Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.06.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. JÚNí 1940 HEIMSKRINGLA 6. SíÐA BJÖRN Á REYÐARFELLI Eftir Jón Magnússon II. Eg hefi valið úr bókinni nokkrar ljóðlínur hér og þar, til þess að sýna hvemig höfundur- inn hefir farið nieð efnið og hversu hagorður og hugsjóna- ríkur hann er. f byrjun sögunn- ar er óbeinlínis borin saman æfi sýslumannssonarins sem alt líf- ið brosti við, og æfi stúlkunnar, sem ekkert hafði þekt nema þrældóm og allsleysi. Skáldið lætur hann horfa í huganum á ókomna tíma og segir: “Hann lifði margan dýrðardag í dýrðarljóma þeim, er Kaupmannahafnar kandidat hann kæmi aftur heim.” En um hana segir skáldið til samanburðar: “Hún ólst við hrakning upp á sveit við eftirtalinn sult. Um föðurinn var líkum leitt, það læddist hljótt og dult. En móður, sem var mædd og þreytt, hún misti frá sér ung, og gangan um hinn grýtta stig var grátnu barni þung.” Skáldið segir ekki: “Eftirtal- inn mat”, heldúr “eftirtalinn sult”. Það er snildarlega að orði komist og segir heila sögu. Þá ferst höfundinum vel að lýsa kjaftæðinu og söguburðin- um þegar það kvisast að sýslu- mannssonurinn sé í ástum við vinnukonuna: “En orðrómur sem ormamergð um alla króka smaug; með silkibrosi sögð til hálfs hver saga um bæinn flaug.” Þegar þeir feðgar hafa leitt hesta sína saman, segir sýslu- maðurinn: “Sú drós, sem með þér dregst á laun, í dag skal rekin brott.” Orðið “drós” er hér einkar heppilega valið, það var viðhaft um kvenfólk þegar lýsa átti sem mestri fyrirlitningu. Vel er sagt frá því þegar Bjöm svarar föður sínum og yfirgefur heimili sitt: “Þá sló í borðið Björn og kvað: ‘Með brúði mína eg fer. Þú rænt mig getur arfi og auð, en aldrei sjálfum mér. Eg veg þann ekki valið get að verða ríkur þræll; eg kýs að lifa í fátækt frjáls, minn faðir: Vertu sæll.” Um Hörð föðurbróður Björns segir skáldið: “Stórbokkinn átti þar andstæð- ing vísan, en umkomuleysinginn hlífi- skjöld.” Og lífsskoðunum sínum er Hörður látinn lýsa með þessum orðum: “Vegurinn margur um veröld liggur, við veljum þar sjálfir, frændi minn’ og þetta: “En standirðu heill um hugsjón þína, þér hamingjan altaf verður trú.” Um ferð þeirra hjóna upp í heiðarbýlið, komuna þangað og tilfinningar sínar þegar þangað var komið, er Björn látinn segja þetta: “Með kvígildi af ám og klárana tvo, sem klyfjaðir voru af dóti, við gengum þögul fet fyrir fet með fjallinu upp á móti, i og kýrin okkar var klaufasár að klöngrast á eggjagrjóti. En konan mín blessuð kveikti eld í köldum og föllnum hlóðum á moldarbálknin hún breiddi sæng við bjarmann af kveldsins glóð- um: Tvær lifandi verur hlið við hlið í hreysi dauðans við stóðum. Þá er vel frá því skýrt hver munur var á hugarástandi Björns og konunnar hans þegar þau lögðust til hvíldar fyrsta kveldið á Reyðarfelli. Hún hafði aldrei átt úr háum söðli að detta; alt hennar liðna líf hafði verið i eymd og basl; henni brá ekki við það þótt hún ætti að horfast í augu við komandi örðugleika. En hann hlaut að finna til um- skiftanna; að hafa hrapað eins og björt og dýrkuð stjarna af háum himni virðinga og alls- nægta niður í dimt djúp erfið- leika og fyrirlitningar. Um konuna er Björn látinn segja þetta: “Frá starfinu örugg, frjáls og fríð, hún flaug inn í draumaálfur.” En um sjálfan sig segir hann: “En þung var mér vakan þessa nótt, eg þekti mig ekki sjálfur. Eg gekk eins og barn með brotið skap í bardagann veill og