í tæka tíð og vel úr garði gert, nema hún hafi vissu um stuðning félagsmanna. Og fé- lagsmönnum er það sjálfum fyr- ir beztu að fá að borga verkið, þó að ódýrt sé, smám saman, svo að þeir finni sem minst til hverrar greiðslu. Af þessum ástæðum tel eg það rétt að skýra nokkuð frá grund- vallaratriðunum í áætluninni um verkið, eins og formaður félags ins hefir beðið mig um. En eg mun bæði vegna félagsmanna og engu síður vegna sjálfs mín og annara þeirra, sem framkvæmd- imar eiga að annast, reyna að lofa ekki meiru en því, sem fyrlstú vonir eru um, ð efna megi. Að sjálfsögðu fá félags- menn síðan nánari fregnir af ýmsu, sem enn er óráðstafað, og þeim breytingum, sem á þessari fyrstu áætlun kunna að verða. III. Aðalheiti verksins, Arfur fs- lendinga, bendir nógu skýrlega á efni þess og sjónarmið. Hvað eiga íslendingar nú á dögum, í föstu og lausu, í menningarleg- um verðnvætum ? Hvaða arf hef- ir saga þeirra skilið þeim eftir, hvert bendir hún þeim? Hvern- ig geta þeir gert sér sem ljós- asta grein fyrir því á þessum breytingatímum, úr hverju þeir hafa að spila og við hvað þeir eiga að etja? Við höfum fyrst og fremst erft landið, og um það mun fyrsta bindi ritsins, fsland fjalla. Saga, tilvera og framtíð hverrar þjóðar eru mjög háðar þeim lífs- skilyrðum, sem landið býr henni. i En sú lýsing fslands, sem hér er tilætlunin að rita, verður með nokkuð sérstöku sniði, Aðal- þættirnir verða þessir: 1. Myndunarsaga landsins, samin á þann hátt, að hún geti opnað augu manna fyrir ýmsu því, sem þeim hættir við að ganga blindandi fram hjá: hvernig lesa megi æfintýri jarð- fræðinnar, tröllauknar bylting- ar, hægfara breytingar, starf eyðandi og græðandi afla, út úr athugun umhverfisins. Þar mun líka verða stuttlega skýrt frá þeim rannsóknum, sem gerð- ar hafa verið á náttúru landsins, og hver óunnin verkefni bíða framtíðarinnar á því sviði. 2. Landið sem heimkynni þjóðarinnar ,hvernig það tók við henni og hefir búið að henni. Auðlindir þess frá fjöllum til fiskimiða, ógnir þess og hættur, fegurð þess og tign. 3. Hvernig þjóðin hefir sett mót sitt á landið, hagnýtt sér gæði þess og varið sig gegn erf- iðleikum þess. Hér mun verða sagt frá ræktun og landbúnaði fyrr og nú, húsagerð, vegum og brúum, sögustöðum og minjum þeirra, bygðarsögu í aðaldrátt- um, veiðiskap og sjávarútvegi, sömuleiðis frá landsspjöllum af mannavöldum, eyðingu skóg- anna og uppblástri landsins sem afleiðingu hennar. 4. Loks mun verða vikið að þeim kostum lands og sjávar, sem enn eru ónotaðir eða lítt notaðir, þeim lífsskilyrðum, sem landið getur búið þjóðinni, ef rétt er á haldið, og þeim skyld- um, sem þjóðin hefir gagnvart niðjum sínum, að bæta landið fremur en spilla því. Fyrir lausafjáreign þjóðar- innar er auðveldast að gera grein með stuttu yfirliti um hag- sögu hennar á liðnum öldum og samanburði við nútímann. Þar sem flest, er þetta efni snertir nú á dögum, er alkunnugt, verð- ur það einkanlega sett fram með hagfr'æðilegum skýrslum og línuritum og reynt að fá alt sem sannast og óhlutdrægast. Þetta yfirlit mun að líkindum koma meðal viðaukanna í V. bindi verksins. Öðru og þriðja bindinu hefir, að minsta kosti í bráðina, verið valið heitið: fslenzkar minjar, en minjar (eða menjar) getur þýtt alt í senn, ummerki eftir verk eða atburði, gersemar og erfðagripir eða vingjafir (minjagripir, sem eru ekki eða verða metnar til fjár. Hér er orðið látið tákna ýmiss konar menningarverðmæti, frá eldri oS nýrri tímum, sem enn standa og líklega er að lengi muni standa í gildi. Efni þau, sem tekin verða til umræðu í þessum bindum, eru enn ekki fyllilega ákveðin, og mikið er undir því komið, hversu vel tekst að fá hina hæfustu menn á hverju sviði til þess að fjalla um þau. Munu þeir líka vitanlega ráða talsverðu um, hver efni verða tekin til með- ferðar. Hér er tilætlunin að leita aðstoðar margra manna, og ættu þessi bindi því um leið að vera nokkurt sýnishorn þess, hvernig nú er bezt ritað á ís- landi. Það liggur í augum uppi, að bókmentirnar munu skipa hér mest rúm, því að á því sviði hafa íslendingar unnið þau afrek, sem lengst munu várðveitast og mest eru metin. Samt verð- ur þetta engin bókmentasaga (nokkurt yfirlit um þróunarsögu íslenzkra bókmenta kemur í IV. og V. bindi), heldur verður

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.