hálfur. Mér andspænis raðaðist norn við nom með nístandi flærðarglotti; þeim ískruðu hlátrar ofan í kverk sem ólgaði suða í potti; þá dró eg í hnefann mitt ítrasta afl og endurgalt smánina spotti.” Hann vakir alla nóttina; hann kemur ekki dúr á auga, ýmist liggur við að hann láti hugfall- ast eða hann kreppir hnefana, bítur á jaxlinn og bölvar í hljóði. Einu sinni segir hann þegar erfiðleikarnir ætla að yfirbuga hann: “En maður, sem ekkert á og ekkert til verka kann; hver þekkir í víðri veröld jafn vitlausan mann?” 0g svo horfir hann út í myrkur örvæntingar og ómöguleika og segir: “í veggjunum morrar moldin hljóð og myrkrið er svart eins og storkið blóð.” En hann safnar kröftum og seg- ir öllum óvættum stríð á hendur á þessa leið: “Kolsvarti, skríðandi helvítis her, hrökkva skaltu frá fótum mér!” Og bergmálið gall um gljúfur og fjall: “Kolsvarti, skríðandi helvítis her, hrökkva skaltu frá fótum mér!” Um atorku Björns við bað- stofu bygginguna kemst skáldið að orði sem hér fylgir: “í urðum fjallsins grjótið upp hann gróf, við gríðarbjörg hann kunni sér ei hóf, og niður brekkur, yfir ís og snjó hann alla vega bylti þeim og dró. Hann valdi kletta úti um alla haga og átti við þá glímur heila daga. Á kirkjustaðnum gamalt guðs- hús var, sem guði enga vegsemd lengur bar, því þar var komið annað ungt og nýtt, með æðra skraut og nýrri fegurð prýtt. Ef einhver rífa fúaflakið vildi, hann fyrir verk sitt brakið hafa skyldi. í verkið Björn einn góumorgun gekk og geysimikinn við að launum fékk; Á sumum flakti fúamálið laust, en furðanlega mörg var spýtan traust, og næsta skorpan. áður freri félli var flutningurinn heima að Reyðarfelli.” Þegar Hörður heimsækir þau hjón að Reyðarfelli í fyrsta skifti er því lýsa hversu vel hafi verið tekið á móti honum. í þeirri frásögn eru þessar vísur: “Ei var húsfrú iðjulaus: upp um strompinn reykur gaus, hljóð í pönnu og kaffikvörn: “Komdu í húsið!” mælti Björn. “Kirkjan gamla er komin hér” kvað þá Björn og hreykti sér: “Síðan í vetur sóknin stóð, sagaði viðinn, feldi, hlóð. Reiknaði stærðir allar út, auga hafði á hverjum bút; allan fúa úr eg skar, eftir kosta timbrið var.” Rjómakaffi, kökufans kom á dúklagt borð til hans. Kotungsbragð hér engu á eða fátækt var að sjá. í skírnarveizlu Leifs urðu menn hreifir af víni og fluttu ræður. Hér eru nokkur orð úr ræðu séra. Gunnars, og stutt lýs- ing á hionum: “Séra Gunnar fremstur allra er, með orðin prúð og lærðra manna snið; um bæinn skjótt hans augna- elding fer, svo yrðir hann á Björn—og klökknar við: “Mér heilög eru húsakynni þín, því hér er blessuð gamla kirkjan mín. Af starfi yðar gæfa landsins grær, eitt gull í lífsins sjóð er yðar bær. Vér vitum nú að yðar breiða bak er bjarg, sem skýlir vorum fé- lagshring.” Þeir gömlu bændur glottu þá um tönn: “Já, góð er ræðan—ef hún væri sönn.” Ræða prestsins veitti Birni anda.gift og hann hélt langa ræðu um auðlegð landsins og framtíð þjóðarinnar. Meðal annars sagði hann þetta: “Af dýrum málmum eru fjöllin full, hér fólgið er í hverri þúfu gull, og hér er guð svo örlátur að auð að engan þyrfti að skorta ljós né brauð. Hann heitir Leifur, litli snáðinn minn, sem landið helgar eftir föður sinn; hann reisir hér sitt bjarta Vín- lands veldi, í vorsins hvítu sól og morgun- eldi. Hér skal hann vinna landi sínu og lýð og ljósið bera fyrir nýrri tíð.” Jólakvöld heitir einn kaflinn í bókinni, er þar yndislega lýst jólagleði saklausra barna á fá- tæku heimili. Þar eru þessar vísur: “Eins og ljómalogn á hafi liggur mjöll í heiðaveldi, tunglið eins og sól á sumri sveipar jökla hvítum eldi. Fólkið verður .alt að æsku augnablik á jólakveldi. Kvöldið leið sem ljúfur draumur, ljómaði sérhver hlutur inni; eins og þúsund ljósum lýsti lampinn gamli að þessu sinni, og í kringum kertin litlu kranz af stjörnuljósum brynni. Engin börn í öllum heimi undu betur sínum kjörum.” Framh. EINAR GUÐMUNDSSON MARTIN frá Garði í Breiðuvík. “Og góðvinum, meðan þeim end- ast ár, Þín ástúð mun firnast eigi, En fremst þínum kæru er sorgin sár Og saknaðar bitur tregi; Hve þung eru sporin þeim í dag, Á þínum síðasta vegi. Svo farðu nú vel—og foldar- skaut Þig faðmi með vori þýðu, Þar leggur minning sitt laufa- skraut Hjá liljunum sorgarblíðu; Þér helg veitist ró, en huggun þeim, Sem hrifinn þú varst frá síðu.” (Stgr. Thorst.) Einar Guðmundsson Martin, bóndi að Litla-Garði í Breiðuvík, við Hnausa, Man., andaðist að heimili sínu þann 10. júní eftir sj úkdómsstríð er varað hafði um 6 mánaðar bil. Foreldrar hans voru Guðmundur Marteinsson landnámsmaður að Garði í Breiðuvík og Kristín Gunnlaugs- dóttir, kona hans. Sex alsystkini eru á lífi: Helga, kona Bjarna bónda Mar- teinsson að Hofi í Breiðuvík, Marteinn, kv. Kristbjörgu Jó- hannesdóttir að Baldur, Man.; Gunnlaugur, bóndi í Breiðuvík, kvæntur Sigríði Kristjónsdóttir Finnssonar; Antoníus, bóndi í Árnes-bygð, kv^æntur Friðrikku Sigurðardóttir Sigurbj örnssonar frá Árnesi; Sigrún, kona 0. G. Oddleifsson, Árborg, Man.; Kristborg, Mrs. McGiIvry, Minn- eapolis, Minn. Hálfbræður Ein- ars, samfeðra eru Jón Edwin, búsettur í Langruth, kvænt- ur Láru Fjeldsted og Helgi Dan- íel, í St. James, Man., kvæntur Bertha Brandsson. Einar var fæddur 16. jan. 1880, og ólst upp hjá foreldrum sínum. Árið 1908 kvæntist hann Sigrúnu Baild- vinsdóttir frá Kirkjubæ í Breiðu- vík, börn þeirra eru: Guðmundur, giftur Clöru Hel- ena Hokanson frá Howardville. Hin börnin, Baldvin, Magnús, Arnfríður, Vilborg og Franklyn, eru öll heima hjá móður sinni. Eru öll systkinin vel gefin list- ræn og mannvænleg. Hinn látni var atorkumaður og átti jafnan í önnum við framfærslu stórrar fjölskyldu og margmenns heim- ilis. Var hann að upplagi til listhneigður, söngelskur og lék margt í höndum. Hann var fjör og gleðimaður og átti marga vini. Ágæta samfylgd átti hann í þróttmikilli og velgefinni konu, er studdi hann og stóð með honum styrk og örugg í starfi lífs og stríði þess. Sam- eiginlega áttu þau mikla sigur- vinninga, og nutu ágíætrar sam- vinnu barna sinna, er þau kom- ust á legg, dvelja þau öll heima, utan elzti sonurinn, sem á er minst. Heimili þeirra hjóna stendur við þjóðbraut, og átti maxgur leið þangað og nutu góðs af hlýhuga þeirra og gest- risnu, er jafnan stóð öllum til boða er að garði koma. útförin var fjölmenn og fór fram frá heimilinu þann 12. júní, á björt- um vordegi, og gróanda að verki úti í náttúrunni — og í hjörtum ástvina og kunningja látins sam- ferðamanns, því minning og þökk hallast hvert að öðru í syrgjandi hjarta. Sóknarprest- ur jarðsöng. Sigurður ólafsson Guðsþjónusta í Langruth sd. 30. júní kl. 11. Guðsþjónusta og sunnudaga- skóli í Konkordía kirkju 7. júlí S. S. C. VOR AÐ VINAMINNI Tileinkað Jóni S. Árnasyni og Guðbjörgu konu hans, með hamingjuóskum til fjöl- skyldunnar á fertug- asta giftingarafmæli þeirra hjóna. I. Vorljóð kvaka hverri grein, Kvæði vaka yfir Hugartaki, hver og ein Hljómþýð staka lifir. II. Ein er sú af öðru ber Alin listamuna: Nægir að eg nefni hér “Neista-ferskeytluna”. Gróðurvilja veita dug Vökvuð geislasporin: Stefnubylta haga, hug Hlýindin á vorin. Þó við hljótum þennan kost Þá er margt til baga! Sumarhretin, hagl og frost Heimskunn bygða saga. Auðnubúin aðal kost Ykkur vel hinn besta: Vinahug, sem hagl og frost Hvergi mun á festa. III. Eins og vorið vonum ann, Veit eg hitt mun gilda: Sumarhögum hlýrri eg fann Haustið veðurmilda. Þegar haustar hlýfir mjöll Haga, þýðir kalinn. Þessum stökum er mín öll ósk og vinsemd falinn. J. J. N. —15—6—40. BIRGIR HALLDÓRSSON Syngur í Wynyard Það mun áreiðanlega þykja tíðindum sæta að Birgir Hall- dórsson ætlar að syngja á sam- komu þeirri, er Samband Kven- félaganna heldur í Wynyard í sambandi við kirkjuþingið laug- ardaginn 29. júní næstkomandi. — Birgir er sonur Mrs. Ingi- bjargar Líndal, er eitt sinn átti heima í Wynyard. Fluttu þau fyrir þrem árum til Saskatoon, og þar stundar Birgir nám við verzlunarskóla og söngnám að auki. Kennari hans nú er fræg- ur söngvari, sem átti heima í Tékkóslóvakíu en flutti þaðan hingað til Canada, þegar Þjóð- verjar tóku land hans. — Birg- ir söng í vor í útvarp í Saska- toon og þótti mikið til hans koma. Síðan hefir hann oft sungið á samkomum við góðan orðstír. Allir, sem til þekkja, gera sér góðar vonir um, að þarna sé að koma fram á sjón- arsviðið efni í nýjan íslenzkan söngsnilling, ef áframhaldið verður líkt því, sem af er náms- ferlinum. Telja má líklegt, að Wynyard-búar láti ekkert aftra sér frá því að hlýða á söng Birg- is í þetta sinn. Við hljóðfærið verður annar ungur námsmaður frá Wynyard, Herbert Johnson, sem í vor lauk efnafræðinámi við háskólann í Saskatoon með ágætum vitnisburði. — Herbert hefir áhuga fyrir sönglist og góða hæfileika. í sumarleyfum sínum hefir hann tekið þátt í söngstarfsemi í Wynyard, verið í söngflokk kirkjunnar og um skeði organisti, í fjarveru aðal- organistans. Eg tel kvenfólkið, sem stend- ur að þessari samkomu, heppið, að hafa fengið þessa tvo ungu og efnilegu menn til að vera á skemtiskránni. Jakob Jónsson Á Principal Sparling skólanum hér í Winnipeg, fengu tveir ís- lenzkir stúdentar, þau Bobby Goodman og Constance Jóhann- esson heiðursviðurkenning fyrir framúrskarandi námshæfileika og íþrótta iðkan. * * * Séra K. K. ólafsson flytur ís- lenzka guðsþjónustu í Vancou- ver, B. C. sunnudaginn 7. júlí, kl. 2 e. h. Eins og áður verður guðsþjónustan í dönsku kirkj- unni á Burns St. og nítjándu götu. Tækifæri verður til alt- arisgöngu. Allir hlutaðeigend- ur, er þetta lesa, eru beðnir að útbreiða messuboðin. EATON'S Hér er tveggja hnefafylli og mikill sparnaður fyrir þig í báðum EATON’S miðsumar verðlisti— 80 blaðsíður—fullar af spam- aði—af alskonar vörum fyrir pig og fjölskylduna í fatnaði; fyrir heimilið; fyrir landbúnaðinn.— Sérstaklega lágt verð — alt þetta getur verið þitt ef þú notar tækifærið nógu fljótt! Ef þú hefir ekki fengið þennan verðlista, skrifaðu nú um hæl til Winnipeg og verður þér þá sendur einn. *T. EATON C?,m WINNIPEG CANADA BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Það er aldrei of seint til að opna sparisjóð í banka Ef þér hafið ekki nú þegar byrjað á að leggja í sparisjóð, þá gerið það nú—og bætið svo stöðugt við. Peningar yðar eru öruggir og þér getið dregið þá út, er yður þóknast. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $950,000,000 I i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.